Tíminn - 04.06.1932, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.06.1932, Blaðsíða 4
90 TÍMINN Stálljáirnir góðu eru komnir. Handslegnir, hertir í viðarkolum, bíta best, endast best. ATH. Gætið þess að nafnið Brusletto standi á ljáþjóimu Samband ísl. samvinnufélaga LOMBERG ELOCHROM - filmur (ljós- og litnæmar). 6X9 cm. kr. 1,20 6V,XH cm. 1,50 fríttaent ef 10 rl. eru keyptar í einu. Lax- og silungsveiðarfæri: Sil- ungastangir frá kr. 3,50. Laxastang- ir frá kr. 20,00, og alt tilh. stanga- veiði, fjölbr. og ódýrt úrval. Sportvöruhús Reykjavíkur Reykjavík Jón Jónsson smiður pessi merkismaður andaðist að Hlemmiskeiði á Skeiðum þann 14. júlí síðastliðið sumar; en ómaklega hefir dregizt að minnast hans með nokkrum orðum. Jón sál. var fædd- ur 20. apríl 1857 að Lágafelli í Austur-Landeyjum. Foreldrar hans voru Jón Árnason frá Galtalæk í Landsveit og Margrét Jónsdóttir frá Næfurholti á Rangárvöllum. Á öðru óri var Jón fluttur til fósturs með móðurforeldrum sínúm: Unu Hall- dórsdóttur frá Leirubakka í Land- sveit og Jóni Jónssyni frá Selsundi á Rangárvöllum, sem >á bjuggu góðu búi að Næfurholti. Voru þau Næfurholtshjón góðir og mætir menn. Hlaut Jón þar gott uppeldi, vandist á vinnusemi, guðrækni og góða siðu. En hóklegt nám var eigi veitt nema í kristnum fræðum og til þess vandað sem bezt. En kvöldvökurnar höfðu óbeinlínis menntandi áhrif á eldri og yngri, því að „við ljóðasöng og sögurnar söfnuðust föngin un- aðar“. Jón sálugi lýsir æskuheimili sínu í Næfurholti á þessa leið: „Fólkið í Næfurholti var gott og guðrækið. Átti bærinn kirkjusókn að Stóra- Klofa; var þar messað 3. hvern helgan dag, og fóru þá allir, sem gátu, allan tima ársins, ef fært var veðurs vegna. þegar lagt var af stað til kirkjunnar tóku karlmennirnir ofan höfuðfötin og lásu ferðabæn- ina; var það ávalt gert hvert sem farið var af heimilinu. Húslestrar voru lesnir alla helgi- daga í Vídalínspostillu, og Grallar- inn sunginn; auk þess voru sungnir Passíusálmar og Upprisusálmar og lesnar Gerhardshugvekjur og Sjö- orðabók Vídalíns. Mikið bókasafn var til hjá fóstur- íoreldrum mínum, og það margar bækur sem dýi’mætar þættu á heim- ilum nú á tímum; nxun Guðbrands biblía hafa verið einna merkust þeirra. Á búskaparárum fósturforeldra minna, kom eldur upp í Heklu 5. sept. 1845; var þá amma mín ein heima með ung börn, en afi minn var við heyvinnu niðri í Réttanesi, og var rúmrar tveggja tima ferð á milli og Rangá ytri. Byrjaði eld- gosið með jarðskjálfta, þrumum og eldingum og svarta myrkri. Stór flóð komu í Rangá, og varð hún svo heit, að silungar lágu dauðir víða við ána, þegar ílóðinu linnti. Afi minn brauzt yfir ána og komst heim frá Réttanesi og flutti fólkið að Kaldhak; má geta nærri hvemig ömmu mirrni hefir liðið meðan hún var ein heima með böm- in, þar eð bærinn stóð við rætur Heklu og búast mátti við því, að glóandi hraunið rynni yfir bæinn á hverri stundu, enda varð það svo, að eldhraunið tók nokkuð af túninu og vatnsbólið þar með. Vorið eftir fluttu fósturforeldrar mínir frá Næf- urholti að pórunnarhálsi, sem fyr var hjáleiga frá Næfurholti, en nú heitir siðan Næfurholt". pegar Jón var 13 ára, þá bmgðu fósturforeldrar hans búi og fór hann þá að Steinkrossi (er jörð sú nú í eyði) og var fermdur þaðan næsta vor af merkisprestinum sr. ísleifi Gíslasyni, er síðar var í Arnarbæli í Ölfusi. 