Tíminn - 04.06.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.06.1932, Blaðsíða 2
92 TlMINN T. W. Bnch (liitasmiðta Bnchs) Tietgensgade 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR. Demantssorti, hrafnsvart, kastorsorti, Parisarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. Mælum með Nuralin-lit, á ull og baðmuil og silki. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“og „Evolin“ aggjaduft, áfengis- lausir ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvert- an, „ökonom“ skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil", „Henko“-blæsódixm, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvinduolía o. fl. Brúnspónn. LITVÖRUR: Anilinlittr, Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögn. Þomar vel. Ágæt tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Bezta tegund, hreint kaffibragð og ilmur. Fæst alstaðar á íslandi. HAVNEM0LLEN KAUPMANNAHOFN maplir með sínu alviðurkennda RÚGMJÖLI og HVEITI. Meirí vörugœði ófáanleg S.X.S. slciftir ©ixAg-öxxg-LA viö oicksxxx Seljum og mörgum öðrum íslenzkum verzlunum. Árið 1930 voru , íhaldsmenn enn í meirahluta í njn. og var þá jafnað niður eftir sömu regl- um og árið 1929. Útsvör 1930 voru þó nokkru hærri en 1929 vegna þess að 1929 fékkst svo há upphæð við fyrstu umferð niðurjöfnunar, að hægt var að lækka útsvörin nokkuð frá því, sem ákveðið var í upphafi sam- kvæmt reglum þeim, er hér hafa verið birtar. Niðurjöfnunin 1931. Árið 1931 höfðu íhaldsmenn ekki lengur meirahlutaaðstöðu í njn. Undirritaður var þá tekinn við skattstjórastarfinu af H. B. og Ingimar Jónsson skólastjóri hafði komið í nefndina, sem full- trúi Alþfl. I nefndinni voru því 2 sjálfstæðismenn (áður íhalds- menn), 2 jafnaðarmenn og undir- ritaður. Það leiðir því af sjálfu sér, að ég hlýt að hafa haft mikil áhrif á grundvallarstefnu nefnd- arinnar þetta ár, þar sem ég hafði úrslitaatkvæði milli tveggja andstöðuflokka. Mun ég nú gera grein fyrir niðurjöfnuninni þetta ár. Jafna bar niður hærri upphæð en nokkru sinni fyr. Upphæðm, sem jafnað var niður, var um 43% hærri en 1928 (síðasta ein- valdsár íhaldsflokksins í nefnd- inni) eða um 37 % hærri en 1929. Hér við bættist, að árið sem við var miðað, 1930, var ekki hagstætt útgerð og ýmsum öðr- um mikilsverðum rekstri, þótt gott væri fyrir almenning. Enda þótt útsvörin í heild hækkuðu svo mjög, var niðurjöfnuninni komið svo fyrir, að jafnað var niður á lágtekjumenn eftir því nær sömu reglurri og 1929. Var hægt að koma þessu í kring með því að hækka útsvör þau, er miðuð voru við eignir manna. Birti ég hér með eignaútsvarsstiga þann, er notaður var það ár. Lætur nærri að miða við eignir þær, er reyndust vera til í árslok 1930 og við var miðað 1931, hafi út- svarsstigi þessi gefið um 420 þús. kr. eða svörunum. liðlega 18 % af Eignastiginn 1931. Eign. Útsvar 5 þús. 10 kr. 7,5 - 15 — 10 — 25 — 15 — 37,5 — 20 — 50 — 25 — 75 — 30 — 100 — 35 — 125 — 40 — 150 — 45 — 175 — 50 — 200 — 55 — 250 — 60 — 300 — 65 — 350 — 70 — 400 — 75 — 450 — 80 — 500 — 85 550 — 90 — 600 — 95 — 650 — 100 — * 700 — 110 — 850 — 120 — 1000 — 130 — 1150 — 140 — . 1300 — 150 — 1450 — 160 — 1600 — 170 — 1750 — 180 — 1900 — 190 — 2050 — 200 — 2200 — 225 — 2700 — 25G — 3200 — 275 — 3700 300 — 4200 — 350 — 5200 — 400 — 6200 — 450 — 7200 — 500 — 8200 — 600 — 10200 — 700 — 12200 — 800 — 14200 — 900 — 16200 — 1000 — 18200 — á það, sem er yfir miljón 2%. Þetta ár var notaður því nær sami tekjuútsvarsstigi fyrir ein- lileypa og fjölskyldumenn með meðaltekjur og undir, en sú stór- fellda breyting var gerð, að fjöl- skyldufrádráttur var leiðréttur þannig, að hátekjumenn gátu aldrei fengið meira en 50 kr. frá- drátt í útsvari fyrir hvert bam í stað allt að 400 kr. áður.. Var þetta gert með því að veita jafn háan frádrátt frá útsvarinu fyrir hvern ómaga hjá þeim. sem höfðu yfir 8 þús. í nettótekjur og gert var við 8 þús. Álít ég óþarft að birta stigann fyrir það ár þar sem þessi var svo að segja eina breytingin