Tíminn - 23.01.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.01.1932, Blaðsíða 1
©jaíbfcrl 09 afgrei&slumaour Címans et Hannoeig £>orsteins&<5ttir, fiœfjargötu 6 a. 2?evf jaDtf. Címans ec i Cœfjaraðtu 6 <L (Dpin 6aaíesafL 9—6 Stmi 2353 XVI. árg. Reykjavík, 23. janúar 1932. 3. blað. Enn um lífsyenjubreytingu / 1 haust sem leið ritaði ég grein hér í blaðið út af sölu íslenzkra afurða. Ég benti á, að ef svo færi sem útlit væri fyrir, að afurðir landsmanna seldust 2/5 hlutum minna en 1929, þá hlyti af því að leiða að landsmenn yrðu að eyða að sama skapi minna. Því að þjóðin hefði ekki annað til að borga með allar þarfir sínar heldur en það sem inn kemur til framleiðenda fyrir seldar vörur. Ég benti á að af þessu hlyti að leiða lífsvenjubreytingu. Ríkis- sjóður, bæjasjóðir, bændur, hlutafélög, samvinnufélög og hver einstakur maður í landinu hefðu úr minna að spila en áður, og þar af leiðandi yrði minna til að kaupa fyrir gagnlega og ó- gagnlega hluti. Þó undarlegt megi virðast, var þessari afar einföldu og sjálf- sögðu skoðun tekið illa. Hinir fáu rússnesku rauðálfar, sem hlíta forsögn Einars Olgeirssonar sögðu í þessu efni jafnvel ó- venjulega mikið af vitleysu við þetta tækifæri. Þeir sögðu að ég ætti við verkamennina, við öreig- ana, við smælingjana. Hjá þeim ætti að lækka. Þá ætti að svelta. Og þeir drógu ekki í efa, að það væri Framsóknarmönnum alveg sérstakt gleðiefni að geta gert kjör þeirra fátæku lakari en áður. Alþýðuflokksmenn sumir tóku í sama strenginn. Hér væri kaup- lækkun í aðsigi. Hér væri gam- alt bandalag milli mín og Ólafs Thors um að kúga verkamenn. Þessi ásökun til mín var borin fram af Alþýðublaðinu, sem gerði sig í vor að auðmjúkum þjóni Thorsbræðra, í því skyni að brjóta niður með launbandalagi við íhaldið þann rétt, sem sveitir og sjávarþorp landsins hafa fram að þessu haft til að ráða fram úr málefnum þjóðarinnar. En Mbl. tók þó næst sér skýr- inguna um hina óhjákvæmilegu lífsvenjubreytingu. Og Mbl. hafði á réttu að standa. 1 skjóli Mbl. stendur þétt fylking af fólki, mörg hundruð manna, sem eyðir miklu en vinnur lítið. Á einum dansleik hér í bænum í vetur var talið að yfirhafnir kvengestanna ekma saman hefðu verið 50 þús. kr. virði. Sennilega hafa engin af þessum skjólfötum, verið gerð hér á landi. Fátæka fólkið á Islandi hefir ekki lifað í neinum vellystingum. Sjómennirnir á línubátunum og togurunum hafa haft töluvert hátt kaup tíma úr árinú. En þeir • hafa verið fátækir samt. • Húsgrunnarnir og húsin í Reyk- javík eru dýr. Vöruverðið er hátt. Útsvörin eru þung. I góð- ærinu hefir duglegur, vinnandi maður varla haft nema til hnífs og skeiðar. Dýrtíðin í Reykjavík hefir svelgt þjóðarauðinn. Þó að kreppan kæmi, getur engin veru- leg breyting orðið hjá þeim, sem mest hafa á sig lagt, því að það er aðeins í Portugal, sem Grön- dal segir að stolið sé frá þeim sem ekkert eiga. Hin mikla breyting sem verð- lækkunin hlýtur að valda hér á landi kemur fram á hinni iðju- litlu eyðslustétt. 1 Reykjavík hafa á nokkrum undanförnum ár- um verið byggðar „villur" fyrir margar miljónir. 