Tíminn - 11.06.1932, Qupperneq 1

Tíminn - 11.06.1932, Qupperneq 1
(ðjaíbferi og ofgrciðsluma&ur QT i m a n 9 er Kannueig þorsteinsöóttir, íccfjargötu 6 a. -KeYfjaoíf. jAfgtcibsía íímens er i £œfjargötu 6 a. (Dpin öaglega’ fl. 9—6 Sími 2353 XVL árg. Reykjavík, 11. júní 1932. 25. blað. Eftir stjórnarskiptin Það er ekki laust við, að fólkið úti um hinar dreifðu byggðir landsins hafi vaknað upp við skrítinn draum núna í þinglokin. Það þarf engan að undra, þótt almenningur eigi erfitt með að átta sig í því pólitíska lands- lagi, sem nú blasir við í fyrstu yfirsýn. Það hefir verið þokuloft yfir þingmálunum í vetur. Þjóðin hefir átt erfitt með að átta sig á því, hvað þar hafi í rauninni verið að gjörast. ,Sú pólitíska útsýn, sem blasir við nú eftir þinglokin, er óneit- anlega eftirtektarverð og nýstár- leg. 1 allan vetur hafa herbúðir íhaldsins dunið af digurmælum í garð Framsóknarflokksins út af kjördæmamálinu. fhaldið var bú- ið, í félagi við bandamenn sína, Socialista, að safna saman 20 þús. undirskriftum víðsvegar í kaupstöðum og kauptúnum, í því skyni, að hafa áhrif á þingið. f- haldsblöðin í Reykjavík, Mbl. (ísafold) og Vísir voru búin að endurtaka það svo að segja dag- lega í marga mánuði, að íhaldið myndi knýja málið fram á þessu þingi. Af „réttlætiskröfunni“ skyldi aldrei verða slegið, stóð í Mbl. Og ef Framsóknarmenn- irnir, fulltrúar bændastéttarinn- ar, sem lifir á Reýkjavík, eins og þessi sömu blöð sögðu í fyrra, vildu ekki láta undan, þá ætlaði Jón Þorláksson, sá mikli maður, að „taka til sinna ráða“. íhalds- flokkurinn ætlaði, ásamt banda- mönnum sínum, að nota neitun- arvaldið í fámennari deildinni í Alþingi til að koma á stjórnleysi í landinu, svo framarlega, sem Framsóknarmennirnir ekki létu kúgast og gengju undir það jarðarmen, að svíkja loforð sín við þá kjósendur, sem skapað höfðu þingmeirahlutann. En í þinglokin var viðhorfið skyndilega breytt. íhaldið hafði gengið undir jarðarmenið. Gífur- yrðin voi’u gleymd. Enginn mundi eftir hinum 20 þúsund stríðsmönnmn, og hinu mikla bókfelli, sem átti að hræða kjark úr bændavaldinu. Íhaldið sam- þykkti fjárlögin, tekjuskatta- frumvörpin og spamaðarfrum- varpið, þvert 'ofan í margendur- teknar yfirlýsingar í báðum deildum þingsins. Tveir íhalds- menn gengu meira að segja út úr efri deild við atkvæðagreiðslu um landsreikninginn og fjárauka- lögin 1930, til þess að þurfa ekki að standa við stóru orðin um „þjófnaðinn“ úr ríkissjóði eða liótanirnar um landsdóm. Það er vitanlega alveg augljóst mál, að svo framarlega, sem nokkur flokkur hefir brugðist lof- orðum á áberanda hátt, eða haft kjósendur sína að ginningarfífl- um, þá hefir íhaldsflokkurinn gjört það í kjördæmamálinu á síðasta þingi. Þó að Tíminn, út af fyrir sig, telji það mjög heppilegt, að málinu var frestað, er eigi að síður rík ástæða til að átelja þann loddaraskap, sem beitt hefir verið við þær mörgu þúsundir manna, sem trúðu því, að menn eins og Jón Þorláksson og Magnús Guðmundsson þyrsti eftir „réttlæti“. Tíminn hefir haldið því fram frá upphafi, sem nú er fram komið, að meðal ráða- manna íhaldsins væri ekki og liefði aldrei verið nein löngun til að breyta kjördæmaskipuninni, ef ekki hefðu komið til flokks- hagsmunir. Byltingin í f.vrra og sambandið við Socialista varð til af þeirri ástæðu að nokkrir stór- eigna- og hátekjumenn í íhalds- flokknum í Reykjavík uppgötv- uðu það, að með því að minnka Framsóknarflokkinn um þriðj- ung, myndu þeir geta sloppið við að láta hluta af gróða sínum fara í viðreisn sveitanna, og að þeg- ar búið væri að