Tíminn - 02.04.1932, Page 1

Tíminn - 02.04.1932, Page 1
©jaíbferi 09 af9rci6slumaöur Címans et XantiDeig }3 0 r s t eins&óttir, £arfjargötu 6 a. .ReyfjoDÍf. iZKfgreifeðía lintans er i €<efjargötu 6 a. ©pin öa^ie^a- fl. 9—6 Stnti 2353 XVL árg. Reykjavík, 2. apríl 1932. 14. blað. Tillögur Framsóknarflokksins á Alþingi Verndun kjördæmanna Síðastliðinn fimmtudag var af hálfu Framsóknarflokksins borm fram í efri deild svohljóðandi „Brevtingartillaga við frumvarp til stj órnarskipun- arlaga um breyting á stjórnar- skrá konungsríkisins íslands, 18. maí 1920. Frá minna hluta stj órnarskrár- nefndar. Við 1. gr. Greinin orðist svo: 26. gr. stjórnarskrárinnar verðl þannig: Á Alþingi eiga sæti allt að 45 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir með leynilegum kosningum. A. 32 þingmenn skulu kosnir með óhlutbundnum kosningum, og þeir eða sá kosinn, sem flest fær atkvæði, í þessum kjördæmum: Tvímenningsk jördæmi: Skagafj arðarsýsla, Eyjafjarðarsýsla og Siglufjörð- ur, Norður-Múlasýsla, Suður-Múlasýsla og Neskaup- staður, Rangárvallasýsla, Árnessýsla. Einmenningsk jördæmi: Haf narf j arðarkaupstaður, Gullbringu- og Kjósarsýsla, Borgarf j arðarsýsla, Mýrasýsla, Snæfellsnes- og Hnappadals- sýsla, Dalasýsla, Austur- og Vestur-Barðastand- arsýsla, V estur-lsafj arðarsýsla, Isafj arðarkaupstaður, Norður-Isaf j arðarsýsla, Strandasýsla, V estur-HúnavatnssýsIa, Austur-Húnavantssýsla, Akureyrarkaupstaður, Suður-Þingey j arsýsla, Norður-Þingeyj arsýsla, Seyðisfj arðarkaupstaður, Austur-Skaftafellssýsla, V estur-Skaf tafellssýsla, V estmannaeyj ar. Ákveða má með lögum að skipta tvímenningskjördæmi í ein- menningsk j ördæmi. Deyi þingmaður, kosinn í þess- um kjördæmum, á kjörtírhanum eða fari frá, þá skal kjósa þing- mann í hans stað fyrir það, sem eftir er kjörtímans. B. 8 þingmenn skulu kosnir með hlutbundnum kosningum í Reykjavík og jafnmargir til vara samtímis. Ef þingmaður Reykjavíkur deyr eða fer frá á kjörtímanum, tekur sæti ‘varamaður hans, það sem eftir er kjörtímans. C. Ákveða má með lögum, að bætt verði við allt að 5 lands- kjörnum þingmönnum, ásamt varamönnum þeirra. Skal þá þeim þingsætum varið til jöfnunar milli stjóramálaflokkamia í þeim kjördæmum, þar sem kosið er óhlutbundnum kosningum. Um út- hlutun þingsætanna skal miða við samanlagða kjósendatölu stjórn- málaflokkanna við kosningarnar í hlutfalli við tölu kosinna þing- manna í þeim kjördæmum. Vara- maður landskjörins þingmanns tekur sæti eftir sömu reglu og gildir um varamenn Reykjavíkur- þingmanna. Þingmenn skulu kosnir til 4 ára“. Stjórnarskráin frá 1920. Núverandi ákvæði stjórnar- skrárinnar (frá 18. maí 1920) um kjördæmaskipun eru í 26. gr.vog hljóða svo: „Á Alþingi eiga sæti 40 þjóð- kjörnir þingmenn. Tölu þeirra má breyta með lögum. Óhlutbundnum kosningum í sérstökum kjördæmum skulu kosnir 34 þingmenn, en 6 hlut- bundnum kosningum um land allt í einu lagi. Með lögum má ákveða, að þing- menn Reykjavíkurkaupstaðar skuli kosnir hlutbundnum kosn- ingum, og gilda þá um kjörgengi og kosningarétt sömu reglur sem við óhlutbundnar kosningar“. Nánari núgildandi