Tíminn - 13.02.1932, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.02.1932, Blaðsíða 4
TfMINN 24 Frh. af 1. síðu. laun og íæði skipverja. þó er ætlaat til, að íiskur til neyzlu á skipi tak- ist aí óskiptu. Með slikri útgerð tekur skip (skipseigandi) og skipshöfn hlutfalls- lega jafnan þátt í áhættu og fjagn- uðarvon við reksturinn. Gangi hann vel, fær skip nokkru meira en með þarf til viðhalds etc. pá fær og skips- höfn nokkuð umfram hæfilega áætlað kaup. — Báðir aðilar fá nokkuð um- fram þurftarhlut (græða). Gangi rekstur miður vel, fær hvorugur að- iii íullan þurftarhlut. Tapar þá skip nokkru af vöxtum eöa íyrningar- gjaldi, og skipshöfn ber nokkru minna úr hýtum. En hallinn verður hlutfallslega jafn á báðar hliðar. 2. Skipshöín tekur skip á leigu og gerir það ut sjáli: a. Sé skip leigt gegn hlut í afia, gildir allt hið sama, sem sagt er í tölulið 1, a.—-b. h. Só skip leigt fyrir ákveðna pen- ingaleigu, þá ákveðst leigan það, sem skip þarf til viðhalds, vátrygg- ingar, fyrningar og vaxta af skips- verði. Leigan hefði fyrsta rétt til greiðslu og fyrsta veðrétt í afla skips, Handhægast yrði i fram- kvæmdinni að greiða i leiguna V# af netto afla, eftir hverja veiðiför, eins og skip væri leigt, og jafna svo mis- mun, af eða á, við lok leigutímabils. Að öðru leyti allt, eins og við tölul. 1, a,—b. þegar skip er leigt þannig, ber leigutaki (skipshöfn) alla áhættu við rekaturinn, en á iika gróðann ó- skiptan, er vel gengur. Leigjandi (eigandi) hefir viðhald etc. skips tryggt, en fær aldrei meira. 3. Skipshöíu á skip, eða kaupir skfp til eigiu reksturs: Hér getur verið um þrennskonar aðferðir að ræða: a. Skipi greiddur hiutur af netto aíla, eins og við 1, a.—b. og 2, a. b. Skipi greidd ákveðin peninga- ieiga, eins og við 2, b. c. Allur kostnaður skips, viðhaid etc., tekinn af óskiptum afia, með öðrum reksturskostnaði. Við slíka eignarútgerð er jafn nauðsyniegt, sem við aðrai1, að tryggja viðhald og endurnýjun skips, auk greiðslu vaxta og afborgana af skulduðu verði skips, og má tii þess nota aðferðirnar við stafl. a.—c., eítir þvi sem hver vill og bezt þykir að samræma við Samvinnulögin frá 1921. Athuga skal nú nokkuð reglur þessar: Fyrstí. erfiðleikinn við framkvæmd þeirra er að skipta rétt netto-aíla inilli skips og skipshafnar, og ber fleira en eitt til þess: Að hlutföllin verða misjöfn, eftir skipstegund, eins og bent hefir verið á. — Að einstök skip, sömu tegundar, eru allmjög misdýr i viðhaldi, rekstri o. s. írv. og verður þvi að finna meðaltölu þurftarhluta þeirra, til þess að fá sem jöfnust hlutaskipti fyrir sömu tegund skipa. Af þessu leiðir auðvitað, að þau skipin, sem dýrust eru í viðhaldi og rekstri, yrðu ver úti en hin ódýrari. En við slíku er ekki unt að gera, því óréttlátt væri, að láta það bitna á skipshöfn (leigjanda). Og því fylgir og sá kostur, að menn, við skipakaup, mundu leggja meiri áherzlu á það en gert hefir verið, að afla þeirra einna skipa, sem ekki eru óhæfilega dýr í viðhaldi og rekstri, og það mundi skýrast fyrir öllum, hve afar- þýðingarmikið þetta atriði er fyrir árangur úthaldsins, liver sem rekur. Að ekki verður, nema að sumu leyti, byggt á rekstursárangri liðins tima, sem hefir verið allt annað en góður, samanborið við árferði og að- stæður, enda rekinn á gjörólíkum grundvelli þeim, er hér um ræðir. En í ýmsum mikílsverðum atriðum getur þó fengin reynsla verið til filiðsjónar. það hefir verið