Tíminn - 28.05.1932, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.05.1932, Blaðsíða 3
TlMINN 85 Grasftæið kemnr affcnr 5. fúni, Samband ísl. samvinnufélaga. sínu? Ef svo er, þá yröi hún sýkn- uð. íhaldsmenn látast verá hrœddir við þessi mál. þó vita þeir, að Hæstiréttur dæmir um þau að lok- um, ef ihaldinu tekst ekki að kæfa þau. íhaldið segir, að Hæstiréttur sé „heilög" stofnun. Dómstóll, sem hefir þann sjaldgæfa jarðneska eig- inleika, mun væntanlega aldrei dómfella saklausa menn, og þá heldur ekki þá, sem eiga of stór mæliker til að vega í síld eða lána miljónir út til að tapast. Baráttan um slík mál, livort þau eiga að vera rannsökuð og dæmd eða kæfð niður af dularfullum á- stæðum, er miklu merkilegri en sjálf málin. því að niðurstaðan aí á- tökunum um þessi mál sýnir, hvort við stöndum jafnfætis frændþjóðum okkar um réttlæti, þroska og mann- dóm, eða hvort við erum langt að baki, við hlið Balkanríkjanna, sem á lægstu stigi hafa þótt vera um réttarfar áf ölium löndum álfunnar. J. J. ----O---- Athyglisverð nýjung. JJriðjudaginn 10. maí s.l., kl. 9 að morgni, söfnuðust nokkrir drengir saman við Nýja barnaskólann í Reykjavík. þeir voru i ferðafötum með nesti og nýja skó í töskum og bakpokum. Stór bíll nam staðar við skólann. Drengirnir þyrptust upp í liann, bjuggu um farangur sinn og fengu sér sæti. Auðséð var af svip og hreyfingum drengjanna, að þeir væntu mikils af förinni, sem þeir voru að búast til. I hópnum var, auk bilstjórans, einn fullorðinn mað- ur. Ferðafélagar þessir vcru nem-. endur 7. bekkjar D Nýja barnaskól- ans og kennari þeirra, Aðalsteinn Sigmundsson. Drengirnir voru 22 að tölu, 8 drengir úr bekknum gátu ekki farið með. þeir félagarnir höfðu mikla ástæðu til þess að leggja glað- ir af stað í þessa ferð, bæði vegna þess á hvern hátt var til hennar um Nýja Sjálands reynist hentug- ast að hafa Bomney- og Lincoln-ær. En kjöt af þeim fjárkynjum er eklci jafn Ijúffengt. og af ensku down- kynjunum. Bændurnir í Nýja Sjá- landi nota því Shorpshire- og South- down-hrúta handa ám, sem lóga á lömbunum undan, ef skilyrðin eru nægilega góð til þess að slík lömb verði vel feit. Fé af enskum kynjum þrífst yfir- leitt ekki vel á meginlandi Astra- líu. Næst ströndinni eru úrkom- umar víða miklar, en lengra inni í landinu er aðeins hægt að hafa fé af Merino-kyni, því að þar er svo þurviðrasamt. Kjöt af hrein- kynja Merino-lömbum er mjög iítils virði, svo að fjáreigendur nota hrúta af enskum kynjum handa Merino- ánum, ef þeir ætla að lóga lömb- unum. Á þann hátt tekst þeim að fá sæmilega holdgóð lömb, þó að þau séu lakari, af því mæðurnar eru af Merino-kyni. það á nokkum þátt í því, hve algengt er að láta óskyldar kindur eiga afkvæmi sam- an, að kynblendingarnir virðast að öðru jöfnu vera heilsubetri, bráð- þroskaðri, frjósanmri og' duglegri í fyrsta ættlið en afkvæmi náskyldra einstaklinga. Séu einblendingarnir hinsvegar látnir eiga afkvæmi sam- an, koma yfirburðir þeirra ekki fram á lömbunum, en kynfestuleys- ið kemur i ljós. Með þvi að láta gimbrar lifa undan kindum af ó- likum fjárkynjum, fást því frjósam- ar og duglegar ær, sem auk þess eru oft hentugri vegna þeirra stað- hátta, er þær eiga að lifa við, en hreinkynja ær. Séu