Tíminn - 12.03.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.03.1932, Blaðsíða 1
©faíbferi 09 afa,reioshimaí>ur Cimans rt Kannpcig £>orsícinsöóttir. fovf jaraötu 6 a. ¦SeyrjoxMf. 2£farei5sía Cimans er. i Cœfjaraotu 6 a. (Dpin 6aajega*fL 9—6 Sbtt 2353 XVI. árg. Reykjavík, 12. marz 1932. 11. blað. Eftir kosningarnar haustið 1923 komst Framsóknarflokkurinn í þá aðstöðu, að vera næststærsti flokkur þingsins, en í stjórnar- andstöðu. Þá eftir kosningarnar, á þinginu 1924, myndaði íhalds- flokkurinn stjórn, og í ráðuneyt- inu voru Jón Magnússon, Jón Þorláksson og Magnús Guð- mundsson. I flokki þeirra voru þá 20 þingmenn af 42. Ráðuneyti íhaldsmanna tók við völdum! í slæmu árferði. Jón Þorláksson tók að sér fjármálastjórnina. Það þótti þá líklegt, að tekjur ríkis- ins, eins og þær þá voru, myndu ekki hrökkva fyrir gjöldum á fjárlögum 1925. Jóni Þorlákssyni var þá nauðugur einn kostur, ef ekki átti að stefna í beinan voða um fjárhag ríkisins. Hann varð að fá þingið til að ganga inn á það, að ríkissjóði yrði aflað nýrra tekna. Ef þingið neitaði um þennan tekjuauka, var ekki ann- að sýnt en ráðuneyti íhaldsins yrði stefnt út í beinan voða í fjármálunum. Framsóknarmenn á þinginu 1924 áttu ráðuneyti Jóns Þor- lákssonar ekkert gott upp að unna. Þeir höfðu enga ástæðu til að óska þess að íhaldsflokkurinn ætti náðuga daga í stjórnarsæt- unum, eða ílentist þar. En Framsóknarflokkurinn taldi sig þá eins og áður hafa skyldur við þjóðiná. Hann þóttist hafa meiri skyldur til að forða ríkinu frá fjárhagslegu hruni en að steypa íhaldsstjórninni, þó vond væri. Þess vegna ákváðu Framsókn- armenn að styðja andstæðinga sína í því að sjá hag ríkissjóðs borgið. Þeir unnu í fjárhags- og fjárveitinganefnd með íhalds- mönnum sameiginlega að því, að afgreiða fjárlögin á þann hátt, að ekki væri hætta á ferðum. Þeir samþykktu tekjuauka handa ráðuneyti, sem þeir höfðu átt í harðvítugri kosningabaráttu við fyrir fáum mánuðum. Framsókn- armenn hafa aldrei iðrast eftir eftir þessu verki. Þeir unnu það vegna þjóðarinnar. Þeir komu fram eins og hverjum heiðarleg- um andstöðuflokki ber að gera, þegar óvæntir erfiðleikar krefj- ast sameiginlegra átaka. Síðan eru liðin 8 ár. Ástandið nú minnir að ýmsu leyti á á- standið 1924. Nú er kreppa í landinu, en munurinn þó sá, að kreppan, sem nú gengur yfir, er miklu váveiflegri en .erfiðleikarn- ir á fyrsta stjórnarári Jóns Þor- lákssonar. Allur heimurinn logar í viðskiptastyrjöld. Afurðir landsins hafa fallið í verði á skömmum tíma meir en dæmi eru til. Atvinnuvegirnir berjast í bökkum og þurfa á alM þeirri aðstoð að halda, sem unnt er að veita. Greiðslumáttur þjóðarinnar hefir farið stórlega þverrandi og tekjulindir ríkissjóðsins þorrið áð sama skapi. Eins og tímarnir eru nú, er brýn þörf á því að þing þjóðar- innar beiti allri sinni orku til að ráða fram úr þeim alvarlegu fjárhagslegu vandamálum1, sem nú steðja að. Þjöðin krefst þess. Afkoma ríkisins krefst þess. Og í öUum löndum unii gjörvaUan heiminn svo að segja, beita nú löggjafarnir afli sínu óskiptu að því að finna ráð við yfirvofandi hættum líðandi stundar. Aðkall- andi framfara- og menningarmál- urri er frestað, af því að alvara yfirstandandi tíma heimta til sín alla krafta óskipta. En hvernig er svo framkoma stjórnarandstöðuflokkanna nú á þessum alvarlegasta tíma, sem um langt árabil hefir komið yfir þetta land? Hafa þeir viður- kennt þann sama sannleika, sem almennt er viðurkenndur