Tíminn - 20.02.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.02.1932, Blaðsíða 1
©faíírteri og ofgrciösluma&ur Cimans tt KanttDeta, p o rsietns&óttir, Ccefjargötu 6 a. -Sevfjouíf. ^fgtet&öía ílmans ec i C'œfjargðíu 6 <L (Dpin baglea/vfL 9—6 Sfaitf 2353 XVI. árg. r Reykjavík, 20. febrúar 1932. 8. tbL Iðnsýningin 1932 Ávarp til iðnaðarmanna. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík hefir ákveðið að gangast fyrir almennri iðnsýningu á þessu ári og verður hún væntanlega opnuð um eða fyrir miðjan júní n. k. í Reykjavík. Sýning þessi á fyrst og fremst að vera ahnenn vörusýning, þar sem auðveldlega verður séð hversu fjölbreyttur iðnaður vor er, og að hann er fyllilega sambærilegur við erlendan iðnað að gæðum. Hinsvegar getur tæplega verið um listiðnsýningu að ræða, til þess er undirbúningstíminn of stuttur. En hver tilgangurinn er með sýn- ingu þessari, hversvegna til hennar er stofnað og hvers árangurs sé af henni að vænta, er náhar skýrt í greinargerð þeirri, er birtist hér á eftir ávarpi þessu. Vér undirritaðir, sem kosnir höfum verið til að hafa forgöngu í þessu máli, höfum sent bréf um sýninguna til þeirra framleiðenda og iðnaðarmanna, sem oss var kunnugt um. Vera má að ýmsir hafi þó af einhverjum ástæðum ekki fengið bréf vort, og jafnframt því, sem vér biðjum þá afsökunar á þeim mistökum — því vér viljum ná til allra — treystum vér á þá, sem aðra framleiðendur, að leggjast á eitt með oss um að gera sýninguna svo fjölbreytta og fullkomna, sem kostur er á, og með þátttöku allra þeirra, sem hlut eiga að máli, getur þetta orðið voldug og merkileg sýning, sem markar tímamót í íslenzkum iðnaðarmálum. Vér skorum því á alla iðnaðarmenn og framleiðendur, hvar sem eru á landinu, að taka þátt í Iðnsýningunni 1932 og senda ein- hverjum af oss undirrituðum tilkynningu um það fyrir 1. apríl n. k. og láta þess getið um leið, hvað þeir óska að sýna og hve stórt rúm þeir búizt við að þurfa, fyrir sýningarmuni sína. Vér munum síðar tilkynna nánar um allt fyrirkomulag sýn- ingarinnar, en þeim, sem óska sérstakra upplýsinga, veitir nefndin þær fúslega. í sýningarnefnd Iðnaðarmannafélagsins. Jón Halldórsson trésmíðameistari (form.) Skólavörðustíg 6. Guttormur Andrjesson byggingameistari (gjaldkeri) Bergstaðastrœti 70. Guðbjörn Guðmundsson prentsmiðjustjóri (ritari) Brekkustíg 19. Jónas Sólmundsson húsgagnasmi ður Lækjargötu 6. Um leið og iðnsýningarnefndin birtir ofanritað ávarp, vill hún gera nokkra grein fyrir þeirri knýjandi þörf, sem hrint hefir ,af stað þessu sýningarmáli einmitt nú á yfirstandandi erfiðu tímum, svo og hverju slík sýning má.til vegar koma. Til að draga úr því atvinnu- leysi sem allsstaðar er fylgifisk- ur fjármálakreppu þeirrar, sem nú gengur yfir heiminn, er það heróp allra þjóða til landsmanna sinna, að nota fyrst og fremst innlenda framleiðslu og búa semj mest og bezt að sínu. Og hjá mörgumi þjóðumí þarf enga kreppu til þess að heróp þetta gjalli. Þær eru sívakandi yfir mesta velfarnaðarmáli sínu: efl- ing og notkun innlends iðnaðar og framleiðslu. Við Islendingar höfum hinsveg- ar fram að þessu látið að mestu fara sem vildi um iðnað vorn. Við höfum látið okkur litlu skifta afkomu iðnaðarins og lát- ið ráðast hver örlög honum væru sköpuð er þrengdi að þjóðinni á sviði fjármáia og viðskifta. Jafn- vel löggjafarvaldið hefir á mörg- um sviðum og í verulegum atrið- um í tollalöggjöf sinni tekið inn- lenda framleiðslui þeim vandræða- tökum, sem á ýmsum sviðum skapa érlendri framleiðslu betri aðstöðu hér á landi en vorri eigin. j | Nú hefir íslenzka þjóðin þreytt um skeið fangbrögð við krepp- una og hafa iðnaðarmenn vorir goldið það afhroð í þeim við- skiftum, að atvinnuleysi er nú meira meðal þeirra en verið hefir um langt árabil. Og þó