Tíminn - 04.06.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.06.1932, Blaðsíða 1
©faíbfert og afgrctðsluma&ur Cimaní er Hannucig J>orsteins&óttir, Sœfjargötu 6 a. 2?eyfjamf. iS.fgreibsía 2T i nt a n s er í Ccef jargötu 6 a. (Dpin öa^Iega fl. 9—6 Simi 2353 XVI. árg. Reykjavík, 4. júní 1932, 24. blað. ÚtsTörin í Reykjavík Eftir Eystein Jónsson skattstjóra Birting útsvarsstigans. Einn nefndarmanna úr niður- j öf nunarnef nd Rvíkur, Gunnar Viðar, hefir birt í Mbl. þ. 29. f. m. grundvallarreglur nefndarinn- ar við álagningu útsvara í ár. Allt fram á árið 1931 hafði það aldrei komið til orða innan nefndarinnar svo ég vissi til, að reglur þessar yrðu birtar. Árið 1931 fór Morgunblaðið fram á, að reglurnar yrðu birtar, en meirahluta nefndarinnar sýndist eigi ástæða til, að svo yrði gert þá fremur en endranær. Ástæður þær, er Mbl. færði fram því til stuðnings, að regl- urnar væri rétt að birta, voru að mestu þær sömu og G. V. færir fram í grein sinni í Mbl., að með því sé myndaður grund- völlur undir opinberar umræður 'Um útsvarsálagningu, er orðið geti nefndarmönnum til leiðbein- ingar, og að það hafi heppileg áhrif á nefndannenn í réttlætis- átt, þannig, að eitt verði látið yfir alla ganga. — Hvort- tveggja er þetta rétt, og má færa ýms fleiri rök fyrir því, að rétt sé að birta reglurnar og einnig ýms á móti. En þar sem þær hafa nú verið birtar, skal eigi rúmi eytt hér undir slík rök. Hinsvegar get ég ekki annað en bent á það, að einkennilegt virðist, að Sjálfstæðismönnum í nefndinni skuli eigi fyr en nú hafa hugkvæmst að birta reglur hennar fyrir niðurjöfnun. Annar núverandi nefndarmaður, Sigur- björn Þorkelsson kaupm., mun hafa átt sæti í nefndinni tölu- vert á annan tug ára og G. V. árin 1929, 1930 og svo nú í ár. Allt þangað til 1931 höfðu þessir menn og flokksbræður þeirra meirahlutavald í nefndinni. Virð- ist óneitanlega einkennilegt, að þeir skyldu eigi þá birta regl- urnar og verða þar með aðnjót- andi aðhalds um réttlæti og heyra álit manna um aðferðir þeirra og fá tillögur um það frá almenningi, hversu haga skyldi niðurjöfnuninni. Nú virðast þess- ir sömu menn álíta mjög áríð- andi, að almenningur fái aðstöðu til þess að láta nefndina heyra skoðanir sínar. Virðist óneitan- lega, að þeim hefði átt að vera það enn meira áhugamál á með- an þeir sjálfir áttu og gátu ráð- ið álagningunni. Nú vill svo vel til að það kem- ur skýrt fram í grein G. V., hver aðalástæðan er fyrir því, að hann birtir reglurnar og sézt þá, að ætlunin með því er ekki sú, að fá tillögur almennings um málið eins og fyrst er látið í veðri vaka. Samkvæmt eigin frá- sögn G. V. í greininni, birtir hann reglurnar vegna þess, að tillögum hans og S. Þ. um að hækka ekki eignaútsvör í ár og annari tillögu hans, er miðaði að því að hlífa stóreignum við útsvari, var vísað á bug af meirahluta nefndarinnar. Með grein sinni hyggst G. V. því að skapa almennan mótþróa gegn því, að leiðrétting fari fram á hinu geysilega ranglæti, sem framið hefir verið á efnaminni stéttum þessa bæjar, með því að taka svo að segja ekkert tillit til eigna við útsvarsálagningu. Fyrst G. V. hefir nú riðið á vaðið með því að skýra frá starfsaðferðum