Tíminn - 14.05.1932, Page 1

Tíminn - 14.05.1932, Page 1
©jaíbferi og afgrciö&luma&ur Cimans et Hannpeig f>orsteins&ótMr, Ccefjargötu 6 a. iieyfjawf. ^fgteibðía Cimans er i Ccefjargötu 6 a. (Dpin óa^Iega- fL 9—6 Sími 2353 XVI. árg. Reykjavík, 14. maí 1932. 20. Ili nellerD lánsljii oo stsrlsljér Framsög'urœda Jónasar Þorbergssonar alþm. um þingsályktunartillögu um ofangreint efni Tillagan. Ég gjöri ráð fyrir, að þegar litið verður yfir starf þessa þings, muni verða litið svo á, að í fari þess hafi komið fram meiri viðleitni en oftast endra- nær í störfum Alþingis í þá átt, að létta gjöldum af ríkissjóði. Má í fyrsta lagi nefna fjárlaga- frumv. hæstv. fjmráðh., sem mjög bar svip af þessari við- leitni, svo og afgr. þessarar hv. deildar á frv. í öðru lagi má geta um, þær mörgu tillögur, fjórar alls, sem fram hafa komið í þing- inu og allar hníga í þá átt, að ráðstafanir yrðu gerðar til nið- urfærzlu á kostnaði við rekstur ríkisins og stofnana þess eftir því sem unnt kunni að vera. Árangur þessarar viðleitni hef- ir, eins og kunnugt er, orðið sá, að« nefnd hefir verið skipuð í hv. efri deild, og er hún þegar tekin til starfa, og er gjört ráð fyrir, að hún starfi einnig eftir að þingi er lokið á þeim grundvelli, sem fyrir hefir verið mælt í nefndum tillögum. Ég hefi, í þessum sama farvegi, leyft mér að bera fram till. til þingsályktunar á þskj. 548, sem hljóðar um meðferð lánsfjár og starfsfjár. Eins og hv. deildarmenn munu hafa veitt eftirtekt, er aðalefni þessarar till. að skora á ríkis- stjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta reglulegt Alþingi frv. til laga um meðferð lánsfjár og starfsfjár bæjarfélaga, stofnana og atvinnufyrirtækja, þar sem ríkissjóður hefir hagsmuna og fjár síns að gæta, og þeirra stofnana, sem eru að meira eða minna leyti reknar með fé ríkis- ins og á ábyrgð þess. Misjafnar launagreiðslur. í fyrsta lagi fer tillagan fram á, að löggjöf þessi miði til þess að færa launagreiðslur hjá bæj- arfélögum og stofnunum, þar sem ríkissjóður hefir hagsmuna að gæta, til samræmis við launa- greiðslur við hliðstæð störf í stofnunum ríkisins, og til hæfis við fjárhagslega getu þjóðarinn- ar. Ennfremur er ætlazt til, að löggjöfin miði í þá átt, að frek- ari skilyrði verði sett en nú gilda fyrir lánveitingum úr bönk- um, sem ríkissjóður ábyrgist, en það eru nú, eins og kunnugt er, allir bankar landsins. — Ég vil biðja hæstv. forseta að stilla til friðar úti í lestrarsalnum. Ég treysti mér ekki til að tala, þeg- ar aðrir tala hærra en ég sjálfur. Tillagan ber það með sér, að hún er miðuð við, að ríkissjóður hafi víðar hagsmuna og fjár að gæta en í eigin rekstri og rekstri þeirra stofnana, sem starfa bein- línis á vegum hans. Ég hygg, að enginn mæli á móti því, að nauðsynin- sé hin sama til að gæta fjár, hvort heldur að féð er í eigin rekstri ríkisins og stofnana þess eða þeirra stofn- ana, sem eru að meira eða minna leyti opinberar, og starfa- með fé frá ríkissjóði og á ábyrgð hans. Ég geri ráð fyrir, að þessi sann- indi, sem virðast augljós, séu al- mennt viðurkennd, en þessi við- urkenning hefir ekki komið fram í störfum og viðleitni Alþingis. Þá er næst að athuga, hvar ríkissjóður hefir hagsmuna að gæta annarsstaðar en í eigin rekstri og rekstri stofnana ríkis- ins. 1 tillögunni eru nefnd bæj- arfélög, stofnanir og atvinnufyr- irtæki. Samkvæmt landsreikningnum fyrir 1930, eru samanlagðar á- byrgðir ríkissjóðs fyrir banka, bæjarsjóði, sveitarfélög og ýms félög og stofnanir, alls nokkuð á 12. miljón kr. Auk þess stend- ur ríkissjd5ur eins og kunnugt er í ábyrgð fyrir eigin