Tíminn - 05.03.1932, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.03.1932, Blaðsíða 3
TÍMINN 87 Félag ungra Framsóknarmanna Fundur verður haldinn mánudaginn 7. þ. m. kl. 8V2 í Sam- bandshúsinu. Fundarefni: KREPPAN. Málshefjandi: Stefán Jónsson. STJÖRNIN. Þvottaráðskonustaðan við þvottahús Landspítalans verður laus þ. 1. okt. n. k. Ætlast er til, að umsækjandi vinni til reynslu í þvottahúsinu, frá 15. maí þ. á. Eiginhandar umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrra starf og meðmælum, sendist til skrifstofu spítalans fyrir 15. apríl n. k. Stjórn Landspítalans. Fréttir Tíðin í febrúar mun hafa verið hin bezta og mildasta í mannaminnum. Frá jólum og. fram yfir 20. jan. var talsvert vetrarríki hér á landi. og snjóþyngsli orðin allmikil í sumum héruðum. í síðustu viku janúar brá til S-áttar og þíðviðra og var allur snjór horfinn af láglendi þegar vika var liðin af febrúar. Hélzt svo stöð- ug en yfirleitt hæg S-átt allan mán- uðinn, allajai'na með 6—8 st. hita og oft upp undir 10 st. á Norður- og Austurlandi. — í Reykjavík var með- alhiti mánaðarins 5,3 st., en meðal- hiti allra febrúarmánaða síðan 1872, eða síðustu 60 árin, eru -f-* 1 0,5 st. Jörð var orðin marþíð í mánaðar- lokin og ribsrunhar að því komnir að springa út í görðum. Hafíshroði var á sveimi úti fyrir Norðurlandi mestan hluta mánaðarins. Lá nærri að hann loggðist upp að Tjörnesi og Sléttu, en lónaði heldur frá aftur. Síðasta febrúar var símað frá Grímsey, að ís væri yíir öllu hafi frá Húnaflóa að -Sléttu í 8—10 sjóm. fjarlægð norður af Grímsey. par' var töluvei't af borgarísjökum. Síðustu dagana lxefir brugðið til V-áttar með nokkru frosti og snjókotnu, og þegar þetta er ritað, er N-stomiur og stór- lirið á Vestfjörðum og hríðarveður í útsveitum noi-ðan lands. Frostið er 3—6 st. um allt land. ísfregn. Skipstjórinn á „Súðin“ símaði 3. þ. m.: „ís alla leið að Rauðagnúpi og svo langt til hafs sem augað eygir. — 6 sjóm. norð- austur af Rauðagnúpi er dálítið sund siglingafært. íshroði alla leið inn fyrir Melrakkanes". Norðixrþingeyingamót var haldið í Reykjavík síðastl. miðvikudagskvöld. Sóttu það úm 70 manns. Læltnir slasast. þ. 6. f. m. var hér- aðlæknisins á þórhöfn á Langanesi vitjað inn í Axarfjörð í forföllum læknisins á Kópaskeri. Á leiðinni reið læknirinn yfir ísi lagða á, en er hann var nærri því kominn yfir ána sprakk isinn undan afturfótum hests- ins svo að hann féll aftur yfir sig, en við það varð læknirinn á milli hests- ins og skararinnar. Við þetta fékk læknirinn áfall mikið. Var h.ann fluttur sjóveg aftur til þórshafnar og hefir hann legið mjög þungt haldinn til skannns tima. Læknirinn á þórs- liöi'n heítir Eggert, sonui' sr. Einars fyrrum prests í Reykholti. Eggert Stefánsson söng i Osló uni miðjaii janúar síðastl. Norsku blöðin tóku honum rnjög vinsamlega. Aften- posten segir m. a. 11. jan.: „Hér er kominn íslendingur, sem ekki þai-f að vekja eftirtekt á með því að segja, að hann sé frá „Sögueyjunni". það tíri íslenzki söngvai-inn Eggert Stefáns- son, sem nú er orðinn kunnur um alla Norðurálfuna. — — í íslenzkri sönglist skipar hann svipað sæti og Kjarval í málaralistinni, Einar Jóns- son i myndhöggvaralistinni og Krist- mundur Guðmundsson í bókmennt- unum. Allir hafa þeir borið nafn ís- lands langt út um heiminn. — •— E. S. hefir aldrei fyr sungið í Noregi. Úti um heiminn hefir hann gjört ís- land kunnugt fyrir miljónum manna, ekki sízt