Tíminn - 23.01.1932, Blaðsíða 3
TlMíNN
11
brotna ef á væri stigið. En leitar-
menn fóru þangað samt, og þar voru
kerin, um 40 talsins, mjög vandlega
hulin. — Kveldúlfur hefir grætt mörg
þúsund krónur af sjómönnum sínum
á þessum kerum, hvernig sem þau
eru til komin. Menn segja að síldar-
kerin ein hefðu getað, með auka-
gróðanum einum, staðið undir rekstri
þeirra þriggja luxusbifreiða, sem
Thorsbræður hafa til snúninga. Gott
er þegar slík æfintýri gerast með
þjóð vorri! Sn.
Réttarfar í Vestmannaeyjuni.
pað hefir nú um lengri tíma lítið
verið látið af réttarfarinu í Vest-
mannaeyjum, það talið einsdæmi og
ekki að ástæðulaus. íhaldsdómarinn
þar mun vera betur lagaður til rit-
starfa í grinblöð eða Storm en dóma-
bækur. Hið sama er uppi a teningn-
um með aðstoðarmenn hans, Stefán
Árnason lögregluþjón og Oskar
Bjarnasen fulltrúa hans. pessir tveir
merkismenn fast við innheimtustörf
jafnhliða embætti sínu og ganga eins
og grenjandi ljón milli samborgara
sinna í stað þess að gæta réttar
þeirra. Sem lítið dæmi um að-
farir þessarar þrenningar skal eitt
dæmi sýnt. — I ágústmánuði s. 1.
gerði innheimtufirmað Stefán Áma-
son & Óskar Bjarnason fjárnám hjá
Árna Sigfússyni útgerðarm. í Vest-
mannaeyjum' fyrir skuld að upphæð
kr. 463,47. Fjárnámið var gert í dóm-
kröfu á vel efnaðan útgerðarmann í <
Vestmannaeyjum, að upphæð kr.
4836,36. Með þessu virtist krafan
sæmilega tryggð og ekkert að óttast.
Árni reyndi að semja um skuldiiia,
þar sem hann vildi ekki missa kröfu
sína og virtust samningar ætla að
takast. En þrem dögum seinna frétt-
ir Árni það, að þessi dómkrafa hans
hafi verið seld á uppboði þann sama
dag. Við nanari eftirgrennslan reyn-
ist þetta vera rétt og sá sem kröf-
una selur er Stefán Árnason og sá
sem kröfuna kaupir er sá hinn sami
og reynist uppboðsverðið vera kr.
50,00 — fimmtíu krónur —. Salan á
kröfunni er hvergi auglýst, en hún
var seld af uppboðshaldara sem var
líkl. Óskar Bjarnasen á suskuuppboði
(vefnaðarvara). Dómkrafan er sem sé
seld á uppboði 2Y2 degi eftir fjár-
námið meðan verið er að^semja um
skuldina og engum gefið tækifæri á
að gæta réttar síns nema lögreglu-
þjóninum, þar sem auglýsing var
engin. Með söluna er farið sem
mannsmorð til þess að fleiri fari ekki
að hnýsast í þetta, því þá gat krafan
orðið dýrari. Öll þessi embættisverk
framkvæmir lögspekingurinn Linnet
án athugasemda og finnst harla gott.
— pessar athafnir eru einungis sýnis-
horn af réttarfarinu i Eyjum, fleiri
mætti draga fram í dagsljósið, þvi
nóg er til. Kunnugur.
Mbl. 'og Vigfús Guðmundsson.
Vigfús Guðmundsson bóndi og gest-
gjafi í Borgarnesi hefir undanfarið
verið á ferð erlendis, m. a. í þvi
Stökkvið upp á nef yðar við andmæli
og sannið á yður malsháttinn: „Sann-
leikanum er hver sárreiðastur". Nú
eruð þér kominn í yðar eigin gröf.
Yður er ekki til neins að predika eða
halda hrókaræður um það, að bænd-
ur þessa lands, hvorki á Héraði né
annarsstaðar, ætli eða vilji fremja
níðingsverk á verkamönnum. peir
trúa yður ekki hvernig sem þér
hamizt.
pá talið þér um, að verið sé að
svifta verkalýðinn hlutdeild í lands-
stjórninni. pegar talað er um að
svifta mann einhverju, þá er átt
við það, að af honum sé tekið það,
sem hann hefir haft. Nú vitið þér
það, að síðan stjórnin fluttist inn í
landið, hafa verið mjög aukin rétt-
indi verkafólksins til hlutdeildar í
þjóðstjórninni með breyttu aldurstak-
marki við kosningar til Alþingis og
ýmsu fleiru, svo réttur þess hefir
aldrei verið meiri en nú, og þér vitið
það líka, að ekki kemur til mála, að
þessi réttur verði skertur. Hverju er
þá svift af? Hvað á að taka burtu?
