Tíminn - 30.01.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.01.1932, Blaðsíða 2
14 TIMINN Slátoí'félag Suðurlands 25 ára afmæli. í lífi þjóðanna er aldarfjórðungur stuttur tími. En á aldarfjórðungi má gera mikið, ef góður skilningur er á því hvað gera þurfi, ákveðinn og eindreginn vilji til framkvæmda og samheldni um framkvæmdina. Allt þetta hefir verið til staðar að meira eða minna leyti meðal sunnlenzkra bænda þegar um sláturfélagsmál lief- ir verið að ræða. þess vegna geta þeir nú minnst 25 ára afmælis Slát- urfélags Suðurlands. Með samtökum tókst þeim að mynda það, og með samtökum liefir þeim þrátt fyrir allt og allt tekizt að halda því saman. Og breytingin, sem orðið fiefir á allri ketverkun og verzlun á þessu 25 ára tímabiii, er geypileg. Fyrir tuttugu og fimm áruin verzl- uðu kaupmenn liér einir með kjötið. þá var það algengt að bændur yrðu að bíða dögum saman hér innan við bæinn með rekstra sina, og kné- krjúpa fyrir kaupmönnum og biðja þá um að taka það. Og verðið, sem þeir þá á endanum gátu komið því út fyrir, það var þeim skamtað, og oft skamtað úr hnefa. Nú er öldin önnur. Á álcveðnum dögum eiga þeir víst að geta slátrað fé sínu. Og nú selja þeir sjálfir kjöt- ið gegnum sitt eigið félag. Og þeir selja það ekki aðeins sem nýtt í sláturtið. þeir selja það, sem saltað þá að þeir láta vinna úr því rétti, og fryst, sem reykt og niðursoðið eða og selja þá. Miklar húseignir og lóðir, frystihús, vélar og verkfæri, sjóði, álit og traust á félagið nú. Og þó hefir ekki vantað tiiraunir til að piokka utan af félagiuu. pað hefir ekki vantað tiiraunir tii að fá bændur til að selja öðrum fé sitt. pað hefir verið keypt heima lijá þeim, svo þeir þyrftu ekki að sjá um reksturinn þessa iöngu leið, sem víða þarf að reka það til slátrunar. peim hefir verið boðið að kaupa af þeim heimasiátraða skrokka og þeim hefir verið boðin tylliboð i það, sem stundum hafa, þá stundina, verið hærri en félagið gaf. Og margir hafa ekki iiaft það bein í nefinu, sem þurft hefir tii að geta sagt: „Vík frá mér Satan". peir hafa þvi fallið fyrir freistingunni. petta hefir veikt félag- ið. petta gerir, að það er ekki enn, þrátt fyrir 25 ára starf, einrátt á markaðinum. En þó svo sé ekki, hef- ir mikið náðst. En þrekvirki er enn eftir. Næsti aldarfjórðungurinn af æíi félagsins er að byrja. pá þarf félag- ið að ná því marki áð ná tii allra, pá þarf félagið að skipuleggja söl- una taér í bænum, svo að alltaf, allt árið sé verið að slátra. pá þarf það alltaf að geta haft á boðstólum kjöt af nýslátruðu fé. petta takmark virð- Pólitísk meidyrðamál Útdráttur úr ræðu Gísla Guðmunds- sonar ritstjóra í meiðyrðamáli Helga Tómassonar. Flutt í hæstarétti 25. jan. sl. Ég ætla ekki að fara út í einstök atriði máls þess á fiendur mér, er hér liggur fyrir. pað hefir mála- flutningsmaður minn þegar gjört. En ég vil leyfa mér að benda hinum liáa rétti á nokkur eftirtektarverð atriði viðvíkjandi meiðyrðamálum yfirleitt og þá sérstaklega í sam- bandi við þetta mál, sem í dag hefir verið sótt og varið hér i réttinum. pað er sérstaklega ein ástæða, sem veldur því, að ég hefi óskað eftir að nota rétt minn til að taka hér til máls. