Tíminn - 19.12.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.12.1931, Blaðsíða 1
<£3jaíb£eti og afgrciösluma&ur Cimans tt Hannueig f)orsteins&ótHr, Sœfjargötu 6 a. ÍíeYfjamf. ^fcjrei&sía Clmans er i Cœfjargötu 6 a. ©pin öaglega’ fL 9—6 Simi 2353 XV. árg. Reykjavík, 19. desember 1931. 75. blað. Kjördæmamálið Á síðasta jnngi var, eins og kunnugt er, ákveðin nefndarskip- un til þess að athuga og endur- skoða kjördæmaskipun landsins. Þessi nefnd er nú skipuð og fyr- ir nokkru tekin til starfa. Hún á vandasamt verk fyrir höndum, og viðkvæmt mál að leysa. Skoð- anir þjóðarinnar eru sundurleitar og skiftar. Flokka- og stéttahags- munir vaða uppi, þó reynt sé að breiða yfir þá þunnar slæður réttlætisástar og mannúðartil- finninga. Ég vil engu spá um starf þessarar n'efndar. Hún er úr ólíkum stöfum samanrekin og því hætt til að klofna og sundr- ast. Gjarðirnar, sem ættu að halda henni saman, er heill og gagn þjóðarheildarinnar fyrst og fremst. Vandamálum kjördæma- skipunarinnar verður að ráða til lykta með alþjóðarheill, en ekki stéttahagsmuni fyrir augum. Þingmannatölu verður að ákveða eftir þörf og getu þjóðarinnar, en ekki eftir löngun manna til að sitja á þingi, eða eftir kröfum kjósendanna í hinum ýmsu lands- hlutum til þess að senda sem flesta á þing. Kosningarréttur þegnanna verður og á að tak- markast af alþjóðarheill. Þegn- arnir eiga ekki að hafa rétt til að kjósa fleiri þingmenn en hæfilegt er til þess að geta ráðið löggjaf- ar- og fjármálum þjóðarinnar til sómasamlegra lykta. Þetta er fyrsta og sjálfsagðasta takmörk- un kosningarréttarins í hvaða þjóðfélagi sem er. Næsta tak- mörkun kosningarréttarins er sú, sem skipting ríkis í kjördæmi hefir í för með sér. Sú takmörkun er einnig sjálfsögð, ef þjóðfélags- heill er betur borgið með því skipulagi. f hverju siðmenntuðu þjóðfélagi á einstaklingsrétturinn að þoka fyrir hag heildarinnar þegar þetta tvennt rekst á, og mun ég nánar víkja að því síðar. Þegar ræða á kjördæmaskipun- armálið verður að hafa þetta í huga. Á það mál verður að líta frá sjónarmiði ríkisheildar og þjóðarhags fyrst og fremst, og síðan frá sjónarmiði einstaklings- réttarins. Giftusamlegust lausn þess máls er sú, sem bezt tryggir þetta hvorutveggja, hag alþjóðar og áhrifarétt einstaklinganna á málefni ríkisins. Skulu nú athug- aðar stefnur þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna í lcjördæma- málinu frá þessum tveim sjónar- miðum. Alþýðuflokkurinn. Alþýðuflokkurinn hefir í skrif- um og umræðum um kjördæma- málið, aðallega litið á það frá sj ónarmiði einstaklingsréttarins. Meginkrafa hans er jafn réttur einstaklinganna til kosninga, eft- ir að þeir hafa náð vissu aldurs- takmarki. Þessu marki hyggst flokkurinn að ná með því að gjöra landið að einu kjördæmi, þar sem hlutfallskosningar séu við hafðar. Að hve miklu leyti tatkmarkar nú þessi skipan kosningarrétt ein- staklingsins og áhrifarétt hans á þjóðmálin? 1 fyrsta lagi er sá réttur tak- markaður af tölu þingmannanna. Þegnarnir hafa ekki rétt til að kjósa fleiri þingmenn en þjóðin telur sig þurfa á að halda. Við það er ekkert að athuga. í öðru lagi er kosningaréttur takmarkaður við þá eina, er bjóða sig fram til þingmennsku á hverjum tíma. Kjósandinn fær eigi að velja hvern þann, er hann treystir bezt til að fara með um- boð sitt, heldur má hann aðeins velja um frambjóðendur. I þriðja lagi er kjósandanum eigi frjálst að velja úr öllum frambjóðendum, heldur má hann aðeins kjósa einhvern af þeim listum, sem boðnir eru fram af miðstjórnum flokanna. Og sjálfur hefir kjósandinn langoftast enga