Tíminn - 13.02.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.02.1932, Blaðsíða 1
Ofaíbfeci 09 afarcioslumaour íímans et Hannpeio. p o rs teinsöóf tir, Cœfjargötu 6 a. JReyfjavit. ^feteifrsfa Clmans ec í Ccefjaraðtu 6 a. ©pin oaaUaafl. 9—«* Sími 2353 XVI. árg. Reykjavík, 13. febrúar 1932. 6. blað. Ihaldið og sveitirnar Árið 1929 báru íhaldsmenn á Alþingi fram hið fræga frumvarp sitt um raforku til almennings- nota. Kosningarnar 1927 höfðu leitt það í ljós, að flokkurinn var að stórtapa fylgi í sveitunum. Framsóknarmenn höfðu þá árið áður — á fyrsta þinginu eftir kosningar — komið fram stór- merkum nýmælum fyrir landbún- aðinn, þar á meðal lögunum um tilbúinn áburð og um Byggingar- og landnámssjóð — og búnaðar- bankalögin voru á leiðinni gegn um þingið. íhaldinu duldist ekki, að þessar aðgerðir Framsóknar- flokksins höfðu mælst mjög vel fyrir og að bændastéttin mætti þeim með skilningi og var farin að sýna það í verki, að hún kunni að færa sér þær í nyt. Ihaldið á þinginu 1928 hafði orðið að sætta sig við hin stór- felldu nýmæli í landbúnaðarmál- unum. Ihaldsflokkurinn fékk ekk- ert þakklæti fyrir þetta frá bændunum og átti það heldur ekki skilið. Um sumarið lét flokk- urinn Magnús guðfræðing skrifa níð um þingið 1928 og dreifði níðinu um landið. En Byggingar- og landnámssjóður tók til starfa eins fyrir því og innkaup bænda á tilbúnum áburði þrefölduðust um leið og verðið lækkaði vegna þeirra ráðstafana, sem Fram- sóknarflokkurinn hafði gjört. Þá kom íhaldið með rafmagns- málið. Margir urðu forviða. 1- haldsflokkurinn hafði nú allt í einu fengið þá pólitísku vitrun, að of lítið væri gjört fyrir sveit- irnar. Nú var ekki nóg að byggja upp bæina og stækka túnin. Það átti líka að leiða rafmagn frá stórum fallvötnum um hið víð- áttumikla íslenzka strjálbýh, og veita ljósi og yl fram á innstu fjallabæi. En „ljósgjöf" íhaldsins vakti næsta htla aðdáun í sveitunum. Margir litu svo á, að meir riði á að breyta gömlu torfbæjunum í viðunandi híbýli heldur en að raf- lýsa torfbæina. Það lá líka strax í augum uppi, að rafveitur frá stórum aflstöðvum heim á hvern einasta sveitabæ, hlutu að vera ó- framkvæmanlegar sökum kostn- aðar. Allir kunnugir vissu, að raf- magnsfrumvarpið var ekkert ann- að en vitleysa, fundin upp til at- kvæðaveiða handa flokki með slæma fortíð. En á landsmála- fundum tvö næstu árin lét íhald- ið mikið yfir máhnu. Guðrún Lárusdóttir var látin lýsa því með átakanlegum orðum, hvernig Jón Þorláksson hafði ætlað að rétta höndina út yfir landsbyggðina, eins og Móses yfir hafið, og láta verða ljós í hverju bóndabýli, og það í einni svipan. Það var eigin- lega ekki hægt að skilja þetta fólk öðruvísi en svo að kvikna myndi á óllum rafmagnsperunum um leið og síðustu atkvæðaseðlar hins væntanlega íhaldsmeirahluta féllu í kjörkassana. Engum einasta íhaldsmanni eða íhaldsblaði datt í hug að tala um eyðslu í þessu sambandi. Það var ekki ymprað á því einu orði, að hinar stóru aflstöðvar og löngu leiðslur myndu verða of þung byrði á jörðunum. Ríkið átti að leggja fram ríflega styrki. Og enginn talaði um, að þeim styrkjum væri illa varið. En eftir því, sem næst verður komizt hefði þessi fyrirhugaða ljósgjöf íhaldsins kostað mestan hlutann af þjóðareigninni eins og hún var, þegar frumvarpið var borið fram. Tvö ár liðu. Þjóðin gekk til nýrra kosninga. En á þessum tveim árum höfðu orðið stórir pólitískir viðburðir. Ihaldið hafði gengið í samband við socialista. Aðalmál þessa kosningabandalags var að leggja niður sveitakjör- dæmin. En sveitafólkið átti að fá ljósið — sögðu ' frambjóðendur íhaldsins. En bændurnir voru á verði. Þeir mátu meira rétt sinn til