lántökum og starfsfjárlánum handa bönk- um. Þar má einkum nefna eftir- stöðvar af enska láninu frá 1921, og veðdeildarlánið til Landsbank- ans. Stærstu ábyrgðimar, sem hér eru nefndar í landsreikningn- um, eru vitanlega fyrir bankana, þar næst fyrir Reykjavíkurkaup- stað og loks fyrir Eimskipafélag Islands. Ég ætla því, til þess að takmarka mál mitt, að - halda mér við þessar þrjár stofnanir í hugleiðingum mínum um með- ferð lánsfjár og starfsfjár á veg- um þeirra stofnana, sem starfa ýmist beint eða óbeint á ábyrgð ríkissjóðs. Ég ætla fyrst að minnast á Eimskipafél. íslands. Eimskipafélag íslands. Ríkissjóðsábyrgðir fyrir það eru um hálf milj. kr. Þetta félag er samkvæmt uppruna og ætlun- arverki sínu að hálfu leyti ríkis- stofnun. Það er stofnun þjóðar- innar. Ríkið leggur því árlega mjög mikið fé og afstaða þess til lands, þjóðar og ríkissjóðs er sú, að það mundi aldrei verða látið bera upp á sker, heldur mundi Alþingi telja sjálfsagt, að taka á sig, ég vil segja næst- um því hve þunga fjárhagslega byrði sem væri, til þess að forða því frá hruni eða að verða að hætta störfum, vegna þess að fé- lagið er líftaug þjóðarinnar og einn meginþátturinn í sjálfstæð- isbaráttu íslendinga. En um leið og, það er athugað, hve mikils virði Eimskipafélagið er fyrir þjóðina og afstaða þess til rík- isins, sem ég áður gat um, verð- ur það ljóst, að ríkið befir þarna mikilla hagsmuna að gæta og það getur ekki verið því óvið- komanda, hversu þessu fyrirtæki er stjórnað og hvernig með fjár- reiður þess er fai’ið. Nú er það vitað, að félagið er í stöðugum i'j ái’hagsvandræðum eins og eðli- legt er, ekki sízt nú á tímum. En þrátt fyrir þau vandræði, sem að því hafa steðjað, eins og öðrum stofnunum ríkisins, og þau vandræði, sem hafa knúð fram hér á Alþingi þær ráðstaf- anir, sem gjörðar hafa verið til að di-aga úr útgjöldum í’íkisins, hefir þessi sama nauðsyn ekki haft nein. áhrif á stjórn Eim- skipafélags íslands, að því er snertir launagreiðslur, hliðstæðar 'þeim, sem mest hefir verið talað um hér í þinginu við rekstur rík- f isins sjálfs og stofnana þess. Ég skal til fróðleiks telja hér upp helztu og hæstu launagreiðslur þessa félags, svo að hv. þing- menn geti haft það til athugunar og samanburðar við launagreiðsl- ur ríkisins og þær tölur, sem hefir vei’ið verkefni fjárveitinga- nefndar og allra hv. deildar- rnanna, að hugsa einna mest um á þessu þingi. Framkvæmdastj óri félagsins hefir 19 þús. kr. föst laun, en það er 7 þús. kr. hærra en ráð- herrarnir hafa. Þi’átt fyrir þessi ríflegu laun,vii’ðist svosemstjórn Eimskipafélagsins hafi óttast, að þessi maður myndi tæplega geta séð sér fyrir sæmilegu húsnæði, svo að hún hefir gjört sérstakar ráðstafanir og látið hann hafa 4 þús. ki’. í húsaleigustyrk. En til þess að enn þá öruggara yrði að maðui’inn kæmist sæmilega af, hefir honum verið tryggðui’ ágóðahluti — 3 þús. kr. á ári — hversu svp sem rekstur félags- ins gengi, hvoi't sem það tapaði eða græddi. En nú hefir félagið, eins og kunnugt er, tapað um margi’a ára skeið. Alls nema þessi laun forstjórans 26 þús. kr. á ári. Aðrir starfsmenn við þetta félag, svo sem skrifstofu- stjóri, aðalbókari og aðalritari hafa um 10 þús. kr. á ári. Ég hirði ekki um að fara lengra út í einstakar upptalningar á launagreiðslum. Eins og gefur að skilja, munu launagreiðslur hjá þessu félagi yfirleitt bei'a nokk- urn svip af launagreiðslum til stjónienda félagsins og helztu starfsmanna. Reykjavíkurkaupstaður. Ég ætla þá, enda þótt einhverj- um kunni að þykja nokkuð langt seilst um öxl til lokunnai’, að minnast á Reykj avíkurkaupstað