íhlutun um það, hvaða menn eru valdir á hvem lista. í fjórða lagi getur ekki kjós- andinn, sem hefir ákvarðað sig til að velja einhvern lista, gjört þeim mönnum, er þar standa, jafnt undir höfði. Það fer eftir röð mannanna á listanum hve stórt brot úr atkvæði kjósandans hver þeirra fær. Sá kjósandi sem er jafnánægður með alla menn lista síns fær ekki að gefa nema einum þeirra heilt atkvæði, hin- ir fá aðeins smærri eða stærri at- kvæðisbrot. Sá kjósandi, sem er sáróánægður með ýmsa menn þess lista, sem hann kýs, verður annað hvort að velja þá líka eða afsala sér nokkrum hluta kosn- ingaréttar síns með því að strika þá út. Því verður ekki með sann- girni neitað, að þetta eru haria miklar takmarkanir á kosninga- réttinum, ekki sízt þegar þess er gætt, að sá réttur verður heldur ekki jafn fyrir alla með þessu skipulagi. Kosningaréttur þess kjósanda, sem bezt treystir þeim mönnum að fara með umboð sitt, sem flokksstjórnunum hefir þókn- ast að setja á ýmsa lista, er ekki jafn kosningarrétti hins, sem að öllu leyti er ánægður með skipun einhvers eins lista. Annar fær ekki að velja þá sem hann vill, hinum er það heimilað. Það sem að nokkru leyti gæti réttlætt hinar tilfinnanlegu tak- markanir kosningarréttarins, sem hlutbundnar listakosningar hafa í för með sér, er það, ef þær gætu tryggt hlutfallslega jafnan áhrifarétt allra flokka á þjóð- málin í hlutfalli við kjósendatöl- ur þeirra. Þetta hefir líka verið fram færð sem aðalástæða fyrir ágæti þeirra. En er nú þetta svo í reyndinni? Hvað sýna t. d. síð- ustu hlutbundnu Alþingiskosn- ingarnar í Reykjavík um það efni? Þar voru 4 stjórnmála- flokkar er þátt tóku í kosningun- um, 4 listar og 4 þingsæti að vinna. Kosning fór þannig, að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 3 þingsæti, Alþýðuflokkurinn 1, en liinir tveir flokkarnir ekkert og hafði þó annar þeirra yfir 1200 kjósendur. Varð þá áhrifaréttur reykvíkskra kjósenda á þjóðmáhn í réttu hlutfalli við kjósendatölu hvers flokks? Nei, kjósendur Sjálfstæðisflokksins fengu raun- verulega allan áhrifaréttinn. Al- þýðuflokkurinn fékk að vísu einn þingmann, til þess að malda of- urlítið í móinn, en þó gjörsam- lega áhrifalausan gegn meirihlut- anum er til úrslita kom. Hinir tveir flokkarnir fengu engan á- hrifarétt. Þeirra kosningarréttur varð í reyndinni einskisvirði, og nafnið tómt. Það er því sýnt, að kjördæma- skipunartillögur Alþýðuflokksins: 1. Takmarka stórlega kosning- arrétt einstaklinganna. 2. Tryggja ekki hlutfallslega jafnan rétt allra til áhrifa á þjóðmálin, allra síst þar sem ein- falt meirahlutavald ræður algjör- lega úrslitum mála ' í þinginu sjálfu, því þar er sá réttur minni hlutans, sem hlutbundnu kosning- arnar reyna (en tekst þó ekki) að tryggja, að mestu leyti fyrir borð borinn og að engu gjörður. Þá er að líta á kjördæmaskip- unartillögur Alþýðuflokksins frá sjónarmiði alþjóðarheilla, því sjónarmiði, sem ég fullyrði að mestu skifti, þegar athuga skal þessi mál. Iiverjar mundu verða afleiðingar þeirrar skipunar í framtíðinni? Vafalaust þær, að flokkaskipunin í landinu mundi breytast í það horf, að hér risu upp mjög ákveðnir stéttaflokkar, er hefðu það að markmiði, að sækja og verja sérhagsmuni stéttanna hverrar gegn annari. Meginstéttirnar í landinu mundu þá gjöra samtök sín öflugri, til þess að geta öðlast sem flesta og tryggasta fulltrúa á þingi. Hinir landskjörnu þingmenn mundu fyrst og fremst verða fulltrúar andvígra stéttaflokka. Það mundu verða þingmenn verkamanna, þingmenn bænda, þingmérin kaupsýslu- og eingnamanna o. s. frv. Þessir þingmenn mundu um