Tíminn - 12.12.1931, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.12.1931, Blaðsíða 4
258 TlMINN á svipaðan hótt og þúsundir ungra manna á lilcu reki, gera nú í menn- ingarlöndum álíunnar. Á Laugum var skólastjórinn ekki heima. En ráðsmaður hafði þar greiðasölu og gistingu fyrir skóla- nefndina. Skólinn er ungur og í tölu- verðum stofnskuldum. Ferðamönnum er þar seldur greiði. þessir gestir höfðu tjöld sín og teppi. þeir gátu notað þau ef þeir vildu. En úr því þeir kusu að leita gistingar á stað, sem seldi greiða, var allmildl litil- þœgni í því fólgin, að búast við að þessum gestum væri gefið, fremur en öðrum. þegar kemur til Akureyrar kástar fyrst tólfunum, og til skólameistara þar er flestum örvunum beint. þetta er því undarlegra þar sem hann gerir sór óvanaiega mikið far uin að greiða fyrir gestum þessum. þrern sinnum er þeim veitt á heimili hans, og sannarlega ókeypis, auk margrar annarar sæmdar. Eitt dæmi um skifti þessara ferðamanna við Sig- ui'ð Guðmundsson og frú hans er sem hér segir: Nemendahópurinn kemur austan yfir Vaðlaheiði. Forsjármaður þeirra símar til frú Halldóru Ólafsdóttur að þeir muni koma seint um kvöldið,' að þeir vilji gjarnan fá rúm með dýn- um í heimavist skólans, en teppi hafi þeir með sér og leggi sér til. Nú vill svó illa til að veður spillist á fja.ll- inu. Ferðin sækist seint, og eitthvað af farangri og þar með teppin er skilið eftir, sennilega austan heiðar. Piltamir ná ekki til Akureyrar fyr en undir morgun og eru þá að von- um þreyttir og votir. Frú Halldóra hefir séð það fyrir og látið kynda miðstöðina til að halda húsinu heitu. Hún vakir alla nóttina vegna gest- anna. Hún og fólk hennar veitir ferðamönnum allan þann greiða, sem þau mega. Helzt er að sjá af frásögn Vísis að söguritarinn ætlaðist til að venjulegt heimili liafi nægileg- ar vistir til handa nokkrum tugum svangra unglinga, sem ekki er ætl- að borða þar, en góðfúsir húsbænd- ur opna hús sín fyrir meðan annað fólk sefur og veita allan þann beina er þau mega, þar á meðal taka sæng- urföt frá börnum sínum til að veita þann atbeina, sem frekast mætti veita þreyttum ferðamönnum. Og hver eru svo launin? Ekki kurt- eisi hins vel siðaða manns, sem þakkar slíkan höfðingsskap. Ekki hlutleysi þess manns, sem viðurkenn- ir drengilega hjálp en veit ekki liversu honum ber að sýna þakklæti sitt. Hér er höfð ný aðferð. 1 mörgum blaðagreinum hafa fáeinir sjálí- vaídir forsjármenn sunnanpilta látið spott og dylgjur dynja yfir skóla- meistara og frú hans fyrir drengskap þeirra og rausn. Ef eitthvað má setja út á fram- komu skólameistara í sambandi við ferð sunnanpilta síðastliðið vor, þá er það hið gagnstæða við það, sem hinir vandfýsnu gestir segja. Sigurð- ur skólameistari og frú hans hafa gert Akureyrarskólann að einhverju glæsilegasta skólaheimili, sem nokk- urntíma hefir þekkst hér á landi og þessi staðreynd er svo alviðurkennd, að það er með öllu ofurefli fyrir íhaldsunglinga höfuðstaðarins að hnekkja þvi. Hið eina sem með nokkrum rétti má ásaka skólameist- ara og frú lians fyrir er það, að þau iiafi sýnt gestrisni, þar sem hennar