höfum vér þá sérstöðu á þessu sviði, að hér é landi þyrfti alls ekkert at- vinnuleysi að vera meðal iðnað- armanna, ef þjóðin notaði fram- ar öðru eigin framleiðslu. Aldrei hefir því verið meiri þörf en nú á aukningu innlendr- ar framleiðslu, til að draga úr atvinnuleysi og fjárhagsörðug- leikum framleiðenda, iðnaðar- manna og þjóðarinnar í heild. Aldrei á síðari áratugum hefir þjóðinni verið meiri nauðsyn á því én nú, að búa sem mest að sínu í hvívetna og greiða götu innlendrar framleiðslu, með því að nota hana undantekningar- laust á öllumi þeim sviðum, sem unnt er. Aldrei hefir íslenzkt löggjafar- vald haft meiri skyldur gagnvart íslenzkum iðnaði en nú, þó ekki væri meira krafizt honum til handa í tollalöggjöf vorri en jafnré*ttis við þann erlenda iðn- að, sem hér er boðinn þjóðinni að þarflausu, henni til fjárhagslegs tjóns og aukins atvinnuleysis. íslenzka þjóðin greiðir árlega að óþörfu erlendum þjóðum fleiri miljónir króna í laun fyrir vinnu, sem hún sjálf getur innt af hendi. Höfum vér efni á þessu? Nei! því fer fjarri og þetta verður að breytast. Til þess að vekja, enn betur en hér verður gert, athygli á þess- um staðreyndum og fleiri atrið- um er iðnaðarmál vor snerta, er til sýningarinnar stofnað á kom- anda sumri. Auk þess, að þar verður sýnis- horn af allri framleiðslu vorri og iðnaði, sem er fjölþættari en margan grunar, verður þar dreg- ið fram á einfaldan en skýran hátt hver aðstaða iðnaði vorum er veitt af þjóð og þingi. Verður með línuritum sýnt, að svo miklu leyti sem unnt er, hve mikið vér flytjum inn af vörum sem vinna mætti hér á landi, hverjar er- lendar vörur þjóðin notar fremur en sambærilegar innlendar, hvernig ýmsum iðnaði vorum er íþyngt með tollum umfram er- lenda framleiðslu o. s. frv. Takmark sýningarinnar verður því í höfuðdráttum þetta: 1. Að vekja athygli á öllum innlendum iðnaði og framleiðslu, í stórum og smáum stíl, með því að safna öllum sýnishornum sam- an á einn stað og koma þeim svo fyrir, að eftir þeim sé tekið. 2. Að sýna, að svo miklu leyti sem unnt er, hve mikið þjóðin greiðir árlega að þarflausu er- lendum þjóðum í vinnulaun, með- an hún sjálf stynur undir oki at- vinnuleysisins. 3. Að opna augu almennings fyrir því menningarlega og fjár- hagslega gildi sem það hefir að nota framar öðru framleiðslu sinnar eigin þjóðar, og 4. Að brjóta skörð í þær stíflur sem hefta eðlilega þróun iðnaðar- ins og veita fram þeim lífs- straumi þjóðarinnar, sem fólginn er í ljósri meðvitund um að „sjálfs er höndin hollust" og „hollt er heima hvat". En til þess að þessu takmarki verði náð, er það mikilsvert at- riði að allir íslenzkir framleiðend- ur, stórir og smáir, taki þátt í sýningunni! 1 ráði er, að í sambandi við sýninguna verði sérstök söludeild, og verða þá jafnframt teknir þar til sýnis og sölu ýmiskonar heim- ilisiðnaðarmunir, er nefndinni kunna að berast. Þá er og þess að geta, að í sambandi við sýninguna verða væntanlega flutt útvarpserindi um iðnað þann og iðngreinar, sem á sýningunni verða og ýmiskon- ar auglýsingastarfsemi notuð, auk alls annars, sem gert verður í sambandi við hana. Auk þess mun nefndin af fremsta megni leitast við að gera allt, sem má verða iðnaðarmálum vorum til fremdar. Islenzkir iðnaðarmenn! Það er víst, að enginn yðar hefir efni á því að taka ekki þátt í sýning- unni. Minnist þess, að framtíð yðar er ef til vill að miklu leyti kom- in undir árangri þeim, sem af sýningunni næst, en árangurinn af henni er að öllu leyti kominn undir þátttöku yðar. F. h. sýningarnefndarinnar, Guðbj. Guðmundsson. -------o------- Slys. Síðastl. sunnudag vildi til það sorglega slys, að Böðvar Jónsson bóndi á Kirkjubóli í Hvítársíðu féll úr stiga í hlöðu heima hjá sér og hlaut þau meiðsli, að hann beið bana af sama dag. — Böðvar