Tíminn - 30.12.1931, Blaðsíða 1
©faíbfeti
09 afgrci&sluma&ur Címans er
SannDeig £)orstcinsöóttir,
£cefjargötu 6 a. 2taffjamf.
Cimans er i Scefjargötu 6 a.
(Dpin baglega fL 9—6
Simi 2333
XV. árg.
Reykjavík, 30. desember 1931.
77. blað.
Aramótahugleiðing
Það er venja þeirra, sem við
viðskipti fást, að nota áramótin
til þess að fá yfirlit yfir reikn-
inga sína og gjöra áætlun um
reksturinn í næstu framtíð. Ára-
mótin, tími reikningsskilanna,
eru líka vel til þess fallin, að
mannkynið yfirleitt endurskoði
álit sitt á lífinu, gagnrýni það,
sem hjarta og hönd hafa aðhafst
og skapi sér áform um f-ramhald-
andi lífsbaráttu, í sama formi og
áður eða breyttu.
Reynsla mannanna hefir á
þessu ári eins og öðrum, kveðið
upp dóma um menn og lífsskoð-
anir. Hinir mörgu og smáu dóm-
ar um einstaklingana, hafa þýð-
ingu í svip, en berast í kaf með
mönnunum á hafi aldanna. En
hinir fáu; stóru dómar, um lífs-
skoðanirnar, dómar reynslunnar
um, lífið sjálft í heild, ráða ör-
lögum framtíðarinnar. Þeirra
vegna mættu áramótin vel vera
mesta hátíð ársins, hátíð alvör-
unnar.
Mörgum öðrum fremur eru
einmitt þessi áramót hátíð alvör-
unnar.
Mannkynið er nú um þessi ára-
mót álíka statt og alheimurinn
í árdaga, þegar „sól né vissi,
hvar hún sali átti" og „máni né
vissi, hvat hann megins átti".
Veröldin er full af fátækt og þó
hafa vísindin gjört mönnum auð-
veldara að afla lífsnauðsynja en
nokkru sinni áður. Vinnufúsar
hendur fá steina fyrir brauð.
Hinn forsjáli Egyptalandskonung-
ur, sem safnaði korni til sjö sult-
arára, myndi eins og nú stendur
á, standa uppi algjörlega ráð-
þrota. I þessu harðæri er einmitt
mest kvartað yfir því, að of
margar hlöður séu fullar af
korni!
Núna á þessu herrans ári tutt-
ugustu aldarinnar stendur mann-
kynið uppi ráðþrota yfir því að
hafa of fullkomnar vélar, of mik-
ið af mat, of mikið af klæðnaði,
og hverskonar lífsins gæðum, sem
vorir frumstæðu forfeður gátu
varla ímyndað sér að væru til,
ekki einu sinni í ríki guðanna.
Menn höfðu vænt þess, að með
fullkomnum framleiðsluaðferð-
anna m'yndi koma almenn vel-
megun, að með auknum vélakrafti
mætti létta af stritandi mönnum
erfiði og áhyggjum. En nú er svo
komið, að framleiðendurnir for-
mæla vörubirgðunum og verka-
mennirnir vélunum.
Þetta ár hefir leitt það í ljós
betur en nokkru sinni hefir kom-
ið fram áður, að samhliða því,
sem unnið hefir verið að því
ósleitilega að leggja grundvöllinn
að almennri vellíðan í heiminum,
hefir mannkynið lifað eftir fals-
kenningum, sem kallað hafa fram
bölvun yfir störf hugvitsmann-
anna.
Það er trúin á hina „frjálsu
samkeppni" og „framtak einstak-
lingsins", sem hingað til hefir
verið almenn trú, en nú er að
reynast oftrú.
II.
Fylgismenn hinnar „frjálsu
samkeppni" hafa löngum talið
sér það til gildis, að stefna þeirra
væri í samræmi við „lögmál lífs-
ins". 1 framleiðslu og verzlun hafa
þeir tekið „eyðslusemi náttúrunn-
ar" til fyrirmyndar. Þeir hafa
bent á það réttilega, að náttúran
vekur til lífsins aragrúa af vernd-
arlausum verum, sem farast á
vaxtarskeiði, samkvæmt því „lög-
máli", þar sem veikleiki eða
óheppni er dauðasök. Samkvæmt
þessari kenningu á að leggja sem
minnstar hömlur á lífsbaráttu
mannanna. Sá sterkari á að fá að
sigra og sá, sem minnamáttar er,
að bíða lægra hlut. Heppnin á
að þýða gæfu og óheppnin ógæfu.
