Tíminn - 23.04.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.04.1932, Blaðsíða 1
©faíbferi og afgrci&slumaour Cimans et Rcinnueicj p o rs t einsbóttir, fcœfjctrgötu 6 a. -Keyfjaiúf. J2^fgrei6sía Címans er i £œtjargötu 6 a. ©pin oagkga fl. 9—6 Siml 2353 XVL árg. Reykjavík, 23. aprfl 1932. 17. blað. Frystihúsamálið á Alþingi Framsöguræða Tryggva Þórhallssonar forsœtisráðherra. Prumvarp það er Tryggvi Þór- hallsson forsætisráðherra og Ing- ólfur Bjarnarson formaður Samb. ísl. samvinnufélaga flytja nú á Alþingi „um heimild fyrir ríkis- stjórnina að ábyrgjast lán til að koma upp frystihúsum á kjötút- flutningshöfnum", er svohlj.: 1. gr. Ríkisstjórninni er. heimilt að ábyrgjast lán til þess að koma upp frystihúsum á kjötútflutn- ingshöfnum, er nemi samtals 400000 kr., með þeim skilyrðum, sem segir í lögum þessum. 2. gr. Ábyrgðarheimildin má ná til lána, sem tekin eru í umræddu skyni af sýslufélögum eða sam- ¦ vinnufélögum bænda. Hámark hvers láns, sem ábyrgzt er, má nema allt að 2/3 kostnaðar. Frystihúsin séu reist á þeirri höfn, sem. að dómi hlutaðeigandi sýslunefnda er bezt fallin til að vera miðstöð til útflutnings á frystu kjöti í héraðinu, en at- vinnumálaráðherra sker úr ágreiningi. Full skilríki liggi fyrir um, að vel og tryggilega sé frá öllu gengið um hús og áhöld, enda hafi atvinnumálaráðuneytið sam- þykkt áætlun og teikningar. Til baktryggingar ríkisábyrgð- inni sé ábyrgð hlutaðeigandi sýslufélaga, eða aðrar trygging- ar sem ríkisstjórnin metur gild- ar, auk fyrsta veðréttar í frysti- húsum og vélum þeirra. 8. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Hér fer á eftir framsöguræða Tryggva Þórhallssonar við 1. umræðu málsins í neðri deild: Ég skal ekki þreyta hv. deild með langri ræðu fyrir þessu fr-v., enda hefir mér. ekki unnizt tími til að búa mig undir slíkt. Hefði það þó óneitanlega verið fróðlegt og vel til fallið í sambandi við þetta mál að gefa hér nokkurt yfirlit um sölu aðalútflutnings- vöru landbúnaðarins á þessari öld, en ég læt mér um þetta nægja aðeins að drepa á það helsta, sem gerzt hefir á allra síðustu árum. Eftir ágreininginn við Norð- menn, sem leiddi til kjöttolls- samninganna 1924, var sjáan- legt, að við áttum of mikið í húfi til þess að geta átt allt að kalla undir norska kjötmarkað- inum einum, sem auk þess fór síþverrandi. Því var það og, að kæliskipsnefndin var skipuð ár- ið 1924. 1 framhaldi af starfi hennar var svo það, að Eimskipafélagið með aðstoð ríkisins eignaðist skipið Brúarfoss, með fullkomn- um frystiútbúnaði og var með því gjörður mögulegur útflutn- ingur á frosnu kjöti héðan á er- lendan markað í allstórum stýl. Jafnframt var þá ríkisstjórn- inni veitt heimild til að veita lán úr Viðlagasjóði til frystihúsa- bygginga. i. þeim gruadvelli voru síðan reist frystihúsin á Hvammstanga, Blönduóst, Sauð- árkróki, Akureyri, Húsavík, Kópaskeri og Reyðarfirði. Nú síðast hefir verið reist mikið frystihús hér í Reykjavík, að vísu fyrst og fremst til ann- ara afnota, og víðar eru frysti- hús, sem nota má í þessu skyní, en nú eru notuð til annars, svo sem við Eyjafjörð, í Dalvík og Grenivík. Vegna þessara ráðstafana hefir útflutningur á frystu kjöti smáaukizt. Af síðasta árs fram- leiðslu var alls flutt út 260 þús. fjár, þar af ea. 95 þús. fryst, en ca. 165 þús. saltað, eða drjúg- um meir en þriðjungur af frystu kjöti. Þetta má auka dá- lítið með því að nota frystihúsin meira, og sumpart með því að grípa til annarra í viðbót, eins og t. d. frystihúsanna við Eyja- fjörð, sem ég áður nefndi. Reynslan er yfirleitt góð af sölu frysta kjötsins. Emjeest er um það vert, hve stórkostlega hún léttir