Tíminn - 11.06.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.06.1932, Blaðsíða 2
94 TISIINN er okkur það skylt Framsóknar- mönnum, að styðja núverandi ríkis- stjórn afdráttarlaust til þess að inna af hendi þau afar vandasömu störf sem hún nú fer með. það verður að ná ti! allrar stjórn- arinar — einnig til fulltnla and- stöðuflokksins. Við höfum lýst því yfir í verki, Framsóknarmenn, að vegna heildar- innar og núverandi alvarlega á- stands, vildum við ekki stofna til ó- friðar, heldur til samstarfs — þrátt fyrir allt. Við það munum við standa í verk- inu, meðan þörfin krefst þess og svo lengi sem unnt er. Hin afleiðingin af lausnarbeiðni Framsóknarstjómarinnai' var sú, að samkomulag' varð um að fresta kjördæmamálinu til næsta þings. það er enginn efi á því, að allur þorri fólksins í hinum dreifðu hygð- um landsins hefir ætlazt til þess af okkur fulltrúum sinum, að við sæj- um um, að málið yrði ekki af- greitt á hinu nýafstaðna þingi. Kjördæmamálið er svo viðkvæmt inál, svo afleiðingaríkt og jafnframt svo vandasamt til úrlausnar, að það er með öllu óverjanda að flaustra afgreiðslu þess, eða sækja það með offorsi einu og slagorðum. það er vel farið, að þeir sem fastast hafa knúð á um breytingar, hafa nú látið sér skiljast, að hinir eiga fullan rétt á að hæfilegur frest- ur gefist til lausnar slíku vanda- máli. í samræmi við þessar skoðanir er það, að nefndarálit fulltrúa Fram- sóknarmanna kemur ekki fyr en í sumar og eiga þá úrslitaumræður að geta farið fram um málið, í góðan tíma fyrir næsta þing. Er það og mála sannast, að margt og merki- legt er enn lítt dregið fram í um- ræðurnar í því máli. En um það verður ekki meira rætt í þetta sinn. Að endingu fáein orð. Aldrei fyr hefir ný stjórn tekið til starfa á íslandi, við svo ískyggilegar horfúr og mikla erfiðleika, eins og núverandi stjórn — a. m. k. ekki eftir það að stjórnin fluttist inn í landið. Kjósendurnir, sem margir hafa látið sér þetta koma mjög á óvart, að Framsóknarstjórnin segir af sér, og samsteypustjórn er mynduð — þeir verða að gjöra sér það vel ljóst, að þetta er gjört vegna þess, að þjóðin er í mikilli hættu stödd, því að núverandi tímar eru hinir lang erfiðustu sem komið hafa á þessari öld og þó lengra sé leitað. Á slíkum tímum verður að gjöra ýmislegt það, sem engum kæmi til hugar að gjöra á öðrum tímum. þessa vegna alls er það skylt að veita fulla samúð og styrk þeim mönnum sem Alþingi — nálega ó- skift — hefir til þess kjörið að stýra málum þjóðarinnar á þessum við- sjálu timum. Eg vil, sem fráfarandi stjóm- arforseti, óska þess af alhug, að eftirmönnum mínum takist það giftusamlega að verja þjóðina áföll: um og heita þeim fullum stuðningi mínum til þess. Tryggvi þórhallsson. ----0---- Sveitakonurnar og dr. BJðrg Þorláksson Af tilviljun barst hingað í umbúð- um partur af lesbók Morgunbl. þar sá ég í grein eftir dr. Guðm. Finn- bogason tekin upp orð eftir dr. Björgu þorláksson: „Húsmæðurnar kunna ekki að búa til osta og nenna ekki að búa til skyr“. Hvað getur doktornum gengið til að slengja á okkur sveitakonur (því um aðrar getur ekki verið að ræða í þessu sambandi), svona tilhæfulaus- um brigzlum