Tíminn - 20.02.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.02.1932, Blaðsíða 2
TlMOÍlí En ef slíkur frambjóðandi yrði hvergi löglega kosinn sem þingmað- ur, sem mjög er hætt við, því kjós- endur myndu lítið kæra sig um svo margskiptan mann, þá safnaði hann þó atkvæðum handa flokki sínum til uppbótarsæta og mun það vera ætl- unin, en eiga þá flokkarnir með réttu öll þau atkvæði sem flokks- menn þeirra fá við þingkosningaf? Ég held að það geti leikið vafi á því. Ég held að frambjóðandinn einn eigi mikinn hluta þeirra, þvi margir kjósendur eru svo skapi farnir að þeir láta ekki bjóða sér allt, og kjósa þá eina sem þéim likar, án til- lits til þess hvaða flokk þeirr fylla. TökUm dæmi. í Austur-Húnavatns- sýslu var pórarinn Jónsson í kjöri inóti GuðmUndi í Ási. Var þar að ,vísu strax í byrjun vonlaust um sígur fyrir sjálfstæðið, en þórarinn íékk þar samt 417 atkv. en Guð- mundur 513, og það er ég viss um, að hver annar Sjálfstæðismaður hefði eigi hlotið nema hálfdrætting af atkvæðum þórarins, og þótt það hefði verið sjálfur Jón þorláksson. " Sama má segja um Skagafjarðar- [j sýslu. Engir hefðu fengið þar jafn mörg atkv. og gömlu þingmennirnir og enginn hefði haldið þar velli fyrir Framsókn annar en Magnús Guð- mundsson. Af þessu sést að það eru frambjóðendurnir sjálfir en ekki flokkar þeirra er eiga mikið af at- kvæðatölunni. Að lokum vil ég minnast á þau meðmæli, er Jón þorláksson færir fram með tillögum sínum í kjör- dæmaskipuninni. þau eru það-, að Danir hafi tekið upp þetta skipulag og fleygt því svo frá sér sem óbrúk- legu. það eru ágæt meðmælil þá vil ég með íáum orðum minnast a hugmynd jafnaðarmanna, um að gjöra landið allt að einu kjördæmi með hlutfallskosningu. það virðist mér sýnu skarra en uppbótarhug- myndin, en gjöri þó eigi ráð fyrir að það komi til greina, það er svo stórstíg breyting og hlutfallskosning- ar ekki vel ræmdar meðal kjósenda, því þar fá þeir liltu að ráða um hveriir verða í kjöri, en það er éinmitt það sem kjósendur vilja og éiga að ráða. Nú skal minnast á landkjörið. það vildi óg helst að lagt væri niður ef þess væri kostur, vegna fækkunar þingmanna. Fækkun þingmanna hef- ir eðlil.ega í íör með sér aukið starf iyrir þá sem 'eftir eru, og getur það órðið 'til þess, að starfstími þingsins lengist að mun, og ef svo væri, er mjög vanséð hvort fækkuninborgar sig, en breyta mætti þó til með land- kjörið og vildi ég stinga upp á að þessir 6 landkjörnu þingmenn væru kosnir þannig: 4 þeirfa væru kosnir af landsfjórð- ungum, 1 í hverjum fjórðungi og værU þeir búsettir hver í þeim fjórðungi, þar sem hann væri kos- inn ög ekki yngri að aldri en 45 ára. 2 yæru kosnir i Reykjavík, sinn af hverjum tveim kjördæmum henn- ar og séu þeir búsettir þar og á sama aldri og þeir fjórðungakjörnu. Með þessu fyrirkomulagi fær hver kjósandi í landinu að kjósa 1 mann fyrir kjördæmið og 1 mann fyrir landið og er varla hægt annað að segja, en að.það sé jafnrétti. Ekki vil ég beint halda því fram, að hver þingmaður sé búsettur í sínu kjördæmi, þótt það sé að mörgu mjög 'æskilegt, því þá verða þeir vel kunnir öllum högum þess og áhuga- málum, en vel getur komið fyrir að kjördæmi vánti vel hæfan mann til þingsetu og sé því gott að geta feng- ið hann annarsstaðar frá. Líka getur það koinið fyrir, að þingmaður, sem öllum líkar vel við, flytji sig ein- hverra orsaka vegna burt úr kjör- dæminu, og ef búsetuskilyrðið væri haít, væri búið með þann þingmann og myndi mörgum þykja það illa farið. Ekki sé ég ástæðu til að kosn- ir' Séu varaþingmenn, heldur megi koma því fyrir á annan hátt. Nú vil ég í fáum tillögum taka upp aftur til skýringar, það sem ég tel réttast og bezt í máli þessu. 