Tíminn - 04.06.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.06.1932, Blaðsíða 2
88 TlMINN Framsóknarmennirnir í ríkisstjórninni Ásgeir Ásgeirsson. Þorsteinn Briem. nauðsjmlegustu mál, svo framar- lega sem kjördæmamálið yrði ekki afgreitt á þessu þingi. En þetta hefir farið á annan veg. íhaldsflokkurinn á Alþingi hef- ir séð sig um hönd. Ihaldsflokkurinn á Alþingi hef- ir fallið frá þeirri kröfu, að kjör- dæmamálinu verði ráðið til lykta að þessu sinni. fhaldsflokkurinn hefir gefizt upp við það upphaflega áform sitt, að greiða atkvæði móti fjár- lögunum, tekjulöggjöfinni og sparnaðarfrumvarpinu. Og íhaldsflokkurinn á Alþingi hefir óskað eftir því og fengið þeirri ósk framgengt, að Magn- ús Guðmundsson verði dóms- málaráðherra í ráðuneyti Ás- geirs Ásgeirssonar. Endanleg lausn kjördæma- málsins. Tíminn telur það að sj álfsögðu mjög vel farið, að íhaldsflokkur- inn skuli hafa séð sér fært að falla frá sínum fyrri kröfum um lausn kjördæmamálsins, samfara i nýjum kosningum, og að hann skuli hafa horfið frá þeirri for- dæmalausu fásinnu, að neita lög- lega kosnum þingmeirahluta um fyrirskipaða afgreiðslu á fjár- málurn þjóðarbúsins. Frá sjónarmiði þjóðarheildar- innar er það út af fyrir sig heppilegt, að íhaldsflokkurinn á Alþingi, eða a. m. k. nokkur hiuti hans, skuli hafa séð sig um hönd í þessu efni. En í sambandi við þetta mál telur Tíminn þörf á að einu at- riði sé þegar yfir lýst, svo að engum misskilningi geti valdið. 1 Morgunblaðinu í gær er birt svohljóðandi yfirlýsing frá „þingflokki Sjálfstæðismanna“: „Eftir áskorun þingflokks Sjálf- stæðismanna hefir Magnús Guð- mundsson alþingismaður gefið kost á þvi að taka sæti í samsteypu- ráðuneyti undir forsæti Ásgeirs Ás- geirssonar. þessa ákvörðun tók Sjáifstæðisflokkurinn eítir að allar tilraunir til þess að fá kjördæma- málið afgreitt á viðunandi hátt á þessu þingi höfðu reynst árangurs- lausar, og telur flokkurinn að í höndum þessarar samsteypustjórnar fáist viðunandi úrlausn kjördæma- málsins á næsta þingi“. Mbl. bætir því við frá eigin brjósti, að samkvæmt yfirlýsing- unni „verður ekki annað séð(!) en flokkurinn hafi einmitt haft kjördæmamálið í huga, er hann ákvað þátttöku í samsteypu- stjórninni", Það skal að vísu ekki dregið í efa, að þingmenn íhaldsflokksins /kunni að hafa „haft kjördæma- rnálið í huga“ (fyr mætti nú vera, ef þeir væru alveg búnir að gleyma því!), þegar þeir ákváðu að útnefna Magnús Guðmunds- son sem dómsmálaráðherra. En það vill Tíminn taka fram í eitt skipti fyrir öll, að frá hálfu Framsóknarflokksins, hafa engir samningar um lausn kjör- dæmamálsins verið gjörðir í sam- bandi við þessa stjómarmyndun og engin loforð eða fyrirheit verið gefin um nýja afstöðu frá hálfu flokksins í því máli á næsta þingi, enda myndi það hafa verið algjörlega óheimilt þing- Vorsamkoma fyrír Suðurland verðup haldin að Laugarvafni sunnudaginn 12. iúní n. k. Samkoman hefsi kl. 1 e. h. Til skemmfunap vepðup: Ræður, söngup, Ieikfimi, sund, dans o. fl. Fjölbpeyffap veifingap. Við innganginn að skemmfisvæðinu vepða seld mepki sem kosfa tvæp kpón,up. mönnum