Og eftir sömu kenningu var
vinnuafli véla og manna varið
til taumlausrar, skipulagslausrar
framleiðslu á verðmætum, sem
enginn vissi, hvort nokkurntíma
myndu koma að haldi. Svo að
segja í hvert sinn, sem einhver
nytsamur hlutur er fundinn upp
gjörir hann meira og minna af'
fyrirliggjandi offramleiðslu að
verðlausum eldsmat, Þannig á líf-
ið að vera í dýraríki hinnar
„frjiálsu samkeppni".
Postular samkeppninnar virð-
ast aldrei hafa veitt því athygli,
að öll menningarviðleitni mann-
kynsins er einmitt barátta við
þetta marglofaða „lögmál lífsins".
Það er vitanlega „lögmál lífsins",
að frost og stormar grandi þeim
skepnum, sem ekki hafa þrek til
að standast árásir þeirra náttúru-
afla. En mennirnir hafa ekki
viljað beygja sig undir þetta lög-
mál. Þeir hafa gjört sér klæðnað
og byggt hús. Og auðvitað er það
jafngott og gilt ,lögmál lífsins', að
veikbyggð vera eins og maðurinn
verið soltnu óargadýri að bráð.
En mennirnir gjöra þar líka upp-
reisn gegn „lögmálinu" og verja
sig með vopnum. Og í sambúðar-
háttum mannanna sjálfra hefir
„lögmálinu" verið komið fyrir
kattarnef smátt og smátt, án þess
að formælendur þess hafi fengið
rönd við reist. 1 náttúrunni er
enginn eignarréttur. Hugtakið
morðingi fyrirfinnst heldur ekki
í „lögum náttúrunnar". En þessi
„lögbrot" eru viðurkennd góð og
gild, einnig af þeim, sem heimta
náttúrulagavernd handa hinni
„frjálsu samkeppni".
III.
Trúin á hina „frjálsu sam-
keppni" er trú þeirra manna, sem
hafa sigrað eða eiga von um að
sigra í lífsbaráttunni. Eftir því,
sem fleiri slíkar vonir reynast
tálvonir, ætti því að fækka fylgis-
mönnum þessarar lífsskoðunar.
Reynslan sýnir þó, að trúin á
samkeppnina er lífsseig. Það er
fyrst á krepputímum eins og nú,
þegar sjálf óskabörn samkeppn-
innar standa ráðlaus og hrópa á
hjálp, að musteri falskenninganna
riðar.
1 þeim löndum, þar sem mest
hefir verið unnið að því, að gera
hina frjálsu samkeppni dýrðlega
í augum almennings, gjörist nú
það einkennilega fyrirbrigði, að
sjálfir samkeppnismennirnir koma
til þjóðfélagsins og biðja það að
frelsa sig frá hinni „frjálsu sam-
keppni". Tollastefnan, sem nú er
að ryðja sér til rúms, útilokar al-
gjörlega hina frjálsu samkeppni
rnilli þjóðanna. Þannig bera nú
fylgismenn hennar vopn á sjálfa
sig á tímum þrenginganna.
Það virðist í sjálfu sér næsta
hlálegt, að tala um „framtak
einstaklingsins" þegar 30 miljónir
ganga atvinnulausar í löndum
hvítra manna.
Og það er líka að sýna sig æ
betur og betur, að einstakling-
arnir standa ráðþrota, þegar ráða
skal fram úr þeim vandamálum,
sem nú steðja að í viðskipta- og
atvinnulífi þjóðanna. Meir og
meir er þar nú leitað á náðir rík-
isheildanna, og beiðst eftir íhlut-
un þeirra. Þeir menn, sem mest
hafa grætt á framtaki einstak-
lingsins, skirrast við að lána fé
sitt í hina frjálsu samkeppni,
nema ábyrgð þjóðfélaganna
standi að baki.
Kreppan, sem nú geisar, er til-
finnanleg öllum þjóðum. En ef ár-
ið, sem nú er að líða, gæti fært
veröldinni heim sanninn um úr-
ræðaleysi samkeppninnar, þegar á
herðir, mætti það að vissu leyti
teljast gott og gleðilegt ár. Þess
væri þá að vænta, að falskenn-
ingarnar um „frjálsa samkeppni"
og „einstaklingsframtak" yrðu
ekki til langframa látnar standa í
vegi fyrir því, að mennirnir geti
notið verka sinna.