var ekki þörf. Nemendur úr skóla hans og úr Reykjavíkurskóla höfðu tjöld sín og áttu að búa í þeim og íerðast um fagrar byggðir án þess að jþyngja þeim, sem þar bjuggu, án þess að eiga rétt á gjöfum, veizlum eða liátíðlegum móttökum. þetta sýndu nemendur Reykjavíkurskóla alveg réttilega vorið 1930. þá komu nokkrir norðanpiltar suður. Eng- inn menntaskólapiltur tók á móti þeim á bryggju. þeim voru engar veizlur haldnar, og engir dansar stignir þeim til vegsemdar. Norðan- menn tjölduðu á túni hjá góðkunn- ingja sínum í Ileykjavík og fóru ferð- ir sínar án þess að sýna nokkrum manni áreitni eða heimtufrekju. þeir notuðu ferðaaðstöðu sína eins og til var ætlast af þeim er til ferðannn hafði stofnað. Sennilega verður að skrifa* mistök þeirra sunnanmanna í þessu efni að mestu á reikning Mbl.-heimilanna í bænum. Andi þeirra hefir til skamms tíma gegnsýrt skólalífið. Andi þeirra olli kirkjuspjöllunum á þingvöllum í vor. Andi Mbl.-stefnunnar segir að stúdentar eigi að drekka og verða ölvaðir þegar þeir sleppa úr skól- anum. „Alþekktur bindindisfrömuð- ur“ eins og Jakob Möller lætur blað sitt hjálpa Mbl. til að afsaka of- drykkjuhneyksli stúdenta á þingvöll- um í vor. Og á bak við bæði blöðin stóð áreiðanlega þéttur hópur af þétt- heimskum íhaldsforeldrum í liöfuð- staðnum. Hinn einkennilega samsetti hugs- unarháttur þeirra sem vilja sameina yfirborðseinkenni kröfumikils höfð- ingja við lítiiþægni gjafafýkna mannsins gegnsýrir öll árásarskrifin i Vísi og Mbl. á hendur Sig. skólameist- ara. Og einmitt þetta lundarlag ein- kennir mikið af hinni ágjömu en þróttlausu,. svokölluðu „heldrimanna11 stétt. Reykjavíkur. Um unglinga þá, sem tekið hafa þátt i frumhlaupi þessu má segja, að þeiin sé nokkur vorkunn þó að fjórðungi bregði tií fósturs. Atvik þessi úr forðalífi Reykjavík- urskóla geta haft áhrif á tvennan hátt viðvíkjanda hlunnindum þess- um í framtíðinni. Ef kennslumála- stjómin getur óttast að leiðangrar námsmanna úr menntaskólum lands- ins verði á fleiri en einn hátt til byrði og óþæginda fyrir fólkið í byggðum þeim, er þeir fara um, fer að verða meir en vafasamt hvort leggja á út í slíka framkvæmd. í öðru lagi hefir það vitaskuld alveg sérstök áhrif í erfiðleikaátt fyrir leið- angursmenn sjálfa, ef fólk út um land getur búizt við langvinnum og ekki sérlega kurteisum blaðaárásuin fyrir livern greiða og ómak, sem siikum gestum er sýnt. Mætti því svo fara að slíkir leiðangrar yrðu í fram tíðinni annaðhvort ekki farnir eða þá eingöngu af þeim mönnum, sem kynnu að ferðast upp á eigin spýtur. íhaldið í Reykjavík sýndi i vor menningarmátt sinn í þingrofs- ritgjörð Önnu Ólafsdóttur nemanda í íhaldskólanum. þingvallaferð stúd- entanna og kirkjubrotið var annað dæmið, og blaðaskrif pilta úr Reykja- víkurskóla um norðurferðina í vor er hið þriðja. Sennilega halda menn eins og Val- týr Stefánsson og Jakon Möller, að þessi framkoma ungra manna sé ennþá góð og gild. Fyrrum, á æsku- árum þessara manna, mun það hafa verið svo. En siðan hafa timarnir breyzt. Ný kynslóð með nýjum lífs- venjum er að vaxa upp. Drykkju- skapur og ruddamennska er ekki