Tíminn - 19.03.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.03.1932, Blaðsíða 2
44 ! i] TÍMINN I t 1 I Asa Jóhannesdóttir | írá FjailL Hinn 17. þessa mánaðar andaðist Ása Jóhannesdóttir frá Fjalli í Að- aldal, á Landsspítalanum, eftir stutta legu. Hún var dóttir merkis- hjónanna Jóhannesar þorkelssonar á Fjalli og konu hans Svövu Jónas- dóttur, og systir þorkels Jóhannes- sonar meistara. Ása heitin var kona góð og göfug eins og hún átti kyn til. Hún hafð i fengið fjölbreytta menntun í æsku og kom það henni að góðu haldi, er hún gerðist hin fyrsta húsmóðir á hinu nýstofnaða Kristneshæli. Siðar gegndi hún um stund sama starfi á Vífilsstöðum, unz hún giftist eftirlifanda manni sínum Oddi Ólaíssyni bókhaldara. Ása mun verða harmdauða öllum þeim er hana hafa þekkt. Manni hennar, frændum og vinum mun hún ætíð hugstæð fyrir gáfur, manndóm og drengskap. pingeyingur. draga úr hinni óleyfilegu bruggun og smyglun. Bruggarar og smyglarar mundu áreiðanlega vera litnir öðrum augum af allmiklum fjölda lands- manna, ef tiltölulega meinlaus drykkur, framleiddur í landinu sjálfu, fæst á löglegan hátt“. Vilmundur Jónsson flytur frv. um hámark launa, sem greidd eru úr ríkissjóði eða stofnunum ríkisins. Samkv. þessu frv. má „enginn em- bættismaður, opinber starfsmaður nó íastráðim*, starfsmaður við stofnan- ir rlkisins, sem tekur laun fyrir störf sín, er nema 4500 kr., auk dýrtíðaruppbótar eða meiru, án sér- stakrar lagaheimildar taka að sér önnur launuð störf". Flm. segir m. a. svo í greinargerðinni: „Ég, sem flyt þetta frumvarp, er áður en ég veit af orðixm einn af þessum bitlingaembættismönnum, með þvi að hafa nýlega sótt um og íengið embætti og tekið við því eins og það hafði verið búið fyrirrennara mínum. Og þó að mér hafi enn ekki verið sýndur neinn ójöfnuður, og þó að ég láti mér í léttu rúmi liggja níð pólitískra andstæðinga og öfund- armanna, sem reyna nú að fá fólk til að halda, að hér sé um að ræða persónuleg friðindi mér til handa, er ég hafi jafnvel búið mér sjálfur með óheiðarlegu móti, og óþekkt séu áður eða við tilsvarandi embætti, þá kann ég engu að síður illa þessu fyrir- komulagi og býðst hér með til að taka aflaiðingunum af því fyrir mitt leyti, að með öllu sé fyrir slíkt girt, ef eitt verður látið yfir alla ganga með samþykkt þessa frv.“. „f ráði var, að þm. G.-K. (Ólafur Thors) flytti þetta frv. með mér, en þegar til kom, vildi hann ekki líta við þvi. þá sneri ég mér til 2. þm. Reykv. (Einars Amórssonar) og 4. þm. Reykv. (Magnúsar Jónssonar), en þá hugði ég kunna bezt að vita, hvar skórinn kreppir í þessu efni. Báðir voru þó ófáanlegir til að ger- ast meðflutningsmenn, þó að óliklegt kunni að virðast". Haraldur Guðmundsson flytur frv. um br. á 1. um varðskip landsins og skipverja á þeim. Jafnaðarmenn í nd. flvtja frv. um breyting á samvinnulögunum. Breyt- ingin er þess efnis, að kaupfélög sem útvega vörur gegn staðgreiðslu, skuli undanþegin samábyrgðar- skyldu, en í þess stað komi 50 kr. stofnsjóðsframlag frá hverjum fé lagsmanni og' ábyrgð fyrir jafnhárri upphæð. Sömu þingmenn flytja frv. um mannafla á íslenzkum eimskipum og