Tíminn - 22.12.1931, Qupperneq 1

Tíminn - 22.12.1931, Qupperneq 1
©jaíbferi 09 afgreiösluma&ur Cimans et Sannreig þorsteinsöóttir, Ccrfjargötu 6 a. .Keyfjamf. XV. árg. Reykjavík, 22. desember 1931. 76. blað. „Alltaf að tapa“! Eftir kosningaósigur íhaldsins 1927 sló miklum ótta á hina sigr- uðu liðsveit. Leiðtogar íhalds- flokksins og „agitatorar" vissu ekki sitt rjúkanda ráð. Sárasta gremjan brauzt út í strákslegu níði um Framsóknarflokkinn, sem unnið hafði meira þrekvirki en efni stóðu til. Alveldi braskar- anna var hrunið. Fjármunir og valdaaðstaða höfðu orðið undir i baráttu við félausan flokk og dreifða kjósendur, sem vildu fá betri ríkissjórn en áður og meiri umbætur í landinu. íhaldsmennirnir vissu, að þeir höfðu beðið ósigur. En þeir vissu ekki, að kosningarnar 1927 voru tímamót í pólitískri sögu Islend- inga. Þeir bjuggust við því, marg- ir hverjir, að verða að þola hlut- skipti hinna sigruðu næstu 4 ár- in. En engum íhaldsmanni datt í hug, að næsta kjörtímabil myndi byrja með ennþá meira ósigri en hið fyrra. Bjargráðaviðleitni Mbl.-liðsins kom m. a. fram í þrotabússkilum íhaldsflokksins. Flokkurinn varð að leggja niður nafn sitt á sama hátt og Islandsbanki síðar og her- leifar og flokksnafn Sigurðar Eggerz urðu einskonar áhættu- framlag í hið nýja fyrirtæki Jóns Þorlákssonar og Magnúsar Guð- mundssonar. Sigurður setti sitt pólitíska líf í veð fyrir sinn gamla óvin, Jón Þorláksson, og tapaði. Og gengi „sjálfstæðisins“ hjá þjóðinni féll í hinu nýja um- liverfi. Jón Þorláksson hafði trú á því, að hægt væri að vinna sveita- fólkið aftur til fylgis við íhaldið. Þessvegna fann hann upp frum- varpið um almenningsvirkjanir í sveitum. Jón hélt sjálfur eða ætl- aði að telja öðrum trú um, að þjóðin gæti staðið straum af því að leggja rafleiðslur frá stórum fallvötnum um hið íslenzka strjál- býli. Á meðan Jón var ráðherra hafði honum aldrei dottið þetta snjallræði í hug, og meira að segja gugnað á sinni einu fram- faraviðleitni, að bæta samgöng- urnar milli Reykjavíkur og Suð- urláglendisins. En bændurnir, sem áttu fullt í fangi með að koma upp sæmilegum híbýlum á jörð- unum, þó aðstoð hins opinbera kæmi til, sáu sjálfir, hvílík fjar- stæða það var, að ætla að leggja 10 þús. kr. viðbótarbyrði á hvert býli ,eða 70—80 miljónir alls á þjóðina. Þeir sáu, að málaflutn- ingur íhaldsins í þessu máli var í senn pólitísk ófyrirleitni á hæsta stigi og takmarkalaust ábyrgðarleysi í meðferð fjár- muna. Þessvegna hafði frv. öfug áhrif við það, sem til var ætlast. íhaldið tapaði. Jón Þorláksson hafði fyrstur manna orð á því á Alþingi, að „verkin ættu að tala“. En verkin töluðu aldrei máli íhaldsins. Þess- vegna hafa nú íhaldsmenn þetta snjallyrði foringja síns í flimt- hefir íhaldsfl. lifað í voninni um það, að þó verkin gætu ekki tal- að með honum, þá gætu þau þó a. m. k. talað á móti Framsóknar- stjórninni. Þessvegna var hundr- uðum hestburða af níði um verk stjornarinnar dreift út um lands- byggðina á hverju ári allt kjör- tímabilið. Stjórnin var ásökuð um hlutdrægni í embættaveiting- um. Sú ásökun varð til einskis, því að