flokksins að gefa slík loforð, án þess að hafa ráðfært sig við kjósendur flokksins víðs- vegar um landið. Ásgeir Ásgeirsson forsætisráð- herra hefir ekki fyrir hönd Framsóknarflokksins gefið neina yfirlýsingu um það, á hvern hátt eða hvernig Framsóknarflokkur- inn ætli sér að ráða kjördæma- málinu til lykta. Um það efni liggur ekkert annað fyrir en til- lögur flokksins eins og þær voru bornar fram á Alþingi í vetur. Nýja stjórnin. Þeirri spurningu hefir verið varpað fram af mörgum, síðan kunn urðu tíðindi hinna síðustu daga, hver myndi verða afstaða Tímans til hinnar nýju ríkis- stjórnar í heild. Stjórnarmyndun, eins og sú, sem hér er um að ræða, með mönnum úr tveim andstæðum stj ómmálaf lokkum, er óvenju- legur atburður hér á landi. Hún er pólitísk neyðarráðstöfun gagn- vart misbeitingu neitunarvalds- ins á Alþingi. Almenningur í landinu verður vitanlega að mynda sér skoðun um það, hvort hafi verið affara- sælla, að hlíta þeirri lausn mál- anna, sem fyrir hendi var eða rjúfa þingið og leggja málin á ,ný undir dóm þjóðarinnar. En það vill Tíminn taka fram, að hann væntir ekki og hefir aldrei vænst neinnar varanlegrar samvinnu um þjóðmálin af hálfu Framsóknarflokksins við íhalds- flokkinn og myndi ekki kæra sig um slíka samvinnu eins og inn- i*æti íhaldsflokksins hefir verið og virðist enn vera í garð al- mennra umbótamála og þeirra, sem lítils mega sín í þjóðfélag- inu, þann stj ómmálaflokk, sem ekkert tækifæri hefir látið ónot- að til þess í blöðum sínum, nú í seinni tíð, að láta fram koma fjandskap og óvirðingu í garð bændastéttarinnar í landinu, þann flokk, sem sí og æ, og einn- ig nú fyrir og eftir stjórnar- skiptin, hefir gjört sitt til að svívirða beztu menn Framsókn- arflokksins á hinn mest óvið- eiganda hátt. Úr þeirri átt hefir Tíminn aldrei neins góðs vænt og mun ekki gjöra. Itvernig þau vinnubrögð gef- ast, sem fram koma við þá sam- setningu ráðuneytis, sem hér er um að ræða, er reynslunnar að dæma, og Framsóknarflokksins um land allt og blaða hans að tak'a afstöðu til á sínum tíma. Álit Tímans á þeim manni, sem íhaldsflokkurinn hefir kosið að bera ábyrgð á í hinni nýju stjórn, mun vera flestum kunn- ugt. Um smekkvísi íhaldsflokks- ins, að gjöra Magnús Guðmunds- son að dómsmálaráðhera, eins og nú er háttað högum hans, þarf ekki að fjölyrða. Hitt var auð- vitað ekki fjarri lagi, úr því að íhaldsmennirnir fremur kusu að eiga fulltrúa í ríkisstjórninni, en að Framsóknarflokkurinn mynd- aði hana einn, að þeir þá sjálfir réðu valinu á fulltrúa sínum. Og þó að Tíminn af eðlilegum orsökum hafi hina mestu ótrú á Magnúsi Guðmundssyni í ráð- herrasæti, þá er hitt að sjálf- sögðu ósannað mál enn, að meira ógagn leiði af veru hans í ráðu- neytinu en orðið hefði, ef íhalds- flokkurinn, með ofbeldisverkum sínum, hefði komið fram þeirri stjórnarfarslegu og fjárhagslegu upplausn, sem í hótunum hans fólst, á þeim afar erfiðu tímum, sem nú standa yfir. Af Framsóknarmönnunum í ríkisstjórninni vildi Tíminn mega vænta þess, að þeir beri gæfu til að leysa þau vandamál, sem fyrir koma, þrátt fyrir erfiðleikana og þá sambúð, sem atvikin hafa lagt þeim á herðar. ----o---- Munið íundinn í Framsóknarfélagi Reykjavíkur á þriðjudaginn kemur. Síðan Framsóknarflokkurinn hóf starf sitt 1916 hefir hann jafnan haft Mbl..