1. Tala kjördæmakosinna þing- manna sé söm og nú er. 2. Tvímenningskjördæmum sé skipt í einmenningskjördæmi og Reykjavík í 4 einmenningskjördæmi. 3. Landkjörið sé lagt niður, en i þess stað Bé kosin 1 maður í hverj- um landsijórðungi (4 menn) og 2 í Reykjavík. 4 Landsfjórðungaþingmenn séu bú- settir hver í sínum fjórðungi og séu ekki yngri en 45 ára. Sama gildi um hina 2 þingmenn er Reykjavík kýs. 5. Kjördæmi annara þingmanna miðast við 25 ára aldur, en kosninga- réttur við 21 árs. Allir hafi kosning- arrétt, karlar sem konur, er náð hafa þessum aldri og hafa óflekkað mann- orð. þó margt megi enn um mál þetta segja, læt ég hér staðar numið, en þó eitt að endingu. Bændur og búaliðar! þið hafið haft og hafið enn, rétt til að velja mikinn meirahluta þeirra manna er sæti eiga á löggjafarþingi þjóðarinnar. Gætið þess réttar vel, svo hann verði ekki af ykkur tekinn og fenginn öðr- um í höndur. Hafið það líka hugfast, sem Einar þveræingur sagði forðum, þegar Nor- egskonungur ætlaði að ginna íslend- inga til að gefa sér Grímsey við Eyja-, íjörð, sein konungur nefndi eitt út- sker. Margir af höfðingjum landsins vildu verða við bón konungs, og þar á meðal Guðmundur ríki, bróðir Ein- ars, en Einar var því mótfallimi og hélt þá snjalla ræðu, sem lengi mun í minnum höfð. Meðal annars sagðl hann: „Gætum þess, að það sem vér gjörum i þessu efni, gjörum við eigi eingöngu fyrir sjálfa oss, heldur og niðja vora, og alla ætt vora, sem hyggja þetta land". Vöglum í Skagafirði, 26. jan. 1932. Gísli Björnsson. Áburðarkaup bænda í ár Flestir munu vera sammala um það, að nú þurfi bændur að draga til muna úr öllum framkvæmdum, minnka framleiðslukostnaðinn, en halda búskapnum i horfinu eftir föngum. Síðustu 2 árinu hafa kaup á til- búnum áburði verið all-stór liður i framleiðslukostnaði bændanna. Mikiil fjöldi þeira hefir árlega keypt áburð fyrir 2—300 kr. pg margir meira. Tilbúinn áburður hefir verið ein hin öflugasta iyftistöng nýyrkjunnar. En í ár verður að spara á þesum út- gjaldalið og það til muna. Að vísii má segja sem svo, að alltaf sé hægt að nota tilbúinn áburð, því að rækt- un túnanna okkar sé léleg og það má sýna fram á það með fallegum tölum, að það borgi sig að kaupa mikið af útlendum áburði, jafnvel fyrir allt að 200 kr. á ha. Slíkur útreikningur get- ur litið vel út, þangað til bændur eiga að fara að borga áburðinn með verðlitlum eða næstum verðlausum aíurðum sinum. Sparnaður í kaupum á tilbúnum áburði er að nokkru leyti sjálfgerður. það má ganga út frá því sem gefnu, að nýrækt verði í ár með lang- minnsta móti. Getur því mikið al' búfjáráburði komið túnum að gagni, sem ella hefði verið notaður í ný- rækt. Er þar fljótt að muna, því að búfjáráburð á dagsláttuna af nýrækt mun mega telja sæmilega breiðslu á 2—3 dagsláttur í túni eða meira og má reikna á h. u. b. 100 kr. eftir núgildandi verðlagi á til- búnum áburði. En jafnvel þótt bændur rækti lítið eða ekkert i ár, þá eru tún viða orðin svo stór, að búfjáráburður nægir ekki einvörðungu, til þess að viðunandi uppskeru megi vænta. Verður því ekki unnt að komast hjá nokkrum áburðarkaupum. Nú er i blöðunum' vorið að aug- lýsa tilbúinn áburð og bændur þurfa bráðlega að gera sér ljóst, hversu mikið af honum þeir ætla sér að kaupa og hvaða tegundir. Mér koma þá í hug spurningar á þessa leið: Hvernig geta bændur notfært sér bú- fjaráburð sinn þannig, að hann komi að sem beztum notum og geti sparað sem mest útlend áburðarkaup? og hvaða tegundir