sal. hóf bú- skap á Kirkjubóli árið 1900 og bjó þar til dauðadags, að undanteknu þvi að hann brá búi um nokkur ár, er hann missti fyrri konu sína. Böðv- ar var tvígiftur. Með fyrri konu sinni, Kristínu Jónsdóttur eignaðist hann þrjá syni, sem nú eru fulltíða bœndur. Síðari kona hans var Ingi- björg Ólafsdóttir. Lifir hún mann sinn, en ekki varð þeim barna auðið. — Böðvar sál. var.hagsýhn dugnað- arbóndi, vinsæll og vel látinn af sveitungum sínum og öðrum þeim er honum kynntust. Jörð sína sat hann vel og hafði á síðustu árum reist vandað ibúðarhús úr timbri, og fjár- hús með hlöðu úr steini. Böðvar sál. var rúmlega sextugur er hann lézt. Kjðrdæmaskipun Nú er mikið ritað og rætt um kjör- dæmaskipunina og er óhætt að segja, að þar séu ekki allir á sama máli, og á orðtækið þar eigi vel vi6: „Á sama mali var merar Gróa og Magn- ús karlinn í Bráðræði". Sumir vilja sníða kosningar og kjördæmaskipun eftir höfðatölu kjós- enda, svo sem Jón þorláksson, Pétur Magnússon og eflaust margir af Sjalfstæðisflokknum. Aðrir vilja hafa allt landið í einu kjördæmi og nota þá. eingöngu hlutfallskosningar. það eru jafnaðarmenn, er það vilja. Framsóknarflokkurinn hefir enn ekki látið annað uppi en að hann vilji einhverjar breytingar á skipun kjör- dæma. Mig langar nú til að leggja fáein orð í belg um þetta kjördæmamál, því ég er alveg mótfallinn báðum þessum framkomnu stefnum, þrátt fyrir það, að ég tel mig" enn Sjálf- stæðismann og hefi verið það, síðan a dögum Björns Jönssonar og Skúla Thoroddsens. Ég mun því síðar í grein þessari athuga betur tillögur þessara fiokka, en byrja fyrst á því er vakir fyrir mér sjálfum. Allir vita að ísland er sjálfstætt ríki og að ríkið á sér þing er' nefnt er Alþingi. þingið tilheyrir því rík- inu, en ríkið ekki þinginu. þessvegna verður þingið að vera byggt á sama grundvelli og ríkisheildin, en hver er þá grundvöllur ríkisheildarinnar? Fyrsta undirstaða ríkisheildar eru örsmá ríki, sem nefnd eru heimili, það er ríki bóndans og hans heimil- fólks. þetta litla ríki hefir lítið sam- an við önnur samskonar að sælda, aðeins í fáum stórum dráttum. þessi örsmáu riki sameina sig svo í önnur dálítið stærri ríki, hreppana, það hefir hver hreppur lika að mestu sín mal út af fyrir sig. Hrepparnir mynda svo önnur stærri ríki, sýslu- félögin. Á sýslufund, sem er nokkurs- konar þing hvers sýslurikis, kýs hver hreppur eirm fulltrúa (sýslu- nefndarmann), hvort sem hreppurinn er stór eða lítill, þar er ekki spurt um hv.e margir kjósendur standi á bak við hvern fulltrúa. Sýsluríkin mynda svo ríkisheildina og senda sina fulltrúa (þingmennina) á ríkis- þingið, Alþingi. Flest sýslufélögin senda tvo fulltrúa, aðeins fá þau allra minnstu senda einn fulltrúa. í seinni tíð hafa myndast smáríki innan takmarka sýsluríkjanna. það eru bæirnir (kaupstaðir). Fjórir af þessum bæjum hafa nú öðlast þann rétt, að senda einn fulltrúa hver a ríkisþingið og Reykjavík, höfuðstað- ur landsins, fjóra. Ég get nú ekki betur séð, en að þessi grundvöllur sé réttur og góður fyrir rikisheildina, og óvíst sé, að honum verði breytt til batnaðar, þvi getur hann þá ekki einnig verið góð- ur og gildur fyrir ríkisþingið? Hann er það, og verður það, á meðan ríkisheildin byggist á þeim grund- velli, sem hún nú stendur á. þá skal ég snúa mér að tillögum flokkanna í kjördæmamálinu. Jón þorláksson óg hans liðsmenn vilja að vísu lofa hverja kjördæmi að kjósa einn þingmann og Reykja- vík fjóra þingmenn, en hann vill taka annan þingmanninn af þeim sýslum, sem enn eru tvímennings- kjördæmi og nota hlutfallskosningu í Reykjavík. Svo eiga að koma upp- bótarþingsæti fyrir landsfjórðunga og Reykjavík, eftir höfðatölu kjósenda, og sé þeim skipt niður á flokkana eftir . atkvæðamagni þeirra. Á Hag- stofan að reikna allt út. Ennfremur að sama þingmannsefni geti boðið sig fram í mörgum kjördæmum, og safnað þannig atkv. handa flokknum, þó hann sjálfur nai hvergi kosningu. þetta er nú aSalkjarninn í tillögum Jóns og Péturs. Um þetta er það að segja, að f fyrsta lagi er þa8 alrangt að kippa burtu öðrum þingmanni úr þeim sýslum, sem enn eru tvímenn- ingskjördæmi, aðeins fyrir þaö, að ekki er enn búið að skipta því kjör-' dæmi í tvö, eins og búið er að gjöra í öðrum sýslurn, Tökum t. d. Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslur. Er nokkurt réttlæti í því, að Húnvetn- ingar fái að senda tvo fulltrúa á þing, en Skagfirðingar aðeins einn? Ég er hræddur um að svarið veröi nei og aftur nei. þá er það Reykjavik. Hún 6 að fa að kjósa fjóra þingmenn og þar á að nota hlutfallskosningu. þetta er ekki i samræmi við aðrar kosningar á landinu. Eðlilegast væri, að tvímennings- ingskjördæmum væri skipt í tvö ein- menningskjördæmi og Reykjavík skipt í slik kjördæmi. þá fengi hver kjosandi aðeins að kjósa einn þing- manja, Reykvíkingar sem aðrir, en á þessu hefir verið misbrestur og ójöfnuður. það hefir verið svo, af því ég er búsettur í Skagafirði, hefi ég fengið að kjósa mér tvo þingmenn. Flytti ég mig í Húnavatnssýslu, fengi ég aðeins að kjósa einn, en ef ég heimilaði mig i höfuðstað lands ins, Reykjavík, og þó ég gjörði þar ekki annað en rölta þar um götum- ar bg stigi aldrei fæti á guðsgrœna jörð, eða væri mestan hluta ársins úti á regin hafi á togaraþilfari og skriplaði þar daglega a sköturoði, jé viti menn, ef ég bara er viðlatinn kjördaginn, þá fæ ég að kjósa fjóra þingmenn. það er ekki svo afleitt þá koma uppbótarsœtin fyrir flokk- ana sem miða á við landsfjórðunga og Reykjavík. Að vísu verða landg- fjórðungur þar lítils aðnjótandi. Að- allega er það Reykjavik sem nýtur þeirra, vegna síns mikla kjósenda- íjölda, en mér finnst Reykjavík megi vel við una. að vera jamgild með fulltrúatölu á þingi og fjögur einmenningskjördæmi, þegar tekið er tillit til þess að þar býr ríkisstjórnin og þar ,er Alþingi háð, og auk þess eru nokkrir þingmenn úr öðrum kjördæmum þar búsettir. Hitt nar engri átt, að tala þingmanna Reyk- javíkur geti vaxið óendanlega eftir því sem m&nnfjöldi vex þar, J)aö gæti vel farið svo á þrem kjörtima- bilum, það er 12 árum, að mann- fjölgun í Reykjavík vœri orðin fi^a því sem nú er, sem svaraði 12 þing- sætum og hefði Reykjavík þá 22 þingmenn, ef hún byrjaði nú með 10. þá fœri vald Reykjavíkur í landsmalum að verða athugavert, og ekki neitt álitlegt fyrir önnur kjör- dæmi landsins, að lata Reykjavik ráða mestu um úrslit méla. Ótakmörkuð þingmannatala er ó- möguleg i alla staði, takmörkuð þarf hún að vera hver sem hún veröur. Uppbótarþingsætin eru því óþörf, og ekki til annars en að viðhalda ílokk- nm, sem eru að ganga i sig vegna þess að þeir hafa ekki nægilegt fylgi í kjördæmum landsins til að geta þrifist. Uppbótarsætum má líkja við aukagjöf handa belju, sem ekki get- ur þrifist fyrir elli og eymdarskap. Kjördæmaskipun verður að miðast við heill alþjóðar, en ekki við vöxt og viðgang einstakra flokka. Flokk- arnir eiga að afla sér fylgis með góðum og gagnlegum málefnum, sem þeir berjist fyrir og á málefnunum eiga þeir að lifa eða deyja, eftir því hvort þau eru góð eða vond. þá skal ég rétt minnast é. þá fá- ránlegu hugmynd að sami fram- I bjóðandi megi bjóða sig fram í fleiri 1 kjördæmum í senn. það þarí ekkl að brjóta heilann lengi um það, að slikt er ekki heppilegt. Setjum evo að sami maður bjóði sig fram í þrem kjördæmum og fái flest atkvœði i þeim öllum og er því rétt kosinn þingmaður fyrir hvert þeirra Hvert kjördæmið á þá að hafa hann, eða á hann að vera þrígildur í roðinu þegar á þing er komiö?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.