undir með saltkjöts- markaðinum, svo að hægt hefir verið að halda verðinu stórlega uppi í Noregi hjá því sem ann- ars hofði vaj^Si-----------__ Nú er svo komið, að saltkjöts- markaðurinn erlendis þrengist meir og meir með hverju árinu sem líður. Er afarerfitt um sölu saltkjötsins nú, og verður'iítið selt nema í Noregi, en þar er sem annarsstaðar nú í kreppunni hafin öflug sókn í þá átt, að nota sem mest innlendar vörur. Norski landbúnaðurinn nálgast það nú meir og meir, að full- nægja heimamarkaðnum, og -er smátt og smátt að útrýma okk- ar kjöti. Við þetta bætist, að nú hefir kjöttollssamningnum frá 1924 verið sagt upp, og enn hefir ekki tekizt að fá hann fram- lengdan. I samráði við utanríkis- málanefnd var sendiherra okkar í Kaupmannahöfn að vísu send- ur í þeim erindum til Noregs. En tíminn var óhagstæður, því að einmitt um það leyti voru að fara fram miklar breytingar á norsku stjórninm, og varð sendi- herra af þeim ástæðum að fara, áður en hann hafði getað lokið erindum sínum. Hinsvegar lofaði norska stjórnin því, að gera hon- um viðvart, er hún væri tilbúin, til viðtals um samninga, til þess að hann þá gæti komið á fund hennar, til frekara sam- tals og reynir nú á hversu fer um það mál. , En norski markaðurinn einn er svo þröngur, að við verðum að vinna að því af öllum mætti að ná undir okkur markaði fyrir kjötið annarsstaðar, hvernig sem fer um framlenging samnings- ins. Það sem nú liggur fyrir fyrst og fremst í þessu efni, er að herða sem mest á byggingu frystihúsanna, svo að við verð- um þess megnugir að hagnýta okkur enska markaðinn meira en nú er. Engin ástæða er til að óttast, að hann taki ekki á móti meira kjöti frá okkur, en hann nú gerir. Viðlagasjóðsaðstoðin um þetta er nú ekki lengur fyrir hendi, og þessvegna höfum við, hv. þm. S.-Þ. (Ingólfur Bjarnarson)og ég borið fram þetta frv. I frv. er farið fram á það, að stjórninni verði heimilað að á- byrgjast allt að 400 þús. kr. lán til að koma upp frystihúsum á kjötútflutningshöfnum. Höfum við í 2. gr. frv. bundið ábyrgðina sömu skilyrðum og giltu á sínum tíma um viðlagasjóðslánin. Að því er upphæðina snertir, þá vil ég gera grein fyrir því, við hvað hún er miðuð. Þeir sem kunnug- astir eru þessum máluin, álíta, að þörf sé að reisa írystihús þegar í sumar einkum á 3 höfn- um: Stykkishólmi, Borðeyri og Vopnafirði. Á öllum þessum stöðum eru hús fyrir, sem hægt er að nota í þessu skyni. Þarf því ekki að reisa húsin af stofni, en nóg að gera við þau. Er áætl- að, að húsaðgerðin í Stykkis- hólmi muni kosta um 15.000 kr., og vélarnar 40.000 kr. Á Borð- eyri er húsaðgerðin áætluð 20.000 kr. og vélar 50.000 kr. Á Vopnafirði er gert ráð fyrir, að aðgerðin á húsinu þar muni kosta 20.000 kr. og vélarnar 40.000 kr. Alls er þá á þessum þrem kjötútflutningshöfnum gert ráð fyrir 185.000 kr. kostnaði vegna frystihúsanna. En auk þess eru aðrir staðir, sem einnig er nauð- synlegt að reisa frystihús á, ef ~ekki—í—aumor,—}*á—«3—minnsta. kosti ekki síðar en á næsta ári. Þessír staðir eru Djúpavogur, Þórshöfn, Hólmavík og Borgar- nes. Loks þarf áður langt líður að reisa frystihús í Vík í Mýr- dal og Höfn í Hornafirði. Þ6 að þessir staðir séu nefndir til sérstaklega, sem ég nú hefi nefnt, ber enganveginn að líta svo á þetta, að það sé eingöngu gert fyrir þau héruð, sem að þeim liggja. Ef hægt verður að koma upp þessum frystihúsum, sem ég nefndi, til viðbótar þeim, sem fyrir eru, er ekki vafi á því, að við getum komið megn- inu af útflutningskjöti okkar á enska markaðinn. Ætti' þá að draga úr þeim vandræðum að mestu, sem nú eru á því að koma saltkjötinu út, því að með því að draga úr