Tíminn - 04.06.1932, Síða 1

Tíminn - 04.06.1932, Síða 1
 ©jaíbfert 09 afgrei&slumaöur Clmaní tt Hannueig 0 r s t einsöóttir, €arfjargötu 6 a. Heyfjaoíf. iS.fgteibsía C f m a n s er i Cœfjargötu 6 a. ©pin ðaglegafL 9—6 Siifti 2353 XVI. árg. Reykjavík, 4. júní 1932. 23. blað. Úrslit mála á Alþingi Inngangur. Á það var bent í síðasta blaði Tímans, að Alþingi væri þá, dag- inn sem blaðið kom út, búið að sitja 104 daga, án þess að fyrir- sjáanlegt væri, að því yrði ráðið til lykta á viðunanda hátt. Fjár- lagaf rumvarpið og tekj ufrum- vörpin lágu þá enn óafgreidd í efri deild þingsins, þar sem stj órnarandstöðuflokk'arnir, sam- anlagðir, hafa neitunarvald, þ. e. geta fellt mál með jöfnum at- kvæðum. Jafnframt var þá sýnt fram á það með skýrum rökum, hversu óverjandi og fordæma- iaus væri framkoma íhalds- flokksins, í þessu efni, þar sem hann hefði í hótunum um að greiða atkvæði móti málum, sem hann sjálfur væri samþykkur — í þeim tilgangi að kúga and- stæðinga sína í öðru máli, ó- skyldu. Það var vakin athygli á því, að þessi framkoma íhalds- flokksins, að beita neitunarvaldi til að gjöra ríkisvaldið óstarf- hæft, væri ótvírætt banatilræði við núveranda þjóðskipulag, og sæti þetta illa á þeim flokki, sem öðrum fremur þættist vera „verndari þjóðskipulagsins“. Síðan þetta var ritað, hafa orðið tíðindi á Alþingi. Og þau eru í stuttu máli þessi. Ihalds- flokkurinn hefir gefizt upp í kjördæmamálinu. Hann hefir breytt ákvörðun sinni um að fella fjárlögin, tekjufrumvörpin og sparnaðarfrumvarpið í efri deild. Loks hefir íhaldsflokkur- inn ákveðið að leggja til einn ráðherra í hina nýju samsteypu- stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar, sem tók við völdunum í gær. Tíminn telur rétt, að gjöra í stuttu máli nokkra grein þessara atburða og aðdraganda þeirra. 1 þingbyrjun. Tíminn hefir verið þeirrar skoð- unar frá upphafi, að ákjósanleg- ,ast væri, að kjördæmamálið yrði elcki afgreitt á þessu þingi. Hefir því ávalt verið haldið fast fram hér í blaðinu, að svo alvarlegt framtíðarmál, sem vel gæti haft í för með sér gjörbyltingu í þjóðlífsháttum Islendinga, eigi ekki að ráða til lykta í skyndi, og sízt eins og nú standa sakir, meðan fjárhags- og atvinnu- vandræði af völdum heimskrepp- unnar þjaka landið. Það mun og hafa verið almennur vilji í byggðum landsins utan Rvíkur, og sjálfsagt að meira eða minna leyti í höfuðstaðnum líka, að kjördæmamálinu yrði skotið á frest, og að þingið legði alla á- herzlu á lausn fjáriliags- og at- vinnumálanna. Þingmenn Framsóknarflokks- ins munu hafa komið til þings með hinum sama ásetningi. Þeir munu, eins og kjósendumir úti um landið, ekki hafa gjört ráð fyrir neinum úrslitum í kjör- dæmamálinu á þessu þingi. Baráttan í þinginu. En það kom fljótt í ljós, að stjórnarandstöðuflokkamir í þinginu litu öðruvísi á þetta mál. Milliþinganefndin í kjördæma- málinu lauk störfum í febrúar. Fulltrúar Framsóknarflokksins komu ekki fram með nefndar- álit og ekki heldur fulltrúi jafn- aðarmanna að svo stöddu. En fulltrúar íhaldsmanna, Jón Þor- láksson og Pétur Magnússon, skiluðu áliti, ásamt hinum marg- umtöluðu tillögum um nýja kjör- dæmaskipun, sem orðnar eru að viðundri um allt land og engum (nema e. t. v. J. Þ. sjálfum) dettur í hug að hægt sé að fram- kvæma. Almenningur í landinu hafði vonast eftir því, að allt Alþingi myndi verða samtaka um það að setja kreppumálin í fremstu röð viðfangsefna, en láta kjördæma- málið bíða. En nú fluttu