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma eru meiðyrðamálin nú að hefja innreið sína í hæstarétt. petta er nýjung. Iiingað tii hefir það ekki tíðkast, að dómum undirréttanna í slíkum málum væri áfrýjað. Mér virðist af þeirri ástæðu ekki iila til fallið að vekja athygli á því hér á þessum stað, hverskonar verkefni það eru, sem þessi háttsetta stofnun er að fá upp í hendumar, ef það á að fara að verða venja að stefna til hæstaréttar málum eins og því, sem nú liggur fyrir. ist sjálfsagt mörgum að sé fjarstæða, en sannið til. það mun nást. Byrja þarf á því að sjá um það, að hæfi- lega mörgum ám, eftir markaðinum, sé hleypt til svo snemma, að hægt sé jöfnum höndum að slátra sæmi- lega vænum dilkum úr því komið er fram í júní, og það niörgum í hverri viku, sem markaðurinn heimtar. peg- ar þessum áfanga er náð, og hann ætti ekki að taka mörg ár, þá kem- ur hinn, að hafa aðra tíma ársins, til annað fé, feitt og vel byggt, til slátrunar. pað er siður að gefa afmælisgjafir. Og af heilum hug vildi ég gcfa félag- inu þá ósk, að bændur á næsta ald- arfjórðungnum, mættu læra það, að standa allir saman — mættu skilja breyttar kröfur tímans eins vel og þcir fyrir 25 árum skildu þörfina á, að bæta kjötmarkaðinn og kjötverzl- unina, og vinna eins ótrauðir að framgangi þess að laga sig eftir inn- anlands markaðinum, eins og for- göngumenn félagsskaparins hafa unn- ið að framgangi hans aldarfjórðung- inn, sem leið. En afmælisgjafir eru misjafnt þegn- ar og misjafnt notaðar. Bændur, viljið þið þiggja mína og reyna að nota hana? 28. jan. 1932. Páll Zóphóniasson. ----O---- Bjarni Jensson Ásgaxrðl Höldur, þér ei fremri finnst, að frama höfðingslundar. Bjarni, þin skal betur minnst, þó bíði næstu stundar. Hafa tíðast hægt um sig háleit rausn og sómi — en kveða mætti kvæði um þig konung — borið — dómi. S. f. H. -----O----- Bandalagi íslenzkra skáta hefir borizt boðsbréf frá norska skáta- bandalaginu um þátttöku í lands- móti, sem lialdið verður lijá Man- dal dagana 6.—13. júlí næstkomandi. Gjald fyrir þátttakendur er noi-skar kr. 14.00, auk íerðakostnaðar til Nor- egs. — Einnig hefir stjórn B. I. S. borizt, bréf um þátttöku í skátamóti sem haldið verður nálægt Haag í Hollandi frá 2.—12. ágúst næstk. Gjald auk ferðakostnaðar 30—35 gyllini. peir ísl. skátar, sem hefðu í hyggju að fara á mót þessi, eiga að tilkynna B. í. S. það í síðasta Iagi fyrir 15. marz nk. Uppreisnin gegn lýðveldisstjórn- inni á Spáni hefir verið bæld niður, eftir því sern síðustu fregnir hermá. 34 þúsundir manna biðu bana af bifreiðaslysum í Bandaríkjunum ár- ið sem leið. A vfðavanái. Sláturfélag Suðurlands. Aklarfjórðungsafmæli stærsta sam- vinnufélagsins á Suðurlandi, er tví- mælalaust eftirtektarverðasti atburð- ur vikunnar, sem leið. Nú þessa dag- ana, þegar byggðin við sjávarsíðuna logar af ofsalegum deilum milli öfga- flokkanna til hægri og vinstri, eiga sunnlenzkir bændur að minnast 25 ára gleðilegs árangurs af friðsamlegu samstarfi. Undir farsællegri stjórn samvinnuhöfðingjans sunnlenzka, He.lga Bergs, miðar starfsemi Slátur- félagsins nú hröðum skrefum áfram með ári