á stiganum frá 1929, sem birtur er hér með. Afstaða sjálfstæðismanna í nefndinni þetta ár var töluvert einkennileg. Þeir gerðu vart til- raun til þess að verja sínar gömlu aðferðir um persónufrá- dráttinn, sem að framan er lýst, og greiddu atkvæði með því að breyta reglunum um það efni í þá átt, er gert var, enda þótt þeir vildu ekki ganga eins langt og aðrir nefndarmenn. Meðan þeir höfðu yfirhöndina, var ekki nærri því komandi að þetta ó- hæfilega ranglæti yrði leiðrétt. Annar nefndannaður þeirra, Ein- ar Arnórsson, greiddi og atkvæði með því að ca. fjórfalda eignaút- svörin þetta ár, frá því sem áð- ur var. Að vísu gerði hann það með þeim fyrirvara, að ástæðan væri íllt árferði og að íllt mundi að ná útsvörunum með öðru hent ugra móti. Það var einna líkast því, sem íulltrúar sjálfstæðis- manna fengju sig vart til þess að streitast mjög á móti leið- réttingum í réttlætisátt, enda þótt þær hlytu vegna undanfar- innar hlutdrægni þeirra að ganga út yfir þeirra umbjóðendur, þar sem þær yrðu hvort sem er fram kvæmdar á annara ábyrgð, og auðvelt að „kenna öðrum um“ ef um væri kvartað frá hálfu um- bjóðendanna. Niðurstaðan af niðurjöínuninni 1931 er að mínu áliti stærsta sporið, sem stigið hefir varið til leiðréttingar því órettlæti, sem lágtekjumenn og efnalausir höfðu átt við að búa í þessu efni. Það ár er jafnað niður um 37% hærri upphæð en 1929, án þess að útsvör lágtekju- og meðaltekju manna séu teljandi hækkuð. Öll hækkunin kemur á þá, sem bet- ur mega. Ef borið er saman við síðasta einveldisár íhaldsmanna 1928, verður útkoman stórlega eftirtektarverð. Útsvörin 1931 um 43% hærri en 1929, en útsvör lágtekju- og meðaltekjumanna miklu lægri. Árið 1931 var gengið eftir því af Skattstofunni harðar en áður að bankainnstæður væru taldar fram og upplýsingar fengnar frá bönkunum í því skyni.Er varlega talið að nærfellt 4 miljónir eigna hafi það ár komið í framtöl, er áður höfðu undan fallið. Hjálp- aði það vel til þess að halda hinni auknu útsvarsbyrði í heild frá þeim, sem litlu höfðu úr að spila, eins og nánar hefir verið lýst hér að framan. Niðurjöfnunin í ár. I ár var niðurjöfnunarnefnd eins skipuð og 1931, en G. V. starfaði sem varamaður Einars Arnórssonar. Upphæð sú, er jafn- að var niður, var um 6%% lægri en í fyrra. Þrátt fyrir það var nefndinni þegar í stað ljóst, að gjaldstofnar þeir, sem við er mið- uð útsvarsgreiðsla manna, og þá einkum tekjur, höfðu rýrnað svo mjög árið 1931 (viðmiðunarárið) frá því sem áður var, að útsvör- in mundu verða hlutfallslega mikl um mun hærri en áður og það enda þótt bæzt hefðu við æði margir gjaldendur við samein- ingu Skildinganesþorps við Reyk- javík. Sjálfstæðismenn 1 nefnd- inni vildu hækka eingöngu tekju- útsvör og láta eignaútsvör standa óbreytt eins og þau voru í fyrra. Jafnaðarmenn vildu stórhækka eignaútsvör og hækka nokkuð út- svör á einhleypu fólki. Eftir að hafa athugað tillögur manna, tók ég þá ákvörðun að fylgja því fram í nefndinni, að hækkuð yrðu til muna tekjuút- svör allra einhleypra manna og fjölskyldumanna, sem höfðu yf- ir meðaltekjur (hækkunin byrjar á 7000 króna tekjum ef miðað er við 5 manna fjölskyldu, konu og 3 böm), ennfremur að útsvör þau, sem miðuð eru við eignir skyldu hækkuð og nemur sú hækkun um 31% á heildarupp- hæð frá því í fyrra. Var tillaga mín um tekjuútsvör samþykkt af öllum nefndarmönnum, en á móti tillögu minni um eignarútsvör greiddu atkvæði fulltrúar sjálf- stæðismanna. Ég get ekki stillt mig um að geta þess hér, að í sambandi við atkvæðagreiðsluna tók annar full- trúi sjálfstæðismanna. Sierurbjörn Þorkelsson, kaupm., það fram og óskaði bókað, að hann væri á móti því að leggja útsvar á eign- ir í venjulegu árferði, þar sem eignaútsvar geti orsakað fjár- flótta. Væri rétt að menn bæru þessa skoðun S. Þ. saman við ákvæði laga um niðurjöfnun út- svara (lög nr. 35 frá 1926). Eins og áður hefir verið skýrt, mun heldur eigi miklu muna að þessi skoðun S. Þ., um eignarútsvörin, hafi verið útfærð