í öðrum löndum, að lausn kreppuvandræð- anna verði að sitja fyrir öllu öðru? Hvarvetna af landinu, frá öll- um stéttum þjóðarinnar, streyma áskoranir til stjórnar og þings um hjálp í neyðinni. Fulltrúar bændastéttarinnar hafa nú ný- lega á Búnaðarþingi lýst yfir því, að afurðir landbúnaðarins hafi á 2 árum fallið um 60%, og að náðstafanir verði að gjöra af hálfu hins opinbera til að bændur komizt ekki í þrot vegna vaxta- greiðslna og afborgana af lánum. Útgerðin er í háska stödd, og dýrtíðin í Rvík er að kvelja lífið úr verkafólkinu. Löggjafar og stjórn þurfa að hafa sig alla við til að finna leiðir til þess að tekjuöflun ríkissjóðsins verði fyrir komið á þann hátt, að byrð- arnar komi sem réttlátast niður og á þann hátt að þær verði sem minnst tilfinnanlegar fyrir þjóð- ina. Og daglega berast frá um- heiminum fregnir um ýmsar að- gerðir í viðskiptalöndum okkar íslendinga, sem nauðsynlegt er fyrir okkur að taka tillit til og afstöðu. Það ætti í rauninni ekki að þurfa að deila um það, hvert sé mál málanna í þessu þjóðfélagi eins og nú standa sakir. Það ætti að vera öllum skynbærum mönn- um ljóst, að þjóðin nú í bili þarf á óllu sínu að halda til þess eins að standa af sér stormana, sem á henni skella utan f rá af völdum heimskreppunnar. Umbætur og breytingar á okkar innri þjóðfé- lagsháttum verða að bíða, eftir því sem mögulegt er, þangað til við erum komnir yfir verstu tor- færurnar. Og fyrst og fremst verður að fresta öllum þeim að- gerðum, sem líklegar eru til að vekja sundrung í landinu og dreifa þeim kröftum, sem nú þarf að sameina til átaka. Framsóknarflokkurinn hjálp- aði andstæðingum sínum til að ráða fram úr kreppunni 1924. Hann gjörði það af því að hann taldi það skyldu sína en ekki af því að 'hann ætlaðizt til endur- gjalds frá íhaldinu fyrir það eða nokkuð annað. Hitt hefir Fram- sóknarflokkurinn viljað vona í lengstu lög, að andstöðuflokkar hans væru ekki gjörsneyddir því, að eiga ábyrgðartilfinningu í fór- um sínum, þegar mest á reynir. Ennþá er ekki örvænt um, að sú von muni rætast. En ýmsir viðburðir síðustu tíma benda þó í aðra átt. Það lítur út fyrir, að ýmsir af foringjum andstöðuflokkanna, bæði íhalds- og jafnaðarmanna, telji þetta óvenjulega erfiðleika- ár sérstaklega vel fallið til þess, að knýja fram gjörbreytingu á stjórnarfari landsins, að þeir telji nú stundina komna, til að breyta þeirri kjördæmaskipun, sem ríkt hefir í landinu frá upp- hafi, að þeir telji nú heppilegan tíma til stjórnarskrárbreytingar, og þar af leiðanda þingrofs og nýrra kosninga. Ef hið nýja stjórnarskrárfrv. þeirra félaga Jóns Þorlákssonar og Jóns Baldvinssonar yrði sam- þykkt nú á þinginu hlyti það lögum samkv. að hafa í för með sér nýjar kosningar á vori kom- anda með öllu því umróti, sem af þeim myndi leiða. Það er enginn vafi á því, að mjög víða um land, hugsa menn um þessi mál mjög á sama hátt. Menn getur greint á um, hvort stjórnskipunarlög Islands og skipun Alþingis sé á allan hátt svo vel fyrir komið, sem bezt yrði á kosið. Sumir- kunna að æskja mikilla breytinga, aðrir nokkurra, og enn aðrir engra. En eitt ætti að vera nokkurnveginn augljóst. Þetta ár er illa valið til slíkra breytinga. Og ómögulegt er að sjá það, að það geti skipt nokkru máli í lífi þjóðarinnar, hvort þessi mál eru tekin til úrslita- meðferðar árinu fyr eða síðar. Á þingmálafundum í Rangár- vallasýslu voru fyrir stuttu síðan samþykktar ályktanir þess efnis að skora á þing og