Tíminn - 27.02.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.02.1932, Blaðsíða 2
32 TlMINN Aiþíngi. Alþingi var sett á mánudag, 15. þ. m. Við guðsþjónustuna í dómkirkj- unni, er hófst að venju kl. 1 e. h., prédikaði sr. Friðrik Hallgrímsson. Að lokinni guðsþjónustu var gengið til þinghússins. Forsætisráðherra las upp konungshoðskap og setti þingið. Aldursforseti, Sveinn Ólafsson, tók þvínæst við fundarstjórn og minntist eins fyrveranda þingmanns, er látist hefði milli þinga, en það er Björn heitinn Líndal á Syalbarði. þá var fundi frestað, af því að margir þing- menn að norðan og vestan voru enn ókomnir, en þeir voru með Detti- fossi, er kom til Reykjavíkur seinna- liluta dagsins. Á þriðjudag fóru fram kosningar. Forseti sameinaðs þings var kosinn Einar Árnason með 23 atkv. Jón þorláksson fékk 15 atkv., Jón Bald- vinsson 3 og einn seðill var auður. Varaforseti var kosinn þorieifur Jónsson. Skrifarar: Ingólfnr Bjarnar- son og Jón A. Jónsson. Forseti efri deildar var kjörinn Guðmundur Ólafsson með 7 atkv. Halldór Steinsson fékk 6 atkv., og einn seðill var auður. 1. varaforseti: Ingvar Pálmason. 2. varaforseti: Páll Hermannsson. Skrifarar: Jón Jónsson og Pétur Magnússon. Forseti neðri deildar var kjörinn Jörundur Brynjólfsson með 16 atkv. Magnús Guðmundsson fékk 7 atkv., en 5 seðlar voru auðir. 1. varaforseti: Ingólfur Bjarnarson. 2. varaforseti: Halldór Stefánsson. Skrifarar: Bern- harð Stefánsson og Magnús Jónsson. Fastanefndir þingsins eru svo skipaðar: Efri deild: Fjárhagsnefnd: Ingvar Pálmason, Einar Árnason, Jón þorláksson. Fjárveitinganefnd: Einar Árnason, Jón Jónsson, Páil, Hermannsson, Bjarni Snæbjörnsson, Halldór Steins- son. Samgttngumálanefnd: Ingvar Pálmason, Páll Hermannsson, Hali- dór Steinsson. Landbúnaðarnefnd: Jón Jónsson, Páll Hermannsson, Pétur Magnússon. Sjávarútvegsnefnd: Einar Árnason, Ingvar Pálmason, Jakob Möller. Henntamálanefnd: Jón Jónsson, Páll Hermannsson, Guðrún Lárus- dóttir. Ailsherjarnefnd: Einar Árnason, Jón Jónsson, Pétur Magnússon. Neðri deiid. Fjárhagsnefnd: Bernharð Stefáns- son, Jónas þorbergsson, Steingrímur Steinþórsson, Magnús Jónsson, Ólaf- ur Thors. Fjárveitinganefnd: Björn Kristjáns- son, Ingólfur Bjamarson, Jónas þor- bergsson, Hannes . Jónsson, Láms Helgason, Magnús Guðmundsson, Pétur Ottesen. Samgöngumálanefnd: Bergur Jóns- son, Bjarni Ásgeirsson, Sveinn Ólafs- son, Guðl)randur ísberg, Jóhann Jós- efsson. Landbúnaðarnefnd: Bjarni Ásgeirs- son, Steingrímur Steinþórsson, þor- leifur Jónsson, Magnús Guðmunds- son, Pétur Ottesen. Sjávarútvegsnefnd: Bergur Jónsson, Bjarni Ásgeii-sson, Sveinn Ólafsson, Guðbrandur Isberg, Jóhann Jósefsson. Henntamálaneind: Bernharð Stef- ánsson, Halldór Stefánsson, Svein- hjörn Högnason, Guðbrandur ísberg, Einar Arnason. Allsherjamefnd: Bergur Jónsson, Sveinbjörn Ilögnason, þorieifur Jóns- son, Einar Arnórsson, Jón Ólafsson. Frumvörp og tillögur. Eftirfarandi stjórnarfrumvöip eru iram komin: Frv.