Tíminn - 05.03.1932, Side 1

Tíminn - 05.03.1932, Side 1
©Íaíbferi og afgrci&slumaður C í m a n s t* Kannpeig }Dorsteins&óttir, ícefjargötu 6 a. SeyfjaDÍf. 2^fgteibsía íimans er i €œfjargðtu 6 a. ©pin bdglegd' fL 9—6 Sími 2553 XVI. árg. Reykjávík, 5. febrúar 1932. 10. blaö Ávarp Búnaðarþingsins til allra íslenzkra búnaðarfélaga. Tímar >eir er yfir standa, gerast mjög alvarlegir fyrir þjóð vora, ekki síður á sviði landbúnaðarins en annara atvinnuvega. Eins og öllum er kunnugt, hafa helztu landbúnaðarafurðir stórfallið í verði og, því miður, eru enn ekki sjáanlegar breytingar til bóta, um þau mál. Hinsvegar er fjarri því, að framleiðslukostnaðurinn hafi minnkað. Fjárhagsástæður landbúnaðarins eru því mjög ískyggilegar og mikil hætta vofir yfir, ef ekki breytist bráðlega til bóta. Undan- farin ár, til 1931, máttu heita hagstæð um afkomu bænda og verzlun. En jafnframt þróaðist stórhugur og bjartsýni. Margir bændur réð- ust í umfangsmiklar framkvæmdir, s. s. kaup dýrra verkfæra og véla, jarðabætur, byggingar o. fl. Þessar framkviæmdir eru vitanlega allmörg ár að svara kostnaði og þegar jafngífurlegt verðfall gjald- eyrisvara skellur svo skjótt á, sem nú hefir orðið, er eigi að furða, þótt hagur bænda gerist þröngur. Þessar framkvæmdir hafa vitanlega kostað stórfé og margir því orðið að nota lánsfé. En nú þegar mun sú hætta í aðsigi, að bændum verði eigi — vegna hins mikla verðfalls vöruafurða — unnt að standa straum af lánum við almenna sjóði. Einnig* munu verzlun- arskuldir og aðrar lausaskuldir bænda, hafa hækkað að miklum mun. Það er því mikil hætta á ferðum með það, að lánardrotnar sjái sér eigi annað fært, en að ganga svo að eignum, manna, til greiðslu umsamdra vaxta og afborgana, að fjárhagurinn stórlamist, svo þeir eigi verði sjálfbjarga og gæti af því skapast víðtækt hrun. Búnaðarþing það, sem nú starfar, hefir lagt drög til að, með breyttum lagaákvæðum, verði að einhverju leyti komið í veg fyrir þetta. En þótt það takist, sem enn er óvíst, þá nær sú ráðstöfun eigi lengra en það, að einhver frestur fáizt á umsömdum greiðslum vaxta og afborgana, eða hjálp, til að inna þær af hendi, til að forða falli í bili, í von um betri tíma síðar. Vér sjáum ekki að það geti, að nokkru ráði, verið á valdi lánardrottna, Alþingis eða ríkisstjórnar, að minnka skuldabyrðina. Enda hafa íslenzkir bændur jafnan kosið, að sjá sér sjálfir farborða um þesskonar mál og vér viljum vona, að þrátt fyrir það óefni, sem í er komið, takizt það nú sem fyr. Það sem vér með bréfi þessu viljum sérstaklega benda bænd- um á, sem vér þó vitum, að þeim muni ljóst, er það, að liið eina veru- lega bjargi'áð er að öll hin íslenzka bændastétt geri sér ljóst, hvílík hætta nú er á ferðum, hvílík nauðsyn á því er, að hver einasta sveit, hvert einasta heimiii, sýni þá vitsmuni, ráðdeild og festu, er hér má að gagni koma. Þegar svo er ástatt 'sem nú, er lífsnauðsyn að draga sem mest úr kaupum erlendrar vöru, en láta eigin framleiðslu fullnægja þörfunum, svo sem unnt er, og eigi er um það að efast, að miklu lengra má komast í því efni, en almennt hefir átt sér stað. Með aukinni garðrækt, ættu bændur mjög að geta sparað kornvöru og auk þess bætt úr garðmatarþörf kaupstaða og kaup- túna. Búnaðarsambönd og ^únaðarfélög þurfa því af alefli að styðja garðrækt á þessu ári og framvegis. Kaffi, sykur og ýmsar