16 ára gamall fór Jón að Látalœti (sem nú heitir Múli) til hjónanna Brynjólfs smiðs Brynjólfssonar og Guðnýjar Höskuldsdóttur. Taldi Jón sálugi heimili þetta hafa verið sér sinn bezta skóla; þar lærði hann smíðar og naut þar einnig góðra bóka, las þar t. d. fyrst íslendinga- sögur. Frá Látalæti fór Jón árið 1876 að Hellum, næsta bæ, til Guðlaugs þórðarsonar bónda þar; dvaldi hann þar í 6 ár og trúlofaðist Vilborgu dóttur Guðlaugs; átti Jón og þá nokkuð af skepnum og ætlaði sér þú að hyrja á sjálfstæðu lífi innan skamms, en þá kom „fellirinn mikli" um sumaimálin 1882 og missti Jón þá aleigu sína að kalla má. Fóru þau hjónin þá að Torfa- stöðum í Biskupstungum sem vinnu- hjú, en fluttust brátt þaðan og byi'j- uðu búskap í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Sagði Jón sjálf- ur, að þau hjónin hefðu upp frá því verið á ýmsum stöðum, alltaf fátæk, en þó hefði góð sambúð þeirra hjónanna og ástrík böm sín verið sér meira virði en allt annað. Síðast flutti Jón að Hlemmiskeiði á Skeiðum, tók þá jörð hálfa til á- búðar og leið þar vel með aðstoð ástvina sinna. Dvaldi hann nú síð- ast og dó hjá tengdasyni sínum, þorgeiri þorsteinssyni, er tók við jörðinni af honum og er einn af myndarbændum Skeiðahrepps. Jón sálugi var gáfaður maður, laus við allan rembing og stærilæti; liann var þroskaðri en svo, að beita þyrfti sérstöku lagi við hann, eins og suma menn, til þess að forðast rekistefnur og misskilning. Hann var bezti verkmaður og sóttust allir eftir vinnu hans, því að hann var smiður góður, en nægjusamur og kröfuvægur fyrir sjálfan sig. Á Skeiðunum starfaði hann að ýmsum framfaramálum, en merkast var stofnun Sparisjóðs Skeiðahrepps. Veitti Jón honum forstöðu til dauða- dags. í þjóðmálum var Jón sál. ein- dreginn framsóknar- og íramfara- maður og hafði alitaf vakohdi á- huga á öllum nýjum áhugamálum á því sviði. Jón sál. var hæglátur og hugs- andi maður, alla æfi áhugasamur fyi'ir trúmálum, því að hann var 'Aðsýnn og trúrækinn, sótti vel kirkju; hann var mörg síðustu árin safnaðarfulitrúi Ólafsvallasóknar. — Hann var jarðsunginn að Ólafsvöll- um þann 25. júlí síðastliðið' sumar. Fjölmenntu sveitungar hans við jarðarförina og heiðruðu þannig minningu þessa merkismanns. Jörð Ymsir hafa þegar ritað um hið nýja og að mörgu ieyti sérstæða tímarit síra Bjöms O. Bjömsson, er hann nefnir „Jörð“, einkum í Ak- ureyrarblöðin. Má þar án efa íremst- an telja hinn landskunna lækni og rithöfund, Steingrim Matthíasson, er skrifað hefir um ritið af skilningi miklum og þekkingu á ritinu sjálfu og ritstjóra þess, sbr. ritgjörð í Degi, 8. tbl. þ. á. Síra Bjöm hefir kynnst islenzku þjóðlífi, bæði í sveitum og bæjum, allt frá barnæsku; sveitalífinu þó einkum síðan hann gerðist prestur og tók að þjóna all víðlendu og örð- ugu prestakalli í afskektu héraði. þar mun hann hafa átt þess kost að læra, að sá mun þess bezt um- kominn að njóta þess blíða og þola það striða í íslenzku veðui'fari og náttúru, sem mótast hefir og þrosk- ást af „samlífi" við náttúru lands síns. Síra Bjöm hefir á vissum sviðum, auk hins kl.erklega náms, notið meiri og fyllri menntunar, heldur en al- mennt tíðkast um menn í hans stöðu. þess vegna getur hann boð- ið löndum sínum fróðleik eins. og greinina „Indland og Indverjar" (Jörð, I., 2—3.), ýmsar leiðbeiningar í líkamsrækt, liollustuháttum, mat- lifi o. fl. Síra Björn er guðfræðingur, sem hefir verið svo hamingjusamur, að sleppa út úr þeim skóla ófjötraður af erfikenningum og andlegri ein- angrun. þess vegna er hann þess umkominn, að boða þjóð sinni lif- andi kristindóm og gera þann boð- skap að meginkjama og máttarstoð Voss Folkehegskule byrjar 7. október og stendur yf- ir í 6 mánuði. Fjárstyrkur til þeirra, sem þurfa. Skrifið eftir