- til ijárlaga íyrir árið 1933. Á- ætlaðar tekjur um 11 milj. 200 þús. kr. Áætlaður tekjuafgangur um 8(50 þús. kr. Frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1930. Frv. um samþykkt á landsreikning- unum 1930. Frv. um loftskeytatæki á botnvörpu skipum og um eftirlit með loftskeyta- notkun íslenzkra veiðiskipa. Frv. uin byggingu fyrir Iláskóla ís- lands. Frv. um íimmtardóm. Frv. um nýjan veg frá Lækjarbotn- um í Mosfellssveit austur í Ölfus. Frv. um brúargerðir. Frv. um skiftameðferð á búi Síldar- einkasölu íslands (þ. e. um staðfest- ingu bráðabirgðalaganna, sem stjórn- in gaf út í vetur). Frv. um samgöngubætur og fyrir- hleðslur á vatnasvæði þverár og Markarfljóts. Frv. um Brunabótafélag íslands. Frv. um erfðaleigulönd í kaupstöð- um, kauptúnuni og þorpum. Frv. um lax- og silungsveiði. Frv. um br. á 1. nr. 36, 7. mai 1928 (framlenging gengisviðauka). Frv. um framlenging á gildi laga um verðtoll. Frv. um bifreiðaskatt o. fl. Frv. um birting útvarpaðra veður- íregna (nýtt). Frv. um afnám laga (frá 1905) um stofnún geðveikrahælis. Frv. um br. á 1. nr. 69 frá 1928 (um álagning á vínanda — nýtt) Frv. um umsjón nokkurra ríkis- eigna í Ölfusi (nýtt). Frv. um próf leikfimi- og íþrótta- kennara (nýtt). Frv. um útfluttning hrossa (nýtt). þess er getið í svigum hér að fram an liver af frumvörpunum eru ný- mæli. Flest hafa þau áður komið fram á Alþingi. Magnús Torfason flytur ’ mgsálykt- unartillögu um breytingu á erfða- lögunum. Jón Baldvinsson og Ingvar Pálma- son flytja frv. um forkaupsrétt kaup- staða og kauptúna á hafnarmenn- virkjum o. fl. Áður flutt á Alþingi. Jónas þorbergsson fhtur frv. það um bókhald, er eigi varð útrætt á síðasta þingi. þá flytur Jónas þorbergsson ír\ um opinhera greinargerð starfs- manna ríkisins. þetta frv. er nýnia li. Samkvæmt því á „embættismönnum landsins og öðrum sýslunarmönnum" að vera „skylt .... án endurgjalds að flylja árlega í útvarp ríkisins a. m. k. tvö fræðandi erindi um stofn- un þá eða starfsgrein, er þeir veita forstöðu", Ríkisstjórnin flytur tillögu tii þingsályktunar um skipun milli- aðarins, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skipa skuli fimm manna milliþinganefnd til þess að íhuga og bera fram tillögur um mál iðnaðarins. Ríkisstjórnin skipar nefndina þannig: Einn sam- kvæmt tillögum Iðnaðarmannafé- J lagsins i Reykjavík, annan sam- kvæmt tillögum Sambands íslenzkra samvinnufélaga, þriðja samkvæmt tiilögum Félags íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda, fjórða samkvæmt til- iöguin Alþýðusambands íslands; hinn fimmta skipar ríkisstjórnin og er hann foimaður nefndarinnar. Nefndinni er einkum ætlað að inna , af hendi eftii'faranda: 1. Að endurbæta iðnaðarlöggjöfina I frá 1926. 2. Að endurskoða tollalöggjöfina að því er iðnaðinn snertir. 3. Að athuga möguleikana um auk- . inn innlendan iðnað, einkum um það að vinna úr þeim vörum sem landið sjálft framleiðir. 