Tíminn - 30.12.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.12.1931, Blaðsíða 2
268 TlMINIT Herra dómsmálaráðherra Jónas Jónsson. Um leið og vér þökkum yður, háttvirti ráð- herra, alla velvild og umhyggju og állar umbæt- ur, sem gerðar hafa verið að undanförnu að yðar tilstuðlun til þess að bæta líðan vora í spítalanum í Laugarnesi, óskum vér yður af heilum huga gleðilegs nýárs, og óskum iafnframt að yðar megi njóta sem lengst. Sjúklingar í Laugarnesi. Jörð til sölu Jörðin Tyllingur á Berufjarðar- strönd í Suður-Múlasýslu fæst til kaups eða ábúðar frá næstu far- dögum. Jörðinni fylgir talsvert æðarvarp. Nánari upplýsingar um sölu eða leigu fást hjá Guðnýju Stefánsdóttur á Eskifirði. FERÐAMENN sem koma til Rvíkur, fá her- bergi og rúm með lækkuðu verði á Hverfisgötu 82. Mínningarorð Yflrlýsing Jón Gunnlaugsson Snædal bóndi aö Eiríksstöðum á Jökuldal lézt á Landakotsspitala hinn 13. þ. m. að nýlega afstöðnum uppskurði.— Hann var úr hópi beztu bænda á Austur- landi, raunhygginn og áhugasamur búmaður, höfðingi heim að sækja, fjörmaður, glaðvær og hlýr í við- móti, drengur góður, vel metinn og vinsæll um allt Austurland og víðar. Jón Snædal var í móðurkyn kom- inn af Krossavíkurætt, en í föðurkyn af Möðrudalsætt, sem hvorttveggja eru þekktar ættir og fjölmennar. — Hann var fœddur 26. maí 1885 og var því á bezta aldri, er hann féll frá. Að fráfalli Jóns Snædal er mikill mannskaði og hinn mestu söknuður vandamönnum hans og hinum mörgu frændum hans og vinum. H. St. ----O--- Náttúrufræðingurinn Alþýðlegt fræðslurit í nátt- úrufræði, 1. árg. Rit þettað er gefið út af þeim nátt- úrufræðingunum Guðmundi G. Bárð- arsyni og Árna Friðrikssyni. Svo segja útgefendurnir sjálfir um rit þetta: „í tímariti þessu verða birtar smágreinar við alþýðu hæfi, um ýms efni 1 dýrafræði, grasafræði, landafræði, eðlisfræði, efnafræði, stjömufræði og öðrum greinum nátt- úruíræðinnar. Fái ritið sæmilegar viðtökur, er svo til ætlast að út komi af því minnst 12 arkir á ári og kostar hver örk 50 aura“. Nú er hinn fyrsti árgangur kominn út og liefir flutt margskonar fróð- leik skemmtilegan um fyrgreind efni. Tímarit sem þetta hefir lengi vant- að hér og er þess óskanda, að það hljóti útbreiðslu og stuðning lands- manna, svo að það geti haldið áfram að koma út; því riti sem þessu er fært að geyma og vemda frá gleymsku margt um hina merki- legu og fjölbreyttu náttúru íslands, fyrir utan það sem það hefir að segja okkur frá öðrum löndum. Utgefendumir hafa frá mörgu að segja, ,en hafa auk þess líka fengið margar góðar greinar að; enda er styrkur slíks rits sem þessa, ekki sízt í því fóiginn að menn náttúru- fróðir og athugulir sendi þvi grein- ar og ritgerðir um þessi efni. þessi 1. árg. Náttúrufræðingsins er furðu fjölbreyttur að efni, á margt er minnst, allt frá fjarlægum stjörn- um og niður í „Hausavíxl á brunn- klukkum". Um fugla og fiska inn- lenda og erlenda, um ugluvai-p í Holtum og merkileg ritgerð um „Svartfugl og fiskseiði við ísland“, ágæt grein um Hvítabirni, um Heklu og Hekluhraun, um Selaför á Húna- flóa 1918, um vatnaskrimsli í Noregi og Lagarfljótsorminn, og um „Konu- ríki meðal fiskanna1' (því það á sér stað víðar en i mannheimum). Vonandi er að þeir sem yndi hafa af náttúrufróðleik styrki þetta litla rit með því að gerast skilvísir kaup- endur. það á það áreiðanlega skilið. R. Á. -----O---- Nokkrar slæmar prentvillur hafa slæðst inn í ferðasögu Guðm. G. Bárðarsonar kennara í síðasta tbl. í 5. d. 20.—21. 1. stendur holdvotir fyrir bólfastir, i 6. d. 2. 1. allir góðir f. allgóðir og í 7. 