Tíminn - 19.03.1932, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.03.1932, Blaðsíða 3
TÍMINN 45 Leitið til mín ef yður yantar Orgel-harmoníum frá Miiller eða Mannborg Eg hefi þau hér til sölu. Elías Bjarnason, Sólvöllum 5, Reykjavík og Guðbrandar Jónssonar væru rétt- ar. Rétt eftir að vinnudeilan byrjaði, átti ég tal við Hannes Jónsson kaup- félagsstjóra og hvatti þá til að leit- að væri samninga um málið. Úr þvi varð þó ekki að svo stöddu, en nokkru síðar talaðist svo til milli okkar Hannesar, að ég ætti tal við einn úr stjórn Verkamálaráðs Al- þýðusambandsins, sem verkamanna- félagið á Hvammstanga var þá búið að fela að semja um ágreiningsat- riðin, til þess að komast eftir að hvaða samningum hægt væri að komast. Talaði ég þrisvar sinnum við hann um málið, en engu varð umþokað frá þeim kröfum, sem verkamannafélagið setti fram í fyrstu. Ég skýrði kaupfélagsstjóran- um jafnóðum frá hvað málinu leið pg mun hann hafa ráðfært sig við ítðra vinnuveitendur á Hvamms- tanga, hvort gengið skyldi að þeim skilyrðum, sem verkamannafélagið setti. Endirinn varð sá, eins og kunnugt er, að verkamannafélagið fékk kröfum sínum framgengt. Mun kaupfélagsstjórinn o g aðrir vinnu- veítendur á Hvammstanga hafa talið réttara, eftir atvikum, að láta und- an kröfum verkamanna, þó að 6- sanngjarnar væru, heldur en að vera útilokaðir frá öllum samgöng- um á sjó svo og svo langan tíma, sem meðal annars hefði leitt það af sér, að verzlanir þar hefðu ekki get- að komið frá sér miklum hluta af haustvörunum. Önnur afskifti en þessi hefi ég ekki haft af Hvamms- tangadeilunni, og það eru tilhæfu- laus ósannindi, að ég hafi skipað Hannesi Jónssyni kaupfélagsstjóra að léta undan kröfum verkamanna enda hafði ég heldur ekkert vald til þess, og engum, sem þekkir Hannes, dettur í hug að tráa því, að hann hefði farið eftir slíkri skipun. það er annai’s merkilegt, hvað Morgunblaðið þykist hafa mikinn á- huga fyrir því, að kaup verkamanna úti um land hækki ekki. Hitt virð- ist því liggja í léttara rúmi, þó að kaup verkamanna hér í höfuðstaðn- um sé hátt. Vorið 1930 hælckuðu verkamenn hér kaup sitt úr kr. 1,20 um klt. upp í kr. 1,36. þá hreyfði blaðið engum mótmælum, en ein- mitt þessi kauphækkun mun hafa orðið til þess meira en flest annað, að hækka kaup víða út um land. þegar verkamenn é Hvammstanga fá vitneskju um hve kaupið er hátt hér í Reykjavík, þrátt fyrir örðugleika atvinnuveganna, vilja þeir fá sitt kaup hækkað, hversu ó- sanngjamt sem það er. Verkamenn þessir geta vitanlega ekki í fljótu bragði skilið, að þeir eigi að fá kr. þó* að erfðafesta' sé á ábúðinni. Systkini geta mjög auðveldlega fjölg- að heimilum á jörð foreldra sinna, við arfaskipti, og þá á hið sama engu siður við á eignum ríkisins. Um jarð- ir, sem eru í eign einstakra manna en í erfðaábúð gildir hið sama. Nýju heimilin yrðu að myndast í óræktaða landinu og hóflegar hætur að koma fyrir aðþi’engingu eldri heimila. Og landeigandi myndi alltaf fá meiri vexti af jarðeigninni, því meir sem tækist að auka ræktun og fjölgun býla, þó að löggjöfin