Tíminn - 02.04.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.04.1932, Blaðsíða 1
©íaííréeri oo, afgrciðslumaftur Címans « KannDcia. þotsteinsi>óttir, £a;fjar<jötu 6 a. 8.eyt]aDÍS. ^fgtcifcsía ífrnans er i Cœfjargötu 6 a. (Dpin baftlefto- fl. $—6 Sími 2353 XVL árg. Reykjavík, 2. aprfl 1932. 14. blaS. TillSgur Framsóknarfloklcsins á Alþingi Verndun kjördæmanna Síðastliðinn fimmtudag var af hálfu Framsóknarflokksins bonn fram í efri deild svohljóðandi „Breytingartillaga við frumvarp til stjórnarskipun- arlaga um breyting á stjórnar- skrá konungsríkisins Islands, 18. maí 1920. Frá minna hluta stjórnarskrár- nefndar. Við 1. gr. Greinin orðist svo: 26. gr. stjórnarskrárinnar verðl þannig: Á Alþingi eiga sæti allt að 45 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir með leynilegum kosningum. A. 32 þingmenn skulu kosnir með óhlutbundnum kosningum, og þeir eða sá kosinn, sem flest fær atkvæði, í þessum kjördæmum: Tvímenningsk jördæmi: Skagafjarðarsýsla, Eyjafjarðarsýsla og Siglufjörð- ur, Norður-Múlasýsla, . Suður-Múlasýsla og Neskaup- staður, Rangárvallasýsla, Árnessýsla. Einmenningskjördæmi: Haf narfj arðarkaupstaður, Gullbringu- og Kjósarsýsla, Bor garf j arðarsýsla, Mýrasýsla, Snæfellsnes- og Hnappadals- sýsla, Dalasýsla, Austur- og Vestur-Barðastand- arsýsla, Vestur-Í safj arðarsýsla, Isafj arðarkaupstaður, Norður-Isaf j arðarsýsla, Strandasýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Austur-Húnavantssýsla, Akureyrarkaupstaður, Suður-Þingey j arsýsla, Norður-Þingeyj arsýsla, Seyðisf j arðarkaupstaður, Austur-Skaftafellssýsla, Vestur-Skaftafellssýsla, Vestmannaey j ar. Ákveða má með lögum að skipta tvímenningskjördæmi í ein- menningsk j ördæmi. Deyi þingmaður, kosinn í þess- um kjördæmum, á kjörtímanum eða fari frá, þá skal kjósa þing- mann í hans stað fyrir það, sem eftir er kjörtímans. B. 8 þingmenn skulu kosnir með hlutbundnum kosningum í Reykjavík og jafnmargir til vara samtímis. Ef þingmaður Reykjavíkur deyr eða fer frá á kjörtímanum, tekur sæti Varamaður hans, það sem eftir er kjörtímana. C. Ákveða má með lögum, að bætt verði við allt að 5 lands- kjörnum þingmönnum, ásamt varamönnum þeirra. Skal þá þeim þingsætum varið til jöfnunar milli stjómmálaflokkanna í þeim kjördæmum, þar sem kosið er óhlutbundnum kosningum. Um út- hlutun þingsætanna skal miða við samanlagða kjósendatölu stjórn- málaflokkanna við kosningarnar í hlutfalli við tölu kosinna þing- manna í þeim kjördæmum. Vara- maður landskjörins þingmanns tekur sæti eftir sömu reglu og gildir um varamenn Reykjavíkur- þingmanna. Þingmenn skulu kosnir til 4 ára". Stjórnarskráin frá 1920. Núverandi ákvæði stjórnar- skrárinnar (frá 18. maí 1920) um kjördæmaskipun eru í 26. gr.