tilbúins áburðar eru nú sem stendur ódýrastar í hlutfalli við verðmæti þeira? þessar spurn- ingar eru að vísu ekki nýjar, en aldrei í sögu hins íslenzka landbún- aðar hafa þær verið jafnmikilvægar og nú. Ég vil því minrtast hér á örfá atriði þessum spurningum viðkom- andi, en það verður að játast, að fjölda margt er hér á huldu og bíður þess, að íslenzk tilraunastarfsemi dragi það fram í dagsljósið. Vinnslu búfjáráburðar og notkun yfirleitt er víða mjög ábótavant hér á landi. J)ar sem borið er á að vor- inu til, er það víða siður að bera á 'og moka úr að miklu leyti á öllií túninu, áður en farið er að slóða- draga. I þurkavorum verður afleið- ingin eðhlega sú, að áburðurinn gegnþornar og þegar slóðinn kemur, þá veltur hann á hörðum áburðar- kögglunúm, í stað þess að mylja þá. Mestum hluta áburðarins er rakað af aftur og gagnið verður sáralítið. þeir, sem svona fara að, fá slæma veynsiu af voráburði, og er það sízt að furða. Gagnstætt þessu eru aðrir, sem slóðadraga áburðinn, þegar hann er hæfilega þur og hvorki fyr né síðar. Má, þar oft ekki muna einum degi, hvað þá meif. Sé áburðurinn. of blautur þá klessist hann, sé hann of þur þá mylst hann ekki ofan i. Hvorttveggja er jafnillt. En þarna á milii liggur meðaivegurinn og það er engum örðugleikum bundið að iara hann með nokkurri daglegri aðgæzlu. Getur maður reynt, hvernig áburður- inn molnar uiidir i'ótuni manns og af því ályktað hvenær hæfilegt muni að slóðadraga. Sé þessa gætt, má mylja áburðinn oian í, i hvaða þurkatíð sem er. Hér á Hvanneyri er þessu atranglega írami'ylgt, enda er litlu rakað hér aí' túni, þótt á sé borið meira en almennt gerist og aJit að vorinu. Ég þykist sannfærður um það, að víða eða jafnvel alstaðar hér ú landi mun þurfa minni aburð að vorinu, en að haustinu til þess að fá jafn uppskeru, ef áburðarvinnslan er eins og vera ber. þá kem ég að öðru atriði þessa máls, sem bezt verður skýrt með dæmi. Segjum að bóndi telji sig eiga búíjáráburð á -/s aí túni sínu, sem er 15 dagsl. að stærð. þá getur verið um tvennt að velja: Hann getur borið fuHa breiðslu búfjáráburðar á 10 dagsl. og keypt 5 tn. af nitrophoska á þær 5 dagsi., sem eitir eru. Kostar sá áburður um 170 krónur. En hann getur líka dreift búijáráburðinum um allt túnið og gefið sem viðbót nokkuð af tilbúnum áburði. Af þessu tvennu tel ég það siðarnefnda hyggilegra. Að vísu verður tímaeyðsla dálítið meiri, en það er smávægilegt. Hins- v.egar liafa innlendar tilraunir sýnt, að þá verða hezt not að búí'járáburði, þegar með honum er gefinn skammt- ur af köfnunarefnisáburði (t. d. salt- pétri). í nefndu tilfelli mundi mega komast af með V^—V» poka af salt- pétri á dagsl. eftir því hver tegund væri notuð. þessi aburður mundi ekki kosta meira en 88—100 kr. og þannig væri alltað helmingur áburð- arverðs sparaður á móts' við að kaupa nitrophoska, e,f gengið er út frá sömu uppskeru og það ætla ég sanni næst. Hvaða tegundir tilbúins áburðar á að nota? þar sem hann "er notaður einvörðungu, er sennilegast ódýrast að nota nitrophoska og saltpétur saman, t. d. nitrophoska að 2/a og saltpétur að l/j. En sem viðbót við búfjáráburð er ástæðulaust að nota svo dýra áburðartegund sem nitro- phoska er; þar sem nægir köfnunar- efnisáburður. Sú tegund hans, sein algengust er hér á landi, er kalk- saltpétur (þýzkur eða norskur). En það eru til margar fleiri tegundir, t. d. brennisteinssúr stækja, kalk ammonsaltpétur o. fl. Sá síðarnefndi hefir meira af köfnunarefni en kalk- saltpétur (20%y2 á móti 15V^%) og var í fyrra a. m. k. 12% ódýrari en kalksaltpétur. yé úr poka af kalk- ammonsaltpétri svarar til (minnst) Vs úr poka ag kalksaltpétri. (Verð s. 1. ár hlutfallslega kr. 23,60 og kr. 20,40 pr. poka). þeir, sem safna í þvaggryfjur, eiga þar ágætan áburð, bæði sem viðbót við fastan aburð og einvörðungu. Má toljast sæmilegur áburður á dagsl. 