unnið allmikið að því, nú undaníarið, að finna hlutfall þetta fyrir línu-gufubáta. Og niður- staðan hefir orðið sú, að hlutur skips af netto-afla muni eiga að vera á milli (4 og V* (nánar 28—33%), nokkuð mismunandi eftir því, hvort leigt er fyrir lengri tíma eða skemmri. Veiðitími línubáta er nú þegar kominn, og því var þessum rannsóknum hraðað, að því er þá snerti. En jafnframt hefir nefnd manna starfað að því, að finna hlut- fallið á milli hluta skips og skips- hafna af netto aíla á togurum. Mun það verða látíð uppi, þegar fundið er. En það kallaði ekki eins að, af þvi að vertið togara hefst talsvert síðar en linuveiðara. Aí því að alveg „hrein hlutaskiptí" aldrei munu hafa verið til á landi hér, fyr en ef þau kæmust á nú, og á meðan óreynt er, hve miklu nem- ur sá sparnaður í rekstri, sem ég ávallt hefi byggt á, að af þeim mundi leiða, þá hlýtur hlutfall þetta að verða að meira eða minna leyti áætlað, þangað til nauðsynleg reynsla fæst við framkvæmd þess. En reynslan fæst smámsaman, og er þá sjálfsagt að laga i hendi sér og umbæta það, sem áfátt kynni að vera i byrjun. það sem fyrir mér heíir vakað og öðrum, sem með mér liaía unnið að þessu, er það, að skip geti haldizt við í fullu staudi og starfhæft. En til þess þarí það, sem fyr er neínt: við- hald etc., en auk þess eru skattar af skipi, umsjón, reikningshald þess o. fl. Alit þetta verður hlutur skips ! að bera. Meiningin er ekki, að skipið iái meira en tii þessa þarf. Á þenna hátt kemur það i sama stað niður, hvort skipshöfn leigir sér skip eða kaupir. það þari neínil. alls hins sama, þó það sé eignarskip skips- hainar. Enginn veiðir fisk úr sjó, sem ekki hefir skip. Ei skipin ekki haidast við, heidur hrörna og fyrn- ast, unz ónýt eru, og þá enginn iyrningarsjóður tíl endurnýj unar, þá er iramtiðar-bjargræði islenzkrai' sjó- mannastéttar illa séð borgið, — þeg- ar ekkert verður skipið til. Hve háar tekjur lilutur skipshafn- ar geíur einstökum skipverjum, fer eftir aílamagni, fisk- og lýsisverði og reksturskostnaði. Hið íyrst og siðast- talda er að m,estu leyti undir skips- höfnunum sjálíum komið: dugnaði við iiskveiðar annars vegar — en hann þarf yfirleitt ekki að efast um hjá íslenzkum sjómönnum — og sparnaði i rekstri lihis vegar. Um hann er heldur ekki ástæða tíl að efast, þegar aliir vita, að það verð- ur beint þeirra eigin hagur, sem þeir spai'a og innvinna með góðri um- gengni. Auk þess gætu skipshafnir, hvort sem er á eignar- eða leiguskip- um, slegið sér saman um öll meiri- háttar innkaup tíl útgerðanna, i staö þess að einangrast hver fyrir sig, og láta eina sameiginlega skrifstofu annast þetta, sem þá einnig annaðist fisksöluna frá skipunum. Gætu þar enn komið bætandi áhrif á fiskverð- ið, ef salan væri sameinuð á eina hönd, í stað þess að hver keppi við annan að losna við fiskinn, máske með undirboðum. Salan þyrfti jafn- an að vera fyrirfram undirbúin af skrifstofunni, m. a. með því, ef of mikið bærist að fyrir kaupendui’ í Reykjavik, eða tilraunir yiðu gerðar þar, til að þi'ýsta verðinu óeðlilega niður, þá að útvega sambönd i öðr- um kauptúnum landsins, þar sem fisk vantaði til atvinnuauka við verkun, um að senda hingað flutn- ingsskip, til kaupa og heimflutnings á fiski, eins og nokkur dæmi hafa verið til undanfarið. Til slíks mundi að vísu tæplega koma, meðan aðeins línuveiðarar og mótorbátar veiddu hér fisk til sölu. En forsjálni væri, að láta hina sameiginlegu