lengur neitt allsherjar inngaugshliö til trausts og áhrifa á landi liér. Og svo gæti farið, áður en langir tímar líða, að þeir æskumenn, senr í skjóli stúdentaofdrykkju fremja henndar- verk á elstu kirkju landsins, til að marka rétt sinn til að ganga inn i þann háskóla, sem sjálfur lrefir kjörið sér Árna Pálsson sem ötulan starfsmann þjóðlegrar vísinda- mennsku, finni að eftir þeim biði fáar tegundir ábyrgðarstarfa. Ef til vill þurftu einhver atvik lík þeirn, sem hér hafa verið rædd að koma fyrir til að færa þjóðinni heim sann- in um, að þörf var að geta alið upp embættismannaefni og tilvonandi fræðimenn að einh.verju leyti annars- staðar en í skjóli við menningu brodd- borgaranna í Reykjavík. J. J. ----0------ pegar íbaldið „klæðir landið". íhaldinu er illa við þá stjórnmála- menn, sem vilja verja fé rikissjóðs tii að rækta landið, byggja upp sveitabæi og skóla eða leggja síma um hinar dreifðu liyggðir. þesshátt- ar ráðstöfun á fé almennings heit- ir „óhóf og fjárbruðl" á Mbl.máli. En að flytja inn silkifatnað, harmo- nikur og skrautgripi á krepputím- um, er mikil þjóðurnauðsyn að dómi sömu manna. Magnúsi prestakenn- ara þykir skömm til koma, þó að þjóðin spari „nokkrar miljónir" með því að fresta innkaupum á slíkum „nauðsynjavörum", þegar framleiðsl- an hrekkur ekki til að borga ólijá- kvæmilega úttekt erlendis. Erfiðis- fólkið í landinu er annarar skoðun- ar en Mbl.menn i Reykjavík. því finnst skynsamlegra, að þjóðin neiti sér um silkifatnað og glymskratta en framkvæmdir, sem bæta lífsskil- vrði almennings. ílialdið vill „klæða landið" með silki i harðærinu! Fram- sóknarmerin álíta, að annar klæðn- aður muni verða skjólbetri til fram- búðar. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Mímisveg 8. Sími 1245. FERÐAMENN sem koma til Rvíkur, fá her- bergi og rúm rneð lækkuöu verði á Hverfisgötu 32. SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS er á Amtmannsstíg 4 (niðri). Sími 1121. Vald. Poulse^. Klapparstig’ 29. Simi 24. Hefír á lager: Vélareimar. Reimalása. Verkfæri. Síðastliðið haust var mér dreg- ið hvítt hrútlamb, sem ég á ekki, með mínu marki, sem er: blað- rifað fr. hægi'a, biti fr. vinstra. Réttur eigandi semji við mig. Ólafur Ólafsson (yngri) Eyri, Svínadal, Borgarfjarðars. Allt með íslenskum skipum? «fi Vel særni Signrðar á Veðramóti. þar sem að Sigurðnr ritar grein í 31. tölublað „ísafoldar" og gjörir þar að umtalsefni kosningarnar 12. júní sl. og er allharðorður í garð þeirra, sem studdu Framsókn við kosningarnar og telur að sú stefna sé norðan og neðan við allt velsæmi, vil ég taka til athugunar frámkomu Sigurðar. Skal aðeins nefna fátt, þó af nógu sje að taka. Verður fyrst að minnast þess að þessi maður sýn- ir á fiestum fundum þann rudda- hátt að vera oft og einatt að gjamma. íram í, þegar aðrir cru að halda ræður og lýsir slík framkoma iitiu velsæmi. F.ins bei' að geta þess, að Sigurð- ur á Veðramóti, fyrverandi oddviti Skarðshrepps, heimtaði af mönnum hér í hreppi sein gjald fyrir hvert brennimark, 35 aura, en gjald þctta var ákveðið 25 aurar af sýslunefnd Skagafjarðarsýslu — og í henni