og reglum niður- jöfnunarnefndar 1932, álít ég rétt að gefa almenningi í sem stytztu máli yfirlit um starfsað- ferðir og starfsreglur nefndar- innar síðustu ár. Vænti ég, að sem flestir vildu kynna sér þær skýringar, sem unnt er að gefa í því efni. Niðurjöfnunin 1923—28. Öll þessi ár voru íhaldsmenn (þ. e. núv. sjálfstæðismenn) í yfirgnæfandi meirahluta í nefnd- inni. Formaður var Einar Arn- órsson skattstjóri og með hon- um unnu 3 íhaldsmenn aðrir og 1 jafnaðarmaður (Magnús V. Jóhannesson). Ég hefi athugað gjörðabók nefndarinnar fyrir þessi ár, í því skyni, að kynna mér grundvall- arreglur hennar þá. En athugun mín hefir orðið árangurslaus. Ekki er einn einasti stafur um það bókaður öll þessi ár, hvaða reglum hafi verið fýlgt. Ég hefi einnig spurt mig fyrir um það, livort reglurnar hafi verið birt- ar opinberlega, en orðið þess vís- ari, að svo hefir heldur ekki ver- ið. í fundargjörðum nefndarinn- ar er þess getið sum árin, að einstökum nefndarmönnum hafi verið falið að undirbúa grund- vallarreglur, en síðan er þeirra aldrei minnst. Um reglur nefnd- arinnar er því allt vandlega hul- ið. G. V. segir þó í grein sinni nú í Mbl., að fyr en 1929 hafi enginn útsvarsstigi verið til á eignir, en getur þess þó jafn- frarnt, að eitthvert tillit hafi verið tekið til þeirra. En það sézt greinilega á eignaútsvars- stiga þeim, er samþykktur fékkst árið 1929 (hans verður síðar nánar minnst) fyrir harða aðgöngu Helga Briem og Sigurð- ar Jónassonar, að fyrir þann tíma, meðan íhaldsmenn réðu mótstöðulaust, hefir sama og ekkert tillit verið tekið til eigna Við álagningu útsvara, enda þótt eignir séu lögboðinn gjaldstofn fyrir útsvörum ásamt tekjum. Er nú einnig fenginn stjórnar- ráðsúrskurður fyrir því, að taka skuli til greina að verulegu leyti eignir manna við álagningu út- svara. Það liggur því ljóst fyrir, að á meðan íhaldsmenn réðu niðurjöfnun útsvaranna, hafa fá- tækum mönnum verið lagðar á herðar byrðar, er þeir áttu að bera, sem efnaðri voru, sam- kvæmt lögum og landsvenjum. Ilvaða réttlæti er í því að láta t. d. mann sem hefir 5 þús. kr. tekjur og er eignalaus, bera svo að segja sama útsvar og þann sem hefir sömu tekjur en á 50 þús. krónur skuldlausar? Niðurjöfnunin 1929 og 1930. Árið 1929 urðu skattstjóra- ski$ti í Rvík. Þá tók Helgi Briem við starfi skattstjóra og for- mennsku njn.*). Sigurður Jónas- son tók þá og sæti í nefndinni. Ég hygg, að þetta ár verði flest- um reykvískum útsvarsgreiðend- um minnisstætt. Jafna skyldi nið- ur svipaðri uppliæð og árið áð- ur, þó heldur hærri. Bjuggust menn við svipuðum útsvörum og árið áður. En útkoman varð önnur. Allir tekjulægri menn og efnaminni fengu stórkostlega út- svarslækkun og útsvör þeirra tekjuhærri og efnaðri hækkuðu stórlega. Hver var ástæðan? I- haldsmenn voru þó enn í meira- hluta í njn. Mun ég nú gera grein fyrir ástæðunum. Lágtekj umenn höf ðu fengið ötula talsmenn í njn., sem fengu áorkað lækkun útsvara þeirra og samþykktan og bókaðan útsvars- stiga þeim stórum í hag frá því, sem áður var. Fyrir atbeina H. B. og S. J. fékkst samþykkt að leggja á eignir nokkuð, þótt í smáum stíl væri. Samkvæmt á- ætlun G. V. gaf eignaútsvars- stigi