Tíminn - 06.02.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.02.1932, Blaðsíða 1
# ©jaíbferi 09 afgrci&sluma&ur íimans er Sannoeig þorsíeinsöóttir, Ccefjargötu 6 a. Reyt)<uÁI. 2$.fg,zeib&la Cimans er i €œfjargötu 6 a. (Dpin baaleqa ¦ fl. 9—6 Sími 2353 XVI. árg. Reykjavík, 6. febrúar 1932. 5. blað. Upphaf vinnudeiliia á Islandi. Það er tiltölulega skammt síðan vinnudeilur —í þeirri raerkingu, sem nútíminn leggur í það orð — hófust á íslandi. Vinnudeilurn- ar eru afleiðing af því, að þjóðin hætti að vera eingöngu bænda- þjóð. Bændurnir voru í fyrri daga einyrkjar eins og nú eða gengu að líkamlegu erfiði með vinnu- fólki sinu eins og nú. Allir íslend- ingar voru þá verkamenn, að nokkrum verzlunar- og embættis- mönnum undanskildum. Nú á nokkrum áratugum — aðallega síðan um síðustu alda- mót — hefir orðið sú breyting, að rúmlega helmingur þjóðarinnar hefir tekið sér bólfestu í bæjum og þorpum , við sjávarsíðuna. I bæjunum hefir myndast stór- rekstur í sambandi við útgerðina. Samfara því skiptist fólkið í at- vinnurekendur og verkamenn með andstæðum hagsmunum um skipt- ing á arði vinnunnar. Stóru veiði- skipin sköpuðu stéttabaráttuna í bæjunum á Islandi. I hinum smærri útgerðarstöðvum víða um land er þó þessi skipting í at- vinnurekendur og verkamenn ekki allskostar glögg. Sumstaðar helzt þar enn gamla búskaparlagið, að bátsformaðurinn rær á sjóinn sjálfur, þó hann sé talinn eigandi bátsins, og hafi eitthvað af mönn- um í sinni þjónustu. Hann er í senn vinnuveitandi og verkamað- ur, og á í sjálfu sér miklu meira sameiginlegt með þeim síðar- nefnda, því að í raun og veru fer sú eina sanna stéttaskipting eftir því, hvort baráttan fyrir lífsnauð- synjunum er mönnunum erfið eða léttbær. Þó að skammt sé síðan við Is- lendingar komumst í kynni við vinnudeilurnar, hafa þær orðið nokkuð tíðar á þeim tíma. Lang- flestar hafa þær orðið í Reykja- vík, en eru nú á állra síðustu ár- um að breiðast út, einnig, um fá- mennu þorpin víðsvegar um land- ið. Það er bersýnlegt, að vinnudeil- urnar ætla hér eins og annars- staðar að hafa næsta alvarlegar afleiðingar og hafa þegar haft. Og enginn þarf að ímynda sér að þetta óþægilega þjóðlífsfyrir- brigði hverfi úr sögunni. Vinnu- deilur eiga sér vitanlega stað svo lengi sem til eru atvinnurekendur og verkamenn. Það er átakanleg- asta skýjaglópasálarfræði, að ímynda sér, að fólk með andstæða hagsmuni geti lifað saman í sí- felldum friði og eindrægni eins og „pardusdýrið og kiðlingurinn" í biblíunni. En jafnvíst er hitt, að þjóðfélagið verður að gjöra allt, sem í þess valdi stendur til þess að sem allra minnst-tjón, beint og óbeint, hljótist af hinni óhjá- kvæmilegu baráttu. Af því, að við Islendingar höf- um enn sem komið er stutta reynslu af vinnudeilum, erum við líka skammt á veg komnir með að finna hentugustu ráðin til að firra þjóðfélagið þeimi vandræð- um, sem af þeim stafa. I því efni verðum við að sjálfsögðu að læra af reynslu annara þjóða. Nauðsyn stéttafélaga. Margir munu standa í þeirri trú, að þar, sem félagsskapur verkamanna er traustastur, muni vera mest um vinnudeilur. Reynsl- an sýnir hið gagnstæða. I lönd- um, þar sem verkamennirnir eru verst skipulagðir félagslega, eru vinnudeilur tíðastar. Samtök verkamanna hafa alstaðar þrosk- að skilning þeirra á eðli barátt- unnar. Með félagslegri reynslu hafa þeir lært, að verkföllin eru tvíeggjað vopn, sem hæglega get- ur snúizt á móti þeim, sem beitir því ósanhgjarnlega. Á sama hátt hafa vinnuveitendur látið sér skiljast, að