gegnum enskar og amei’ísk- ar útvarpsstöðvar og kunnir söng- dómarar (verdenskritikken) hafa oft fariö um hánn loforðum. Við til- færum hér brot af ummælum, sem birtust um hann í „Le monde rnusi- cal“ 'í París fyrir nokkrum árum síð- an. þar segir: Islenzki tenorsöngvar- inn E. S. hefir óvenjulega kraftmikla •og auðsveipá íödd. Meðférð hans á Scarlati og Perpolese var sönn list, þó kom snilld hans é. t. v. bezt fram i íslenzku söngvunum". Hjónabaiid. Nýlega voru gefin sam- an hér í bænum ungfrú Sólveig Ey- jólfsdóttir og Eysteinn . Jónsson skattstjóri. Sundnámskeið í Reykjavík. Að íil- hlutun í. S. í. verður sundnámsskeið lxaldið í Reykjavík í maímánuði n. k. fyrir sundkonnara og aðra þá, sem vilja vinna að aukinni sundkunn- áttu hér á landi. Námsskeiðið á að standa yfir í mánaðartíma og hefst. l. mai. Kennslan vcrður ókeypis og bæði bólcleg og verkleg. í sambandi við náihsskeiðið verða lialdnir fyrir- lestrar um björgun, lífgun og nyt- semi sundkunnáttu. Aðaláhersla verður lögð á það að kenna nem- endum/ til hlítar almenn sund, björg- un og lifgun, einnig skriðsund (crawl) og dýfingar, ef þess er ósk- að. Yfirleitt eiga sundkennarar að geta fengið alla þá sundmenntun á liámsskeiðinu, sem þeir óska að fá. Er hér því ágætt tækifæri fyrir sund- kennara til framhaldsnáms. Aðal- kennarar námsskeiðsins verða þeir Jón og Ólafur Pálssynir. Hjónabaiid. I dag verða gefin sam- an 'í hjónaband ungfrú Nanna Ólafs- son (dóttir Gísla sál. símastjóra) og Ilalldór P. Dungal, auglýsingastjóri Útvarpsins. Lorentz Hop. Hinn frægi norski snillingur Lorentz Hop, ætlar að halda hér sina fyrstu hljómleika á fimmtudaginn kemur. þetta verður nýstárleg og einstök skemmtun, þar sem Lorentz IIop er mesti sniílingur, sem nú er upp i IIarþangursfi ð 1 u 1 eik Hann er nýkominn heim úr sigurför um gjörvalla Ameríku og mun því marga fýsa að hlusta á þennan ein- kennilega listamann, sem handleikur fiðiu sína með afburðasnilld, fjöri og ástríðu. Iiér í lleykjavík má búast við að hvert sæti verði skipað í Gamla Bíó, er þessi ágæti listamaður lætui' til sin heyra. N. María Markan söng í Hamborgar- radio 11. des. f. á. nokkur íslenzk lög í sambandi við fyrirlestur um ís- land, eins og getið var um í blöðurn hér. Um söng hennar skrifar dr. Walter Hopke í „Der Rundfunk- hö'rer“ 5. jan. þ. á. þannig í íslenzkri þýðingu: „þegar ég opna viðtæki mitt, hittist svo á að verið er að til- kynna, að nú eigi menn að fá að heyra Maríu Markan syngja, ein- hverja fegurstu kvenrödd íslenzka. það má maður ekki láta fram hjá sér fara. Auk raddarinnar er veit að leggja eyrun við íslenzku lögunum. Ef til vill er listagildi þeirra ekki svo ýkja mikið, en þau eru mjúk, þrungin tilfinningu og þunglyndisleg og hrífa hugann. Og fögur er þessi rödd og íestuleg. Fylling og hlýleiki er á yfirborðinu, en undir niðri er eldur og heitar tilfinningar. Röddin rnundi betur hæfa óperulögum en þessum einföldu og iátlausu alþýðu- lögum. Hver sem á yfir slíkri rödd að ráða, ætti ekki að láta neina örð- ugleika aftra sér frá að ná lræstu stigurn listarinnar“. Kolstad, forsætisráðhera Noi’ð- manna, er látinn. Stjórnarskipti eru nýorðin í Frakk- landi. Laval baðst lausnar, að feng- inni vantraustsyfirlýsingu, en við tók Tardieu, áður forsætisráðherra og nú siðast utanríkisi’áðhei’ra i ráðuneyti Laval. Lappómenn i Finnlandi draga sam- an lið og stefna Jjví í áttina til Helsingfors. þeir ásaka stjórnina fyr- ir, að