lama „bænda- valdið“, væri hægðarleikur að berja niður verkamannaflokkinn á eftir og launa honum þannig trúa liðsemd. En það eru fleiri kynjamyndir í hinum pólitíska þokubakka núna eftir þinglokin, sem a. m. k. í augum Framsóknarflokks- manna víðsvegar um land, koma miklu ókunnuglegar fyrir en þó að foringjar íhaldsins hviki frá yfirlýstri stefnu í einu máli, eða gleymi því, sem hin dygga kjósendahjörð þeirra í höfuð- staðnum hefir á sig lagt fyrir þeirra sakir. Jón Þorláksson og Magnús Guðmundsson vita, að hinir smærri liðsmenn íhaldsins í Rvík eru karlmenni í því að þola lítilsvirðingu af yfirboður- um sínum. Það, sem almenningur sjálf- sagt undrast mest, a. m. k. þeir, sem eitthvað hafa fylgst með í þjóðmálunum undanfarin ár, er sú staðreynd, að það skuli hafa tekizt að mynda ríkisstjórn, þar sem sæti eiga saman fulltrúar einmitt þeirra flokkanna tveggja, sem harðastri baráttunni hafa barizt sín á milli á hinum opin- bera vettvangi. Það verður líka sjálfsagt mörg- um, undrunarefni, að í stjórnina skuli af hálfu íhaldsflokksins, einmitt hafa valizt sá maðurinn, Magnús Guðmundsson, sem í lengstri og að sumu leyti mest á- berandi andstöðu hefir verið við Framsóknarflokkinn og sérstak- lega þá tvo menn, sem veitt hafa Framsóknarflokknum forystu og sæti áttu í fráfarandi stjórn. Tryggvi Þórhallsson alþm., fyrverandi forsætisráðherra, hef- ir í grein sinni hér í blaðinu í dag gefið skýringu á þessu fyrir- brigði. Eins og sjá má, tekur Tr. Þ. það skýrt og ákveðið fram, að hina nýju stjórnarmyndun megi ekki skoða sem neinskonar sambræðslu milli þeirra flokka, sem hlut eiga að máli. Stjórnar- myndunin þýðir ekki það, að skoðanir Framsóknarmanna og í- haldsmanna í landinu hafi ná- lægst hvor aðra á nokkurn hátt. íhaldsflokkurinn er nú sem áður aðalandstöðuflokkur Framsóknar- mannanna í landinu, og hlýtur vitanlega að verða svo. Annað er það, sem einnig kem- ur. glöggt fram í grein Tr. Þ.: Að þingflokkur Framsókriar- manna í heild eða meirihluti hans hefir engin afskifti haft af því, hvaða mann íhaldsflokkurinn lagði til í stjórnina, og að Fram- sóknarflokkurinn á Alþingi vill enga ábyrgð bera á því, að það var einmitt Magnús Guðmunds- son, sem fyrir valinu varð, held- ur telur það algjörlega mál þeirra, sem valið höfðu. Viðvíkjandi leiðum þeim, sem hægt hefði verið að fara og þeirri, sem farin var á síðasta ]ungi, er eins og sakir standa ekki ástæða til að fjölyrða. En það er öllum ljóst, að ágreining- ur um starfsaðferðir þarf ekki að hafa í för með sér ágreining um stefnumál. Það er nú orðið opinbert, enda engin launung, að innan Framsóknarflokksins á Alþingi voru nokkuð skiptar skoðanir um það, hvaða aðferð- um skyldi beita gagnvart hótun- um andstæðinganna um ofbeldi. Jónas Jónsson og Tryggvi Þór- hallsson, sem ekki voru á einu máli um þeta atriði, hafa nú báðir gjört grein fyrir því, sem fyrir þeim hafi vakað um lausn málanna. Eins og gefur að skilja, er það sú leiðin, sem farin var, sem nú aðallega er umhugsunarefnið í landinu. Sú leið er neyðarráðstöf- un. Samsteypustjórnir mjög and- stæðra flokka eru svo að segja fordæmalausar. Gallinn við það fyrirkomulag er sá, að menn með andstæðar skoðanir á úrlausnar- efnum, geta ekki leyst þau í ein- drægni.Eftir því sem meiru mun- ar í skoðunum, verða viðfangs- efnin færri, sem hægt er að leysa með þessu móti. Af því, sem nú er sagt, má nokkuð ráða um það, hvernig stjórnmálalífinu muni verða farið í landinu næstu mánuðina. Verk- efni stj órnarinnar verður væntan- lega einkum það, að veita þá að- stoð, sem æskileg