Tíminn - 26.03.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.03.1932, Blaðsíða 2
48 TlMINN Ujartans beztu þakklr og kreöjur færum yið hér með öllum þeim, fjær og nær, sem tóku þátt í sorg okkar yegna andláts Ásn Jóhannesdóttur trá Fjalli og í kærleika heiðruðu hana látna. Móðir hennar, systkini og eiginmaðnr atkvæðatölu, kemur að manni, og kosinn er sá af frambjóðendum flokksins, sem flest atkvæðin hef- ir fengið. Ef utanflokkamaður á að ná kosningu, þarf hann að fá fleiri atkvæði en sem nemur samanlagðri atkvæðatölu allra frambjóðenda hvers flokks um 9ig. Afíeiðing þessa fyrirkomulags er auðsæ. Meir og minna af kjör- fylgi er ávalt persónufylgi þess manns, sem í boði er. Flokkamir hlytu óhjákvæmilega að „speku- lera“ í því, að bjóða fram menn, sem nytu vinsælda eða hefðu að- stöðu til áhrifa, þó ekki væri nema á takmörkuðu svæði, t. d. innan hrepps. Milli frambjóðenda hvers flokks innbyrðis yrði jafn- framt hin mesta togstreita. 0g í mörgum tilfellum gæti orðið kos- inn maður, sem í rauninni hafði mjög litla tiltrú í héraðinu al- mennt. Tökum kjördæmi með 800 greiddum atkvæðum. Tveir flokk- ar (I. og II.) og einn utanflokka- maður berjast um þingsætið. Flokkur I hefir 4 frambjóðendur og flokkur II hefir 8. Gjörum ráð fyrir kosningaúr- slitum, sem hér segir. Utanflokkaframbjóðandi fær 300 atkv. I flokki I fær hæsti frambjóð- andinn 120 atkvæði, hinir þrír 20 atkv. hver. Alls 180 atkv. 1 flokki II fær hæsti frambjóð- andinn 45 atkv., hinir milli 35 og 40 atkv. Flokkurinn alls 320 atkv. Úrslitin eru þessi: Flokkur II vinnur sætið. Þing- maðurinn er kosinn með 45 at- kvæðum. Hæsti frambjóðandi í flokki I fellur með 120 atkv. og utanflokkaframbjóðandinn fellur með 300 atkvæðum. Þrátt fyrir þetta er engin trygging fyrir því, að þau 320 atkv., sem flokkur II fékk hafi í raun og veru verið flokksfylgi. Þeim er safnað saman um menn með nákvæmri athugun og vand- virkni við framboðið, en enginn þeirra manna hefir nema brot af því. trausti, sem utanflokksmað- urinn og hæsti frambjóðandi í flokki I. Kjðr og kjSrdæmi í Tímanum 19. f. m. og í ísafold 23. s. m. er minnst á kjördæma- málið. það ætti líka að vera meinlaust og er timabært að ræða um þetta mál, á meðan það er í nefndarhönd- um. I þó að margt megi bjóða körlum og konum í fásinni strjálbýlla sveita og við okkur eigi oft hið velkveðna: „Dauðyflið mjakaðist varla á hlið þótt sviðaþef leggði af lónni“, þá verður okkur þó á að líta upp, í hvert sinn er kjör er nefnt og um kjördæmi er rætt eða ritað. Og hvers vegna? Vegna þess að þetta mál tekur meira til okkar, en flest önnur, sem rædd eru og ritað er um. það er svo komið, að umtalsmálið þar er þetta: Eiga hinar dreifðu sveitir ís- lands að halda áfram að eiga nokk- urn raunverulegan þátt í lífsreglu- gerð þjóðarinnar, lögum landsins, eða á Reykjavík ein, með aðstoð Hafnarfjarðar og hinna kaupstað- anna, að fá þann rétt óskiftan, eða því sem næst. Einu sinni var sagt: „Hjört þér ræður og ræður vel, fyrir fólkið". það er sagt svo ennþá. Og ekki er að lasta trúna. það er hægur vandi að taka við því, sem að er rétt, lífsreglum líka. Við það sætta sig þó ekki allir. Lítill kann mörgum að þykja rétturinn, sem hann á, til þess að kjósa fulltrúa á þing. Minnkað getur hann þó. þann rétt skiljum við víst ekki öll á einn veg, sem leyfi höfum til að ganga í kjör- klefa á kjördegi. Ég fer ekki að reyna að koma orðum að skilningi Sigríðar, Guðrúnar, Sigurðar eða Jóns. þau styðjast við hann, hjá kjörborði, þó sinn hvers sé og ég við minn. Að mínu