ákvæði um kjördæmaskipun eru í sérstökum kosningalögum, sem breyta má með einföldum lögum, án þess að á eftir fari kosningar. Um það leyti sem núgildandi stjórnar- skrá var samþykkt, voru 8 tví- menningskjördæmi og 18 ein- menningskjördæmi. Rétt á eftir var Reykjavík gjörð að fjór- menningskjördæmi með hlut- bundinni kosningu og þingmönn- um þar með fjölgað upp í 42, af því að ófært þótti að svifta nokk- urt af gömlu kjördæmunum full- trúa. Árið 1928 var Gullbringu- og Kjósarsýslu, vegna áskorana úr Hafnarfirði, skipt í tvö ein-» menningskjördæmi. Síðan eru einmenningskjördæmin 20, tví- menningskjördæmin 6 og eitt íjórmenningskjördæmi með hlut- bundnum kosningum. Breytingarnar. Auk áðurnefndra breytinga, sem Framsóknarflokkurinn hefir borið fram við stjómarskrána, er flokkurinn fylgjandi tveim mikilsverðum breytingum á kosn- ingarréttinum, sem hinir stjórn- málaflokkarnir einnig hafa fallizt á og tekið upp í frumvarp það til stj órnarskrárbrey tinga, er fyrir liggur: Að lagmarksaldur kjósenda sé færður úr 35 (við landskjör) og 25 árum niður í 21 ár. Að opinber styrkur hindri eigi kosningarrétt. Breytingar þær á stjórnar- skránni, sem Framsóknarflokkur- inn telur hæfilegar, eru þá í stuttu máli þessar: 1. Að taía þingmanna sé fast- ákveðin í stjómarskránni og fari ekki fram úr 45, þannig að ekki megi fjólga þingmönnum ótak- markað eins og nú er. 2. Að ákveðið sé í stjórnar- skránni, að Reykjavík skuli hafa 8 þingmenn, og að varaþingmenn séu kosnir þar, því að á annan | hátt getur hlutfallskosning ekki í fyllilega náð tilgangi sínum. 3. Að tala og þingmannafjöldi kjördæmanna utan Reykjavíkur sé fastákveðinn, svo að réttur þeirra til fulltrúa verði ekki rýrður með einföldum lögum án þess að leita álits kjósenda. 4. Að núveranda landskjöri verði breytt á þann hátt, að 5 þingsætum*) sé varið til að jafna fulltrúatölu flokkanna í hlutfalli við atkvæðafjölda, og að ekki þurfi að fara fram sérstök kosn- ing, heldur ráði úrslit kjördæma- kosninganna í hvert sinn, hverjir verði landskjörnir þingmenn. Jafnframt verður þá efri deild skipuð með hlutfallskosningu í sameinuðu þingi (15 í efri deild og 30 í neðri deild). 5. Að kosningaraldur sé færð- ur niður í 21 ár. 6. Að sveitarstyrkur varði eigi réttindamissi. — Stefna Framsóknarflokksins. Þegar Alþingi var rofið á síð- astliðnu vori og í kosningabar- áttunni, sem þar fór á eftir, var í kjördæmamálinu haldið fram þrem meginatriðum af hálfu Framsóknarflokksins: Að víðtækar breytingar á stjórnskipulagi landsins mætti eigi gjöra nema því að eins að þjóðinni væri áður gefinn kostur á sem ítarlegast að kynna sér og taka afstöðu til þeirra breytinga, sem um væri að ræða. Að bæjar- og sýslufélög lands- ins, sem eru hagsmunaheildir út af fyrir sig með ólíkum staðhátt- um, yrðu ekki svift þeim rétti, sem þau hingað til hafa átt til að velja sérstaka fulltrúa á Al- þingi. Að rangt væri að leggja höfða- töluna eina til grundvallar þing- mannatölu, heldur yrði þar einn- ig að taka tillit til þeirrar að- stöðu, sem íbúar einstakra lands- hluta að öðru leyti hafa til að gæta hagsmuna sinna gagnvart