Tíminn - 23.01.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.01.1932, Blaðsíða 2
10 f-ÍMINK Skílvísi viö blöðin. Tíminn og Dagur hafa verifr málsvarar íramfaramannanna íslenzku í allri umbótabaráttu landsmanna siðan þau blöð voru stofnuð. það má nefna afarmargar umbætur hér á landi um búnað, verzlun, sjávarútveg, bankamál, uppeldismál, réttarfar og samgöngur, sem hefðu alls ekki kom- ist i framkvæmd nema fyrir tilstuðlun samvinnublaðanna. pessar umbæt- ur hafa haft stórvægilegaþýðingu fyrir nálega hvert heimili á landinu. pessvegna eiga kaúpendur samvinnublaðanna að líta á verð blaðanna sem iorgangsskuld — jafnvel á krepputímum. Beyk j a viknrannáll Fjárhagsáætlunm Útdráttur úr ræðu Hermanns Jónas- ¦ sonar lögreglustfóra. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur var ti! annarar og lokaumræðu i bæjar- stjórninni í fyrradag. Gengið var frá áætluninni að mestu leyti svo sem íhaldsmeirihlutinn hafði búið hana í hendur bæjarstjórnar. Við umræðum- ar voru skoðanir flokkanna mjög skiptar um það á hvern hátt átti að ganga frá aætluninni. í áætlun þessari eru 200 þús. kr. ætlaðar til atvinnubótavinnu, en all- ar verklegar framkvæmdir eru gjör- samlega lagðar niður. Hermann Jónasson benti á, að þessi íjárhagsáætlun væri óskynsamleg í mesta máta fyrir bæjarfélagið. Með þvi að leggja algjörlega niður allar verklegar framkvæmdir, hlytu þeir, sem nú hafa vinnu hjá bænum að verða atvinnulausir — og margir þeirra að koma á fátækraframfæri. Vegna almennrar kreppu í atvinnu- lífinu yfirleitt hlyti atvinnuleysi að verða mikið og hafa í för með sér mikla aukning fátækraframfærisins. Með því að áætla fátækraframfærið öllu minna að tiltölu nú en 1 fyrra, væri áætlunin bláber blekking; — fá- tækraframfærið hlyti að verða miklu meira en gert væri ráð fyrir. Við þetta hlyti því að koma fram stór kostlegur tekjuhalli á áætlunini — og afleiðingin yrði aukaniðurjöfnun eins og á s. 1. ári. — Fyrir gjaldend- urna væri það að vísu sama í bráð, hvort útsvörin færi í fátækrafram- færi eða verklegar framkvæmdir, en fyrir bæjarfélagið væri útkoman gjör- ólík; í öðru tilfellinu væri pening- unum kastað í sjóinn, en í hinu var- ið til framkvæmda, sem skapa at- vinnu og geta gefið aí sér arð um ókominn tíma. Framkvæmdunum á tímum eins og nú væri, kvaðst hann vilja láta haga þannig, að sem allra mest af peningunum færi í vinnu- Jaun. Að ráðizt væri í fyrirtæki þar sem mikill hluti framlagðs fjár færi í efnskaup frá útlöndum kvaðst hann ekki geta mælt með á þessum tíma. — Gerði hann það að tillögu sinni, að verklegar framkvæmdir væri auknar um kr. 258 þúsund og yrðu þá útsvörin viðlíka og í fyrra. Væri það að visu þung gjaldabyrði, en Opið bréf til Jónasar Guðmundssonar [Grein þessi barst blaðinu seinna en til var ætlast og hefir siðan beðiö birtingar um hríð vegna þrengsla. Ritstj.]