viti gefst þar iii. Tillögur jafnaðarmanna um að gjöra landið að einu kjördæmi og og samkomulagstillögur beggja stjórnarandstöðuflkkanna um að_ kjördæmin skuli vera 6 með hlut- fallskosningu og uppbótarsætum, þarfnast ekki mikilla skýringa, enda var mikið um þær rætt í kosningunum í fyrra. Afstaða Framsóknarflokksins er kunn í því efni síðan í kosningabarátt- unni. Tillögur Jóns Þorlákssonar hafa eins og áður er fram tekið, þann eina kost að gjöra ráð fyrir að núverandi kjördæmi haldi áfram að eiga fulltrúa. En þetta er í rauninni gjört alveg einskis virði með tillögunum að öðru leyti. í fyrsta lagi á að svifta tvímenn- ingskjördæmin öðrum þingmann- inum. I öðru lagi er réttur kjör- dæmanna til fulltrúa gjörður að hreinni skrípamynd með fyrir- komulagi framboðanna. I þriðja lagi eru áhrif kjördæmanna þurk- uð út að mestu leyti með hinni ótakmörkuðu þingmannatölu^ sem uppbótin hefir í för með sér. Hér að framan hefir verið bent á nokkrar meginvillurnar í tillög- ’ um J. Þ. í framhaldsumræðum um málið gefst væntanlega tæki- | færi til að drepa á fleira. Það, sem þegar er talið, nægir til að sýna, að fyrirkomulag það, sem J. Þ. stingur upp á , er gjörsam- lega óframbærilegt. Það er mik- ill ókostur, að kosningafyrir- komulag sé svo flókið og torskil- ið, að almenningur yfirleitt geti ekki áttað sig á því. Það eitt út af fyrir sig væri nög til að stytta tillögum J. Þ. aldur. En dauða- mein þeirra liggur þó fyrst og fremst í því, að þær eru ófram- kvæmanlegar og ná ekki einu sinni sínum aðaltilgangi (þó hlá- 'legt sé), að tryggja þingmanna- fjölda í hlutfalli við kjósendatölu. Það hefir líka komið á daginn, að þær hafa mætt megnustu mót- spyrnu innan íhaldsflokksins sjálfs, vegna þeirra átakanlegu vansmíða, sem á þeim eru og fá- um1 geta dulizt. ----o---- íæri á, að ráða ofurlitlu um úrslit hverrar kröfu, sem gerð er til lög- gjafarvaldsins, fyrjr hönd sveitar, sýslu og ættlands. þai’ er kostur á að sýna hvort meira er metið stundai-gengi eða stefnuliagur þjóðarinnar, sem oft er sitthvað og á er villst. þar er kostur á öðru tveggja, að fylgja þeim er ganga að verki við birtu nýrra og hárra hugsjóna, eins og vera ber, eða hinum, sem alltaf eru með nefið í nótt vanans og erfðasyndanna. þessi réttur, kosningarrétturinn, er þrátt fyrii’ óhjákvæmileg tak- mörk, dýrmætur arfur sveitanna, frá þeim tíma er þær voru einar um hituna. Hann er frumburðarréttur þeirra. Og það er hálf ótuktarlegt að bjóða okkur skitinn málsverð fyrir hann, á þessari jafnréttis- og lýð- ræðisöld. En svo fer þeim, er telja okkur á að samsinna þá fjarstæðu, að jafnmargir kjósendur standi að hverjum þingmanni, hvort sem hann, vegna aðstöðu höfuðborgarinn- ar, gengur með löggjafar- og fjár- veitingavaldið „upp á vasann", und- ir, eða er áhrifalítill útkjálkahöfð- ingi í þöglu strjálbýli. Framsóknarflokkurinn hefir lýst yfir því, að hann vilji halda í þenn- an rétt sveitanna, og telur að þeim beri hann. Alþýðuflokkurinn og íhaldsflokk- urinn eru góðir vinir í þessu máli. þeir segjast vilja hafa sitt og ekki meira og komi ekki til hugar að ræna sveitirnar sínum rétti — síður en svo. þetta hafa þeir sagt. En þegar séra Sveinn Víkingur, í Tímanum 19. f. m., heldur fram fomum rétti sveitanna, í kjördæma- málinu, þá hristir ísafold höfuðið. Hvað er að? Veit hún ekki hvernig nú er farið um þennan rétt sveitanna? Reynslan er ólygnust. það er býsn og ógrynni til af ósk- Hverjir borga herkostnaðinn? Nú um stund hafa -íhaldsmenn á þingi haft uppi sífelldar hótanir um að þeir ætluðu