skrifstofu byrja sem fyrst undirbúning sliks máls, svo að kauptúnin gætu í tíma undirbúið slík fiskkaup, t. d. aflað sér lána til fiskkaupa gegn veði i fiskinum, lagt drög fyrir flutningsskip o. s. frv. Allt þetta þyrfti að vera undirbúið, áður en aðalhætta verðfalls dytti á, fyrir of mikinn aðburð i Reykjavik, þegar togarar væntanlega fara á veiðar, Færeyingar fara að selja fisk hér o. s. frv. Jafníramt þyrfti að vinna að því hér í Reykjavík, að verkamanna- heimili fengju tækifæri til að kaupa fisk frá fiskiskipupum, til þess að afla sér atvinnu við verkunina, ým- ist einstök heimili, eða i smærri eða stærri félögum, sem svo pöntuðu fisk hjá skrifstofu sjómanna á þeim tíma, sem þeim, hverju um sig, væri hentast. Venjan hefir verið sú, að einstaklingamir hafa átt það undir högg að sækja til verkunarstöðv- anna, hverir hafa fengið þar at- vinnu, og hverir ekki, og hefir það vitanlega gengið misjafnt yfir. Með þessu fyrirkomulagi, sem nú var nefnt, gœti fjöldi heimila skapað sér sjálfstæða atvinnu og tekið þann hag sjálf, sem verkunarstöðvamar hafa af því haft, að leigja þaðan fólk til fiskverkunar sinnar. Forganga og skipulagning slikrar nýbreytni heyrði, eftir eðli málsins fyrst og beinast undir fomstu- og forgöngumenn verkamanna, og mundu þeir á þessu sviði geta unnið gott verk og þarft, þar sem mörg heimili mundu geta notað við verk- unina talsverðan heima-vinnukraft, sem ekki ér fallinn til þess að ganga að tímabundinni vinnu á verkunar- stöðvum í stærra stíl. Auk þess væri með þessu greidd gata fisksölunnar, sjómönnum til hagsbóta. Og enn mundi verða meiri fiskverkun í borginni, rneð þessu fyrirkomulagi, þar sem gjöra má ráð fyrir, að verkun hinna stærri stöðva yrði, eft- ir sem áður, sú, sem þær gætu ann- að. Hin aukna fiskverkun yrði því, að minni hyggju, hreinn atvinnu- auki fyrir verkamenn, og að eins þeim mun' minna flutt út af óverk- uðum saltfiski. Slík verkunarfélög og ábyggileg lieimili ættu að geta íengið lán hjá bönkunum til fisk- kaupa, ef byggt væri á heilbrigðum skipulagsgrundvelli, og allt færi íram undir yfirumsjón stjórna verka- manna- og verkakvennafélaga, engu síður en stórútgerðirnar. — Gert er ráð fyrir, að verkunarfélög væru með samvinnusniði. Á þenna hátt fengi íólkið sjálft ó- skert það, sem vinna að fiskverkun getur gefið, án þess að vera arðrænt af neinum. Og þetta öllum að skað- lausu, nema ef vera kynni þeim er- lendum mönnum, sem annars kynnu að verka fiskinn, eftir að hann er íluttur á erlendan markað. Ég tel því atvinnuaukann fundna peninga fyrir vinnustéttina, bæinn og þjóð- ina, og vildi þvi óska, að verka- mannaráðin tækju þessar bendingar til athugunar, og það þvi fremur, sem þetta íyrirkomulag, i sambandi við hrein hiutaskipti sjómanna á eignar- eða leiguskipum, mundi verða til þess, að hvor styddi aðra, beint eða óbeint, sjómannastétt og landvinnustétt. 1 íramanskráðum reglum um lilutaskipti eru 3 töluiiðir, þar af einn tviskiptur (tölul. 