«og hljóða svo: „Á Alþingi eiga sæti 40 þjóð- kjörnir þingmenn. Tölu þeii-ra má breyta með lögum. Óhlutbundnum kosningum í sérstökum kjördæmum skulu kosnir 34 þingmenn, en 6 hlut- bundnum kosningum um land allt í einu lagi. Með lögum má ákveða, að þing- menn Reykjavíkurkaupstaðar skuli kosnir hlutbundnum kosn- ingum, og gilda þá um kjörgengi og kosningarétt sömu reglur sem við óhlutbundnar kosningar". Nánari núgildandi ákvæði um kjördæmaskipun eru í sérstökum kosningalögum, sem breyta má með einföldum lögum, án þess að á eftir fari kosningar. Um það leyti sem núgildandi stjórnar- skrá var samþykkt, voru 8 tví- menningskjördæmi og 18 ein- menningskjördæmi. Rétt á eftir var Reykjavík gjörð að fjór- menningskjördæmi með hlut- bundinni kosningu og þingmönn- um þar með fjölgað upp í 42, af því að ófært þótti að svifta nokk- urt af gömlu kjördæmunum full- trúa. Árið 1928 var Gullbringu- og Kjósarsýslu, vegna áskorana úr Hafnarfirði, skipt í tvö ein-t menningskjördæmi. Síðan eru einmenningskjördæmin 20, tví- menningskjördæmin 6 og eitt fjórmenningskjördæmi með hlut- bundnum kosningum. Breytingarnar. Auk áðurnefndra breytinga, sem Framsóknarflokkurinn hefir borið fram við stjórnarskrána, er flokkurinn fylgjandi tveim mikilsverðum breytingum á kosn- ingarréttinum, sem hinir stjórn- málaflokkarnir einnig hafa fallizt á og tekið upp í frumvarp það til stjórnarskrárbreytinga, er fyrir liggur: Að lagmarksaldur kjósenda sé færður úr 35 (við landskjör) og 25 árum niður í 21 ár. Að opinber styrkur hindri eigi kosningarrétt. Breytingar þær á stjórnar- skránni, sem Framsóknarflokkur- inn telur hæfilegar, eru þá í stuttu máli þessar: 1. Að tala þingmanna sé fast- ákveðin í stjórnarskránni og fari ekki fram úr 45, þannig að ekki megi fjólga þingmönnum ótak- markað eins og nú er. 2. Að ákveðið sé í stjórnar- skránni, að Reykjavík skuli hafa 8 þingmenn, og að varaþingmenn séu kosnir þar, því að á annan hátt getur hlutfallskosning ekki fyllilega náð tilgangi sínum. 3. Að tala og þingmannafjöldi i kjördæmanna utan Reykjavíkur sé fastakveðinn, svo að réttur þeirra til fulltrúa verði ekki rýrður með einföldum iögum án þess að leita álits kjósenda. 4. Að núveranda landskjöri verði breytt á þann hátt, að 5 þingsætum*) sé varið til að jafna fulltrúatölu flokkanna í hlutfalli við atkvæðafjölda, og að ekki þurfi að fara fram sérstök kosn- ing, heldur ráði úrslit kjördæma- kosninganna í hvert sinn, hverjir verði landskjörnir þingmenn. Jafnframt verður þá efri deild skipuð með hlutfallskosningu í sameinuðu þingi (15 í efri deild og 30 í neðri deild). 5. Að kosningaraldur sé færð- ur niður í 21 ár. 6. Að sveitarstyrkur varði eigi réttindamissi. — Stefna Framsóknarflokksins. Þegar Alþingi var rofið á síð- astliðnu vori og í kosningabar- áttunni, sem þar fór á eftir, var í kjördæmamálinu haldið fram þrem meginatriðum af hálfu Framsóknarflokksins: Að víðtækar breytingar á stjórnskipulagi landsins mætti eigi gjöra nema því að eins að þjóðinni væri áður gefinn kostur á sem ítarlegast að kynna sér og taka afstöðu til þeirra breytinga, sem um væri að ræða. Að bæjar- og sýslufélög lands- ins, sem eru hagsmunaheildir út af fyrir sig með ólíkum staðhátt- um, yrðu ekki svift þeim rétti, sem þau hingað til hafa átt til að velja sérstaka fulltrúa á Al- þingi. Að rangt væri að leggja höfða- töluna eina til grundvallar þing- mannatölu, heldur yrði þar einn- ig að taka tillit til þeirrar að- stöðu, sem íbúar einstakra lands- hluta að öðru leyti hafa til að gæta