kynhreinir lirút- ar notaðir handa slíkum ám, koma oft ágæt sláturlömb undan þeim, þrátt fyrir kynfestuleysi þeirra. Af þessum ástæðum er mikið af kyn- blendingsám í Ameríku og Ástralíu. ■ Ég hefi skýrt frá því, að kjöt af Merino-fé væri lélegt, og til þess að stofnað og svo vegna takmarksins, sem framundan . var. Ferðinni var f.vrst heitið að Laugarvatni. Skyldi dvelja þar í 4 daga, en því næst, fara gangandi til þingvalla og það- an í bíl til Reykjavíkur. Tildrögin að þvi, að bekkurinn gat iagt upp i svona ianga og dýra ferð, voru þau, að drengirnir gáfu út fjölritað blað i vetur. Rituðu þeir það að öllu leyti. Einnig birtust þar nokkrar góðar teikningar, allar eftir þá sjálfa. Mörgum, sem sáu biað þetta, þótti það eigulegt og svo fór að lokum að nettó ágóði af útgáfuni varð nærri 100 krónur. Aðalsteinn Sigmundsson, sem er, eins og kunnugt er, vel rit- fær og smekkvís á mál, stjórnaði þessum ritstörfum. En það er ekki hugsanablær eða stíll Aðalsteins á blaði drengjanna. þeir koma þar fram í eigin persónu með barnaleg- ar, en stundum þróttmiklar hug- myndir, sem látnar eru í ljós á eðli- legu drengjamáli. Og það er einmitt þessi þróttmikli og óþvingaði barna- skapur, sem hefir aflað blaðinu vin- sælda og jafnframt eflt þroska út- gefendanna. Fyrir ágóðann af blaða- útgáfunni fóru drengirnir áður- nefnda för. Mun ferð þessi verða þeim minnisstæð. Dagana, sem þeir dvöldu á Laugarvatni var veður hið bezta. Skiftist þar á hjá þeim sund í lauginni, fjallgöngur, róður á vatn- inu, eldhússtörf við hverina, gólfa- þvottur o. s. frv. þeir höfðu 4 her- bergi og hirtu þau og matbjuggu fyrir sig sjálfir. það er efalítið, að ferðir sem þessi, hafa ákaflega mik- ið þroskagildi fyrir börn. það er t. d. athyglisvert í þessu sambandi, að margir beztu stílarnir um sjálfvalið efni, sem börnin í Nýja barnaskólan- um skrifuðu síðastliðinn vetur, eru frásagnir um ferðalög eða dvalir í sveit. Aðalsteinn Sigmundsson á miklar þakkir skildar fyrir ferð þessa og starfið, sem á bak við hana liggur. þá vil ég og þakka þeim, sem greiddu fyrir ferð drengjanna. Má þar sérstaklega nefna skóla- stjórann og ráðsmanninn á Laugar- vatni og „Bifreiðastöð Kristins". Sig. Torlacius. bæta úr því, væru hrútar af ensk- um kynjum notaðir handa ám af Merino-kyni. Venjulega eru slíkar ær ekki hreinkynja, heldur kyn- blendingar. í ýmsum héruðum í Ástralíu, er t. d. mikið gert að því að nota lirúta af Dorset Horn fjár- kyninu handa hreinkynja Merino- ám. Einblendingsgimbrarnai' eru svo látnar lifa, og hreinkynja Mer- inohrútar notaðir handa þeim. þá fæðast lömb, sem hafa 75% af Mer- ino-blóði. Slík gimbrarlömb eru oft- ast látin lifa og eru nefndar Kam- baksær. þær hafa tæplega jafn góða ull, og ær af Merino-kyni, en geta lifað við allt að því eins slæm skil- yrði. Hinsvegar mjólka þær betur og eru frjósamari. Lömbum undan Kambaks ám er ávalt lógað og eru meira virði til förgunar en lömb undan hreinkynja Merino-ám. í Bandaríkjunum og Nýja Sjá- landi eru aðallega ensk fjárkyn, og sauðfjárræktun cr injög vel fyrir komið í báðum þessum löndum. 