2). Skai nú enn gerð nokkru nánari grein fyrir liðum þessum: Með 3. lið, að skipshöfn reki sjálf fiskveiðar á eigin skipi, tel ég náð hæðarmarkinu í íslenzkum sjávarút- vegi, eins og ég benti á 1929. Liðui' 2—b er næsta stig við hæð- arstigið, þar er gert ráð fyrir leigu- skipi, með fastákveðinni leigu, sem ekki sé hærri en það, sem skipshöfn mundi greiða í viðhald, vexti etc., ef hún ætti skipið. Hér er því eng- inn fjárhagslegur munur, enginn kjaramunur, meðan leigan stendur, og að því leyti er því slík leiguút- gerð alveg hið sama, sem eignarút- gerð. En framlenging leigunnar og frambúðarhald á skipinu er í óvissu. Verður fremur að telja það galla, jafnvel þó á móti komi sá kostur, að auðveldara er það skipshöfn, að segja upp leigu á skipi, sem henni fellur ekki við, en að selja. Hagfeld- ast mundi sennilega vera, að leigja skip til ársnota og með kauprétti, eftir ársreynslu, ef slíkt fengizt. Liðirnir 1— og 2—a stofna til sam- vinnu milli skipseiganda og skips- hafnar um áhættu og von í gróða. þetta er ágætt fyrirkomulag, þegar svo á stendur, að skipshöfn óskar ekki að eiga ein áhættuna og gróða- vonina. þetta fyrirkomulag liggur fjær hæðaimarkinu, en bendir þó i áttina þangað. En allir liðirnir hafa það sameig- inlegt, að þeir byggja á „hreinum hlutaskiptum". En hrein nefni ég þau, af því að til skipta kemur að eins hreinn afli (netto). þessi aðferð lætur ekkert fylgja skipi, sem heyrir undir reksturskostnað, og fyiirbygg- ir um l.eið allan ágreining um það, hvort skipshlutur er hækkaður hæfi- lega eða óhæfilega fyrir það, sem látið er fylgja skipi af sliku. þessi hlutaskipti draga alveg hreinar lín- ur, setja svo glögg takmörk, að ekki er um að villast. Allir geta séð og skilið, að ekkert er á bak við, ekk- ert handajióf, sem grunur geti fallið á, að gjört sé i gróðavon á kostnað skipshafnar. Og slíkar tortrygnis- grunsemdir er jafnnauðsynlegt að fyrirbyggja, hvort sem þær eru á lökum bygðar eða ekki. Með þessum hlutaskiptum fær skipshöfn allt, sem hún aflar, um- fram tilkostnað og viðhald etc. skips, ef það tekur ekki þátt i áhættu. Meira en þetta getur enginn fengið fyrir vinnu sína eða atvinnurekstur, nema það sé á einhvem hátt frá öðrum tekið, og þess óskar tæplega T. W. Buch (Xiitasmidja Bnchs) Tietgensgade 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR. Demantssorti, hrafnsvart, kastorsorti, Parisarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. Mælum með Nuralin-lit, á ull og baðmull og silki. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“og „Evolin“ eggjaduft, áfengis- lausir ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvert- an, „ökonom“ skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvinduolía o. fl. LITVÖRUR: Brúnspónn. Anilinlitir, Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögn. Þornar vel. Ágæt tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Bezta tegund, hreint kaffibragð og ilmur. Fæst alstadar á Xslandi. NÝ BÓK. Eftirkomendur eftir eigin vali eftir Gazzaro. Bók þessi skýrir frá nýjustu líffræðislegum rannsóknum á því hvemig sé hægt að ráða tölu og kynferði barna sinna. Hana þurfa öll hjón og hjónaefni að lesa. Send gegn póstkröfu hvert á land sem er burðargjaldsfrítt. Verð kr. 3,00. Útgáfufélagið Hekla. Pósthólf 676, Reykjavík. * Allt íneð íslensknm skipuni! ^ nokkur heiðarlegu r maður vitandi vits. Með því að einstakir menn og bankar tæplega munu hafa vilja eða getu til að tapa meira fé en þegar er orðið, á miður heppilegu fyrir- komulagi sjávarútvegs vors, og ef svo er, 'sem flogið hefir fyrir, að skipaeigendur (línubáta) fái ekki slcipshafnir á slcip sín með „lireinum hlutaskiptum", þá virðist ekki nema um tvennt að ræða: að skipshafnir annaðhvort kaupi eða leigi bátana, eða a ð þeir séu látnir liggja yfir há- vertíðina, í mokfiski, eins og sagt er, að nú sé. En þolir atvinnuþörfin og framleiðsla