Tíminn - 27.02.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.02.1932, Blaðsíða 1
©jaíbferi og afgrciðslumaour Cimans et Kannpeig þorsteinsöóttir, Ccefjargötu 6 a. ¦Xevfjaráf. íímiiiis ec i Cœfjargðtu 6 a. (Ðpin baqltqartL 9—6 Simi 2353 XVL árg. Reykjavík, 27. febrúar 1932. 9. blað. Hálfrar aldar afmæli Fyrir fimmtíu árum stofn- uðu Þingeyingar elzta samvinnu- félag landsins, Kaupfélag Þingey- inga, á Húsavík. Úr þeim litla kvisti hefir vaxið stórt tré, sem teygir nú greinar og blöð yfir svo að segja hverja byggð á Islandi. Á svo merkilegum tímamótum þykir hlýða að minnast þessa merkilega atburðar og skýra í stuttu máli frá baráttu þeirri.sem forvígismenn samvinnunnar háðu fyrir hálfri öld. Af öTlum mótgangi, sem ís- lenzka þjóðin átti við að búa á hörmungartímunum, var verzlun- arkúgunin þungbærust. I hálfa þriðju öld, eða frá því um 1600 og fram um miðja 19. öld, var verzlun landsmanna harðbundin við eina þjóð og stundum við fáa einstaklinga frá þessari þjóð. All- ur ágóði af íslenzkri verzlun rann úr landi til fjarlægrar þjóðar og eyddist þar. Réttleysi íslendinga í verzlunarefnum var nálega tak- markalaust. Fátækt landsmanna varð því meiri sem kúgun þessi stóð lengur. Nálega 30 ár liðu frá því verzl- unin var gefin frjáls 1854 og þar til hið fyrsta varanlega kaupfélag var stófnað. Þetta var eðlilégt. ís- lendinga vantaði allt nema þörf- ina til að bjarga sér sjálfir. Þá vantaði verzlunarkunnáttu, fjár- magn, húsakost, skip, síma og póstgöngur. En á þessu tímabili komu í ljós þróttur og starfs- löngun sem sýndi, að Islendingar ætluðu að nota verzlunarfrelsið, þó að ekki væri um góð skilyrði að ræða. Frá því 1854 og fram um 1880 risu á legg tvö merkileg verzlunarfélög bænda, annað við Húnaflöa, hitt við- Eyjafjörð, í Þingeyjar og Múlasýslum. í öðru félaginu var Pétur Eggerz braut- ryðjandi, en í hinu Tryggvi Gunn- arsson. Bæði þessi félög leystuzt upp, en bæði sýndu þau hvert hugur þjóðarinnar stefndi. Um 1880 byrjuðu hin stórfelld- ustu harðindi, sem gengið hafa yfir ísland á síðustu áratugum og stóðu með litlum hvíldum fram um 1890. Þá sópuðust þúsundir Islendinga vestur á slétturnar í Norður-Ameríku, svo að þar lifir nú nálega þriðji hver Islendingur. Örðugleikarnir á þessu tímabili voru alveg ótrúlegir. Hættulegar landfarsóttir geysuðu um landið. Hafísinn lukti um landið hálft, ár eftir ár. Eitt vorið sópaði norð- anstormurinn burtu mánnhæðar- háu jarðlagi á víðáttumiklum flæmum ofan til í Rangárvalla- sýslu. Eldri menn þar um slóðir muna eftir því, að feður þeirra og forsjármenn báru á bakinu matbjörg þangað austur úr Reyk- javík yfir veglausar heiðar og ó- brúaðar ár. Og þó að hart væri í búi á Suðurlandi, þá var nábýlið við frosið hafið þó enn geigvænlegra á Norðurlandi. Allan veturinn var siglingalaust við Norðurland, jafn vel þótt hafísinn væri ekki við land. Erlendir sjómenn, er til landsins komu, héldu að fyrir norðan land væri engu skipi fært um vetrartímann. Þingeyingar háðu sína lífsbar- áttu þar, seiri veðuráttan gaf allra sízt grið. Og á verzlunarstað þeirra í Húsavík, áttu þeir að skifta