fyrir fákunnáttu og leti? þekkir liún nokkuð hag og störf okkar sveitakvenna, eða er þetta bara illgimi í anda Morgun- blaðsins, sem sífellt er að niðra bændastéttinni? Ég býst við að ég sé talsvert kunn- ugri störfum sveitafólks en doktor- inn og ég þekki þó ekki eina ein- ustu konu, sem ekki býr til skyr þegar hún hefir þau mjólkurráð að hún geti það. Eða hvað heldur dokt- orinn að við gerum af þeirri mjólk, sem við höfum afgangs öðrum þörf- um? Um osta er það að segja, að að vísu er búið til minna af þeim, opt- ast af þeirri ástæðu, að við höfum ekki þau mjólkurráð, að hægt sé að búa til hvorttveggja og kjósum við þá skyrið fremur. þó veit ég af nokkrum konum, sem líka búa til osta og bera þeir alls ekki vott um kunnáttuleysi. Margar nágrannakonur mínar eiga 4—6 börn, sumar fleiri, en hafa marga tíma ársins hjálp af mjög skornum skammti og oft enga aðra en þá, sem elztu bömin7 geta veitt þeim. þegar þau komast. á legg vill það þó verða stopult, því að vetrin- um verða þau að ganga í skóla en hjálpa til við lieyvinnu að sumrinu eftir því sem kraftar þeirra leyfa. Húsmæðurnar verða því sjálfar að hafa alla þvotta og þjónustubrögð á hendi, annast matreiðslu og halda húsum hreinum, sem vanalega eru byggð svo stói', að þau rúmi fleira félagsins heldur en hitt, að láta kapp mæta offorsi. Ég ætla ekki að endurtaka hér þau ummæli sem ég ba.r fram jafn- hliða og sem rökstuðning fyrir lausn- arbeiðni minni. Eg hygg að þeir verði æ fleiri, því betri tími sem fæst til umhugsunar, sem sjá, að það var tvímælalaus skylda ráðu- neytisins að segja af sér. Að ætla sér að stjóma: við fyrir- sjáanlegan stórkostlega vaxandi tekjuhalla ríkissjóðs, án nokkurrar aðstöðu til þess að geta veitt at- vinnuvegunum og hinu vinnandi fólki þann stuðning sem nauðsyn- legur er, við bráðabirgðafjárlög, eins og saga þeirra hefir orðið ann- arsstaðar, við sívaxandi ófrið inn á við, en álitshnekki út á við — eða að stofna til kosninga sem allir vissu um fyrirfram að myndu láta okkur standa í sómu sporum um aðalatriðið — þetta gat mönnum fiogið í hug meðan reiði var í huga og áður en gefinn var fullur gaum- ur að allri aðstöðunni.' En við rólega athugun gat ekki komið til mála að sá þingflokkur sem aðalábyrgðina bar á því að sjá málum þjóðarinnar borgið, tæki slíkar ákvarðanir. það var og ekki ég einn sem tók þá ákvörðun að stjórnin segði af sér, til þess að opna möguleika til a.nnarar lausnar þessara vandamála. það var einróma samþykkt af öll- um þingmönnum Framsóknarflokks- ins, að ég segði af mér fyrir ráðu- neytisins hönd. Ég hygg, að um þá ákvörðun verði síðar meir dæmt líkt og um sumar merkar ákvarðanir hliðstæð- ar i fyrri sögu oklcar íslendinga. Ég kvíði ekki dómi sögunnar um framkomu stjórnmálaflokkanna og þjóðhollustu þeirra, á Alþingi ís- lendinga á hinu mikla kreppuári 1932. Tvennar urðu afleiðingar þessarar ákvörðunar okkar Framsóknar- manna. Annarsvegar myndun samsteypu- stjórnarinnar. Ég hika ekki við að segja, að eftir atvikum hafi sú stjómarmynd- un tekist mjög vel. Við eigum tvo ráðherrana af þremur, Framsóknarmenn. Um hinn nýja forsætisráðherra er það að segja, að annarsvegar er hann svo þjóðkunnur