með hjálp socialista að fella fjárlög og framlengingu á öllum sköttum til rikisþarfa. I.eiðtog- ar íhaldsins hafa verið með sífelldar hótanir um þetta efni, og þeir hafa látið eins og þeir ætluðu að fremja þetta fáheyrða glapræði svo frarnar- lega sem Framsóknarmenn á þingi vildu ekki bregða heitum sínum við kjósendur síðan í vor, og eyðileggja kjördæmaskipan landsins eins og hún hefir verið mikinn hluta úr öld. Að vísu þarf almenningi ekki að koma á óvart, þótt íhaldið grípi til örþrifaráða. Férir tveim árum sendi það ílugumann inn á heimili eins af þingm. Framsóknarfl., til að ráða niðurlögum hans, og veikja með því fiokkinn. Sú tilraun hafði gagn- stæð áhrif. Landsmönnum ofbauð framkoma þeirra, sem að flugumann- inum stóðu og fordæmdu allt það athæfi. Síðan leið eitt ár. 14. apríl i fyrra segir Ólafur Thoi-s inni í þing- salnum við foi’sætisráðherra í full- kominni æsingu, og svo hátt að marg- ir heyrðu: Eg ræð þér til að senda börn þín burtu úr bænum, því að hér skal verða fjörugt næstu daga. Olafur efndi heit sín og næstu daga fóru þeir Ólafur og Jón þorl. kvöld eftir kvöld með mannsöfnuð að húsi forsætisráðherra, þegar fór að dimma. Leiðtogarnir gleymdu ekki hinni viturlegu hugsun Ólafs Thors, og vildu efna hótun hans. Málið var enn borið undir kjósend- ur. Og íhaldið beið aftur herfilegan ósigur. Tveir flokkar, sem annars sitja á svikráðum hvor við annan, voru nú í launbandalagi um að framkvæma gerbyltingu á stjórnar- skrá og þjóðskipulagi. Báðir fengu harðan dóm hjá kjósendum. Báðir fengu aðvörun um það, að þjóðin vildi þróun en ekki byltingu, og að hún fordæmdi skrílræðið 1931 engu síður en flugumennskuna 1930. En Jón þorl. og Ólafur Thors sýndu virðingarverða viðleitni i að finna upp ný heimskupör í stjómmálunum. þykjast þeir eins og í fyrra því ör- uggari, þar sem þeir telja sig hafa socialistana á valdi sínu, og komm- únistana 1 kyrþey. þykjast þeir nú ekki þurfa að vanda dagfar sitt. Hið nýja glapræði þeirra er að neita um framlengingu á verðtolli og gengisviðauka. þessa skatta lögðu Framsóknarmenn upp í hendur Jóns þorl. 1924. Síðan hafa þeir tollar ver- ið framlengdir ár frá ári, gegn mót- mælum socialista, sem segja, eins og raunar er rétt, að þessir skattar hvíli nokkuð þungt á efnaminni stéttunum. En íhaldið hefir jafnan lýst blessun sinni yfir þessum sköttum, og á hinn bóginn fordæmt algerlega að leggja svo um munaði skatta á efnamenn, og óhófseyðslu. íhaldsmenn ætla með þessu móti að gjöra þjóðfélagið óstarfhæft, þang- að til bændur gefist upp fyrir þeim, leggi niður hin fornu kjördæmi og afhendi hið pólitíska vald í hendur leiðtoga eins og Jakobs Möllers, Valdi- mai’s Hersis, Lárusar Jóhannessonar og þeirra manna, sem eytt hafa milj- ónum af fé landsmanna úr bönkun- um með óhóflegri eyðslu. Ef íhaldið framkvæmir hótanir sín- ar um að neita að framlengja toll- ana, aðeins til þess að ríkið vanti fé í lögboðin gjöld, þá eru líkur til að sú frammistaða yrði því dýrkeypt áður en lyki. Verður hér aðeins minnst á tvær óhjákvæmilegar af- leiðingar. íhaldsmenn mega vita það, að Framsóknarmenn eru ekki líklegir til að afhenda þeim rétt gömlu kjördæmanna eins og nafnspjald á silfurdiski. Bændastéttin hefir öldum saman búið við harðrétti og lifað samt. Hún hefir öldum saman búið við einokunarverzlunina og hrundið henni og eignast eigin búðir við hverja höfn. Með þrautseigju hafa bændur landsins haldið velli móti Jósafatsstefnunni í verzlunarmálum. Og þeir hafa engan hug á að sýna Jósafat meiri miskunn, þótt hann verzli með