-flokkinn sem aðalandstæðing. Fyrstu árin, frá 1916—1928, var þó oft að ein- hverj u leyti nauðungar-samvinna í þingi og stjórn með fulltrúum þessara flokka. Þannig vann Sig. Jónsson í Yztafelli í þrjú ár fyr- ir Framsóknarflokkinn með Jóni Magnússyni, fulltrúa Mbl.-stefn- unnar. Síðar vann Klemenz Jóns- son með Sig. Eggerz í sömu að- stöðu í tvö ár. Eftir það skildu leiðir. íhaldip hafði einskonar meirahluta frá 1924—1927 og Framsókn var þá í andófi. Síð- an var Framsókn í meirahluta- aðstöðu frá 1927—1932 og íhald- ið í harðri andstöðu. Nú, árið 1932, er byrjað á vinnubrögðum í þinginu, sem benda á bernskuár flokksins. Ný stjórn tekur við umboði þingsins í dag. í henni er að vísu Fram- sóknarmeirihluti. En íhaldið hefir fengið leyfi til að velja einn fulltrúa í stjómina, og þeir hafa að því leyti fylgt fordæmi skaparans eftir því sem ritning- in hermir um sköpun hins fyrsta manns á jörðunni. fhaldið bjó til hinn nýja ráðherra þannig, að hann yrði lifandi eftirmynd flokksins sem setti hann í ráð- herrastöðu. Það mun mála sannast að á- nægja Framsóknarkjósenda bæði hér í bænum og út um land sé ekki ýkja mikil með þessa ráða- breytni. Síðan 1924 hafa flokksmenn vanizt við að líta á vígorð Tryggva Þórhallssonar: „allt er betra en íhaldið“, eins og bók- staflegan sannleika. Og þessi skoðun hefir með hverju ári orð- ið rótgrónari við það, að Fram- sóknarmenn hafa séð verk í- Kynbætnr saudfjar ---- Nl. Fjáreigendur, sem vilja lcynbæta íé sitt, ættu að byrja á að velja beztu kindurnar úr fénu og yfir þær þurfa þeir svo að færa nákvæmar ættartölubækur. Lakari hluta fjár- ins geta þeir vitanlega átt, en þeir verða að gæta þess, að halda úr- valskindunum sérskildum. Miklu skiptir að féð, sem á að kynbæta, sé gott, því að þeir eiginleikar, sem kynfesta á, þurfa að vera til stað- ; ar, annaðhvort víkjandi eða ríkjandi hjá einhverjum þeim einstakling, sem nota á til kynbótastarfseminnar. Fjárrræktarmaðurinn þarf svo að vinna að því, að sámeina hina æski- legu eiginleika hjá einstökum kind- um, en útrýma hinsvegar þeirn, sem eru miður hentugir. Hann þarf enn- fremur að vinna að því, að kyn- festa fjárins verði sem mest, svo að það verði líkt að útliti og eiginleik- um og afkvæmin verði sem líkust foreldrunum. þetta verður hann að gera með stöðugu úrvali og meiri eða minni skyldleikarækt. Hinir helztu eiginleikar koma helzt í ljós með því að láta skylda einstaklinga eiga afkvæmi saman, og sá sem stöð- ugt er að blanda aðfengnum og ó- skyldum kindum saman við fé sitt, fær aldrei kynhreinan fjárstofn. Ég teldi æskilegt að 2—3 bændur í hverju héraði reyndu að hrein- rækta fé sitt. Árangurinn af starfi þeirra mundi að sjálfsögðu verða mjög misjafn, því að hæfileikar ein- staklinganna til fjárræktar eru eðli- lega mjög mismunandi og einnig hlyti féð, *sem þeir byrjuðu á að kynbæta, að verða mjög misjafnt. Að fela einstökum mönnum að rækta fjárkyn og styrkja