sælgætisvörur, eru hjá mörgum bænd- um talsverðir útgjaldaliðir. Eigi er á nokkurn veg unnt að afsaka, ef eigi er stórlega dregið úr þeim kaupum. Álnavara, tilbúin föt og skófatnaður er árlega flutt inn fyrir miljónir króna. Eru þessar vörur nú mjög orðnar notaðar til sveita en ullin og skinnin seld fyrir lágt verð. Sjálfsagt má færa þetta til betri vegar. Víða eru handspunavélar og prjónavélar. Ileynt hefir og verið af húsmæðraskólum og námsskeiðunum að endurreisa vefnað- inn og saumavél er næstum á hverju heimili. Þetta ætti með skipu- lagsbundinni vinnu að vera góð hjálp til fatavinnzlu og að nokkru að geta bætt upp fæð vinnandi fólks í sveitunum. En það sem heim- ilin ekki geta unnið sjálf, ættu þau frekar að sækja til innlendu klæðaverksmiðjanna en til útlanda. Margar fleiri útlendar vörur mætti nefna, esm meira mætti takmarka kaup á en verið hefir, ýniist með því að nota þær minna, eða framleiða þær eða aðrar tegundir er komið gætu í þeirra stað. Mætti til þess nefna ýmiskonar áhöld og húsbúnað, eldsneyti o. fl. Oss er að vísu ljóst, að mörg sveitaheimili viðhafa svo mikla gætni með kaup erlendra vara, að naumast verður lengra kornizt, en hér er átt við það sem almennast er. Eigi verður hjá því komizt- að tkamarka mjög ýmsar fram- kvæmdir "Vneöan afurðasalan er jafn óhagstæð og nú er. Húsabygg- ingar verða sem mest að bíða betri tíma og að stofna til skuldaaukn- inga vegna jarðabóta, er í fyllsta máta varhugavert. Einnig 'Verður að viðhafa hina mestu gætni um kaup útlendra verkfæra, áburðar og fóðurefna. íslenzk búnaðarfélög, bændur og húsfreyjur! Það tjáir eigi að loka augunum fyrir þeirri hættu sem fram- undan er. Útlitið er að vísu að sumu íeyti ekki lakara hjá oss íslend- ingum en ýmsum öðrum þjóðum, enda hafa þær gert margháttaðar ráðstafanir, sér til bjargar. Eru bændur þar engir eftirbátar. Slíkar ráðstafanir þurfum vér einnig að gera og mega þær ekki dragast, þar til í meira óefni er komið. Hér duga engin vettlingatök, engin sundrung, engin léttúð um komandi tíð og engin hlífð við sjálfan sig eða rótgróinn aldaranda. Hér dugar ekkert annað en glöggskyggni Bunaðarþingið. Auka Búnaðarþingið var sett 15. febr. sl. og lauk 1. marz, stóð 16 daga alls. Mættir voru þessir fulltrúar: Benedikt Blöndal, kennari, Mjóanesi S.-Múlasýslu. Guðm. Þorbjarnarson, bóndi, Stóra-Hofi Rangárvallasýslu. Hallur Kristjánsson, bóndi, Gríshóli Snæfellsnesi. Jakob H. Líndal, bóndi, Lækja- móti Húnavatnssýslu. Jón Hannesson, bóndi, Deildar- tungu Borgarfirði. Kristinn Guðlaugsson, bóndi, Núpi Dýrafirði. Magnús Þorláksson, bóndi, Blikastöðum Kjósarsýslu. Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri Ræktunarfél. Norðurlands, Akureyri. Páll Stefánsson, bóndi, Ásólfs- stöðum Árnessýslu. Sig. E. Hlíðar, dýralæknir, Ak- ureyri. Sveinn Jónsson, bóndi, Egils- stöðum S.-Múlasýslu. Mættir voru auk þeirra, Tryggvi Þórhallsson forsætisráð- herra, sem er formaður Búnaðar- félags Islands og stýrði þinginu, Bjarni Ásgeirsson stjórnamefnd- armaður, svo og búnaðarmála- stjórar og ráðunautar félagsins. Búnaðarþingið hafði alls 34 mál til meðferðar, og náðu flest afgreiðslu. Hér skulu nefnd nokk- ur hin helztu: Stjórn búnaðannála. Fyrir þing- inu lá frv. um stofnun búnaðar- ráðs, líkt og nú er í Danmörku. Búnaðarráðsmenn skyldu valdir af Búnaðaríélagi Islands, Alþingi, samvinnufélögum