yrði að sjálf- sögðu fyrst og fremst að líta á hag leiguliðans. Hér hefir verið lauslega drepið á þetta hið mikla vandamál landbún- aðarins, hinar dýru jarðir, og úti- lokun mikils hluta af æsku sveitanna frá að geta fengið afnot af ræktan- legu landi. Hættan sem vofir yfir landbúnaðinum í þessu efni, fer vax- andi með hverju ári, og réttmæt gagnrýni allinikils hluta ungu kyn- slóðarinnar í sveitinni er að verða að þungri öldu, sem þýðingarlaust er að ætla að brjóta á bak aftur með skilningsleysi og þröngsýni. Ef ís- lenzkur landbúnaður á að geta notið sín í framtíðinni eins og hingað til, þarf að gera landið eins ódýrt til af- nota eins og unnt er, tryggja í sveit- inni skilyrði til heimilamyndunar fyrir alla þá, sem þar vilja leggja fram krafta sína. II. Á sumarþinginu síðasta var sam- þykkt tiltölulega smávægileg breyt- ing á lögunum um byggingar- og landnámssjóð. Við Bjami Ásgeirsson höfðum oftar en einu sinni hreyft þessu máli og nú hefir það náö sam- þykki þingsins. Breytingin var fólgin 0,85 um tíamnn þegar verkamenn i Rvík fá kr. 1,36, þó að það kunni að vera réttmætt af því að svo miklu dýrara er að lifa hér. Ef Morgunblaðinu er nokkur al- vara með að kaupið lækki úti um sveitir landsins, ætti það að beita sér fyrir því að kaupið lækkaði hér, því að ef hægt væri að fá því fram- gengt, mundi kaupið brátt lækka annarsstaðar á landinu. En nú er fróðlegt að sjá, hvemig Morgunblaðs- mönnunum gengur, þegar þeir ætla sér að fara að fá kaupið lækkað. Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda sagði upp launasamningum við há- seta frá síðustu áramótum. Krafðist félagið, að kaup háseta lækkaði um 15% en verkamanna í landi20%. Morgunblaðið og útgei’ðarmenn hafa haldið því fram, að útgerðin bæri sig ekki með því kaupi, sem nú er, og það er vitanlegt, að hún hefir ekki gert það árið sem leið, Ætla mætti nú, að hér yrði ekki látið sitja við orðin tóm, heldur gerðu útgerðarmenn alvarlega til- í-aun til þess að fá kaupið niður og bjarga þannig útgerðinni. En hver verður endirinn á málinu? Togar- arnir leggja af stað til veiða hver eftir annan án þess að kaup sjó- manna eða verkafólks i landi sé nokkuð íækkað. þetta sýnir, að út- gerðarmenn treysta sér ekki til, þrátt fyrir sína sterku aðstöðu hér, 2 stór dagblöð og sterkan pólitísk- an meirahluta að baki, að leggja út í vinnudeilu við Sjómannafélagið og önnur verkalýðsfélög með Vei’ka- málaráð Alþýðusambandsins í broddi fylkingar, af ótta við að þeir muni tapa deilunni, Sigurður Kristinsson. —0----- Fréttir Atvinnuleyfi útlendinga. Alþingi hefir borizt erindi, þar sem á það er skorað m. a, að taka nú þegar „til rækilegrar athugunar, hverjar ieiðir séu til þess að takmarka end- urnýjun dvalar- og atvinnuleyfa út- lendinga, sem atvinnu stunda hér á landi, en sem hérlendir menn eru færir til“, Ennfremur er talið æski- legt, að þegar um það er að ræða, að veita atvinnuleyfi erlendum mönnum, sé „leitað álits þess félags, sem hlut á að máli um það, hvoi't ekki sé völ á innlendum mönnum til starfsins". Erindið er undirritað af