saltkjötsframleiðsl- unni, yrði greitt fyrir sölu þess, sumpart innanlands og sumpart utanlands. Stafar því landbúnað- inum í heild sinni mikið gagn af slíkum ráðstöfunum. Að svo mæltu vil ég leyfa mér að leggja til að frv. verði, að lokinni umræðu, vísað til hv. landbúnaðarnefndar. Skipaútgerð ríkisins Úr skýrslu útgerðarinnar til Aiþíngis Viö forsetakosnlnguna í pýzka- landi 13. marz sl. voru 5 frambjóð- endur í kjöri: Hindenburg áður for- seti, studdur af miðflokkum og jafn- aðarmönnum, Hitler af hálfu Fas- cista, Dústerberg herforingi af hálfu þjóðernissinna, Thálmann af hálfu kommúnista og utanflokkamaður að nafni Winter. Úrslitin urðu þessi: Hindenburg fékk 18,661,300 atkv., Hitler 11,328,500, Thalmann 4,971,900, Dusterberg 2,517,860 en utanflokka- maðurinn aðeins rúml. 100 þús. atkv. Kosningin var ólögmœt, af því að enginn náði helmingi atkvæða. Við endurtekna kosningu 10. apr. blaut Hindenburg 19,359,000, Hitler 13^17,000 og Th&lmann 3,606,000. Starísvið útgerðarlnnar. Arið 1931 hafði Skipaútgerð rílcis- ins reikningshald og forsjá um rek'stur þessara skipa: Straiidferða- skipanna Esju og Súðarinnar, varð- skipanna Óðins, Ægis og pórs, varð- bátanna Geirs Goða og Jóns Finns- sonar, vitaskipsins Hermóðs, Suður- landsbátsins Skaftfellings og loks fiskútflutningsskipanna Falkeid og Jan Mayen. Auk þessa hafði skrif- stofa útgerðarinnar á hendi ýmis- konar reikningshald og framkvæmd- ir í þagu hins opinbera. Má til dæmis nefna: Reikningshald í sam- bandi við rekstur bifreiða og vegna hafmælinga og rannsókna, margs- konar vinnu í sambandi við tilraun- ir um útflutning á ísvörðum fiski, svo og vegna innkaupa og útbýting- ar á vörum til ýmsra ríkisstofnana. Strandferðaskipin. Að því er snertir rekstur strand- ferðaskipanna, var árið mjög ó- hagstætt, eins og rekstursreikning- urinn ber með sér. Er þetta eðlilegt. Gjaldahlið rekstursins hélzt að mestu óbreytt, kaupgjald var við sama og verð á útgerðarvörum svip- að og að undanförnu. Aftur á móti brugðust tekjumar stórlega og staf- ar af þvi eingöngu, að rekstursút- koman er lakari, en t. d. næsta ár á undan. Skal þessu til sönnunar gerður samanburður á rekstri Esju bæði þessi ár. Á rekstursréikningi strand- ferðaskipanna fyrir síðastliðið ár (1931), er hallinn af rekstri „Esju einnar, tilfærðúr kr. g^O.OOO.OO1), en þar sem flokkunarviðgerðin, sem er metin á kr. 65.000,00 er óvenjuleg og á í raun og veru að jafnast a fleiri ár, ber að draga hana frá fyrnefndri upphæð, áður en samanburður er gerður við önnur ár. Verður þá reksturshalli Esju íyrir árið 1931, að frádreginni flokkunarviðgerðinni kr. 161.000,00, auk fyrningar, en árið 1930 var reksturshalli hennar kr. 140.000,00. Virðist þá hallinn á rekstri Esju árið 1931 vera 21 þús. krónum meiri en næsta ár a undan. Nú voru tekjur Esju árið 1931 af farseðlasölu kr. 22,000,00 og af vöru- flutningum kr. 19,000,00, samtals kr. 41,000j00 lægri en árið 1930. Aftur voru kol eini g^aldaliðurinn, sem sem lækkaði að nokkrum mun, en það var um kr. 10 þús. Er þa á þess- um 3 liðum sýnt, að rekstursút- koma Esju verður árið 1931 krónur 31,000,00 lakari en næsta ár á undan og hefði því reksturshalli skipsins u því ári (1931) ekki orðið nema kr. 130,000,00 auk fyrningar, ef tekju- hliðin hefði haldizt óbreytt. Er það að vísu kr. 10,000,00 lægri upphæð en árið 1930, en þa var skipið líka heldur meira i ferðum. Að því er rekstur Súðarinnar snertir, er þar ekki hægt að gera samanburð við neitt heilt ar á und- an, en þar sem Súðin og Esja eru álíka stór skip, þurfa jafna skips- höfn og sigla a sömu slóð, er það sýnt, að gjaldahliðin á rekstri þeirra mun verða mjög nærri