þá með opinberu fé i þeim tilgangi, er ekki líklegt til að bera sérstakan árang- ur, því að tiltölulega litlar líkur eru til þess, að hæfustu mennirnir fengju þann styrk, en hæfileikar til fjár- ræktar verða ekki keyptir fyrir pen- inga. þeir, sem sköruðu fram úr í fjárræktarstarfseminni, hlytu auk þess verðskulduð laun fyrir störf sín, því að fé þeirra mundi verða meira virði. Öðru máli er að gegna þó að einstakir menn verði styrktir til þess að lireinrækta fé á fjárræktar. búum, eftir að svo mikil kynfesta er komin í féð, að það geti talizt sérstakt fjárkyn, gegn því að þeir selji bændum hrúta fyrir lítið verð. Sennilegt er að einum til tveimur mönnum takizt bezt að kynbæta fé sitt og hafi fé þeirra svo mikla kyn- festu og góða eiginleika, að arðvæn- legt reynist að það nái mikilli út- breiðslu, þá er stærsta sporið stigið til umbóta íslenzkri sauðfjárrækt. Eg teldi mjög hentugt, að hér á landi væru tvö innlend fjárkyn. í héruðum, sem mikil vetrarbeit er, þýrftu ærnar að vera af íjárkyni, sem væri holdgott, harðgert, vel byggt og þurftarlítið. Ennfremur yrðu æmar að mjólka vel. Hitt fjár- kynið þyrfti ekki að. vera eins harð- gert og þurftarlítið, ef það væri bráð- þroska og safnaði miklum holdum. Hentugt gæti verið að nota hrúta af slíku fjárkyni handa ám, sem farga á lömbum undan. Hvort sem hér verður eitt fjár- kyn eða fleiri í framtíðinni, þarf að hreinrækta þau á fjárræktarbú- um af hæfum mönnum, því að stöð- ugt þarf að halda áfram að auka kynfestu og bæta eiginleika fjár- ins. þaðan ættu bændurnir svo að geta fengið kynhreina hrúta. Ærn- ar þyrftu fjáreigendumir hinsvegar að ala upp sjálfir. Nokkur hluti þeirra mætti vera kynblendingar, ef reynzlan sýndi, að það væri hent- ugt. En sá hluti ánna, sem ala á gimbrar upp undan, þarf a. m. k. að vera kynhreinn. Annars getur reynzlan ein skorið úr því, hvernig arðvænlegast muni verða að blanda fjárkynjum saman í hverjum lands- hluta. Líklegt er, að þess verði skammt að bíða, að bændur eigi kost á því að nota hrúta af útlendum kynjum. þar fyrir er með öllu óvíst hvernig lömb undan þeim muni reynast eða af hvaða fjárkyni hentast muni að hafa þá. I fyrstu var talað um að lögákveða, að fé af Oxford og Leich- ester-kyni yrði aðeins flutt til lands- ins, en úr því varð samt ekki. Um Oxford fjárkynið er það að segja, að hrútar af því vega í góðum holdum 250—350 pund. Lömb undan slíkum hrútum eru því stór og þurfa mjög mikið til þess að verða vel feit. Engar líkur eru til að íslenzku ærn- ar inuni mjólka nægilega vel til þess Ennfremur er kjöt at Oxford fénu frekar stórgeil og eg hygg að kom- ið gæti til mála. að ær okkar eigi erfitt með að fæða af sér lömb und- an Oxfordhrútum. Af þessum ástæð- um tel eg að litlar likur séu til að vel gefist að flytja fé af þessu kyni til landsins. þau fjárkyn, sem líklegt er að hentugast sé að flytja til landsins, er annaðhvort Border-Leichester eða Phropshire fjárkynið. Skozku íjár- kynin — Black-face og Cheviot — mundu sennilega þrífast hér bezt og kjötið af þeim er sérlega gott, en það fó er of lítið og seinþroska til þess, að