4000 1. þvag og 1 poki superfosfat er s. 1. ar kostaði kr. 8,40. Superfosfat þarf að bera á snemma vors (april), þvag í regni í gróindum, nitrophoska og saltpétur eitthvað í kringum miðjan maí, nokkru fyr eða ^síðar eftir árferði og landshlutur. Slóðadragið áburðinn hæfilega þurran, þá mylst hann ávalt vel ofan í. Ódýrustu áburðarkaupin er k a 1 k- ammonsaltpétur sem . viöböt við búfjáráburð. Berið á á hentugum tíma (sjá hér að framan). Slóðadragið nýju slétfurnar með mestu gætni, því að þær þola illa umferð, eða malið áburðinn. Guðni. Jónsson frá Torfalæk. Félaé ungra Framsóknarmanna Fundiiir verður haldinn í Sambandshúsinu mánudaginn 2*2. þ. m. kl. 8i/2 síðd. Framhaldsmræður um Skólamál Stjórnin. Góð bújörð óskast keypt á Suðurlandi (á svæðinu frá Snæfellsjokli til Eyjafjallajökuls). Tilboð með öllum upplýsingum um jörðina, svo og verð og greiðsluskilmála, sendist í lokuðu umslagi í afgreiðslu Tímans fyrir 20. apríl, merkt „Bújörð". Míntiingarorð Á síðastliðnu hausti andaðist Sig- urjón Sigurðsson á Bjarnastöðum í Blönduhlíð, tæpt þrítugur að' aldri. Banamein hans var lungnabólga. Frá öndverðu hafði hann vanheill verið, og eigi sjaldan sárþjáður. Fór til Reykjavíkur fyrir nokkurum ár- um til að freista þess, að fá oin- hverja bót meina sina. En eigi varð árangur af þeirri för. Faðir Sigurjóns var Sigurður þor- steinsson, bóndi á Lóni, Bakka og Ásgeirsbrckku í -Viðvíkursveit, og síðast á Bjarnastöðum í Blönduhiíð. En móðir hans er Dagný, dóttir Sig- fúsar Dagssonar, er lengi bjó á Keldulandi og Ásgeirsbrekku, en dvelur nú hjá dóttur sinni á Bjarna- stöðum, háaldraður, en þá furðulega ern. Sigurður á Bjarnastöðum, faðir Sigurjóns, dó veturinn 1928, á sex- tugsaldri, eftir langvarandi vanheilsu og þjáningar. Hann var þessháttar maður, að átt hefði það meir en skilið, að hans hefði verið rækilega minnst. Hann var í'yrir ýmissa hluta sakir einstakur maður. Dugnaðurinn var frábær og áhugi með eindæminn. Eignarjörð sinni, Bjarnastöðum, breytti hann svo á fáum árum, bæði með ræktun og byggingum, að vart var þekkjanleg. Og þó var hann ein- yrki.. Mátti furðu gegna^, hversu miklu hann kom í verk heima fyrir, því að jafnan dvaldi hann öðru hvoru annarsstaðar við smíðar. Var hann smiðui' ágætur og mjög eftir- sóttur. — Gestrisinn var hann svo sem bezt gerist, greiðvikinn og hjálp- fús, — jafnan til þess búinn að leysa hvers manns vandræði, ef kost átti á. Enn er þó ótalinn sú eigind Sig- urðar, er auðkenndi hann mest frá öðrum mönnum flestum. En það var glettnin, glaðværðin, — hin sifrjóa, einlæga,-uppgerðarlausa glaðværð og kímni, er goldið fær bros og gaman- yrði við hverju sem er. Enda var jafnan kátína og fjör kringum Sig- urö. Hann . kom öllum mönnum í gott skap, þeim er í návist hans voru. Með þvílikum mönnum er gott að vera. — Sigurjón sál. var einkabarn for- eldra sinna. Við hann hafa að sjálf- sögðu verið tengdar miklar og bjart- ar vonir. En þær brugðust — að nokkru. Heilsu hans var frá önd- verðu þann veg háttað, að augljóst var, að eigi myndi honum auðnast að uppfylla þær framtíðarvonir, er ávalt eru bundnar við einkabarn. þetta mun hann glöggt haia fundið sjálfur. Og ef til vill hefir við það eflst hin óvenjulega ást til' foreldr- anna, er honum var í blóðið borin. Hann var framúrskarandi ástríkur sonur. Banalega