bænda. Búnað- arbankanum og ríkisstjórninni. Ákvörðun um þetta mál var frest- að til reglulegs búnaðarþings á næsta ári. Ræktun og sala jarðepla. Um það efni lágu fyrir fry. fyrir þing- inu. Skorað á búnaðarsamböndin að hefjast handa um að auka kar- töíluræktina, svo að nóg verði framleitt til neyzlu í landinu. Af- greitt frv. til að leggja fram á Alþingi, um að ríkið komi upp í Reykjavík öruggri geymslu fyrir kartöílur og aðra innlenda garð- ávexti, svo að hægt sé að varð- veita þessa framleiðslu áhættu- laust á markaðinum. Tollar og innflutningsbönn á landbúnaðarafurðum. Skorað á Alþingi að lækka innflutningstoll á niðursoðinni mjólk, ostum, eggj- um og kartöflum, og koma á eftir- liti á eggjum til tryggingar vöru- gæðum, og banna innflutning á smjöri og allskonar kjötmeti. Útflutningur á skyri. Fyrir þinginu lá erindi þessu máli við- víkjanda frá Ingólfi G. S. Es- pholin í Reykjavík. Telur Ingólf- ur sig hafa fundið upp aðferð til að geyma skyr óskemmt í flutn- ingi á erlendan markað. Afgreitt með eftirfarandi tillögu: „Búnaðarþingið mælir eindreg- ið með því, að Alþingi veiti nú þegar stuðning, er það sér sér fært, til tilrauna með skyr sem útflutningsvöru og veiti einhverj- um þeim félagsskap mjólkurfram- leiðenda, sem þegar er til eða stofnaður kann að verða í því skyni, eða forgöngumanni máls- ins, Ingólfi G. S. Esphólín, nauð- synlegan styrk til að koma upp þeim tækjum, sem þörf er á í þessu augnamiði og við útbreiðslu þessarar vöru á erlendum mark- aði“. Rannsókn búnaðarhátta: Svo- hljóðandi ályktun afgreidd frá júnginu: „Búnaðarþingið æskir að skip- uð verði þriggja manna nefnd, sem falið verði að rannsaka bú- rekstur vorn, og komast að niður- stöðu um hvernig haganlegast sé að reka búnað. Nefndarmenn skulu skipaðir þannig: Einn kos- inn af Búnaðarþingi en tveir af Alþingi. Nefndinni er heimilt að krefja skýrslna um allt er að þessu lýtur af opinberum starfs- mönnum. Nefndarmenn fái engin laun, en kostnað þann er leiðir af nefndarstörfunum, skriftir og ferðakostnað skal greiða af rík- issjóði. Verkefni nefndarinnar er aðal- lega að rannsaka: 1. Hver munur sé á búrekstri á smábýlum og stórbýlum. 2. Hver munur sé á búrekstri í nánd við kauptún og þar sem skilyrði eru bezt, samanborið við búrekstur upp til sveita og á af- skekktum stöðum. 3. Hvert ráðlegt sé að flytja byggðina saman, og gera þar ákveðnar skipulagstillögur um hvemig bezt sé að skipuleggja þau svæði. 4. Hvert líkur séu til að stór samvinnubú geti þrifist hér á landi og hvemig þeim skuli fyrir komið. 5. Hvert líkur séu til að hent sé hér að taka upp nýjar fram- leiðslugreinar, svo sem loðdýra-, alifugla- og fiskirækt. 6. Athuga um hvort eigi sé hægt að koma á betra skipulagi með búsafurðaviðskipti innan- lands og hafa betri búsafurðir á boðstólum fyrir útlendan markað, en nú tíðkast. Nefndin skal leggja tillögur sínar fyrir næsta Búnaðarþing“. Sútunarverksmiðja. Svohljóð- andi tillaga samþykkt: „Búnaðarþingið ályktar að skora á Alþingi og ríkisstjóm að láta svo fljótt sem við verður komið, fara fram rannsókn um það, hvað kosta muni að koma á fót fullkominni sútunarverk- smiðju í landinu, og að rannsókn lokinni stuðla að þvi, að henni verði komið upp, ef tiltækilegt þætti“. Fátækralögin. Eftirfarandi á- lyktun samþykkt: „Búnaðarþingið ályktar að skora á Alþingi að gjöra nú þeg- ar bráðabirgðabreytingar