maðui', en hinsvegar mér svo nærstæður, að ég mun ekki fara um hann mörgum orðum. En það hygg ég að ekki verði nú lengur um það deilt, að það var rétt sú tillaga, sem ég bar þegar fram samhliða ákvörðuninni um lausnarbeiðnina, og sem Fram- Stjórnarskrá °ff stjórnarskipti þar sem nú hafa gerst þau tíðindi, að höfuðandstöðuflokkar landsins eiga i bili fulltrúa saman í lands- stjórninni, og þar sem íhaldsmenn hafa tekið til baka stóryrði sín um að þeir ætluðu að knýja fram upp- lausn kjördæmanna á þessu þingi, þykir ekki mega hjá líða að gefa lesendum þessa blaðs skýringu á þessum undarlegu fyrirbrigðum. Fyrir rúmlega ári síðan gengu í- haldsmenn og sócíalistar í laun- bandalag um að steypa Framsóknar- stjórninni og gerbylta kjördæmaskip- un landsins að þjóðinni óviðbúinni. Jafnhliða átti ríkið að ganga í á- byrgð fyrir 7—8 miljóna láni handa Rvík til að virkja Sogið. Síðan hefý' sannast með fullkomnari rannsókn að ekki þarf ncma helming þessa íjár í fyrirtækið, og er þá mikið lán, að málinu var frestað. Tr. þ. greip þá í taumana með þingrofinu og eyddi þannig þessum bræðingi. þjóðin viðurkenndi að þingrofið hefði verið réttmæt stjórn- arathöfn. Framsókn vann mikið á við kosningarnar, en hinir flokk- arnir töpuðu. Kjósendur sýndu að þeir virtu þrek og staðfestu í bar- áttunni. íhaldið sýndi allan þann vott um menningarleysi sem það frekast gat. það dró saman mannsöfnuð á kvöld- in utan við hús forsætisráðherra og reyndi að gera honum og fjölskyldu hans ólíft í húsinu. þeir vonuðu að sóknarflokkurinn samþykkti, að benda strax á hann sem líklegastan til að mynda nýja stjóm. Um hinn nýja ráðherra okkar, síra þorstein Briem, vii ég segja það, að fáum mönnum megum við Framsóknarmenn betur fagna í ráð- herrastóli en honum. En þó munu þeir hyggja bezt til hans sem þekkja hann bezt. Hann h.efir erft alla góða kosti sinnar sterku ættar. Var Ólafur Briem faðir hans formaður Fram- sóknarflokksins síðustu þingár sín og jafnframt formaður Sambands íslenzkra samvinnufélaga frá þvi er Péturs á Gautlöndum missti við og til dauðadags. Ég tel það mikla gæfu bæði fyrir þjóðina og okkur Framsóknarmenn, að þorsteinn Briem lét að óskum vina sinna og samherja og tókst þetta vandastarf á hendur nú. þar hefir ráðið um skilningur hans á því hve mikið var í húfi að nú tæk- ist farsællega að mynda nýja stjórn. Ég vil í nafni Framsóknarflokks- ins fagna hinum nýju ráðherrum flokksins og heita á alla flokksmenn að veita þeim fullan trúnað og fylgd. Sjálfstæðisflokkurinn hefir til- nefnt hinn þriðja mann í stjómina. það skal tekið skýrt fram að flolckarnir sem að stjórninni standa, hafa ekki haft atkvæði um það hvern eða hverja hinn flokkurinn nefndi til að taka ráðherrasæti. Ef um það hefði verið að ræða, að flokkarnir greiddu atkvæði um hvern eða hverja hinn tilnefndi, þá var það ekki sambræðslustjóm, heldur sambræðsla flokkanna. það hefir engum komið í hug — og kem- ur ekki. Við Framsóknarmenn höfum ekki átt og viljum ekki eiga atkvæði um það hvern Sjálfstæðismenn tilnefna sem sinn mann í samsteypustjóm- ina. það er kunnugt að hinn nýi ráð- herra Sjálfstæðismanna og við Framsóknarmenn höfum ekki borið