full- trúar íhalds- og jafnaðarmanna í sameiningu frv. um breytingu á stj órnarskránni. Jafnhliða var hafin undirskriftasmölun í stór- um stíl meðal almennings í kaup- stöðunum og víðar, í því skyni að knýja meirahluta Alþingis til að breyta kjördæmaskipuninni. Árangurinn af þessari undir- skriftasmölun var birtur í Mbl. 2—3var í viku, til þess að sýna, að hér væri alvara á ferðum. Það v~r fyrirfram vitanlegt, að stjórnarandstöðuflokkarnir gátu ekki, eins og þingið er skip- að, á venjulegan, löglegan hátt afgreitt kjördæmamálið gegn ó- skiptum atkvæðum Framsóknar- manna. En þeir gátu neitað um sam- þykkt fjárlaganna. Þeir gátu gjört ríkisvaldið óstarfhæft og sett þjóðina í voða út á við. Það var fordæmalaust ofbeldisverk á íslandi. En Jón Þorláksson, Magnús Guðmundsson og Héðinn Valdimarsson lýstu yfir því, að ofbeldið myndi verða framið. Jafnaðarmennirnir höfðu skyndilega uppgötvað, að tekju- löggjöf, sem þeir sjálfir höfðu greitt atkvæði með árum saman, væri í ósamræmi víð stefnuskrá flokksins(!) og íhaldið, sem ekki gat haldið neinu slíku fram, ætl- aði að greiða atkvæði móti sann- færingu sinni um fjárlögin og tekjulöggjöfina, til þess að geta framið ofbeldið í félagi við socia- listana. Tillögur Framsóknarflókksins. Þingmenn Framsóknarflokks- ins munu, eins og áður er sagt, hafa verið ráðnir í því, a. m. k. mikill meirihluti þeirra, að stuðla ekki að því, að kjördæmamálið yrði afgreitt á þessu þingi. Hinsvegar hafði flokkurinn vit- anlega ekkert á móti því að leggja fram tillögur sínar í mál- inu og jafnvel að láta samþykkja þær nú þegar, þó að það hefði í för með sér kosningar í sumar, ef andstæðingar stjórnarinnar með því móti hefðu verið til- leiðanlegir til að láta niður falla ofbeldistilraunir sínar og setja þjóðfélagið í hættu. Tillögur Framsóknarflokksins voru lagðar fram í efri deild 31. marz sl. Hefir áður verið gjörla skýrt frá efni þeirra hér í blaðinu og munu þær nú öll- um almenningi kunnar, ásamt rökum þeim, er þingmenn Fram- sóknarflokksins og blöð hafa fram borið í þessu máþ. Að undanteknum tveim mönn- um, stóð Framsóknarflokkurinn á Alþingi saman um áðurnefndar tillögur. En andstæðingar flokks- ins felldu þær í efri deild. Fram- sóknarflokkurinn hefði á því stigi málsins getað drepið stjórn- arskrárfrumvarpið, með jöfnum atkvæðum. En með því að hann vildi gæta alls hófs um meðferð þessa máls, lét hann frumvarpið ganga til neðri deildar. Þar voru breytingartillögurnar samþykkt- ar, og st j órnarskrárf rumvarpið liggur nú fyrir þeirri deild (eftir 2. umr.) í þeim búningi, er Framsóknarflokkurinn vildi vera láta. En íhaldsmenn hafa nú, eins og kunnugt er, sætt sig við, að því verði ekki framar hreyft að þessu sinni. Samkomulagstilraunir. Það kom í Ijós, þegar við at- kvæðagreiðsluna í efri deild, að íhalds- og jafnaðarmenn vildu ekki ganga að tillögum Fram- sóknarflokksins, en héldu fast við hótanir sínar um að fella fjárlögin og tekjulöggjöfina með jöfnum atkvæðum í efri deild. Framsóknarflokkurinn, sem hafði meirahluta í þinginu og bar ábyrgð á stjprn landsins, átti þá einungis um tvær leiðir að velja, að ná einhverskonar samkomulagi við hina flokkana, sem tryggði afgreiðslu hinna nauðsynlegustu mála, eða rjúfa þingið og stofna til nýrra kosn- inga á þessu sumri. Þá var það, eftir að foringjar flokkanna, árangurslaust höfðu rætt sín á milli um hugsanlega samkomulagsmöguleika, að þing- menn Framsóknarílokksins á- kváðu að reyna til