áhrifa á löggjöfina en loforð íhaldsins um ljós. Kosningaósig- ur íhaldsins 1927 breyttist í enn- þá stærri ósigur árið 1931. Um það leyti sem íhaldið og socialistar í sameiningu gengu til kosninganna fóru að birtast ný- stárlegar greinar í íhaldsblöðun- um í Rvík, fyrst í Vísi, svo í Morgunblaðinu. Aðalefni grein- anna var þetta: Islendingar eiga að hætta að stunda landbúnað, því að atvinnuvegurinn ber sig ekki. Við eigum að tæma sveitirnar og flytja fólkið niður að sjónum. Framsóknarflokkurinn hefir varið of miklu fé til að leggja vegi, brýr og síma um strjálbýlið. Reykvíkingar hafa verið píndir til að greiða af höndum ié til að auka ræktaða landið hjá bændun- um. Þetta er óréttlátt. Við vilj- um ekki láta verja ríkisfénu til þessara framkvæmda úti um land- ið. En þingmennirnir, sem kosn- ir eru í sveitakjördæmum, þora ekki annað en veita peningunum þangað. Þessvegna verður að breyta kjördæmaskipuninni, sögðu íhaldsblöðin í Reykjavík. Eftir kosningarnar héldu þessi skrif áfram. Bændurnir lifa á Reykvíkingum, stóð í þessum greinum. Og bændum var hótað viðskiptastríði, ef þeir létu ekki góðfúslega rétt sinn af hendi. Hinn mikli ljósgjafi, Jón Þor- láksson, lagði blessun sína yfir allar þessar bollaleggingar í blöð- um sínum. Það var aldrei gjörð nein grein fyrir því, hvernig þess- ar kenningar kæmu heima við stefnu íhaldsins í rafmagnsmálinu 1929. Það var aldrei gjörð grein fyrir því, hvernig það gæti verið skynsamlegt að leggja rafmagns- leiðslur um land, þar sem ekki borgar sig að byggja vegi, brýr eða síma, og þar sem ekki má leggja peninga í jarðrækt. Og mönnum hefir heldur ekki verið gjört það skiljanlegt, hvernig á því stendur, ef óverjanda á að vera að lána fé til að byggja sæmileg húsakynni yfir fólkið í strjálbýlinu, að íhaldið skuli samt hafa talið það mjög æskilega ráð- stöfun, að verja jafnmiklu fé til að hita og lýsa húsakynni, sem ekki ættu að vera til að þess dómi! Ef íhaldið ætti einhverntímk að komast í meirahluta lægi fyrir því að færa út í veruleikann tvær kenningar viðvíkjandi sveitunum — kenningu ljósgjafanna frá 1929 og kenningu Vísis og Mbl. sum- arið 1931. Ferðamaðurinn, sem sækir heim þetta gamla landbúnaðarland í tíð þessarar nýju íhaldsstjórnar, myndi sjá nýstárlega sjón. Veg- irnir, símarnir, grænu túnin og mannabyggðin í sveitunum væri horfin. En á rústum bæjanna, sem nú eru, stæðu rafmagnslamp- ar Jóns Þorlákssonar og lýstu yfir auðnina! En engum manni dettur fram- ar í hug, að Jón Þorláksson eða Mbl. verði nokkurntíma ljósgjafar sveitanna eins og til stóð 1929. Það eina Ijós, sem íhaldsflokkn um kemur við í þessu sambandi, er birta sú, sem flokkurinn, með háttalagi sínu, hefir brugðið yfir óhreinskilni sína við bændastétt- ina. Utan úr heimi. Eftir sr. Magnús Bl. Jónsson, frá Vallanesi. Um mál þetta hefi ég skrifað þrem sinnum, síðast í blaðinu „Timinn" 17. okt. 1931. Skal hér ekki endurtekið það, sem ég áður hefi sagt í fyrri skrifum minum um málið yfirleitt. Slíks gjörist því síður þörf, þar sem almenningsálitið mun nú þegar hafa fallizt á það og skilið, að hað muni rétt vera, sem ég þar hefi haldið fram; „að hlutaskipta-útgerð sje hið eina, sem bjargað geti út úr þvi öngþveiti, sem sjávarútvegur vor er i kominn, fyrir ýmsar samverkandi ástæður, nú siðast hið stórfellda verðhrun afurðanna". Nú virðist því tími til kominn að skýra málið í einstökum atriðum, eins og ég hef hugsað mjer það í framkvæmdinni. HJutaskipti eru ekki óþekkt hjer á landi. En -framkvæmd þeirra hefir verið allmjög mismunandi. Aðalgalli þeirra hefir venjulega verið sá, að með skipi hefir verið látið fylgja fleira eða færra, sem beint heyrir undir