starfsmennirnir, sem stjórnin skipaði, unnu traust al- mennings. Stjórnin áti að vera eyðslusöm á landsfé. En þjóðinni þóti vænt um hinar nýju fram- kvæmdir, sem urðu til fyrir „eyðsluna“. Mbl. var á móti því, að alþýðuskólar væru byggðir í sveitunum. En unga fólkið í sveit- unum þyrsti í menntun og gat ekki skilið, hversvegna skólar ættu um alla framtíð að vera einkastofnanir fyrir böm efnaðra foreldra í höfuðstaðnum. Stjórnin var ásökuð fyrir miskunnarleysi við brotlega embættismenn. En sjóðþurðir 0g vaxtareytingur af munaðarleysingjum fundu enga samúð hjá þjóðinni. Stjórninnj var legið á hálsi fyrir misnotk- un á varðskipunum og fyrir að hafa eytt of miklum peningum til ferðalaga um landið. En reynslan sýndi, að íhaldsleiðtogarnir sjálf- ir voru manna fúsastir að ferð- ast með varðskipunum og að þjóðin óskaði eftir því, að stjórn- endur ríkisins gjörðu sér far um að kynnast landsháttum og um- bótaþörf almennings. Af öllum þessum herferðum gegn Fram- sóknarstjóminni var árangurinn hinn sami. Fyrir hvem hestburð af íhaldsblöðunum, sem dreift var út um landið mátti afskrifa at- kvæði af kjörfylgi íhaldsins. Þegar stjórnin var að taka ríkislánið erlendis lustu íhalds- blöðin upp ópi um það, að verið væri að sökkva landinu í óbotn- andi skuldir. En jafnskjótt sann- aðist það á íhaldsflokkinn, að hann hafði á Alþingi óskiptur greitt atkvæði með lántökunni. Og þegar lánið var tekið, áttu vaxtalíjörin að vera þjóðarvoði og einsdæmi. 1 það sinn hafði íhaldið ekki annað fyrir sína fyrirhöfn en það, að vinnubrögð Magnús- ar Guðmundssonar við „óskapa- lánið“ 1921 urðu landskunn, og að mönnum varð ljósara en áður, hve mikið þjóðin hafði vaxið í áliti erlendis við það að losa sig við íhaldsstjórnina. íhaldið tók að sér málstað læknafélagsins. Það hélt, að læknarnir hefðu samskonar vald á sálum manna og sannfæringu og þeir hafa á líkömum hinna heilsubiluðu. En einnig hér hafði íhaldið misreiknað. Læknarnir voru ekkert stórveldi. Þeir gátu beðið ósigur eins og íhaldið í kosningum. Það fádæma fólsku- verk, sem áformað var til að lama forystu Framsóknai-flokks- ins, vakti þjóðarandstygð á bar- áttuaðferðum íhaldsins yfirleitt og jók fylgi Framsóknarflokks- ins í stað þess að hjálpa íhaldinu. Allt kjörtímabilið hafði íhald- ið látlaust reynt að rægja Fram- sóknarflokkinn fyrir að hafa not- ið hlutleysis socialista til stjórn- armyndunar. En bændurnir gátu yfirleitt ekki skilið það, hvers- vegna socialistar mættu ekki greiða atkvæði með landbúnað- armálum, sem íhaldið vildi koma fyrir kattarnef. Og það kom líka í ljós, þegar á reyndi, að íhaldið sjálft hafði ekkert á móti kosn- Fundirnir á Snæfellsnesi. Eins og getið var um í síðasta biaðí hélt ritst' ii Tímans nýlega þrjá landsmálafundi á Snæ- fellsnesi. Var fyrsti fundurinn i Stykkisliólmií par töluðu af hálfu Framsóknarflokksins, auk íundarhoð- anda, Bergur Jónsson alþm. og Stefán Jónsson skólastjóri. Ræddu Framsókn armennirnir um kreppuna og afkomu horfur landsmanna yfirleitt. Fyrir hönd íhalds- og jafnaðannanna komu fram nokkrir ræðumenn, þ. á. m. einn af hinum föllnu frambjóðendum ihaldsins