Tíminn - 02.04.1932, Side 4

Tíminn - 02.04.1932, Side 4
54 TÍMINN Auglýsing um inntökuskilyrði Kennaraskólans Að nemandi, sem tekinn er í 1. bekk, sé fullra 18 ára um næstu áramót, en sá fullra 19, sem tekinn er í 2. bekk. Að nemandi hafi engan næman kvilla eða sjúkdóm, sem öðrum geti' að meini orðið, eða geri hann sjálfan óhæfan til kennarastöðu. Að nemandi sé óspiltur að siðferði. Til þess að komast í 1. bekk skólans, verður nemandi að ganga undir próf, er sýni, að hann hafi þá kunná.ttu og þroska, er hér segir: 1) Hann skal vera vel læs á gotneskt letur og latínuletur, hafa lesið vandlega ágrip af íslenzkri málfræði, svo sem málfræði Benedikts Bjömssonar, kunna a. m. k. 10 íslenzk kvæði og geta gert grein fyrir efni þeirra, vita nokkur skil á skáldum íslenzkum á síðustu öld og hafa lesið að minnsta kosti 5 íslendingasögur svo vel, að hann geti gert grein fyrir aðalefni þeirra. Hann á að geta skrifað með hreinlegri og læsilegri snarhönd og sæmilegri stafsetningu og greinarmerkja stutta ritgerð um kunnugt efni. 2) Hann á að hafa lesið í dönsku kennslubók eftir Jón Ófeigsson og Jóhannes Sigfússon, öll þrjú heftin, vita aðalatriði danskrar beyg- ingarfræði og geta snúið auðveldum setningum af íslenzku á dönsku og hafa gert 15 stíla. 1 stað dönsku má gefa upp sænsku, og skal þá vera lesin kennslubók í sænsku eftir Pétur G. Guð- mundsson og Gunnar Lejström, öll bókin. 3) Hann skal hafa lesið Enskunámsbók Geirs Zoega, eða annað sem því svarar í ensku. í stað ensku má einnig gefa upp þýzku, og skal þá vera lesið að minnsta kosti allir tímarnir í kennslubók í þýzku eftir Jón Ófeigsson. 4) Hann skal hafa lesið út að jöfnum í Reikningsbók dr. ólafs Daníelssonar. 5) Hann skal hafa numið ítarlegt ágrip af biblíusögum (s. s. Tangs eða Barnabiblíuna, bæði heftin). 6) Hann skal hafa numið ítarlegt ágrip af sögu íslendinga, svo sem íslendingasögu Arnórs Sigurjónssonar. í mannkynssögu skai hann hafa lesið um fomöldina í Mannkynssögu eftir Þorleif H. Bjamason. 7) Hann skal hafa lesið í náttúrufræði það sem hér segir: 1 Dýra- fræði Bjarna Sæmundssonar um hryggdýr. í Plöntunum eftir Stefán Stefánsson út að ættum. 8) Hann skal hafa lesið í landafræði um ísland og Evrópu (t. d. í landafræði Steingr. Arasonar eða Bj. Sæmundssonar). 1 námsgreinum þessum öllum er ekki bundið við að lesa bækur þær, sem hér eru nefndar; lesa má einnig sem þessu svarar í öðrum bókum.' Til þess að verða tekinn í 2. bekk, verður nemandi að ganga undir próf í því, sem heimtað er til inntöku í 1. bekk og því, sem þar er kennt. Inntaka í 3. bekk er ekki leyfð, nema sérstakar ástæð- ur þyki til. Freysteinn Gunnarsson Mií með íslenskum skipum! /ffij Jördixi Nýibær í Sandvíkurhreppi, Ámessýslu, eign sveitarsjóðs Sandvíkurhrepps, fæst til ábúðar í næstu fardögum. — Áveituland jarðarinnar er að stærð 59 ha., þurlent og nærtækt. Túnið gefur af sér í meðalári 100 hesta. Jörðin liggur nærri vegi, rétt hjá Mjólkurbúi Flóa- mahna. — Nánari upplýsingar gefur oddviti Sandvíkurhrepps, sími nr. 13, Eyrarbakka. félag. Húsin séu gerð úr varanlegu efni með tveggja til fimm herbergja íbúðum og eftir fastákveðnum fyrir- myndum, sem