reksturskostnað. En því fylgir sá annmarki, að mismunandi með- ferð, betri eða verri, verður ekki þeim, sem með fara, til hags eða tjóns, heldur skipeiganda, sem venju- legast er í landi, og því engu getur ráðið um meðferðina; þetta stefnir í sömu áttina, sem premía af bruttó afla. Sama freistingin fyrir hluttak- ana, til að fiska sem mest, án til- lits til, hvað í sölurnar er lagt, þar sem það er á annars kostnað. Að vísu eru ávalt, sem betur fer, nokkr- ir, sem eru jafn-samvizkusamir, hvert sem fyrirkomulagið er. En hinir eru og til, og sennilega ekki færri, sem gleymdu sliku í veiðimóð- inum. En hvorir sem fleiri eða færri yrðu, þa er það, út af fyrir sig, ó- forsvaranlegt fyrirkomulag á at- vinnurekstri, sem freistað getur manna til að hagnast á því, að valda öðrum skaða. þesskonar að- ferð verður einskonar uppeldisstofn- un, til þess að ýta undir og æfa hina ógöfugri eiginleika í eðlisfari manna. Eru slíkar stofnanir allt annað en hollar þjóðfélaginu. . En auk þessa siðferðilega atriðis, sem er fullrar athygli vert, er og annað, hagfræðilegs eðlis, sem h.efir sérstaklega mikla þýðingu á slíkum erfiðleika tímum, sem nú. Ég tel allmikla von um, að þrátt fyrir allt megi takast að reka fiskveiðar, á smærri sem stærri skipum, með þeim érangri, að allir, sem að vinna, geti haft sæmilegt lífsviðurværi af, og skipin haldizt við. En einkaskilyrði þessa er takmörkun og niðurfærsla reksturskostnaðar, annars en nauð- þurfta skips og skipshafnar, eins og ég áður hef skýrt tekið fram (Sbr. Tímagrein mina 17. okt. f. á.). En þetta fæst að eins með því, að skips- Afvopnunarráðstefnan. Alþ j óða-afvopnunarráðstefnan, sem talað hefir verið um hér í blaðinu hófst í Geneve í Sviss á þriðjudaginn var, 9. þ. m. Ýmsir, sem viðtæki hafa hér á landi, munu hafa veitt þeim atburði eftirtekt, því að ræða þýzka ríkiskanslarans, Briinings, á fyrsta fundi ráðstefnunnar var útvarpað frá öllum þýzkum stöðv- um. Þátttakan í þessari friðarsam- komu er meiri og almennari en áður. Ástæðan er sú, að ríkis- sjóðir flestra landa eru tómir og eiga erfitt með að leggja fram fé til herbúnaðar. Bandaríkin, sem standa utan við Þjóðbandalagið, taka nú þátt í afvopnunarráðstefnunni. Full- trúi þeirra, Gibson sendiherra, er þar mættur og hefir lagt þegar fram ákveðnar tillögur. Helztar eru: Um afnám kafbáta, að banna sprengikúlnaárásir úr lofti, að banna eiturgas í hernaði, tak- marka stórskotalið, og að setja ákvæði um hversu mikið fé hvert ríki megi verja til vígbúnaðar. Fyrir hönd Þýzkalands er mætt- ur Bruning ríkiskanslari. Þýzka- land var afvopnað með friðar- samningunum í Versailles, segir hann, og nú krefjumst við þess, að aðrar þjóðir verði líka afvopn- aðar. Frá Englendinga hálfu mætir leiðtogi hinnar frjálslyndu þjóð- stjórnarmanna, utanríkisráðherr- ann Sir John Simon. Það er sami maðurinn, sem fyrir tveim árum var formaður Indlandsnefndar- innar. Einnig hann er í friðarhug, því að Bretiand þarf að spara. Frá Italíu mætir Grandi utan- ríkisráðherra, hægri hönd Musso- líni. M. sem einu sinni ætlaði að stofna rómverskt heimsveldi, er nú ákafari en nokkur annar að heimta afvopnun. í skuldamáiun- um er hann heldur ekki myrkur í máli. 1 aðalmálgagna Fascista- flokksins, Populo d'Italia, birtist fyrir stuttu síðan grein, sem heit- ir: „Ávarp til Ameríku" og Mussolini sjálfur er talinn höf- undur að. Við eigum að gefa Þjóðyerjum alveg eftir skaðabæt- urnar, segir hann, og strika yfir stíðsskuldir Evrópuþjóðanna inn- byrðis, þá hljóta Bandaríkin að gjöra hið sarna. Bandaríkjaþjóð- - in getur ekki verið þekkt fyrir að láta segja það um sig, að hún — ein — hafi haft peninga upp úr