sá, er þá var samþykktur, um 100 þús. kr. alls í útsvörum eða um 6% af útsvarsupphæð- inni allri það ár. Birtí ég hér með tekju- og eignarútsvarsstig- ana, er samþ. voru 1929. H. B. og S. J. voru á móti útsvarsstig- unum eins og þeir voru samþykt- ir, þótt þeir hins vegar teldu þar um leiðrétingu að ræða (en ekki nógu mikla). Enda þótt íhaldsm. í nefndinni yrðu vegna andstöð- unnar frá hálfu H. B. og S. J., að slá nokkuð af fyrri hlut- drægni sinni og ásælni í vasa þeirra efnaminni, bera útsvars- reglur þessar þó fullkomlega með Eignastiginn 1929. Eign. Útsvar. 10 þús. 7,5 kr. 15 — 15 — 20 — 25 — 25 — 37,5 — 30 — 50 — 35 — 65 — 40 — 80 — 45 — 95 — 50 — 110 — 55 — 130 — 60 — 150 — 65 — 170 — 70 — 190 — 75 — 210 — 80 - 230 - 85 — 250 — 90 — 270 — 95 — 290 — 100 — 310 — 110 — 360 — 120 — 410 — 130 - 460 — 140 — 510 — 150 — 560 — 160 — 610 — 170 — 660 — 180 — 710 — r 190 — 760 — 200 — 810 — 225 - 960 — 250 - 1110 — 275 — 1260 — 300 — 1410 — 350 — 1710 — 400 - 2010 — 450 — 2310 — 500 — 2610 — 600 — 3310 — 700 — 4010 — 800 — 4710 — 900 — 5410 - 1000 — 6110 — það, sem er yfir miljón 8°/( *) njn. = niðurjöfnunarnefnd. Tekjustiginn 1929: Útsvör á tekjur: U Ö-o G u G u G u G U G E E E G h E &>:b 0 co tS ro :0 :0 :o 10 :0 :0 :0 :0 r-í <D .O £ rO rO .c rO rO •O 1—' <N co Tt< 10 co c— <» 05 O T—< 4J Jz; a S s s Ú s s s s s s G G c G G G G G G Kr. 1800 2100 2400 2700 3000 3300 3600 4000 4500 •r-< •O -o •0 •O •O •O •O ■O •O *© O 10 15 20 30 40 50 70 90 110 w 10 15 20 30 40 50 70 90 w 10 15 20 30 40 50- 70 w 10 15 20 30 40 50 m 10 15 20 30 40 w 10 15 20 30 M* 10 15 20 M 10 15 w 10 w w 5000 140 110 90 70 50 40 30 20 15 10 5500 170 140 110 90 70 50 40 30 20 15 10 6000 210 170 140 110 90 70 50 40 30 20 15 6500 250 210 170 140 110 90 70 50 40 30 20 7000 300 250 210 170 140 110 90 70 50 '40 30 7500 350 ?00 250 210 170 140 110 90 70 50 40 8000 400 350 300 250 210 170 140 110 90 70 50 8500 450 400 350 300 250 210 170 140 110 90 70 9000 500 450 400 350 300 250 210 170 140 110 90 9500 560 500 450 400 350 300 250 210 170 140 110 10000 650 560 500 450 400 350 300 250 210 170 140 11000 750 650 560 500 450 400 350 300 250 210 170 12000 900 750 650 560 500 450 400 350 300 250 210 13000 1050 900 750 650 560 500 450 400 350 300 250 14000 1200 1050 900 750 650 560 500 450 400 350 300 15000 1350 1200 1050 900 750 650 560 500 450 400 350 16000 1500 1350 1200 1050 900 750 650 560 500 450 400 17000 1700 1500 1350 1200 1050 900 750 650 560 500 450 18000 1900 1700 1500 1350 1200 1050 900 750 650 560 500 19000 2100 1900 1700 1500 1350 1200 1050 900 750 650 560 20000 2350 2100 191)0 1700 1500 1350 1200 1050 900 750 650 21000 2600 2350 2100 1900 1700 1500 1350 1200 1050 900 750 22000 2850 2600 2350 2100 1900 1700 1500 1350 1200 1050 900 23000 3100 2850 2600 2350 2100 1900 1700 1500 1350 1200 1050 24000 3400 3100 2850 2600 2350 2100 1900 1700 1500 1350 1200 25000 3700 3400 3100 2850 2600 2350 2100 1900 1700 1500 1350 26000 4050 3700 3400 3100 2850 2600 2350 2100 1900 1700 1500 27000 4400 4050 3700 3400 3100 2850 2600 2350 2100 1900 1700 Lengra nær hinn bókaði stigi ekki, en „praksis“ var að leggja 40% á tekjur yfir 27 þús. sér