byggingarvörur eða taki þátt i umboðssölu eða mæli sér á sviknar vogir. Ef íhaldsm. osraka peningaleysi í hefir verið lýst, getur það orðið þeim óþægilegt. Mjög mikill hluti af ríkisfé fer í embættislaun og fiestir embættismenn eru íhaldsmenn. Ef að því kemur í sambandi við átökin um kjördæmamálið, að peninga vanti um stundarsakir handa embættis- mönnum, þá safnast skuld fyrir við ríkissjóðinn, þar til skattaverkfallið hættir. þegar Jóhannes Jóhannesson kemur til að hefja sinn mánaðarlega hluta af þeim 8000 krónum, sem hæstiréttur taldi honum bera að launum fyrir langa og dygga þjón- ustu fyrir þjóðfélagið, þá er ekki ósennilegt, að hann fái að nokkru leyti upp í laun sín prentaðan seðil, þar sem honum er tjáð, að Guðrún Lárusdóttir, Steinsen, Bjarni læknir, Möller, Jón þorláksson ' og Pétur Mágnússon hafi af einskærri ást á smælingjunum, viljað hlífa þeim í bili við tollgreiðslum, og þessvegna verði dráttur, sem ef til vill geti stað- ið dálítið lengi, á því að fá útborg- uð öll mánaðarlaunin. þeir, sem þekkja með hvílíkri gleði hinn íhaldssami embættislýður steypir sér yfir ríkissjóðinn í byrjun hv.ers mánaðar, munu fara nærri um, að ekki líði á löngu þangað til sum- um þeirra fer að þykja frelsisharátt- an og bandalagið við socialista í dýrasta lagi fyrir daglega afkomu þeirra og lífsvenjur. þegar hér er komið sögunni reynir enn á þolið. Hvorir halda lengur út, hinn íhaldssami og peningagráðugi embættislýður eða hinir dreifðu bændur við sjó og til sveita. Ef bændur verða þolbetri þá bjarga þeir þjóðskipulaginu og frelsi lands- ins Ef Jósafatslýðurinn sigrar, verða sveitirnar undirokað skattland eyðslustéttanna í bæjunum. En eftir að friður væri kominn a að nýju, þá þyríti að fara að borga launin, að því leyti sem skuld hefði safnazt. Og þá yrði að leggja á nýja skatta. íhaldsmenn myndu þá aftur vilja spenna gamla fjöturinn um hendur og fætur hinna fátæku. í- haldið yrði þá gráðugt í nefskatta, því að það vildi eins og fyrri dag- inn hafa mat sinn en engar refjar. En íhaldið myndi þá að öllum lík- indum vakna við vondan draum, aður stórútgerð, stórsölum og stór- eignum (sbr. ísafold 23. des. s. 1.). þetta er á öðru leytinu. Á hinu leytinu er fjöldinn. Hann skortir reyndar margt af þessum vopnum og venjum og dansar oft nauðugur. En hann er mjög í þjón- ustu þessa stórveldis og baitir valdi grunnhygniimar. Hann reiðir sína mörgu hnefa og hefir i hótunum (sbr. úlfaþytinn um þingrofið 14. apríl). Nú dylst það engum, að stjórn og þing liljóta að taka nokkurt tillit til aflsins i vöðvum umhverfisins, ef orða má svo, þó allt sé, á báðum þeim bæjum, vel og óaðfinnanlegt. Hvað þá ef þar er ýmislegt ver en skyldi. þá getur allt verið í hers höndum. Og þetta áhrifavald margfalt og sameinað i þessum sökum, magnar og margfaldar áhrif Reykjavíkur á löggjöf landsins og framkvæmdar- valdið og má sýna og sanna að kosn- ingarréttur jafnstórra fylkinga, er ekki sambærilegur i sveitum og í borginni. Svo er og á annað að líta. það er verið að bera saman og benda á kosningatiihögun Norður- landa ’ með það fyrir augum að fá þaðan fyrirmyndir (Stefnir III. 6). Vegna staðhátta, þéttbýlis (landið minna, þjóðin þrítugföld), samgöngu- tækja og atvinnuvega m. a. er Dan- mörk óhentug til fyrirmyndar, með öllum sínum óþolandi uppbótai’sæt- um. Um eitt komast þeir þó nálægt okkur. Höfuðið er stórt. það mun vera nál. 5. hver dönsk sál í Kaup- mannahöfn. En komi ekki beinlínis kyrkingur í vöxt Reykjavíkur, þá er 3. hver íbúi íslands þar, eftir örfá ár. Við erum eins