hún liafi ekki gengið nógu hart fram gegn jafnaðarmönnum. Stjómin hefir kvatt herinn lil vopna. Frá Bandaríkjunum. Öldungadeild þjóðþingsins hefir fellt frumvarp La Follette, sem fór fram á 75 milj. dollara fjárveitingu til hjálpar bjarg- arvana atvinnuleysingjum. ----O---- Iieikhúsid. Leikfélag Reykjavíkur hafði í fyrra- kvöld frumsýningu á tveim smáleikj- um, sem ekki hafa sézt hér áður á leiksviði. Annað er gamanleikur og heitir „Afx’itið“. Hinn leikurinn, „Ranafell“, er eftir fæx’eyskan mann, I-Ieinesen að nafni. Gamanleikurinn „Afritið1', ijallar um ástarþanka ungrar konu, einnar af mörgum á þessari órólegu öld, sem hvergi þrífast í neinu hjóna- bandi, eiginmann hennar og tvo elsk- huga. Arndís Björnsdóttir leikur ungu konuna mjög ánægjulega. Ind- riði Waage leikur eiginmanninn, Brynjólfur Jóhannesson gamla elsk- hugann og Alfreð Andrésson þann nýja, sem konan ætlar að hlaupast á brott með, að honum sárnauðug- um. „Ranafell" ’er sorgarleikur í tveim þáttum. j)að mun vera fyrsta. fær- eyska leikritið, sem sýnt er hér, enda sem eðlilcgt er eigi um fjölslu-úðug- an garð að gresja í þeirri grein bók- menntanna hjá svo fámenm-i þjóð, sem Færeyingar frændur vorir eru. En margan fýsir sjálfsagt að sjá þennan leik, þótt ekki ^æri nema vegna upprunans. Leikurinn fer íram í Færeyjum. þórir bóndi í Ranafelli er maður hníginn á efra aldur, harðlynaur og ann óðali feðra sinna meir en öllu öði-u. Til þess að sameina tvær beztu jarðirnar í sveitinni segir hann skilið við Ólöfu æskuunnustu sina og geng- ur að eiga dóttur efnaðs nágranna. En sambúðin verður köld. Kona þóris deyr ung. Börn hans verða honum fráhverf. Sonur hans hrekst úr fóður- garði og dóttir hans vill sjálf ráða gjafoi’ði sinu. Allan þennan tíma hef- ir Ólöf dvalið sem óbreytt vinnukona í Ilanafelli. Hún hefir horft á það, hvernig skuggi ógæfunnar lagðist „yfir Ranafell og hálfan dalinn". Olöf er skygn og berdreymin. Hún veit, að voði stefnir að bænum og sendir fólkið burt. þau þórir eru tvö ein heima. J)á rekur hún honum haima sína og ást, sem enn er ófyrnd, og tjáir honum, að hún lxafi fyriríarið barni þeirra, er hann varð lienni fráhverfur. þá hrynur skriðan úr Ranafelli yfir bæinn, og tjaldið fellur. Aðalhlutverkin, Ólöfu og þói’i, leika þau Ingibjörg Steinsdóttir og Har- aldur Björnsson. Ingibjörg hefir áð- ur leikið Steinunni í „Galdra-Loíti" og Agnesi i „Dauða Nathans Ketils- sonar“, en fyrir tveim árum fór hún til leiklistarnáms erlendis, og liefir ekki leikið hér síðan í'yr en nú. Leikui' hennar var tilfinningaríkur og Rðssieskiif virir: Irúgmjöl, hveiti, hrisgrjón, eldspýtur timbur, sement, kol, salt o. fl. eru þær ódýrustu, sem fást. V örugæði viðurkend. Kaupmenn og kaupfélög, leitið tilboða! Ulenzk-Rússneska Verzlunarfélagið h.f. Einkaumboð fyrir Utanríkisverzlun Ráðstjórnarríkj. Hafnarstræti 5, Reykjavík. Sími 1493. Símnefni: Isruv. víða fallegui’. Sigríði dóttur þóris leikur Sólveig Eyjólfsdóttir. Hún sómir sér vel é leikaviði, én hlut- verk hennar gefur p.Vki t.il^fnl til mikilla tilþrifa. Jón Aðils leikur Símon son þóris, fulltrúa hins nýja tíina, og hefði víst mátt gjöra eitt- livað úr því hlutverki, ef efni stæðu til. að einstaklingurinn sem þaö notar í svip, hafi sömu hvöt tii að gera því til góða og hann ætti það sjáli'ur, og þannig, að unibætuxnar vei'ði eklú bundnar í jarðarvei’óinu við sölu, heldur verði tryggt, að þær verði til þess að létta niðjum