frá kosningunum í vor. Voru ræður þeirra lítið annað en úr- eltur skætingur úr kosningabarátt- unni og gáfu þvi ekki mikið tilefni til andsvara. Fór fundurinn vel fram og friðsamlega. — þegar til Ólafsvík- ur kom, sendi fundarlioðandi þing- manni kjördæmisins skrifiegt boð um að mæta, þótti vissara að tryggja návist hans á þann hátt, því að Stein sen er lítið gefinn fyrir landsmála- fundi. Ekki virtist hann heldur hafa neiifa löngun til að taka upp vörn fyrir íhaldið á þessum fundi, og lézt ekki vilja heyra þá staðhæfingu Mbl., að kreppuástandið í landinu væri að neinu leyti Framsóknarstjóm inni að kenna. Kvaðst fundarboðandi þá vilja benda honum og öðrum stjómarandstæðingum á, að á op- inberum landsmálafundi væri réttur vettvangur til að rifja upp ádeilu- og árásarefni á stjómina, 'ef nokkur ingabandalagi við socialista, ef von var um að ná aftur valda- stólunum með þeirra tilstyrk. En íhaldið tapaði líka á sambandinu við socialista eins og öllu öðru. Og tilraun íhaldsins til að æsa Reykvíkinga til uppreisnar gegn „bændastjórninni", mistókst líka. í sjálfri Reykjavík, sem átti að hafa mest gagn af kjördæma- skipun kosningabandalagsins, og þar sem Morgunblaðið er í hverju húsi, jókst fylgi Framsóknar- flokksins. Krafan um nýja kjör- clæmaskipun er ekki fundin upp af almenningi í Reykjavík, held- ur fámennri efnamannastétt, sem telur sig greiða of mikið fé af höndum í uppbyggingu sveit- anna. Nú ætlar íhaldið að græða á kreppunni. Og eftir almennri reynslu, er mjög hentugt að vera í stj órnarandstöðu á krepputím- um. En venjuleg pólitísk lögmál virðast ekkert stoða hinn hrörn- anda íslenzka íhaldsflokk. Jafn- vel í kjördæmi Ólafs Thors, sem talið hefir verið einna vissast af íhaldskjördæmunum, hverfa menn hópum saman frá íhaldinu, nú síðustu vikurnar. Kosningasigur Framsóknar- flokksins í vor var einsdæmi í pólitískri sögu íslands. Aldrei áð- ur hér á landi hefir stjórnar- flokkur sigrað við kosningar. Aldrei áður hefir stjórnarflokki vaxið fylgi á krepputíma. En í- haldinu kemur hvergi liðsauki. Sjálfur óflokkurinn er sundraður og verulegur hluti hans fyrirlít- ur blöð sín og foringja. Helm- ; ingur af atkvæðatölu íhaldsins j er fólk, sem í raun og veru lætur ] sig landsmál litlu skifta og hverf- j ur frá því jafnskjótt, sem það gjörir sér grein fyrir, að íhaldið er hrörnandi flokkur. Enginn borgari, sem gjörir sér ljóst, hvað fram fer, er líklegur til að velja samleið með þeim flokki, sem altaf er að tapa. væru, og væri opinber viðureign í þeim eínum sæmri en þær lúalegu undirróðursaðferðir, sem íhaldið væri vant að beita. Kom þá Eliníus verzl- unarstjóri til liðs við Steinssen og var ógýnt livor af öðrum bar. Eitt af því, sem skilja mátti á Steinssen, var, að íhaldsstjórnin hefði á sínum tíma byggt læknisbústaðinn á Vifils- stöðum — fyrir miljónarfjórðung — í heimildarleysi. A. m. k. lcvaðst Stein- sen enga ábyrgð bera á því verki. — í fundarlokin tilkynnti fundarboð- andi, að liann myndi lialda fund á Sandi næsta dag og vænti þing- mannsins þangað, en ekki varð Stein sen við þeirri áskorun. — í sveitum var ekki