Tíminn - 19.12.1931, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.12.1931, Blaðsíða 4
262 TÍMINN Iþróttafélag Reykjavíkur þótt mér sé venjulega heldur ó- ljúft að taka þátt í deilum manna, er það á annan veg í því máli, sem hér verður minnst á. Fyrst um sinn aðeins iítillega. Fyrir nokkru las ég s+utta grein i Morgunblaðinu, þar sem talið var að nýtt líf hefði. færzt í íþróttafélag Reykjavikur við kenn- araskiftin. Ekki var um að villast að átt var við þá Björn Jakobsson og Benedikt Jakobsson. Eg varð mjög undrandi yfir þess- um ummælum, þar sein starf Björns Jakobssonar hafði, af öllum skyn- bærum mönnum, verið metið mikils og eiginlega aldrei á síðari órum verið um það deilt, að hann væri lang hæfasti maðurinn til þess að fága og manna fimleikaflokka. Hitt hefi ég heyrt menn deila um, livort hann væri jafn snjall við byrjendur eins og þá sem lengra eru komnir. Enda er næsta óiíklegt að félag eins og í. R. hefir verið talið fram að þeirri stund að Björn Jakobsson fór þaðan, að minnsta kosti, væri svo sljótt, að hafa kennara ár eftir ár, sem þó þyrfti helzt að losna við til þess að hægt væri að færa nýtt lif i starfsemi þess. Hugsaði ég því að Björn Jakobs- son ætti óvildarmann, sem starfaði við sjálft blaðið, og hefði hann nú notað tækifærið til þess að niðast ó honum fjarverandi. Vegna þess að ég liefi þótzt skilja yfirburði Bj. J. fram yfir sína samtíðarmenn bæði liérlenda og fjölmarga þekkta er- lenda fimleikakennara, féll mér þetta afarilla. Bjóst ég við að stjórn í. R. mundi mótmæla þessu sem sinni skoðun, eða að minnsta kosti hlytu Björns gömlu úrvalsflokkar, sem um mörg ár höfðu gert garðinn frægan, bæði utanlands og innan, að mótmæla að borin væru á þennan ógæta kennara sinn óvildarfull um- mæli, ekki sízt, þar sem hann var farinn úr bænum langt út á land. þorir nokkur að mótmæla því, að í. R. hafi sýnt glæsilegan kvenflokk nú allmörg undanfarin ár, undir stjórn Björns Jakobssonar? Skeð get- ur að stjóm í. R. fói tækifæri til að opinbera ólit sitt á þessu atriði. Má þá sjá samræmið í ýmsu sem nú er að ske og dómi stjómarinnar sjálfr- ar um sinn glæsilega kvenflokk. Ég tel það víst; svo gera og fjöl- margir aðrir menn, að t. R. félagar hafi með öllum jafni vakið mesta samúð allra hlutlausra íþróttavina með framkomu. sinni, bæði sem fim- leikamenn og íþróttamenn yfirleitt. í R. hefir fram að þessu verið vel mannað. þrátt fyrir þennan sannleika, sem ég býst ekki við að neinn treysti sér til að hrekja, hefir stjórn I. R. sennilega marglesið hin umgetnu ummæli og ekki hefir enn heyrst annað fró henni en það, að hún veik fró kennslustörfum, um stundarsak- ir, kennara sínum, sem gerðist svo djarfur að taka svari Björns Jak- obssonar. Enn þá lúalegra er það fyrir nemer.dur Bj. J., að þeir skuli ekki sýna honum meiri ræktunarsemi en svo, að þeir virðast trúa, að hann hafi þurft að hverfa úr starfsemi fé- lagsins. Er nú þegai' gleymd sýningin í Iðnó, sem var einskonar kveðjusýn- ing fró Björns hendi? Eru úrvals- stúfkur í. R. búnar að gleyma öllu því lofi, sem þær hafa lilotið fyr- og seinna fyrir sýningar sínar? Eða trúa þær að framtíðin verði þeim örlót- ari að þessu leyti, ef B. J. kemur hvergi nólægt? Finnst ykkur, I.R.