Tíminn - 26.03.1932, Side 1

Tíminn - 26.03.1932, Side 1
(ö)aíbfert 09 afgrciðslumaöur Cimanj « Hannpeig J^orsteinsfeótfir, Ccefjargötu 6 a. JScY?jamf. JZKfgrctbðía Clmans er i £œfjargðtu 6 a. (Dpin öa^lega* fL 9—6 Sírtli 2553 Reykjavík, 26. marz 1932. XVL árg. K j ördæmastipunin 1. Eins og kunnugt, hafa fulltrúar íhalds- og jafnaðarmanna í kjör- dæmanefndinni borið fram í efri deild frumvarp um breytingar á stjórnarskránni. Breytingum þess- um þessum er ætlað að opna möguleika til gjörbreytingar á kjördæmaskipun landsins, sem síðar sé ákveðin með almennum kosningalögum. Meginatriðin, sem í þessa átt lúta og farið er fram á að lög- festa í stjórnarskránni, eru tvö: 1. Að Alþingi skuli svo skipað „að hver þingflokkur*) hafi þing- sæti í samræmi vað atkvæðatölu þá, sem greidd er frambjóðendum flokksins samtals*) við almennar kosningar“. 2. Að numið sér úr gildi nú- veranda ákvæði stjórnarskrárinn- ar um, að þingmenn utan Reykjavíkur séu kosnir óhlut- bundnum kosningum í sérstökum kjördæmum. Flutningsmenn frumvarpsins hafa í kjördæmanefndinni og í greinargerð frumvarpsins gjört grein fyrir því, hverskonar kosn- ingalög það eru, sem þeir hugsa sér, að samþykkt verði, að feng- inni þeirri stjómarskrárbreyt- ingu, sem í frumvarpinu felst. Það, sem fyrir liggur í því efni, er sem hér segir: 1. Tillaga Jóns Baldvinssonar um, að allt landið sé gjört að einu kjördæmi með hlutfallskosningu. 2. Varatillaga Jóns Baldvins- sonar um, að landinu sé skipt í sex kjördæmi með hlutfaliskosn- ingum og uppbótarsætum fyrir landið í heild. 3. Tillaga Jóns Þorlákssonar og Péturs Magnússonar um, að nú- verandi kjördæmi séu látin halda sér með þeirri breytingu, að tvi- menningskjördæmin sex, sem nú eru, séu svift öðrum þingmannin- um, en við tölu hinna kjördæma- kjörnu fulltrúa bætist ótakmörk- uð tala uppbótarþingsæta á þann hátt, að íulltrúatala þeirra flokka, sem fá fulltrúa kosinn í einu eða fleiri kjördæmum, fari nákvæm- lega eftir kjósendatölU flokkanna. Jón Þorláksson hefir ennfremur lýst yfir því á fundi kjördæma- nefndar 6. jan. s. 1., að fulltrúar íhaldsflokksins geti „til samkomu- lags“ „fallist á það kosninga- fyrirkomulag, er stungið er upp á í tillögum Jóns Baldvinssonar ... um hlutfallskosningar í fleir- menningskjördæmmn“*). Sú yfir- lýsing J. Þ. er bókuð í gjörðabók kjördæmanefndar og prentuð í greinargerð stjórnarskrárfrum- varpsins. Meginstefna Framsóknarflokks- ins í kjördæmamálinu hefir verið afmörkuð í yfirlýsingu, sem full- trúar flokksins gáfu á fundi kjör- dæmanefndar 16. jan. s. 1. Sam- kvæmt því, sem skráð er í gerða- bók nefndarinnar þann dag „lýsa fulltrúar Framsóknarflokksins yf- ir því, að þeir halda fast við það meginatriði, að nýverandi kjör- dæmi fái að halda þeim rétti, að eiga sérstaka fulltrúa***), *) Auðkennt liér. II. Eins og fram kom í kosninga- baráttunni í fyrravor, hafði rétt áður en þingrofið varð komizt á samkomulag milli þingflokka íhalds- og jafnaðarmanna um ákveðnar breytingar á kjördæma- skipuninni. Samkomulagið fór í sömu átt og varatillaga Jóns Baldvinssonar í kjördæmanefnd- inni. Hefir J. Þ. nú staðfest það samkomulag með því að lýsa yfir í nefndinni eins og að framan er sagt, að fulltrúar íhaldsflokksins séu enn tilleiðanlegir til að fylgja þeirri tillögu, þ. e. að skipta landinu í nokkur stór kjördæmi með hlutfallskosningum og leggja niður öll núverandi kjördæmi nema Reykjavík. Hinsvegar hefir það