í þessu sambandi. Ég geri ráð fyrir, ef umræður verða um málið, að þá verði því haldið fram, og með nokkrum rétti, að Reykjavík sé sjálfstæð- ur bær, og að íhlutun Alþingis eigi þar ekki að koma til greina. En það er hinsvegar vitanlegt, að ríkissjóður stendur í mikilli ábyi’gð f> i'ir bæjarsjóð Reykja- víkur. Samkvæmt landsreikn- ingnum 1930 er þessi ábyrgð 2,550,000 kr. Auk þess hefir ver- ið lagt fram á Alþingi, samkv. beiðni bæjarins, frv. til laga um ábyrgð á 7 milj. kr. láni til Sogsvirkjunarinnar. Má búast við því, að slíkar málaleitanir liggi einnig fyrir næstu þingum. Því verður ekki með réttu neitað, að ríkið hafi fjár- hagslegrar ábyrgðar að gæta gagnvart bæjunum. Auk þess ber á það að líta, að miklu skiftir fyrir ríkið, hversu farnast bæj- arfélögum og stofnunum þeim, sem starfa innan vébanda þess. Þá-vil ég drepa á hag Reykja- víkurbæjar. Er þá ekki unnt að stikla nema á stærstu atriðum. Skuldir bæjax-ins eru um 8 milj. kr. Bæi’inn á ófullnægjandi raf- veitu, ófullnægjandi vatnsveitu, og gasveitu, sem líka er ófull- nægjandi. Stafar þetta af því, að bæi’inn hefir vaxið stórum örar en verkfræðingar þeir, sem þessi mannvirki hafa undirbúið, gerðu sér í hugai'lund. En af þessum sökum er bærinn í miklum vanda staddur. Vil ég sérstaklega benda á það, að vatnsveitan og rafveit- an stríða hvor gegn annari. Því meir sem vatnsveitan er aukin, því meir tæmist lindasvæði Ell- iðaár. Getur því ekki liðið á löngu að í-áða verði verulega bót á þessu vandkvæði og stofna þann- ig til gífurlega mikils kostnaðar. Þegar litið er á helztu ytri di’ætti um hag Reykjavíkur og stjói’n hennar, er það eftirtekt- arvei't, að annarsvegar virðist bærinn á undanförnum nokki'um árum hafa lifað hið mesta blóma- skeið, svo að hann mun ‘nú vera með allra stæi’stu höfuðboi’gum, miðað við tölu landsmanna; hins- vegar á hann þó ekkei't i’áðhús, engan spítala, engan alþýðuskóla 0g enga leikvelli handa börnum. Skipulagi bæjarins er mjög áfátt og ber það vitni um megna ó- framsýni. Götugerð er skammt á veg komi, og bærinn er í slíkum f j árhagsörðugleikum, að hann hefir ekki getað framkvæmt á- ætlanir sínar. Hann hefir átt mjög öi'ðugt uppdráttar um lán- tökur. Tekur það af öll tvímæli um ei’fiðleikana, að bærinn hlaut á síðasta áxá að leita leyfis um að fá áð jafna niður séi’stökum aukaálögum á bæjarbúa ofan á allþung gjöld, sem fyrir voi’U. En þrátt fyrir þennan örðuga hang hafa stjórnendur bæjarins, sjálfstæðismenn og jafnaðarmenn orðið ásáttir um það, að hann væri fær um að gx-eiða 40% dýr- tíðaruppbót á laun stai’fsmanna bæjarins. Bankarnir. Þá kem ég að bönkunum. .Þeir stai’fa nú beinlínis á ábyrgð rík- isins og með fé, sem það hefir fengið þeim sem í’ekstursfé eða ábyrgzt fyrir þá út á við. Hagur þeirra er hinn erfiðasti, sérstak- lega þó Útvegsbankans. Snemma á þinginu var gerð skyndiráð- stöfun urn að ríkið tæki ábyrgð á innstæðufé Útvegsbankans, af því að þá steðjuðu að honum sérstök vandræði. Afskriftir af starfsfé bank- anna síðustu 10 árin nema um 35 milj. kr., þegar með eru talin töp á gömlum lánum Islands- banka, sem Útvegsbankinn tók við um leið og hann tók við búi hans. Þrátt fyi’ir þessi fjárhags- vandræði, greiðir Útvegsbankinn ennþá 60% dýrtíðarappbót eða laun, sem því svara. Helztu launaflokkar bankans eru þessir: Bankastjórar 12000 kr. ái’slaun -j- 60% dýrtíðai’upp- bót = 19200 kr. Bókari og fé- hirðir 12,000 kr. hvor eða full ráðherralaun. I Landsbankanum hafa banka- stj órar 24,000 kr. hver, en aðrir hæstlaunaðir starfsmenn 11.500 kr. hver, og er það lægra en til- svai’andi laun í Útvegsbankan- um, en Landsbankinn greiðir eitthvað í lífeyrissjóð fyrir starfsmenn bankans, svo að laun þessara helztu starfsmanna munu vera lík í bönkum þessum. I þessum 3 stofnunum, sem starfa að mestu á ábyrgð ríkis- sjóðs, eru því laun greidd með dýrtíðaruppbót sem hér segir: Reykjavíkui’bær . . . . 