stjórn félagsins ákveð- ur og atvinnumálaráðuneyti sam- þykkir. Vilji félagsmaður selja íbúð sína, hefir félagið forkaupsrétt. Sölu- verð má aldrei fara fram úr kostn- aðarverði, ella rennur viðbótin í fé- lagssjóð. — Félagi, sem kemur upp sambyggingum, er heimilt að eiga til frambúðar sameiginlegt miðstöðv- arhús og þvottahús fyrir margar í- búðir og húsnœði fyrir matvöru- verzlun. Ætlast er til, að félögin afli sér fjár, sem hér segir: „Með frjálsum framlögum hvers félagsmanns í stofnsjóð, unz fjárhæð hans í sjóðnum nemur minnst Vs hluta andvirðis þess húsnæðis, sem hann ákveður, að félagið komi upp fyrir hann. þegar þessart fjárhæð er náð, situr félagsmaður fyrir um bygg- ingu húss, enda gangi stofnsjóðsinni- eign hans upp í byggingarkostnað- inn.v Eftir það greiðir félagsmaður I stofnsjóð fjárhæð, sem nemur t°/oo af kostnaðarverði húsnæðis þess, sem hann heíir eignazt fré félaginu. Vextir af stofnsjóði leggjast við höf- uðstól, og skulu þeir á hverjum tíma jafnháir og innlánsvextir i spari- sjóði hjá Landsbanka íslands. Um rétt tii útborgunar stofnfjár fer eftir samvinnulögunum. þá skulu félagsmenn árlega leggja fram fé í rekstrarsjóð, sem eigi nemi minnu en l°/oo og eigi meiru en 2°/oo af kostnaðarverði liúsnæðis þess, er byggt hefir verið af félaginu. Er þessum sjóði ætlað að standa straum af rekstrarkostnaði félagsins. Kostnaður við að reisa nýjar bygg- ingar telst ekki rekstrarkostnaður. Ennfremur getur félagið tekið ián til útlánsstarfsemi sinnar. Lánin á- byrgist ríkissjóður, með sameigin- legri ábyrgð félagsmanna að bak- tryggingu. Lánin má taka í erlendri mynt og geía út skuldabréf fyrir þeim, er hvert um sig hljóða á fjár- hæðir, er fjármálaráðherra samþykk- ir‘‘. Félagið veitir félagsmönnum lán til að koma upp húsum, með fram- angreindum skilyrðum, allt að 60% af kostnaðarverði út á 1. veðrétt og 20% út á 2. veðrétt, með sömu kjör- um og það sjálft fær á Iénunum. Reykjavík. Sími 249 (3 línur). Símnefni: Sláturfólag. Áskurður (á brauð) ávalt fyrir- liggjandi: Hangibjúgu (Spegep.) nr. 1, gild Do. — 2, — Do. — 2, mjó Sauða-Hangibjúgu, gild, Do. mjó, Soðnar Svína-rullupylsur, Do. Kálfa-rullupylsur, Do. Sauða-rullupylsur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malacoffpylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelatpylsur. Vörur þessar eru allar búnar til á eigin vinnustofu, og stand- ast — að dómi neytenda — sam- anburð við samskonar erlendar. Verðskrár sendar, og pantanir afgreiddar um allt land. *fi Allt ineð islenskuin skipum! »fi FERÐAMENN sem koma til Rvflnir, fá har- bergi og rúm með lœkkuðu verði á Hverfisgötu 82. SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS er á Amtmannsstíg 4 (niðri). Sími 1121. Ef að þér þjáist af lungna- sjúkdómum, astma, hjartasjúk- dómum, blóðleysi, svefnleysi, taugasléni, eða bronchitis, þá notið Dr. Hassencamps „Medica- tus“ öndunartæki. Leiðarvísir cg meðmæli send ókeypis. Alexander D. Jónsson, Póst Box 236. Bergstaðastr. 