Tíminn - 03.05.1932, Side 1

Tíminn - 03.05.1932, Side 1
©jalbfert 09 afgrci&sluma&ur Cimanj er Hannueig £>orsteins&ótti>r, Sccfjargötu 6 a. ÍleyfjaDÍf. JAfgteibsCa Clmans cr i €œfjar<jðtu 6 a. (Ðpin ödjlega fL 9—6 Sími 2353 XVL órg. Þj óðin og ljármál liennar 18. blað. Viðbótarskattur á hátekjur og stóreignir. I Stjómarandstæðingar í báðum deildum þingsins hafa haft í hót- unum um það nú um langan tíma, að þeir myndu nota stöðv- unarvald sitt í efri deild til þess að koma í veg fyrir að fram- lengd yrði áfram löggjöfin um verðtoll og gengisviðauka. Hvor- tveggja þessi lög voru sett á þingi 1924, rétt eftir að íhalds- flokkurinn hafði myndað ráðu- neyti og Jón Þorláksson tekið við fjármálaráðherrastarfi. Þau hafa jafnan gilt stuttan, ákveð- inn tíma í senn, en verið fram- lengd af Alþingi frá ári til árs — og því nú talin til hinna sjálf- sögðu föstu tekjustofna ríkis- ins, að skattalöggjöfinni í aðal- atriðum óbreyttri. Verðtollurinn einn nam á árinu 1931 rúml. lþó milj. kr. Það er því alveg bersýnilegt, að svo' stór tekjustofn verður ekki niður felldur, sízt eins og nú standa sakir um greiðslu- möguleika til ríkissjóðs, nema því aðeins að annar tekjustofn, sem um munar, komi í staðinn, 1 raun og veru er það ekki mjög undarlegt, þó að jafnaðar- menn hafi nú tekið þá aðstöðu að neita um verðtolhnn og geng- isviðaukann. Að vísu hafa þeir fyr á árum greitt atkvæði með þessum tekjustofnum. En stefna þeirra er eins og kunnugt er, al- gert afnám tolla, og að láta beiria skatta koma í þeirra stað. En um íhaldsflokkinn gegnir allt öðru máli. Sá flokkur er al- gjörlega andvígur beinum skött- um. Tollastefnan er einmitt stefna íhaldsins í skattamálum og í stjórnartíð Jóns Þorláksson- ar voru einmitt, eins og áður er sagt, bæði verðtollurinn og geng- isviðaukinn lögtekinn. Framsóknarflokkurinn hefir hingað til ekki gengizt fyrir neinum stórfelldum breytingum í skattamálunum. En því fer fjarri, að Framsóknarmönnum sé annt um, að tollar séu teknir fram yfir aðrar tekjuöflunarað- ferðir, ef íhaldsflokkurinn sjálf- ur er því mótfallinn. Stefnuskrá Framsóknarflokksins frá flokks- þinginu 1931 kveður beinlínis svo á, að að flokkurinn vilji vinna að því, að „lækka tolla þá, er hvíla á nauðsynjavörum, en auka beina skatta“*). Yfirlýsingar íhaldsflokksins um, að líklegt sé, að sá flokkur muni nú á þinginu vilja fella úr | gildi verulegan hluta af tolltekj- unum, hljóta óhjákvæmilega að vekja Framsóknarflokksmenn til frekari íhugunar og aðgerða í skattamálunum yfirleitt en ella hefði orðið, eins og nú standa sakir. II. Tveir Framsóknarmenn í efri deild, Ingvar Pálmason og Páll Hermannsson, hafa nú í vikunni borið fram frumvarp um viðbót- ar tekju- og eignarskatt, sem samkv. varlegri áætlun myndi sjá ríkissjóði fyrir tekjum, sem nema um 1 milj. og 300 þús. kr. Viðbótar-tekjuskattur sá, sem hér er um að ræða, leggst ein- göngu á hátekjur. Til þess að al- menningi verði ljóst, hvað hér er um að ræða, birtist hér skatt- stigi sá, sem frumvarpið gjörir ráð fyrir. Viðbótar-tekjuskattur reiknast af skattskyldum tekjum sem hér segir: Af greiðist og af afgangí kr. kr. 0/0 að 2000 40 5 3000 3000 90 7 4000 4000 160 9 5000 5000 250 11 6000 0000 360 13 7000 7000 490 15 8000 8000 640 17 9000 9000 810 18 10000 10000 990 19 12000 12000 1370 20 14000 14000 