— pað sætir undrum,að ekki heimsk-
ari maður en þér eruð, skuluð slá
fram annari .eins vitleysu, nema ann-
að verra liggi á bak við, sé veiði-
brella til aðdráttar við næstu kosn-
ingar. En þess vil ég ekki geta til, þó
ástæða sé fyrir hendi.
Nei, Jónas. petta snýst alveg við.
Foringjar jafnaðarmanna og „Sjálí-
stæðismanna" hafa í hyggju aðsvifta
sveitir þessa lands aldagömlum rétti,
skyni að athuga möguleika til að
koma skipulagi á sumarferðalög og
gististaði fyrir erlenda menn og inn- j
lenda hér á landi. En hér hjá oss I
er enn flestu ábótavant í þessu efni j
og þjóðinni til leiðinda, er eykst að- j
sókn crlendra ferðamanna hingað. •
Eitt af stærstu blöðum Norðurlanda ,
hefir nýlega birt mynd af Vigfúsi
ásamt viðtali við hann um íslenzka
þjóðarhagi. Er Mbl. mjög reitt yfir :
því, að Vigfúsi skuli hafa verið slík
athygli veitt, og virðist helzt skoða ;
það sem beina móðgun . við íhalds-
flokkinn, af hálfu þess erlenda blaðs,
sem birt hefir viðtalið! Er gremja
blaðsins skiljanleg,. þegar þess er
gætt, að Vigfús hefir með góðum
árangri unnið að því að fella frá
kosningu þá íhaldsframbjóðendur,
sem látið hafa sjá sig í Mýrasýslu
nú um skeið. Hitt mun og nokkru
valda, að einhverjir af skjólstæðing-
um Mbl., sem vilja hafa einkarétt á
því að græða á ferðamönnunveins og
öðru, liti för Vigfúsar óhýru auga.
Fréttir
Jónas porbergsson alþrn. fór vestur
i Dali núna í vikunni og heldur fund
í Ásgarði á morgun. Verða þar mætt-
ir fulltrúar úr öllum hreppum kjör-
dæmisins.
Alþingi kemur saman 15. febr. n. k.
Nýlátinn er hér í Reykjavík Bald-
ur Sveinsson blaðamaður. Hann var
vel gefinn maður og mörgum að góðu
kunnur.
íkveikja. Eldur kom upp núna í
vikunni í brauðgerðarhúsi ríkisins
hér í Reykjavík. Tókst að slökkva
eldinn án þess að tjón yrði að, en
lögreglan hafði grun um að slysið
væri af mannavöldum. Tveir menn
voru settir í gæzluvarðhald og hafa
nú játað að hafa kveikt í húsinu.
Voru þeir að þessu verki seinni hluta
nætur, en eldsins varð vart um fóta-
íerðartíma.
Síldarmálin á Hesteyri. Rétt eftir
áramótin barst dómsmálaráðuneytinu
kæra frá Sjómannafélagi Reykjavík-
ur, að notuð myndu vera röng síldar-
mál við bræðslustöðina á Hesteyri
við ísafjarðardjúp. Bræðslustöð þessi
er eign h.f. „Kveldúlfur". Var kæran
rökstudd með því að síldarafli skipa,
sem venjulega hefðu lagt inn afla
sinn á Hesteyri hefði farið talsvert
fram úr áætlun sjómanna, þegar far-
ið hefði verið með hann til bræðslu-
stöðvar Útvegsbankans á Sólbakka.
Var af þessu dregin sú ályktun að
málin á Hesteyri hlytu að vera
of stór, en á Sólbakka er síldin veg-
in. Var þess og getið í kærunni,
að eitt síldarmál frá Hesteyri hefði
verið mælt síðastliðið sumar
og reynzt of stórt. Dómsmálaráðu-
neytið fól Ólafi þorgrímssyni lögfræð-
ingi, sem undanfarið hefir haft með
sem þær hafa átt og eiga enn, sem
þó hefir þótt rétt að breyta að
nokkru, en takmörk eru fyrir hvað
langt má ganga eða á að ganga,
með þessar breytingar sem aðrar, og
hamingjan má vita, hvað langt þiö
hefðuð komist á næstu árum, ef
Tryggvi pórhallsson hefði ekki
rumskað við þjóðinni með þingrof-
inu í fyrravetur.
pið stjórnarandstæðingar, sem um-
turna viljið kjördæmaskipuninni, lit-
ið svo á, að eini réttláti grundvöllur-
inn undir skipun Alþingis sé að hver
þingmaður hafi að baki sér nákvæm-
léga jafnmarga kjósendur.