í verki njn. á meðan íhaldsmenn réðu einir öllu í nefndinni.. Ástæðyr fyrir þeirri stefnu, er ég tók upp í nefndinni nú í ár, og getið hefir verið, voru þessar helztar: Það var með öllu ljóst, að ekki varð hjá því komizt að hækka útsvör yfirleitt, og þá einn ig af tekjum. Tók ég þá þann kostinn, að beina aðalhækkun tekjuútsvarsins á tekjur ein- hleypra manna. Undanfarin 3 ár (síðan 1929), höfðu útsvör þeirra verið mjög lág samanborið við það, sem tíðkast annarsstaðar hér á landi og í nál. löndum. Eins og að framan er frá skýrt, voru eignaútsvörin 1931 liðlega 18% af öllum útsvörunum.Fannst mér eigi geta komið til mála, að miða ekki meira við eignir í því árferði sem nú er. Tekjuútsvörin hefðu með því móti hækkað stór- lega frá því sem nú er og í mörgum dæmum orðið alveg óinn- heimtanleg, þegar tillit er tekið til þess, að þau eru miðuð við tekjur manna árið 1931, en ýms- ir, sem þá höfðu töluverðar tekj- ur, hafa mjög litlar eða engar tekjur nú í ár. Hygg ég að næg vandræði hljótist af þessu þótt ekki væri á þau aukið með því að fylgja tillögum sjálfstæðis- manna um að láta alla útsvars- hækkunina koma niður á tekjum. Miðað við eignir í ársbyrjun 1931 (nýrri skýrslur ekki upp gerðar), ættu útsvör lögð á miðað við eign ir að nema um 560 þús. kr. (ea. 1% af öllum skattskyldum eign- im í Rvík) eða um 26% af allri útsvarsupphæðinni. Niðurstaðan af útsvarsálagn- ingunni í ár er því þessi: Enda þótt útsvörin séu um 33V3% 'hærri en 1928 (síðasta einvalds- ár íhaldsmanna í nefndinni) eru útsvör einhleypra manna eigna- lausra nokkuð lægri en þá, og útsvör f jölskyldumanna með meðaltekjur og þar undir miklu lægri en þá. Öll útsvarslækkunin og það sem af þessum mönnum hefir verið létt, hefir verið lagt þeim á herðar, er betur mega. Álít ég, að í þessu efni hafi ver- ið unnið mikið og réttlátt leið- réttingarstarf. Ég þykist þess alveg fullviss, að margir lág- tekjumenn muna enn eftir því, hvaða útsvar þeir höfðu 1928 og hver breyting varð á því 1929. Til þessara manna vil ég aðeins skjóta þessu: Hvaða útsvarhalda þeir, að þeir hefðu haft 1931 og 1932, ef á þá hefði verið lagt eftir sama hlutfalli við aðra gjaldendur og gert var 1928 (sbr. hækkun heildarútsvaranna 1931 og 1932)? Ef menn gera sér grein fyrir þessu, þá sést glöggt hvert stefndi í útsvarsmálum bæjarins á meðan þeir réðu, sem álitu eignir „teoretiskt óréttmætan gjaldstofn" og „í sjálfu sér ekki neitt sjálfstætt fyrirbæri“ (sbr. grein G. V.). Niðurlagsorð. Mér er þ'ið ljóst, að það er mikið vandamál að jafna niður útsvörum og að erfitt er að finna mælikvarða, sem fullnægir öllu réttlæti til hlítar. Nú hafa öll gögn verið lögð fram, sem fyrir finnast, til skýr- ingar niðurjöfnun útsvara hér í Rvík síðustu árin. Lít ég svo á, að á meðan því nær ekkert og jafnvel alls ekkert tillit var tek- ið til eigna manna við álagningu útsvara, hafi verið framið óverj- andi óréttlæti og vænti ég þess, að menn taki dæmi úr gögnum þeim, sem fyrir liggja um á- lagninguna fyr og nú og myndi sér skoðun eftir því. Legg ég ó- hræddur mínar gerðir undir dóm allra óhlutdrægra manna, s at- huguðum málavöxtum. FERÐAMENN sem koma til Rvíkur, fá her- tergi og rúm með lækkuðu verði á Hverfisgötu 82. SKRIFSTOFA FR AMSÓKN ARFLOKKSIN S er á Amtmannsstíg 4 (niðri). Sími 1121. Þegar ég lít yfir mælikvarða þá, er ég hefi lagt til, að not- aðir yrðu við niðurjöfnun út- svara, finn ég það glöggt, að ég er óánægðastur með það, hve útsvörin á lágtekjurnar eru há ennþá, þrátt fyrir allt það, sem gert hefir verið, og vænti ég, að ástæður leyfi lagfæringar á því atriði, er stundir líða. Vel má vera, að . töluverð blaðaskrif muni vei’ða um þetta mál. Mun ég lítt taka þátt í þeim þar sem ég nú þykist hafa gert grein fyrir afstöðu minni. En veita mun ég hverri skynsam- legri tillögu athygli, er fram kann að koma í þessu máli. Eysteinn Jónsson. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Mímisveg 8. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.