4. Að athuga um skipun mennta- mála iðnaðarins. Kostnaður við nefndina greiðist úr rikissjóði." Frumv. um ríkisábyrgð á inn- stæðufé Útvegsbanka íslands flutti ^ Ásg. Ásg. fjármálaráðheri'a, þar sem ákveðið er að ríkissjóður ábyrgist ( ailt innstæðufé, sem tekið cr tii ( ávöxtunar í Útvegsbanka íslands og j útibúum hans, og kemur sú abyrgð ( næst á eftir hlutafé og áhættufé ; bankans. — Talið er að úttektir á J innláns- og geymslufé Útvegsbankans valdi því, að nauðsyn er á, að tekin * 1 sé sérstök ábyrgð á innstæðufé því, ! sem bankinn ávaxtar. þetta frv. gekk i gegn um báðar deildir á cinum degi og var afgreitt sem lög frá Alþingi. | Magnús Jónsson flytur frv. um breyting á lögum um þingsköp Al- ' þingis, þar sem ætlast er til að iðn- aðarnefnd verði ein af fastanefndum Alþingis. Vilmundur Jónsson flytur frv. uin að ljósmæðra og hjúkrunarkvenna- skóla íslands skuli starfa í sambandi við Landsspítalann í Reykjavík, og að stjóm landsspítalans hafi á hendi stjórn skólans. í skólanum verða tvær deildir, ljósmæðradeild og hjúkrunarkvennadeild. Námstími í ljósmæðradeildinni er eitt ár, en í hjúkrunarkvennadeildinni 3 ár. Yfir- læknar og yfirhjúkrunarkona lands- spitalans skulu vera aðalkennarar. Vilmundur Jónsson flytur ennfrem- ur frv. um breyting á lögum um varnir gegn kynsjúkdómum; þar sem ákveðið er, að héraðslæknar og sér- fræðingar á þessu sviði, veiti sjúk- lingum, sem haldnir eru af kynsjúk- dómum, ókeypis læknishjálp, ef þeir teljast þurfa þess með. Skal sú iijálp greidd úr ríkissjóði samkvæmt gjald- skrá. Ennfremur skal semja við sjúkrahús í kaupstöðunum, um að þau leggi til sjúkrarúm fyrir þessa sjúklinga og er ætlast tii að við sjúkrahús í Reykjavík verði allt að 10 rúm til taks fyrir þá. Ríkissjóbur greiðir sjúkrahúskostnað fyrir þá sjúklinga, sem samið hefir verið um, og læknir telur að þess þurfi með. Vilmundur Jónsson flytur og frv. um lækningaleyfi, um réttindi og skyldur lækna og annara, er lækn- ingaleyfi hafa, og um skottulækning- ar. í 1. grein er ákveðið að rétt til að íást við lækningar og kalla sig lækna liér á landi hafi þeir einir, sein til þess hafa fengið leyfi heil- brigðisst j ómarinnar. Sanp þingm., V. J., flytur einni^ lrv. um skipun læknishéraða, verk- svið landlæknis og störf héraðslækna. þar er steypt saman eldri löguin um þfessi efni, o g nokkrar breytingar gerðar á þeim, en eigi snerta þær skipun læknishéraða svo að teljandi sé. Frumv. til laga um læknishéraða- sjóði flytur Vilm. Jónsson hið sama og fram hefir komið á tveimur síð- ustu þingum. Ennfremur flytur sami þm., V. J., frumv. um breyting á lögum um vigt á síld. í greinarg. er talið að Þetta frumv. sé flutt að gefnu tilefni, sem ekki þurfi á að minna. Er lög- skipað að vega alla sild, sem seld er bræðsluvei-ksmiðjum til vinnslu. J af naðarmennirnir i neðri deild flytja frumv. um ríkisútgáfu skóla- bóka, hið sama og legið hefir fyrir tveimur síðustu þingum. Guðrún Lárusdóttir endurflytur þingsál.till. um stofnun fávitaliæiis og frumv. um breyting á lögum um almannafrið á helgidögum þjóðkirkj- unnar. Magnús Jónsson flytur frumv. um prestakallasjóð, svipað samnefndu frumv., er flutt var á síðasta þingi, og einnig frumv. um breyting á 1. um skipulag kauptúna og sjávar- 1 þorpa, er áður hefir legið fyrir þing- inu. Jón Baldvinsson flytur frv. um viðauka við lög um samþykktir um lokunartíma sölubúða í kaupstöðum, hið sama og flutt var á vetrarþing- inu 1931. Magnús Guðm. flytur frumv. um breyting á áfengislögum, þar sem á- kveðið er að síðasta málsgr. 