hverju, til hagsbóta hinni sameinuðu bændastétt i fjórum sýslufélögum. Megi gæfa fyigja sam- starfi sunnlenzkra bænda í framtíð- inni eins og hingað til! Og heill sé hinni íslenzku bændastétt, fyrir að liafa rutt brautina til alþjóðarskiln- ings á. þeirri þjóðlífsstefnu, sem frið- vænlegust er og glæsilegust í heim- inum. Frá Kleppi til hæstaréttar. Málaþrasi Helga Tómassonar í sambandi við Kleppshneyksiið lauk núna í vikunni með tveim dómum, sem kvéðnir voru upp í hæstarétti, annar á mánudag og hinn á íöstu- dag. Fyrri dómurinn er út af pen- ingakröfu þciz-ra, sem H. T. gjörði á hendur fjármálaráðherra út aí brott- vikningu H. T. frá Kleppi. Gjörði H. T. þrjár kröfur í því máli. Aö hann fengi greitt eins árs kaup, að hann fengi greiddan flutningskostnað frá Kleppi, kr. 204,00, og að honum yrði dæmclar 10 þús. kr. í skaðabætur. Skaðabótakrafan var ekki tekin til greina i hæstarétti og eigi lieldur krafan um greiðslu á flutningskostn- aðf, með því að rétturinn leit svo á (sbr. forsendur dómsins), að II. T. liefði fyr eða síðar orðið að fara frá Kleppi! I-Iinsvegar dæmdi rétturinn honum eins árs kaup, „án þess þó að leggja neinn dóm á framkomu H. T. að öðru leyti“ í Iíleppsmálinu! — Seinni dómurinn var í meiðyrðamáli því, er H. T. liöfðaði gegn ritstjóra Tímans. Krafðist H. T. í því máli 20 þús. kr. skaðabóta og í réttinum gjörði málal'lutningsmaður hans, Egg- ert Claessen þá kröíu, að ritstjóri Tímans yrði dæmdur í fangelsi. Hvoruga þá kröfu sá rétturinn sér fært að taka til greina, en dæmdi ritstjóra Tímans hinsvegar til að greiða 1000 kr. sekt á ríkissjóð fyrir að hafa talað of ógætilega um mann- inn frá Kleppi. í meiðyrðamálinu mætti Eggert Classen fyrir hönd H. T. eins og fyr er sagt. Ilagaði E. Claessen svo óheppilega orðum sínum, að dómstjórinn varð tvisvar sinnum að áminna hann fyrir að hafa rangt eftir í réttinum. Ritstjóri Timans mætti í réttinum ásamt málaflutn- ingsmanni sinum (Stefáni Jóh. Stef- ánssvni) og tók þar til máls. Birtist ræða hans á öðrum stað hér í blað- inu. — Viðvikjandi dómunum skal það eitt sagt hér, að hvorki Helgi eða hæstiréttur munu verða öfundaðir af úrslitunum. pað er gamli rétturinn með gamla laginu, sem dæmt hefir í þessum málum. Ekki ánægðir! Eftir fregnum, sem borizt hafa frá Khöfn lítur út fyrir, að Valtýr Stef- ánsson hafi látið síma til danskra Iilaða fi'éttir af málum Helga Tómas- sonar á þá leið, að skaðabótakrafa H. T., 10 þús. kr., á hendur. fjár- málaráðherra hafi verið tekin til grcina. Ekki er ílialdið allskostar ánægt, úr því að það þykist þurfa að taka til slíkra ráða. „Vísir“ og ríkisbrauðgerðin. Nýlcga hefir Vísir flutt árásargrein á ríkisbrauðgerðina. Blaðið segir ekki frá þvi, að ríkisbrauðgerðin selur al- gengustu brauðin rniklu ódýrara en öll þau brauðgerðarhús, sem ílialds- menn standa að, og enga tegund dýr- ari. Blaðið gleðst ekki yfir viðleitni stjórnarinnar að þrýsta niður verði á einni aðal neyzluvöru almennings. Blaðið forðast að geta um að ástæð- an til að íhaldsmenn lækkuðu í haust vcrð á brauði (og hækkuðu það svo aftur) var hræðsla íhaldsmanna við ríkisbrauðgerðina, að hún myndi skapa brauðaoi'krinu