fulltrúum fyrir Verzlunarmanna- félagið Merkúr, Matsveina- og veit- í því, að Alþingi heimilaði Búnaðar- bankanum að lána með góðum kjör- um hófl.egar upphæðir til að reisa viðunanleg húsakynni fyrir fjögur kennslubú, eitt í hvei’jum1 lands- fjórðungi. Á búnaðarþinginu í vetur hreyfði ég þessu máli stuttlega og fékk nýjung þessi þar hinar beztu undirtektir. Menn munu spyrja: Hver er til- garigur þessara kennslubúa, og hvaða samband er milli þeirra og bollalegg- inganna um erfðaábúð og heimila- fjölgun í sveit. Ég vil reyna að út- skýra þetta í sem fæstum orðum. íslendingar eiga nú tvo búnaðar- skóla. þar er tveggja ára nám. Fram að þessu hefir nám þetta aðallega verið fræðilegs efnis, en minni stund lögð á verklega kennslu. þetta tr að vísu að breytast. Verklega kennslan er að aukast í búnaðarskólunum og hún mun vafalaust verða aukin enn, að verulegum mun. En tveggja ára nám á bændaskólunum er nokkuð langt. Og auk þess geta þessar tvær stofnanir aldrei rúmað nema fremur litinn hluta af hinni ungu bænda- stétt, meðan helmingur þjóðarinnar lifir i sveit Kennslubúin, eitt í hverj- um landsfjórðungi, eiga þessvegna að verða viðbót við búnaðarskólana, en sízt af öllu keppinautar þeii’ra. Bún- aðarskólarnir hljóta jafnan að vera þeir staðir, þar sem kostur sé hinn- ar beztu búnaðarmenntunar, bæði fræðilegrar og verklegrar, þó einkum hinnar fymefndu. En á hverjum tíma er fjöldi efnalítilla bændaefna, sem ekki getur sinnt löngu búnaðamámi. þeir vilja fá verklega þekkingu, læra fyrst og fremst af vinnunni, hvemig þeir eiga að taka á viðfangsefnum samtíðarinnar. Ef ungur maður hér á íslandi seg- ir: Mig langar til að læra vel að ingaþjónafélag íslands, Félag ísl. hljóðfæraleikara, Stýrimannafélagið, Trésmiðafélagið, Úrsmiðafélag Reyk- javíkur, Kennarafélagið, Símamanna- félagið, Sölumenn í Rvík, Bakara- sveinafélagið, Félag járniðnaðar- manna, Rafvirkjafélag Rvíkur, Fé- lag ísl. hjúkrunarkvenna, Sjómanna- félág Rvíkur, Málarasveinafélagið, Hið ísl. prentarafélag, Klæðskerafé- lagið, Hárgreiðslukvennafélagið, Rakarasveinaf élagið, V eggfóðraraf é- lag Rvíkur, Bifreiðastjórafélagið „Hreyfill”, Verzlunarmannafélag Rvíkur og Ljósmyndarafélag Rvíkur. Leikfélag Reykjavíkur sýndi á fimmtudagskvöld var nýútkominn sjónleik eftir Emar H. Kvaran. Leikurinn er saminn upp úr skáld- sögunni „Sambýli” og heitir „Jósa- fat“ eftir aðal söguhetjunni. Efni leiksins er því áður þekkt, og verð- ur ekki um það rætt hér. Haraldur Björnsson leikur Jósafat. Gunnþór- unn Halldórsdóttir leikur Grímu gömlu. Friðfinnur Guðjónsson leik- ur Grim innheimtumann Jósafats. Indriði Waage leikur vitfirringinn, son Grímu. Frú Finndal og Gunn- stein lækni leika Arndís Björnsdótt- ir og Viðar Pétursson. — Mesta at- hygli vakti að þessu sinni leikur Gunnþórunnar Halldórsdóttur í hlut- verki fátæku ekkjunnar, sem bar Jósafat út úr eidinum. Létu áheyr- endur það í ljósi með lófataki .oftar en einu sinni. Og yfirleitt tókst sýn- ingin vel, að undanteknu hlutverki Viðars Péturssonar. Læknirinn er að vísu mjög vafasöm persóna af hendi