25. gr. áfengislaga, og önnur ákvæði þeirra, sem snerta sérstaka löggæzlumenn, verði úr gildi felld. ----O--- r A víðavangi. Oídýrir aðdrættir. Reykjavík hefir jafnan verið höfuð- ból liinnar „frjálsu samkeppni'7 Jafn- vel sjálf bæjarlöndin, frumskilyrði alls atvinnulífs í bæjarfélaginu, hafa verið látin af liendi til þess að verða verzlunarvara hinna slingu sam- keppnismanna, enda er nú verðlag þeirra komið í þær öfgar, að ein- stakir húsgrunnar i Reykjavík taka jafnmiklu verði og allar bújarðirnar til samans 1 stórri sveit. þá er í þessu blaði birtar eftirtektarverðar rannsóknir á verzlunarkostnaði í Rvík. Kemur í ljós, að sérhverjir 3—4 menn í því byggðarlagi kosta sérstakan mann til aðkaupa á er- lendum nauðsynjum sínum. En livorutveggja þessi kostnaður, verð- lag lóðanna og hið mannfreka skipu- lag við úthlutun vörunnar i Reykja- vík, eru frumorsakir þeirrar dýrtíð- ar, sem nú þjakar allt atvinnulif í landinu. — Væri þá veglega minnst frumhverjanna þingeysku i sam- vinnumálum, e.f löggjafarvaldið gæti stöðvað óheilbrigða verðhækkun á lóðaverði höfuðstatðarins með hæfi- legum sköttum, en borgararnir hins- vegar notfærðu sér svo skipulag sam- vinnunnar um verzlun, að sérhver fjölskylda þyrfti ekki að hafa full- kominn mann eða jafnvel tvo í „kaupstaðaríerðum" fyrir sig allan ársins hring, ekki lakari heldur en aðstaðan er liér um aðdrættina. X. Magnús Jónsson alþm. sagði nýlega að stjórnin hefði með ríkislántökunni Irestað kreppunni um eitt ár, en það er sama og að stytta kreppuna um heilt ár. Við erum um uppliaf og enda- lok slíkrar heimskreppu og þeirrar sem nú lamar atvinnulíf landanna Kjötsalan. Öllum almenningi mun það kunn- ugt, að sala á islenzku saltkjöti er- lendis hefir gengið mjög illa i haust og vetur. Mun síðar i grein þessari verða vikið að ástæðum fyrir því og bent á hvaða úrræði virðast helzt framundan. íslendingar hafa flutt út saltkjöt til sölu í nágrannalöndunum um langan aldur. Verkun kjötsins var slæm og markaður stopull, enda sam- göngur iélegar framundir síðustu aldamót. Eítir 1870 fóru Englending- ar að koma hingað og kaupa sauði, og flytja þá lifandi til Englands. þar voru sauðirnir fitaðir með beit á ræktuðu landi, áður en þeim var slátrað. Viðskipti þessi voru íslend- ingum hagkvæm og mikil bót frá þvi sem áður var á meðan treysta varð eingöngu á stopulan útflutning á illa verkuðu saltkjöti frá örfáurii höfnum á landinu. Árið 1896 bönnuðu Eng- lendingar sölu á islenzku sauðfé í Bretlandi og var fjárkláðahættu bor- ið við. Bannið kom þó ekki til fram- kvæmda fyr en nokkrum árum síðar, og enn í dag er heimilt að flytja ísl. sauðfé til Breetlands, ef því er slátr- að um leið og það kemur af skips- fjöl. þegar Englendingar bönnuðu inn- flutning íslenzks sauðfjár til fitunar, var fyrirsjáanlegt að leita yrði ann- ara úrræða um kjötverzlunina. Hafði jafnan verið selt dálítið af saltkjöti til Danmerkur og Noregs, en kjötið seldist illa vegna slæmrar verkunar. Samvinnufélög bænda höfðu eflst mjög og þeim fjölgað á síðasta tug 19. aldarinnar. Nokkru eftir