stjórn, að fresta öllum frekari aðgerðum í kjördæmamálinu nú um stundar- sakir, og snúa sér í þess stað af alefli að úrlausn þeirra alvarlegu mála, sem nú eru sérstaklega að- kallandi. Það verður á engan hátt sagt, að hér sé um flokkssamþykkt að ræða. Við síðustu kosningar skiptust kjósendur í því kjör- dæmi nokkurnveginn jafnt milli tveggja aðalflokkanna. Annar þingmaðurinn er Framsóknar- maður, hinn íhaldsmaður. Þessir tveir andstæðingar sameinuðust um að krefjast þess, að af- greiðslu kjördæmamálsins yrði frestað. Það atvik sýnir, að einn- ig í þingflokki íhaldsmanna, ból- ar á þeirri skoðun, að í þessu máli yerði að beygja sig fyrir al- vöru líðandi tíma. Af því sem gjörðist á fundunum í Rangár- vallasýslu, er það sýnt, að Jón ól- afsson getur ekki fylgt þeim flokksmönnum sínum, sem heimta afgreiðslu kjördæmamáls- ins á þessu þingi. Á margan hátt er framkoma Jóns Þorlákssonar og félaga hans eftirtektarverð nú. Hliðstætt „ó- réttlæti" í kjördæmáskipuninni og nú er, hefir verið fyrir hendi um langan tíma. Þingmannatalan fór ekki eftir „höfðatölu" 1923, þegar íhaldið vann kosningarnar. Þá hreyfði íhaldið hvorki hönd né fót. 1927 hafði stjórn íhalds- flokksins heldur ekkert að at- huga við kjördæmaskipunina. Þegar Kristján Albertsson, sem þiá var ritstjóri| flokksins, ympr- aði á því, að kosningaúrslitin væru afleiðing af óréttlátri kjör- dæmaskipun, vaknaði miðstjórn flokksins upp með andfælum og gaf hátíðlega yfirlýsingu um, að henni dytti ekki í hug að fara fram á breytingu að svo stöddu. Síðan eru rúml. 4 ár. Og ekki verður séð, að þær stórbreyting- r ar hafi gjörst á þeim 4 árum, að þær gjöri það nauðsynlegt að Hvernig íhaldíð gabbar verkamena Lengi vel trúðu verkamenn hér á landi hiklaust á það, að í- haldið væri þeim ekki velviljað. Þeir tóku undir vígorðið: „Alt er betra en íhaldið". Þeim varð að þessu. Blöð Valtýs og Jakobs Möllers gerðu verkamönnum eig- inlega allt til skaða og skammar. Og í ræðum og við atkvæða- greiðslur í þinginu spörkuðu liðs- menn íhaldsins í hvert umbóta- mál Alþýðuflokksins. Það var sama hvort verkamenn biðja um vernd gegn ómamiúðlegri þrælk- un á togurunum, slysatryggingu við erfiðisvinnu, eða bættan húsakost. íhaldið var alltaf á móti. Það sýndi í orði og verki, að það vildi hafa sem mest upp úr vinnu verkamanna, en að öðru leyti skoða þá eins og lægri ver~ ur, sem fæddar væru til að strita fyrir betri menn þjóðfélagsins. Alþýðuflokkurinn hefir vaxið nokkuð ár frá ári. Hann hefir reynt að komast í meirihluta í Eeykjavík, en ekki getað. Hatm hefir fest rætur í ýmsum kaup- túnum úti um land. Hver er svo niðurstaðan orðin? Sú, að í Reykjavík er Alþýðu- flokkurinn stöðugt í minnihluta, kemur engu fram af áhugamál- um sínum, en íhaldið leikur sér áratug eftir áratug með efni bæj- arbúa. En í Alþingi hafa verkamenn og samvinnumenn verið í meiri- hluta síðan 1927. Fyrir samvinnu þeirra hefir komizt á talsverð umbótalöggjöf bæði fyrir sveit- irnar og sjávarsíðuna. íhaldið hefir jafnan lagt stein í götu hverrar slíkrar umbótar. En þegar íhaldið sá, að það gat ekki sigrað andstæðinga sína með hreinlegri baráttu, þá hugsaði það sér að reyna með lævísi. Og nú í nálega heilt ár hafa íhaldsmenn verið að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Alþýðuflokknum. Síðustu daga hefir rignt niður bónorðsbréfum í Vísi eftir Pál Steingrímsson og Jakob Möller. Nú eru gleymd öll hrakyrðin um Héðinn og Jón Baldvínsson. Nú koma þeir, sem