höfundarins, og veranaði í meðferð- inni, Viðar Pétursson er sjálfur mjög myndarlegur maður, en virð- ist enga leikarahæfileika hafa, m. a. óheppilega rödd. Hann ætti ekki að eyða tíma sínum á leiksviðinu. — Húsið var troðfullt. Að lokinni sýn- ingu var höfundurinn kallaður fram á leiksviðið og hylltur þar af áhorf- endum. Nýlátinn er á Seyðisfirði einn af elztu og vinsælustu borgurum þar, Sigurjón Jónsson Sigurðssonar fræði- manns í Njarðvík. Sigurjón var af hinni alkunnu kraftamannaætt i Njarðvík. Kvæntur var hann Maríu Guðbi'andsdóttur þorlákssonar prests Hallgrímssonar á Skinnastað. Sonur þeirra er Jón prentari í Reykjavík. Banamein Sigurjóns var krabbamein. Leiðrétting. í frásögninni um Bún- aðarþingið, sem birtist hér í blaðinu 5. þ. m., hefir slæðst inn sú villa, að tillögumar um „rannsókn búnað- arhátta" og neíndarskipun í þvi skyni hafi verið afgreiddar sem ályktun. þær urðu eigi útræddar að þessu sinni. Trúloíuu. Um siðastliðna helgi hirða sauðfé, kýr, hesta, svín eða hænsn, þá er sá maður töluvert illa settur. Hér eru að vísu mörg heimili, þar sem vel og myndarlega er farið með búpeninginn, þó að víða sé því miður áfátt. En ungu kynslóðinni stendur ekki beinlinis opinn aðgang- ur að þessum heimilum, og ekkert lieimili á landinu hefir, að frátöldum búnaðarskólunum búið sig undir að taka á móti aðkomnum unglingum beinlínis til að kenna þeim hirðingu og kynbætur húsdýranna. Svo rammt kveður að þessu, að þar sem byrjað er á stórbúskap eins og t. d. alifugla- rækt Einars kaupnmnns Einarssonar í Grindavík, þá er engin leið opin, nema fá útlenda menn til að vinna að þessari tegund búskapar. Hið sama mun hafa átt sér stað á sum- um hinna stærri kúabúa hér á landi. Tilgangur kennslubúanna er sá, að vera einskonar útvirki búnaðar- kennslunnar. þar á fyrst og fremst að kenna verklega hirðing og með- ferð allra þeirra húsdýrategunda, sem að til verulegra muna eru rækt- uð á íslandi. þangað eiga ungir menn að geta komið, dvalið þar vetr- arlangt og fram á vor þar til sauð- burði er lokið, og fengið að vinna að hirðingu búnpeningsins undir eftir- liti og meö daglegri kennslu manna, sem kunna til hlitar áð fara með þann búpening, sem bændur lands- ins lifa af. í umræðum út af máli þessu er þvi var fyrst hreyft á Alþingi, var tekið fram til andsvara gegn Jóni á Reyni- stað, sem hafði litla trú á þessu verk- lega námi, að kennslubúin þyrftu að vera eitt í hverjum landsfjórðungi, að minnsta kosti vegna sauðfjárrækt- arinnar. Hið sama á ekki við í öllum atriðum um sauðfjárrækt í hinum óliku landsþlutum. Sumt af því, sem birtu hjúskaparheit sitt ungfrú Guð- rún Rögnvaldsdóttir frá Stykkis- hólmi og Gísli Kr. Skúlason hús- gagnasmiður frá Skáleyjum á Breiðafirði, bæði til heimilis hér í Reykjavík. HéraSsskólamir í Reykholti og á Laugarvatni hafa námsskeið í vor, að lokinni vetrarkennslu. f Reyk- holti verður íþróttanámsskeið í maí. Eru þar hin beztu skilyrði, ágætt leikfimishús og hin fullkomnasta sundlaug sem til er á fslandi. í júníbyrjun verða húsmæðranáms- skeið bæði í Reykholti og