hagsmuna sinna gagnvart þjóðfélaginu. Á þessum meginatriðum eru einnig þær tillögur byggðar, sem Framsókiiarflokkurinn nú heíir lagt fram á Alþingi. Hinsvegar var yfir því lýst í kosningabaráttunni, að flokkur- inn myndi é> engan hátt setja sig upp á móti þeim, breytingum, sem sanngjarnar mættu teljast og ekki gengju á rétt hinna ein- stöku kjördæma. Þann vilja sinn staðfesti flokkurinn með því að bera fram þegar á sumarþinginu tillögur um nefndarskipun til rannsóknar í málinu. Reykjavík— Landkjörið. I samræmi við þessa yfirlýstu aðstöðu sína hefir flokkurinn tal- ið sjálfsagt að taka tillit til óska Reykvíkinga og ákveða þeim þá þingmannafjölgun, sem hæfileg mætti teljast, á sama hátt og gjört var 1920, þegar þingmönn- um bæjarins var fjölgað um helming, úr 2 upp í 4. Reykjavík *) Landskjömum þingmönnum er þar með fækkað um einn, en Rvik er ekki með í landskjörinu. , hefir þá álíka marga kjósendur á bak við þingmann og stærsti bærinn á Norðurlandi, sem nú hefir rúml. 4 þús. íbúa, en hins- vegar allmiklu færri en kemur til jafnaðar á þingmann í land- inu í heild, enda hefir svo verið ávalt undanfarið. Sömuleiðis hefir Framsóknar- flokkurinn talið sjálfsagt að taka nokkurt tillit til þeirra radda, sem fram hafa komið um! jöfnun milli flokkanna. Jafnframt er þá tækifærið notað til að bæta * úr þeim áberandi göllum, sem verið hafa á landskjörinu. Eins og nú standa sakir, falla niður umboð landskjörinna þingmanna til skiptis fjórða hvert ár. Nær það vitanlega ekki 'neinni átt að setja allt landið á annan endann fjórða hvert ár út-af kosningu þriggja þingmanna. Kostnaður sá, sem fjölgun þingmanna um þrjá hefði í för með sér fyrir ríkissjóð, vinnst fyllilega upp, og meira en það, með því að láta ekki lands- kjör fara fram sérstaklega, og er þá ótalinn sá mikli óbeini kostn- aður, vinnutap o. fl., sem þjóðin hefir haft af landskjörinu í sláttarbyrjun fjórða hvert ár. Sú breyting, að afnema sam- eiginlegt landskjör fyrir Reykja- vík og aðra hluta landsins, er ótvírætt í réttlætisátt. Reykjavík hefir bersýnilega miklu betri að- stöðu til kjörsóknar en hinar dreifðu byggðir landsins. Sá að- stöðumunur hlýtur við sameigin- legt landskjör að hafa áhrif byggðunum í óhag. Með því að hafa landskjörið fyrir landið utan Reykjavíkifr og láta Reykjavík hafa einn af hinum sex lands- kjörnu þingmönnum um leið og bætt er við hana að auki hinni nýju þingmannaaukningu (3 full- trúum), er sýnilega um miklu skynsamlegra fyrirkomulag að ræða en áður var. Verndun kjördæmanna. Samkomulag það í kjördæma- málinu, sem stjórnarandstöðu- flokkarnir höfðu gjört sín á milli um það leyti, sem þingrofið varð, var eins og kunnugt er, fólgið í tveim aðalatriðum: Að fjölga þingmönnum Reykja- víkur fyrir kosningar (til bráða- birgða upp í 6) og að samþykkja stjórnarskrárbreytingu, sem heim- ilaði að breyta kjördæmaskipun- inni eftir á með einföldum lögum án þess að leitað væri álits þjóð- arinnar. Að samþykkja á næsta þingi (1932) nýja kjördæmaskipun, þar sem lögð væri niður öll gömlu kjördæmin nema Reykjavík, og skipta landinu í fá stór kjördæmi með hlutfallskosningu og