áunnizt í baráttu Framsóknarflokksins fyr- ir áframhaldanda rétti núverandi kjördæma, að fulltrúar íhalds- flokksins hafa í sínum eigin til- lögum ekki séð sér annað fært en að fallast á að gömlu kjör- dæmin ættu sérstaka fulltrúa. En tillögurnar eru að öðru leyti svo fráleitar, að Framsóknarflokkur- inn óhjákvæmilega hlaut að taka afstöðu gegn þeim. Hér í blaðinu hefir áður stutt- lega verið drepið á sumar mestu fjarstæðurnar í þessum tillögum. En ástæðan til þess, að blaðið hef- ir verið fremur fáort um kjör- dæmamálið að þessu, er sú, að það hefir litið svo á, að önnur mál væru meir aðkallandi og brýnni þjóðarnauðsyn eins og nú standa sakir. I fylgiritgerð frv., sem Jón Þor- láksson hefir samið um „þjóð- félagsvaldið nú á tímum“, er vitn- að í kosningalög 19 landa í Norð- urálfunni. Ekki verður séð, hvað J. Þ. meinar með með þessum til- vitnunum, því að ekki hefir hann sótt þangað fyrirmyndir að til- lögum sínum. Kosningafyrirkomu- lag eins og það, sem J. Þ. vill láta gilda hér á landi, þekkist ekki og hefir aldrei þekkst í neinu landi. Eftir tillögum J. Þ. á sá flokk- ur eða frambjóðandi útanflokka, sem flest fær atkvæði í kjördæmi, rétt til þingsætisins. Flokkum, sem verða illa úti í kjördæmum, hlutfallslega við atkvæðatölu, á að bæta skaðann með uppbótar- þingsætum. Hinsvegar geta falln- ir utanflokka frambjóðendur ekki orðið þátttakandi í uppbótinni. Því meiri munur, sem er á meðal- atkvæðatölu flokkanna á þing- mann, því fjölmennara verður þingið. Þessi ótakmarkaða þingmanna- tala er eitt af því allra fráleitasta í tillögunum. Ýms dæmi má nefna þessu til skýringar. Við kosningarnar 1931 hafa verið greidd rúml. 38 þús. atkv. í landinu alls. Eins og að framan er sagt, eiga allir flokkar að hafa jafna at- kvæðatölu á bak við hvern þing- mann að meðaltali. Þingmanna- talan alls fæst þá með því að deila lægstu meðalatkvæðatölunni í þá heildaratkvæðatölu, sem flokkarnir allir til samans hafa fengið. Útkoman verður þessi í ýmsum mismunandi tilfellum, miðað við 38 þús. atkv. alls. Fæst atkv. á þm.1000 þm.tala 38 — —-------- 800 — 48 — —-------- 600 — 63 — —-------- 400 — 95 — --------- 200 — 190 J. Þ. leggur til að lágmarkstala þingmanna sé ákveðin 42. I fyrsta tilfellinu hér að ofan myndu þá bætast við 4 þing- menn, sem skiptast jafnt milli flokkanna. Þá er að athuga, hvort hugsan- legt sé, t. d. að flokkur hafi ekki nema 200 atkv. bak við þingmann að meðaltali. Nú eru 4 stjóm- málaflokkar í landinu og myndu sjálfsagt verða fleiri, ef tillögur J. Þ. ættu að gilda, því að þær gjöra utanflokkamönnum mjög erfitt fyrir eins og síðar verður vikið að. í fjórskiptri kosningu, með litlum atkvæðamun er hægt að ná kosningu með 200 atkvæð- um og minna í a. m. k. 8 fá- mennustu kjördæmunum. Á það hefir verið bennt áður hér í blað- inu, að hefði t. d. Alþýðuflokkur- inn klofnað á Seyðisfirði síðastl. vor og meirihlutinn tekið sér nýtt flokksheiti, myndi frambjóðandi nýja flokksins hafa komizt a'ð með nokkuð á annað hundrað at- kv„ og þingmenn orðið 246! Og þó hefði kosningin aðeins verið þrískipt. Því hefir verið slegið fram, að setja ætti takmörk fyrir því, hvað teljast skyldu „flokkar“ í kosningum. En ekki hefir verið bent á nein viðunandi ráð til þess. og verður sjálfsagt ekki gjört. Og hætt er við, að dómstóll, sem ætti að skera úr um slíka hluti, yrði vandskipaður. Hér hefir verið sýnt fram á, að í tillögum J. Þ. felast möguleikar til mjög