1. Árfellin f. öræf- in. í síðasta dálki 11. 1. stendur einum staðnum en á að vera ýmsum stöðum. Við undirritaðir meðlimir sýninga- flokka íþróttafélags Reykjavíkur mótmælum árásum þeim og aðdrótt- unum sem forseti í. S. L, Ben. G. Waage, hefir beint að fyrveranda kennara okkar Bimi Jakobssyni. Við álítum þær í alla staði ómaklegar og höfundi þeirra til hinnar mestu vansæmdar. Félagslif innan flokkanna og sam- lyndi við kennarann hefir ætíð ver- ið hið prýðilegasta. Ágætara kennara en Björn Jakobsson getum við vart hugsað okkur. Reykjavík, 12. desember 1931. Magnús þorgeirsson, Ósvaldur Knud- sen, Gisli Ólafsson, Ámi þ. Ámason, Gyða Sigurðardóttir, Hanna V. Gísla- dóttir, Björn Steffensen, Geir S. Haukdal, Guðm. Sölvason, Laufey Einarsdóttir, Jómnn Geirsson, Guð- björt Ólafsdóttir, Vilborg Ámunda- dóttir, Ásbjöm Ól. Jónsson, Kristín Ólafsdóttir, Böðvar Högnason, Sigríð- ur E. Ólafsdóttir, Björn Steindórsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Hrefna Ás- geirsdóttir, Ágúst Jólmnnesson, Lo- vísa Jónsdóttir, Agnar G. Breiðfjörð, Jónína Jafetsdótt.ir, Guðni Sigurðs- son, Sigríður þorsteinsdóttir, Magn- ús Pálsson, Vilborg Jónsdóttir, Anna Guðmundsdóttir. r A víðavangi. Framkoma Mbl. í sambandi við fregnir þær, sem það hefir flutt í haust og vetur við- víkjandi markaðsvandræðum sjávar- útvegsins er í mesta máta óhyggileg og óverjandi. þegar skeyti komu um það fyrir nokkru síðan, að eitt fisksölufirma í hafnarbæ á Englandi hefði neitað að selja íslenzkan ís- fisk, varð frásögn Mbl. á þá leið, að algjört sölubann á íslenzkum ísfiski væri að skella á. Sem betur fór kom fljótt í ljós að þetta var ósatt. í fyrradag barst fregn frá Spáni um það, að þar í landi hafi verið sett heimildarlög um hindrun innflutn- ings á vörum frá þeim löndum, sem sérstaklega útiloka spanska fram- leiðslu. Mun þessum ráðstöfunum aðallega stefnt gegn Frökkum. En ekki er þessi fregn fyr komin en Mbl. þýtur upp með írafári og gefur í skyn að saltfisksmarkaðurinn muni þá og þegar verða algjörlega lolcaður. Ef fleipur eins og þetta í íslenzku blaði væri simað til út- landa, gæti það vel haft talsvert slæmar afleiðingar fyrir viðskifti ís- lendinga. En þjóðhollusta braskara- blaðsins er hin sama nú og í fyrra, þegar verið var að útvega ríkislán handa landinu og blöð íhaldsins lögðu sig í framkróka til að ófrægja lánstraust landsins á allan hátt. Pólitískur óvitaskapur eins og íhald- ið hefir sýnt sig í í þessum tilfell- um, er þjóðhættulegur, hvort sem hann stafar af löngun til að gjöra ríkisstjóminni erfitt fyrir eða er framinn í gróðaskyni til að auka sölu blaðanna með æsingafréttum. Erfiðleikamir um sölu á íslenzkum afurðum em nógu miklir, þó ekki sé verið að auka á áhyggjur almenn- ings í því efni með upphrópunum, að hætti erlendra blaðadrengja, sem selja morðfréttir á götuhornum. Möller biður um vöndínn! Blað Jakobs Möllers er að hafa orð á því í gær, að Tíminn sé ekki eins vondur við íhaldið nú eins og SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS er á Amtmannsstíg 4 (niðri). Sími 1121. Vald. Poulsen. Klapparstig 29. Simi 24. Hefir á lager: Válareimar. Reimalása. Verkfæri. Húsgögn og fatnaður, langt fyrir neðan allar útsölur. FORNSALAN Aðalstræti 16. Sími 1529. tfi Alll með íslenskmn skipnm! »ft| oft undanfarið. það er rétt, að blöð Framsóknarflokksins hafa sjaldan virt „Vísi“ svars, enda er hann lítið þekktur úti um byggðir landsins og á allan hátt hinn ómerkilegasti. En undrun Möllers yfir þessari skiljan- legu hlífisemi við blað hans minnir átakanlega á söguna um strákinn, sem