okkur iífsbai’- áttu þeirra. IV. Um áratugi höfum við íslendingar búið við úrelt ábúðarlög. þau hafa legið á leiguiiðum sem mara og ver- ið sem hemill á íramkvæmdum. Jafnframt hafa þau stutt að því að I jarðir lentu 1 „braski“ og orðið til ^ þess að margar jarðir hafa koxuizt í ceðlilega hált verð. Hér er þó margt í'leira, sem hei'ir hjálpað til, en út i það skal ekki í'arið. ])að var þvi kominn tími til þess að fara að breyta ábúðarlögunum, þegar frumvarp um það kom fram frá milliþinganefnd þeirri í landbún- aðarmálum, sem setið hefir nú und- anfai’ið (Jörundur, Bemharð og þór- : arinn). En Alþingi mun ekki hafa fundizt , að því lægi á. þing eftir þing var það saltað af landbúnaðamefnd neðri deildar, og loks á síðasta vetrarþingi kornst það frá nefndinni. En svo er líka sagan öll. Lengra er það ekki komið enn. í allverulegum atriðum ; var ætlast til þess, að hreytt væri til bóta með frumvarpi því er ffá milliþinganefndinni kom. það í’ýmk- ; aði um hendur leiguliða, en áðui- ; varð helzt ‘ekki annað séð en jaríj- j eigendur hefðu mestu ráðið um þessa ! löggjöf. það hafa þá líka bæði fyr og síðai’, ýmsir af þeim bænducij sem eiga hvað i'lestar jarðir á leigu, setið á Aiþingi, og þá vitaniega ráðið miklu um þetta ei'ni. En þó margar umhætur væru i fruinvarþinu ,eins og það lá fyi’ir, þá var gleymt að taka sérstakt tifiit til jai'ða þess opinbera, og ekki lieldur sjáanlegt, að ætlast væri til þess að liætt yrði að selja þær. En þessu livorugu má gleyma. það þarf að vei’ða löyákvcðið að allar þjóð- og kirkjujarðir, sem ekki eru ákveðnar sem fastir bústaðir em- bættismanna, eða á annan hátt ákveðnar til opinberrar starffækslu, verði leigðar á erfaulega erfðafestu. Afgjaldið þarf að vera fast ákveðið, t. d. 6% af íasteignamati og það má ekki hækka meðan sama ætt heldur ábúðinni. Jarðabætur má ekki taka upp 1 af- gjald eins og nú er, og ieiguliðar þess opinbera verða að fá að veðsetja jarð- irnar, fyrir lánum til húsabóta. Upp- hæö tónsins má fastákveða og miða við afgjaldið. Ennfremur þurfa leiguliðar að fá að hafa frjálsar hendur til þess að skipta jörðunum milli barna sinua. Að liinu leytiuu þarf það opinbera líka að.hafa aðgang að því að geta skipt jörðunum, en þegar til þess þarf að taka, þer vitanlega að greiða ábúanda fyrir það, sem jörðin hefir hælckað í mati af hans völdum. Að hinu leytinu eiga . þau kjör, sem ábúandi býr við, að vera góð, að það opinbera á að eignast alla verðhækk- un landsins, þegar ættin hættir að nota jörðina og ný ætt tekur við henni. Um úttekt, kaup og sölu á húsum jarðarinnar þegar ábúanda- skipti verða, þarf skiljanlega að setja ákvæði, en þar gæti ýmislegt liið sama gilt og um aðrir jarðir. Loks þurfa að setjast ákvæði um það hvernig ábúðarrétturinn erfist, og að liann geti ekki gengið kaupum og sölu, inn í frumvarpið. þegar kafla um þetta efni er bætt við og frumvarpið að öðru leyti lag- að ofurlítið enn, leiguliðum í hag, þá fyrst hættir eigingirnin að knýja fáa sjálfseignarbændui', til að gera mikið fyrir sjálfan sig, en þá kemur fjöld- inn með vegna framtíðarinnar. V. En jafnframt því, sem ábúðarlögin eru bætt, þarl að afnema lögin um sölu þjóð- og kirkjujarða. Og ekki nóg með það, það þarf aftur að fara að vinna að því jarðii’nar komist í opinbera eign. þetta verður að gera með með því að verja afgjaldinu; sem sem kemur inn eftir jarðirnar og lóðirnar, sem það opinbera á, til þess að kaupa þær jarðir, sem