Aftur á móti lítum við hinir svo
á, að ekkert höfuðskilyrði sé að hver
kjósandi eigi nákvæmlega jafnmarga
millim.3 í þingmanni hv.erjum, held-
ur beri að líta á, hvað þjóðarheild-
inni allri sameiginlega í heild sinni
sé íyi'ir beztu.
En hvað er fyrir beztu? Eftir því
verður að grafa og er verið að grafa
eins og ritstjóra „Jafnaðarmannsins"
er kunnugt, með störfum milliþinga-
nefndarinnar, en þrátt fyrir það mun
ég nú skýra afstöðu mína til þessa
máls af því sem þegar er á undan
gengið.
Ég veit ekki betur en það sé viður-
kennt um allan heim, að þær þjóðir,
sem landbúnað stunda, standi mun
framar í menningarlegu tilliti en hin-
ar, sem aðra atvinnuvegi reka, svo
sem fiskiveiðar, iðnað og þvíumlíkt
Sé nú þetta rétt, hverjar eru þá or-
höndum sakamálsrannsókn á ísafirði,
að framkvæma rannsókn út af kæru
sjómannafélagsins. Fór rannsóknar-
dómarinn til Hesteyrar 15. þ. m. og
hafði með sér löggiltan mælinga-
mann. pegar til Hesteyrar kom,
kvaðst umsjónarmaður verksmiðju-
húsanna eigi vita, hvar síldarmálin
væru niður komin og gat þess til, að
'sum af þeim eða jafnvel öll hefðu
verið send til Reykjavíkur til aðgerð-
ar. Símaði þá rannsóknardómarinn
tafarlaust til Reykjavíkur og mælti
svo fyrir, að hald yrði lagt á sildar-
mál þau frá Hesteyri, er finnast
kynnu í vörzlum Kveldúlfs. En þau
fundust engin. Lét rannsóknardómari
síðan gjöra ítarlega leit í verksmiðju-
húsunum, og stóð sú leit yfir mikinn
hluta dags, en að lokum fundust
mælikerin, 28 að tölu. Reyndist stærð
þeirra 153—165 lítra í stað 150 lítra,
cins og á að vera að réttu lagi. —
Malin voru ólöggilt en smíðuð eftir
löggiltu máli, eftir þvi sem einn af
framkvæmdarstjórum Kveldúlfs, Ric-
hard Thors skýrir frá í Mbl. — petta
er í fyrsta sinn, sem uppvíst verður
um röng síldarmál, síðan Krossanes-
málið fræga var á döfinni. — Rann-
sókn málsins er enn eigi lokið.
Viðsjár í Keflavík. Laust eftir há-
degi á miðvikudaginn var barst lög-
reglustjóranum i Reykjavík kæra frá
manni, Axel Björnssyni að nafni, sem
heimili á í Reykjavík, en dvalið hefir
i Keflavik undanfarið ár, þess efnis,
að hann hefði þá um nóttina áður
verið fluttur, óviljugur á mótorbat
frá Keflavík til Reykjavíkur. Kærand-
inn er formaður verkamannafélagsins
í Keflavík, og hafði verkamannafé-
lagið kvöldið áður samþykkt að
koma i veg fyrir vínnu við fisktöku-
skip, er þá var væntanlegt til Kefla-
víkur með því að eigi hefðu tekizt
samningar með útgerðarmönnum og
félaginu. Stóðu útgerðarmenn að
brottnámi Axels og höfðu liðsafnað
um nóttina í því skyni. Voru nöfn
þeirra, er fremstir höfðu staðið í
þeim aðgerðum, nefnd í kærunni. —
Jafnskjótt sem lögreglustjóra barst
kæra þessi í hendur, gaf hann skip-
un um að kalla fyrir rétt menn þá
úr Keflavík, er flutt höfðu A. B.
inn, hafði farið skömmu áður en kæi-
an kom, og hefir því sýslumanninum
i Gullbringu- og Kjósarsýslu verið
send kæran, með því að honum ber
að annast rannsókn í málinu.
