Tíminn - 16.04.1932, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.04.1932, Blaðsíða 4
ŒSMÍNM 62 Laugarvatnsskólinn Laugardaginn 13. marz hélt Laug- arvatnsskólinn skemmtun. Voru þar staddir menn víðsvegar að úr Reykjavík og af undirlendinu, og þar á meðal undirritaður. það, sem frá því fyrsta hefir einkennt samkomur Laugarvatnsskóla, er að þær hafa verið að nokkru leyti sýnishorn af starfsháttum skólans. Skólastjórinn lætur þar ekki mikið á sér bera. Hann er þá, eins og endranær, sá sterki kraftur, sem stjómar öllu í kyrþey og skapar skilyrði til þess að aðrir geti notið sín. Guðmundur Gíslason kennai-i setti skemmtunina, og mun hann hafa átt mikinn þátt í að undirbúa hana. þá flutti Guðmundur Ólafsson kennari snjallt og fróðlegt erindi, er var sam- anburður á mæltu rnáli i ýmsum landshlutum. Næst sungu söngflokk- ar skólans undir stjóm þórðar Krist- leifssonar, söngkennara. Eru flokk- arnir þrír, blandaður kór, karlakór og kvennakór. það, sem fyrst vekur undrun manns er það, að einungis ör- fáir nemendur af 130 eru utan við söngflokkinn. í blandaða kómum eru um 100 manns. Mun það engum vafa bundið, að sem skólaflokkur á söng- ílokkur Laugarvatnsskóla engan sinn líka hér á landi. Eftir að sungið hafði verið um hríð fluttust allir, bæði gestir og heimamenn, út í hið nýbyggða leikfimishús. það stendur niðri við vatnið, dálítinn spöl frá sjálfum skólanum, og er hið prýðileg- asta, bæði að stærð og frágangi. Að- komumenn, kennarar og fólk þeirra tóku sæti á svölunum í stafni húss- ins, sem ætlaðar eru fyrir áhorfend- ur, en nemendur þeir, sem ekki sýndu strax, tóku sér sæti á bekkjun- um niðri. Hófst þá leikfimi undir stjórn íþróttakennarans þjóðkunna, Björns Jakobssonar. Fyrst sýndu stúlkur, og lék kennarinn undir á fiðlu sína. Góð samtök voru i stað- æfingum stúlknanna, en vantaði sýnilega þjálfun til þess að hin glæsilega samsetning æfinganna nyti sín. Á eftir stúlkunum sýndu 40 pilt- ar leikfimi, einnig undir stjórn Bjöms Jakobssonar. Ég hefi engan sérfróðan mann um íþróttir heyrt bera brigður á frumleik Björns og menntun hans sem íþróttamanns, en einn hefi ég heyrt halda því fram, peir, sem lægri laun hafa en hér er nefnt, eru unglingar eöa aðrir léttingar. Ég hefi áður bent á það, að Héðinn og Ólaíur láta sig engu skifta þó verkamenn í kauptúnum úti á landi vei'öi að svelta af því enga vinnu er að fá, og af þvi helzta bjargráð þessara foringja er að svifta fólkið þeim mjög svo tak- mörkuðu samgöngum,- sem það heíir haft við að búa undanfarið, eins og þeir leggja til að gert verði í Alþýðublaðsgrein nú nýlega. Eina hugsun þessara manna er sauðþrá kaupstreita, og þráinn er búinn að ná svo valdi yfir þeim, að þeir setja sig yíirleitt á móti öllum kauplækk- unum allt úr 30 þús. krónum um árið og niður í 2 þús. krónur. Væri hægt að koma því til leiðar, að allir launamenn, sem hafa, segj- um yfir 6 þús. krónur á ári, lækk- uðu í launum um 15% og aliir sem lægri hefðu laun, um 10%, þá mundi þessi lækkun létta svo þunyu iargi af atvinnuvegunum, að at- vinna verkamanna yrði miklu trygg- ari. Á þetta líta þeir ekki Ólafur og Héðinn. Jieir vilja fórna atvinnu verkalýðsins fyrir háa kauptaxta, og umfram allt ekki særa fastráðnu launamennina með tíu til tuttugu þúsund króna launin, með því að hjálpa til að lækka þau lítiisháttar. En þó fjöldi bænda og bátaútvegs- manna hafi tæplega í sig og á, og verði að leggja á sig alveg óhæfilegt ei'fiði, þá láta þeir sér ekki fyrir brjósti brenna, að svívirða þá í blöð- um sínum, og gera tilraunir til að eyðileggja ávöxtinn af erfiði þeirra, eins og bezt kom í ljós í bannfær- ingavafstri þeirra á Blönduósi um daginn. í afskiftum sírium af launamál- um eru kaupsýslumenn og útgerðar- menn Reykjavíkur og málsvarar þeirra síst betri en verkamannafor- íngjarnir. Yíirleitt hafa þeir löngun til að lækka laun þeirra manna, sem verst eru launaðir, verkamanna og sjómanna, þó þá skorti karl- mennsku til að framkvæma nokkuð HAVNEM0LLEN KAUPMANNAHOFN mælir með sínu alviðurkennda RÚGMJÖLI og HVEITI. Allar tegundir af tilbúnum áburði eru komnar. Meiri vörugæði ófáanleg Mextn eru beðnir &ð vitja pant&na sinna. S.I.S. slcUCtlr Trid QlcJcvxr Seljum og mörgum öðrum íslenzkum verzlunum. pr. Áburðarsala ríkisins Samband ísl. samvinnufélaga. IKla.Ta.pfélsLgsstj órar I Munið eftir því að haldbest og smjörílíkast er „Smára“ - smjörliki Sendið því pantanir yðar til: H.