mismunandi þingmanna- tölu, allt frá 42 upp í eitthvað á þriðja hundrað. Allir sjá, að ekki nær neinni átt, að líta við fyrir- komulagi, sem getur leitt út í slíka ófæru. Orðheppinn maður lét svo um mælt, þegar hann las grein J. Þ. fyrst í Mbl. í vetur, að eftir tillögum íhaldsins yrði að „hafa þingið í færikvíum“, því að enginn gæti nokkurntíma vitað fyrirfram, hve mikið myndi fara fyrir þessari merkilegu samkomu eftir næstu kosningar! Þá kemur að öðru atriði. Trygg- ir þetta fyrirkomulag með öll- um sínum óskapnaði í raun og veru það, sem það á að tryggja, þ. e., að hver flokkur fái ávalt þingmannatölu í réttu hlutfalli við kjósendafjölda sinn í landinu? Því fer fjarri. Samkvæmt tillögum J. Þ. á eng- inn flokkur rétt til uppbótarþing- sætis, nema hann hafi komið að manni í einhverju kjördæmi. Við síðustu kosningar fékk t. d. Kommúnistaflokkurinn rúml. 1100 atkv. og hafði því nægilega at- kvæðatölu til að eiga einn full- trúa á þingi. En hann hafði ekki atkvæðamagn í neinu sérstöku kjördæmi til að koma þar með fulltrúa. Þessi 1100 atkv. hefðu því farið til ónýtis þrátt fyrir hina ótakmörkuðu þingmannatölu. En það er hægt að hugsa sér miklu meir áberanda tilfelli. Það má vel gjöra ráð fyrir þeim möguleika, að flokkur hafi þriðj- í ung eða allt að helmingi atkv. í æði mörgum kjördæmum, en 13. blað. Utan úr heimi. 1 Eldspýtnakonungurinn. Fyrir rúmlega tvö hundruð ár- um hitti kúla höfuð mesta her- konungs á Norðurlöndum. Karl tólfti hafði byrjað barnungur á hernaði. Hann hafði unnið hvem sigurinn á fætur öðrum. Hann hafði lagt mikil lönd undir Sví- þjóð. Frægðarorð hans barst um allan heim. Sænska þjóðin var um stund orðin stórveldi. En engin smáþjóð getur til lengdar verið jafnoki stórþjóðar. Þegar til lengdar lætur reynir á mann- fjöldann og auðinn. Snilld Karls 12. og foringja hans og hreysti liðsmannanna var ekki til lengd- ar nóg til að bæta úr mun á mannafla og þjóðarauði. Ósigur- inn sótti heim hinn glæsilega herkonung og kappa hans. Og að lokum þurfti ekki nema ofur litla blýkúlu til að höggva sund- ur lífsþráð þess manns, sem skelft hafði hálfa Norðurálfuna þegar frá æskuárum. Minning Karls konungs lifir hjá Svíum eins og glæsilegt æfin- týri. Hann skildi ekki við þjóð sína eins ríka og volduga eins og þegar hann tók við konung- dómi eftir föður sinn. Sigrar hans og ósigrar höfðu gjört land- ið frægt en ekki þjóðina gæfu- sama. Fyrir fáum dögum misstu Sví- ar annan konung, þann frægasta, sem þeir hafa átt síðan Karl 12. leið, og þann sem víðast hefir farið um lönd og unnið sænska sigra. Og lítil blýkúla endaði daga þessa konungs eins og sig- urvegarans frá Narva. Sá kon- ungur sem Svíar misstu nú, var Ivar Kreuger, vérkfræðingur og stórgróðamaður hinn mesti og sigursælasti sem nokkurntíma hefir uppi verið á Norðurlöndum. Ivar Kreuger fór ungur að heiman og vann að verkfræðileg- um stórvirkjum í Ameríku og stórlöndum Evrópu. En brátt leit- aði hann heim til Svíþjóðar og tók að sér forstöðu eldspýtna- verksmiðju. Sá hann þá leik á borði, að sameina fleiri og fleiri þvílíkar verksmiðjur í landinu og innan skamms var „trust“ eða „hringur“ fullmyndaður í hönd- um hans. Síðan byrjuðu landvinn- ingar í stórum stíl. Sænski hring- urinn náði undirtökunum í eld- spýtnagerð í hverju landi af öðru og teygði sig til annara heimsálfa. Um eitt skeið voru Japanar erfiðir keppinautar, en þó kom þar, að Svíarnir sigruðu þá líka. Eldspýtnahringurinn