uppbót- arsætum, þannig að þingmanna- tala yrði nákvæmlega í hlutfalli við kjósendatölu. Ef þingið hefði ekki verið rof- ið, og ef Framsóknarflokkurinn hefði fengið tveim þingsætum færra en hann fékk í kosningun- um, væru l>essi áform stjórnar- andstöðuflokkanna nú orðin að iögum, og ekkert kjördæmi utan Reykjavíkur ætti þá lengur rétt til að hafa sérstakan fuUtrúa á Alþingi. Með því að fastákveða þing- manntöluna og fjölda kjördæm- anna í sjálfri stjórnarskránni vill Framsóknarflokkurinn koma í veg fyrir, að slík hætta vofi yfir kjör- dæmunum í annað sinn. Jsltizb iiilií hefst á morgun og stendur yfir dagana 3.—10 apríl. 1 tilefni af því að „íslenzka vikan" hefst, verða ýmiskonar há- tíðahöld í Reykjavík á morgun. Kl. 10,25 fyrir hádegi flytur Tryggvi Þórhallsson forsætisráð- herra ræðu í útvarpið. Kl. 2VÍj hefst samkoma á Aust- urvelli.Formaður iðnráðsins flytur ræðu. Lúðrasveitin spilar og skát- ar' ganga í skrúðfylkingu með auglýsingar um íslenzka fram leiðslu suður á íþróttavöll. Kl. 3Vá hefst samkoma á íþróttavellinum. 60 börn í litklæð- um og 90 fullorðnir dansa viki- vaka. Karlakór K. F. U. M. og Karlakór Reykjavíkur syngja, og lúðrasveitin spilar. I leikhúsinu verður um kvöldið auglýsingasýning um íslenzku vik- una, sem sýnd verður í sambandi við sjónleikinn „Jósafat". Á hverju kvöldi meðan vikan stendur verða flutt erindi í út- varpið um íslenzka framleiðslu. Á föstudagskvöld verður „þjóð- leg samkoma" í Iðnó. Á Akureyri er einnig mikill viðbúnaður vegna íslenzku vik- unnar. Af undirbúningsstarfsemi fram- kvæmdanefndar „íslenzku vikunn- ar" má nefna: Gefin hefir verið út skrá yfír allar íslenzkar framleiðsluvörur og send öllum kaupfélögum og kaupmönnum á landinu. Auglýsingaspjöldum með ís- lenzku fánalitunum hefir verið útbýtt um land allt. Gjörðar hafa verið ráðstafanir til þess, að fræðslan í skólum landsins næstu daga verði einnig að meira eða mmna leyti helguð verkefni „íslenzku vikunnar". 1 Reykjavík og nágrenni henn- ar hefir verið útbýtt til verzlana 50 þús. auglýsingamiðum, um ís- lenzka framleiðslu, sem ætlast er til að fylgi þeim vörum, sem seld- ar verða næstu viku. í póststimplana í Reykjavík er letrað: Kaupið íslenzkar vörur. Notið íslenzk skip. Tíminn vill enn á ný heita ft alþjóð manna að gefa gaum að „íslenzku vikunni" og þeirri mik- ilsverðu hreyfingu, sem bak við hana stendur. Vel mætti hún verða undanfari mikilla atburða og glæsílegra í ís- lenzku þjóðlífi. íslenzk aþjóðin á að sýna það í vikunni, sem hefst á morgun, að hve miklu leyti hún er, vill vera og getur verið sjálfbjarga. Barátta Framsóknarmanna fyr- ir tilverurétti kjördæmanna hefir m. a. haft þau áhrif, að fulltrúar íhaldsflokksins í kjördæmanefnd- inni hafa ekki séð sér annað fært en að leggja til, í sínum aðaitil- lögum, að núverandi kjördæmi ættu að halda áfram í bili að eiga sérstaka fulltrúa. Það er að vísu nokkur sigur í máHnu. En í því sambandi ber að minna á tvö mjög varhugaverð atriði. Samkvæmt "tillögum íhalds- mannanna á að svifta öll tyí- menningskjördæmin öðrum þing- manninum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.