hlítar, hvort andstöðuflokkarnir ætluðu að standa við hótun sína um að íella fjárlögin, tekjulögin og sparnaðarfrumvarp það, sem borið hafði verið fram og átti að minnka útgjöld ríkisins, sem svarar 600 þús. á næsta ári. Frá hálfu foringja andstöðuflokk- anna komu þá fram yfirlýsing- ar, sem ekki varð um villst. Jón Þorláksson lýsti sérstaklega yfir því, að íhaldsflokkurinn ætlaði sér að hindra afgreiðslu fjárlag- anna, svo lengi sem ekki væri íyrir sú lausn á kjördæmamálinu, sem íhaldsflokkurinn teldi viðun- andi. Formaður Framsóknarflokks- ins, Tryggvi Þórhallsson fyrv. forsætisráðherra, var þeirrar skoðunar, að sú leið, að rjúfa þingið og boða til nýrra kosn- inga, væri ekki fær, eins og nú standa sakir. Jafnskjótt sem áð- urnefndar yfirlýsingar andstæð- inganna voru fram komnar, sím- aði hann konungi lausnarbeiðni fyrir ráðuneytið. Afstöðu sinni í því efni og ýmsum atriðum, sem að þessu máli lúta, hefir fyrv. forsætis- ráðherra gjört grein fyrir í á- varpi sínu til Alþingis, sem birt var í síðasta tbl. Tímans. Samsteypustjórn allra flokka. Eftir að Tryggvi Þórhallsson hafði beðizt lausnar, og samkv. ábendingu, eftir samþykkt í Framsóknarflokknum, sneri kon- ungur sér til Ásgeirs Ásgeirsson- ar fj ármálaráðherra og fól hon- um að mynda nýtt ráðuneyti. Eftir að tilraunir til stjómar- myndunar og samkomulags um afgreiðslu hinna helztu mála höfðu staðið yfir nokkra daga, var samkv. ályktun Framsóknar- f lokksins foringj um andstöðu- flokkanna sent svohljóðanda bréf: „Reykjavík 31. maí 1932. Framsóknarflokkurinn hefir á fundi sínum í dag samþykkt eins og liér segir: „Framsóknarflokkurinn ályktar að fara þess á leit við þingmenn Sjálf- stæðisflokksins og Jafnaðarmanna- llokksins, að þeir taki þátt i mynd- un samsteypustjórnar, sem væri skipuð sinum ráðherra úr hverjum flokki og hafi ráðherra Framsóknar- flokksins forsætið. Tilboð þetta er gert að því tilskildu, að samþykkt verði á þessu þingi: 1. Frv. til fjárlaga fyrir árið 1933 (460). 2. Frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1931 (628). 3. Frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1930 (2). 4. Frv. til 1. um samþykkt á lands- reikningnum 1930 (3). 5. Frv. til 1. um íramlenging á gildi 1. um verðtoll (5). 6. Frv. til 1. um breyt. á 1. nr. 36, 7. maí 1928 (Gengisviðauki) (6). 7. Frv. til 1. um bifreiðaskatt o. fl. (190). 8. Frv. til 1. um bráðabirgðabreyt- ingu nokkurra laga (500). 9. Frv. til 1. um breyt. á 1. nr. 58 1931, um einkasölu á tóbaki (88). 10. 25% tekju- og eignaskattsauki, enda verði stjórnarskrármálinu frestað til næsta þings. Flokkurinn felur starfanda for- manni sínum að senda formönnum andstöðuflokkanna þetta tilboð skrif- lega nú þegar og óska svars fyrir kl. 8 í kvöld". þetta tilkynnist yður hérmeð. Einar Árnason. /Bjarni Ásgeirsson." Svör andstöðuflokkanna bár- ust samdægurs og fara hér á eftir: Svar íhaldsmanna. „Reykjavík, 31. maí 1932. Út af bréfi Framsóknarflokksins dags. í dag, samþykkti Sjálfstæðis- flokkurinn á fundi sínum í dag svo- fellda ályktun: „Ef Ásgeir Ásgeirsson fjármálaráð- herra, sem hefir eins og stendur umboð konungs til að mynda nýtt ráðuneyti, leitar til Sjálfstæðis- flokksins um þátttöku í myndun ráðuneytis með sér úr ölium ílokk um í því skyni fyrst og fremst að leysa kjördæmamálið*), þá vill Sjálf- stæðisflokkurinn taka vel undir þá málaleitun. Um afgreiðslu fyrirliggj- andi þingmála mundi flokkurinn að sjálfsögðu vilja taka fullt tillit