Tíminn - 16.04.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.04.1932, Blaðsíða 1
©faíbferi og afarcioslumaöur Cimans tt H a 11 n r> e i g, p o rs tcins&óttir, £a?fjargötu 6 a. iíevf jaráf. 2tygrei&sía Cimans ec i €a>rjara,ðtu 6 o. (Dpin ðaglcga*fL 9—6 Sími 2353 XVL arg. Reykjavík, 16. agrfl.1932. Eftir Berg* Jónsson alþm., tormann milliþinganefhdarinnar í kjördæmam&linu. Stjórnarskrárfrumvarplð. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Alþýðuflokksins í milliþinganefndinni ,um kjör- dæmaskipunarmálið hafa flutt saman á Alþingi frv. til breyt- inga á stjórnarskránni og hljóðar 1. málsgr. svo: (26. gr. stjskr. verði þannig): „Á Alþingi eiga sœti þjóökjörnir fulltrúar. Alþingi skal svo skipað, að hver þingflokkur hafi þingsœti í samrœmi við atkvæðatölu þá, sem greidd er frambjóðendum flokksins samtals við almennar kosningar". Ef greinin öðlast gildi, er kjör- dæmaskipun landsins stakkur skorinn með ákveðinni ein- hliða meginreglu, sem sé þeirri, að hver þingflokkur hafi þing- mannatölu í nákvæmu hlutfalli við atkvæðatölu sína. Maður skyldi nú ætla að flutn- ingsmenn þessarar tillögu hefðu jafnframt bent á fullnægjandi leiðir til þess að haga kjördæma- skipuninni þannig, að ákvæði til- lögunnar væri fylgt í fram- kvœmdinni, því varla má það sæmilegt heita, að setja með stjórnarskrá ákvæði, sem lög- gjafinn síðan bryti í fram- kvæmd. Er. nú rétt að líta á, hversu fulltrúarnir hafa gætt skyldu sinnar í þessu efni. ' Tillögur Aiþýðuflokksins. Fulltrúi Alþýðuflokksins, Jón Baldvinsson, hefir borið fram 2 tillögur: Aðaltillögu um það, að landið verði eitt kjördæmi og all- ir þingménn kosnir með hlutfalls- kosningum í einu lagi, og vara- tillögu um það, að landinu sé skift í 6 stór kjördætmi, og hlut- fallskosningar viðhafðar í hverju fyrir sig. Um aðaltillöguna vil ég taka þetta fram: ' Það verður að viðurkennast, að með þeirri tilhögun verður næst komizt því marki, að hver flokk- ur fái þingmannatölu að tiltölu við atkvæðamagn. Ef því eigi væri neitt annað en þetta tvennt að sækjast eftir, myndi engin fyrirstaða vera á því að fallast á þessa tilhögun. En þar sem hún brýtur í bág við ýms þau höfuðatriði, sem tekið verður til- lit til, þegar velja skal hina hag- kvæmustu og farsælustu kjör- dæmaskipun og kosningatilhöo-- un, er að mínu áliti engin leið að ganga að henni. Eins og nú er fyrirkomið kjör- dæmaskipun hér á landi, virðist vel séð fyrir því, að allir lands- hlutar eigi fulltrúa á þingi, sem séu gagnkunnugir högum þeirra, þekki sérþarfir þeirra og nauð- synjar og geti flutt mál þeirra og túlkað þau á Alþingi. 1 svo strjálbyggðu og víðáttumiklu landi sem Island er, er það höf- uðnauðsyn, að séð sé vel fyrir því, að á Alþingi sé fyrir hendi náin og alhliða þekking á högum og þörfum allra héraða landsins og lífi og atvinnuháttum fólksins, tem héruðin byggja, svo tekið 16. blað. verði fullt tillit til þeirra allra í löggjafarstarfinu og öðrum ákvörðunum þingsins. En með því fyrirkomulagi að hafa landið allt eitt kjördæmi, er gersamlega brotið í bág við þetta höfuð- atriði. Þar er engin trygging fyr- ir því að á Alþingi verði alhliða þekking á högum og þörfum fólksins, víðsvegar um landið, heldur þvert á móti. Afleiðingin yrði óhjákvæmilega sú, að þing- menn veldust eingöngu úr hinum fjölmennari eða fjölmennustu héruðum landsins, bæru því hags- muni þeirra og þarfir aðallega fyrir brjósti, en hin fámennari héruð ættu á hættu að hagsmun- ir þeirra yrðu gersamlega fyrir