. I. í 18. tbl. (1931) af „Jaínaðarmann- inum", sem gefið er út á Norðfirði, tekur ritstjóri blaðsins, Jónas Guð- mundsson, sér fyrir hendur að lýsa bændamenningunni á Fljótsdalshér- aði út frá stjórnmálafundi, sem hald- iiiri var á F.gilsstöðum síðastliðið vor til undirbúnings Alþingskosningum. — Lýsingin er á þessa leið: „þar er að myndast einskonar há- skríll. Stórbændur, sem finna til þess innst inni, að þeir eru að fremja ranglæti, en ofstæki og flokkskapp hindra þá í að viðurkenna villu sína". Fleira góðgæti fylgir: Illorðir, óvitr- ir, óskammfeilnir með meiri ómenn- ingu en almennt eru dæmi til í kaup- stöðum. — „peir voru „með sífelld hróp og framítekningar.. „Létu enga ræðumenn óáreitta nema Framsókn- armennina". „Hvervetna i ræðum þessara manna kom fram kvildi og jafnvel þ.eift í garð kttupstaðanna". gjaldendurnir yrðu, hvort sem er, að bera liana, ef ekki í auknum framkvæmdum, þá i auknu f'átækra- framfæri. pessum 258 þúsundunum Jagði H. .i. til að varið yrði þannig: Til gatnagerðar um lóðir bæjarins kr. 100 þúsundum. Sýndi H. J. fram á það, að hver eyrir þessarar fjár- hæðar færi í vinnulaun og skapaði auk þess mikla atvinnu í bænum. — Taldi hann að eí hætt væri við alla gatnagerð í bænum svo sem ihalds- meirihlutinn virtist ætlast til, væi'i með því stofnað til margskonar vand- ræða. Lóðir einstaklinga, sem væru að Jækka i verði myndu jafnvel hækka, næstum ekkert mundi byggt á næsta ári, húsnæðisvandræði mundu auk- ast og húsaleiga sem yæri á góðum vegi að lækka mundi standa í stað eða hæk-ka. — Benti .hann á að hús- byggingar hefðu um langt áraskeið verið ein af helztu atvinnugreinum erfiðis- og iðnaðamianna bæjarins. Ef bærinn nú hætti við gatnagerð og hefði engar Jeigulóðir til úthlutunar, mundu þær einir byggja, sem nauð- beygðir væru til þess og hefði svo mikil peningaráð að þeir gæti lagt fram 8—10 þúsundir króna í lóð áður en þeir færu að byggja, — en þeir væru fáir. — í framkvæmdinni væri þetta því hið sama og stöðva að mestu leyti allar húsabyggingar — cg skapa atvinnuleysi meðal þeirra manna, sem þessa atvijmu hefðu stundað undanfarið. Með því að leggja fram kr. 100 þúsund til gatna- gerðar væri ekki aðeins sköpuð at- vinna við gatnagerðina sjálfa heldui* og um leið ýtt svo undir húsabygg- ingar í bænum, að það skapaði at- vinnu fyrir hundruð þúsunda króna. pá vildi H. J. i öðru lagi léta verja kr 120 þús. til að undirbúa og útbýta svæðum fyrir almenning í bænum fyrir matjurtagarða. — Hann benti á að auk þess sem þetta skapaði at- vinnu beiníínis yrði það og stór- kostlegur stuðningur fyrir fjölda bæj- armanna. — Hann benti á að síðast þegar bærinn auglýsti til leigu 10 grýtta bletti inni í holtum, sóttu um þá 96 menn. — Bærinn á svo hundruðum dagslátta skiptir af ónotuðu og óræktuðu landi, — sem er framúrskarandi vel fallið til garð- ræktar og liggur hér rétt við bæinn. Fjöldi manna er hér atvinnulaus. Við kaupum garðávöxt frá útlöndum fyr- ir hundruð þúsunda á ári. Fjöldi bæjarbúa hafa ár eftir ár beðið um að fa blett af jörð til ræktunar og petta sýnishorn nægir, þó fleira mætti telja. Augljóst er, að þetta á að vera firmatilkynning og firmað skipa: Sveinn á Egilsstöðum, Hall- grímur á Ketilstöðum, Guttormur á Hallormsstað, Sigurbjörn Snjólfsson og líklega á að skilja svo, að por- steinn Jónsson á Reyðarfirði sé fyrir- liði félagsskaparins. Hann á að hafa brotið þær háleitu reglur, sem rit- stjórinn