1770 21 16000 16000 2190 22 18000 18000 2630 23 20000 20000 3090 24 25000 25000 4290 26 30000 30000 5590 28 35000 35000 6990 30 40000 4000i) 8490 32 45000 45000 10090 34 50000 50000 11790 36 af þvi, sem þar er fram yfir. *) Sbr. Stefnuskrá Framsóknarfl., er birtist hér í blaðinu 6. maí 1931. Með skattskyldum tekjum er átt við nettótekjur, að frádregnu aukaútsvari og skatti þess árs, sem við er miðað og þeim per- sónufrádrætti, sem kemur tii greina í hverju tilfelli, eftir því, hve marga skattgreiðandi hefir á framfæri. Og samkvæmt þessu frv. er persónufrádrátturinn meiri en eftir núgildandi skatta- lögum, þannig á við álagning viðbótarskattsins að draga frá 1000 kr. fyrir einhleypan mann, 1800 kr. fyrir hjón, og 600 kr. fyrir böm og aðra skylduómaga. Enginn einhleypur maður, sem hefir minna en 3000 kr. netto- tekjur (þegar hann er búinn að greiða skatt og aukaútsvar) þarf að greiða viðbótar-tekjuskatt. Kvæntur maður þarf að hafa 3800 kr., hjón með 1 bam 4400 kr., hjón með 2 börn 5000 kr. o. s. frv., til þess, að reglurnar um viðbótar-tekjuskatt nái til þeirra, og af lægstu tekjum (sem eru þar fyrir ofan) er skatturinn tiltölulega mjög lág- ur. Eignaskatturinn á að hækka um helming, en hann er eins og kunnugt er, hverfandi lítill eins og nú er. Tekjuaukinn alls af eignaskattshækkuninni er áætl- aður 180 þús. kr. I. íhaldsmenn hafa á Alþingi og í blöðum og þó sérstaklega með allskonar leynilegri bakmælgi úti um landið reynt að koma því inn hjá almenningi, að meðferðin á sameiginlegum fjármunum þjóðarinnar sé eins vond nú eða jafnvel verri en hún var á með- an íhaldsflokkurinn hafði meira- hluta á Alþingi og fór með æðstu völd landsins. Það væri í raun og veru tals- vert undarlegt, ef þessi staðhæf- ing íhaldsins væri rétt. Meðal kjósenda íhaldsflokksins eru svo að segja allir þeir menn, sem mest hafa notað af fjármunum sínum, og þó meir annara, til persónulegrar eyðslu. Það væri sjaldgæft fyrirbrigði, ef þing- flokkur og stjórn, sem slíkir menn styrktu til valda, hefði fé. Það er hinsvegar kunnugt, að íarið sérlega hóflega með lands- sá þingmeirihluti, sem nú er, Framsóknarflokkurinn, fer með landsstjórnina í umboði þess hluta þjóðarinnar, sem ávalt hefir verið talinn sparsamastur í meðferð fjármuna og minnstar kröfur hefir gjört til lífsþæg- inda. — Það væri næsta óskiljan- legt fyrirbrigði, ef eyðslusegg- imir hefðu valið sparnaðarmenn í landsstjórnina 1924—’27, en hinir sparsömu hefðu valið eyðsluseggi á árunum 1928;—’31. Málum er heldur ekki svo far- ið. Sannleikurinn er sá, að með- ferð opinberra fjármuna hefir verið stórum betri þau árin, sem bændastéttin og hinir gætnari borgarar bæjanna hafa haft völdin, en hún var á meðan braskararnir réðu. Þetta er eðli- legt og hlaut svo að fara, eftir öllum eðlilegum lífsins lögmál- um. Þessi staðreynd er heldur ekki ókunn íhaldinu sjálfu. íhaldið veit það vel, að það þolir engan samanburð á fjármálastjórninni, þegar fram eru dregin þau at- riði, er öllu máli varða í því sam- bandi. Hugsunarvillan hjá for- ingjum íhaldsflokksins liggur 1 því, að þeir álíta í einfeldni sinni, að fjármálastjórnin hljóti að verða Framsóknarflokknum að falli, af því að það var hún, sem réði niðurlögum þeirra sjálfra á hinum minnisstæða kjördegi 9. júlí 1927. II. Það er fróðlegt að taka til at- hugunar