föður hans var bæði löng og ströng. Ég þekki fá dæmi svo einlægrar umhyggju, svo ástríkrar nákvæmni, sém hann, sjálfur van- heill þó, sýndi föður sínum í hinni löngu legu. Og eftir andlát föður síns þráði hann ekkert jafnheitt og að deyja — svo að hann féngi að hitta föður sinn sem fyrst. Hann ef- aðist ekki um samfundina. Og nú stendur hún ein eftii, ekkj- an, meö fjörgömlum föður, svift oiginmanni og einkasyni. Margur hefir bognað við minni raun. En jafnan eru það nokkurar bölva bæt- ur, að eiga samúð allra kunnugra. Og hana á Dagný á Bjarnastöðum heila og óskipta. G. M. Leikhúsið John Galsworthy: Silf urösk j urnar. Höfundurinn er annað frægasta leikritaskáld Breta urn þessar mund- ir. Leikfélaginu verður því ekki bor- ið á brýn, að það hafi valið af verri endanum í þetta sinn. Efnið er í stuttu máli þetta: John Bartvick þingmaður og kona hans, som eru í góðum efnum, eru að dómi sjálfra sín frjálslyndar og heiðarleg- ar manneskjur, öðrum til fyrirmynd'- ar, kenna í brjósti um fátæklinga og vilja láta lögin ganga jafnt yfir alla. Á heimili þeirra vinnur fátæk þvottakona. Enginn veit neitt um hana á heimilinu, nema að hún á drykkfelldan mann, sem ekki getur séð fyrir henni eða börnunum. Son- ur þingmannsins kemur dauðadrukk- inn heim á næturþeli og hefir lent í óþægilegu æfintýri. Maður þvottakon- unnar, sem ráfar atvinnulaus á göt- unni, hjálpar honum inn í húsið, drekkur sig ölvaðan og tekur á brott með sér silfuröskjurnar. pvottakon- unni er kennt um hvai-fið. Maðurinn hennar játar að hafa tekið öskjurnar. En álit Bartvickfjölskyldunnar er í hættu vegna æfintýra sonarins. Mála- lyktir v.erða þó þær, að þingmaður- inn sleppur við að „komast í blöðin", íátæklingurinn, sem tók öskjurnar, er dæmdur í fangelsi og þvottakonunni er sagt upp vinnunni. Inn í þessa at- burði er svo fléttuð eldri raunasaga íátæku hjónanna. Meðferð leiksins er yfkleitt góð. Eftirtektarverður er leikur Arndisar Björnsdóttur, sem l.eikur þvottakon- una, aðalhlutverkið, og Mörtu Kal- mann, sem leikur konu þingmanns- ins, næsta „óhuggulega" frúartegund, sem því miður er farin að þekkjast talsvert hér á landi. Sigrún Magnús- dóttir, sem leikur „ókunnu stúlkuna" af götunni, leysir í þetta sinn hlut- verk sitt prýðilega. Haraldur Björns- son (maður þvottakonunnar) kemst lika, eins og vænta mátti, vel frá sínu hlutverki. Valdemar Helgason er rösk ur dómari, en tæpast nógu fúlmann- legur til að dæma saklaust fólk fyr- ir annara manna syndir. það er ávinningur að koma í leik- húsið og horfa á „Silfuröskjurnar". Gagnrýni sú, sem komíð hefir fram á einum stað viðvikjandi meðferð hlut- verka og þýðingu leikritsins, er að« ýmsu leyti óréttmæt. það væri Reyk- víkingum til skammar ef þeir ekki sæktu vel þessa sýningu, þegar tek- ið er tillit til þeirrar aðsóknar, sem „Októberdagur" og viðlíka sálargraut ur hefir hlotið á sinum tíma hér í leikhúsinu. -------O^------- Skugga-Sveinn hefir nokkrum sinn- um verið leikinn í Grindavík nú ný- lega. það er eftirtektarvert, hversu vel leikurinn tekst, þegar þess er gœtt, að leikendurnir stunda aðra atvinnu og verða því algjörlega að hafa æfingarnar í hjáverkum' og það í fremur afskekktu og fámennu þorpi. Leiktjöldin eru yfirleitt spotur og smekkleg. Eiga þau sinn góða þátt í leiknum. Kvenfélag Grinda- vikur stendur að sýningunni. það er mjög áhugasamt og duglegt félag. Ilefir meðal annars byggt samkomu- hús, sem kostaði yfir 30 þús. krónur. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Mímisveg 8. Sími 1246. Prarfcsm, Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.