54. Reykjavík. Sildarbræðsla á Rauiarhttfn. Björn Kristjánsson flytur frv. um heimild fyrir ríkisstjómina til að reka síidarbræðslu á Raufarhöfn og leigja til þess bræðsluverksmiðju þá, sem nú er þar, og hafi stjóm rikis- verksmiðjunnar á Siglufirði stjóm þessarar verksmiðju á hendi. Áfengislttg. Jón A. Jónsson, Bergur Jónsson, Lárus Helgason, Ólafur Thors og Jónas þorbergsson flytja frv. til nýrra áfengislaga. Höfuðnýmæli frv. er afnám bannlaganna. Er gjört ráð fyrir ríkiseinkasölu eins og nú er og útsölustöðum í kaupstöðum og kaup- túnum með 300 íbúum eða fleiri, ef íbúamir sjálfir óska. Svo er fyrir mælt, að hluti af ágóða áfengisverzl- unarinnar skuli renna til Stórstúku íslands til bindindisstarfsemi. Flm. halda því fram í greinargerðinni, að bannlögin séu áhrifalaus í þá átt að' draga úr gildi áfengisneyzlunnar og fyrir löngu síðdii úr gildi numin að miklu leyti með Spánarsamningun- tim. Vigt á síld. Frv. Viimundar Jónssonar um vigt á síld var fellt við 3. umr. i neðri deild. þar var svo fyrir mælt, að alla síld skyldi vega. Síðan hefir V. J. flutt annað f.rv, sem mælir svo fyrir, að vogir skuli vera til, þar sem síld er keypt, og skylt að vega ef seljandi krefst, og teljist þeir þá einnig seljendur, sem ágóðahlut eigi í afla. Ennfremur sé skylt að hafa löggiltan eftirlitsmann við mælingu síldar. Ritstjóri^ Gísli Guðmundsson Mímisveg 8. Sími 1245. Ungnr maður sem vill læra mjólkuriðn getur komist að í mjólkurbúi okkar hér í Reykja- vík. Fær hann þar fullkomjia kennslu, eins og bezt gerist hjá mjólkurbúum erlendis. Kjörin eru þau sömu og hjá mjólkurbúunum í Danmörku. Eiginhandar umsóknir, ásamt skýrslu um hvaða störf umsækjandi hefir áður haft, svo og aðrar upplýsingar og meðmæli ef til eru, sendist okkur fyrir 1. maí n.k. Mj ölkurfélag- - Beyk|avikur S k i ii n Kaupi ávalt hæsta verði: selskina, kálfsskinn, tófuskinn. Þóroddur E. Jónsson Hafnarstræti 15. Sími 2036 Á Notað um allan heim. Árið 1904 var í fyrsta sinn þaklagt í Dan- mörku úr IC O P A L. Bezta og ódýrasta efni í þök. Tíu ára ábyrgð á þökunum. Þurfa ekkert viðhald þann tíma. Létt. ------- Þétt. ------- Hlýtt. Betra en ’bárujárn og málmar. Endist eins vel og skífuþök. Fæst alstaðar á íslandi. Jens Villadsens Fabriker. Kalvebodbrygge 2. Köbenhavn V. Biðjið unt verðskrá vora og sýnishorn. HAVNEM0LLEN KAUPMANNAHOFN mælir með sínu alviðurkennda RÚGMJÖLI og HVEITI. Meiri vörugœði ófáanleg S. X.S. sldLftii? eiixg'ÖÆXg-'o. -vic3 okJsiix Seljum og mörgum öðrum íslenzkum verzlunum. T. W. Buch (Xiitasmiðfa Buchs) Tietgensgade 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR. Demantssorti, hrafnsvart, kastorsorti, Parisarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. Mælum með Nuralin-lit, á ull og baðmull og silki. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“og „Evolin“ eggjaduft, áfengis- m lausir ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvert- an, „ökonom“ skósvertan, sj álfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blárni, skilvinduolía o. fl. Brúnspónn. LITVÖRUR: Anilinlitir, Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögn. Þomar vel. Ágæt tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Bezta tegund, hreint kaffibragð og ilmur. Fæst alstaðar á íslandi. Prentsm. Acta.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.