óhyggilegt er að sýna sterkum verkamannasamtökum mjög mikla ósanngirni. Vanalega lærist þetta þó ekki fyr en eftir alvarlega árekstra. I slíkum árekstrum komast báðir aðilar oft á tíðum fyrst að raun um það, að aflsmunur er næsta lítill, en að baráttan leiðir af sér tilfinnanlegt tjón fyrir báða. I Englandi, þar sem verkamenn og atvinnurekendur,' hvorir um sig, lengi hafa verið í fast skipu- lögðum félögum, hafa verið sett- ar á stofn svokallaðar launa- nefndir. Það eru sjálf stéttafélög- in, sem skipa þessar nefndir með samkomulagi sín á milli, og báðir aðilar eiga í þeim fulltrúa. Hlut- verk þessara nefnda er að koma í veg fyrir verkfall eða verkbann, sem ekki er líklegt til að bera neinn árangur til eða frá, en hlyti hinsvegar að valda tjóni. I þessu skyni framkvæma þær ítarlegar rannsóknir á framleiðslunni og lífskjörum verkamanna. En slík nefndaskipun, af hálfu aðila, er aðeins möguleg, þar semi verka- menn og vinnuveitendur, hvorir um sig, eru sameinaðir í félags- skap og virða hann. September-sættin danska. Ein merkilegasta ráðstöfun, sem gjörð hefir verið til að leiða vinnudeilur til friðsamlegra lykta og afstýra vinnustöðvun, er hin svokallaða septembersætt í Dan- mörku. Rétt fyrir aldamótin voru miklar vinnudeilur þar í landi. En upp úr vinnudeilunum gjörðu verkamenn og vinnuveitendur með sér umræddan samning, 5. sept. 1899, og er hann enn í gildi, í aðalatriðum. Samkvæmt þessum samningi, má hvorki hefjaverk- fall né verkbann nema mótáðila hafi verið tilkynnt með 14 daga fyrirvara, að ákveðið sé að bera upp tillögur þess efnis í viðkom- anda stéttarfélagi. Það er enn- fremur ákveðið í septembersætt- inni, að til þess að verkbann eða verkfall geti talizt löglega sam- þykkt, verði tillagan um það að hafa hlotið 3/4 greiddra atkvæða í félaginu. Loks þegar tillaga um verkbann eða verkfall hefir verið samþykkt, verður að tilkynna það mótaðila 7 dögum áður en vinnu- stöðvunin á að hefjast. Septembersættin var eins og áð- ur er fram tekið gjörð með frjálsu samkomulagi milli vinnu- veitenda og verkamanna. En ríkið styrkti þessa samkomulagsráð- stöfun með því að skipa vinnu- dómstól, sem dæmir um, hvort verkföll eða verkbönn hafi verið löglega gjörð samkvæmt septem- bersamþykktinni. Til þessa dóm- stóls má einnig skjóta öðrum samningsrofum í vinnumiálum. En deilur aðila um launakjör eru ekki úrskurðaðar af þessum dómstóli, ef ekki er um samningsrof að ræða. Vinnudóminn danska (den faste Voldgiftsret) skipa 7 menn, 3 til- nefndir af verkamönnum, 3 af vinnuveitendum, og sjöundi mað- urinn kosinn af hinum 6, ef þeir koma sér saman, en annars til- nefndur af efstu dómstólunum í Khöfn. Vinnudeilulöggjöf ýmsra Ianda. Auk gerðardóms þess í Dan- mörku, sem áður hefir verið get- ið, gilda þar í landi sérstök lög um sáttaumleitanir í vinnudeilum. Innanríkisráðherrann tilnefnir 3 sáttasemjara, samkvæmt tillögum gerðardómsins. Starf þeirra er eingöngu falið í viðleitni til að koma á samkomulagi, en úrskurð- arvald hafa þeir ekki. I Svíþjóð gilda samskonar lög- gjafarákvæði og í Danmörku, um gerðardóm í deilum út af samn- ingsrofum eða mismunanda skiln- ingi á samningum, og um sátta- umleitanir án úrskurðarvalds. Gerðardómslögin eru þar ný að heita má, og voru bæði verka- menn og vinnuveitendur þeim andvígir, en Bændaflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn komu þeim í gegnum þingið. I Finnlandi eru lög um opin- beran sáttasemjara í vinnudeilum, en enginn sérstakur vinnudómstóil I finnsku