40% Eimskipafélagið .. .. 40% Bankai-nir.............60% Eins og kunnugt er, hefir dýr- tíðaruppbót stai’fsmanna ríkisins verið fæi’ð niður í 17Vs% og hefir það komið til orða hér í þinginu, að afnema hana með öllu. I 1. tölulið tillögu þeirrar, er hér í-æðir um, er gert ráð fyrir því, að opinber afskifti þingsins af launagreiðslum í landinu nái lengi-a en til þeirra stofnana einna, sem beinlínis eru á vegum i’íkisins og að þau verði látin ná yfirleitt til allra þeirra stofnana, sem starfa að meira eða minna leyti á ábyrgð þess, í þeim til- gangi, að samræma launagreiðsl- urnar við f j árhagslega getu þeirra sjálfra og þjóðarinnar í heild sinni. Launagreiðslur hjá þessum stofnunum eru á ábyrgð ríkisins á meðan stofnanirnar starfa á ríkisins ábyrgð og með fé þess. Þar sem svo háttar til, er það ekki einungis réttur Al- þingis, heldur og skylda, að hafa afskipti af slíkum málum. Þá vil ég benda á það, að með þeirri tilhögun, sem nú er, eru ríkisstofnanir settar í mikinn vanda. Þeim er skapaður að- stöðumunur, sem er ranglátur og hættulegur. Er það augljóst, að ef ekki aðeins mikill hluti af stofnunum og atvinnufyrirtækj- um einstaklinga, heldur líka þær stofnanir, sem ég hefi nefnt, þykjast færar um að greiða þau laun, sem hér var lýst, þá hlýzt af því eðlileg samkeppni milli þeirra og ríkisstofnananna, þann- ig, að allir beztu starfskraftarnir hverfa yfir til þessara stofnana, en ríkið situr með þá lökustu. Virðist mér þetta svo augljóst mál, að Alþingi geti ekki gengið fram hjá því. Getur það ekki stefnt til heillavænlegra úrslita, ef alltaf á að þröngva kosti rík- isstofnana, en láta það afskipta- laust, þótt fé sé ausið í launa- greiðslur, t. d. til forstjóra banka og annarra stofnana. Hefi eg því lagt það til í 1. tölulið til- lögu minnar, að Alþingi feli rík- isstjórn að athuga, hvort ekki sé réttmætt að setja almenna löggjöf um launagreiðslur á land- mu, er næðu líka til annarra stofnana en ríkisstofnana. Legg ég ekki dóm á það hér, hvort þetta muni vera fært. Ég lít svo á, að það sé fært, og því ber ég fram tillöguna, en reynzlan verð- ur vitanlega að skera úr um það, eins og önnur atriði þessa máls. Meðferð lánsfjár. Þá er ég kominn að öðrum höfuðþætti máls míns. 2. tölulið- ur í till. minni gerir ráð fyrir að sett verði skilyrði fyrir lánveit- ingum úr bönkum, er ríkissjóður ábyrgist. Er ætlast til þess, að slík löggjöf miði til þess einkum, að koma á hagkvæmara og kostn- aðarminna fyrirkomulagi í stjórn útgerðar og verzlunar í landinu og að komið verði til leiðar hlutaskiptum í útgerð, þar sem henni verður við komið. Eins og kunnugt er, gilda nú lagafyrirmæli um ýmsa flokka lánveitinga úr bönkum landsins. Má þar til nefna Veðdeildir Landsbankans og Búnaðarbank- ans, Ræktunarsjóð og Bygging- ar- og landnámssjóð. Eins og kunnugt er gilda um slík lán margháttuð fyrirmæli um form, fasteignaveðstryggingar og hreppsábyrgðir. öðru máli gegn- ir um það fé, sem bankarnir lána til atvinureksturs. Um skil- yrði fyrir slíkum lánveitingum gilda engin fyrirmæli af þingsins hálfu, heldur er það algerlega lagt á vald bankastjórnanna. I þessu sambandi er fróðlegt að rifja upp eitt mál, sem kom fram á Alþingi fyrir nokkrum árum. Á þingi 1929 báru nokkrir þá-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.