Félag ungra Framsóknarmanna
heldur fund miðvikudaginn 27. þ. m.
Verður hann í Iðnó og hefst kl. 9 e.
h. Verður þetta ekki venjulegur um-
ræðufundur, heldur skemmtifundur
með fjölbreyttri dagskrá, er auglýst
verður félögum siðar, bréflega.
Ókyrrð á bæjarstjórnarfundi. í
fyrradag var fundur í bæjarstjórn
Reykjavíkur. Var fjárhagsáætlun
bæjarins þar til umræðu og atkvæða-
greiðslu. Eftir að atkvæðagreiðslu
var lokið seint um kvöldið, skaut
bæjarstjórnin a lokuðum fundi um
útsvarsmál. En rétt eftir að búið var
að loka fundarsalnum, töku kommún-
sakir til þess? Og hvernig er afstaða
okkar íslendinga til þessara mála?
Tveir eru aðalatvinnuvegir í landi
hér, landbúnaður og fiskveiðar.
Við landbúnaðarstörfin vex fólkið
upp og þroskast, með grasinu, blóm-
unum, björkinni, húsdýrum og fugl-
um himins. Allt þetta, þroskandi,
lifgandi, ræktandi hið alhliða líf, sem
sennilega hvað mesta þýðingu hefir
í úppeldi einstaklinga og þjóða.
Hinsvegar er ránskapur stórútgerð-
ar, þar sem engri ræktun verður við
komið í hinu ómælanda hafsdjúpi,en
öll hugsun snýst um að afla tækja
til að sópa sem drýgstum skerfi á
land að hægt er, og er það eðlilegt
og sjálfsagt eins og til hagaf.
Er nú ekki líklegt að þessir at-
vinnuvegir hafi mismunandi gildi
fyrir uppvaxandi æskulýð landsins?
Annarsvegar er hið gróanda líf.
Hinsvegar sífellt rán, dráp, engri
lífgun hægt við að koma.
Nú er atvinnuháttum þannig komið
hjá okkur íslendingum, að á síðustu
15—20 árum hefir fólkið streymt úr
sveitunum og til sjóþorpanna, þó
sérstaklega til Reykjavíkur. Afleið-
ingamar af því eru, að gifurlegt
ósamræmi er myndað milli atvinnu-
veganna, búrekstur allan verður að
draga saman vegna vantandi vinnu-
afla.
Er nú þjóðinni í heild sinni hollt
að þetta haldi afram í þessa átt? Ég
svara óhikað neitandi. pað er mikil
hætta á að verði öllum aðilum
istar að fjölmenna í ganginum fyrir
framan salinn og úti fyrir húsinu.
Kyrjuðu þeir byltingasöngva og
heimtuðu að bæjarstjórnin segði af
sér. Skömmu síðar slitu bæjarfull-
trúarnir fundi, og var þeim þá varn-
að útgöngu. Var þá lögreglan kvödd
til aðstoðar,og dreifði hún óróamönn-
unum, eftir stutta viðureign, án þess
að veruleg meiðsl hlytust af.
í Vestmannaeyjum var líka róstu-
samt í fyrradag. Ætluðu kommúnist-
ar að koma á allsherjar vinnustöðv-
un þann dag, en urðu ofurliði bomir.
Tvær kærnr enn í sambandi við
Keflavíkurvinnudeiluna hafa lög-
reglustjórnanum í Reykjavík borizt.
Önnur er frá porvarði Bjömssyni
hafnsögumanni í Reykjavík. Kærir
hann starfsmann hjá Sjómannafélagi
Reykjavíkur fyrir að hafa ráðist á
sig og hindrað sig í að „leiðbeina
skipverjum á mótorbátnum „Uðafoss"
frá Keflavík. Hin kæran er frá pór-
halli Árnasyni formanni mótorbáts-
ins „Úðafoss" fyrir það, áð' hann
hafi í Reykjavík með ofbeldi verið,
hindraður í að afferma fisk, sem
báturinn hafði meðferðis. pess skal
getið, að það var ekki „Úðafoss", sem
flutti. Axel Björnsson til Reykjavíkur.