sáttsemjaralögunum er sérstakega ákveðið, að fulltrúar aðila skuli mæta hjá sáttasemjara ríkisins með ótakmörkuðu umboði til samninga. I Þýzkalandi eru sérstakir dóm- stólar, sem dæma um samnings- rof eins og fl Danmörku og Sví- þjóð. Auk þeirra er lögákveðin sáttanefnd og vinnudómur með takmörkuðu valdi. Ef starf sátta- nefndar reynist árangurslaust, er kaupdeilumálinu vísað til vinnu^ dóms. I hohum sitja stjórnskipað- ur sáttasemjari og fulltrúar verkamanna og vinnuveitenda. Fyrst leitar vinnudómurinn um sættir á ný, en ef sú viðleitni reynist árangurslaus, kveður hann upp úrskurð um launakjör. Sá úrskurður gengur þó ekki í gildi nema aðilar fallist á hann eða eftir nánari ákvörðunum sáttasemjara eða vinnumálaráð- herra, en ekki er talið heimilt að beita þeirri aðferð nema í ítrustu nauðsyn. I tveimur ríkjum, Ástralíu og í Noregi, hefir verið tekin upp sér- stök skipun á afskiftum ríkis- valdsins af vinnudeilum, og ganga þau lengra en nokkursstaðar ann- arsstaðar. I báðum þessum lönd- um hafa verið téknir upp vinnu- dómar, sem hafa úrskurðarvald um launakjör. Þessi löggjöf komst á í Ástralíu fyrir 40 ár- um, og áttu verkamenn þar frumkvæðið að henni. Norski vinnudómurinn var fyrst stofnað- ur með tímabundnum lögum árið 1916, og síðar voru lögin fram- lengd öðru hverju, þangað til þau voru afnumin með öllu árið 1929 með sameiginlegum atkvæðum íhaldsmanna og verkamanna. Norski vinnudómurinn kvað upp tvo sérstaklega umtalaða Utan ár heimi. Ríkisbúskapurinn í dollaralandinu. Bandaríkin í Ameríku hafa ver- ið kölluð dollaralandið. Þar eru mest náttúruauðæfi saman komin í einu landi, e. t. v. að Rússaveldi undanteknu. Og trú margra manna hefir verið sú, að í Amer- íku gætu allir orðið ríkir. Það er líka rétt, að náttúrugæðin voru búin að gjöra þjóðina ríka. Og ennþá er hún í sjálfu sér auðug að lífsverðmætum, kannske auð- ugri en nokkru sinni áður. En nú er viðskiptakreppa í landinu, eins og annarsstaðar, en stórfelldari en annarsstaðar eins og auðurinn var áður. Fyrir okkur í hinu litla íslenzka þjóðfélagi, sem finnst að vonum, kreppan koma hart niður, er fróð- legt að athuga, hvernig ríkisbú- skapurinn stendur nú í dollara- landinu. Hoover forseti gjörði, þegar þingið kom saman í desember, grein fyrir fjárhagsafkomu ríkis- sjóðsins. Og hún er allt annað en glæsileg. Tekjuhallann á árinu 1931 áætlar forsetinn 900 mlijón- ir dollara, og útlit er fyrir að þessi mikli tekjuhalli fari vax- andi. Hoover áætlar hí.nn rúm!. 2100 miljónir árið 1932 (eða meira en helmingi hærraenl931) og 1400 miljónir á árinu 1933. Hversu óskaplega fjárupphæð hér er um að ræða, geta menn séð með því að breyta dollurunum í ísl. krónur með núveranda gengi og jafna upphæðinni niður á þær 130 miljónir manna, sem í landinu búa. — Hún myndi svara til meira en 10 milj. kr. tekjuhalla á íslenzku f járlögunum árið 1932, eða eins hárri upphæð og öll árs- gjöld íslenzka ríkisins eru nú! Þetta eru afleiðingarnar af at- vinnuleysinu og óförum framleið- endanna, sérstaklega bændastétt- arinnar, sem ekki getur selt korn- ið og baðmullina. Til þess að mæta þessum gífur- lega tekjuhalla á ríkisbúskapnum hefir Mellon fjármálaráðherra lagt ný skattalög fyrir þingið. I þessu nýja frumvarpi er gjört ráð fyrir að leggja skatta (eða hækka) á aðgöngumiða að skemmtunum, bifreiðar, viðtæki, grammófóna, símskeyti og símtöl, tóbak o. fl., auk ýmiskonar stimpilgjalda af ávísunum, samn- ingum o. s. frv., þá er gjört ráð fyrir 5% aukaskatti á stóreignir, og aukaskatti á