er af ríkisins hálfu, í viðskiptum landsmanna út á við. í innanlandsmálunum er tæpast mikilla tíðinda að vænta frá ríkisstjórn, sem sam- sett er með þessum hætti, enda ekki hægt að gjöra kröfur til þess. Þjóðmálabarátta Framsóknar- flokksins verður þess vegna ekki í allra næstu framtíð á sama hátt bundin við ríkisstjórnina og ver- ið hefir undanfarin ár. Það verð- ur barátta fyrir þeirri umbóta- stefnu, sem næst liggur fyrir að framkvæma, þegar það millibils- stj órnarástand, sem nú ríkir, er úti, og aftur rofar til í atvinnu- lífi þjóðarinnar. Af skrifum íhaldsblaðanna eft- ir stj órnarskiptin má ráða, hvað forgöngumenn íhafdsflokksins hugsa sér að hafa upp úr þeim- ráðherrastól, sem þeir nú hafa eignast í staðinn fyrir „réttlæt- ismálið“ og hvernig Jón Þorláks- son ver það í íhaldsflokknum, að liafa hætt við í annað sinn að „taka til sinna ráða“ gagnvart Framsóknarstjórninm og „bænda- valdinu“. Skýring Mbl., Vísis og J. Þ. er á þá leið, að íhaldið eigi liðs von í Framsóknarflokknum á Al- þingi. Nokkur hluti Framsóknar- þingmannanna sé svo skyldur í- haldinu í skoðunum, að ekki geti liðið á löngu þangað til íhaldið gleypi þá með húð og hári eins og Sigurð Eggerz og Jakob Möll- er fyrir 3 árum. Ef íhaldið nú hefði farið hranalega að, myndu Jæssir menn aftur hafa crðið átt- hagabundnir um stundarsakir og þar af leiðandi þorrið vonin í þeim hvalreka, sem nú sé nokk- urnveginn vís á fjörur Jóns Þor- lákssonar á næsta ári í sambandi við lausn kjördæmamálsins. Þann ig skrifta íhaldsblöðin frammi fyr ir hinum vonsviknu kjósendum í Reykjavík, sem kvarta yfir því, að „réttlætiskrafan“ hafi fallið í verði. Þessar lýgilegu sögusagnir úr herbúðum Mbl. eru að sumu leyti einskonar vandræðaráðstöfun, sem fram er komin, af því að ílialdið þarf að verja hendur sín- ar út af því, að hafa lofað meiru en það gat efnt. En hvalfréttin, sem verið er að dreifa út í íhaldsblöðunum, á líka að hafa aðra þýðingu. Henni er ætlað að koma þeirri trú inn hjá Framsóknarmönnum víðsvegar um landið, að einhverj- ir Framsóknarþingmenn ætli sér að svíkja stefnu flokksins með því annaðhvort að ganga inn í íhaldið eða mynda sérstakan flokk með einhverjum íhaldsmönn um1). Og íhaldið ályktar sem svo, að ef því takizt að gjöra þessa sögu trúlega, þá muni kjós- endum flokksins ekki þykja sér vandara um en þingmönnunum, að flytja sig yfir í herbúðir and- stæðinganna. I þvílíkum bollaleggingum gæg- ist það fram, hvað íhaldið í raun og veru hugsar sér að hafa upp úr þátttöku sinni í samsteypu- stjórninni. Jón Þorláksson og fé- lagar hans bera þá von í brjósti, að þeim með þessu takizt að lokka eitthvað af þeim hluta þjóð arinnar, sem nú er í Framsókn- arflokknum, til þess að ganga til móts við íhaldið, í þeirri trú, að um leið og M. G. fái sæti í stjórn með tveim Framsóknarmönnum, sé skoðanamunurinn horfinn. Jón Þorláksson hefir sjálfur sagt, að íhaldið geti aldrei náð meira hluta í þinginu, — jafnvel þótt „höfða- talan“ sé alveg látin ráða — nema því að eins, að það fái hinn umtalaða liðsstyrk. En Framsóknarflokkurinn ogí- haldsflokkurinn eru hvor um sig fulltrúar fyrir andstæður í þjóð- lífinu, sem ekki hverfa. Eins og nú er háttað í heiminum, getur enginn orðið auðugur án þess að annar verði þeim mun fátæk- ari. Eyðslulíf á krepputímum 'hjá nokkrum hluta þjóðarinnar, þýð- ir tilsvarandi sjálfsafneitun hjá öðrum. Fólkið, sem kallar þetta land ættjörð sína og stofnað hefir með sér þjóðfélag, gjörir allt kröfur til þeirra lífsgæða, sem hægt er að verða aðnjótandi við þau frem- ur takmörkuðu