nokkrar helztu herferð- irnar, sem farnar hafa verið gegn Framsóknarflokknum út af fjármálunum. Sumarið 1930 var ríkisstjórn- inni helzt fundið það til foráttu í íhaldsblöðunum, að henni hefði ekki tekizt að fá ríkislán erlend- is. 1 nóvember um haustið, þegar lánið var fengið hjá Hambro’s- banka, ætluðu sömu blöð af göfl- unum að ganga út af því, að þetta sama lán hefði verið tek- ið (!) og ríkinu þar með sökkt í óbotnandi skuldir. Það var þá sannað opinberlega, að lánið hjá Hambro’s-banka hafði verið tek- ið samkvæmt samhljóða fyrir- mælum alls Alþingis tvö ár í röð og að ekki einn einasti íhalds- maður hafði . þá greitt atkvæði gegn því. íhaldið hélt því fram, að láns- kjörin væru óviðunandi, að vext- irnir væru hærri en sómasamlegt gæti talizt. Við nánari rannsókn málsins kom það í ljós, að ís- lenzka ríkislánið var eitt þeirra hagstæðustu, sem erlend ríki höfðu tekið í Englandi á þeim tíma, og að það var einmitt mjög gæfusamlegt, að lánið var tekið á þessum tíma, nokkrum mánuðum áður en forvextir bankanna hækkuðu gífurlega um allan heim vegna kreppunnar. Það kom í ljós, að lán Fram- sóknarstjórnarinnar var a. m. k. þriðjungi hagstæðara en lán Magnúsar Guðmundssonar, í London 1921. Því hefir verið haldið fram, að núverandi stjórn hafi eytt meira fé fram yfir fjárlagaáætl- un en dæmi séu til áður. Ná- kvæmur samanburður á fjárlög- um og landsreikningum í 16 ár (1914—29) sýnir, að sú stað- hæfing er algjörlega gripin úr lausu lofti. Sá samanburður sýn- ir, að öll þessi ár — hvert ein- asta — hafa útgjöldin farið meira og minna fram úr áætlun. Árið 1917, þegar Björn Krist- jánsson var fjármálaráðherra, fóru þau rúml. IIV2 milj. (ná- kvæmlega talið kr. 11.596.413) fram úr áætlun. Árin 1919 og 1920, þegar Magnús Guðmunds- son var fjármálaráðherra, fóru þau, annað árið nærri 11 milj. (kr. 10.947.348) og hitt árið nærri 14 milj. (13.884.943) fram úr áætlun. Á meðan íhaldsstjórnin fór með völd leyndi hún fyrir al- menningi rúmlega helmingnum af ríkisskuldunum (því fé, sem bankamir höfðu fengið) og taldi sum lánin í dönskum krónum, svo að skuldarupphæðin virtist vera lægri en hún í raun og veru var. Nú flytja íhaldsmenn mál sitt eins og Framsóknar- flokkurinn sé valdur að öllum ríkisskuldunum. Sarinleikurinn er sá, eins og margsannað hefir verið hér í blaðinu, að ef ríkið hefði verið skuldlaust í ágúst- mánuði 1927, þegar Jón Þorláks- son lét af stjórn, þá væru ríkis- skuldirnar nú ekki nema 11 milj- ónir í stað þess, að þær voru 38,9 milj. í árslok 1931. Megin- hluti ríkisskuldanna stafar frá stjómartíma íhaldsmanna. Þrautaráð íhaldsmanna í hvert sinn sem aðrar árásir þeirra út af fjármálastjórninni hafa verið hraktar, er að halda því fram, að því fé, sem stjórnin hafi not- að í framkvæmdir á síðustu ár- um, hafi verið eytt í heimildar- leysi. Alþingi hafi ekki leyft stjórninni að nota þessa pen- inga. í þessu efni stendur líkt á og með lántökuna 1930. Þegar árás- arefni íhaldsmanna er krui'ið til mergj ar, reynist það á engum rökum reist. Hér í blaðinu hefir 9. f. m. verið gjörð grein fyrir þvi með tölum, hverxrig þessum málum Reykjavík, 3. maí 1932. er háttað í raun og veru og í hverju felst meginvilla stjórnar- andstæðinga í þessu efni. Meginvillan felst í því, að gjöra ráð fyrir, að stjómin megi ekki og eigi ekki