óréttlætið, sem ríkti í álagn- ingunni. Maður með 5 þús. kr. nettó-tekjur átti að bera 140 kr. í útsvar, en annar með sömu tekjur og 30 þús. króna skuld- lausa eign, átti að bera 190 kr. eða aðeins 50 kr. hærra. Þó er ef til vill enn frekar á- stæða til þess að benda á órétt- læti það, sem átti sér stað við- víkjandi frádrætti vegna ómaga. Eins og útsvarsstiginn ber með sér, er 500 kr. frádráttur á tekj- um fyrir hvern ómaga hjá lág- tekjumönnum og upp að 10 þús. kr. tekjum, en eftir það er 1000 kr. frádráttur fyrir hvern ó- maga. Þeir, sem hæstar höfðir tekjumar, fengu því mestan frá- dráttinn vegna ómegðarinnar. Iljá hátekjumönnum fór svo, að frádráttur í sjálfu útsvarinu varð 400 kr. fyrir hvert barn (40% af 1000 kr.), en hjá þeim, sem lægstar höfðu tekjurnar var frá- drátturinn í útsvarinu fyrir barnið 5 kr. Er þetta þveröfug't við tilhögun hjá öðrum þjóðum, sem eitthvað eru á veg komnar í réttiætisátt í skattamálum, þar sem frádráttur vegna ómegðar er hafður minni eftir því, sem tekjurnar eru hærri, og í sumum tilfellum látinn falla niður hjá h átek j umönnum. Enda þótt breytingar þær á grundvellinum fyrir álagningu útsvaranna, sem að framan er minnst, hefðu miklar leiðrétting- ai' í för með sér, frá því, sem áð- ur var, þá er þó ein höfuðástæð- an ótalin fyrir því, að sú lag- færing, sem varð í þessu efni 1929 komst á. Með hinum nýja skattstjóra kom ný framkvæmd á skattalögunum. Ríkt var geng- ið eftir réttum framtölum. Að- eins til dæmis um það, hver á- hrif þessi breyting hafði á grundvöllinn fyrir útsvarsálagn- ingunni skal ég geta þess, að eigi var fátítt fyrir árið 1929, að þeim sem bjuggu í eigin stór- hýsum var látið haldast uppi, að meta leigu sína yfir árið sem svaraði 1000 kr. eða svo, enda þótt kostnaður við húsin (þ. e. vaxtagreiðsla,. fyrning, opinber gjöld o. þvíl.) næmi 6—9 þús. krónum og kom þannig til frá- dráttar öðrum tekjum þeirra 5— 8 þús. kr., vegna þess, að þeir höfðu efni á að búa í slíkum húsakynnum. Þurfti góðar at- vinnutekjur til þess að standast slík töp. Þegar nú leiga þessara manna var metin af skattstjóra í samræmi við það, sem leiga var í bænum yfirleitt, hækkuðu út- svarsskyldar tekjur þeirra a. m. k. því, sem áðurtöldu tapi nam. (Geta menn hæglega séð hver áhrif þetta hafði á útsvar þess- ara manna, þar sem af tekjuvið- bót þessari bar oft að greiða 20—40%. Gát því munað í út- svari vegna leiðréttingar á þess- um lið 2—3000 krónum.) Ennfremur voru gerðar rnarg- víslegar tilraunir til leiðrétting- ar íramtölum, svo sem að krefj- ast þess að menn gæfu upp hverjum þeir skulduðu o. fl. o. fi. Þegar eftir var gengið reynd- ist fjöldamargt rangt sem í skýrslunum stóð. Árangurinn af starfi skattstjóra kom fram í því, að skattskyldar eignir Reyk- víkinga reyndust ríflega 13 milj. hærra í árslok 1928 en árið áður Eitthvað af þessari aukningu hefir auðvitað safnast fyrir af tekjum ársins 1928, sem var gott ár, en samkvæmt reynslu er var- lega til tekið að áætla 10 milj. af þessari aukningu framkomna vegna leiðréttra framtala. Mun- aði eigi lítið um þær eignir og tekjur af þeim við útsvarsálagn- inguiia.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.