alda- mótin fóru félögin að undirbúa breyt- ingu á kjötverkuninni, með bættum söltunaraðferðum og með því að koma upp siáturhúsum, þar sem hægl var að koma við fyllsta hrein- læti um alla meðferð kjötsins. Árið 1907 voru reist sláturhús á helztu útfiutningshöfnum norðanlands og hér í Reykjavík, og næstu árin á eft- ir komu upp sláturhús á fiestum lielztu verzlunarsjtöðum landsins. Meðferð saltkjötsins tók brátt mikl- um stakkaskiptum og verðið liækk- aði til muna. Fráfærum var hætt og ær íátnar ganga með dilka. Dilka- kjötið varð brátt aðalútilutningsvar- an þvi það kom brátt í ljós, að þaö seldist betur en sauðakjöt. En bænd- ur áttu talsvert af sauðum fram und- ir stríðsárin, af því sauðaútflutningur lagðist aldrei niður til fulls. Saltkjötið var framan af inest not- að í Danmörku, en þó alltaf nokkuð i Noregi. Á stríðsárunum tepptust flutningar milli íslands og Danmerkur. Liðu þá nokkur ár að ekkert íslenzkt saltkjöt var selt þar í landi. Hefir aldrei tek- ist að vinna aftur saltkjötsmarkað í Danmörku að neinu ráði, enda fram- leiða Danir miklu meira kjöt en þeir þurfti til eigin notkunar. Frá því stríðinu lauk og fram á þennan dag, má óhætt fullyrða að Norðmenn hafi keypt um 80—90% af útflutningskjöti ísiendinga, þó eitt- livað af þessu kjöti hafi fyrst verið flutt til Danmerkur. í haust sem leið var útlit með salt- kjötssölu í Noregi mjög slæmt. Marg- ir kjötinnflytjendur áttu óselt frá haustinu 1930. Kjöt var fallið mjög í verði á heimsmarkaðnum, og í byrj- un kauptíðar komst ringulreið á pen- ingamál flestra Norðu-rálfuþjóða, sem gerði kaupsýslumenn varfærna í við- skiftum, auk þess urðu peningavið- skifti milli landa hin örðugustu og lamaði þetta ástand peningamálanna allt viðskiftalíí. í haust sem leið lauk um 8 mánaða langri vinnustöðvun í Noregi, svo allur þorri verkamanna liafði mjög litla kaupgetu. þá hafa Norðmenn gert allt, sem í þeirra valdi heíir staðið í haust og vetur til að lifa sem mest á eigin fram- ieiðslu og sporna við innfluttningi út- lendra vara. Hér hafa verið nefndar nokkrar ástæður fyrir hinu afskaplega lága verði og tregu sölu, seni verið liefir á íslenzku saltkjöti í haust og vetur. En ef ekki væri um annað að ræða en það, sem hér hefir verið tilfært, þá mætti vænta þess, að úr raknaði með bættu árferði, en því er varla treystandi. Saltkjötsmarkaðurinn hef- ir verið mjög misfellasamur undan- farin ár, þó óhöppin hafi ekki ætíð lent á íslendingum. Og ástæðan til þess er hin sivaxandi kjötiramleiðsla í Noregi. Er talið að þess sé skammt að bíða, að Norðmenn geti framleitt nægilegt kjöt til eigin þarfa. Innflutn- ingur á matvörum úr dýraríkinu lief- ir minkáð stöðugt síðan 1922. það ár fluttu Norðmenn inn af þessum vöru- flokki 49.000 smálestir, en aðeins 20 þús. smálestir árið 1930. Norðmenn leggja mjög mikiO kapp á að auka landbúnaðartramleiðslu sína og beita verndartollum óvægi- lega til stuðnings landbúnaðinum. •Tafnframt er stöðugt brýnt fyrir al- menningi að nota sem mest af inn- lendum vörum og kaupsýslumenn styðja þá stefnu yfirleitt. Síðastliðið haust var mikið saltað af kjöti í Nor- egi og þó það