landsins þetta síðar? Og hvar er atvinnuleysið nú, sem kvartað hefir verið um, og það víst ekki að ástæðulausu, ef menn færu að gera sig eða aðra atvinnulausa um hábjargræðistímann, að þarf- lausu og ástæðulausu. Og hver dóm- ur mun felldur verða yfir slíku og slíkum, þegar neyð og skortur færu að leiða í Ijós afleiðingarnar? Nei, góðir drengir. Ef þér ekki get- ið fellt yður við rekstur skipaeig- enda, með þessum hreinu og refja- lausu hlutaskiptum, þá kaupið bát- ana, eða leigið. Og rekið svo sjálf-, ir, og þakkið guði, að þessi leið stendur opin, og að þér á þann hátt getið bjargað yður sjálfum og þeim vinum yðar í landi, skyldum eða vandalausum, sem eiga afkomu sína og líf undir framtaki yðar og úr- ræðaþrótti. Út á sjóinn á þann hátt, sem mest vit er í, og þér munuð njóta stuðnings og yður fylgja sam- úð og heillaóskir allra góðra manna. Með því að ég geri ekki ráð fyrir, að ég skrifi oftar um þetta mál, vil ég að lokum benda á eftirfar- andi mikilsvert atriði: í góðærum má telja voníaust un., að sjómenn ættu kost á, að eignast skip, með svo góðum greiðsluskil- málum, sem nú mundi kostur á, né heldur fá þau leigð. það ,er nú einu sinni svo, að þó tap hafi oft verið á rekstri i góðærum, þá er vonin si- vakandi um það, að úr muni rætast, og eithvað vinast upp í undanfai'in töp, á því og því komanda ári. En nú er svo ástatt, að allir skilja, að nú er ekki unnt að reka fiskveiðar á sama hátt, sem undanfarið, ekki einu sinni, þó einhver lækkun yrði á launum einhvers hluta skipshafna, að óbreyttu fyrirkomulagi að öðru leyti. Nú er tími og tækifæri til að stíga byrjunarsporin inn á þessa braut. Fyrsta sporið er þegar stigið með 1/b Grímsey, nú að nafni „Hlíf", sem skipshöfnin hefur keypt og fer með á veiðar í kvöld eða á morgun (11. „ J ö R Г 2. og 3. hefti nýkomið út. Lesið það nú í árs- byrjun, og þér eigið kannske eftir að minn- ast þess, að með byrjun kreppuársins 1932 opn- uðust yður nýir vegir. febr.). En verða sporin fleiri i ár? — — Hvað segja sjómennirnir? Ég hefi í fyrri skrifum haldið því fram, að sjómannastétt vor mundi þroskast og mannast á því, að verða sjálfstæður atvinnurekandi. Og þetta vil ég endurtaka aftur og æ. Að reka atvinnu sína á eigin ábyrgð og með eigin hagnað í framsýn, af starfi sínu, fyrirhyggju og ráðdeild, er allt annað en að vera ábyrgðar- laus leiguþjónn útgerðarmanna. Mennirnir vaxa með verkefnunum, yfirleitt. Og eins munduð þér, sjó- menn, vaxa að sjálfstrausti og hækka og stækka að manngildi, við hverja sigraða þraut og hvern á- fanga áfram í starfi yðar við eiginn atvinnurekstur. Og þjóðin mundi eignast í yður sjálfstæða borgara í stað kaupdeilandi daglauna, eða mán- aðarlaunamanna. það eruð þér, sem eigið nú að nota tækifærið, til þess að stíga nú þegar fyrstu sporin til stofnunar slíkrar sjálfstæðrar, tápmikillar sjó- mannastéttar, sem ég hygg, að verða mundi mjög nytsöm þjóð sinni og einn hyrningarsteinninn undir fram- tíð hennar. Kaupið því skipin, ef fást, ella leigið þau, helzt eins og segir í tölul. 2—b, í reglum mínum, sem ég tel ganga kaupum næst. Og þetta því fremur, sem ég hygg, að leiga oft mundi leiða til kaups, ef sæmilega vel gengi og skipshöfn líkaði bátur- inn. Sleppið ekki tækifærinu, til að verða sjálfstæðir í starfi yðar. 9. og 11. febr. 1932. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Mímisveg 8. Sími 1245. Prentsm. Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.