var þá orðinn eins og Miðgarðsorm- urinn, lukti um jörð alla og beit í sporð sér. En að sama skapi sem hring- urinn teygði sig land úr landi, hóf Kreuger aðra starfsemi, ná- skylda hinni. Hann lánaði ríkjum, einkum hinum fátækari, stórfé, en fékk um leið einkasölu á eld- spýtum í hverju því landi, sem lánið fékk. Höfðu furðumörg lönd þannig gengið á vald hinum sænska auðkonungi. Eldspýtnakonungurinn lifði mjög einföldu lífi. Hann var sí- vinnandi, gekk til hvíldar um klukkan 12 að kveldi, og fór að vinna klukkan 5 að morgni ög taldi þann svefn nógan. Hann var hófsmaður um alla hluti, reykti ekki og neytti ekki vítís nema til að skála í veizlum. Hið eina sem hann eyddi fé í til muna sér til skemmtunar var heimilið. Hann vildi hafa rúmgóða sali, og safnaði í hús sitt dýrmætum listaverkum og fornum skraut- hlutum. Eins og Karl 12. kvæntist. hann ekki, og sagðist ekki viljá misbjóða neinni konu með því að vera maður hennar, en á sífélldu ferðalagi og sívinnandi. Mönnum kemur ekki saman um hversvegna hann óskaði að deyja á miðjum aldri. Sumar sagnir segja að heimskreppan hafi þrengt mjög að hinum marg- háttuðu fyrirtækjum hans. En ekki hefir raun borið vitni um að auðfélög hans séu í sýnilegri hættu. Önnur skýring er sú, að læknar bæði í Ameríku og París hafi sagt honum að hann hefði ofþreytt sig og yrði að hvíla sig algerlega í þrjú ár, og að þriggja ára iðjuleysi hafi verið honum ó- bærilegra en dauðinn. Það er sannarlega ekki tilviljun að Svíar hafa átt hina mestu herforingja og hina stórvirkustu hringaforkólfa. Svíar sýna hvar- vetna hina mestu skipulagsgáfu, og sér þess merki alstaðar í þjóð- lífinu. Sama gáfan sem á fyrri öldum gerði Svíana að afreks- mönnum í hernaði, veldur nú hin- um miklu landvinningum þeirra í iðnaði, verzlun og fjármálum. Og eins og Gústaf Adolf og Karl 12. leiddu þjóðina til mestra sig- urvinninga í hemaði, sökum yfir- burða hugkvæmdar og skipulags- gáfu, þannig hefir eldspýtnakon- ungurinn orðið hinn mesti nor- ræni sigurvegari í alþjóða fjár- málum. Frægð hans mun lengi uppi; en vel getur verið að sigr- ar hans verði ekki þjóð háns jafn giftusamlegir eins og þeir eru glæsilegir. ** vanti þó alstaðar eitthvað til að koma að fulltrúa. Það er hugsan- legur möguleiki, að þessi flokk- ur — ef eingöngu væri um 2 flokka að ræða, fengi fram undir helming atkvæða utan Reykja- víkur (munaði einu atkv. í hverju , kjördæmi eða 26 atkv. alls), en komi hvergi að manni. Þessi flokkur fær heldur ekkert þing- sæti samkv. tillögum Jóns Þor- lákssonar. Þetta tilfelli er að vísu heldur ólíklegt, en sýnir þó hversu hraparlega hefir mistekizt sú tilraun J. Þ. að tryggja það, að þingmannatalan verði jafnan í réttu hlutfalli við atkvæðatölu. Fengi sá flokkur, sem hér er um að ræða, mann kosinn í einu kjördæmi, myndi það skyndilega hafa í för með sér mikla fjölgun þingmanna, því að þá ætti sam- anlögð atkvæðatala hans í öllum kjördæmunum að njóta sín til fulls! Þriðja meginfjarstæðan í til- lögum J. Þ. er um frambjóðenda- fjölda í einstökum kjördæmum. Hvert kjördæmi á, eins og áður er fram tekið aðeins að velja einn þingmann. En hverjum stjórn- málaflokki um sig skal heimilt að hafa í lcjöri svo marga frambjóð- endur sem honum sýnist og geta fengið 25 meðmælendur. — Át- kvæðatala einstakra flokksfram- bjóðenda er svo lögð saman. Sá flokkur, sem þannig fær hæsta

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.