mótorskipum. Jafnaðarmenn í nd. flytja frv. um virkjun Sogsins, að mestu leyti sam- hljóða því, sem flutt var á vetrar- þinginu í fyrra, m. a. farið fram á ríkisábyrgð allt að 7 milj. kr. íyrir Reykjavíkurbæ. Magnús Guðmundsson flytur til- lögu til þál. um að „skora á dóms- málaráðherra að veita Lárusi H. Bjarnasyni hæstaréttardómaraem- bætti það, er nú pr laust". Vilmundur Jónsson flytur till. til þál. um björgunarstarf og eftirlit með fiskibátum fyrir Vestfjörðum. Landbúnaðarnefnd nd. flytur frv. um breyting á aðíararlögunum. Sam- kvæmt þessu frv. skal undanskilja fjárnámi 100 kr. virði, ef skuldu- nautur á ekki fyrir heimili að sjá, en 500 kr. virði, ef hann á fyrir heimili að sjá og 100 kr. fyrir hvert bam. í eldri aðfararlögum (frá 1887) voru tilsvarandi upphæðir 20 kr. fyrir þann sem ekki átti fyrir heimili að sjá og 120 kr. fyrir þá, sem áttu fyrir heimili að sjá. — Umræður um þetta mól á síðaeta Búnaðarþingi eru tilefni þess, að frv. er fram komið frá landbúnað- amefnd. Jónas þorbergsson, Sveinbjöm Högnason, Steingrímur Steinþórs- son og Bergur Jónsson flytja frv. um heimild handa ríkisstjóminni til einkasölu á bifreiðum og mótorvél- um. Tilgangur með þessu frv. er tvennskonar: Að tryggja ríkinu þar tekjur af sölu bifreiða og mótorvéla, sem nú renna í vasa einstakra manna, en álagning ó þessar vörur er geisimikil. I öðru lagi að hafa eftirlit með því, að ekki sé fluttur inn allt of mikill fjöldi tegunda, misjafnlega vandaðra, sem m. a. hefir i för með sér erfiðleika um að hafa fyrirliggjandi birgðir af vara- hlutum. í greinargerðinni em ýmsar skýrslur, sem máli skipta í þessu sambandi. Árið 1930 voru til hér á landi 1539 bifreiðar. Innfluttar eru á árinu 1929 alls 67 tegundir og 101 tegund ó árinu 1930. — Árið 1930 voru til í landinu 47 mismunandi t.egundir af mótorvélum i báta. Inn- ílutningur þeirra vömtegunda, sem frv. gjörir ráð fyrir að einkasalan nái til, hefir verið sem hér segir að meðaltali á ári á árunum 1928— Fólksbifreiðar............kr. 647,000,00 Vöruflutningsbifr..........— 629,000,00 Mótorhjól..................— 17,527,00 Bifreiðahlutar.............— 299,333,00 Hjólbarðar.................— 268,000,00 Mótorar í skip og báta — 485,000,00 Aðrir mótorar..............— 44,000,00 Mótorhlutar................— 282,333,00 Kr. 2,672,193,00 þetta er innflutningsverð í höfn liér á landi. Flutningsmenn gjöra ráð fyrir, að álagning sé fráleitt undir 30% til jafnaðar og nemur þá brúttohagnaðurinn af verzluninni með bifreiðar og mótora um 790 þús- undum króna. Frv. uin sérleyfi handa „Trans- american Airlines Corporation" til flugferða um ísland hefir verið sam- þykkt i nd. og er komið gegnum 2. umr. í ed. í efri deild hafa verið gjörðar ó því nokkrar breytingar og þarf það því að fara til neðri deild- ar aftur, en fullvíst má teljast, að það gangi gegnum þingið. Frv. um kartöflukjallara og mark- aðsskála er komið gegnum neðri deild og nú til meðferðar í efri deild. Frumvörpum fjármálaráðherra um framlenging verðtolls og gengisvið- auka hefir verið tekið mjög fálega af stjórnarandstæðingum. Magnús Guðmundsson lýsti yfir því við um- ræðu um verðtollinn í