- félagar, það réttmætt að hnefinn sé rekinn í bak þessa merka manns og kennara ykkar? Aðeins „Ein úr 1. fl. í. R.“ hefir mótmælt. Slík grein hefði ég búizt við að væri undirskrifuð á þessa leið: „Allir nemendur Björns Jakobssonar i I. R.“ Núverandi formaður í. R. hefir sagt, í min eyru, að fimleikaflokkar, sem hann liefði séð hér, stæðu að sínum dómi langt að baki flokkum Björns Jakobssonar og hann óskaði eindregið eftir því, að sér tækizt að semja við hann til fimm ára um kennslufyrirkomlagið. Enda er það sanni næst, jafn víðförull maður *og smekklegur, metti Bj. J. að verðleik- um. En hvað skeður? þorsteinn Scheving Thorsteinsson lætur þessum fyrnefndu ummælum ómótmælt, þrátt 'fyrir það þó liann þekki ekki hót hinn nýja kennara félags síns. Hann gerir meira, rekur Aðalstein Hallsson fyr- ir þær sakir að hann mótmælir með skýrslu og tekur hart á höfundi greinarinnar: „Árétting" og Morgun- blaðsklausunni, sem fyr er nefnd. — Tölum svo ekki meir um ávöxt þeirra athafna að þessu sinni. Nú er svo komið málum, að vist er að deila þessi er ekki runnin undan rifjum illviljaðs blaðamanns, Jieldur frá sjálfum forseta Iþróttasamabands Islands og heiðursfélaga í I. R., Bene- dikt G. Waage. þeim manni sem kjörinn hefir verið til þess að vera leiðtogi og vörður allra íþróttafélaga innan í. S. í. Ég fæ ekki séð hvemig „Fundarstjórinn" hyggst að halda fullri virðingu eftir að hafa skrifað grein þá, sem áður er ncfnd. þar segir hann að fjölgun sé i félaginu og að hana megi að mestu leyti þakka kennaraskiptunum, að Björn Jakobsson hafi spillt félagslyndinu i úrvalsflokknum, að kennsla nýja kennarans sé fróðlegri og betri, að hinn eldri kennari hafi verið hlut- drægur. Engum dylzt að hér er megn óvild liöfð i frammi. Nú hefir B. G. W. aflað yfirlýsing- ar frá meðstjórnendum sínum í í. S. í. um það að hann liafi aldrei á nokk- urn hátt unnið á móti í. R. né Birni Jakobssyni, svo þeir yrðu þess varir. Eru það þá einhverjir nýir gallar á B. J., sem hafa valdið illmælgi for- seta í. S. í. í garð hans? Sé svo var óþarfi að veita honum aðkast einmitt þegar hann var að flytja sig úr þeirri íþróttastarfsemi, sem heyrir undir í. S. í. Hafi þetta verið tilraun til þess að spilla fyrir Birni á væntanlegri braut, gat G. B. W. séð að sú leið var vonlaus, eins og málavextir voru. Ekki þurfti hann að dreyma um að þetta hefði áhrif á mig, Birni til ills, né nokkurn þeirra manna, sem að Laugarvatnsskóla standa. Hafi B. G. W. aftur á móti gengið -lengi með þessa skoðun á starfi Björns, er það næsta einkennifegt að hafa aldrei vakið athygli eins einasta meðstjórn- anda síns í í. S. í. á þessuin lélega og jafnvel hættulega starfsmanni innan í. S. í. Samanber ummælin í greininni „Árétting". þetta getur kallazt áhugi og kjarkur! Götudrengir geta risið undir þessu, en alls ekki forseti