Tíminn - 07.05.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.05.1932, Blaðsíða 2
72 TÍMINN Eins og eftir tapað strið í síðasta blaði Tímans er rakin saga íslenzkra ríkisskulda og ís- lenzkra bankatapa. þar er sýnt, að rikið var nálega skuldlaust þegar Jón Magnússon myndaði ráðuneyti sitt um áramótin 1916—17, að fjár- málaráðherrar hans í sex ár voru þrír af helztu leiðtogum Mbi.-floks- ins. Á þessum tíma urðu ríkisskuld- imar til. þetta fé varð að almennum eyðslu- eyri. Landið varð ekki sýnilega rík- ara fyrir neitt af þessum lántökum. En þessi lán eru enn aðalstofninn í rikisskuldum íslands. Nœst bœta tveir af leiðtogum í- haldsins við um 14 miljónum af ríkisskuldum á árunum 1921—27. Jón þorl. tekur að láni um 7 milj- ónir á nafn og ábyrgð rikissjóðs handa veðdeildinni og langmestur hluti þess eyddist í villur í Reykja- vík, þ. e. í hús, sem eru miðuð við að í þeim búi fjölskyldur með 15— 50 þús. kr. árstekjur. Svo sem til samræmis beittu Jón þorl., Ól. Thors og M. Guðm. sér eindregið gegn því að landið styddi að byggingu hinna góðu og tiltölulega ódýru verka- mannabústaða, sem nú eru full- gerðir. Magnús Guðm. tók 7 miljónir að láni 1921 handa íslandsbanka. Töp þess banka, ef taldar eru syndir þær, sem nú eru að koma fram á arfþega þeirrar stofnunar, fara nú að nálgast 25 miljónir. Lán M. Guðm. og önnur stórtöp bankanna standa í beinu sambandi við villu-byggingamar. þeir, sem búa í þessum skrauthýsum verða að eyða miklu, fyrst í húsgögn, þá í þjónustufólk, og að lokum í sam- kvæmislíf, sem sé boðlegt þvílíkum hús.eigendum. Um eina þvílíka hús- móður er talið að hún hafi orðið leið á að hafa verulegan hlut af borðbúnaði sínum úr krystalli, en tók silfurhluti í staðinn, þar á með- al silfurdiska. Villubyggingamar hafa. fyrst og fremst sogið til sín hið útlenda láns- fé, sem J. þorl. tók til þeirra hluta. Auk þess hafa þessir húseigendur orðið að draga stórfé úr framleiðsl- unni, líklega tvo peninga á móti einum, í sjálfa bygginguna og svo síðast sjálfur rekstrarkostnaðurinn. Erlendur fjármálamaður, sem var vel kunnugur helztu vanda- og við- skiftamönnum fslandsbanka sáluga, sagði haustið 1930, að í Reykjavik væru 20—30 fjölskyldur sem lifðu svo dým lifi, að bærinn gæti ekki staðizt það. Samkvæmt þessu hefir hinn svo- kaliaði stríðsgróði stigið til höfuðs kynþætti Jósafats á íslandi. þessi Kaupfélögin, Isafold og skuldirnar Kaupfélögin ,eru stofnuð af bænd- um landsins, eflaust meðfram í þeim tilgangi að draga úr verzlun kaupmanna, og til þess, að við- skiftamennimir nytu sjálfir þess hagnaðar, er verzlunin gæfi af sér, og til þess að sá hagnaður rynni ekki í vasa einstakra manná, eins og áður hafði verið. Líka var til- gangurinn sá, að draga úr skulda- verzluninni, og allir nytu sem jaín- astra verziunarkjara, en á því var mikill misbrestur áður. Sá efnaði hafði vanalega miklu betri kjör heldur en sá fátæki. þessum tilgangi hafa kaupfélögin náð, nema þvi, að draga úr skulda- verzluninni. Bændur eiga sjálfir kaupfélögin og geta því stjómað þeim og starf- rækt eftir