ge"fur í skyn að frambjóð- endur hafi sett sér í upphafi, þ. e. að hafa sjálfir orðið allan fundar- tima, en skipa kjósendum að þegja. II. Jónas Guðmundsson! Eg held að það hafi farið með yður eins ög með svínin hérna á árunum, að einhver illur andi hafi hlaupið í yður, þegar þér voruð að semja þessa „háskríls"- grein yðar. Annars er mér alveg sama hvernig þér lítið á menningu mína eða menningarleysi, hvort þér kallið mig háskril eða lágskríl, óskammfeilinn, vitran eða þvíumlíkt. Ég svara því alls ekki, læt þar hvern álykta sem sýnist. . En það eru ósannindi yðar og róg-' burður i umræddri grein í „Jafnaðar- manninum", er ég mun athuga, jafn- framt þvi að losa þann illa anda úr viðjum, sem ég held að í yður hafi setzt, því sitji hann þar fastur mun hann naga sál yðar og sjúga merg úr beinum. En á þeim þrenginga- tímum, sem þér. bendið réttilega a að framundan séu, megum við eng- þeim er neitað um það. — Alstaðar í námunda við hverja einustu borg, sem teljast vill menningarbær eru slíkir smágarðar. Benti H. J. á, að hagskýrslur Bana sýndu að uppsker- an úr samskonar görðum í Danmörku er talin 16 milj. króna virði. Allt þetta fæst fyrir vinnu unglinga og fyrir frístundavinnu, sem annars er ónotuð. Benti H. J. á, að auk þess, sem hér væri um atvinnuauka að ræða, væri hér og ræða um drjúgan tekjuauka fyrir marga bæjarbúa i framtíðinni; en fyrst og fremst væri þetta þó menningarmál, því í görðunum vœri ú sumrum hægt að venja unglinga og börn við að vinna, sem væri þeim hollusta andleg og líkamleg. — í görðum þessum eru alstaðar erlendis smáhús og er garðurinn hvíldarstað- ur fyrir kaupstaðarfjölskyidurnar á goðviðriskvöldum og um helgar. þá vildi H. J. láta verja kr. 50 þús. til að leggja veg suður að Skerja- firði og vinna að auknu útilífi og útiíþróttum í bænum. H. J. benti á að óregla virðist hér eins og erlendis fara mjög vaxandi seinni árin, svo að það væri hið mesta áhyggjuefni allra hugsandi manna. Hann benti á, að þessi ói-eglualda yrði ekki kveðin niður með predikunum — það þýddi ekk- ert að segja við þetta unga fólk: Sitjið þið heima. Eina ráðið væri að stofna til hreyfingar, sem væri and- staða hins óheilbrigða lífs, — en það væru íþróttirnar, sérstaklega úti- íþróttir, svo sem göngur, róður, skíða- og skautaferðir, sjóböð, sólböð og sund. Nú væri þeim, sem þessar íþróttir vildu stunda, öll sund lokuð — og af hálfu bæjarfélagsins væri þannig búið að unga fólkinu, að það væri svo að segja rekið inn á knæp- urnar. þetta yrði að breytast, öllu hinu unga fólki, sem heilbrigðar útiíþrótt- ir vildu stunda, yrði bærinn að gera sem allra auðveldast að stunda þær. — Með þessu móti ynni bærinn bezt að heilbrigði ungu kynslóðarinnar í bænum og gegn óregluöldunni, — en gagnsemi þess yrði ekki metin til peninga. Allar þær tillögur, sem um getur í ræðuútdrætti H. J. hér að framan, voru eyðilagðar með atkvæðum i- haldsmannanna. Tillaga um 10 þús. kr. fjárveitingu til að kaupa mjólk handa fátækum skólabörnum, var felld með atkvæð- um íhaldsins. Samþykkt var að greiða öllum starfsmönnum bæjarins sömu dýr- tíðaruppbót og í fyrra. íhaldið var ófáanlegt að bæta