í. Smjörlikiséerðin, Reykjavík. að hann myndi skorta lag og dugn- að til að æfa byrjendur. Ég býst ekki við að margir, sem sjá þann mikla árangur, sem orðið hefir af starfí Björns í vetur, muni dirfast að halda þeim skoðunum fram. Bjöm hóf starf sitt í haust með byrjendum. Hann varð að kenna leikfimi áhaldalítið í venjulegri stofu fram í febrúar. Samt sem áður getur hann um miðjan marz sýnt tvo taktfasta flokka, sem auk þess hafa nokkra leikni í stökk- um og jafnvægisæfingum. Má t. d. geta þess, að meira en 2/3 af piltun- um fóru höfuðstökk og kraftstökk, og margir þeirra stukku vel yfir hest- ana. Stúlkurnar höfðu að vísu ekki fullkomna slá, en sýndu þó jafn- vægisæfingar á byrjunarstigi. Allir, sem samkomu þessa sóttu, munu hafa farið heim ánægðir yfir skemmtuninni með þakklætishug til skólans og aukna trú á möguleika ís- lenzkrai' æsku. Slguröur Thorlaclus. -----©----- í þá átt, eins og herl.egast kemur í ijós í harmagrát Morgunblaðsins nú á vertiðinni, þegar það lýsti yfir því, að foringjar verkamanna virtu útgerðarmenn ekki svars, og þvi yrði allt kaupgjald að haldast ó- breytt á sjó og í landi .þetta árið. En þessir menn, sem óska innilegu kauplækkunar hjá verkalýðnum, eru ekki sérlega fúsir til að lækka eigin kröfur til launa og lífsþæg- inda. Nú í miðri kreppunni eru nokkrir þeirra að byggja skrauthýsi sem kosta 70—80 þús. krónur og rúma þó aðeins eina fjölskyidu, og þó er útgerðin ekki betur stæð en það, eftir því sem Ólafi Thors al- þingismanni sagðist frá í þingræðu á eldhúsdaginn, „að helmingur tog- araflotans er gjaldþrota, en hinir standa höiium fæti“. þvi hefir löngum verið haldið fram, að Reykjavík stæði og félli með sjávarútgerðinni. Hinar raun- verulegu tekjur bæjarbúa yrðu að koma úr sjónum að mestu. Nú er svo ástatt, að í eigu bæjarbúa eru 24 togarar, 9—10 línubátar og nokkr- ir mótorbátar. Línubátamir eru flestir gainlir og lélegir og bafa reynst mjög vafasöm veiðitæki. Af togurunum eru 18 tólf ára gamlir og þaðan af eldri. Sex af þessum togurum eru nú eign bank- anna (fólögin orðin gjaldþrota), og enginn getur eða vill kaupa þá. Yf- irleitt hefir það verið svo undan- farin ár, að menn hafa ekki viljað leggja peninga sína í útgerð hér I bænum. þessi hrörnandi sjávarút- gerð er þó enn talin höfuðatvinnu- vegur þeirra tæpra 30 þúsunda landsmanna, sem eru búsettir hér í Reykjavík. Fari þvi fram nokkur ár enn, að fiskiskip bæjarbúa gangi úr sér, og engin ný komi í staðinn, er ekki annað fyrirsjáanlegt en út- gerðin fari í rústir innan skamms. Getur þá að líta atvinnulausa verka- menn með háa kauptaxta og „yfir- stétt“ í skrauthýsum og með háar kröfur til lífsþæginda, sem hún get- ur ekki fullnægt. Jód Árnosoo. FERÐAMENN sem koma tll Rvíkor, fá her- bergi og rúm meö lœkknSa verði á Hverfiagötu 82. Ný Islenzk framleiðsla MJólkursamlag Borgllrðlnga. Á síðastsliðnu vori keypti Kaup- félag Borgfirðinga niðursuðuverk- smiðjuna Mjöll í Borgarnesi. í sumar hefir verið byggður rúmgóður véla- salur, er rúmar allar gömlu vélarnar og þær nýju er keyptar voru til við- bótar til niðursuðu mjólk og til smjör- og skyrgerðar. Getur samlagið nú bæði soðíð niður mjólk og búið til smjör og skyr. Kaupfélagið hefir komið upp rann- sóknarstofu og keypt öll nauðsynleg- ústu áhöld til rannsóknar á mjólkur- afurðum. Tilkostnaður er nú orðinn um 120 