neðri deild, að íhaldsmenn myndu ekki greiða atkvæði um nein tekjufrumvörp fyr en séð væri, hverja afgreiðslu kjör- dæmamálið fengi á þinginu. Við- víkjandi verðtolli og gengisviðauka er þó ekki um annað að ræða en að framlengja tekjulöggjöf, sem verið hefir í gildi, síðan 1924, að Jón þor- láksson varð fjármálaráðherra, og fjárlögin jafnan síðan miðuð við, að sá tekjustofn héldist. En eftir yfir- lýsingu M. G. lítur út fyrir, að íhald- ið hugsi sér að beita nauðsyninni á framlengingu þessara laga til að knýja fram stjómarskrárbreytingu nú á þessu þingi. — Jafnaðarmenn greiddu atkvæði móti verðtollsfrv. on um gengisviðaukann greiddu þeir ekki atkvæði. Fimmtardómsfrumvarpið er nú komið gegnum 2. umr. í neðri deild, en þar (í neðri deild) var það fram borið. Ailsherjamefnd klofnaði um málið, og var Bergur Jónsson fram- sögumaður meirahluta, en Einar Amórsson framsögum. minnahlutta. Meginatriði frv. nú eins og að undan- fömu eru þessi: Hæstiréttur er lagð- ur niður, en í stað hans kemur fimmtardómur, sem i öllum minna- háttarmálum er skipaður 3 dómend- um, en þegar um umfangsmikil eða mikilsvarðandi mál eru að ræða taka tveir af prófessorum háskólans sæti til viðbótar í dóminum. Atkvæða- greiðsla í dóminum skal vera opin- ber, og gjöra dómaramir sérstaklega grein fyrir rökum sínum, ef ágrein- ingur verður. Hið svokallaða dónv arapróf leggist niður, en það er í því fólgið, að dómarar sem fyrir eru í hæstarétti kveði upp úrskurð um það, hvort nýr dómari, sem skipa á í réttinn, sé „hæfur“ eða ekki, þannig að rétturinn að vissu leyti skipi sig sjálfur. þá er á ýmsan hótt betur tryggt aðhald að málfærslu- mönnum en nú er í hæstarétti. Nokkrar breytingatillögur komu fram, bæði fró meira- og minna- hluta, og gjörði minnihlutinn það að skilyrði fyrir fylgi við frumv., að breytingartillögur hans, þ. á. m. um að dómaraprófið héldist áfram yrði samþykktar. — En svo er nú komið, að íhaldið sér sér ekki fært að þverskallast við frumvarpinu í heild sinni — og viðurkenndi Einar Amórsson að það væri að ýmsu leyti til mikilla bóta frá því sem nú er, t. d. ákvæðin um opinbera atkvæða- greiðslu dómaranna. Umræður um málið, eftir að það kom úr nefnd, voru aðaliega milli framsögumannanria. Maldaði E. A. í móinn, og réði þar sýnilega meir flokksfylgi en vilji. Jón Auðunn hélt eina ræðu, sem áheyrandi í þinginu lýsti á þá leið, að hún hefði verið „ósæmileg fyrir vitleysu". ----o----- í íþróttaráð Austurlands (í. R. A.) hafa verið skipaðir til 1. jan. 1935: Séra Jakob Kristinnsson formaður, Arnfinnur Jónsson skólastjóri Eski- firði, Ingólíur Kristjánsson fimleika- kennari við Eiðaskóla, Theódór Blön- dal bankaritari Seyðisfirði og þórar- inn Sveinsson Norðfirði. Aðseturs- staður ráðsins er á EiÖum. t Lilja Jónsdóttir í gærdag andaðist á Landsspítal- anum frú Lilja Jónsdóttir, kona Bergs Jónssonar sýslumanns. Hún var enn bamung, og hin glæsileg asta kona. Heimili þeirra hjóna var fyrirmynd, og átti Lilja heitin sinn góða þátt í því. Munu margir vest- ur þar er harma sáran með eigin- manni og börnum þá konu, sem ekki var einungis húsmóðir síns heimil- is, heldur opnaði heimili