eigin geðþótta. það þarf því engan að imdra, þótt þeim sé annt um þau, og vilji þeim allt hið bezta. En það þarf heldur enginn að furða sig á því, þótt kaupmenn rísi öndverðir gegn slíkum félagsskap, þar sem sá félagsskapur mátti heita svo að væri settur þeim til höfuðs, enda kom það brátt i ljós, að marg- ir þeirra stóðust ekki samkeppnina og settu upp tæmar sem svo er kallað. Á þessu bar þó aðallega mest framan af, meðan félögin höfðu pöntunarstarfsemi efst á hluti þjóðarinnar hefir lifað yfir efni í síðustu 15 árin. Til að stand- ast óhófslifnað þessara manna hafa fjármálaráðherrar íhaldsstefnunnar sökt ríkinu í meira en 25 miljóna ríkisskuldir, og tveir bankar tapað um 35 miljónum af veltufé sínu. Reikningar Einars Amórssonar, Stefáns .Tóhanns Stefánssonar og þórðar Eyjólfssonar í rannsókn þeirra á fslandsbanka sýnir, að „jarlar" íhaldsins úti á landi fylgdu vel leiðtogum stefnunnar í Rvík, þar sem megineyðslan gerðist. f Hafnarfirði var Ólafur Davíðsson en Sæmundur í Stykkishólmi, Proppé- bræður (með stuðningi Páls á þverá) á þingeyri, Gísli Johnsen í Vestmannaeyjum, en Stefán Th. á Austurlandi. Stefnan var allsstaðar jafn þroskuð og hagnýt landsmönn- um. íhaldsmenn liggja Framsóknar- flokknum mjög á hálsi fyrir að hafa notað sér undangengin góðæri til verka, sem standa og gera þjóð- inni léttara að bera byrðar eyðslu- stéttanna. þeir áfella hann fyrir að byggja hafnir og bryggjur, vegi, síma, stór sjúkrahús, skrifstofuhús fyrir landið, vinnufangelsi, skóla- hús, verkamannabustaði, bændabýli, mjólkurbú og að kaupa til atvinnu- veganna vinnusparandi vélar. Framsókn eyddi fé landsins í það sem forsætisráðherra réttilega kall- aði að brynja þjóðina gegn krepp- unni. þegar kemur að kyrstöðuárun- um, þegar þarf að fara með elju og þrautseigju, og lítilli eftirtekju að borga eyðsluskuldir eyðslustéttanna, þá mun þjóðin skilja hversu hún stendur betur að vígi fyrir umbæt- umar frá 1928—1930. Á tvennt þykir enn rétt að minn- ast úr fjárstjóm íhaldsins. Gengis- hækkun Jóns þorl. og atvinnu- grundvöll Rvíkur. íslenzka krónan var fallin um helming þegar Jón þori. varð fjár- málaráðherra 1924. Hann notaði góðærið og aðstöðu sína til að hækka krónuna um 3/s hluta. Um leið jók hann skuldabyrðina innan- lands um 3/s hluta. Aldrei hefir siíkur blóðskattur verið lagður á þjóðina í tíð núlifandi manna. Bændumir sem nú fá 10 kr. fyrir dilkinn og eiga að borga gamlar skuldir, vita vel, í verki, hvað þetta glapræði Jóns þorl. kostar þá. Geng- ishækkunin er, við hliðina á hinni takmarkalitlu eyðslu iðjulitlu stétt- anna, höfuðorsök núverandi erfið- leika atvinnurekenda hér á landi. íhaldið ræður Rvík, bæði í fjár- málum, bæjarmálum og um pólitískt fylgi. Og íhaldsstefnan hefir allt af ráðið Reykjavík síðan bærinn fór að hafa nokkra stefnu. Rvík hefir sog- ið til sín mest af veltufé bankanna. þangað gengur mest af launa- greiðslum ríkissjóðs. þar eru upp- baugi, og skuldir hjá félagsmönnum þekktust varla. Kaupmenn hafa því ár og síð og alla tíð, frá fyrstu stofnun kaupfélaga, barizt af