Laugar- vatni í viku til 10 daga. Er það ný- breytni sem áður er óþekkt hér á landi. Er tilgangurinn sá að nám- skeið þessi séu að nokkru leyti hvíld en um leið til vakningar fyrir sveitakonur. Er það mál manna, að engin stétt í þjóðfélaginu hafi frem- ur þörf fyrir þvílíkt sumarfrí held- ur en sveitakonur, með því að þær hafa lítið haft af þvílíkum fríðind- um að segja á undangengnum tím- um. Allt bendir til að námsskeið þessi verði vel sótt á báðum stöðun- um. Laugarvatnsskóli er búinn í lok þessa mánaðar og verður þar í- þróttanámsskeið í aprílmánuði. Björn Jakobsson er þar aðalkennari. Annað námsskeið í matreiðslu fyrir ungar stúlkur hefst þar 1. maí og stendur yfir í hálfan annan mánuð. Kvöldvaka útvarpsins sl. sunnudag var næsta nýstárleg og mun hafa orðið mörgum minnisstæð. Nemend- ur menntaskólans höfðu tekið að sér að sjá um útvarpið frá kl. 8% þangað til danslögin hófust, og voru það nemendumir sjálfir, sem lögðu til efnið. Skiftist á stuttar ræður, söngur, hljóðfæraleikur og upplestur. Ræður fluttu Birgir Einarsson um- sjónarmaður skólans, Gylfi þ. Gísla- son (um uppeldisskoðanir B. Rus- sells), Helgi Scheving (Bindindi og æskulýður), Dagný Ellingsen (Chiro- .praktik) og Eymundur Magnússon (þjóðtm). Hallgrímur Helgason lék fiðlusolo með aðstoð Gunnars Sigur- jónssonar. Amór Hallgrímsson og Ól- afur Siggeirsson sungu tvísöng og G. S. lék undir. Haraldur Hannesson söng einsöng og Unnur Jónsdóttir lék undir. Katrín Ólafsdóttir lék pi- anosoló. þórarinn Guðnason las upp kvæði, og menntaskólakórinn söng undir stjóm söngkennara skólans, Sigfúsar Einarssonar. Útvarpinu var mikill fengur að þessu kvöldi og nemendunum sómi. -----O----- Jón þorl. í Borgarnesi. J. p. hafði mann að nafni Kolku með sér á landkjörsfundum vorið 1930 og talaði þá mikið um heil- brigðismál. Hann sagði að ef ein- hver læknir lýsti yfir að hann væri vitlaus, þá myndi hann athuga tvær leiðir. Fyrst að fara til annara lækna og fá vottorð um að hann væri h.eil- brigður. Hin leiðin, og hana mundi hann fremur taka, væri að sýna með allri breytni og framkomu, að hann væri heilbrigður. í báðum til- fellunum gekk J. þ. frá að lækn- irinn myndi gefa falsvottorð, sem annaðhvort yrði að hrekja með nýj- um vottorðum betri manna, eða með því að almenningur sæi sjálfur að læknirinn hefði skrökvað. Hið merki- legasta við röksemd J. þ. var þaö, að hann áleit mann sem dæmdur væri geðveikur af ITæðimönnum i þeirri grein, geta hugsað vel og vitur- lega um málið, og ákveðið að láta á engu bera, heldur vera heilbrigður, án þess að hugsa um það, hvað lækn- unum kom vel. En nú hefir J. þ. brotið á móti sinni eigin reglu. Menn vita ekki annað en hann sé heilbrigður á sál- inni. En þeir sem sjá hann dag eftir dag flýja deildarsalinn, ef þingskrif- ari einn kemur inn, geta varla varizt þeirri hugsim, að J. þ. þurfi að minn- ast sinna viturlegu ráða frá 1930, og sýna í verki að hann háfi góða and- lega heilsu. á prýðil.ega við í fjárrækt í hinum snjómiklu en þurviðrasömu héruðum landsins á ekki við i hinum snjó- litlu en