sitt fyrir fjölmörgum þeim héraðsbúum, sem helzt þurftu þess með. Frú Lilja var hraust og heilsugóð þar til á síðastliðnu sumri og hausti að hún tók að kenna mikils sjúk- leika. Reyndist það að vera berkla- veiki, og svo áköf, að engin mann- leg hjálp gat þar bjargað. Hvammstangadeilan og MorgunblaðiS. Eftir að vinnudeila sú, sem stóð á Hvammstanga sl. haust, var til lykta leidd, kom greinaflokkur í Morgunblaðinu um málið. Var þar meðal annars veizt að ríkisstjóm- inni fyrir að hafa unnið að því að deilan yrði jöfnuð á þann hátt að verkarnannafélagið á Hvammstanga bæri sigur úr býtum. Jafnframt var dylgjað um það, að ég hefði verið verkfæri stjómarinnar við þetta verk. Ég taldi þetta svo auðsæja fjarstæðu, að ekki tæki að svara því. En í Morgunblaðið, sem út kom sl. sunnudag, skrifar Guðbrandur Jónsson á Spákellsstöðum grein, er hann nefnir „Bændur og jafnaðar- menn“, þar sem hann segir, að einn af forstjórum Sambandsins hafi skipað kaupfélagsstjóranum á Hvammstanga að láta undan kröf- um jafnaðarmanna þar. Á hann vafalaust við mig, þar sem enginn annar af framkv.stjórum Sambands- ins kom nálægt þessari Hvamms- tangadeilu. það er auðséð á þessum ummælum, að Morgunblaðið hefir þó getað fengið einhverja til að trúa því, að ég hafi verið meira en lítið viðriðinn Hvammstangadeiluna, þar sem því er haldið fram í fyr- nefndri grein, að ég hafi leitt h£ina til lykta með valdboði. Ég tel nú rétt að skýra í fám orð- um frá afskiftum mínum af þessu máli, þar sem annars mætti líta svo á, að staðhæfingar Morgunbl. Aðstaða ungra bœnda og rerkl. búnaðarkennsla i. Um alllangt skeið hefir íslenzka löggjaíarvaldið lagt verulega áherzlu á að gera bændastétt landsins létt- ara að auka ræktunin og bæta húsa- kynnin. Búnaðarfélag íslands hefir haft forgöngu um margháttaðar um- bætur í búnaðarstarfseminni hér á landi. Rikissjóður hefir veitt verð- laun fyrir aukna ræktun, hefir lækk- að til stórra v.erðið á tilbúnum áburði, og á þann hátt aukið stórum notkun hans. Að síðustu hefir ríkis- sjóður með lögunum um byggingar- og landnámssjóð hafið stefnubreyt- ingu í byggingarmálum sveitanna, sem mun verða afleiðingarík í fram- tíðinni. Húsakynni bændanna eru nú gerð þannig að þau verða varanlegri og uppfylla betur en áður þekkist kröfur samtíðarinnar í byggingarmál- mn. þessar umbætur eru góðar og nauð- synlegar það sem þær ná. En það þarf meira með ef landbúnaðurinn íslenzki á til framtíðar að geta verið það, sem hann hefir verið fram að þessu, líftaug þjóðarstofnsins. það má segja að þær umbætur, sem nú hefir verið minnst á, geri mest gagn þeirri kynslóð bænda, sem nú á jarðeignir landsins. Hin mjög aukna ræktun og nýju húsakynni, hafa bætt jarðirnar í sveitunum. Hið sama hafa gert hinar margháttuðu samgöngubætur. En um leið hafa jarðirnar orðið dýrari til stórra muna. Og þegar kemur til eigenda og ábúendaskipta, þá vandast málið. Jarðirnar verða óhæfilega dýrar fyrir eitt systkyni af raörgum, sem leyBir ættaróðalið út frá sameiginlegum erf- ingjum. Hið sama gildir um leigulið- ann, að afgjaldið af jörðinni getur orðið óeðlilega hátt, auk þess sem ábúðin er sjaldnast tryggð