og Austurríki, sem situr eftir nieð höfuðið af gamla stór- veldinu við Dóná! þegar svo er kom- ið, þá er það ekki svo óuáttúrlegt, að ríkið, annað tveggja gangi á tréfót- um eða standi á höfði. það var líka. sagt fyrir jólin og áður á liðna ár- um og vonum og þrám og þörfum, meðal manna og stétta um allt land. þessu rignir og drífur og skeflir inn á Alþing og hefir farið árvaxandi á siðustu áratugum. þar liggja jafnan haugar af bænum og kröfum, hótun- um og heimtufrekju (íslandsbanka- málið m. a.) um fé og aðstoð og tryggingar, stoðir og styttur. Svo sem að líkindum lætur, er þessi úr- koma ekki öll úr einni átt. Hún er komin úr sveitum og sjávarþorpum, kaupstöðum og höfuðborginni sjálfri og,er sá skaflinn yfirgnæfandi. Nú búum við að okkar foma rétti um 60 ára gömlum að sögn ísafold- ar. það lætur nærri um aldurinn. Réttur Reykjavíkur sat og lengi við sama, þingmann Reykjavikur. Nú eru þeir 4. A siðustu áratugum hefir Reykja- vík vaxið eins og tröllasúra í vel töddu garðsliorni — á kostnað sveit- j anna. Við það hafa sveitirnar t minnkað, tapað áliti og hylli margra nýtra sona og dætra og misst að- stöðu á margan hátt, svo að til auðnar horfir. Og þetta er á allra vitorði. I-Ivað veldur? Bendir þetta á að sveitirnar hafi, á löggjafarþingi íslendinga, vegna aðstöðu sinnar, borið Reykjavik of- urliði? þvert á móti. það bendir til þess, að Reykjavik væri, í þeim sökum, vel borgið, þó allt sæti við sama frá 1874, þing- mann, eins og Sveinn Víkingur nefn- ir og hneykslar með. það er fyrir löngu séð, að höfuð- staðurinn verður ekki útundan, þó að hann hefði engan sérstakan þing- mann Reykvíkinga, hvað þá er hann hefir 4. þeim sem telja þetta öfgar verður , að sanna það, sem nú var sagt. Flestir munu sjálfir sjá hvar fiskur liggur undir steini. Reykjavík er barn sveitanna, óska- barn lengi og á siðari árum, að mörgu leyti, undrabarn og fyrir þá sök mesta eftirlætisbarn þeirra. Sveitunum er því hlýtt til Reykja- víkur og vilja ekki niður af henni skóinn. þær hafa gert hana að höf- uðstað og jafnframt fengið henni mjög mikið íhlutunar- og áhrifavald á nálega öll almenn mál, löggjöf og landsstjóm. f verki hefir Reykjavík kannast við þetta, fram að þessu. Fram yfir aldamót var hún róleg með þingmann Reykjavíkur og kvartaði víst lítið með sína 2, fram að 1920. Hafði hún ekki opin augu fyrir sínum hag, fyr en á síðustu árum? Hún liafði augun opin og sá ekki ver þá en nú. Meira að segja sá hún þá ekki eins „öfugt, gegnum annara gler“, eins og nú á dögum. Reykjavíkurbúum er enginn háski búinn af kjördæmaskipunar-breyting- arleysi. það vita þeir vel. En flokks- stjórnirnar, forkólfarnir eru óánægð- ir með að fá ekki að fara með völd- in“. þeir róa öllum árum að því að komast inn á þing sem flestir. Gegn- um þeirra gler þykjast ýmsir aðrir sjá stórgalla á kjördæmaskipun landsins, nema á henni sé gerð stór- breyting. Flokksstjórnirnar em allt að því einvaldar í kosningum um val manna í fulltrúasæti. Með stór- breyttn kjördæmaskipun geia þær orðið alvaldar á því sviði. Reykjavík er auðvitað ætlað að verða, héreftir eins og að undan- förnu, orkuver þessara miklu full- trúakvarna. Auk þess eru þar öll helztu völd þjóðarinnar. Framkvæmdarvaldið starfar þar. Löggjafarvaldið hefir þar aðsetur. Reykjavík ein (hvað þá með um- hverfi) er þá og þegar þriðjungur þjóðarinnar, ekki hóti betri ,en hvor hinna. Hann er vopnaður yfirgnæf- andi vitorku, rithæfni og rökfimi, er styðst við mikinn blaðakost og brynj-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.