upp laun þeirra, sem minnst hafa, nema því aðeins, að þeir hálaunuðu fengju uppbót líka. Tillaga Hermanns Jónassonar um að þeir, sem hafa 3000 kr. árs- laun og minna, fengju uppbótina, kom ekki til atkvæða. an mann missa í hundana, sem lík- ur eru fyrir, að sæmilegur liðsmaður gæti talizt, hvað þá foringja, hvort sem orðinn er til af eigin dáðum eða annara ráðum. Nú vona ég að þér sannfærist um að ég ætla ekkert að skamma yður, enga persónulýsingu að gefa af inn- ræti yðar eða ruddaskap, aðeins held að það sé þessi þarna, sem í yður hafi hlaupið, og hann skal úr yður. Máltækið segir: „Oft má gera góðan hest úr göldum fola". Ég er tamn- ingamaður ágætur, hefi oft átt við galdara trippi en þér eruð og gerc gæðinga úr. pótt þér séuð af gelgjuskeiðinu, held ég, þegar góður vilji, kennsla og námsgáfur í bezta lagi fara sam- an, þó sé öllu óhætt. Nú skora ég yður á hólm. 1. Ég neita þvi afdráttarlaust, að ég. hafi sagt illyrði um nokkurn mann á Egilstaðafundinum, hvorki á bak eða i eyru. pó skal ég viðurkenna, að ég beri lægri hlut, ef þér fáið tvo menn, sem á fundinum voru, t. d. Magnús Gíslason og Arnfinn Jónsson, til að bera það með yður og 'nefnið ummælin, en Ámi Pálsson dæmi um mælin illyrði vera. pessir menn voru allir samherjar yðar á fundinum í aðalmálunum, en andstæðingar mín- ir. Ég vænti að þér teljið þetta drengilega ráðstöfun frá minni hendi. 2. Ég neita því algjörlega, að ég beri nokkurn kala, því síður heift til kaupstaðafólks eða að nokkuð það A ¥íðavangi IhaldiS og landbúnaðurinn. Mbl. tekur dauflega í það, að bænd- ur þurfi aðstoð á krepputímum. Kaupmannablöðunum finnst furðu litils um það vert, þíó að öll útflutn- ingsvara íslenzku bændastéttarinnar falli í verði um helming. En í haust, þegar útlit var fyrir, að eitthvað yrði að rýrna atvinna þeirra manna, sem lifa á því að selja fólki miður þarfan varning, þótti Mbl. mikill voði fyrir dyrum. Nú fyrir nokkrum dögum hef- ir fulltrúi íhaldsins í stjórn Búnað- arfélagsins, Magnús á Blikastöðum, greitt atkvæði á móti því að iulltrúar bænda á Búnaðarþingi fengju að koma saman til að ræða hin sérstöku vandamál kreppunnar. Vafalaust hef- ir Magnús gjört þetta í samráði við flokk sinn. Frá öllum stéttum þjóð- félagsins, nema bændum, berast kvartanir nú á krepputimum. En bændurnir mega ekki einu sinni tala um kreppuna, ef íhaldið á að ráða. Mennirnir með „mosann í skegginu" eiga að þeg.ja, á meðan íhaldið er að plokka af þeim áhrifin á löggjafar- valdið. Eftir að það er búið getur „Reykjavíkurvaldið" sofið í náðum, þó að bændurnir kvarti. Bílarnir cg Mbl. Jóni Kjartanssyni hefir orðið þungt um að svara fyrirspurninni um bíla þá, sem Geir Zoegá, Gísli Ólafsson og tengdafaðir Jóns, Sigurður Briem, keyptu fyrir ríkisfé handa vegamála- skrifstofunni, landsímanum og póst- húsinu. Mbl. t.elur þetta sjálfsagt af því að íhaldsmenn eiga í hlut, og einn af þeim návenslaður Mbl.