samskonar ör- lög og pórsfiskurinn liafði áður gert fiskorkrinu í Reykjavík. Blaðið minn- ist á ekkert af þessu, því að Vísir er og verður alltaf varnarlaus skoð- analeysingi i höndum allra, sem kasta i liann auglýsingum. Og ástæð- an til rógmæli Visis um þetta nytja- fyrirtæki var það, að ríkisbrauðgerð- in iiefði keypt eitthvað af rúgmjöli áf verzlunarfyrii'tæki, sem selur rússneskar vörur hér i bænum. En tveir af lielztu ráðamönnum og eig- endum þessarar verzlunar eru Tóm- as í ölgerðinni og Eyjólfur i Mjólkur- félaginu. pví ræðst Vísir ekki á þessa menn fyrir kommúnisma? Eða er hitt sannara, að eigendur Vísir vilji feta á fótspor brennivarga þeirra, er ætluðu að eyða ríkisbrauðgerðinni með eldi — til að lijálpa til með háa verðið. X. Dýrtíðin og háa kaupið. Visir og Mbl. ráðast sífelt á Fram- sóknarmenn fyrir það, að þeir skuli ekki fúsir til að draga her saman og lemja á verkamömium i kaupdeil- um. Er svo að sjá scm íhaldsmenn myndu allfúsir til stórræðanna. Hvergi í Evrópu nema i Ítalíu er herafla beitt til að lijálpa öðram að- ila í kaupdeilum. Engin germönsk þjóð lætur sér detta i hug að nota her til að hækka eða lækka kaup. pegar Jón Magnússon var forsætis- ráðherra voru skornar sundur vatns- slöngur, sem lágu út í skip, og þann- ig liindruð burtför þess, af fjölda verkamanna. í annað skipti var fislc- bill, sem Magnús Blöndal átti, tekinn á ioít af margmenni og snúiö við. Jón Magnússon dró ekki her saman, og lét meira að segja engin málaferli verða út -af þessum stimpingum. íhaldsmenn eru oft að bi'egða Fram- sóknarmönnum um, að þeir hafi ekki barizt til þrautai" móti kaupkröfum verkamanna. En hvað gerði íhaldið í Reykjavik vorið 1930? þá auglýsir félag landverkamanna stói'kostlega kauplækkun viö höfnina. íhaldið beygði sig auðmjúklega, reyndi ekki að verjast. JJað vissi að meira var með mannshendui' að gera það vor, lieldui’ en fólk var til. pá lilutu verkamenn að sigra, eins og á stóð. Og ílialdið lét undan möglunarlaust. Máske var það því iéttara, þar sem ilestir svokallaðir atvinnurekendur flokksins liöfðu nær eingöngu fé bankanna miiii iianda, og liættu lítið eigin eignum, þvi að þær voru engai’. Og hverjir liafa skapað dýrtið bæj- anna ucma ilialdið? pað hefir spreugt upp lóðaverð, iiús og vam- ing. ]>að hefir lirifsað íe bankanna í sinn atvinnurekstur. pað liefir sukkað yfir 30 af þeim 33 miljónum sem bankarnir liafa tapað. Og' liverj- ir hafa lokkað fóikið tii sín úi' sveit- unurn með háu kaupi togarauna og línubátanna nema menn eins og Thorsbræður og Jón Ólafsson? Engir aðrir. peir Iiaía sprengt upp kaupið tii að fá fólkið, þegar vel veiddist. peir og þeirra lið liefir gert Iteykja- vik aö einhverjum dýrasta bæ i lieimi. par veiðui' liáa kaupið v.er'ka- mannanna að engu. En bændurnir súpa seyðið af samkepni útgerðar- braskaranna. peir hafa dregið tii sin vinnuaílið og gert verkamennina að öreigum. F. B. pjóðin og „dótið“. Mbi., Stormur og Vísir eru liarla glöð yfir þvi að Eggert og Páii hæstai'éttardómarar haia ákveðið að Heigi Tómasson skuli liaía eins árs kaup cftir að liann fór frá Iíleppi. i næsta biaði ■ mmi itariega gerð grein fyrir íöksemdum þess dóms, bæði i undir- og yfirrétti, í sambandi við menningarástand þeirra háskóla- gengnu ísiendinga, sem mótuðust sein útskúfuð undirstétt i Kaup- mannahöin, eftir daga Jóns Sigurðs- sonar og íi'am yfir aldamót. — Að þessu sinni skal reikningurinn pen- ingalega gerður upp lauslega milli þjóðarhagsmunanna og Mbl.