Tíminn - 30.01.1932, Síða 1

Tíminn - 30.01.1932, Síða 1
(öjaíbferi 09 afgrei&slumaður -Címans ef Kanuueig porsteins&óttir, Sœfjargötu 6 a. Heyfjatnf. 2^/gretbsía Cimans er i £œfjar^ötu 6 a. 0pin ðaglega'fL 9—6 Simi 2353 XVI. árg. Reykjavík, 30. janúar 1931. 4. blað. „íslenzka vikan“ Ávarp til íslendinga! Við undirrituð höfum tekið að okkur forgöngu þess, að haldin verði „íslenzk vika“ um land allt á þessu ári. Við leyfum okkur hér- með að beina þeiná beiðni til allra landsmanna, að þeir veiti aðstoð sína til þess ,að viðleitni þessi megi að því gagni koma, sem til er ætl- azt. En tilgangurinn er fyrst og fremst sá, að sýna það og sanna, hverjir möguleikar eru á því, að þjóðin búi sem mest að sínu. Hitt ligg- ur ef til vill fremur í augum uppi, að henni er það lífsnauðsyn, ekki sízt í slíku árferði sem nú er. Margar menningarþjóðir, og þar á meðal frændþjóðir okkar, hafa fyrir allmörgum árum hafizt handa um slíka starfsemi sem þessa. Og hefir henni verið haldið áfram árlega. En það er í fyrsta skipti nú, j sem gangskör verður gerð að því, að hvetja alla íslenzku þjóðina til þess að kaupa og nota eingöngu íslenzkar vörur í eina viku og reyna hvernig henni gefst það. Mætti þá af því leiða, að íslendingar sann- færðust um það, að meira mætti einnig nota af íslenzkum nauðsynja- vörum aðrar vikur ársins en gert hefir verið hingað til. En því meiri þörf er samúðar og skilnings allra landsmanna um framkvæmd þessa máls, sem verkið er seinna hafið. Vitanlegt er, að á undanförnum árum hafa verið keyptar inn í landið vörur fyrir ógrynni fjár, sem komast hefði mátt hjá að allmiklu leyti, ef í þeirra stað hefðu verið notaðar þær samskonar vörur ís- lenzkar, sem til voru í landinu. Og enn meira hefði mátt spara af þess- um útlendu vörum, ef þjóðin hefði fyrr hafizt handa um að framleiða fleiri vörutegundir til eigin nota úr efnivörum þeim, sem til eru í landinu, í stað þess að selja efnivöruna óunna úr landinu og kaupa hana síðan frá öðrum löndum tilbúna til notkunar fyrir miklu hærra verð. Jafnaugljóst er þá einnig það, að hver sú króna, sem greidd er út úr landinu að nauðsynj alausu, á sinn þátt í því, að erfiðari verður þj óðarhagurinn og atvinna í landinu minni en ella gæti verið. Eins og nú standa sakir, er sérstök ástæða til alvarlegrar og almennrar íhug- unar um þetta efni, þegar telja má, að allar þjóðir keppi að því að verða sjálfum sér nógar — ekki aðeins með frjálsum samtökum eins og hér er um að ræða, heldur og einnig með margvíslegri löggjöf og íhlutun stjórnarvalda. Ráðgert er að hafa „íslenzku vikuna“ frá 3. til 10. apríl næstkom- anda. Til undirbúnings henni er okkur nauðsynlegt að afla sem beztra upplýsinga um allar þær íslenzku iðnaðarvörur, sem á boðstólum eru, semja og gefa út heildarskrá yfir þær, ]?ar sem sé einnig getið, hvar þær eru framleiddar og seldar í heildsölu. Það eru því vinsamleg til- mæli okkar til allra þeirra, sem framleiða íslenzkar vörur til sölu, að þeir sendi okkur tafarlaust ítarlega skýrslu um vörur þær, er þeir hafa að bjóða. Skýrslur þessar má senda til framkvæmdanefndar „ís- lenzku vikunnar", Læjargötu 2, Reykjavík, sími 1292. Vöruskrá sú, sem samin verður eftir skýrslum þessum, verður síðan send til allra verzlana á landinu, svo tímanlega, að þeim gefist kostur á að aíla sér þeirra vörutegunda, sem þær búast við að geta selt í „íslenzku vikunni“ eða síðar meir. Nefndin væntir þess íastlega, að allar verzlanir á landinu bregð- ist