80—90% af ám i Bandaríkjunum ,eru kynblendingar, en að eins 10— 20% lireinkynja. Árið 1929 voru sam- kvæint hagskýrslum 15% miljón ær mylkar í Nýja Sjálandi. Ættartölu- bækur voru haldnar yfir 205,000 hreinkynja ær. 34/b miljón ær voru af sérstökum fjárkynjum, og því liægt að segja, að þær væru hrein- kynja, en yfir þær voru ekki fæi'ð- ar ættartölubækur. 11 % miljón ær voru kynblendingar. Á þessu sést, að ættartölubækur eru aðeins færðar yfir þær ær, sem eru á fjárræktar- búunum og ætlazt er til að verði lífhrútamæður. Gimbrarlömb eru liinsvegar oftast látin lifa undan ám, sem hreinkynja eru, en lömb- um undan ám, sem eru kynblend- ingar, er aðallega fargað. þess ber þó að geta, þó að mikill hluti ánna í þessum löndum séu kynblending- ar, að þá er hinum óliku fjárkynj- Höfum til: rg el-harmonium Sáðvélar fyrir hafra og grasfræ Rófnasáðvélar. Sáðtrog. Fjölyrkja og allskonar margar mismunandi gerðir, ný og notuð, hefi eg til sölu. Flest hljóð- færin eru frá Miiller og Mannborg. Þau kosta frá kr. 175.00 og seljast með einkar hagkvæmum greiðsluskilmálum. Utanbæjamienn, sem þurfa að fá sér orgel, ættu að leita til mín ekki síður en til annara. • handverkfæri. Samband ísl. samvinnufélaga ELÍAS BJARNASON, Sólvöllum 5 Reykjavík Talsími 1155 Ólafur Ketilsson hreppstjóri frá Kalmanstjörn og kona hans Stein- unn (dóttir Odds prests Gíslasonar) eiga í dag 40 ára hjúskaparafmæli. þennan dag fyrir 40 árum vai'ð Ólafur hreppstjóri í Hafnahreppi. Mörgum eru þau sæmdarhjón að góðu kunn, og mun þeim víða sam- fagnað á þessum heiðursdegi. Skógræktardagur bama. Síðastlið- inn sunnudag fóru 24 skólabörn og 3 kennarar frá Nýja barnaskólanum í Rvík upp á þingvelli og unnu þar að trjáplöntun um daginn. Voru settar niðui' 800 plöntur, iiirki og víði'r. Er til þess hugsað, að slíkar skógræktarferðir verði ' farnar frá skólanum árlega. Er þetta nýjung hér á landi, en víða erlendis eru skógræktardagar tíðkaðir í skólum. Guðm. Davíðsson á þingvöllum á frumkvæði þessa máls hér. Ferðaskrifstofan (Vigfús Guð- mundsson og Einar Magnússon) hefir gefið út ferðamannaleiðarvísi um ísland og sent ferðamanna- skrifstofum og ýmsum öðrum stofn- unum víðsvegar um álfuna. Útgáf- urnar eru tvær, önnur á ensku og hin á dönsku. Leiðarvísirinn er greinilega saminn og læsilegur, með myndum af íslenzku landslagi og ýmsu öðru, sem athyglisvert er fyr- ir útlendinga. Esja strandaði við Höskuldsey á Breiðafirði um kl. hálf fjögur í gær. Fjara var, er slysið vildi til, og losn- aði skipið út með flóðinu kl. að ganga 11 um kvöldið, og er nú kom- ið til Stykkishólms, en óvíst er, hverjar skemmdir hafa orðið. Esja var á norður leið, með um 150 far- þega. Kappreiðar Fáks. Fyrstu kappreið- ar félagsins á þessu ári fóru fram á annan dag hvítasunnu. — Veður var hagstætt og völlurinn í bezta lagi, ryklaus og þéttur. Innritaðir til hlaupanna voru 32 hestar; 22 stökkhestar, 5 skeiðhestar og 5 folar og gekk enginn þeirra úr leik. — Stökkinu var skift í 300 og 350 metra um órétt blandað saman eftir á- kveðnum reglum, sem reynslan hef- ir sýnt að bezt henta i sérhverjum landshluta. Af hálfu hins opinbera hér á landi hefir mjög ljtið verið gert fyr- ir sauðfjárræktina, þó að afurðir sauðfjárins hafi verið helztu út- flutningsvörur bænda öld eftir öld. Einn af starfsmönnum Búnaðarfé- lags íslands hefir raunar ferðast um á haustin og haldið