-rit- stjóranum. En í mörg ár er sama blaðið og fjöldi af fylgifiskum þess sífelt að telja eftir kostnað við tvo bíla, sem stjómin hefir keypt, og not- að fyrir ráðherrana, þingmenn, og embættismenn landsins í tugatali, þar á meðal starfsmenn Búnaðarfé- lags íslands. Einnig hafði biskup landsins annan stjórnarbílinn eitt sinn í hálfan mánuð í yfirför um Suðurland. í annað skipti var íhalds- mennið Jón Ólafsson í margar vikur í stjórnarbíl í þágu áveitumála aust- anfjalls. Má nærri geta hvort meira gagn muni vera að hinum margeftir- töldu sjtórnarbílum, sem ár út og ár inn eru notaðir í þarfir þjóðfélags- ins, eða að bílum hinna þriggja ihaldsforkólfa, sem aðeins hafa notað þá fyrir sig og eitthvað af nánasta starfsliði sínu. Sést á þessari fram- komu Mbl. í einu róghneigð ritstjóra og eigenda, og um leið fáfræði þeirra og greindarleysi. B. P. AlþýðublaSið og samvinnan. Nýlega yar stórorð árásargrein í blaði verkamanna á J. J. ráðherra, fyrir að hann væri nú með sparnaði á ríkisfé, en hefði árið 1916 lagt verkamönnum liðsyrði, er kúga átti þá með rangindum. En sízt hefði Al- þýðublaðið átt að hefja slíka árás. hafi komið fram á fundinum eða ut- an fundar eða seinna, er geti gefið yður ástæðu til svo djöfullegra um- mæla. petta er rógur af versta tagi, sem situr illa á yður, sem takið að yður leiðsögu barn'a og unglinga og viljið gerast siðameistari á fleiri svið- um. Nú ætla ég að taka dýpra í árinni. þessi heift eða kali, sem þér talið um að Héraðsfólk beri til kaupstaðarbúa, er alls ekkl til. Ég þykist vera dá- iítið kunnugri í Héraði en þér og hefi hvergi heyrt eða fundið þennan kala, en jafnframt þvi að þér segið að aldrei kenni kala hjá kaupstaðabú- um til sveitamanna, rótizt þér um eins og naut í flagi, sem allt illt hef- ir á hornum sér og reynið að ausa okkur þeim auri og skít, er máttur i'rekast megnar. Hvernig er nú' þetta? Teljið þér yður ekki til kaupstaða- búa eða teljið þér yður á svo lágu stigi, að þér takið ekkert tillit til yð- ar sjálfs? Nei, hvorugt á sér stað. 3. Ef „framítekningar" hróp og önn- ur ólæti hafa verið meir en góðu hófi gegndi, þá eru það ámæli á fundar- stjóra. Ég hygg hann hafi ekki vítt nokkurn mann fyrir framkomu á fundinum, sem hann hefði þó átt að gera ef lýsing yðar væri rétt á hátt- um okkar. pó mau ég, að tveir af frambjóðendum átti tal um fundar- stjórnina og töldu fundinum vel stjórnað og annar þeirra var þó ekki Framsóknarmaður. Árið 1916 var veltiár, og vörur sí- hækkandi. S.iómenn á togurum höfðu þá fast kaup og lifur, sem kaupupp- bót. Lifrin sté mjög í verði og þá vildu útvegsmenn alls ekki leyfa sjó- mönnum að eiga lifrina og selja hana sjálfir. Útvegsmenn vildu fá lifrina með lágu verði hjá sjómönnum sín- um. þa vildu sjómenn hafa samvinnu í þessu efni. þeir vildu eins og sam- vinnubændur eiga sjálfir þennan hlut íramleiðslu sinnar og selja þá vöru eða hlut sinn sjálfir. Jónas Jónsson ritaði þá um málið í blaði ung- mennafélaganna og stóð fast á hin- um siðferðilega rétti sjómannanna til að hafa hlut og selja sjálfir' hlut sinn. Varð J. J. þá fyrir hörðum árásum ai' íhaldsmönnum fyrir að halda fram samvinnuverzlun og rétt- læti í skiptum. þá fannst leiðtogum verkamanna samvinnan góð. En síð- an hafa tímar breytzt. Nú vill Alþbl. ekki samvinnu í útgerð. pað vill ekki hlutaskipti i útgerð. pað veit ekki, að verkamenn eða