borð bornir eða þau jafnvel gleymdust að mestu, ef tilviljun- in kæmi þeim eigi til hjálpar. Ýmsir munu vilja segja, að hér sé aðeins um grýlu og hugar- burð að ræða, en svo er vissu- lega ekki. Verður það ljóst, ef vér gerum oss með einíægni í hugarlund hvernig tilhögunin muni verða, ef fyrnefndar tillög- ur Alþýðuflokksins kæmust í framkvæmd. Vér skulum hugsa oss að kjósa eigi 86 alþingismenn í einu lagi, og jafnmarga varamenn. Til þesa listi sé fullskipaður þurfa því að vera á honum 72 nöfn. Mið- stjórnir stjórnmálaflokkanna, sem sennilega hefðu aðsetur á fjölmennasta stað landsins, Reykjavík, mundu vitanlega sjá fyrir úthúnaði hs,tanna. Við hlið miðstjórnanna. í Reykjavík stæðu flokksfélög, sem þær yrðu fyrst og fremst að taka tillit til í vali manha á listana. Mundu þær í valinu fyrst og fremst taka tillit til kjósendanna í Reykjavík og öðrum fjölmennari stöðum, þar sem eftir miklu atkvæðamagni væri að slægjast og auðvelt að smala kjósendum á kjörstað. Reyndin yrði því óhjákvæmilega sú, að mestur hluti þeirra fram- bjóðenda, sem sætu í öruggari sætum, væru úr Reykjavík og öðrum hinna fjölmennustu staða, sérstaklega „félagasprautur"- og „kosningasmalar" sem settu mið- stjórnunum stólinn fyrir dyrnar og hótuðu jafnvel að bregðast flokknum, ef þeir fengju ekki að ráða hinum öruggari sætum fyrir sjálfa sig eða aðra, sem þeim lík- aði bezt. Enda þótt miðstjórn- irnar kynnu að vera allar af vilja gerðar og sæju nauðsyn þess, að á þing kæmu menn með þekk- ingu og kunnugleik á kjörum og lífi fólksins víðsvegar um landið, mundu þær ekki geta við það ráðið, en yrðu neyddar til að haga sér eftir vilja þeirra, sem mest áhrif gætu haft á kjör- fylgið á hinum fjölmennustu stöðum, kosningasmalanna og peningamannanna, sem legðu fé fram í kosningasjóðina. Mundi því afleiðingin verða sú, að ágæt- lega þinghæfir menn, sem nytu verðskuldaðs trausts og virðing- ar í héraði sínu og hefðu sér- staklega góðan skilning og þekk- ingu á þörfum þess, væru látnir víkja fyrir miður hæfum kosn- ingasmölum, gösprurum eða pen- ingamönnum, úr hinum fjöl- mennustu héruðum. Því hefir verið haldið fram af fylgismönn- um þessarar tilhögunar, að flokkarnir eða miðstjórriir þeirra, réði í raun og veru mestu um framboð við kosningar með nú- verandi kjördæmaskipun. Það mun rétt að þeir reyna að hafa áhrif á það eftir mætti og munu í Reykjavík ráða mestu um þau, en skipting landsins í mörg kjör- dæmi er afarmikill hemill á al- ræði flokkanna í þessu efni og verða þeir víðast að fara eftir því, sem meirahluta kjósenda þeirra í kjördæminu er geðþekk- ast, ef þeir ekki vilja tefla í tví- sýnu um sigur. En ef það er rétt, að flokksstjórnirnar ráði mestu um framboð, eins og nú er til- högunin, hversu mikið yrði þá vald þeirra og þeirra, sem mest áhrif hefðu á gjörðir þeirra, ef allt landið væri eitt kjördæmi? Af þessu einræði flokksvalds- ins yfir framboðinu og röðun á lista, leiddi það, að áhrif hinna einstöku kjósenda á skipun þirigsins rýmaði að stórum mun. Kjósendur hefðu um að velja 3— 4' eða nokkru fleiri flokkslista með 60—80 nöfnum á. Væri meirihluti kjósenda algerlega ókunnugur þeim aragrúa manna, sem um væri að velja og væru þeir settir í hinn mesta vanda, sem eigi væri því ákveðnari flokksfylgjendur. Réttur þeirra kjósenda, sem taka vildu tillit til persónulegra eiginleika og trausts, í vali. sínu, væri með þessu fyrirkomulagi alveg ^fyrir borð borinn, en þeir kjósendur eiga fullkomlega rétt á sér eins og hinir, sem