að greiða af höndum aðrar eða hærri fjár- upphæðir en þær, sem í fjár- lagaáætluninni standa. Hér að framan hefir verið bent á, að í 16 ár hefir áætlun fjárlaganna um útgjöld ríkisins aldrei staðizt. Hér í blaðinu hefir verið sýnt fram á það með tölum um svo að segja allt það fé, sem hér er um að ræða, að það hefir verið greitt af hendi, samkvæmt bein- um fyrirmælum eða heimildum í fjárlögum og sérstökum lögurn, sem samþykkt voru á Alþingi, en (samkv. gamalli venju) ekki tekin upp á fjárlagaáætlunina. Það, sem á vantar, eru yfirleitt fjárlagaupphæðir, sem af óvið- ráðanlegum ástæðum fóru (og fara æfinlega að meira eða minna leyti) fram úr áætlun og stjórnin með engu móti gat skor- ast undan að greiða. Þá mætti loks minnast á eina hliðina enn í fjármálabaráttu í- haldsmanna. Það er sú aðferð að telja upp ýmsar smáupphæð- ir, sem greiddar hafa verið úr ríkissjóði, en engu máli skipta um fjárhag ríkisins í heild. Um slíkar upphæðir má oft lengi þrátta. og má segja um allar ríkisstjómir, að þær hafi aldrei fulla aðgæzlu um slíka hluti. Á- rásum í þessu efni, svipar oft til þess, ef t. d. útgerðarstjóri tog- arafélags væri settur af fyrir það, að hann hefði vanrækt að hafa yfirlit með eldspýtnaeyðslu skipstjóranna, þó að stjórn hans hefði verið prýðileg að öllu öðru leyti. Shk málafærsla er óvandaðra manna háttur. Frá sjónarmiði heildarinnar er hún hættuleg, af því að hún miðar að því að draga athygli almennings að lít- ilsverðum efnum í stað þeirra stóru mála, sem lífið sjálft varða og velferð allra manna. III. Það hefir sjálfsagt vakið eft- irtekt margra manna, hversu meinilla foringjum íhaldsflokks- ins er við það, að nokkuð sé minnst opinberlega á rekstur bankanna og töp þeirra í sam- bandi við stjórnarfarið almennt fyr og nú. En sameiginleg fjármál þjóð- arinnar verða aldrei rædd til neinnar hlítar nema bankarnir og meðferð þeirra séu hafðir í huga, jafnhliða ríkissjóðnum. Meginhlutinn af því fé, sem bankamir og skuldunautar þeirra hafa í vörzlum sínum, eru peningar, sem beint eða ó- beint eru á ábyrgð ríkisins, eða beinlínis lagðir fram úr ríkis- sjóðnum. Ríkið tók enska lánið 1921. Ríkið tók veðdeildarlánin erlendis. Ríkið hefir fengið bönk- unum seðlaútgáfuréttinn. Og ríkið ber þar að auki ábyrgð á öllum sparisjóðsinnstæðum al- mennings í bönkum, 30—40 milj- ónum, og svo hefir í rauninni verið jafnan, að menn hafa litið þannig á, að ríkinu bæri nokkur skylda til að sjá um, að til væri einhver öruggur staður fyrir samansafnað sparifé þjóðarinn- ar. Þegar þesa er gætt, er líka auðskihð, hvers vegna foringj- um íhaldsmannanna er svo illa við, að rekstur bankanna á fyrri árum sé gerður að opin- beru umtalsefni. Hér í blaðinu var snemma í síðastl. mánuði birt eftirtektar- verð skýrsla um fjármál. Það er skýrslan um eftirgjafirnar í Islandsbanka, undir stjóm í- haldsins. Þessar eftirgjafir nema rúml. 18 Yz miljón króna. Þessum peningum hefir ekki verið varið til að auka varan- lega hin sameiginlegu verðmæti þjóðarinnar. Þessar gjafir eru teknar af al- mannafé. Þjóðin bar ábyrgð á þessum 18 V2 miljónum. Þjóðin verður að borga þessar I8V2 milj. kr. aftur í aukinni dýrtíð eða á annan hátt. Fyrir þessar I8V2 miljónir hefði verið hægt að byggja upp 2000 bændabýU úr steinsteypu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.