þús. kr. þó er eftir að bæta við hús- um og vólum. Séretaklega vantar húsnæði fyrir dósagerð þegar niður- suða á kjöti fer fram og svo hús- rúm og vélar fyrir ostagerð og kæli- tæki til kælingar á mjólkurafurðum og verður þetta gert þegar möguleik- ar eru til framkvæmda. Samlagið sýður nú niður frá 1400 til 2000 lítra é dag, og með örlitlu lengri vinnutíma eða auknum starfs- kröftum mætti koma af 3000 lítrum a dag. Pasteurhitunartæki öll, skil- vinda óg aðrar vélar til smjör- og skyrgerðar eru miðaðar við 2 milj. litra á ári. Til samlagsins er flutt mjólk úr öllu héraðinu innan Skarðsheiðar að undanskildum Hálsahreppi, Álftanes- hreppi og Hraunhreppi, en búizt er við að þeir verði með, og jafnvel þrír næstu hrepparnir í Snæfellsnessýslu. Forstöðu fyrirtækisins hefir á hendi danskur maður N. Rasmussen. Hefir hann beztu meðmæli þess, að veita niðursuðuverksmiðju forstöðu frá K. Jensen prófessor, sem kennir þá grein mjólkurfræðinnar við landbúnaðar- háskóla Dana. Auk hans vinna við samlagið þeir Sigurður Guðbrandsson frá Hrafn- kelsstöðum er lokið hefir námi við mjólkurskóla í Noregi og Ásbjöni Jónsson vélamaður. Ennfremur starfa, 5—6 stúlkur við samlagið. Starfrækslan byrjaði seinnihluta febrúar síðastliðinn. Mjólk frá samlaginu er nú í þann veginn að koma á markaðinn og heitir „Baulumjólk". Er hún einasta íslenzka niðursuðumjólkin á. mark- aðnum að undanskildum birgðum er eftir kunna að vera af „Mjallar- mjólk“. Öll önnur mjólk með íslenzkum heitum er útlend. Umboð fyrir Baulumjólk hefir Sam- band ísl. samvinnufélaga fyrir kaup- félög og pöntunarfélög og O. Johnson & Kaaber fyrir önnur verzlunarfyrir- tæki. ■■■■ -O...- . W. Bnch (Xiitasmið'fa Bnchs) Tietgensgade 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR; Demantssorti, hrafnsvart, kastorsorti, Parisarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. Mælum með Nuralin-lit, á ull og baðmull og silki. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“og „Evolin“ eggjaduft, áfengis- lausir ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sim“-skósvert- an, „ökonom“ skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvinduolía o. fl. Brúnspónn. LITVÖRUR: Anilinlitir, Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. GLJÁLAKK:: „Unicum“ á gólf og húsgögn. Þomar vel. Ágæt tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Bezta tegund, hreint kaffibragð og ilmur. Fæst alstaðar á íslandi. Með hinni gömlu, viðurkenndu og ágætu gæðavöru, Herkules þakpappa sem framleidd er á verksmiðju vorri „Dorthetsminde“ frá því 1896 — þ. e í 80 ár — hafa nú verið þaktar í Danmörku og Islandi. margar milj. fermetra þaka. }m llilttiis raWr Fæst alstaðar á íslandi. Kalvebodsbrygge 2. Köbenhavn V. Hlutafélagið prentaðar myndir, — á 5 kr. Lesmál er alla varð- ar. Fæst hjá bók- sölum. Oddsprent- smiðja á Akureyri tekur við áskriftum. Ódýr og hlýleg gjöf- Reykjavík. Sími 249 (3 línur). Simnefni: Sláturfélag. Áskurður (á brauö) ávall fyrir- liggjandi: Haiigihjúgu (Spegep.) ur. I, gild Do. — 2, — Do. — 2, mjó Sauða-Hangibjúgu, gild, Do. mjó, Soðnar Svína-rullupylsur, Do. Itálfa-rullupylsur, Do. Sauða-rullupylsur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malacoffpylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. . Lyonpylsur, Do. Cervelatpylsur. Vörur þessar eru allar búnar til á eigin vinnustofu, og stand- ast — að dómi neytenda — sam- anbui’ð við samskonar erlendar. Verðskrár sendar, og pantanir afgreiddar um allt land. ELOCHROM-filmur (ljós- og listnæmar) 6X9 cm. á kr. 1,20 6V2X9 cm. á kr. 1,50 Bf 10 filmur eru keyptar í einu, jeiknum við ekki fiutn- ings- og eftirkröfu kostnað. Sportvöruhús Reykjavikur Reykjavík, Box 384 Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Mímisveg 8. Sími 1246. Prentsm. Acta. ■f« Allt meö íslBiiskum skipuin! »fi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.