þjóðfélaginu. Á þessum meginatriðum eru einnig þær tillögur byggðar, sem Framsóknarflokkurinn nú heíir lagt fram á Alþingi. Hinsvegar var yfir því lýst í kosningabaráttunni, að flokkur- inn myndi á engan hátt setja sig upp á móti þeim breytingum, sem sanngjarnar mættu teljast og ekki gengju á rétt hinna ein- stöku kjördæma. Þann vilja sinn staðfesti flokkurinn með því að bera fram þegar á sumarþinginu tillögur um nefndarskipun til rannsóknar í málinu. Reykjavík — Landkjörið. I samræmi við þessa yfirlýstu aðstöðu sína hefir flokkurinn tal- ið sjálfsagt að taka tillit til óska Reykvíkinga og ákveða þeim þá þingmannafjölgun, sem hæfileg mætti teljast, á sama hátt og gjört var 1920, þegar þingmönn- um bæjarins var fjölgað um helming, úr 2 upp í 4. Reykjavík *) Landskjörnum þingmönnum er þar með fækkað um einn, en Rvik er ekki með i landskjörinu. hefir þá álíka marga kjósendur á bak við þingmann og stærsti bærinn á Norðurlandi, sem nú hefir rúml. 4 þús. íbúa, en hins- vegar allmiklu færri en kemur til jafnaðar á þingmann í land- inu í heild, enda hefir svo verið ávalt undanfarið. Sömul'eiðis hefir Framsóknar- flokkurinn talið sjálfsagt að taka nokkurt tillit til þeirra radda, sem fram hafa komið um jöfnun milli flokkanna. Jafnframt er þá tækifærið notað til að bæta úr þeim áberandi göllum, sem verið hafa á landskjörinu. Eins og nú standa sakir, falla niður umboð landskjörinna þingmanna til skiptis fjórða hvert ár. Nær það vitanlega ekki neinni átt að setja allt landið á annan endann fjórða livert ár út af kosningu þriggja þingmanna. Kostnaður sá, sem fjölgun þingmanna um þrjá hefði í för með sér fyrir ríkissjóð, vinnst fyllilega upp, og meira en það, með því að láta ekki lands- kjör fara fram sérstaklega, og er þá ótalinn sá mikli óbeini kostn- aður, vinnutap o. fl., sem þjóðin hefir haft af landskjörinu í sláttarbyrjun fjórða hvert ár. Sú breyting, að afnema sam- eiginlegt landskjör fyrir Reykja- vík og aðra hluta landsins, er ótvírætt í réttlætisátt. Reykjavík hefir bersýnilega miklu betri að- stöðu til kjörsóknar en hinar dreifðu byggðir landsins. Sá að- stöðumunur hlýtur við sameigin- legt landskjör að liafa áhrif byggðunum í óhag. Með því að hafa landskjörið fyrir landið utan Reykjavíkifr og láta Reykjavík hafa einn af hinum sex lands- kjörnu þing-mönnum um leið og bætt er við hana að auki hinni nýju þingmannaaukningu (3 full- trúum), er sýnilega um miklu skynsamlegra fyrirkomulag að ræða en áður var. Verndun kjördæmanna. Samkomulag það í kjördæma- málinu, sem stjórnarandstöðu- flokkarnir höfðu gjört sín á milli um það leyti, sem þingrofið varð, var eins og kunnugt er, fólgið í tveim aðalatriðum: Að fjölga þingmönnum Reykja- víkur fyrir kosningar (til bráða- birgða upp í 6) og að samþykkja stjórnarskrárbreytingu, sem heim- ilaði að breyta kjördæmaskipun- inni eftir á með einföldum lögum án þess að leitað væri álits þjóð- arinnar. Að samþykkja á næsta þingi (1932) nýja kjördæmaskipun, þar sem lögð væri niður öll gömlu kjördæmin nema Reykjavík, og skipta landinu í fá stór kjördæmi með hlutfallskosningu og uppbót- arsætum, þannig