-dótsins, í sambandi við iæknadeiiuna. Skai þá íyrst talið það sem þjóðin hefir fengið: , 1. Brotiö vald læknaklíkunnar, sem ætlaði að hrifsa í sínar liendur veldið yfir veitingum læknisembætta til aö geta komið í beztu stöðumar gæðingum sínum. 2. Ósigur læknaklíkunnar sást bezt á þvi, að J. J. ráðherra liefir eftir að striðið byrjaði ráðstafað frarn undir 20 læknisstörfum, án þess að Við málsflutninginn hér í réttinum í dag, tók ég sérstaklcga eftir einum ummælum, sem málafærslumaður stefnanda (Eggcrt Claessen) lét falla hér áðan og þau ummæli áttu líka mjög mikinn þátt í því, að ég tek liér til máls. Málafærslumaðurinn lýsti því sem sé yfir liér i réttinum, að í ineiðyrðadómunum yiirleitt, sem dæmdir hefðu verið hér á landi, lægi „cngin vernd fyrir æru manna“. Ég skal aðeins drepa á það hér, þó að Jiað snerti lítið það, sem ég ætla að leggja áherzluna á, að mig íurðaði á þeirri tegund af réttlætis- j tilfinningu, scm kom fram lijá þess- um sama málafærslumanni, þegar lrann leyfði sér að fara fram á það við hinn liáa rétt, að breyta þessu ástandi með því, að dæma nú á ann- an hátt og ákveða í því tilfelli, sem nú er um að ræða, aðra refsingu og annars eðlis en íslenzkir dómstólar haía áður ákveðið í samskonar mál- urn og eftir sömu lögum og nú gilda. Mér er alveg óskiljanlegt, hvemig málaíærslumanninum getur dottið í liug að ætlast til þess af rétt- inum, að hann dæmi öðruvísi í þessu máli en dæmt liefir verið i öllum öðrum samskonar málum, þó að málafærslumaður Ilelga Tómassonar nú hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að þeir sem hafa ánægju af þvi að vinna meiðyrðamál, hafi ,yfirleitt oi'ðið fyrir vonbrigðum með árang- urinn. Ein tegund þeirra meiðyi'ðamála, sem komið hafa fyrir dómstólana á undanförnum árum, er langsamlega mest áberandi. pað eru pólitísku meiðyrðamálin, þ. e. mál út af um- mælurn, sem i'allið hafa í ræðu eða riti, í sambandi við pólitískar deilur. Málið, sem hér liggur fyrir, er eitt af þeim. Ummælin, sem mér er stefnt fyrir, eru rituð i sambandi við þann atburð í íslenzkum stjórnmálum síð- ustu ára, sem mesta athygli heíir vakið bæði hér í landinu og er- lendis. Sækjandi þessa máls hefir sagt að dómar í meiðyrðamálum væru alveg þýðingarlausar sárabætur á æru þeirr'a, sem málin vinna. Og þetta er alveg rétt, að því er kemur til hinna pólitísku meiðyrðamála eins og þess, scm hér liggur fyrir. En Iiver er ástæðan? Ástæðan er sú, að almenningur í landinu er yfirleitt alveg hættur að; taka þessar mörgu málshöfðanir út ai' stjórnmáladeilum alvarlega. pau eru almennt skoðuð sem liégómamál. Jiess vegna er þcim tima, sem dóm- stólarnir eyða í meðferð slíkra mála, illa varið. Enginn hæstiréttur getur lijálpað manni, sem elcki hefir getað hrundið af sér ámæli í opinberri viðureign. Ég vil taka það fram, að ég lít svo