lirútasýningar. Sennilega hafa þær gert n'okkurt gagn, þó að þeim hafi að ýmsu leyti verið mjög ábótavant. Ilrút- arnii' liafa aðeins verið dæmdir eftir ytra útliti og veitt verðiaun án þess að trygging væri fyrir því, að þeir liefðu nokkra verulega kynfestu. Slíkt mundi ekki eiga sér stað í nokkru laudi, sem framarlega stæði í sauðfjárrækt, því að þar er fyrsta skilyrðið til þess, að hrútar hljóti verðlaun, að þeir séu kynhreinir. Merino-féð og ensku fjárkynin hafa verið flutt til allra helztu sauðfjár- ræktarlanda í Ameríku, Ástralíu, Evrópu og jafnvel Afríku, en til Is- lands hefir ekkert fé mátt ílytja þar til nú, að það hefir verið lögákveðið fyrir atbeina Tryggva þórhallssonar og fleiri góðra manna, að heimila stjórninni að láta flytja sauðfé til landsins. íslenzkir fjáreigendur liafa fylgzt illa með sauðfjárrækt annara landa. I-Ieilar bækur hafa verið skrifaðar um ræktun blóma og garðjurta, en um sauðíjárrækt hafa engar bækur verið skrifaðar, þó að fáir muni efa, að þess hafi verið meiri þörf. Ástæðan er vafalaust sú, að enginn íslenzkur maður hefir verið fær um að skrifa slíka bók. þeir, sem með völdin hafa farið, liafa lítið gert til þess að nokkur einstakur maður kynnti sér allt, sem að sauðfjárrækt lýtur, svo vel, að hann geti leiðbeint bændum landsins rækilega á því sviði. Slíkur P.WJacobsen&Sðn Timburverzlun. Símnefni: Granfuru. Carl Lundsgade Stofnað 1824. Köbenhavn. Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Svíþjóð. Sís og umboðssalar annast pantanir. :: :: :: EIK OG EFNI 1 ÞILFAR TIL SKIPA. :: :: :: sprettfæri. — Úrslit urðu þessi: Stökk 350 m.: 2. verðlaun Hrafn 28,2 sek., eigandi Helga Sveinsdóttir, k'r. 100.00. 3. verðl. Grettir 28.4 sek., eigandi Hinrik þórðarson, kr. 50.00, 4. verðl. Gráni, eigandi Einar Ein- arsson frá Flekkudal, 29 sek., kr. 25.00. Flokksverðlaun: Óðinn, eig- andi Magnús Sigurðsson, Hruna, kr. 15.00, Léttfeti, eigandi Lúðvíg Bjarnason, Rvík, kr. 15.00. Tilskilinn hraði til fyrstu verðiauna í þessum flokki náðist ekki. — Stökk 300 m.: 2. verðl. þytur, eigandi Jóhann Hjörleifsson, Rvík, liraði 25 sek., kr. 50.00. 3. verðl. Logi, eigandi Sigfús Bergmann, Norðurgröf, 25 sek., kr. 25.00. — Flokksverðlaun: Njáíl, eig- andi Eiríkur Eiríksson, Rvík, kr. 15.00. Lágmarkshraði til verðlauna náðist heidur ekki í þessu hlaupi. — Folahlaup, 250 m.: 1. verðl. Njáll, eigandi Eiríkur Eiríksson, Rvík; hraði 20.1 sek., kr. 50.00, 2. verðl. Glói, eigandi Ingi M. Magnússon, Rvík, 21.6 sek„ kr. 30.00. 3. verðl. Sörli, eigandi Einar Hallgrímsson, Ilvík, 21.6 sek., kr. 20.00. — Engir skeiðhestar náðu tilskyldum hraða tii verðlauna. maður þarí að vera hneigður fyrir sauðfé að eðlisfari og hafa bóklega þekkingu um búfræðileg efni. Hann þarf ennfr. að hafa kynnt sér sauð- fjárrækt ítarlega í öðrum sauðfjár- ræktarlöndum, og hafa vel vit á að meta mismunandi gæði afurðanna, þvi að annars getur liann ekki dæmt um mismun einstakra kinda. Tii þess að geta t. d. dæmt réttilega um mismunandi gæði uliar, þarf mikla nákvæmni, og margra mán- aða eða jafnvel missera æfingu við að meta ull. Hér á landi fæst slík þekking tæplega sökum þess, að ullin er hér metin eítir verkun en ekki eftir gæðum, því að það kunna matsmennirnir ekki. Á