að þingmanna- tala yrði nákvæmlega í hlutfalli við kjósendatölu. Ef þingið hefði ekki verið rof- ið, og ef Framsóknarflokkurinn hefði fengið tveim þingsætum færra en hann fékk í kosningun- um, væru þessi áform stjórnar- andstöðuflokkanna nú orðin að lögum, og ekkert kjördæmi utan Reykjavíkur ætti þá lengur rétt til að hafa sérstakan fulltrúa á Alþingi. Með því að fastákveða þing- manntöluna og fjölda kjördæm- anna í sjálfri stjórnarskránni vill Framsóknarflokkurinn koma í veg fyrir, að slík hætta vofi yfir kjör- dæmunum í annað sinn. „IslenzKa vlkn" hefst á morgun og stendur yfir dagana 3.—10 apríl. I tilefni af því að „íslenzka vikan“ hefst, verða ýmiskonar há- tíðahöld í Reykjavík á morgun. Kl. 10,25 fyrir hádegi flytur Tryggvi Þórhallsson forsætisráð- herra ræðu í útvarpið. Kl. 21/} hefst samkoma á Aust- urvelli.Formaður iðnráðsins flytur ræðu. Lúðrasveitin spilar og skát- ar" ganga í skrúðfylkingu með auglýsingar um íslenzka fram leiðslu suður á íþróttavöll. Kl. 31/2 hefst samkoma á íþi’óttavellinum. 60 börn í litklæð- um og 90 fullorðnir dansa viki- vaka. Karlakór K. F. U. M. og Karlakór Reykjavíkur syngja, og lúðrasveitin spilar. I leikhúsinu verður um kvöldið auglýsingasýning um íslenzku vik- una, sem sýnd verður í sambandi við sjónleikinn „Jósafat“. Á hverju kvöldi meðan vilcan stendur verða flutt erindi í út- varpið um íslenzka framleiðslu. Á föstudagskvöld verður „þjóð- leg samkoma“ í Iðnó. Á Akureyri er einnig mikill viðbúnaður vegna íslenzku vik- unnar. Af undirbúningsstarfsemi fram- kvæmdanefndar „íslenzku vikunn- ar“ má nefna: Gefin hefir verið út skrá yfir allar íslenzkar framleiðsluvörur og send öllum kaupfélögum og kaupmönnum á landinu. Auglýsingaspjöldum með ís- lenzku fánalitunum hefir verið útbýtt um land allt. Gjörðar hafa verið ráðstafanir til þess, að fræðslan í skólum landsins næstu daga verði einnig að meira eða nnnna leyti helguð verkefni „íslenzku vikunnar“. I Reykjavík og nágrenni henn- ar hefir verið útbýtt til verzlana 50 þús. auglýsingamiðum, um ís- lenzka framleiðslu, sem ætlast er til að fylgi þeim vörum, sem seld- ar verða næstu viku. 1 póststimplana í Reykjavík er letrað: Kaupið íslenzkar vörur. Notið íslenzk skip. Tíminn vill enn á ný heita & alþjóð manna að gefa gaum að „íslenzku vikunni“ og þeirri mik- ilsverðu hreyfingu, sem bak við hana stendur. Vel mætti hún verða undanfari mikilla atburða og glæsílegra í ís- lenzku þjóðlífi. Islenzk aþjóðin á að sýna það í vikunni, sem hefst á morgun, að hve miklu leyti hún er, vill vera og getur verið sjálfbjarga. Barátta Framsóknarmanna fyr- ir tilverurétti kjördæmanna hefir m. a. haft þau áhrif, að fulltrúar íhaldsflokksins í kjördæmanefnd- inni hafa ekki séð sér annað fært en að leggja til, í sínum aðaltil- lögum, að núverandi kjördæmi ættu að halda áfram í bili að eiga sérstaka fulltrúa. Það er að vísu nokkur sigur í málinu. En í því sambandi ber að minna á tvö mjög varhugaverð atriði. Samkvæmt tillögum íhalds- mannanna á að svifta öll tví- menningskjördæmin öðrum þing- manninum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.