Úr Vestur-ísafjarðarsýslu er skrif-
að: Línuveiðaskipið „Fróði", eign
porsteins Eyfirðings, verður gert
héðan út í vetur með áhöfn úr
Dýrafirði. Flytur porsteinn Eyfirð-
ingur búferlum hingað í vor og mun
hann og skipið eiga heimili á ping-
eýri. Skipshöfnin er ráðin fyrir hluti
og hefir porsteinn samið við verk-
lýðsfélagið á pingeyri sem hefir fal!-
ist á að vera ekki á móti þvi fyrir-
komulagi, sem ákveðið hefir verið.
pykir það góðs viti, að verkamenn
skilja nauðsynina á friðsamlegri
starfsemi slíks fyrirtækis á grund-
velli, að allir,mega vel við una. Hér
í firðinum ber allmikið á blindu í
sauðfé og verða sumir bændur ,að
ala megnið af fé sínu inni þess
vegna þó jörð sé auð. Er kvilli þessi
sjaldgæfur hér, en hefir þó þekkst
áður. Dæmi eru þess, að kindur hafi
gengið í sjóinn og drukknað.
Jólaskemmtun samvinnuskólans
verður í K.-R.-húsinu á laugardag-
inn kemur.
Kreppuráðstafanir í Damnörku. —
Ríkisstjórnin hefir lagt frumvarp
fyrir fólksþingið um umboð héraðs-
fógeta til þess að veita frest á
greiðslum á afborgunum og vöxtum
veðskulda, þegar þannig er ástatt,
að skuldunautarnir geta ekki staðið
í skilum, vegna yfirstandanda erfið-
leika, en eiga fyrir skuldum. Heim-
ilt er að veita bæði bændum og eig-
endum fiskiskipa slíkan greiðslu-
frest.
Að gefnu tilefni skal það tekið
iram að Jóhannes Davíðsson kennari
var ekki höfundur að „bréfi úr Dýra-
firði", sem birt var hér í blaðinu 5.
des. sl.
Á Spáni hefir brotizt út uppreisn
gegn lýðveldisstjórninni. Uppreisnar-
menn hafa 6 borgir á valdi sínu.
Ársrit „Norrœna félagsins" 1932 er
nýútkomið. Félagið hefír nú starf-
andi deildir á öllum Norðurlöndum.
Mjög er til þessa rits vandað. Er það
á ágætum pappír og myndum prýtt.
Guðlaugur Rósenkranz ritar þar um
atvinnulíf fslendinga nú á dögym,
Bjarni Guðmundsson um íslenzkt
stúdentalíf og þýðing er þar á sögu
eftir Guðmund Hagalín. Efnisyfirlit
ritsins í heild er of langt að rekja,
(Ritið er um 200 bls. að stærð í
stóru broti). Leggja þar öll Norður-
löndin skerf til. Forseti Finnlands,
P. S. Svinhufvud, ritar m. a. stutt
ávarp um samvinnu Norðurlanda. —
peir, sem gjörast meðlimir Norræna
félagsins hér á landi, fá ársritiö
ókeypis.
Lðgþingskosningar í Færeyjum eru
nýfarnar fram. Sambandsflokkurinn
náði meirahluta.
Stórkostlegt grjóthrun varð úr
Reynisfjalli í Mýrdal fyrir stuttu sið-
an og eyðilagði talsvert af ræktuðu
landi í Vík.
Bannlðgin og ófriðarskuldirnar
verða sjálfsagt aðaldeilumalin við
forsetakosningarnar í Bandaríkjun-
um í ár. í fulltrúadeild þingsins eru
bannmenn taldir vera 285, enlöO eru
taldir mótfallnir bannlögunum í nú-
verandi mynd. Fyrir þremur árum
voru andbanningar í fulltrúadeild-
inni að eins 70 talsins. í fimm auka-
kosningum, sem fóru fram 2. nóv.,
voru allir þeir, sem kosningu náðt>,
andbanningar. Styrkleikamunurinn
milli andbanninga og bannmanna
mun vera svipaður i öldungadeild-
inni og í fulltrúadeildinni. pað mun
nú" vera ákveðið, að Hoover verði
íorsetaefni Republikana, en hann er
bannmaður. Af demokrötum er helzt
tilnefndur Franklin D. Roosevelt,
rikisstjóri New York ríkis, en hann
er andbanningur. Fjögur áhrifamikil
félög í Bandarikjunum hafa tekið
á stefnuskrá sína að berjast fyrir
bannlagabreytingum: Samband her-
mannafélaganna (American Legion),
Ameríska verkalýðssambandið (Ame-
rican Federation of Labour), Ame-
riska lögfræðingafélagið (American
Bar Association) og Ameríska lækna-
félagið (Amerícan Medical Associa-
tion). Hinsvegar hafa einnig bann-
og bindindisfélög færst í aukana.