við gáfaðasta, þróttmesta og illvígasta kaupmanninn, sem til var á öllu landinu um þetta leyti. Sá maður hét Þórður Guðjónssen, og var verzlunarstjóri fyrir danska selstöðuverzlun. Hann trúði á mátt sinn og verzlunar- fyrirtækis síns. Hann leit á kaup- félagsstarfsemina frá byrjun eins og skaðlega villutrú. Og hann á- leit sig hafa rétt til að beita til hins ítrasta aðstöðu sinni sem kaupmanns til að kyrkja sam- vinnustefnuna á Íslandi. Hjá Þingeyingum fór þá sam- an góð forusta í héraðsmálum og öruggur stuðningur liðsmann- anna. Þegar Kaupfélag Þingey- inga var stofnað, voru þar í far- arbroddi tveir þjóðkunnir stjórn- málamenn, báðir uppsprottnir þar úr héraðinu. Það voru þeir Jón. Sigurðsson bóndi á Gautlöndum og sr. Benedikt Kristjánsson í Múla. Nokkru yngri, en þó hinir þroskavænlegustu, voru Benedikt Jónsson á Auðnum. Sigurður Jónsson á Yzta-Felli, Jón Jónsson frá Helluvaði, er síðar var kennd- ur við Múla, og synir Jóns á Gautlöndum, þeir Pétur, Stein- grímur og Jón. Auk þ'essara for~ göngumanna stóð frá upphafi í allra fremstu röð Jakob Hálfdán- arson bóndi á Grímsstöðum við Mývatn, er varð fyrsti fram- kvæmdastjóri Kaupfélags Þingey- inga. í nábýli við þessa menn var Einar Ásmundsson bóndi í Nesi í Höfðahverfi, sem var á starfs- árum hins fyrsta kaupfélags þaul kunnugur samvinnustefnunni í öðrum, lóndum. Þar sem slíkir menn eru for- ingjar, eins og þeir sem hér hafa verið nefndir, skortir eigi örugga liðsmenn, enda varð sú raunin á, að meginhluti bænda í héraðinu skipaði sér undir merki samvinn- unnar og hopaði hvergi frá þó að við ofurefli væri að etja. Jón á Gautlöndum var formað- ur félagsins meðan hans naut við, en þá tók við Pétur sonur hans. En eins og áður er sagt, varð Jakob Hálfdánarson fyrsti kaup- félagsstjórinn. Hann var þá mið- aldra bóndi, gæfur maður en fast- ur í lund. Ekki hafði hann haft nokkra aðstöðu til að búa sig sér- staklega undir starfið. Farsælar gáfur, mikil mannslund og lífs- reynzla komu honum í stað skóla- göngu og verzlunaræfingar. Hér er ekki rúm eða tími til að skrifa ítarlega sögu þessarar hreyfingar. Hér verður að nægja að geta þess, að verðið á mörgum helztu i erlendu nauðsynjavörum féll um þriðjung, borið saman við kaupmannsverzlunina, og á sama hátt batnaði verðlag á innlendri vöru. Jafnhliða hófst í K. Þ. skipu lagsbundin viðleitni til að vanda sem bezt alla íslenzka framleiðslu og er þaðan runnin sú alda um landið allt. Þórður Guðjónssen kunni illa þessum samtökum. Neitaði hann að skifta við kaupfélagsmenn og huggðizt að njóta þess, að hann studdist við fésterka verzlun utan lands. Sú verzlun dró að sér nægi- legan vöruforða á sumrin og átti nægar birgðir handa sínum við- skiftamönnum fram á næsta vor. Kaupfélagið átti enga sjóði, studd izt ekki við neinn banka, átti enga að erlendis, sem gátu lánað veltu- fé. Hættan mesta var að verða vörulaus á útmánuðunum og það því fremur, sem engin sigling var vetrarlangt. Fyrstu árin sátu Guðjónssen og leiðtogar kaupfélagsmanna í tveim víggirtum herbúðum. Hvor ugur lét undan. Guðjónssen skamtaði sínum viðskiftamönnum nákvæmlega