liægt að halda fundi að þessu sinni, af því að veður höml- uðu. En yfirleitt fer fylgi Framsóknar flokksins í liéraðinu stöðugt vaxanda. þykjast nú íhaldsmenn sjálfir sjá pólitísk feigðarmerki á Steinsen. Barátta jafnaðarmanna fyrir þing- sætinu er hinsvegar vonlaus, enda ciga verkainennirnir í Ólafsvík og á Sandi, sem yfirloitt eru hófsamir í kröfum, litla samleið með kommún- istum í Stykkishólmi. Hverjir komu Steinsen á þing? Ilétt eftir kosningarnar í vor tóku að berast út þær fregnir á Snæfells- nesi, að jafnaðarmenn í Stykkishómi — sem flestir standa nærri kommún- istum — undir-' stjórn Guðmundar Jónssonar frá Narfeyri, hefðu að rneiru eða minna leyti bmgðist Jóni Baldvinssyni og kosið frambjóðanda ihaldsins, af þvi að þeir þóttust vissir um að Framsóknarflokkurinn myndi vinna kjördæmið að öðrum kosti. Og þegar talning fór fram, kom það í ljós, að Jón Baldvinsson fékk um 40P—50 atkvæðum færra en sjálfir leiðtogar jaínaðannanna þar vestra höfðu áætlað. Vakti þetta tals- verða gremju hjá verkamönnum í Ólafsvík og á Sandi, því að flokks- bræður þeirra í Stykkishólmi höfðu fullyrt við þá, að Jón Baldvinsson liefði góða von um að ná kosningu ef vel væri að unnið. En úrslitin í vor, þegar sjálfur foringi flokksins var í kjöri, sýna mjög vel, hvílík fjarstæða það er, að jafnaðarmaður geti náð kosningu á Snæfellsnesi. 1 smágrein í Tímanum í sumar var drepið á þann orðróm, sem gengi um afstöðu jafnaðarmanna i Stykkis- hólmi. Bárust blaðinu þá mótmæli gegn þessu frá Guðmundi Jónssyni, og á fundinum i Stykkishólmi 15. þ. m., þar sem ritstjóri Tímans var viö- staddur, ítrekaði G. J. þessi mótmæli. Ritstjóri Tímans gjörði G. J. þá það tilboð, að hann skyldi birta yfirlýs- ingu frá G. J. sjálfum — ef hann óskaði — um að hann (G. J.) liefði ekki kosið Steinsen, en yfirlýsing frá G. J. viðvíkjandi öðrum kjósend- um væri auðvitað markleysa, þar sem atkvæðagreiðslan er leynileg. Varð Guðmundur fár við, og er yf- irlýsingin frá honum ókomin enn! Hringrás peninganna. Eliníus lieitir maður og er verzlun- arstjóri í Ólafsvík. Eliníus er í íhaldsflokknum en kallar sig Sjálf- stæðismann og verzlun sína kaupfé- lag. í haust keypti Elíníus drag- nætur fyrir sjómenn í Ólafsvik gegn því að fá 2% af andvirði aflans fyr- ir ómakið. Gjörði liann þá jafnframt samninga um sölu á aflanum en tókst svo óhöndulega, að verð á nýjum fiski i Ólafsvík hefir verið mun lægra en víðast annarsstaðar, og mest af andvirðinu ógreitt enn. Gengur Eliníusi því erfiðlega að borga dragnæturnar. Á fundinum i Óiafsvík á dögunum tólc Eliníus að bamia sér út af þessum vandræðum og virtist álíta, að rikisstjórnin hefði eytt því fé, sem annars hefði átt að lána í smábátaútveg. Var honum þá bent á, að bankarnir hefðu undir stjórn íhaldsins tapað 33 miljónum af veltufé þjóðarinnar, en það væri einmitt fé, sem hefði átt að lána út til atvinnuveganna. Stæði honum því næst að beina ásökunum sínum gegn sínum eigin samherjum. En þetta þótti þessum þjóðskörungi í- haldsins hin furðulegasta fjarstæða, og sagði að bankatöpin gjörðu ekk- ert til, því að peningarnir, -sem bankarnir