alefli gegn þeim og reynt að koma þeim fyrir kattamef, en ekki tekizt það, vegna samheldni bænda og annara samvinnumanna. í þessum tilgangi hafa því kaupmenn haft í sinni þjónustu blöð og bæklinga, og nú 1 seinni tíð hefir stuðningsblað Sjálf- stæðisflokksins, ísafold, verið þar fremst í flokki eða fararbroddi, og er það að nokkru leyti eðlilegt, þar sem í þeim flokki eru undantekn- ingarlítið allir kaupmenn og kaup- sýslumenn ásamt útgerðar- og em- bættismönnum, sem lítið láta sig skifta, hvernig um kaupfélögin fer. En í þessum flokki eru líka margir bændur og búaliðar. Ekki samt fyrir það, að þeir séu mótfallnir kaupfé- lögum og annari samvinnu, en þeir vilja styðja að samkeppni í verzlun, en hana telja þeir lítt mögulega án kaupmanna og vilja því liafa þá með. En margar aðrar ástæður, sem hér verða ekki taldar, binda bænd- ur við Sjálfstæðisflokkinn. En enginn kann tveimur herrum að þjóna í senn, og ísafold ekki heldur, en þess gætu menn vænst, að hún færi varlega í sakimar vegna sjálfstæðisbændanna, þar sem hún er flokksblað þeirra, en svo er nú ekki. Síðan úrslit síðustu alþingiskosn- inga urðu kunn — já og löngu áð- ur — hefir ísafold stöðugt hamrað á kaupfélögunum og kent þeim um þann ósigur, er íhaldið beið við kosningamar, og það allra einkenni- sprettur verzlunargróðans íslenzka. Og þangað safnast mestallur sá höfuðstóll landsmanna, sem ekki er bundinn í jarðeignum. Og hvemig er svo farið fjármál- um í þessu Gosenlandi Jósafatanna? pannig, að þó að skattar séu hér drepandi háir, þó að bæinn vanti mest af þeim framkvæmdum, sem höfuðborg á að hafa, þá var ekki hægt að framkvæma nema lítið eitt af áætluðum framkvæmdum 1931 fyrir peningaleysi, og sennilega verður enn minna um framkvæmdir í ár. Og hver er svo undirstaða at- vinnulífsins í þessari íhaldsborg? Ólafur Thors lýsti þeirri undirstöðu i eldhúsdagsræðu sinni í vetur. Hann sagði að Rvík lifði á 26 tog- urum og eitthvað 10 línubátum, Hann sagði að öll þessi skip væru gömul og að ekkert nýtt hefði ver- ið keypt í staðinn. Menn vita, að þó að Ólafur sé ekki eins oft og vera ætti áreiðanlegur í þ ví sem hann segir, þá var þetta rétt. Og þetta var frásögn manns, sem mun vera formaður í félagi ísl. togara- eigenda. Hvernig lízt greindum mönnum á framtíð Rvíkur, ef gætt er að þess- um staðreyndum? Skipin eru göm- ul, slitin og úrelt að formi. Enginn getur eða vill endurnýja þau. Á fá- einum árpm gengur flotinn úr sér. Rvík verður þá ef til vill eins og Feneyjar nú á dögum. Auðurinn er runninn þaðan burtu, en pokum er stungið í staðinn fyrir rúður milli skrautlegra gluggapósta úr hvitum marmara. þá gæti að líta hér í Rvík 7 framkvæmdastjóra frá firma, sem eitt sinn gerði út togara. þeir ættu eklci lengur nein skip. En þeir ættu hver um sig villu, sem kostaði 100—150 þús. kr. Skipstjór- amir ættu líka villur í vesturbæn- um, en sjómennirnir byggju í kjöll- urum og hanabjálkaloftum og færu á sveitina. ísland virtist hafa gott af stríðinu. En eldur þess náði til íslands, elcki í hús og ekrur, heldur í hjörtu mannanna. I