eingöngu láta blint flokksfylgi ráða valisínu. Kjós- endui- ættu yfirleitt eigi kost á að kynnast nema örfáum af þeim mikla fjölda manna, sem í kjöri væru og væri því alveg ókunn- ugt um persónulega framkomu þeirra, ræðumennsku og skoðan- ir. Ef hinsvegar væri ætlast til að allir þeir frambjóðendur, sem til greina gætu komið við kosn- ingarnar, færu um land allt til að kynna sig kjósendum, myndi það hafa óheyrilegan kostnað og um- stang í för með sér, sem ekki væri til stofnanda, enda mundi slíkt alls ekki eiga sér stað. Samkvæmt framanrituðu tel ég afleiðingar framanritaðs. skipulags verða það: 1) Skipun Alþingis gæti orðið og yrði sennilega oft svo, að heil héruð landsins ættu þar enga for- mælendur eða málsvara, sem hefðu nægilegan kunnugleik af sjón og reynd á lífi og atvinnu- háttum þeirra eða hagsmununi og þörfum, til þess að sanngjarnt og nauðsynlegt tillit yrði tekið til þeirra í ákvörðunum Álþingis. 2) Valfrelsi fólksins væri ger- samlega bundið í fjötrum flokks- valdsins og hver einstakur kjós- andi yrði að láta sér lynda að velja á milli nokkurra frambjóð- endahópa, einræðislega valdra og niðurráðaðra af flokksstjórnun- um, að mestu með tilliti til flokkshagsmuna og flokksbhndu en án tillits til persónulegra hæfileika eða þingmannskosta. Þeir kjósendur, sem eigi vildu láta sér lynda slíka forsjá, ættu einskis annars úrkostar en að neyta eigi kosningaréttar síns. 3) I stað þess að tilætlun fyr- irkomulagsins mun vera að gera kosningarrétt landsmanna -sem jafnastan, yrði hann í raun og veru mjög ójafn. Þeir, sem búa í kaupstöðum eða yfirleitt á hin- um fjölbyggðari stöðum, eiga miklu hægara aðstöðu um kjör- sókn og gætu betur neytt kosn- ingarréttar síns heldur en hinir, sem í dreifbýli búa, við sam- gönguörðugleika, vegalengdir og aðrar torfærur, auk þess sem fyrirkomulagið eins og því áður er lýst, mundi drepa niður áhuga dreifbýliskjósenda fyrir kosning- unni, vegna ókunnugleika á fram- bjóðendum og óánægju me,ð skip- un listanna. Reykjavík og hinir stærri kaupstaðir gætu því í raun og veru ráðið mestu um úr- slit kosninganna. 1 því sambandi má geta þess, að íbúar hvérs staðar, sem er aðsetursstaður Al- þingis og ríkisstjórnar og jafn- framt flokksstjórnanna og blað- anna, hafa ólíkt betri aðstöðu til þess að koma málum sínum á framfæri við þingið og hafa bein og óbein áhrif á starfsemi þess, heldur en þeir, sem annarsstaðar búa. 4) Reynslan hefir víðast orð- ið sú, þar sem hlutfallskosning- ar hafa verið upp teknar, að sú tilhögun hefir ýtt allmikið undir myndun flokka, sem síðan skapa glundroða í stjórnmálalífið og starfsemi löggjafarþinganna. Er engin ástæða til þess að ætla annað en að sama yrði reynslan hér á landi, sérstaklega ef landið yrði gert að einu kjördæmi eða skipt í fáein stór. Um varatillöguna er ekki ástæða til að vera langorður, því um hana má yfirleitt allt það sama segja og aðaltillöguna, þótt gallarnir séu eigi eins yfirgnæf- andi og áberandi. En hún mundi á hinn bóginn síður fullnægja þeirri meginreglu, sem flutnings- maður ætlast til. Sé ég því ekki ástæðu til að fjölyrða um hana. Tillögur Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Jón Þorláksson og Pétur Magnússon báru fram í milli- þinganefndinni. eina tillögu, sem þeir síðan hafa látið prenta með nefndaráliti sínu, og hefir flokk- ur þeirra og flokksblöð allt til þess síðasta haldið þeim mjög fram. Þessi tillaga er í stuttu máli á þá leið, að núverandi kjör- dæmi haldi sér, að því