hrútar af þeim fjárkynjum séu hentugir lianda ám, sem farga á lömbum undan. Border-Leichester féð er harðgerðara, þrífst betur á gras- lendi og þolir misjafna veðráttu bet- ur en English-Leichester féð, svo að miklar líkur eru til þess, að það muni reynast betur liér á landi. Lei- chester féð er heldur þyngra en ís- lenzka féð, en stærðannunurinn kæmi tæplega að sök. Stropshire fjár kynið er eitt af beztu kjötfjárkynj- um Englendinga. það er harðgerðast og fitnar bezt á graslendi af öllum Downkynjunum, en þau fjárkyn þurfa yfirleitt góð skilyrði til að fitna vel. Ef lömbum undan Strops- hire-hrútum færi vel að hér á landi, býst ég við að þeir yrðu hentugir til einblöndunar, því að kjötið af Stropshire lömbum i góðum holdum er betra en kjöt af Leichester lömb- um. það hefir komið í ljós á undan- förnum árum, að þeim mun betra sem íslenzka kjötið er, þess meira vei'ð fæst fyrir það, borið saman við kjöt frá öðrum löndum á sarna tíma. þar sem söluliorfur á saltkjöti eru mjög slæmar, ætti fjáreigendum, sem kost eiga á þvi að frysta kjöt sitt, að vera það ljóst, hve áríðandi er fyrir þá að kjöt þeirra sé frystihæft og það sé sem bezt. Eg hefi áður bent á ýmislegt í sambandi við með- ferð fjárins, sem haft geti áhrif á þetta og fer því ekki frekar út í það hér. Ennfremur hefi eg skýrt frá því, að kjöt af geldingum væri betra en kjöt af hrútlömbum og í öðrum sauðfjárræktarlöndum væru hrútlömbin ávalt gelt, svo framar- lega sem ekki ætti að slátra þeim því yngri. Nokkrir fjáreigendur hafa gelt hrútlömb sín undanfarin tvö vor. Rúmsins vegna get eg ekki birt álit þeirra ítarlega, en reynzla þeirra bendir til þess, að geldingarnir séu að mun feitari, betur vaxnir og hafi jafnvel meiri kjötþyngd en hrút- lömbin. Lömbin virðast- taka lítið að sér við geldinguna og eg veit ekki til þess að nokkurt iamb hafi drepist af geldingu. Eg hygg að það skifti litlu hvenær lömbin eru gelt, frá því þau eru 1—4 vikna gömul, og fjáreigendur geta gelt þau óhik- að þó að þeir hafi engar girðingar fyrir æmar. Fyr á tímum gátu bænd- ur a. m. k. ekki haft ær sínar í girð- ingum þegar búið var að gelda lömb in og eg veit til þess að lömb hafa orðið fyrir ónæði og þvælingi nýgelt og hefir elcki komið að sök. það er ekki nema eðlilegt, að fjár- eigendui' hafi verið dálítið hikandi við að gelda lömbin. Tiltölulega fáir eru því vanir og margir liafa senni- lega verið, og eru e. t. v. enn, í vafa um hve miklu það skifti vegna kjöts- ins. Bændum þykir þetta fyrirhöfn og tala um að það sé sárt fyrir lömbin, en um slíkt er einungis tal- að af því þau hafa ekki verið gelt undanfarin ár. Ef fjáreigendur væru t. d. óvanir því að marka lömbin og ættu að fara að gera það, mundu þeir fjasa mikið yfir hve mikil vinna væri við slíkt og hve sárt það væri fyrir þau. Vitanlega væri betra að þurfa ekki að marka lömbin, en það er óhjákvæmilegt og bændur gera það því umtalslaust. það er einnig óhjákvæmilegt fyrir fjáreigendur annara landa að gelda lömbin og stýfa af þeim rófuna. þess vegna framkvæma þeir það orðalaust og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.