fram allt annað bera hag sinn- ar séttar og síns flokks fyrir brjósti, og skoða sig sem flokks- fulltrúa, en ekki þjóðarfulltrúa. Við mundum engan þingmann eignast sem bæri hag fósturjarð- arinnar heitast fyrir brjósti, heldur hag og oft stundarhag þeirrar stéttar, sem hann er kos- inn af og á sitt þingmannslíf og þingmannsframtíð undir komna. Væri slík stéttabarátta á sjálfu löggjafarþinginu aukin farsæld fyrir þjóðarheildina? Mundi slík- um fulltrúum bezt trúandi til að ráða málum þjóðarinnar til far- sælastra lykta? Og hversu væri þá réttur hinnar fámennu stétt- ar tryggður gagnvart hinni fjöl- mennu og fulltrúamörgu, ef kosningaskipulagið gæfi þing- mönnunum ríka ástæðu til að telja sig stéttarfulltrúa en ekki þjóðarfulltrúa? Við höfum þegar fundið smjör- þefinn af hagsmunastreitu stétt- anna. Ymiskonar stéttafélög í landinu eru sífellt að gjöra kröf- ur um ýms fríðindi sér til handa af hálfu hins opinbera. Og það er alkunna, að þær kröfur ganga oftast lengra en full sanngirni mælir með gagnvart öðrum stétt- um. Óttast enginn að það gæti hættulegt reynst þessu litla og fátæka þjóðfélagi, ef með hlut- bundnu landskjöri allra þing- manna yrði stórlega ýtt undir stéttaríginn og stéttabaráttuná í landinu, og fjölmennustu stétt- inni með einföldu meirihlutavaldi á þingi, gefið valdið til þess að skammta sér sjálf ríkisfé og réttindi eftir eigin vild? Sjálfstæðisflokkurinn. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn komst í minnahluta á þinginu hefir hann einnig fengið brenn- anda áhuga fyrir breyttri kjör- dæmaskipun. Vill hann láta skifta landinu í fá kjördæmi en stór (alls 7)' og viðhafa hlutfalls- kosningu innan þeirra. En þing- mannatala hvers kjördæmis sé breytileg og miðist við kjósenda- fjölda þeirra á hverjum tíma, j eftir útreikningum Hagstofu Is- j lands. Nokkrum uppbótarþing- sætum sé svo skift á milli þeirra flokka er harðast verða úti í kosningunum*). Það, sem einkennir þessar kjör- dæmaskiptingartillögur er fyrst og fremst það, að sjálfir flutn- ingsmennirnir telja skiftinguna langláta. Til þess að draga aftur ögn úr því ranglæti, stinga þeir upp á uppbótarþingsætum til flokkanna. Þetta verður, vægast sagt, að teljast harla klaufaleg lausn kjördæmamálsins. Ef skift- ing landsins í 7 kjördæmi með hlutfallskosningum er svo rang- lát, að dómi þeirra sem fyrir henni berjast, að þeir telja að gjöra þurfi jafnframt sérstakar ráðstafanir með uppbótarþingsæt- um, til þess að draga úr verstu rangindunum, því þegja þeir þá ekki hreint og beint um málið þangað til þeir hafa hugsað upp þá kjördæmaskiftingu, sem þeir að minnsta kosti sjálfir eru sæmilega ánægðir með? Auk þess er svo þessi skiíting landsins í 7 kjördæmi algjört handahóf, sem ekki hefir við nein skýr rök að styðjast. Því mega kjördæmin ekki vera t. d. 13. (Það er líka ekki síður en 7 heilög tala) eða 5 eða 3 eða þá aðeins 1, eins og jafnaðarmennirnir vilja. Þá mætti þó spara bæði útreikninga Hagstofunnar og uppbótarþing- sætin. Þessi kjördæmaskipun hefir í för með sér allar hinar sömu talunarkanir á kosningarrétti ein- staklinganna og tillögur Alþýðu- ílokksins, og þó öllu meiri. Hér er kosningarrétturinn auk þess takmarkaður við kjördæmi, og hver kjósandi fær ekki að velja nema nokkurn hluta þingmann- anna, eða svo marga sem kjós- endatala hvers kjördæmis segir til um að verða skuli þingmenn kjördæmisins. Þessi skipan kjördæmamálanna takmarkar því enn meir atkvæð- isrétt einstaklinganna heldur en kjördæmaskipun Alþýðuflokksins, og þyrfti því mun betur að tryggja heill ríkisheildarinnar ef hún ætti að geta