fimmtán ár eru eyðslu- stéttir landsins búnar að lifa yfir efni fram. Vegna þeirra hafa bank- arnir tapað 35 miljónum kr. Vegna þeirra hafa B. Kr., S. Eggerz, M. Guðm. og Jón þorl. tekið stórkost- leg ríkislán, sem ekki fóru í arð- berandi hluti. þjóð, sem tapar stríði, verður að vinna og borga. Hér hefir íhalds- andinn leitt þjóðina út í styrjöld sem hefir tapast. Skuldir ríkis og banka eru eftir, skuldir sem mynd- uðust vegna spekulanta og „villu- eigenda". Atvinnutæki höfuðstaðar- ins eru að slitna og ganga úr sér i höndum villueigendanna. En þeir halda áfram sinni fyrri eyðslu. þeir heimta ný lán, af því þeir þora legasta er, að einstaka bóndi hefir hjálpað henni til þess, t. d. Sigurð- ur á Veðramóti, og tekið þar ómjúk- um höndum á kaupfélögum, en sú var þó tíðin að Sigurður var talinn góður kaupfélagsmaður, en lítill vin kaupmanna. Innanum skammirnar til kaupfé- laga eða réttara sagt samhliða þeim, hefir svo ísafold flutt lof og dýrð um kaupmenn og starfsemi þeirra. Mér er sérstaklega í minni eitt af slíku tægi, það var afmælis- grein verzlunarinnar 0. Johnson og Kaaber, í Reykjavík. ísafold dásamar þá menn mikið. Flytur myndir af þeim og verzlun- arhúsum þeirra og syngur öllum þeirra störfum margfalt lof, en skammar svo kaupfélögin bæði á undan og á eftir. Að líkindum eru þetta sóma menn, vinir ritstjóranna og góðir stuðningsmenn blaðsins, svo frá því sjónarmiði séð, er af- mælisgreinin eðlileg og góð, en hún stingur æði mikið í stúf við grein- ar þær, sem kaupfélögin fá. Aðal- kjarni þeirra greina er ri fáum orð- um þetta: Kaupfélögin eru að verða stórveldi í íslenzkri pólitik. þessu stórveldi þarf að hnekkja. Iíaupfélögin veita bændum óspart lán og binda þá þannig á skuldaklafa. Á þessum skuldaklafa eru þeir svo leiddir að kjörborðinu og látnir. kjósa að vild kaupfélagsins, en kaupfélög eru pólitísk félög Framsóknarflokksins. þannig fær Framsókn flest sín at- kvæði. þegar ísafold er að lýsa kjósend- um í Framsóknarflokknum, sem ekki að horfast í augu við veruleik- ann — hinn óhjákvæmilega spam- að í daglegri eyðslu, sem verður að koma og er að koma. Fyrir ungu kynslóðina er eitt vissa. Hún getur ekki lifað eins og viðskiftamenn íslandsbanka. það tekur líf heillar kynslóðar að vinna af sér skuldimar eftir tapað stríð. Sá fjötur verður ekki höggvinn af þjóðinni nema með því að hverfa algerlega frá lífsvenjum eyðslustétt- anna siðustu 15 árin. J. J. ---0---- Hví ofsækir þu mig’? Úr bréfi frá konu í sveit. það þarf engan að undra þótt bændurnir beri fram þessa spurn- ingu, bændurnir, einyrkjarnir, verka- menn í orðsins fyllstu merkingu, iðnasta og sparsamasta stétt lands- ins, sem hefir fæsta frídaga árið um kring. Allan veturinn verða þeir að sinna búi sínu og skepnum, jafnt helgidaga og aðra daga. Ekki minnkar annríkið heldur, þegar vor- annir byrja og þar á eftir heyskap- artíminn. þá má ekki slá slöku við, ef þeir, jafn fáliðaðir og þeir eru nú orðnir, eiga að geta aflað nægi- legra heyja fyrir bústofn sinn. En svo þegar þeir vilja fara að slátra dilkum sínum, sem