eftir fólkstölu á heim ilunum, svo að þeir gætu ekki miðl að nábúuítn sínum, „uppreistar- mönnunum", minnstu matbjörg. Þannig liðu fyrstu harðinda- og bardagaárin, þar til veturinn 1886 —87. Þá var mjög kreppt að kaup félagsmönnunum, fyrirsjáanlegt að ekki yrði nægur vöruforði nema fram yfir miðjan vetur. Þá blasti ekki annað við en hung- ur, eða að gefast upp og draga að hún hvítan fána framan við dyr hinna grimmlyndu þjóna dönsku selstöðuverzlunarinnar. Þá er það nokkru fyrir jól, að einn smábóndi í héraðinu, sem nú er gleymdur nema hjá frændum sínum, að frátöldu þessu atviki, kemur til leiðtoga félagsins og bendir þeim á, að ef ekki verði unnt að fá vetrarskip, þá sé hér- aðið og félagið i voða. >«r Forkólfar félagsins gengu inn á að þetta væri rétt. Þeir sendu pöntun til útlanda. Þeir sneru sér til sjóhetjunnar Wathne, sem þá var að hefja norskt landnám á Austfjörðum. Hann tók vel máli þeirra. Hann sendi lítið skip um páskaleytið 1887 til Húsavíkur með matbjörg. Sú sigling opnaði vetrarleið fyrir Norðurlandi. Sú sigling bjargaði fyrstu kaupfélags mönnunum frá uppgjöf eða hung- urdauða. En tíðin var nú býsna köld. Kaupfélagsstjórann, Jakob Hálf- dánarson kól á höndum við upp- skipun í það sinn. Kaupfélagi Þingeyinga var borg ið. Með hverju ári óx verzlun þess og traust. Það var heppið að kom ast í vöruskifti við auðugann og heiðarlegan kaupmann, Louis Zöllner í Newcastle, sem reyndist því og öllum öðrum af hinum elztu kaupfélögum hin mesta hjálparhella. Jafnhliða breiddist samvinnualdan yfir byggðir lands ins og þegar liðin voru 25 ár frá stofnun Kaupfélags Þingeyinga, voru pöntunarfélög og mörg með söludeild, starfandi í öllum helztu byggðum landsins. Hið erlenda kaupmannavald var allsstaðar lam að og bændur landsins fundu til aukins máttar, er þeir sáu að þeir höfðu höggvið af sér kúg- unar- og f j árplógshlekki milliliða- verzlunarinnar. I fyrsta skifti eft- ir margar aldir fekk sá hluti þjóðarinnar, sem bjó að kaupfé- lögunum, að búa að sínu, var ekki skattlaggður undir framandi og óvingjarnlega kaupmannastétt. Kaupfélögin sköpuðu í byggðum landsins persónulegt sjálfstæði og félagslegan þroska. Og í skjóli kaupfélaganna hófust hinar inn- lendu framfarir, bætt húsakynni, matarhæfi, fatnaður, skólaganga ungmenna úr sveitunum og auk- inn iáhugi um mannfélagsmál. Tuttugu árum síðar en Kaup- félag Þingeyinga var stofnað, var laggður grundvöllur að Sambandi íslenzkra samvinnufélaga í Yzta- Felli veturinn 1902. Stóðu að því þeir Gautlandabræður, Benedikt á Auðnum Sigurður á Yzta-Felli og fleiri mætir menn. Síðan liðu fá- Eöykjavíkurannáll UerzluRarkostnaDur í Reykjauík Grein sú, er hér birtist, er rannsókn skattstjórans á verzlunarkostn- aðinum í Reykjavík. Framkvœmdi skattstjórinn rannsókn þessa aö til- hlutun atvinnumálaráðuneytisins, og hefir hún veriS send öllum >ing- mönnum í samriti. • SKÝRZLA um kostnað við verzlun með erlendar vörur í Reykjavík 1930. Tegundir 1/1 1930 Innkaup-vörub. Útsala Vörub-3i/i2 1930 Umboös-laun Greitt kaup Greidd húsiileig'tt þús kr. þús. kr.