þvi jafn há, svo framt að bæði skipin sóu í feíð- um álíka lengi og á sama tíma ars. Hinsvegar verður sennilega tekju- hliðin á rekstri Súðarinnar alltaf töluvert lægri en Esju, og liggur það í því, að skipið er aðallega ætlað sem vöruskip, er sigli í hverri ferð á næstum allar hafnir á ströndinni, smáar og stórar, og margar af þeim hafnir, sem teknar hafa verið upp í x) Reksturshalli Súðarinnar var skv. reikningi kr. 210,350,20, og er þá meðtalinn kostnaðurinn við að byggja 2- fanrými í skipinu. áætlun eftir að strandferðaskipin urðu tvö. það sein hér að framan hefir ver- ið sagt um rekstur strandfei-ðaskip- anna árið 1931, er aðallega gert til þess að sýna fram á það, að aukinn reksturshalli á strandferðunum það ár a. m. k. miðað við árið 1930, fyrsta árið sem Skipaútgerð ríkisins starfaði sem sérstök stofnun, stafar ekki að neinu leyti af auknum kostnaði eða eyðslu, heldur einungis af því, að sömu tékjumöguleikar voru ekki fyrir hendi, eins og áður. Og um hið almenna fjárhagshrun og viðskiftakreppu, virðist enginn geta sakað útgerðina. Fæðissala á strandferðaskipunum. Meðan Eimskipafélagið hafði 4 hendi útgerðarstjórn Esju, rak bryti skipsins fyrir eigin reikniiíg allar veitingar um borð í skipinu og fékk greiddar fré útgerðinni kr. 4,00 á dag í fæðispenihga fyrir hvern skip- verja. En auk þessa var brytanum og starfsfólki hans greidd laun er námu um kr. 12,000,00 á ári. þegar Skipaútgerð ríkisins tók til starfa, var sú breyting gerð á, að útgerðin tók sjálf að sér allar veit- ingar og fæðishald Um borð í Esju, sem og í öllum hinum skipunum. Á reikningi Esju fyrir árið '1930 er fæði skipshafnarinnar reiknað' með kr. 3,00 á dag fyrir hvern skípverja og vantar þa á, að veitingarekstur- inn beri öll launin; en með því að hækka fæði skipshafnarínnar "upp i kr. 4,00, eins og það var áður borg- að til brytans, bar veitingarekstur- inn rúmlega öll sín laun. Varð þvi ávinningurinn af þvi ' að útgerðin gerði , áðurnefnda breytingu um rekstrarfyrirkomulagið, sá, að þær kr. 12,000,00, sem áður voru greiddar i laun til brytans og starfsfólks hans, spöruðUst alveg. Eftir að þessi góði árangur varð kunnur, ákvað Eimskipaféíagið að taka i sínar hendur allar'veitingar og fæðishald um borð í smum skip- um og var þ.áð framkvæmt nú um seinustu áramót. Hinsvegar varð ekki hjá því kom- ist, vegna hinnar mjög lækkuðu sölu, að heildar rekstursútkoma árs- ins 1931 yrði lakari en næsta ár á undan. Vantar samt ekki nema um kr. 4,800,00 til þess að veitinga- og fæðishald skipsins beri öll launin, ef reiknað er með kr. 4,00 fæðis- kostnaði á dag fyrir hvern skip- verja, eins og áður var gert. A Súðinni er útkoma veitinga- rekstursins aftur töluvert lakari en á Esju. Er aðalástæðan vitanlega sú, að með Súðinni fóru um helm- ingi færri farþegar, en sumpart getur ástæðan verið sú, að útgerðin hafi ekki verið heppin með bryta þar. Samt er útkoman ekki lakari en svo, að með því að reikna fæði skipshafnarinnar með kr. 4,00 á dag, eru ekki afgangslaun nema um kr. 12,000,00, sem koma a skipið, og er það jafnt og var á Esju meðan hún var rekin af Eimskipafélaginu. En hefði Súðin þá verið í rekstri á sama hatt og Esja, er ekki ólíklegt að brytinn þar hefði, vegna lítillar veitingasölu, fengið töluvert hærra dagfæðisgjald fyrir skipverjana, en greitt var á Esju, enda var það svo á skipum Eimskipafélagsins, að þeir brytar, sem fæsta -farþega höfðu, fengu miklu hærri fæðispeninga fyr- ir skipshöfnina. Rekstur Esju fyr og nú. Að þvi er rekstur Esju snertir, mun mönnum þykja fróðlegt að sjá á einum stað yfirlit fyrir nokkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.