á, og það sama er mér óhætt að fullyrða um þá menn yfirleitt er tekið hafa mestan þátt í hinni póli- tísku baráttu af hálfu þess flokks, sem ég telst til, að hinir lagalegu dómstólar séu eklti réttur vettvang- ur til að útkljá deilur um pólitísk málefni. pess vegna lörum við yfir- leitt ekki i meiðyrðamál við and- stæðinga okkar, þó að tilefni til þess gefizt daglega. Barátta stjórnmála- mannanna og baráttuaðferðir eru metnar annarsstaðar. Umræðurnar urn þjóðmálin íara fram opinberlega, þar sem liver maðui' í landinu hefir aðstöðu til aö sjá, heyra og dæma. par er engum máls varnaö til sókn- ar eða viðnáms. Enginn einstakling- ui' eða flokkur, sem tekur þátt í baráttu þjóðmálanna getur komizt í bjá þvi, að orð hans og verk verði dæmd af íólkinu, sem í landinu býr. poir menn, sem haft hafa illan mál- stað og óþjóðhollan, tapa sinum rnálum fyi'ir þeim dómi. Hinir sigra, sem lmgað hafá orðum sínum og j gjörðum i samræmi við þá réttlætis- ; tilfinningu, sem býr í sálum fólks- j ins. Eins og ég hefi áður tckið fram, , verð ég að lita svo á, að úrskurðir j hinna lagalegu dóinstóla urn það, , hvort ofrnælt liafi verið opinberlega I um mann eða málefni á einhverjurn j tíma, hafi ákuflega litla þýðingu. Enginn slíkur dómsúrskurður getur komið í veg fyrir, að þjóðin felli ; sinn dóm fyr eða síðar. En þar við bætist það, að hinir j lagalegu dómstólar hafa ákaflega , erfiða aðstöðu til að kveða upp slíka ! úrskurði. Eins og umboðsmaður ; minii hefir tekið fram, búum við hér á Islandi við gamla og úrelta meið- yrðalöggjöf. peirri löggjöf væri sjálf- sagt að breyta, ef menn yfirleitt á- litu meiðyrðamálafarganið þess vcrt. peir, sem einhver kynni hafa af rit- deilum vita, að tæplega er hægt að halla á mann án þess að hann geti fengið þau uinmæli ómerkt meö dómi. Sannleikurinn er sá, að það er engin trygging fyrir þvi, aö um- inæli, sem dæmd eru dauð og ómerk, geti ekki verið fullkomlega réttmæt og hcilagur sannleiki — þó dómur- inn sé í fyllsta samræmi við lögin. Maður, sem sagt hefir uin annan, að hann t. d. hafi þegið mútur eða misbeitt embættislegri aðstöðu, verð- ur að geta sannað með vitnum að svo sé. En dómstólarnir krefjast þess aidrei af neinum manni, að hann sanni, að liann sé ekki sekur. Ég iít svo á, að það sé skylda pólitískra blaðamanna, að segja opin- berlega það, sem þcir telja rétt vera, þó lögfullar sannanir skorti. Mai'gt af því, sem hvert mannsbarn veit, að er satt, er aldrei hægt að sanna. Stundum sannast það ekki fyr en ei'tir langan tíma. Og þó er það satt og rangt að þegja yfir því, ef það snertir alþjóð mnnna. Ef pólitísku meiðyrðadómarnir væru teknir eins hátíðlega og ein- staka menn vilja vera láta, myndi það óhjákvæmilega hafa í för með sér mjög alvarlegar afleiðingar á kostnað sannleikans í þessu landi. Eg vil nú finna nánar stað orðum mínum um það, hversu erfið er að- staða dómstólanna til þess að kveða upp úrskurði um réttmæti liarð- orðra ummæla. Ég vil styðja þessa skoðun mína með staðreyndum, sem ekki er hægt að mótmæla. Ég ætla að nefna tvö dæmi um það, hvernig meiðyrðadómarnir standast fyrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.