í. S. í. sé hann sá, sem hann á að vera. Bjöm Ja- kobsson er nú byrjaður að starfa hér í Laugarvatnsskófa. Fái hann þá að- stöðu liér, sem hugsuð er, fullyrði ég að eftir fá ár hafa áhrif hans marg- faldast og munu þau ýmisfr sliga miðlungskennarana eða lyfta þeim eftir því hvernig þeir eru innrættir. þetta, sem nú þegar er framkomið, er aðeins byrjun að raunaþætti myndarlegs félags. Munu þá ýmsir gjalda, sem ekki hafa til þess unnið, en þá verður spurt: Hver sáði til ill- gresisins? Laugarvatni, 2. des. 1931. Bjami Bjarnason. -----0----- Olafs Tliors í Keílavík. Miðvikudaginn 9. þ. m. kom dóms- málaráðherra tii Keflavíkur í því augnamiði að ræða við menn um ýms þjóðþrifamál. Að hér hafi verið um laumufund að ræða, eins og Morgunblaðið segir, eru helber ósannindi. Menn hér syðra vissu um íund þennan fyrir löngu síðan og þráðu að lieyra eitthvað um þau inál, er snerta þjóðþrif, því að á þessu sífellda stagli um ríkiskass- ann og gjörðir stjórnarinnar, sem eru séðar einhliða í gegnum sjón- auka ilialdsins, eru menn nú þegar orðnir fullsaddir. Um það leyti, er fundaiboðandi ætlaði að fara að taka til máls, snarast þingmaður kjördæmisins inn og skoraði dómsmálaráðherra á hólm á pólitíska sviðinu. — þessi frekja kom íundarmönnum mjög á óvart., því fundarmenn höfðu búist við að heyra liófleg orð um nauðsynjamál en ekki gamlan úreltan velling úr þingmanni kjördæmisins. Dómsmálaráðherrann sýndi strax þá hógværð og lipurð, er hann hélt gegnum allan fundinn, og varð við beiðni Ólafs Thors, sem að áliti fjölda fundarmanna var óviðeigandi. Eftir að fundurinn var hafinn sáu fundarmenn ljóst, að hér var ekki hreint leikið. Dómsmálaráðh. hafði alls ekki gjört ráð fyrir slíkum fundi, en aftur á móti var þingmaður kjör- FERÐAMENN sem koma til Rvíkur, fá her- bergi og rúm me8 lækkuðu verði á Hverfisgötu 32. SKRIFSTOFA FR AMSÓKN ARFLOKKSIN S er á Amtmannsstíg 4 (niðri). Sími 1121. Vald. Poulse^. Klapparstig 29. Simi 24. Hefír á lager: Vélareimar. Reimalása. Verkfsri. JJ í Tímanum koma auglýsingar fyrir ® augu fleiri manna, en í jjffl nokkru öðru blaði landsins Allt íneð ísleiiskiim skipum! dæmisins útbúinn með nesti og nýja skó og nestið var hálfur árgangur af „Mogga“ með skammagreinum um dómsmálaráðherra, þingtíðindi og fleiri skjöl. Hér átti að slá stóra höggið og var ekki annað séð, en að þingmaður kjördæmisins mundi þá og þegar springa utan af fyndni sinni. En hér sannaðist máltækið: „Oft verður litið úr því höggi, sem hátt er reitt“. Morgunblaðið segir í grein sinni, að jafnaðarmenn hafi fagnað J. J. þetta sýnir ljóst, að íhaldsiorkólfarn ir hafa .ekki fylgst með hér syðra, enda hefir vanræksla þeirra nú opn- að augu Keflvíkinga. þeir eru þegar fullþjáðir af oki íhaldsins og eru nú vaknaðir til fullrar meðvitundar. Moggi getur stungið því hjá sér, að það voru Framsóknarmenn en ekki jafnðarmenn, er fögnuðu Jónasi Jónssyni á áðrunefndum fundi í Keflavík. Og verður nú Ólafi Thors óhætt að koma með fleiri „Mogga“- árganga á næsta fund, sem hann lieldur í Keflavík, ef