skilyrði, sem land ið hefir að bjóða. Sumir gjöra stórar kröfur, aðrir minni. Sumir heimta sjálfdæmi um meðferð á svo og svo miklu af því, sem til fellst af verðmætum, hvort sem um er að ræða vinnu þjóðarinn- ar sjálfrar eða lánað verðmæti. Aðrir telja sanngjarnt, að verja nokkuð miklu af þeim gróða, sem fenginn er með lítilli fyrirhöfn, til þess að auka þau lífsgæði, sem landsfólkið í heild getur haft afnot af, og yfirleitt jafnan taka hið fyrsta tillit til lífskjara hinna „mörgu og smáu“ í þjóðfélaginu x) því var jafnvel fleygt liéríbæn- um á dögunum, og haft eftir íhalds- mönnum, að einhverjir Framsóknar- menn, sem komnir væru í andstöðu við Tímann, væru að stofna nýtt blað liér í bænum, og ætti það að vinna með núverandi stjórn en á móti Framsóknarflokknuml Frestun kjördæmamálsins. Mér varð ekki auðið að sækja fundi Alþingis síðasta hálfa mán- uðinn. Mér gafst því elcki tækifæri til þess að bera þar fram neinar athugasemdir út af þeim tveim stórtíðindum sem báru við í þing- lokin: Myndun sambræðslustjómar- innar og ákvörðunin um frestun lcjördæmamálsins til næsta þings. Vil ég nú nota tækifærið til þess * ao bera fram nokkurar athug’a- semdir. það var almennt búist við því, enda var fljótlega frá því sagt, að Tafnaðarmenn og Sjálfstæðismenn myndu neita að samþykkja ný skattafrumvörp og nota til þess stöðvunarvaldið, sem þeir hafa sam- eiginlega í efri deild. Hitt datt mér ekki í hug, að þessir ilokkar myndu beita sliku harðræði, að neita að samþykkja sparnaðai’frumvarpið og fjárlögin — mál sem enginn ágrein- ingur var um a. m. k. ekki milli tveggja stóru flokkanna. þegar Iléðinn Valdimarsson bar fram á eldhúsdegi slíka áskorun til Sjálfstæðismanna, þá hygg ,ég að fiestum hafi farið eins og mér — að láta sér ekki detta í hug, að þeir yrðu við áskoruninni. Ég hygg og að Sjálfstæðismenn hafi ekki tekið ákvörðun um þetta fyr en rétt áður en að kom, a. m. k. kom ekkei’t fram fi’á þeim um það lengi þings. En svo kom yfirlýsingin frá þeim undir þinglokin, aiveg skýlaus, og þá myndaðist alveg ný aðstaða sem varð að snúast við. Eg ætla ekki nú að i’æða um þennan atburð: neitunina, að láta afgreiða fjárlög, skattafrumvöi’p.r. og spai’naðarfrumvarpið. Eg mun ekki stofna til deila um það nó ann- að, eins og nú standa sakir. En ég hygg að um fátt verði meir rætt á næstu árum og um mörg ár og að langur vei’ði slóðinn þessarar athafnar. Og væri betur að jafnan færi svo, sem íxú fói’, að svarið verði meir miðað við nauðsyn þjóð- og auka og bæta afkomuskilyrðin við þeirra hæfi, þó að það komi í veg fyrir að fáir menn eignist aðstöðu, sem þeir óska eftir, og mættu fá, ef þjóðfélagið hefði ráð á. í sveitunum, meðal hinna fá- tæku, vinnusömu bænda í strjál- býlinu, er Fi’amsóknarflokkurinn vaxinn upp. Hann er sprottinn upp úr hugarfari lítilsmegandi, en vel mannaðrar stéttar, þar sem sjálfstæðisþrá og skyldutil- finning héldust í hendur. í kaup- túnunum hefir hann nú síðustu árin unnið fylgi margra verka- manna, iðnaðarmanna og frjáls- lyndra menntamanna, sem ekki kæra sig um að nota þekkingu sína á kostnað annara. Margt af þessu fólki er fætt og uppalið í sveit og hefir varðveitt samúð- ina með hinni erfiðu en affara- , sælu lífsbaráttu bændastéttar- innar. Flokkur, sem á slíka vaxtar- sögu, má aldrei taka höndum saman við Jósafatsstefnuna og mun ekki gjöra, hvort sem hún heitir Sparnaðarbandalag, Borg- araflokkur, Ihaldsflokkur, Sjálf- stæðisflokkur eða „hægfara um- bótamenn á krepputímum" eins og stendur í Morgunblaðinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.