er hið eina, sem flestir þeirra hafa til að standa straum af fjölskyldum sínum og til nauðsynlegustu skyldugjalda, þá eru þeir reknir frá sínum eigin húsum, slátur- og frystihúsunum, sem þeir hafa komið sér upp með ærnum tilkostnaði og frá sinni eig- in framleiðslu og heitið afarkost- um, ef þeir borgi ekki talsverð- an hlut af því, sem þeir ætluðu að liafa sér og sínum til framfæris, í verkalaun til óviðkomandi manna, sem alls ekkert höfðu styrkt þá í þeirra ströngu lifsbaráttu. þetta er svo mikil kúgun, að slíkt hafa bændur hér á landi sjaldan þekkt síðan Bessastaðavaldið leið undir lok. Hliðstætt dæmi þessu finnst í Sturlungu, þegar menn þorvalds Snorrasonar komu til bónda, sem var að slá teig sinn og kona hans að raka á eftir honum með reifa- bam á baki sér. þennan mann kröfðu þeir til fylgdar við sig, til að vinna hermdarverk, en er hann neitaði þvi, limlestu þeir hann, til þess að hann skyldi ekki geta bjargast fremur en þó hann hefði farið með þeim. En andinn lifir æ hinn sami. þetta versta, sem til er í mannlegri náttúru, að reyna að kúga alla þá, sem álitið er að séu aðallega eru bændur og annað sveitafólk. Verður lýsingin vanalega á þessa leið: „það eru heimskingjar, fábjánar oð illþýði, sem aðallega fylla þann flokk og eru það afkomendur ís- lenzku þrælanna frá landnámstíð. Með öðrum orðum, sori mannfélags- ins“. — „En íhaldinu fylgja að mál- um allir vitrustu og beztu menn landsins. Úrval þjóðarinnar". — Mikill er nú munurinn. þetta fer að verða hálf skrítin ætt- færsla hjá ísafold. Tökum t. d. tvo albræður. Annar er íhaldsmaður, kominn af fornri konungaætt. í lians æðum rennur aðalsblóð. Hinn er Framsóknarmaður, kominn af þrælakyni, með þrælablóð í æðum. Hver myndi nú vera fær um að semja ættartölur þessara manna? Enginn nema með tilstyrk ísafold- ar. Ég vil ennfremur minna á Mosagreinina landsfrægu, sem eins- dæmi af þeirri tegund. Að vísu kom sú grein ekki út í ísafold, heldur flutti Morgunblaðið liana. En Morgunblaðið er bæði fað- ir og móðir ísafoldar, líklega á skil- getinn hátt. Bændur ihaldsflokksins þurfa að vísu ekki sjálfra sinna vegna að kvai'ta yfir ritsmíðum ísafoldar. En getur þeim ekki blöskrað þegar veizt er að frændum þeirra, vinum og venzlamönnum og þeim úthúðað aðeins fyrir það eitt, að þeir fylgja Framsókn að málum. Annaðhvort er, að íhaldsbændur taka ekkert mark á því sem ísafold flytur, eða þá, að þeir hafa ótakmarkað um- burðarlyndi. Mitt umburðarlyndi er vamarlitlir og geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér, eða hvers ættu bændur annars að gjalda. íslenzkir bændur hafa með f rábærri þraut- segju reynt að bjarga sér í þeim miklu ógöngum, sem atvinnuvegur þeirra er í. En hvað hafa foringj- ar verkamanna gert þeim til við- reisnar annað en að heimta annara fé. Einhversstaðar hefi ég lesið það, að í þorpi nokkru á Englandi, þar sem lítið var um atvinnu, hafi verkamenn myndað samtök og út- vegað sér tæki til að smíða hnífa. Gafst þeim þetta svo vel, að þar reis síðar upp stór verksmiðja, sem lagði fyrir sig sláturiðnað. Ekki