undan- teknu, að núverandi tvímenn- ingskjördæmi missi annan þing- mann sinn. Síðan á að reikna út uppbætur fyrir þá stjórnmála- flokka, sem einhversstaðar fá þm. kosinn og miðast þær við samanlagða atkvæðatölu flokk- anna, samanborið við þing- mannatölu þeirra. Að mínu áliti eru tillögur þessar aðgengilegri heldur en till. Jóns Baldvinssonar, að því leyti, að gjört er ráð fyrir að núver- andi kjördæmi haldi rétti til þess að kjósa sér þingmann. Að vísu eru tvímenningskjördæmin núverandi svift öðrum þm» sín- um og kemur það að sumu leyti hart niður, Jafnframt felast í til- lögunum svo stórvægilegir gall- ar, áð þótt grundvöllurinn sé að míriU áliti réttur — réttur hinna sérstöku kjördæma til þess að halda þingmanni sínum — þá tel ég öldungis ófært að lögleiða þær. Mun ég gera nokkra grein fyrir þeim atriðum, sem var- hugaverðust eru: Flokkslegt ranglæti. Samkv. tillögunum á hver flokkur að fá uppbótarþingsæti eftir atkvæðatölu sinni í heild, svo framarlega sem hann fær að minnsta kosti einn þm. kosinn *í einhverju kjördæmi. Þó kosning félli þannig, að einhver flokkur stæði mjög nærri því að fá þm. kosinn — ef til vill í mörgum kjördæmum — og atkvæðatala hans skifti mörgum hundruðum — jafnvel þúsundum, þá ætti hann eigi rétt til uppbótarþing- sætis. Ég tel nú reyndar alls ekki rétt að stuðla á nokkurn hátt að bættum skilyrðum fyrir myndun margra flokka, því það getur haft í för með sér óheppilegar afleiðingar . í stjórnmálalífinu. En ég tel, að svo framarlega sem elta á flokksfylgið út í yztu æsar (og það eitt er talið jafnrétti kjósendanna), hjá þeim stjórnmálaflokkum, sem fá í ein- hverju kjördæmi þm. kosinn, þá virðist ekkert réttlæti í því fólg- ið, að hvernig sem, kjósendatölu flokks í heild er farið, fái hann ekkert þingsæti, aðeins af því að hann ekki hafi fengið þm. kos- inn í einhverju kjördæmi. T. d. flokkur, sem á mann í kjöri í litlu kjördæmi og fær hann kos- inn með t. d. 170 atkv., fær upp- bótarþingsæti ef atkvæðatala hans á öllu landinu er nægilega há. En þótt flokkur fengi mörg hundruð atkvæði aðeins í einu fjölmennu kjördæmi, s. s. Rvík og hefði þar að auki fjölda fram- bjóðenda í mörgum kjördæmum, en enginn næði þingsæti í kjör- dæmi, þá fengi hann ekkert uppbótarþingsæti, jafnvel þótt kjósendatala hans samanlögð skifti þúsundum. Kosning getur vitanlega vel farið þannig, að flokkur fái atkvæði jafnvel svo þúsundum skifti a landinu, enda þótt hann ekki næði neinsstaðar þingsæti. Reglan brýtur því ger- samlega í bág við* það „flokks- lega réttlæti", sem tillögumenn vilja mest leggja upp úr, auk þess sem fjöldi kjósenda gæti orðið gersamlega áhrifalaus á skipun þingsins. Alþingi yrði því alls ekki eins og tillögumenn ætlazt til „rétt mynd af skoðun- um og vilja kjósendanna". Minnahluta kosning í kjördæmi. Samkv. tillögunum geta marg- ir frambjóðendur verið 1 kjöri í einu í sama kjördæmi af hálfu sama flokks, aðeins ef tilskilinn meðmælendafjöldi fylgir hverju framboði. Sá flokkur, sem flest fær atkvæði í kjördæminu, hlýt- ur þingsætið handa þeim fram- bjóðanda sínum, sem flest fær atkvæðin af frambjóðendum þess flokks. Tvennskonar mjög ó- heppilegar afleiðingar yrðu af þessum ákvæðum. 1. Frambjóðendafjöldi yrði sennilega oft óhæfilega mikill í einstökum kjördæmum. 2. Sá,-sem flest atkvæði fengi í kjördæmi, hlyti oft ekki þing- sætið og yrði að víkja fyrir manni, sem hefði miklu minni atkvæðatölu og þessvegsa aýni-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.