svo að vel megi kalla frá gengið, nema helzt á jarðeignum landsins. I ofanálag á þessa erfiðleika með hinar dýru jarðir kemur svo það, að heimilafjölgun verður næsta lítil i sveitunum, máske fremur hið gagn- stæða. Á sama tíma fækkar heimilis- fólkinu yfirleitt á gömlu jörðunum, bæði fyrir samkeppni kaupstaðanna, en jafnhliða af því að með meiri vélanotkun við framleiðluna minnk- ar fólksþörfin. Af þessu hlýtur að sjálfsögðu að leiða það, að heimila- fjölgunin í landinu gerist við sjóinn, en ekki í sveitinni. Bændastétt lands- ins hefir ekki enn séð nægilega glöggt. þessvegna hefir Alþingi meir og meir beint útlánum úr bygging- ar- og landnámssjóði að endurbýgg- ingum, en þrengt að kosti nýbýlanna. Nú sem stendur finnur unga fólk- ið í sveitinni mjög áþreifanlega að hér þarf töluverðu að breyta. þau bændaefni, sem eiga von á að taka við eignarjörð foreldranna kvíða erfiðleikunum við dýrleika jarðaxinn- ar, og að leysa út arf systkinanna. Bændaefnin, sem keppa um þann helming jarðeignanna, sem verða í leiguábúð, óttast að jarðarleigan verði of há og ábúðin ótrygg. Og loks kemur unga fólkið, sem út af flýtur í sveitinni, það sem ekki á aðgang að dýrri jörð til kaupa eða leigu, heldur er bókstaflega talað kastað út úr sveitinni á mölina, þar sem öll heimilafjölgunin gerist. Mér hefir nú á síðustu árum orðið það ljóst, að unga kynslóðin í sveit- inni sér þessa hættu. þeir sem kaupa dýru jaröimar af samerfingjum sín- um, hætta á að leggja á vaðið, svo og flestir þeir, sem náð geta samn- ingi um hina dýru og óvissu leigu- ábúð. En hinna landlausu bíður ekk- ert nema flóttinn úr sveitinni, oft að atvinnu, s.em þeir ekki óska eftir að liverfa að. Yfirleitt má fullyrða, að samhliða því að unga kynslóðin í landinu leggur fram krafta sína og dugnað við framleiðsluna, svo að varla verður á betra kosið, þá ríkir í hugum allmikils hluta af æskunni í sveitinni megn kviði út af dýrleika jarðanna, og að ekki eru enn nein veruleg skilyrði til heimilafjölgunar. Stundum leitar þessi réttmæta óánægjutilfinning útrásar í því að aðhyllast að einhverju leyti loft- kenndar og fráleitar hugmyndir um sameign jarða og íélagsbúskap að sið rússneskra sameignarmanna. þar sem einhverjir skynsamir og dugleg- ir æskumenn eru orðnir það að- þrengdir að þeim koma til hugar svo íjarstæðar úrlausnir, þar er orð- in þörf á umbótum, sem gagn er að í raun og vei-u. Ég vil ekki draga dul á, að mér linnst hin unga kynslóð hafa mikið til síns máls. Jarðeignir landsins eru orðnar óþægilega dýrar að kaupa þær. Hin ótrygga ábúð á leigujörð- unum er beinlínis háskaleg þeim, sern við hana eiga að búa. Og loks má segja, að það sé ekki beinlínis hyggilegt fyrir þjóð, sem á i raun og veru aðgang að óþrotlega miklu af góðu, auðræktanlegu landi, að halda því með nokkrum hætti lokuðu fyrir fólki, sem ætti að geta brotið nokk- uð af því og numið þar land að nýju. Ég álít að unga kynslóðin i landinu eigi með þrótti og skörungs- skap að beita orku sinni til að ráða fram úr þessu mikla vandamáli, og heita á hina eldri kynslóð til hjálpar í því nauðsynlega þjóðnytjastarfi. það hafa komið fram raddir um að