forkólfar þeirra hafa snúist síðan 1916. pá vildu þeir samvinnu í útgerð og samvinnumenn gátu lagt þeim liðsyrði. Nú em þeir móti samvinnu í útgerð, alveg eins og andstæðingar þeirra voru þá. En skyldu verkamenn 1932 vera í fram- för, er þeir fara i spor Kveldúlfs 1916? F. Kveldúlfur í Erossanesi. Mönnum er enn í fersku minni hneykslið í Krossanesi. Erlend verk- smiðja er þar starfar, hafði síldar- málin svo stór, að viðskiptamen?i verksmiðjunnar urðu fyrir miklum skaða í hvert sinn er þeir seldu þangað síld. Öllum er í fersku minni för M. Guðmundssonar í Krossanesi. Aldrei hefir íslenzka ríkisvaldið lotið lægra en þa. Magnús skipaði með harðri hendi að löggilda síldarmálin eins og þau voru, í stað þess að láta setja ný ker eða minnka hin gömlu, sem röng voru. Nú hefir hliðstætt hneyksli komið fyrir Kveldúlf, Sí8- astliðið sumar var mikið umtal vest- anlands um að mæliker verksmiðj- unnar væru stærri en vera bar. Jafn- vel íhaldsmenn í Reykjavík vissu um þennan orðróm. Sjómenn á tog- urum Kveldúlfs fundu þetta, að miklu minna varð úr sild þeirra á Hesteyri en á Sólbakka hjá Útvegs- bankanum. Stjórn Sjómannafélagsins kærði til landstjómarinnar. Og Magn- ús Guðmundsson var ekki í stjórn- inni. Héðni hafði mistekizt að koma íhaldinu að í vor sem leið. Og af þvi ihaldið var ekki við stjórn, þá voru mælikerin rannsökuð. En ekki vaÝ greitt fyrir rannsókninm af trúnaðar- liði Kveldúlfs á Hesteyri. Fyrst segir umboðsmaður Thorsbræðra, að hann viti ekki um kerin, heldur að þau muni vera í Reykjavík. par voru þau ekki. I dimmu geymsluhúsi var leitað með vasaljósi. Niðri var allskonar skran. En uppi á bitum voru veikir rimlar, en myrkt rjáfrið. Ráðsmaður Thorsbræðra varaði við hættunni, kvað rimlana myndu Að vísu má margt um þetta segja. Eg lít svo á, þó að tekið sé fram í ræður manna, þurfi það ekki að hafa spiliandi áhrif, heldur þvert á móti hafi hressandi og gleðjandi áhrif, veiti fundinum líf, ef sá sem fram í tekur kann með að fara, en tak- mörk verða að vera í því sem öðru. Hróp og stælur líður enginn góður iundarstjóri óvítt, og erum við sam- mála um að slíkt á ekki og má ekki viðgangast. Ekki neita ég því, að ekki kunnl að geta átt sér stað, að framkoma okkar „háskrílsmanna", sem þér svo kallið, hafi að einhverju ef til vill verið ámælisverð, því slíkt er álita- mál í þessu sambandi, en hins er ég Jafnfullviss að þér „krítið þar liðugt" í umsögn yðar sem öðru um fundinn. 4. pá talið þér um gallaða bænda- menningu og að bændastéttin sé „að fremja níðingsverk á fátækum verka- lýð þessa lands, með því að svifta hann hlutdeild í þjóðstjórninni og þar með áhrifum á sín eigin lífskjör í réttlátu hlutfalli við aðra flokka". „par sprakk blaðran" og skolli kom í dagsljósið. parna kemur ástæðan til skrifs yðar um háskrílinn á Hér- aði. pér þolið ekki andstöðu í kjör- dæmaskipunarmálinu, þér þolið ekki. rökræður, heldur snúizt á hæl og hnakka og ranghverfan kemur út. Með öðrum orðum: pér sjáið þá þjóð- félagshættu, sem stafar af fyrirhug- aðri breytingu yðar samsteypumanna, en viijið ekki viðurkenna villu yðar. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.