vel við þessu, ennfremur að þær sýni ekki erlendar vörur í glugg- um sínum á meðan „íslenzka vikan“ stendur yfir, heldur aðeins ís- lenzkar. Jafnframt er þess óskað, að allir sölumenn geri sitt ítrasta til að selja aðeins íslenzkar vörur þann tíma. Nefndin mun af fremsta megni styðja verzlanir til þess, að árang- urinn geti orðið sem beztur, meðal annars með því að láta þeim í té vel gerð auglýsingaspjöld til notkunar á þessu tímabili. Einnig væntir nefndin aðstoðar allra íslenzkra blaða, tímarita og útvarpsstöðvar Islands til þess að greiða fyrir góðum framgangi þessa máls. 1 leikhúsinu í Reykjavík verður sýnt íslenzk,t leikrit, þar sem vakin verður athygli almennings á „íslenzku vikunni“ og kvikmynda- hús bæjarins munu eimiig leggja sinn skerf til málsins. íslenzk málverkasýning verður opnuð í Reykjavík, þegar vikan hefst, og ef til vill fleiri sýningar. Póststjórnin heíir gefið loforð um að bæta inn í póststimplana þessum hvatningarorðum: „Kaupið íslenzkar vörur. Notið íslenzk skip“. Alls þessa — og margs fleira — teljum við, að við muni þurfa til þess, að samstarfið milli framleiðenda, verzlana og neytenda geti orðið sem bezt og árangurinn sem mestur. Hér er aðeins um byrjun að ræða, en tilgangurinn er að halda slíkri starfsemi áfram eftirleiðis árlega. Og það mun gert verða í þeirri trú, að landsmenn geta að miklu leyti búið að sínu. Þeir eiga að gera það, og þeir verða að gera það, þegar önnur sund lokast. Heitum við hér með á alla góða íslendinga að veita traust fylgi góðu málefni. Minnist þess, að betra er hjá sjálfum sér að taka en sinn bróður að biðja. Reykjavík, 21. jan. 1932. Helcji Bergs Brynjólfur porsteinsson vegna Slátui’íélags Suðurlands vegna Verzlunarmannafél. Rvíkur. Hi mji laniiö I. Tíminn leyfir sér að vekja at- hygli alþjóðar á ávarpi því frá undirbúningsnefnd „íslenzku vik- unnar“, sem í dag birtist á fyrstu síðu þessa blaðs. Það er áformað — eins og í ávarpinu stendur — að vikuna 3.—10. apríl næstk. verði íslenzk framleiðsla til sölu í öllum verzl- unum á íslandi, og það er skorað á allar íslenzkar verzlanir að leggja — meðan „íslenzka vikan“ stendur yfir — meira kapp á að selja íslenzkar vörur en erlend- ar. Markmið „íslenzku vikunnar“ er tvennskonar: Að gjöra tilraun til að fá alla landsmenn til þess að verða samtaka á sama tíma um að íhuga nauðsynina á því að nota innlenda framleiðslu, svo sem framast má verða, og að gefa almenningi um allt land kost á því að kynna sér og gjöra sér glögga hugmynd um, hvað nú er framleitt í landinu, og að hve miklu leyti er hugsanlegt, að inn- lendu vörurnar geti komið í stað erlendra. Tíminn hefir fyrstur íslenzkra blaða gjört rækilega að umtals- efni nauðsynina á því, að íslend- ingar fari að dæmi annara þjóða í því að búa að sínu nú 1 við- skiptakreppunni. Var sérstök at- hygli vakin á þessu máli í grein, sem út kom hér í blaðinu 21. nóv. s. 1. Allar þjóðar reyna nú eftir fremsta megni að takmarka inn- kaup sín frá öðrum, sumpart með innflutningshöftum og verndar- tollum og sumpart með því að nota sínar eigin vörur í stað er- lendra, og þá jafnframt að taka upp nýjar framleiðslugreinar, þar sem aðstaða og geta leyfir. Kreppan hefir skapað eitt meg- in boðorð meðal allra þessara þjóða: Að verja landið. Ekki með drápsvélum og blóðsúthellingum eins og 1 síðustu heimsstyrjöld, heldur á svipaðan hátt og í sög- unni um hollenzka drenginn, sem stöðvaði hafið með því að stinga handleggnum í opið á flóðgarðin- um — með friðsamlegum mann- dómsátökum í sínu eigin lífi. H. Hér í blaðinu hefir verið bent á, að þjóðin flytur inn fataefni fyrir margar miljónir króna, á sama tíma sem íslenzka ullin er fallin um 2/3 hluta síðan fýrir 2 árum. Við kaupum frá útlönd- um osta, niðursoðna mjólk og garðávexti. niðursoðið kjöt og fisk, matvæli, sem við eigum sjálfir nóg af eða gætum átt með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Það er alveg vafalaust, að hægt væri, og þá einkum í kaupstöð- unum, að breyta mjög um matar- æði á þann hátt, að innlendur matur kæmi í staðinn fyrir erlend- an, án þess að fæði manna yrði á nokum hátt næringarminna, 1 óhollara eða óaðgengilegra að öðru leyti. Notkun erlendra fæðuteg- unda er sumstaðar komin í vana, án þess að nokkuð sé við það unnið. Á sama hátt heimtar kreppu- ástandið, að gefinn sé fullur gaumur yfirieitt að þeirri talsvert fjölbreyttu framleiðslu, sem inn- lend iðnaðarfyrirtæki og hand- verksmenn hafa komið upp á síð- Valgarður Stefánsson vegna Verzlunannannafél. Merkúr. Halldóra Bjarnadóttir vegna heimilisiðnarins. Tómás Jónsson vegna félags matvörukaupmanna. Aðalsteinn Kristinsson vegna Sambands isl. samvinnufél. Tómas Tómasson vegna fél. isl. stórkaupmanna. Sigurjón Pétursson f. h. kvæðav.sm. „Álafoss". Utan ár heimi. Um ensku „þjóðstjórnina“. I kosningabaráttunni í haust gaf Baldwin foringi Ihaldsflokks- ins yfirlýsingu um það, að íhalds- flokkurinn myndi ekki nota sér meirahluta í þinginu, þó að sá meirihluti fengist, til þess að mynda stjórn út af fyrir sig. Kosningamar fóru svo, að flokk- urinn fékk þennan meirahluta. og hann stóran. En Baldwin efndi loforð sitt. Mac Donald varð for- sætisráðherra áfram og nokkrir af samherjum hans, sem klofnað höfðu út úr verkamannaflokkn- um, tóku sæti í ráðuneytinu. Frjálslyndi flokkurinn fékk líka fulltrúa í stjórninni eins og áður. En afleiðingar þess, að Ihalds- flokkurinn fékk hreinan meira- hluta, bæði í þingi og stjórn, hlutu eigi að síður að koma fram og hafa líka gjört það. Fjármála- ráðherra varð Neville Chamber- lain, sem nú er talinn raunveru- legur foringi flokksins, þó annar beri nafnið. Er talið, að hann hafi mjög mótað stefnu stjórnarinnar. En verzlunarmálaráðherran, Run- ciman, var tekinn úr Frjálslynda flokknum. Væntu ýmsir, að þá mundi eigi eins langt gengið í álagning tolla, því að Frjálslyndi flokkurinn hefir ávalt verið toll- um andvígur og er enn. En frjáls- lyndi verzlunarmálaráðherrann var ofurliði borinn. Hann varð að undirrita tollalög Ihaldsmann- anna, og taka á sig þær óvinsæld- ir, sem þau höfðu í för með sér. Stefna „þjóðstjórnarinnar“ varð fullkomin innilokunarstefna. Jafn- vel erlendum listamönnum hefir í mörgum tilfellum verið sti’anglega bannað að sýna sig í Englandi. Vöktu þar ráðstafanir svo mikla gremju í Frakklandi, að Parísar- blöðin heimtuðu, að öllum ensk- um listamönnum, svo sem leikur- um og söngvurum og hljómlista- mönnum yrði tafarlaust vísað úr landi í mótmælaskyni. Og blöð Frjálslynda flokksins í Englandi urðu sárgröm út af því, að full- trúar þeirra í stjórninni skyldu hafa orðið að taka þátt í svo óbil- gjörnum tiltektum. ustu árum og á engan hátt stend- ur að baki samskonar vörum er- lendum. „íslenzka vikan“ mun ]?ar gefa mönnum ærið efni til íhugunar. Ríkisstjórnin hefir nú í vetur sent mann um allmörg héruð landsins til þess að leiðbeina al- menningi um notkun síldar. Síld- in er holl og næringarmikil fæðu- tegund. Irar, sem eru