alltaf hafa gert verkamönnunum allt til ills, fram eins og beztu vinir. Þeir biðja að- eins um eitt: Að fylgja sér að málum til að eyðileggja vald sveitanna. Ólafur Thors skrifar greia í Mbl. í gær, og sýnir hún hinn fláa hug hans. Hann talar um kaupið á togurunum. Segir það sé of hátt. Togaraeigendur hafi sagt því upp, en verkamenn hafi ekki einusinni virt þá svars. En menn eins og hann geti ekki lát- ið Reykvíkinga svelta. Þessvegna fari skipin á stað með sama kaupi og áður, og engin breyting muni verða um landkaup. Þetta lítur allt vel út. ólafur Thors og Möller klappa á veðurbitinn vanga verka- mannsins og endurtaka að þeir ætla að elska fátækhngana í kjöll- urum og hanabjálkaloftum að minnsta kosti um stund. En þessi ást Ólafs og Jakobs er þeim ekki dýr. Mjög mikið af atvinnurekstrinum er fullkomlega á ábyrgð bankanna. Eigendurnir eiga ekkert í skipi eða útgerð. Og Jakob og Ólafi þykir gott að láta landssjóð borga, ef atvinnurekst- urinn verður of dýr. Og þeir félagar hafa annað ódýrt ráð. Skipin hafa legið um stund, þó að mokafli sé við Jand- ið. En útgerðarmenn setja skipin á flot 5—6 vikur þegar fiskl- gengdin er mest. Að því búnu binda þeir skipin fjölga marga mánuði. Það segja íhaldsmenn að komi af því, að framleiðslan sé of dýr. Og sjómennirnir eiga að trúa því, að það sé óviðráðanlegt. 1 atvinnuleysinu eiga þeir að þakka ólafi og Jakob hvað þeir hafi verið vænir að láta kaupið knýja fram með stjórnarskrár- breytingu þingrof og nýjar kosn- ingar núna í miðri kreppunni, þegar þjóðinni ríður mest á, að trúnaðarmenn hennar fái vinnu- frið. Aðstaða Jóns Þorlákssonar verður enn óskiljanlegri, þegar þess er gætt, að tillögur hans 1 kjördæmamálinu eru þann veg vaxnar, að óhugsanda er, að nokkurntíma geti náðst sam- komulag um þær, jafnvel í hans eigin flokki. Hvað sem öðru líður getur þjóðin ekki verið þekkt fyrir að samþykkja þá skipun á þingkosningum, sem verða myndi óframkvæmanleg og til athlægis um allan heim. Með tilliti til þess hefðu einnig forkólfar þeirra manna, sem mestar heimta breytingar, ástæðu til að óska sér lengra umhugsunartíma. Ýmsir formælendur breyttrar kjördæmaskipunar láta nú mikið yfir því, að stjórnarandstæðing- ar muni nota stóðvunarvald sitt i efri deild til að gjöra þingmeira- hlutanum ómögulegt að afgreiða fjárlög. Að þeir muni neita um framlengingu þeirrar skattalög- gjafar, sem nú um langt skeið, og það í venjulegum árum og 1 góðærum hefir verið óhjákvæml- leg til að bera ríkisbúskapinn uppi. Þessa leið hafa stjórnar- andstæðingar vitanlega á valdi sínu. Að óreyndu miáli vill Tím- inn ekki væna þá um að beita slíkri aðferð. Þjóðin æskir ekki nýrra kosn- inga. Hún væntir þess af fulltrú- um sínum, að þeir gefi gaum að þeim erfiðleikum, sem allt starf- anda fólk í landinu á nú við að búa. Þjóðin veit, að breytingar á kjördæmaskipuninni kosta bar- áttu, meiri baráttu en hún hefir efni á, eins og nú standa sakir. Þjóðin heimtar það öll, á sama hátt og Rangæingar á þingmála- fundunum fyrir nokkrum vikum síðan, að lausn kreppumálanna sé látin ganga fyrir öUu öðru. Framsóknarmenn munu ekki a þessum alvarlegu tímum stofna til neinnar þeirrar baráttu, sem fresta má að skaðlausu. Og þáð mega þeir vita, sem öðruvísi líta á það mál, að slíkum aðgerðum fylgir mikil ábyrgð, og að þeir, sem til baráttunnar stofna, verða líka að standa reiknings- skap gjörða sinna, þegar þar að kemur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.