tahst æskileg fyrir þjóðina. En hvað er um þá hlið málsins að segja? Þessi skipan mundi að vísu ekki útiloka stéttarflokka og stéttabaráttu, en hún mundi ekki gefa henni jafn blásandi byr und- ir vængi eins og ef landið væri aðeins eitt kjördæmi. En önnur hætta mundi ríkisheildinni stafa af þessu fyrirkomulagi, er haft gæti mjög alvarlegar afleiðingar. Fólksflestu kjördæmunum yrði með því sköpuð séraðstaða í þinginu, til þess að efla sína hagsmuni á kostnað hinna kjör- dæmanna. Kjördæmin þrjú á suðvesturhluta landsins (þ. e. 1. Reykjavík, 2. Gullbringu- og Kjósar-, Árnes- og Rangárvalla- sýslur og 3. Borgarfjarðar-, *) Grein hr. Thor Thors í Vöku: Kjördæmaskipunin, er hér lögð til grundvallar, þegar lýst er kjördæma- skipunartillögum Sjálístæðisflokksins. Mýra-, Snæfellsness- og Dalasýsl- ur) mundu þa fá um helming allra þingsæta, og hið forna jafn- vægi landsfjórðunganna raskast til stórra muna. Gæti þetta auð- veldlega leitt til þess, að fjárveit- ingar þingsins vildu meira drag- ast til þessa landshluta en ann- ara, er færri ættu formælendur, og að þar yrðu verklegar fram- kvæmdir þess opinbera meiri. En þetta mundi eðlilega hafa það í för með sér, að fólksstraumurinn ykist til þessara staða, en fækk- aði aftur fólki að sama skapi í þeim landshlutum er varhluta færu af framkvæmdum ríkisins og fé. En það hygg ég verða mundi alþjóð og íslenzkri menn- ing hið mesta tjón, ef breytt kjördæmaskipun stuðlaði að því, að fólk yrði að flýja eignir og óðul, og flykkjast saman í þétt- býli á einu landshorni. Mun það almennt álit að t. d. Reykjavík sé þegar orðinn of fjölmennur bær samanborið við þjóðarstærð og ætti sízt að stuðla að meiri vexti hennar með nýjum lögum. Framsóknarflokkm-inn. Sá flokkur er ekki að öllu leyti ánægður með núgildandi kjör- dæmaskipun. Hann vill endur- skoða þá löggjöf. En hann lítur svo á, að þeim málum eigi að ráða til lykta með alþjóðarheill fyrir augum fyrst og fremst. Kosningarréttur einstaklinganna verði að takmarkast að svo miklu leyti sem ríkisheildinni er hag- kvæmast. Hann er ekki í vafa um það, að tölu þingmanna beri að miða við þörf þj óðfélagsins, en ekki við hagsmuni flokkanna eða háværar kröfur kjósendanna, sem heimta að sífellt sé bætt við " nýjum þingmönnum í hinum ýmsu kjördæmum, án tillits til þess hvort þjóðin í heild hafi nokkra þörf fyrir þá eða efni á að greiða þeim kaup. Yfirleitt tel- ur sá flokkur, að við getum og eigum að komast af með færri þingmenn og ódýrara þing, en nú höfum við. Framsóknarflokkurinn telur hagfeldast að landinu sé skift í mörg kjördæmi, og að þeirri skiftingu ráði meira staðhættir landsins en fólksfjöldi á hverjurn stað, sem ávalt er breytilegur frá ári til árs. Hyggur hann þessa skipan henta bezt bæði ríkis- heildinni og þegnunum sjálfum, og færir til þess meðal annars þessi rök: 1. Að þá sé tryggt að á þingi þjóðarinnar sitji jafnan menn með þekkingu á staðháttum landsins öllum og á atvinnuveg- um og þörfum hinna einstöku héraða. 2. Að þá beri hver þingmaður hag allra stétta kjördæmis síns fyrir brjósti, og þar með hag þjóðarheildarinnar, en síður stétt- arflokkshagsmuna. 3. Að þá eigi kjósendurnir hægra með að koma á framfæri hinum sérstöku framfara- og hagsmunamálum héraðsins er þeir geta snúið sér til ákveðins manns, sem er fulltrúi þeirra, og mun yfirleitt veita málunum þann st-uðning er hann frekast má. 4. Að þá geta kjósendur sjálfir auðveldlega haft víðtækt íhlut- unarvald um það hverjir verði í kjöri á hverjum tíma og þannig valið þá menn, er þeir treysta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.