- þús. kr. þús kr þús. kr. þús. kr. Smásalar (án iðn.) 37,525 35,886 9,571 36 2,316 514 — (iðn. með)* 4.050 5,232 795 9 875 109 41,575 41,118 10,367 45 3.191 623 Heildsalar 21,826 22,039 2,061 519 784 113 Umboðssalar 662 152 2 Samtals 63,401 63,157 12,427 1226 4,127 738 Þa er búið að dr&ga. frá áætlaðar upphæðir vegna iðnaðarins. Áætluð Vextir Tapaðar Opinber Annar Alls Gróði Tap Tala húsaleiga skuldir gjöld kostn. kostn fyrlr- þús. kr. þús. kr. þús. kr. þús. kr. þús kr. þús. kr. þús. kr. þús. kr. tækja 337 407 266 575 1,519 5,934 2,184 89 236 53 45 55 87 388 1,612 470 39 66 390 452 321 662 1,907 7,546 2,654 128 302 64 157 119 176 711 2,124 638 5 30 29 4 117 24 162 490 172 19 483 613 557 862 2,780 10,160 3,464 133 . 351 Tala eigenda sem ekki er reiknað kaup 208 68 276 36 17 329 Hve margir áætlaðir 27 4 31 1 2 34 Birgðir 0/0 af innkaups- verði allra ( seldra vara' 34,2 24,4 Alagning °/o af innkaups- verði allra seldra vara 29,0 63,9 10,4 14,0 Álagning °/o af útsölu 22,6 39,8 12,5 Húsaleiga °/o af innkaups- verði seldra vara 3,0 5,0 0,9 Framh. á 4. síðu. ein ár. Þá tók við foryztu sam- vinnumálanna í Eyjafirði hinn af- burðamesti brautryðjandi sam- vinnu á íslandi, Hallgrímur Krist- insson. Hann gerði örlítið pönt- unarfélag á Akureyri að einhverri stærstu verzlun landsins.. Hann tók höndum saman við hina eldri samherja víðsvegar um landið og gerði Sambandið að merkilegasta og áhrifamesta verzlunarfyrirtæki sem nokkurntíma hefir starfað hér á landi. Eftir hálfrar aldar baráttu er mjög skift um aðstöðu á taflborði verzlunarmálanna. Þórður Guð- jónssen lifði að sjá hina dönsku verzlun leysast sundur og verða að engu um leið og K. Þ. dafnaði. Hann leitaði um stund úr landi og stendur enn lítil „villa", sem heit- ir „Húsavík", norður á Sjálands- ströndum, þar sem hinn sigraði kaupmaður eyddi sumardögum sínum hin síðustu ár. Hinir fyrstu frumherjar kaupfélaganna eru líka hnignir til moldar, bæði fyrsta og margir af annari kyn- slóð. Þó lifir einn af brautryðjend- unum og einn hinn frægasti í hópi vaskra drengja. Það er Benedikt Jónsson á Auðnum, maðurinn sem lærði mörg tungumál og dró að héraði sínu meira af fróðleik um félagsmál, en nokkur annar Is- lendingur hefir áður gert. Bene- dikt á Auðnum er nú hátt á ní- ræðisaldri, en fjörugur í orði og verki eins og ungur maður. Enn er hann fullur af eldi brautryðj- andans. Enn safnast ungir menn, er sækja verzlun til Húsavíkur, úr ölluni byggðum, í hið merkilega bókasafn Kaupfélags Þingeyinga. Þangað sækja þeir bækur, hug- sjónir, hressandi orð og hlýtt handtak til hins síunga, gamla manns, sem fyrir hálfri öld bjó til orðið „kaupfélag" og átti svo mikinn þátt í að kveikja eld sam- vinnunnar og halda honum við. Eftir hálfa öld er samvinnu- stefnan orðin óaðskiljanlegur hluti af andlegri eign íslendinga. Með hverju ári vex máttur henn- ar og þýðing í þjóðlífi íslendinga. Nú mega tugir þúsunda af ís- lenzku þjóðinni þakka bætt lífs-r kjör, frelsi og menningu þeim ágætu mönnum, sem hófu hið mikla viðreisnarstarf samivinn- unnar mitt í hörmungum hins mesta hallæris. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.