hátekjur, allt að 40%. — 40% skatturinn nær þó aðeins til tekna, sem nema y% milj. dollara og þar yfir. Loks á að minnka persónufrádráttinn fyrir fjölskyldumenn til mikilla muna. Tillögur þessar mælast eins og geta má nærri mjög misjafnlega fyrir. Það, sem; talið er að stjórn- arandstæðingar muni verða á móti, er sérstaklega minnkun per- sónufrádráttarins, skatturinn á símtöl og símskeyti, skatturinn á ódýru skemmtanirnar (áður voru aðeins skattaðir aðgöngumiðar, sem, kostuðu 3 dollara og meira, en eftir þessu allir yfir 10 cent), skattur á almenningsbifreiðar, og sumt af stimpilgjöldum, sem mest snertir viðskipti almennings. Hinsvegar munu þeir bera fram tillögur um frekari aukningu á hátekju- og stóreignaskatti. Stefnuskrá Hoovers í kreppu- málunum er nú mjög umþráttuð í amerískum blöðum. Hann er mjög andstæður beinum atvinnu- leysisstyrkjum, og sömuleiðis rýmkun á hinum ströngu tolla- lögum. Hann hefir ennfremur lýst sig andvígan frekara ríkis- stuðningi til gömlu hermannanna úr styrjöldinni miklu, sem nú eiga margir við þröng kjör að búa. En það mál var mjög á döfinni fyrir ári síðan. Lausn kreppunnar hyggur hann að liggi í nýju skipulagi á milliríkjaskuldunum, nýrri bankalöggjöf og fjárhags- legum endurbótum í samgöngu- málunum innanlands. úrskurði, 1927 og 1928. I báðum tilfellum var úrskurðurinn verka- mönnum í óhag. I fyrra sinni lýsti verkamannaráðið yfir því, að það teldi úrskurðinn óréttlát- an, en réð verkamönnum til að beygja sig. En í seinna skiftið neituðu verkamennirnir að hlýða. Og þá reyndist hann alveg ófram- kvæmanlegur. Það var ómögulegt ! að setja alla verkamennina í fangelsi. Lögin voru kölluð „tugt- húslög", og árið eftir voru þau afnumin. I Ástralíu, þar sem þvingunar- dómarnir eru elztir, hefir reynsl- an orðið sú sama og í Noregi. Verkamennirnir, sérstaklega sjó- mennirnir, neita að hlýða, þegar úrskurðurinn fellur þeim í óhag, og ríkisvaldið getur ekki knúið þá til að hlýða. I Englandi, Frakklandi og Bandaríkjunum giltu lög um þvingunardóma meðan á stríðinu stóð, en voru afnumin jafnskjótt eftir að því lauk. Fyrirkomulagið í Englandi nú sem stendur er í aðaldráttum 'þetta: Fyrst fjalla sáttanefndir eða gjörðadómar atvinnurekenda og verkamanna sjálfra um deilu- málið. Þá er lögákveðinn vinnu- dómstóll sem tekur deiluna til meðferðar, ef báðir aðiljar óska. Reynist það árangurslaust, gjör- ir löggjöfin ráð fyrir einni leið í viðbót. Ráðherra skipar sér- stakan rannsóknarrétt, til að grafast fyrir orsakir deilunnar og yfirleitt safna upplýsingum, sem henni eru viðkomandi. Rannsókn- arrétturinn á heimtingu á hvers- konar upplýsingum, munnlegum eða skriflegum, frá deiluaðilum. Og árangur rannsóknarinnar er birtur opinberlega, til þess að öllum almenningi gefizt kostur á að kynna sér, hvað aðilar hafa til síns máls. Tilgangurinn með þessu fyrirkomulagi er að láta almenningsálitið knýja annan- hvorn aðilann til sátta. I Hollandi er svipað fyrirkomu- lag og í Englandi: Sáttasemjari, sáttanefndir, frjáls gjörðardómur og rannsóknarréttur, sem birtir niðurstöður sínar opinberlega. Hættan af vinnudeilunum. Það er óþarfi að fjölyrða um það fjárhagslega tjdn, sem lang- varandi vinnudeilur hafa í för með sér hér í okkar þjóðfélagi. Þar sem atvinnan er tímabundin, og mest er hættan á, eins og reynslan sýnir, að vinnustöðvun skelli á, þegar mest ríður á starf- andi höndum, er tjónið alveg sér- staklega áberanda. Islenzku vinnudeilurnar hafa Frh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.