til óska hinnar nýju stjórnar". þetta tilkynnist yður hér með. Virðingarfyllst. Jón þorláksson. /Pétur Ottesen. Til starfanda formanns .Framsóknarfl., hr. alþm. Einars Árnasonar, Alþingi." Svar jafnaðarmanna. „Reykjavík, 31. maí 1932. Vér höfum nú í dag meðtekið bréf frá Framsóknarflokknum á Al- þingi, þar sem þess er farið á leit, ! að Alþýðuflokkurinn „taki þátt i J myndun samsteypustjórnar, sem væri skipuð sínum ráðherra úr liverjum flokki, og hafi ráðherra Framsóknarflokksins forsætið". En skilyrði fyrir þessu tilboði er, að samþykkt verði nú á þinginu fjár- lög fyrir árið 1933 á þingskj. 460, þ. e. eins og frv. var afgreitt frá *) Leturbr. blaðsins. Ný ríkisstjórn Eftir að Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra hafði beðizt lausnar fyrir ráðuneyti Fram- sóknarflokksins, eins og skýrt var frá í síðasta blaði, sneri konungur sér til Ásgeirs Ás- geirssonar fjármálaráðherra og fól honum að mynda nýtt ráðu- neyti. Skipun hins nýja ráðu- neytis var tilkynnt á Alþingi í dag. í ráðuneytinu eiga sæti einn þingmaður og einn utan- júngsmaður úr Framsóknar- flokknunr og einn þingmaður úr íhaldsflokknum. Ásgeir Ásgeirs- son er skipaður forsætis- og fjár- málaráðherra, síra Þorsteinn Briem atvinnumálaráðherra og Magnús Guðmundsson dómsmála- ráðherra. Þessu verður þó bráð- lega breytt svo, að síra Þorsteinn Briem tekur kirkju- og kennslu- mál, Magnús Guðmundsson dóms- og heilbrigðismál og at- vinnu- og samgöngumálaráðu- neytinu verður skipt upp á milli þeirra, en ekki fullráðið enn með hvaða hætti nema um það, að sira Þorsteinn Briem tekur land- búnaðarmálin. — Nánari tíðindi á öðrum stað í blaðinu. neðri deild, frv. um framlengjngu verðtolls, frv. um gengisviðauka, frv. um bifreiðaskatt, frv. um bráða- birgðabreytingu nokkurra laga (þar á meðal annars að fella niður áður samþykkt framlag til vérkamanna- bústaða), svo og önnur frv., sem upp eru talin í bréfi Framsóknar flokksins. Vér viljum minna á: 1. ) að frv. þessi ganga yfirleitt i berhögg við yfirlýsta stefnu Alþýðu- flokksins í skattamálum. 2. ) að felldar hafa verið allar til- lögur Alþýðuflokksins við fjárlögin um framlag til atvinnubóta og auk- inna framkvæmda. 3. ) að Alþýðuflokkurinn telur Framsóknarflokkinn með frv. um bráðabirgðabreytingu nokkurra laga (þingskj. 500) ganga á gert sam- komulag við Alþýðuflokkinn um framlag til verkamannabústaða. því fer þessvegna svo mjög fjarri, að til mála geti komið, að vér tök- um tilboði yðar, að vér teljum það beinlínis móðgandi fyrir oss, sem þingmenn Alþýðuflokksins. Verði hinsvegar samþykkt á þessu þingi fullnægjandi lausn á kjör- dæmaskipunarmálinu, viljum vér í því sambandi taka til yfirvegunar afgreiðslu fjárlaga og öflun tekna fyrir ríkissjóð i samræmi við skatta- málastefnu Alþýðuflokksins, enda verði samkomulag um að veita ríf legar fjárhæðir til aukinna fram- kvæmda og kreppuráðstafana eins og Alþýðuflokkui-inn hefir gert til- lögur um. .Tón Baldvinsson. Héðinn Valdimarsson. Viim. Jónsson. H. Guðmundsson. Til Framsóknarflokksins á Alþíngi." Tilraunin um myndun ráðu- neytis með samkomulagi og þátt- tölcu úr öllum flokkum, var þar með úr sögunni. Sinnaskipti íhaldsflokksins. Af bréfi íhaldsflokksins varð ekki annað séð en að flokkurinn ætlaði sér að harðneita fyrir sitt leyti tillögunni um samsteypu- stjóm og að hann ætlaði að standa fast á yfirlýsingu Jóns Þorlákssonar um að fella hin

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.