G. G.
------o------
Fréttir
ísfisksala í pýzkalandi, Sala á ís-
lenzkum ísfiski í þýzkalandi hefir nú
í vetur verið algjörlega stöðvuð út af
hömlum þeim, sem þýzk stjórnarvöld
höfðu gjört á ráðstöfunarrétti yfir
gjaldeyri og var það í rauninni sölu-
bann. Nú alveg nýlega er tilkynnt fra
ráðuneyti forsætisráðherra, að sam-
komulag sé komið á í þessu efni á
þá leið, að íslendingar fái fram í
aprílmánuð næstk. að selja fisk í
þýzkalandi fyrir ca. 1 milj. króna
með því skilyrði, að andvirði fiskjar-
ins sé varið til viðskipta við þjóð-
verja.
Miljónamæringar í Bandaríkjunum
voru taldir 38 þús. árið 1929. Árið
1930 var tala miljónamæringanna
kominn niður í 19 þús. Miljónamær-
ingur er hér talinn sá, sem á 1 milj.
dollara eða meira, en það samsvarar
eftir núveranda gengi rúml. 6 milj.
kr. — Árið 1929 höfðu 513 menn í
Bandaríkjunum 1 milj. dollara eða
meira í árstekjur, en 1930 var tala
slíl«*a hátekjumanna komin niður í
149.
í Jngo-Slavíu var þingið kallað
saman um miðjan þennan mánuð, í
fyrsta sinn í þrjú ár. þann tíma all-
an hefir konungurinn farið með ein-
í'æðisvald. þingið kom saman í einu
aðalleikhúsi höfuðborgarinnar. Var
þingsetningin með litlum lýðræðis-
brag. í hvert sinn sem nafn konungs-
ins var nefnt reis allur þingheimur
úr sætum og hrópaði húrra. Ann-
að, sem athygli vakti við þessa at-
höfn var sá mikli og áberandi
fjandskapur til Itala, er þar kom í
ljós. En ítalir og Jugoslavar hafa
stöðugt átt í landaþrætum síðan
heimsstýrjöldinni lauk.
Almennar þingkosningai eru nýaf-
staðnar í Ástralíu. Jafnaðarmenn
biðu ósigur.
Stærsta skip heimsins. Curfardlin-
Aramóí
1.
Yfir hverri eikt á jörðu
englar Drottins halda vörð,
-b- dúnmjúkt lífsins dægur falla
dropum lík, í rakan svörð,
— árin seitla, eins og lindir
aldir hníga, líkt og fljót
— eilífðin, sem úthaf bíður
allra tíma stefnumót.
Þytur tímans þungu vatna
þýtur enn, hið nýja ár,
— stara niður stjörnu augu
stundin verður heit og sár.
— Allir dagar æfi minnar
eru, Drottinn, sekt á mér,
— sjúk og döpur sál mín grætur
syndum hlaðin, eftir þér.
Stara niður stjörnu augu
stara inn í hjarta mitt;
— bið ég hljóður bænir mínar
— blessa Drottinn nafnið þitt.
— Lát mig alla lífsins daga
lúta, Drottinn, einum þér,
— nafni þinnar dýrðar deyja
Drottinn himna veit þú mér.
Yfir lífsins svörtu sanda
sendu náðar brosið þitt
— eftir villu, brot og blekking
blessa Drottinn hjarta mitt.
— Drottinn vægðu — dæm þú eigi
Drottinn, Guð ég trúi' á þig.
— Jesú, þínum jólum fagna
Jesú Kristur, heyr þú mig.
II.
Iðran kirkjan öllum boðar
enginn sinnir ráðum þeim
— engist jörðin ofurþunga,
alt á riðli um þveran heim.
Enginn veit, hvar öldur brotna
enginn veit, hvar blæða sár,
— Það er sorta þungi í lofti
þetta verður reynslu ár.
Horfir Drottinn alt til auðnar?
111 er þessi nýja tíð
— eitri spúa æsihvoftar
yfir löndin frjó og víð.
— Sýndu vondum sektarþungann,
svo að rísi veröld ný
sláðu fólið, sláðu þrælinn,
sláðu fjandans málaþý.
Djöfulóður dægurlýður
Drottins akri snýr í flag
— enginn veit, hvað annars bíður
enginn veit sinn lokadag.
— Fagna þínum dauða dómi
Drottins ljós af hæðum skín
— hræðst ei þá er holdið deyða
himni vígð er sála þín.
Drottinn fagna þjóni þínum
þessum píslarvætti skín,
hann er meiddur, hann er sleginn,
hann er myrtur, vegna þín.