1 fjölmörgum af þessum húsum er ekki hægt að búa nema að hafa 15—50 þús. kr. í árstekjur. í þessum húsum gerist hin mikla eyðsla og hið mikla iðjuleysi. Erlendur fjármálamaður sem þekkti nokk- uð vel til í Reykjavík, sagði haustið 1930, að þessi eyðslu- „aðall" í Reykjavík væri að setja bæinn og landið í stórkostleg fjárhagsleg vandræði. íslenzka þjóðin hefði ekki efni til að rísa undir svo mikilli eýðslu. Framsóknarmenn eru eini stjórnmálaflokkurinn, sem hefir séð að eini færi vegurinn er að minnka dýrtíðina, og þá fyrst og fremst í Reykjavík. Kaupfélögin hafa sett hér á fót hina beztu fatagerð og fatasölu. Samvinnu- menn Rvíkur hafa átt þátt í að koma skipulagi á fisksöluna í bænum, til hagsmuna fyrir fram- leiðendur og neytendur. Fram- sóknarcnenn hafa byrjað sann- virðisverzlun hér í bænum, sem virðist geta haft stórmikil áhrif. Fyrir atbeina Framsóknarmanna er nú að byrja hér brauðgerð, sem mun verða rekin þannig meðan Framsóknarmenn ráða, að neytendur eigi kost á að fá vöru þar með sannvirði. Og helzt er svo að sjá, sem vinum dýrtíðar- innar standi stuggur af þessu fyrirtæki, úr því reynt hefir verið að eyða húsunum með eldi, af glæpsamlegum öfundarhug. En það þarf meira að gera. Húsaleigan í gömlum timburhús- um er víða sjöföld við það sem hún var fyrir stríð, en fram- leiðslan helmingi lægri að verði, hver eining. Vitaskuld getur þjóðin ekki risið undir slíkri húsaleigu. Framsóknarmenn á þingi hafa tvisvar borið fram frv. um að lækka leiguna með mati. En íhaldið hefir varið háu húsaleiguna eins og önnur röng mál. Nýju húsin, sem byggð eru síð- an dýrtíðin hófst, krefjast hárr- ar leigu. Undir venjulegum kringumstæðum verður húsaleiga að miðast við það, sem hægt er að byggja hús fyrir. En á krepputímum er þetta ekki rétt. Ef allir sveitabændur fá 2/s minni tekjur nú en 1929, þá geta þeir ekki lagt mikið í hús og byggingar. Þeir hafa minna fé handa milli en áður. Hversvegna eiga húseigendur að sitja við söniu hlunnindi í kreppu eins og þegar gott er í ári? Og'hvernig á yfirleitt að bera háa húsaleigu meðan verðfallið er svo gífurlegt, sem raun ber vitni um? Lækning kreppunnar liggur í því að draga úr eyðslu hinna iðju- lausu. Með tekjuskattslögum má klippa ofan af háu laununum a:, m. k. meðan kreppan er í al- gleymingi, alveg eins og draga má úr eyðslu hinna iðjulitlu með þvi að lækka húsaleigu og setja veru- legan skatt á lóðir, sem bíða eftir spekúlöntum og verðhækkun. Lífsvenjubreytingin kemur óhjá- kvæmilega með verðfalli afurð- anna. Skynsamir og þjóðræknir menn vinna að því að gera ódýr- ara að lifa í landinu. Og því fá- tækari sem menn eru, því meira verða þeir aðnjótandi þeirrar statrfsemi. En um leið þarf að ganga fast fram í að afla bæjar- sjóði og ríkissjóði fjár með skött- um á óhófið, ;á háar tekjur, á háa húsaleigu, á hátt lóðaverð, á létt- úðugar skemmtanir, á kaffihúsa- setur, á vín, tóbak og skartgripi. Ef þjóðin ber gæfu til að fara þessa leið, þá verður lífsvenju- breytingin henni til ánægju og eflingar. J. J. Dylgjur Mbl. um Samband ísl. samvinnufélaga. Utan úr heimi. I Mbl. 16. þ. m. stendur m. a. þessi klausa: „Meðal eigna rikissjóðs telur ríkis- stjórnin varasjóð landsverzlunarinn- ar gömlu, á aðra miljón króna — — Heyrst hefir, að Sambandið muni skulda um y2 miljón af þessum gömlu leifum . . .". Vegna þessara ummæla blaðs- ins hefir forstjóri Samb. ísl. sam- vinnufélaga, Sigurður Kristins- son, ritað blaðinu á þessa leið 18. þ. m.: ,,Ritstjórn Morgunblaðsins, Reykjavík. Út af dylgjum í blaði yðar, er út kom 16, þ. m., um að Samband ísl. samvinnufélaga skuldaði varasjóði Landsverzlunar 500,000 kr., vil ég biðja yður að birta í næsta blaði meðfylgjandi vottorð frá endurskoð- anda og reikningshaldara Lands- verzlunar". Bréfi forstjórans fylgdi eftir- faranda vottorð: „Samkvæmt ósk, vottast hér með, að Samband ísí, samvinnufélaga, Reykjavík, skuldar hvorki Lands- verzlun eða varasjóði hennar. Var það skuldlaust, þegar hún hætti verzlunarstarfsemi sinni og hefir tkki skuldað henni síðan. Reykjavík, 18. janúar 1932. F. h. Landsverzlunar íslands. Gisli ísleifsson . (endurskoðandi). G. Kr. Guðmundsson (reikningshaldari)." Leiðréttingin kom út í Mbl. 19. þ. m., á lítt áberanda stað í blað- inu, þar sem ætla má, að fáir taki eftir henni. Eftir er að vita, hvort hún kemur í Isafold. Frá- sögn Mbl. hefir á sér öll einkenni vísvitandi ósanninda. Ekkert var auðveldara en að fá upplýsingar um hvort þessi skuld raunverulega var til eða ekki. En þetta er ekki í fyrsta sinn, sem braskarablöðin verða að éta ofan í sig dylgjur og ósannindi um samvinnufélög- in. ..Réttlætishugsjónir" öfgaflokkanna. Mbl. og Alþýðubl. eru nú í mjög göfugu kapphlaupi um að afsaka lögbrot, eftir því sem hvor flokkur- inn telur sér hag að. Socialistar hafa um mörg undanfarin ár beitt ójöfnuði og yfirgangi í sambandi við kaupkröfur, og eru þær ávirðingar nú að koma í ljós, þar sem hvað eftir annað hefir verið beitt yfir- gangi og ofbeldi við bátaeigendur sunnan með sjó, út af svokölluðu afgrciðslubanni á Keflavíkurhrepp. Raðist hefir verið á mann sem keypti fisk úr Keflavíkurbát og bar hann upp bryggjuna og fiskinum fleygt í sjóinn. Bátur, fullur af fiski úr Keflavík, fékk ekki að selja vöru sína í Rvík eða í erlendan togara, Frá Frakklandi. Veldi Frakklands hefir aukist sí- fellt að undanförnu og árið 1931 verður að telja, að veldi Frakka sé meira en nokkru sinni síðan á mestu veldisdögum Napoleons mikla. Kom það betur í ljós en áður hve mikil stjórnmálaáhrif Frakkar hafa, er Laval forsætis- ráðherra fór til Washington í oktober, til þess að ræða heims- vandamálin við Hoover forseta. Skoðanir Frakka máttu sín meira sem kunnugt er. En fjármála- áhrif Frakka eru að sínu leyti eigi minni, nema síður sé, en stjórnmálaáhrif þeirra. Frakkar ráða yfir meira gullforða en nokk- ur önnur þjóð, að einni und- antekinni. 1 neðanjarðargeymslum Frakklandsbanka eru 70 miljarð- ar franka af gullstöngum. Þegar jstjórnmálaveldi Breta var lamað, varð þess skammt að bíða, að fjármálaveldi þeirra biði alvarleg- an hnekki. I hvorttveggja skiptið hagnaðist Frakkland og varð að- al-lánveitandi ýmissa þjóða í Austurálfu og víðar. Og þar með fengu Frakkar betri aðstöðu til að beita stjórnmálaáhrifum sín- um meira og víðar en áður. Fjár- mál ÞJóðverja versnuðu á árinu. Frakkland lánaði bæði Þýzkalandi og Bretlandi af gnægð sinni. Pól- land, Rúmenía, Búlgaría, Jugo- slavía, Tékkóslóvakía, Spánn og Grikkland fengu öll lán í Frakk- landi 1931. Ekkert hefir verið látið uppi um það opinberlega, að Frakkland hafi hagnast stjórn- málalega af þessum lánveitingum, en víst er, að stjórnmálaveldi Frakka hefir aukizt mikið við þær. — Á seinasta fjórðungi árs- ins fór kreppunnar fyrst að gæta verulega í Frakklandi. Vínupp- skeran var með minna móti. At- vinnuleysi var að kalla ekkert í Frakklandi til skamms tíma. í árslok 1931 er svo komið, að 600 þús. menn alls eru atvinnulausir í landinu, en ly% miljón verka- manna hafa aðeins atvinnu nokkra daga viku hverrar. At- vinnuleysistölur þessar bera vitni um minnkandi viðskipti, enda hef- ir verzlun Frakka við önnur lönd minnkað um 33%. I októbermán- uði til dæmis að taka námu inn- flutningar rúml. 3100 milj., en út- flutningur rúml. 2500 miij. frönk- um. Yfir stjórnmálunum heima fyr- ir hefir verið kyrt. Mesta eftir- tekt á því sviði hefir vakið hve núvgrandi forsætisráðherra, La- val, hefir aukizt að áhrifum, en hann komst til valda, er Tardieu- stjórnin félL Talið er, að hann muni verða áhrifamaður í frakk- neskum stjórnmálum um langt skeið. Engu hefir orðið ágengt um samkomulag um flotadeilumál Frakka og ítala. Frakkland hefir nóg fé aflögu til herskipasmíða, ítalir ekki, og vilja því ná