pannig hafa 33 bann- og bindindis-
félög sameinast um stefnuskrá í
baráttunni fyrir bannlögunum. —
Hagfræðingar í liði andbanninga
telja að vínfangareikningur þjóðar-
innar hafi verið hærri en sú upp-
hæð, sem allar járnbrautir í landinu
höfðu i tekjur á sama ári. Öll þessi
sala er ólögleg. Drykkjuskapur hefir
ekki minnkað, segja þeir, þrátt fyrir
bannlögin, en neytendur áfengra
drykkja greiða 3—4 sinnum meira
fyrir áfengi en áður. Bannmenn
telja hinsvegar, að drykkjuskapur
hafi minnkað um þriðjung frá því,
sem var áður en bannlögin komu til
framkvæmda, og að fyrir verka-
mannastéttina sérstaklega, hafi þau
haft mjög mikið gott i för með sér.
háski búinn, ef í meira óefni fer en
komið er, og er þetta sagt engu síður
vegna þeirra, sem að sjónum eru
iluttir en þeirra, sem eftir eru í sveit-
unum, en sérstaklega lít ég til þess
þjóðarböls, sem af þvi leiddi, ef meg-
inhluti þjóðarinnar ætti að alast upp
í sjóþorpum og kauptúnum, þegar
liðin eru 40—60 ár hér frá og þeir
liðnir undir lok, sem nú eru á tvi-
tugsskeiðinu og þar yfir.
Enn er á eitt að líta. Flestar ná-
grannaþjóðir okkar munu nú auka
fiskiflota sinn að miklum mun. Hvað
lengi endist fiskurinn með þeim
feikna veiðiskap, sem þegar er orð-
inn? Mér er sagt, að ekkert bendi á
að fiskurinn þverri, en dæmi eru þó
fyrir því, að fiskimið hafa rýrnað og
jafnvel alveg þrotið.
Nú vænti ég, að þegar þér hafið
lesið það, sem ég þegar hefi sagt hér
að fram, þá skiljið þér afstöðu mína
og annara samherja minna til kjör-
dæmiskipunarmálsins og að þjóðai-
heildinni sé bezt borgið með því að
engar breytingar séu gerðar á nú-
verandi kjördæmaskipun, i því fulla
trausti að valdhafarnir fari vel með
völdin.
Að endingu eitt: pér segið að ræð-
ur okkar „háskrílsmanna" á Egils-
staðafundinum hafi „ekki verið ann-
að en upptugga úr „Tímanum", sem
hver maður á fundinum sjálfsagt
hafði lesið og vitað áður". petta á
að vera sagt okkur til hneisu, skilj-
ast svo, að við munum hvorki geta
hugsað eða sagt nokkurt sjálfstætt
orð. Athugum nú málið, ritstjóri.
Alltaf hlaupið þér á yður. pó þetta
atriði væri nú rétt hjá yður, tel ég
mér engan vansa að. pví jafnvel þér
sjálfur hafið að líkindum aldrei sagt
eða hugsað nokkurt orð eða setningu,
sem „Tíminn" eða einhver annar
ekki hefir áður sagt.
Til gamans skal ég segja yður,
hvað Árni Pálsson sagði við mig á
Egilstöðúm eftir að ég hafði skýrt
þingrofskenningu mina:
„Ég heyri að þér hafið hugsað um
málið, og hugsað það sjálfstætt, og
myndað yður fasta skoðun. Vil ég
eiga tal við yður um það, þó ég hins-
vegar telji skoðun yðar á þmgrofinu
nú ekki. rétta". Ég met dóm Árna
talsvert meir en yðar, og það er al-
veg ástæðulaust af yður að þykkjast
við þvi.
Fleira hefði ef til vill þurft að at-
huga, en ég læt þetta nægja. Hinir
úr firmanu munu hirta yður á þann
hátt, sem þeim þykir viðeiganda.
Annir hafa valdið því að dregizt
hefir að senda bréf þetta.
Ketilsstöðum, 18. nóv. 1931.
Hallgr. pórarinsson.
Bannlögin í Finnlandi verða nú af-
numin samkvæmt þjóðaratkvæða-
greiðslu, sem nýlega fór fram.
Greiddu 70% atkvæði gegn bannlög-
unum.