Yfir heiminn boðar brjóta —
bresta' í lofti veður tvenn
sterkir Vítis stormar þjóta
standið örugt kristnir menn.
Lið sitt Þórir hundur heimtir
húsi Drottins sækir að;
— ver þú Krists og konungsmaður
kirkju þína' á Stiklastað.
— Aftur rís hún ung og fögur
eftir þetta syndaflóð
— kirkjan gnæfir aldir alda
upp í morgunroðans glóð.
Syng þú Móðir engilóma
inn í barnsins frjóu sál;
— flyttu þrælum aldarandans
ógnadagsins þrumumál;
— láttu stíga hátt til hæða
himna-Drottni, þakkargjörð,
— bið þú fyrir börnum þínum
— bið þú fyrir skrílsins hjörð.
Bið þú Móðir bænir þínar
blessuð veri iðja þín,
árin líða, aldir hrynja
— austrið ljómar — stjarnan skín.
— Brúður Drottins eilífð alla
ástrík hjálp, á vegum, manns
— áttaviti allra þjóða
inn í dýrðarríki hans.
Þeim, sem fara villir vegar
veittu Drottinn stundargrið
— iðrast lát þá illsku sinnar
öllum heimi veittu frið;
— drjúpa láttu daggir náðar
Drottinn, hjarta þess, er kól
— Drottinn gæða, Drottinn hæða
Drottinn allra hnatta sól.
Stefán frá Hvítadal.
an enska var fyrir skömmu byrjuð
á að láta byggja nýtt Atlantshafs-
farþegaskip, sem átti að verða
stærsta skip heimsins. Nú hefir smíði
þess verið frestað vegna kreppunnar.
Sex þúsundir manna missa við það
atvinnu.
Churchill og Indverjar. Aðaland-
stæðingur Indverja í sjálfstæðisbar-
áttu þeirra við Englendinga er fyr-
verandi fjármálaráðherra Breta,
Winston Churchill. Hefir Churchill
látið sér fátt um finnast þær virðu-
legu móttökur, sem Gandhi hefir
fengið i Englandi. Lét hann orð
falla um það á prenti í sumar, að
sér þætti það í mesta máta litilfjör-
legt af brezkum stjórnmálamönnum
að láta „strípaðan sjónhverfinga-
mann" austan úr Asíu hafa þá að
ginningarfíflum. En brezkum stjórn-
málamönnum þótti Churchill alltof
orðhvatur, og létu það á sér skilja,
enda var þeim umhugað um að Ind-
landsráðstefnan gæti farið fram með
friði og spekt. Fyrsta dag ráðstefn-
unnar var ekki um annað talað en
„hina tvo þöglu menn". það var
þagnardagur Gandhis, samkv. aust-
rænni siðvenju. Hann sat ráðstefnu
þann dag, en yrti á engan mann og
svaraði kveðjum hinna brezku ráð-
herra aðeins með að hneigja höfuðið.
En hinn stórláti Breti, sem farið
hafði óvirðulegum orðum um hinn
indverska sjálfstæðisforingja, lokaði
sig inni og lét ekki sjá sig þann dag.
En ráðstefnan hélt áfram án þess að
mikið bæri til tíðinda. Gandhi lét
enga móðgun á sér sjá og Churchill
„talaði ekki meira af sér". En reynsl-
an á eftir að sýna, hvor er sterkari.
Upplestrarkvold. Jónas Jónsson í
Grjótheimi les upp lausavísur, sem
hann hefir ort, í Varðarhúsinu á
sunnudagskvöldið kemur. Hann er
prýðilega hagorður og hefir dottið
margt i hug í fangbrögðum sínum
við klettana í Kleppsholtinu, þar sem
túnið í Grjótheimi er nú.
Iðnsýning. Á fjölmennum fundi
iðnaðarmanna i Reykjavík var ný-
lega kosin 5 manna nefnd, til þess
að undirbúa sýningu á íslenzkum
iðnaði og íslenzkum afurðum. Kosn-
ir voru: Jón Halldórsson húsgagna-
meistari, Guðbjörn Guðmundsson
prentsmiðjustjóri, Sigurjón Péturs-
son verksmiðjustjóri, Jónas Sól-
mundsson húsgagnasmiður og Gutt-
ormur Andrésson húsmeistari. —
Nefndin hefir leitað til bæjarstjómar
um húsnæði handa sýningu þessari.
Félag smáútvegsmanna í Vest-
mannaeyjum var stofnað 9. þ. m.
* með 40 félögum.