sam- komulagi um takmöiKUn. Ahrifa Briands gætir nú miklu minna en áður, enda er það nú ste'fna stjórnarinnar, að engin af- vopnun verði framkvæmd án ör- yggis. Frakkland hefir afl þeirra hluta, sem gera skal, og leggur áherslu á að hafa öflugan land- her og flota, en það hefir í raun- inni ekkert hinna stórveldanna í PJvrópu nú. Á fjárlögunum 1931 voru fjárveitingar til landvarna, alls 11232 milj. franka, en út- gjöldin námu alls samkvæmt fjár- laga frumvarpinu 50146 milj.. — Hinn nýi herskipafloti Frakklands hafði útgjöld í för með sér fyrir ríkið, sem námu 3650 milj. 1 flot- anum eru um 4 þús. yfirforingjar og 53 þús. undirmenn. Þar með eru ekki taldir flugmenn " né strandvarnarliðið. Frakkland er enn að láta smíða herskip sam- kvæmt desember-áætluninni frá 1924, sem var samin með hliðsjón af fimmveldasamningnum, sem gerður var í Washington. Sam- kvæmt þeirri áætlun bætir Frakk- land enn við herskipaflota sinn 240 þús. smálestum fyrir 1936. Þegar búið er að ljúka við her- skipasmíðar samkvæmt þeirri áætlun er allur herskipafloti Frakklands að kalla ný skip. og er snúið heim, þar seni aflinn er óseljanlegur, og eins og á stendur lít- ils eða einkis virði. Mbl. átelur rétti- iega þessar ofbeldisathafnir, en Al- þýðubl. lætur eins og þær séu rétt- mætar. En þegar útgerðarmenn i Keflavík taka með ofbeldi socialista- foringja, sem þar er staddur og senda bát með hann til Réykjavíkur, þá fagnar Mbl. því og lætur hið bezta af. En Alþýðubl. vill að lögin séu í gildi, þegar þess mönnum kemurvel og heimtar að tekið sé til sérstakra ráða til að bæla niður lögbrota- hneigð Keflvíkinga. Við nánari at- hugun sjá báðir málsaðiljar líklega, að þeir eru á villigötum. Hinum gætnari mönnum verkamannaflokks- ins hlýtur að skiljast það, að ofbeldi þeirra, ógnanir og ruddaskapur í sambandi við kaupsamninga getur ekki annað en skaðað þá og þeirra málstað til lengdar. Ef þeir brjóta lög og rétt hvenær sem einhvexjir leið- togar í flokknum halda að ofbeldi verði braðabirgðahjálp, þá eru þeir í raun og veru orðnir jafn lítilfjör- legir eins og íhaldsmenn, sem verja sjóðþurðir sinna manna eða yfirgang við dómara, sem er að starfi sinu. Og ásama hátt er óverjandi frammistaða Morgunblaðsins, er það mælir bót yfirgangi og lögbrotum gagnvart verkamönnum eða trúnaðarmönnum þeirra. Alþ.bl. dylgjar um að stjórnin muni hafa stöðvað mál, sem kom fyrir í vetur, þegar frú ein hér 1 bænum kom úr vinaboði kl. 3 um nótt, og varð fyrir hroðalegri árás, er drukkinn maður kastaði henni & götuna og byrjaði að svifta hana klæðum. Hið eina sem satt er í máli Alþýðublaðsins er það, að nefnd góðra borgara kom til stjórnarinnar og bað hinum seka manni griða, en fékk þau svör, að ef hilma ætti yfir slik mál yrði að skipta um stjórn, væntanlega þá að fé annaðhvort Héðinn eða Ólaf Thors til þeirra verka. Hefir malið síðan verið rann- sakað í tveim lögsagnarumdæmum, og hlutaðeigandi maður, sem nú bíð- ur dóms, látinn setja 600 kr. trygg- ingu fyrir þeim skaðabótum, sem krafist var til handa konunni. — Aðstaða Framsóknarmanna er glögg og ljós. Öfgaflokkarnir til beggja handa vilja megá hafa svikin síldar- mál, mannrán, brjóta hús, ræna og* spilla eignum i sambandi við kaup- þjark sitt. Framsóknaremnn vilja að lögin gángi jafnt yfir alla, hvort sem það snertir svik um mæli eða vog, innbrot, árásir á borgara landsins á götum úti eða í húsum inni. JJað er verk dómstólanna að meta hegning- una. Ef dómstólar reynast ranglátir þarf að breyta þeim. En ofbeldis- flokkana langar víst lítið í réttláta dóma. K-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.