minnist ég þess, að verkamanna- foringjar hér hafi bent á eða styrkt verkamenn til að koma sér upp neinu tilsvarandi iðnaðarfyrirtæki og hefði þeim þó eflaust verið það hollara en ýms þau Lokaráð, sem þeir hafa verið að reyna að kenna þeim. Ihaldi og (ó)jafnaðarmönnum kemur að því er virðist ekki alltaf sem bezt saman. En í því að skerða sem mest sjálfstjómarrétt bænda kemur þeim svo hjartanlega vel saman. Mun þeim nú þykja bera vel i veiði, þegar sveitimar liggja svo að segja í sárum af völduúi krepp- unnar, að slengja á þær nýjum kosningum. Treysta þeir því, að krafturinn og samheldnin verði minni og auðveldara að ráðast á þann garðinn sem lægstur ér. — — ----O---- Fréttir Erlendir ferðamenn á íslandi. — Vigfús Guðmundsson í Borgamesi og Einar Magnússon menntaskóla- kennari em nú að undirbúa stofn- un ferðamannaskrifstofu í Reykja- vík. Á hún að skipuleggja ferðalög (einkum útlendinga) innanlands, kynna ísland erlendis, veita leið- beiningar um ferðalög og útvega farartæki, fæði og gistingu fyrir ferðamenn víðsvegar rnn landið, með sanngjörnu verði. Slíkar skrif- slofur tíðkast viðasthvar erlendis. En þó svo sé, er oftast erfitt að fá upplýsingar um ísland og ferðalög hér. Annað er þó verra, að út- lendir ferðamenn, er flestir koma hingað í góðum hug og með velvild til þjóðarinnar, fá ekki þá fyrir- greiðslu, sem æskileg er eða íbúum landsins til sóma. í ferðamannariti um Norðurlönd, sem gefið er út af stærsta ferðamannafélagi heimsins og hefir upplýsingar frá umboðs- mönnum sínum hér á landi, em taldar til nokkrar áætlunarferðir um landið og kostnaðurinn við þær. þrotið, og hefi ég þó verið talinn rólyndur maður. Hér í Skagafirði eru þrjú kaupfé- lög og eitt verzlunarfélag. öll eru þau stofnuð og starfrækt af bænd- um héraðsins. Verzlunarfélagið lán- ar ekki vörur, nema þá til lítils og ákveðins tima og kemur þvi ekki þessu máli við. Ég þekki vel alla kaupfélagsstjór- ana og er þess fullviss, að engum þeirra kemur til hugar, að nota skuldir einstaklinga til kúgunar á þá i kosningarbaráttu. þeir eru meiri sómamenn en svo, að þeir fái sig til þess. Sérstaklega þekki ég vel kaupfé- lagsstjórann á Sauðárkróki og ég þeklti hann ekki að þvi, að ýta und- ir vöruúttekt viðskiftamanna sinna,, til að koma þeim i' skuldir og binda. þá á skuldaklafa. Hann er frekar þekktur að því, að vera fastheldinn á vörur félagsins, og þótt skuldir séu nú miklar við félagið, er það meir að kenna viðskiptamönnunum en kaupfélagsstjóranum, en honum fer eins og mörgum góðum mönnum að hann á illt með að neita mönn- um um vörulán, þegar hann veit að brýn þörf er fyrir vöruna. Ég þekki engin dæmi þess, að kaupfélagsstjórinn hafi reynt að hafa áhrif á viðskiftamenn sína við kosningai', og skifta þó Sjálfstæðism. við félagið engu síður en Fram- sóknarmenn, hafa þar sinn aðalvið- skiftareikning og skulda félaginu hver um sig líklega eins mikið og Framsóknarmenn að tiltölu. þessir Sjálfstæðismenn myndu varla skifta stöðugt við kaupfélagið, ef þeir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.