hann ætlar að vinna það, sem hann tapaði á þcss- um fundi. Framsóknannaður úr Keflavík. ----0—---- Heilbrigðisvottorð Möllers. Við athugun hæstaréttardómsins, þar sem mjög ítarlega er lýst nokkr- um af háskalegum afglöpum í stjórji Islandsbanka, rckur menn minni til þess, að þegar bankann bar upp á sker að lokum, var bankaeftirlits- maðurinn Jakob Möller, ásamt við- eigandi aðstoðarmanni, sendur enn eina ferð inn í bankann til athugun- ar um hag hans. Varð niðurstaða Möllers liin sama og jafnan áður, að ekki væri ástæða til að óttast um hag né stjórn bankans. — Verður fróðlegt að hugleiða trúmennsku og glöggskyggni Möllers í starfi hans í sambandi við niðurstöðu hæstaréttai’. Að felldum þessum dómi væri það fullkomið hneyksli að greiða Jakoh Möller stórar fjárhæðir fyrir starf, sem rækt hefir verið með þvílíkri yfirhylmsku og sviksemi. Andri. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Mímisveg 8. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta 1931 t með íslenskuin skipum! ( Tryggið aðeins hjá islensku fjelagi. Pósthólf: 718 Símnefni: Incuranoe BRUNATRY G G I N G A B (hús, innbú, vörur o.fl.). Sími 254 SJÓVATRYGGINGAR (skip, vörur, annar flutningur o.fl.). Sími 542 Framkvæmdastjöri: Sími 309 Snúið yður til Sjövátryggíngaíjelags Islands h.f. Eimskipafjelagshúsinu, Reykj avík Evers & Co. Þakpappi. Gólf- og veggflisar. Símnefni: Everaco. Kaupmannahöfn K. Símnefnij Evrarsco. Mei'kurpappi (tjargaður þakpappi). Solidolpappi (ótjarga8ur þakpappi). Carbolinum. Asfalt til vegagerða. Asfalt, óbráðið til einangrunar á múrsteypu. Asfalt, fljótandi, svart og grátt til einangrunai' á mórsteypu. Ásfalt, óhreinsað, tíl utanhússbikunar. Eldföst efni. Gler f gangstéttaglugga. Hornahlifin „Stabil“ á múrsléttuð hom. Munið að ÞORS-MALTÖL er nú bpagðbesta en annað maltöl, nær> ingarríkara en annað maltöl og því ódýrara en annað maltöl. Biðjið ávalt um Þ órs-maltöl. Hey-grímur á kr. 4,50. Haglabyssur, 2-hleyptar á kr. 85. Haglabyssur, 1-hleyptar á kr. 65. Púður, högl, hvellhettur o. fl. Sportvöruhús Reykjavíkur. SJálfs er hðndin bollnsf Kaupið innlenda framleiðslu, þegar hún er jafngóð erlendri og ekki dýrari. framleiðir: Kristalsápu, grænsápu, stanga- sápu, handsápu, raksápu, þvotta- efni (Hreina hvítt)/ kerti alls- konar, skósvertu, skógulu, leður- feiti, gólfáburð, vagnáburö, fsegi- lög og kreólínsbaðlyf. Kaupið HREINS vflmr. Þsex eru löngu þjóðkunnar og fást í flestum verzlunum landsina H. f. Hreinn Skúlagötu. Reykjavík. Sími 1825. HKaltextrakt Filsner Biór Bayer Hvítöl. Olgerðin Reybjavík Sími 249 Niðursuðuvörur vorar: KjJft......i 1 kg. og >/í kg. dósmn Kœfa 1 — - 1/2 — - Bayjarnbjúgn 1 - - */a — Figkabollnr -1 - - x/2 — - I«X........- 1 — - 1/2 — hljóta almennlugBlof Ef þór hafíð ekki roynt vðrur þessftr, þá gjöriö það nú. Notið innlendar vörur fremur en erlendar, með þvl stuðliö þér að þvf, að íslendlngar verðiajálfum sér négir. Pantanfr afgreiddar fljótt og vel hvert á land sem er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.