bjóðast í irjálsri verzlun fyrir jarðamatsverð. Margur kynni að hyggja að það yrðu ekki margar jarðir, sem það opinbera fengi keyptar í frjálsri verzlun fyrir jarðamatsverð. En mín spá er sú, að þær yrðu fleiri en hægt væri að kaupa. Ég veit af bændum, sem hugsa mikið um það, hvernig þeir geti tryggt jarðimar i sinni ætt, og losað þær undan braski, og sem hugsa um að gefa þær, líkt og Helgi sál. í þykkvabæ gerði. Svo er hún mikil, breytingin, sem orðið hefir á hugsunarhætti manna í þessu efni. það er mér kunnugt um frá ferðum mínum um landið. J)vi er ég ekki hræddur um að ekki bjóðist nægar jarðir. í' öðru lagi er alveg nauðsynlegt að húa svo um, að styrkur sá, sem veitt- ur er eftir jarðræktarlögunum, verði ekki íestur í jörðunum við kaup og sölu, heldur komi niðjunum að not- um, og létti þeim lífsbaráttuna. Um þetta þarf líklega sérstök lög, en líka mætti lcoma kafla um það inn i ábúðai’lögin. VI. ! Nú stendur yfir „kreppa“. Menn greinir á um orsakir hennar, og vel má vera að þær séu mai’gar. En ætli ein af þeirn helztu sé nú ekki það, að landið hefir verið gert að eign einstaklinganna, og þar með lokað fyrir fjöldanum. í hverju lýsir krepp- an sér? Lýsir liún sér ekki fyrst og íremst í því, að rnargan manninn vantar lífsnauðsynjar, eða peninga — ávísun til að kaupa líísnauðsynjar íyrir? Margir menn eru, sem ekkert hafa að gera, vinna sér þessvegna ! ekkert inn, og geta því ekki keypt sér lífsnauðsynjarnar. Og þeir geta ekki sótt þær í skaut jarðarinnai’, I því þeir eiga ekki jörðina. Hún er ! eign annara einstaklinga. Gætu þeir haft greiðan aðgang að henni, og þar með að því að afla sér lífsnauðsynj- ann, er enginn vafi á, að þeir gerðu það heldur en svelta. því er það efa- laust, að ein leiðin til þess að fyrir- -byggja, að „kreppur" endurtaki sig, er sú, að búa svo um ábúðarlögin, • að landið vei’ði opið fyrir öllum er vilja nota það. Og það verður ekki ' gert betur með öðru en því að vinna að því að landið eignist sig sjálft, ríkið eignist jarðimai’ og lóðimar. Hér er enn ein ástæða til að breyta um stefnu í þessum málum, hætta að selja kirkju- og þjóðjarðirnar, en fara að bæta við þær fleiri, og byggja þær með þeirn kjörum, að á þeim verði unnar framkvæmdir, sem niðj- arnir njóti og sem létta þeim lífs- hai’áttuna. VII. Senn kemur Alþing saman. Fulltrú- ar þjóðarinnar setjast á í’ökstóla og íara að ræða nauðsynjamál hennar. En eru þau nú mörg nauðsynjamál- in, sem skipta þjóðina meiru en það hvernig búið er að moira en helming bændanna? Og eru þau mörg nauð- synjamálin, sem skipta þjóðina meira en það hvernig búið er í hag fyrir niðjana? Og ætli þau séu mörg nauðsynjamálin sem skipta þjóðina meira en það, hver grundvöllur verð- ur lagður að framleiðu lifsnauðsynj- anna, sem framleiddar eru hér i landi, og sem framleiddar verða í íramtíðinni? Ég hygg ekki. Og allt þetta, og raunar fleira, verður að ieysast með ábúðarlögunum. Annars verða þau ekki viðunandi. Ég vona að nú sitji svo margir menn á Al- þingi, með skilningi á þessum mál- um, að þeir láti ekki lengur ábúðar- lagafrumvarpið liggja undir koddan- um, heldur dragi það nú fram, og aígreiði það í þvi formi, að það verði bændum og þjóðinni allri til bless- unar. Og vissir mega þeir, sem á þingi sitja, vera um það, að því verður veitt eftirtekt af bændum landsins, hvernig þeir koma fram i þessu máli. PéU Zóphóniasson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.