landið hætti að selja jarðeignir sínar og keypti aftur meira eða minna af öðrum jörðum og leigði þær síðan með skynsamlegum hætti. það ei1 auðvelt að hætta jarðasölunni, og það er tvímælalaust rétt spor. það sem það nær. Hin lausnin verður að teljast mjög erfið. þjóðfélagið er ekki enn þess megnugt að kaupa allar jarðir i eign einstakra manna, kaupa þær háu verði og leigja þær sann- gjarnlega. Og jafnvel þó að ríkið hefði getað leyst fjárhagsþrautina, þá er eftir annar þröskuldur. Enn sem komið er, finna bændur svo mjög til hins aukna öryggis, sem persónu- eignin á landi veitir, að þeir vilja mikið á sig leggja til að heita eig- endur mikils hluta af jörðunum. Allt þetta þarf að hafa í huga þeg- ar reynt er að leysa úr þessum vanda. Jarðirnar í sjálfsábúð mega ekki verða of dýrar við eigendaskipti. Ábúðin á leigujorðum pari að vera trygg og loks þarf að greiða fyrir skiptingu jarða og fjölgun heimila í hverri góðri byggð á landinu. Að þessu sinni vil ég lauslega drepa á nokkrar leiðir, sem líklegar mættu þykja til að ráða fram úr þessu máli. Fyrsta atriðið er að hætta að selja jarðir ríkisins. þessi breyting er auð- fengin, og liggur frumvarp í þá átt nú fyrir Alþingi. Annað atriðið er jarðræktarstyrk- urinn og hlunnindi Byggingar- og landnámssjóðs. Ríkið þarf ekki frem- ur en það vill að afhenda þeim bænd- um, sem hlunnindin fá þetta fé sem persónulega eign. Ríkið getur lagt þetta fé fram í jarðirnar og látið það sem nú er gjöf til einstakra manna, sem þeir g«ta, selt komandi kynslóð- um, standa sem eign í jörðunum, sem ríkið lánar seinni ábúendum með hóflegum skilyrðum. Með þess- um hætti yrðu sjálfseignarjarðimar ekki jafn óhæfilega dýrar við arfa- og ábúendaskipti. þriðja atriðið er erfðaábúð. Nú er helmingur af bændum landsins leigu- liðar, sem búa við mikið réttleysi og óvissa um framtíð sína og barna sinna í bændastétt. Úr þessu má bæta með lögum um erfðaábúð á leigu- jörðum. Eins og Páll Zophoniasson hefir réttilega bent á, ætti ríkið að koma á erfðaábúð í jarðeignum sin- um, þjóðjörðum og kirkjujörðum. Síðan myndi hin sama löggjöf vafa- lítið verða látin ná yfir alla leigu- ábúð. Fjórða atriðið er jarðarleigan. Hún má ekki vera ósanngjarnlega há. Leigan má ekki hækka á jörðum fyrir umbætur rikisins, ræktunar- styrk, ódýr lán til hústgerðar, eða nýjar vegalagningar. Landsdrottinn verður að láta sér nægja, hvort sem það er ríkið eða einstakir menn, að fá lága vexti af hinni raunverulegu eign þeirra í jörðunum. Ef tekst að tryggja ábúendum nægilega lága leigu, og erðaábúð, þá hverfur mikið af þeim óþægindum, sem nú þjaka hina ungu bændastétt landsins. Og þessa umbót getur Alþingi gert, ef hinir umbótafúsu borgarar í landinu vilja beita kröftum sínum til að leysa þessa raun. Og loks er fimmta atriðið, heimila- fjölgunin í sveitinni. Hana verður að tryggja. Annars heldur meginhlutinn af hinu ræktanlega landi áfram að vera óræktaður, og hin fámennu dreifðu heimili finna hættulega mik- ið til einangrunar og skortir það ör- yggi, sem þéttbýlið veitir. Heimila- fjölgunina má á margan hátt tryggja,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.