sit- ur Sigurður. — Sézt á þessu, að maðurinn beygir sig eftir iitlu og er vægast sagt, að slík framkoma sé óviðeigandi og ættu siíkir meim ekki að setja sig á liáan liest og höggva stórt að mönnum og málefn- | um. Verður nú ljósara en áður af ) liverju Sigurðui' á Veðramóti fyllir 1 þann fiokk sem hefir orðið til þess | að vei'ja í biöðum sínuni livert af- ! brotið af öðru, s. s. kosningafölsun, sjóðþurðir, vanrækslu og ýmsa aðra svikscmi. En sá mikli ótti sem Sigurður á- lítur að menn hafi af hinni ægilegu skuldasvipu, mun stafa af því, að hann lemur nokkuð fast með slíkri svipu, og að fáum dögum áður en hann skrifaði grein sína, var önnur svipa reidd til höfuðs honum, svo að hann veitist úr oddvitastöðu hér í lireppi, fékk sárfá atkvæði. Að Sigurður á Veðramóti skuli minnast á „Verziunarfélag Skagfirð- inga“ og Jón á Reynistað, gegnir furðu, því slíkt er aðeins til að auka andúð manna á þeim stjórnmála- floklci sem undanfarin ár Hefir æ og sí haft nafnaskifti eins og sumir af- brotamenn hafa gjört á þoim stund- um iífsins, sem þeir hafa haft veika löngun til að bæta lífernið. Meyjarlandi 29. ágúst 1931. I Bjarni Siguríinnsson. j I -----0---- / Skinn Kaupi selskinn (vorkópa og útsels) hæsta verði. Bömuleiðie kálfskinn. Þóroddnr E. Jónsson Hafnarstræti 15. Sími 2036 Tryggið adeins hjá islensku fjelagi. Pósthólf: '18 Símnefni: Ineurance BRUNATRYGQINGAR (hús, innbú, vörur o.fl.). Sími 254 SJÓVATRYGGINGAR (skip, vörur, annar flutningur o.fl.). Sími 542 Framkvæmdastjðri: Sími 309 Snúið yður til Sjóvátryggingafjelags Islands h.í. Eimskipafjelagshúsinu, Reykjavík i Munið að ÞORS - MALTÖL er nú bragðbesta en annað maltöl, nær— ingarríkara en annað maltöl og því ódýrara en annað maltöl. Biðjið ávalt um Þórs-maXtöl. Hey-grímur á kr. 4,50. Haglabyssur, 2-hleyptar á kr. 85. Haglabyssur, 1-hleyptar á kr. 65. Púður, högl, hvellhettur o. fl. Sportvöruhús Reykjavíkur. Maltextrakt Filsner Blér Bayer Hvítöl. Ölgerðin il SkðllinBL Reykjavík Simi 249 NiðursuðuvÖrur vorar: KJiií......i i kg. og >/2 kg. dósuio K»fa .... - t - - 1/2 - - Bayjanibjíiga l - 1/2 - Elskaboilnr - 1 - - 1/2 — Lax........- 1 - - 1/2 - hljóta alinonningslof Ef þór hafið ekki reynt viirur þessar, þá gjöriö það nú. Notið innlendar vörur frenauren erlendar, með þvl atuðlið þór að því. að íslendingar verðl sjálfmu sér nógir. Pantanir afgreiddnr fljótt og vel hvert A land setn er. Hallur Hailsson tannlæknir, Austurstræti 14. Reykjavík. Viðtalstími 10—6. Alltaf lægsta verð á tilbúnum tönnum. — Fljót afgreiðsla fyrir -----— aðkomufólk. — — — SJélfs er hðndin hollust Kaupið innlenda framleiðslu, þegar hún er jafngóð erlendri og ekki dýrari. framieiðir: Kristalsápu, grænsápu, stanga- sápu, handsápu, raksápu, þvotta- efni (Hreins hvítt), kerti alls- kon&r, skósvertu, skógulu, leður- feiti, gólfáburð, vagnáburð, fægi- lög og kreólínsbaðlyf. KaupiS H R E IN S vörur. Þær eru lðngu þjóðkunnai- og fást í flestum verzlunum landsins H. í. Hreínn Skúlagötu. Reykjavílc. Simi 1826. I *Sá Allt með íslenskum skipum! Prentsmiðjan Acta 1931

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.