kjöt sé á engan hátt 1 sambærilegt vi,ð íslenzka saltkjötið, þá spiilir það mikið fyrir sölu þess. ! Eins og þessum málum er nú kom- ið er ákaflega óvarlegt fyrir íslend- 1 inga að treysta mikið á kjötmarkað- inn í Noregi i framtíðinni, því þó kjötið líki ágætlega, þá dregur úr 1 notkun þess frá ári til árs, þó þess verði alveg sérstaklega vart þegar illa lætur í ári í Noregi. Norðmenn hafa nú sagt upp kjöt- tollssamningnum, seni gerður var [ 1924. Bætir það ekki markaðshorf- urnar í Noregi. En af því samningar standa nú yfir um endumýjun samn- ingsins, verður ekki skrifað nánar uni þetta mál. Miklar umræður og doilur um málið á þessu stigi, mundu frekar spilla fyrir góðum árangri en bæta. I liaust sem leið mun liafa verið slátrað til útflutnings hér á landi um 250—260 þús. fjár. þar af var fryst til útflutnings kjöt af rúmlega 90 þúsundum dilka. Verðiö á þessu frosna kjöti hefir verið lágt, en þó svo kunni að fara að allt saltkjötið seldist,, þá rná telja víst að verð á því, verður að minnsta kosti þriðj- ungi lægra en á frosna kjötinu og ekki ósennilegt að verðmunurinn verði enn meiri. Markaður fyrir frosið kjöt er rúm- úr. Bretar fluttu inn árið sem leið frá Nýja Sjálandi, Ástralíu og Suður- Ameríku 16.800.000 skrokka af frosnu lambakjöti og 4.865.000 skrokka af kindakjöti, alls tæpar 22 milj. skrokka af kindakjöti og um 1.7 milj. skrokka af nautakjöti, bæði kældu og frystu. það er því augljóst að þó að við íslendingar flyttum til Bretlands 200—300 þús. skrokka af kjöti á ári, þá gætti þess ekki mikið. Auk mark- aðsins i Bretlandi eru allmiklar -lik- ur fyrir sölu á íslenzku freðkjöti til Norðrulanda, einkum Svíþjóðar. Útflutningur á írosnu kjöti hefir aukist mikið þessi fáu ár síðan hann byrjaði, en erfiðleikar við að koma upp frystihúsum hafa hamlað fram- kvæmdum. Eina úrræðið, sem ég sé frarnundan til að tryggja kjötsöluna, er að koma upp frystihúsum í sem flestum sauð- ijárræktai'liéröðum, þar sem skilyrði eru til útflutnings á frosnu kjöti; þarf að koma upp á næstu árum 6—8 frystihúsum og mætti það helzt ekki taka meira en 3-~i ár. Eitt eða tvö frystihús þarf að byggja við Breiða- fjörð, eitt á Hólmavík, Borðeyri þórs- höfn, Vopnafirði og Djúpavogi, Borg- arnesi og ef til vill víðar. Víða liag- ar svo til að kostnaðarlítið má stækka þau frystihús, sem nú eru til, svo ekki þurfi að flytja út saltkjöt úr þeim héröðum. þannig hagar til i Húnavatnssýslu Skagafirði og víðar. það lætur illa i ári nú og því ekki líklegt að menn treysti sér til að ráð- ast í miklar framkvæmdir. En ein- hver ráð þyrfti að finna til þess, að hægt væri að koma upp a. m. k. tveimur frystihúsum, sem gætu tek- ið til starfa næsta haust, og þá auð- vitað í þeim héröðum, sem hafa gott kjöt til útflutnings. Kostnaður við frysting á kjöti er ekki öllu meiri en við söltun. Kjötið geymist miklu lengur óskemmt fros- ið en saltað og skemdahætta á freð- kjöt er mjög lítil. Af þeirri reynslu, sem fengin er um útflutning freðkjöts, má fullyrða, að það hefir aldrei selst lakar en saltkjöt, en oft heldur betur. Aðal-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.