rigningasömu landshlutum. Á hverjum stað á a rækta þann bú- stofn, sem mótast hefir heima fyrir og haga meðferðinni ab vissu leyti eftir landsháttum og veðuráttu á þeim stað. Ríkið rekur búnaðarskólana og þar á að v.era hægt að afla sér hinnar mestu fræðilegrar þekkingar um ís- lenzkan búnað. En kennslubúin eiga að vera einkafyrirtæki, sem njóta einhvers styrks af almannafé, vegna starfsins. Með þvi að vera einkafyrir- tæki undir yfirstjórn og vernd Bún- aðarfélags íslands, líkjast kennslubú- in atvinnurekstri einstakra bænda, aðeins sá munur, að hlutverk kennslubúanna á að vera að kenna ungum mönnum til fullnustu vinnu- brögðin við hirðingu allra þeirra húsdýra, sem hagnaður má vera að ala upp á íslandi. það er mjög undarlegt, að menn virðast ekki hafa veitt því eftirtekt, að það sé nokkur verulegur vandi að hirða búpening svo að vel fari. Menn nema ýmsar iðngreinar, svo sem smíði, bókband, húsamálningu og veggfóðraraiðn á 3—4 árum, og um þetta eru sett ströng skilyrði með félagssamþykktum og landslögum. En til skamms tíma hafa menn talið að annan helminginn af iðju allra bænda, búfjárhirðinguna og kynbæt- urnar þyrfti ekki að læra verklega, alveg eins og allir væru fæddir með nægilega mikilli verklegri kunnáttu og æfingu í þessu efni. Mönnum getur í fyrstu fundizt lít- ill skyldleika milli heppilegrar bún- aðarlöggjafar og verklegrar búnaðar- kennslu. En þessi tvö atriði eru ná- skyld. þjóðina vantar tilfinnanlega löggjöf, sem tengir ættina við ábýlið og tryggir, að allir þeir, sem hafa góðan vilja og atorku til að bera geti numið land og efnt til heimila í sveit. Æska landsins gerir kröfur til að úr þessu verði bætt og það sem fyrst. En um leið og búnaðarlöggjöfin verður til fulls i samræmi við rétt- mætar kröfur þeirrar æsku, sem á að ,erfa landið, þarf að sjá fyrir íleiri möguleikum til þess að fleiri dugn- aðamiönnum verði opinn aðgangur að verklegu námi, þar sem bænda- efnin læra hinar beztu aðferðir við hirðingu húsdýranna eins og lær- lingurinn nemur af meistara sínum hin réttu handtök við iðn þá, er hann ætlar að gera að lifsstarfi sínu. Fyrir hér um bil öld voru dansk- ir bændur mjög hirðulitlir um með- ferð hústofnsins, sem þeir lifðu af. Húsdýrin voru látin gæta sín sjálf, eftir því, sem frekast var unnt, og afraksturinn var eftir því næsta lít- ill. En * smátt og smátt tóku bænd- urnir dönsku að vanda alla meðferð húsdýranna og mun nú talið að þeir standi í því efni einna fremstir allra þjóða. Að sama skapi hefir afrakst- urinn af búum danskra bænda marg- faldast. þekkingin hefir verið látin í askana, með þeim árangri að hundruð miljóna hafa streymt árlega í vasa bændastéttar, sem ekki þóttist of góð að nema eins og vandasama list, þá iðju að gæta húsdýra sinna, eins og hjúkrunarkonan stundar sjúklinga þá, sem henni er trúað fyrir. J. J. ----O----- Norsku bankarair opnaSir. Bergens Privatbank og Den norske Credit- bank, sem lokað var í vetur um stundarsakir vegna viðskiptaörðug- leika, tóku aftur til starfa 15. þ. m.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.