fátæk bændaþjóð, eins og mikill hluti af íslendingum, hafa um langan ald- ur lifað mestmegnis á síld og kai’- töflurn. Hvoruga þessa fæðuteg- und þai-f að kaupa inn hér. Sum- staðar erlendis, sérstáklega í Sví- þjóð, er íslenzka síldin mjög út- breidd fæðutegund. En það hefir töluvert oft komið fyrir, að ís- lendingar, sem ferðast hafa um Svíþjóð, hafa þar fengið síld að borða í fyrsta sinni! III. Eins og Tíminn hefir áður gjört það, sem í hans valdi hefir staðið til að vekja almenna athygli á nauðsyn þess að gefa gaum að 1 hinni innlendu framleiðslu — vill íhaldsstefnan í „þjóðstjóm- inni“ hefir þá eigi síðan komið glöggt í ljós í viðskiptum við Ind- verja. Fram á síðasta ár var Irwin lávarður þar landstjóri. Hann yar mildur maður og samn- ingaþýður og virðist hafa gjört sitt til að miðla málum. En „þjóð- stjórnin“ sendi þangað Willing- ton lávarð, sem meira átti sam- eiginlegt með þeim, sem ekki vilja slaka til við Indverja. Og þá var skamrnt að bíða stórviðburða. Rétt eftir að fulltrúar Indlands komu heim af ráðstefnunni í London, var Gandhi handtekinn 0g fluttur í fangelsi, þar sem honum er haldið án yfirheyrslu sem pólitískum fanga. Foringjar indversku sj álfstæðishreyfinging- arinnar hafa verið handteknir hópum saman, ýms félög þeirra bönnuð og flokkssjóðir þeirra gjörðir upptækir. Og nú logar Indland í uppreisn og gremju gegn hinni brezku kúgun. Ennþá situr „þjóðstjórnin“ við völd. íhaldsflokkurinn ræður, en Mac Donald og Frjálslyndi flokk- ui’inn bera sinn hluta af ábyrgð- inni. Hinn víðfrægi foringi Frjálslynda flokksins, Lloyd George, hefir þó ekki viljað eiga þátt í slíki-i samvinnu. Hann var sjúkur, þegar hinir áhrifaríku at- bui’ðir gjörðust einna hluta sum- arsins. Eftir að hann kom á fæt- ur tók hann sér ferð á hendur til Indlands. Leiðir hans og flokksins hafa skilizt. Sumir halda að hann muni ganga í lið með verkamönn- um og verða foringi þeirra. En síðustu skeytin frá Eng- landi benda á að innan sjálfrar ,þjóðstjórnarinar‘ sé nú ekki leng- ur allt méð felldu. Stjórnin hefir ekki getað orðið sammála í tolla- rnálunum. Opinberlega er til- kynnt, að minnahlutaráðherramir muni gjöra grein fyrir afstöðu sinni sérstaklega í þinginu. Og eftir það eru menn vantrúaðir á, að þjóðstjóminni muni verða langra lífdaga auðið. Ef Mac Donald og frjálslyndu ráðherr- arnir fást ekki til að beygja sig, er sjálfsagt ekki um annað að gjöra en að Ihaldsflokkurinn neyti meirahlutans, ráði sjálfur og beri ábyrgðina. hann á sama hátt eftir fremsta megni styðja þá lofsverðu við- leitni, sem nú kemur fram hjá þeim mönn'um, sem að íslenzku vikunni standa. „Islenzka vikan“ bendir ótví- rætt í þá átt að skilningur sé nú að vakna á þessu þýðingarmikla máli hjá mörgum þeim mönnum, sem þar hafa aðstöðu til áhrifa. Um þetta merka mál er Tíminn reiðubúinn til að eiga samvinnu við hvem sem er og í hvaða flokki, sem er. Notkun íslenzkrar framleiðslu er stærsta sjálfstæðismálið nú á krepputímanum. Alltaf getur það komið fyrir, og jafnvel orðið enn meir áríð- andi en nú, að Islendingar þurfi að grípa til þess ráðs, að hætta að flytja inn og búa eingöngu að sínu. Blóðug styrjöld eða flutninga bann er ekki fyrir hendi nú. En á slíkum tímum getur það vel komið fyrir, að smáþjóð eins og við, verði að gjöra eitt af tvennu: Leita vemdar hjá annari stærri þjóð og voldugri, eða að vera (Framh. á 4. síðu). Sigurður Halldórsson vegna iðnaðarins.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.