heimsstyrjöldinni. Hún getur ekki farið að eins og kaupmaður- inn í Feneyjum — í leikriti Shakespeares —, sem heimtaði að skorið væri stykki út úr líkama annars manns til að greiða skuld- ína með. En Frakkar eru á verði. Þeir hafa sent hermálaráðherrann, íhaldsmanninn Tardieu fyrv. for- sætisráðherra, til Geneve. Ræðu- skörungurinn Briand, sem á sínum tíma skapaði Locarnosamninginn, kemur nú ekki fram fyrir hönd Frakklands. Hann er ekki utan- ríkisráðherra lengur. Einnig Sovét-Rússland á sinn fulltrúa á ráðstefnunni. Litvinoff er þar mættur. Rússland er ekki í Þjóðabandalaginu fremur en Bandaríkin og fer sínar eigin leið- ir. Sovét-Rússland er svo stórt, að okkur getur aldrei dottið í hug að fara að ráðast á aðrar þjóðir til að taka af þeim land, segir Litvinoff. Hann bætir því við, að Rússar hafi htla trú á friðartil- raunum „auðvaldsríkjanna", en þeir ætli sér samt að vera með í öllum samkomulagstilraunm, og vilji þó helzt af öllu, að þjóðirnar leggi alveg niður vopnin. Alþjóðasamband kvenna (Wo- men's International League) hefir í 45 löndum gengist fyrir að safna eiginhandarundirskriftum undir áskorun til ráðstefnunnar um að gjöra allt, sem í hennar valdi stendur til að tryggja heiminumj frið. I Bretlandi hafa tvær mil- jónir manna ritað nöfn sín undir þessa áskorun, í Frakklandi ein miljón og í Bandaríkjunum 4—5 miljónir. 1 Sviss hefir þriðjungur- inn af íbúum landsins undirritað. En ófriðarbhkan í Asíu verður dimmri með degi hverjum. Styrj- aldarfregnir frá Kína og friðar- ræðurnar frá Geneve ferðast á sömu rafmagnsbylgjunum út um heiminn. Allir vilja frið — og árangurinn er ófriður! höfn sé, við veiðarnar, að fara með sitt, en ekki annara, þegar taka skal ákvörðun um það, hve miklu af veiðarfærum, beitu o. fl., í það og það skipti, sé skynsamlegt að hætta íyrir aflavonina, eftir veðui'útliti og öðrum aðstæðum. þessu takmarki, að skipshöfn, auk þess að taka hlutfallslega réttan hlut af afia, einnig fái, í sama mæli, hlut af því, sem hún sparar i rekstri, verður að eins náð með því, sem sem ég hefi, í skrifum mínum nefnt: Hrein hlutaskípti, í niótsetningu við ýms þau hluta- skipti, sem þekkst hafa, og sem eru i mesta mata mismunandi og óá- kveðin, — eiginlega hvorki fugl né fiskur. Skal nú leitast við að skýra þessi hlutaskipti, sem fyrir mér hafa vak- að og vaka, eins og ég hugsa þau framkvæmd í einstökum atriðum, sem ég hefi ekki áður gert til neinn- ar verulegrar hlítar. En orsök þess er sú, að svo sáralítil von var þess, að þau næðu hylli manna, eftir þeim undirtektum, sem bendingar mínar og tillögur höfðu fengið: enginn viljað við þeim líta, þeirra manna, er þær skyldu hafa framkvæmt, öllu fremur talið þær óaiandi og óferj- andi óg — „með öllu óframkvæman- legar". Nú hefir almenningsálitið íellt þann dóm í málinu, að ég tel tímabært að birta skipulagninguna í heild, eins og ég hefi hugsað hana. Geng þó út frá, að lesendur þekki eða kynni sér það, þessu viðvíkjandi, sem tekið var fram í Timagrein minni 17. okt. Skipulagningu hreinna hlutaskipta hugsa ég mér þannig: REGLUR íyrir „hreiii hlntaskipti" (samdar ai' sr. M. Bl. Jónssyni). 1. Skipseigandi (iélag eða einstakl- ingur) aerir sjálfur út skipið: a. Af óskiptum afla tekst allur reksturskostnaður, hverju nafni sem nefnist, annar en kostnaður við skip og skipshöfn. b. Afgangur aflans (netto afli) skiptist milli skips og skipshafnar í ákveðnum hlutföllum, sem væntan- lega verða nokkuð mismunandi fyrir mismunandi tegundir skipa. Skips- hlut er ætlað að bera: viðhald skips, vátryggingu, vexti af skipsverði og iyrning skips. Skipshafnarhlutur ber Frh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.