hrútasýning- unum ætti að vera liægt að leið- beina bændum dálítið og sýna þeim mismun á ull einstakra kinda, en það hefir ekki verið gert að gagni, svo að tæplega er hægt að vænta þess, að hún hafi batnað að mun. íslenzka féð er mjög ólíkt hvað öðru og lcynfestulaust, sem von er, þar sem ekkert hreinræktað fjárkyn er til, og fjáreigendurnir nota hrúta, sem þeir hafa sjálfir alið upp, hversu lélegt sem fé þeirra er. því ber þó eigi að neita að íslenzka féð hefir ýmsa kosti. það er yfir- leitt duglegt að bjarga sér, þolii’ rekstur vel, er frekar bráðþroska og hæfilega stórt. þar sem sumárliagar eru góðir, eru gimbrarnar oft vel feitar á haustin, og væri kjötið yfir- leitt eins og það bezta er nú, þá væri það sæmilega. gott. Kjötið er á- reiðanlega liægt að liasta mikið með því að fara skynsamlega með féð og bæta það með kynbótum. Til þess að sauðfjárrækt okkar sé í góðu lagi, þurfa hér að vera eitt eða fleiri fjárkyn, með góðum eiginleikum og mikilli kynfestu, sem séu hrein- ræktuð á fjárræktarbúum af hæf- um mönnum. Frá fjárræktarbúun- um eiga bændurnir svo að fá alla & S/ ■>, < \ “—J OQ CO Reykjavík. Sími 249 (3 línur). Símnefni: Sláturfélag. Áskurður (á brauð) ávalt fyrir- liggjandi: Hangibjúgu (Spegep.) nr. I, gild Do. — 2, — Do. — 2, mjó Sauða-Hungibjúgu, gild, Do. mjó, Soðnar Svína-rullupylsur, Do. Káifa-nillupylsur, Do. Sauða-rullupylsur, Do. Nlosaikpylsur, Do. Malacoffpylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Dn. I.yonpylsur, Do. Cervelatpyisur. Vörur þessar eru allar búnar il á cigin vinnustofu, og stand- st — að dómi neytenda - - sam- anburð við samskonar erlendar. Verðskrár sendar, og pantanir afgreiddar um allt land. þá hrúta, sem þeir þurfa. Með því móti á að vera tryggt að hrútarnir séu góðir, og ætti að vera hægt að koma fjárræktarbúunum þannig fyrir, að þeir fengjust fyrir lágt verð. Ef til vill reynist hentugt að nota útlenda hrúta handa þeim ám, sem lóga á lömbum undan, en ég efa ekki, að ær af innlendu kyni muni gefast hér bezt. Við eigum þvi að vinna að því aí alhug að kyn- hæta íslenzka féð. Nokkrir bændur eiga hetra fé en almennt gerist og með meiri kyn- íestu. Víða fer það saman, að féð sé gott, og eigandinn hafi vel vit á því. þessir fjáreigendur ættu að vinna að því að kynbæta fé sitt, því að fyrst og fremst þurfa fjárræktarmennirnir að liafa vel vit á sauðfé og sauð- fjái'rækt, til þess að liægt sé að vænta' árangurs af starfi þeirra. i þeim, sem vilja kynbæta fé sitt, þarf að vera það ljóst í byrjun, hvernig þeir vilja láta féð vera, og livernig það þarf að vera, til þess að gefa af sér sem mestar og' bezt- ar áfurðir. Með sjálfstæði, ná- kvæmni og festu, þurfa þeir svo að vinna að því að bæta það, því að slíkt er ekkert áhlaupaverk, og verð- ur ekki gert eftir fyrirsögn annara tnanna. Æskilegt er það vitanlega, að þeir, sem við fjárrækt fást, hafi sem bezta þekkingu á erfðalögmáli og öllu því, sem að kynbótaaðferðum lýtur, þó að reynzlan lia.fi sýnt, að það er engan veginn ógerlegt fyrir nienn að kynbæta fé sitt án slíkr- ar þekkingar. Ekkert erfðalögmál þekktist t. d. þegar fyrstu fjárrækt- armenn Englendinga kynbættu bú- pening slnn. (Meira). B]6m Pálsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.