töpuðu, færu til þjóðar- innar sjálfrar og lcæmu svo inn í bankana aftur. þetta fyrirbrigði nefndi ræðumaður „liringras pening- anna“ og fannst ástæðulaust að am- ast við því. Var honum þá bent á, að samkvæmt þessum vísindum hlyti að vora heimskulegt að am- ast við eyðslu úr ríkissjóði, því að eftii' „hringrásarkenningunni" færu peningarnir bara til þjóðarinnar og kæmu inn i ríkissjóðinn aftur! En það undruðust áheyrendur mest, að Eliníus skuli árum saman hafa bak- að sjálfum sér erfiðismuni með inn- heimtu verzlunarskulda í Ólafsvík, í stað þess að láta peningana koma sjálfkrafa til baka, samkvæmt hinu ágæta lögmáli „hringrásarinnar". Landsmálafundur á Sandi. Ilitstjóri Tímans boðaði landsmála- fund á Sandi 16. þ. m. Af hálfu Framsóknarflokksins talaði, auk fundarboðanda, Sigurvin Einarsson skólastjóri í Ólafsvík. þá töluðu tveir af foringjum verkamannafé- lagsins á Sandi, Hj,örtur Cyrusson og Björgvin Alexandersson. Lítur út fyrir, að þær fregnir, sem berast vestur þangað frá „alþýðuleiðtogun- um“ hér syöra, séu ekki allar sem réttastar. T. d. hafði annar þessara ræðumanna frétt það að sunnan, að ennþá hefði ekkert fé fengizt til verkamannabústaðanna í Rvík, og gat fundarboðandi þá gefið þær upp- lýsingar, að eitthvað myndi hér málum blandað, því að allir Reyk- víkingar vissu, að búið væri að liyggja húsin. Auk þessara 2 tóku til máls Helgmundur Alexanderson og íhaldsm., sem heitir Benedikt og er einhvcrskonar skjólstæðingur hinnar útlendu selstöðuverzlunar þar á staðnum. Snerist ræða hans mest- megnis um barnafræðsluna á Sandi og var aðallega árás á kennarana þar við skólann, og í mesta máta ósmekkleg, enda enginn af kennur- unum viðstaddur, en sjálfur hefir Benedikt þessi nijög sózt eftir að verða kennari við skólann, en á- rangurslaust, og mun það vera af- sökunin fyrir vantandi mannasiðum lians á fundinum. — Á ræðum þeirra verkamannafoi'ingjanna mátti glöggt heyra, að talsverður uggur er í almenningi þar í þorpinu um afkomuna í vetur, enda verið ó- gæftasamt undanfarið og vörulítið á staðnum. En fiskimið eru þar ágæt og nærtæ k, þegar á sjóinn gefur. Verkamenn hafa með sér pöntunar- félag og veitir því forstöðu Júlíus þórarinsson, bróðir Ágústar hrepp- stjóra á Saxhóli. Fékk félagið vöru- sendingu nokkra með Esju kvöldið eftir að fundurinn stóð, og tókst að koma vörunum í land þá um nótt- ina. „Að lifa á sjálfum sér“! Fyrir nokkrum árum var Mbl. að lýsa kauptúni einu á Suðvesturlandi og féllust blaðinu orð á þá leið, að þar í kauptúninu væri eiginlega eng- inn atvinnuvegur stundaður, en íbú- arnir „lifðu hver á öðrum". þótti blaðinu sá búskapur til mikillar fyr- irmyndar, en almenningur henti gaman að „fjólunni". Fyrir nokkrum dögum sagði einn af ræðumönnunum íhaldsins í Stykkishólmi, að afkoma ríkisins á krepputímum væri eðal- lega undir því komin, að „þjóðin gæti lifað á sjálfri sér“! þótti fundarmönn um þetta óviðkunnanlegt orðalag. Hitt mun sönnu næst, að íhaldinu þyki mest undir þvi komið, að Mbl. og fylgifiskar þess geti lifað á öðrum bæði nú og endranær.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.