á gild- andi fátækralögum á þeim gmnd- velli, að vemda sveitafélögin fyr- ir yfirflóði sveitaþyngsla úr kauptúnum, sem hætt er við undir þeim kringumstæðum, sem nú eru“. Vinnufriður. Svohljóðandi til- laga samþykkt: „Búnaðarþingið skorar á Al- þingi, að semja á yfirstandandi þingi lög, er tryggi bændum og öðrum framleiðendum vinnufrið, þegar þeir vinna eða láta vinna að sinni eigin framleiðslu, hvort heldur er heima eða heiman“. Kaupgjald. Búnaðarþingið lýs- ir, að undangengnum rannsókn- um, yfir þeirri skoðun, að kaup- gjald almennt í sveitunum verði að lækka um 30%. Landbúnaðurinn og kreppan. Er þá enn ótalið það mál, sem fyrst og fremst var tilefni þess, að meirihluti Búnaðarfélags- stjómarinnar (Tryggvi Þórhalls- son og Bjami Ásgeirsson) ákvað að kalla auka Búnaðarþingið saman, en það em þær sérstöku ráðstafanir sem hugsanlegar em í þágu landbúnaðarins vegna yf- irstandandi viðskiptaörðugleika. Eins og skýrf var frá hér í blaðinu fór Bjarni Ásgeirsson alþm. utan skömmu eftir nýár, af hálfu Búnaðarfélagsins í þeim til- gangi, að kynna sér sérstaklega þær ráðstafanir, sem gjörðar hafa verið af hálfu löggjafar- valdsins, viðvíkjandi danska landbúnaðinum nú í ár. En ráð- stafanir þessar eru aðallega í því fólgnar, að létta bændum afborg- anir og vaxtagreiðslur af liánum og koma í veg fyrir að gengið sé að búum þeirra, í þeim ó- venjulegu erfiðleikum, sem nú hafa skollið yfir um stundar- sakir. I samræmi við þær erlendu upplýsingar, sem á þennan hátt hafa fengizt og með tilliti þess sérstaka ástands sem fyrir ligg- ur í íslenzkum landbúnaði, af- greiddi Búnaðarþingið „frumvarp um gjaldfrest á skuldum“, sem nú hefir verið sent landbúnaðar- á afleiðingum þess ástands, sem orðið er og enn getur versnað, vit- urleg ráð, þrek og festa til að framíylgja þeim, enda þótt þau kosti mikla sjálfsafneitun og óþægindi í bili. Öllum þarf að vera ljóst, að landbúnaður vor og bændastéttin er sem stendur í alvarlegri fjár- hagslegri hættu. Enginn má því liggja á liði sínu, allir verða að vera samtaka til að standast örðugleikana og rétta þann halla sem orðinn er. Þá væntum vér að vel fari. I sambandi við framanritað vill Búnaðarþingið að síðustu beina þeirri ósk til stjórnar hvers búnaðarfélags, að hún taki þessi mál til ítarlegrar yfirvegunar og íhugi hvort ekki mundi full ástæða að kalla saman félagsfundi — eða máske í samvinnu við hrepps- nefndaroddvita almennan hreppsfund — til að ræða þau og taka af- stöðu um þau. Mætti þá meðal annars gera alyktanir um: 1. Aukna framleiðslu og notkun hennar til fæðis, fata o. fl. 2. Hagkvæma félagsbundna samvinnu um notkun ýmsra jarð- yrkju og heyvinnúvéla, handspunavéla, prjónavéla o. s. frv. 3. Spamað ýmsra útgjaldaliða, s. s. til kaupa á útlendum klæðnaði og skófatnaði, kaffi, sykri og sælgætisvörum, einnig kom- vörum að því leyti er garðávextir gætu komið í staðinn. Ennfremur: að hve miklu leyti mætti í bili draga úr kaupum útlendra byggingar- efna og húsgagna verkfæra og véla, áburðar, fóðurefna o. fl., án þess þó að jarðirnar eða búreksturinn bíði við það verulegt tjón eða afturför. 4. Almenn samtök, milli yngri og eldri, að standa sem fast- ast saman um öll þau mál, er geta orðið landbúnaðinum til bjargar og varðveitt menningu og atvinnurekstur sveitanna á yfirstandandi tímum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.