upplýsingum og sendið umsóknir til 0ystein Eskeland, Voss. \ Reykjavík. Sími 249 (3 línur). Símnefni: Sláturfélag. Áskurður (á brauð) ávalt fyrir- liggjandi: Hangibjúgu (Spegep.) nr. 1, gild Do. — 2, — Do. — 2, mjó Sauða-Hangibjúgu, gild, Do. mjó, Soðnar Svína-rullupylsur, Do. Kálfa-rull upylsur, Do. Sauða-rullupylsur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malacoffpylsur, Do. Mortadel pylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelatpylsur. Vörur þessar em allar búnar til á eigin vinnustofu, og stand- ast — að dómi neytenda — sam- anburð við samskonar erlendar. Verðskrár sendar, og pantanir afgreiddar um allt land. þeirrar viðleitni, að leiða lesendur sína til víðtækari þekkingar og skiln- ings hinna einstöku lífsþátta og fyllra samræmis við allífið. — þess vegna hefir hann og orðið svo láns- samur að fá leyfi til þess að flytja í riti sínu vandaða þýðingu á bók- inni „Kristur á vegum Indlands". Síra Björn hefir fólgið í menntun sinni mikinn forða hókmenntalegr- ar og listrænnar þekkingar og víð- sýni, samfara gjörhygli á rás við- buröanna. þess vegna er hann þess um kominn að gerast einn af boð- berum hins nýja tíma, án þess að fylgja fordæmi ýmsra hinna nýrri rithöfunda vorra í því, að skrifa sem óður væri, eða flytja mál sitt með bæxlagangi og orðkyngi. þess vegna hefir hann og frjáls- lyndi og bjartsýni til þess að finna andleg verðmæti og fjársjóði listar jafnvel í því, sem gamalhvggnir smælingjar, fjötraðir af vana og erfðasynd hleypidómanna, mundu telja vanheilagt. Af greinum eftir einstaka menn, auk ritstjóra, skal hér aðeins nefna hina einkar skilmerkilegu grein Snorra læknis Halldórssonar: Björg- un úr dauðadái. — Slíkar greinir væri vel að „Jöi'ð" mætti auðnast sem flestar írá liinum góðkunna lækni. Sunxdenzkur bóndi. -----O---- ISnsýningin, sem Iðnaðarmannafé- lagið í Reykjavík gengst fyrir verð- ur opnuð í Miðbæjar-barnaskólanum 17. þ. m. þátttaka er mjög mikil, svo að allt. húsrúm skólans er þeg- ar upppantað og auk þess verður allmikið af varningi i porti skólans. Verður þetta stærsta iðnsýning, sem haldiii hefir verið hér á landi, og mundi hún þó enn stærri, ef hús- næði leyfði og hagstæðari tímar væru hjá iðnaðarmönnum en nú er. — Sýningarmununum á að vera bú- ið að koma fyrir þann 15. þ. m. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Mímisveg 8. Sími 1245. Prentsm. Acta. Heyyinnuyélar Þeir sem ætla að fá sér sláttuvélar eða rakstrarvélar á þessu sumri ættu ekki að draga að tryggja sér hinar margreyndu og viðurkenndu Herkúles Deering-vélar ATH. Vélarnar verða ekki fluttar inn nema samkvæmt ákveðnum pöntunum. Samband ísl- samvinnufélaga. Hestamannafél. Fákur Kappreiðar Sunnud. 3. júlí verða kappreiðar háðar á Skeiðvellin- um við Elliðaár. Verðlaun og fyrirkomulag svo sem að und- anförnu. Lokaæfing og innritun kappreiðahesta fer fram á Skeið- vellinum kl. 7 síðd. fimtud. 30. júní. Þátttaka tilkynnist Dan. Daníelssyni í Stjórnarráðinu (Sími 306). Stjórnin. Símnefni Pósthólf Incurance BRUNATRYGGINGAR «• (hús, innbú, vörur o.fl.). Sími 264 « SJÓVATRYGGINGAR ^ (skip, vörur, annar flutningur o.fl.). Sími 642 Framkvæmdastjóri: Sími 309 Snúið yður til Sjóvátryggingafjelaés Islands h.f. Eimskipafjelagshúsinu, Reykjavík «4- IKa.u.pféla.gsstj órar I Munið eftír því að haldbest og smjörilí ast er „Smára“ - smjörlikl Sendið því pantanir yðar til: H.i. Smjörlikisgerðin, Reykjavík. W. Allt með íslenskum skipum! 3 Prentsm. ACTA er flutt á Laugaveg 1 (bverzLðví8i.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.