var farinn að flengja sjálfan sig fram í eldhúsi á annan í hvíta- sunnu, af því að hann gat eklci séð annað en að hann yrði að fá hirt- ingu á stórhátíðum eins og aðra daga. Tíminn mun reyna að sjá til þess framvegis, að Möller hafi ekki ástæðu til að kvarta. „Prófessoradóinurinn“. Mbl. birtir í dag fáránlega grein um „prófessoradóminn" í máli Krist- jáns Karissonar. Blaðið telur dóminn varhugaverðan af því að lagaprófess- orar háskólans Ólafur Lárusson, Ein- ar Arnórsson og Magnús Jónsson hafi ekki vit á „verzlun og viöskiptum“. þá telur blaðið að niðurstöður mats- manna íslandsbanka í hitteðfyrra komi í bága við dóminn. Er þetta furðu heimskuleg blekking frá blaðs- ins hálfu, því að allir vita, að hlut- verk matsmannanna var að láta uppi álit um hag bankans, en ekki stjórn hans. Meira að segja hlaut þaðálitað byggjast á bókfærslu bankastjóranna, sem prófessorarnir töldu vítaverða. Fróðlegt væri að vita, hvort „við- skiptaþekking" prófessoranna hefði beðið nokkum hnekki hjá Mbl., ef dómur þeirra hefði fallið banka- stjórum íslandsbanka í vil! Eða minnist blaðið þess, að „viðskipta- fræðingar“ sætu í hæstarétti, þegar dómamir féllu í málum Sambandsins og Garðars Gíslasonar? -----o---- Fundur verður haldinn i fulltnia- ráði Fraxnsóknarfélaganna í Reykja- vík mánud. 4. jan. kl. &y2 sd. Næsta blað Tímans kemur út laug- ardaginn 9. jan. ---— Aðalfundur H.f. Eimskipafélags Suðurlands, verður haldinn laugardag- inn 20. febr. 1932 á skrifstofu herra hæstaréttarmálaflutn- ingsmanns Lárusar Fjeldsted Hafnarstræti 19, Reykjavík og hefst kl. 4 eftir hádegi. Dagskrá samkvæmt 14. gr. félagslaganna. Reykjavík, 29. desember 1931 Félagsstjórnin Kennslustarf Forstöðukonustarfið við Blönduósskvennaskóla er laust. Umsóknar- frestur til 15. júní 1932. — Umsóknum fylgi upplýsingar um skólalærdóm. Allar nánari upplýsingar um starf þetta geta lysthafendur fengið hjá formanni skólaráðsins, Þórarni Jónssyni á Hjaltabakka. Munið að ÞORS - MALTÖL er nú bragðbesta en annað maltöl, nær- ingarríkara en annað maltöl og því ódýrara en annað maltöl. Biðjið ávalt um Þ ór s-maltöl. ’te]£JkJkJkJkJkJkJ£JkJiJkJkJkJkJkJkJkJkJk&JíJkJkJk «í Tgygglð adeins hjá íslenslttt fjelagl. Pósthólf: 718 Simnefni: Incurance BRUNATRYOGINGAR (hús, innbú, vörur o.fl.). Sími 254 SJÓVATRYGGINGAR (skip, vörur, annar flutningur o.fl.). Sími 642 Framkvæmdastj óri: Sími 309 Snúið yftur til Sjóvátryggingafjelags Islands h.f. Eimskipafjelagshúsinu, Reykjavík SJálfs er hðndin hollust KaupiO innlenda framleiöshi, þegar hún er jafngóð «710111114 og ekki dýrari. framleiðir: Kristalaápu, gnenaápu, otenga- sápu, handaápu, raksápu, þvotta- efni (Hreina hvitt), kerti allo- kon&r, akósvertu, ekógulu, leftur- feitá, gólíáburð, vagnáburö, fsegi- iög og kreóhnsb&ftlyf. KaupiS HREIN 8 Ttirur. Þnr eru lönjfu þjóðkunnar og fáat i flestum verzlunum iandaius H. f. Hreinn Skúlagötu. Reykjavík. Simi 1826. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Mímisveg 8. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta 1981 A StJfi. Reyhjavík Simi 249 Niðursuðuvörur vorar: Kj»t......11 kg. «jg «/i kg. dóetua K»f« .... - 1 - - l/i - - Bayjornbjógn 1 - ■ */l - Flgkabollnr -1 - - >/s — lax....... i - - i/i _ hljóta almenniu^slof Ef þór hafib ekki reynt rörur þessar, þá gjöriö það nú. Notlö innlendar vörur freraur en erlendar, með þvi stuðliö þér að þvi, að íalendingrar verðl sjálfum iér néfir. Fantanir afgreiddar fljótt og toI hvert á land sem er. Maltextrakt Filsner Biór Bayer Hvítöl. Olgerðin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.