giftu til mikils samkomulags á und- anfömum árum. Og það er jafnvíst, að í framtíð- inni verða deilurnar háðar milli fulltrúa Framsóknarmanna og Sjálf- stæðismanna. En viðvíkjandi nútíðinni er það skylt að einblína ekki á fortíðina. Framsóknarflokkurinn hefir viður- kennt það i verkinu, að það hafi verið þjóðarnauðsyn nú að mynda samsteypustjórn. það verður að talca hinum rökréttu afleiðingum af því. Meðan þessi nauðsyn er — og það er fyrst og fremst til næsta þings — og meðan ekkert kemur fyrir sem raskar þeirri aðstöðu sem nú er — ef hann segði af sér, gætu þeir tek- ið við stjórn, og jafnvel látið um- boðslaust þing starfa. En þegar ærsl og hótanir bám engan árangur, dvínaði byltingin og Jón þorl. fór jafnvel að fyrirverða sig fyrir framkomu sína og flokks- ins. Siðan kom kosningaósigurinn og eftir það fóru að renna tvær grímur á íhaldsmenn um að ráðast á gömlu kjördæmin, sem varið höfðu rétt sinn svo vel. Loks kom Alþingi saman. þá voru tvö um- ræðuefni langoftast i Vísi og Mbl. Annarsvegar hrakyrði um sam- vinnubændur og ógnanir um að Reykvíkingar skyldu hætta að skifta við Árnesinga og aðra þá bændur, > sem kysu Framsóknarþingmenn. Hitt voru árásir á einn tiltekinn þingmann í flokknum, sem þessi blöð sögðu að aldrei mætti koma í nýju stjórnina. íhaldsmenn leyfðu sér þá þegar að hafa skoðanir um það, hversu Framsóknarmenn mynduðu stjórn sína. það var auðséð, að þeir vildu sízt að inn í landsstjórnina kæmu menn, sem líklegir yrðu til að fylgja jafnan orðtakinu: „Allt er betra en íhaidið". Með haustinu tók kjördæmanefnd- in til starfa. Jón þorláksson sótti á með miklum ofstopa en Tr. þ. og Bergur Jónsson léku fimlega á móti. Var J. þorl. ógætinn í mesta lagi, kom með nýjungar og tiliögur, sem Pétur Magnússon sá strax að voru fjarstæða, en varð þó að fylgja i orði kveðnu. Nefndarmenn Fram- sóknarflokksins létu J. þ. hlaupa af sér homin, bókfærðu meinlokur hans og fjarstæður og létu sér að engu óðslega. Um nýár birti Jón svo tillögur sínar í Mbl., þar sem tala þingmanna var ótiltekin og hefði getað komizt upp í hálft þriðja hundrað eða meira. Varð Jón að undri um land allt.- Litlu síðar kom landsfundur íhaldsins saman. Sáu fundarmenn að tillögur Jóns voru hlægileg vitleysa og sam- þykktu, að þingmenn mættu þó aldrei verða fleiri en 50. Jón varð að beygja sig fyrir þessu en hafði áður talað digurt um, að hann myndi aldrei hlíta takmarkaðri tölu. En þá fann hann í bili aðra fjarstæðu, engu betri en hina fyrri. Kjördæmin áttu að vísu að hafa rétt til að kjósa fulltrúa. En maður, sem var löglega kosinn og hafði fengið kjör- bréf, varð að sleppa því, ef fallinn frambjóðandi annars flokks virtist hafa meira kjörfylgi. Nú kom Alþingi saman. íhalds- menn og sócíalistar komu fram með sameiginlegt frv. um stjórnarskrá, þar sem mjög var búið að „stífa" á- lit .T. þorl. Framsóknarmenn komu þá með t.illögur sínar. þingmönnum skyldi fjölga um 3 upp í 45. Fyrir 12 árum hafði þeim verið fjölgað um 2, og fólksfjölgun réttlætti þessa viðbót. Reykjavík, sem hafði raun- verulega haft 4 af landskjörnu þing- mönnunum fékk þá 4 í viðbót við eldri þingsæti. Annars vai' engu breytt nema Iieimiluð 5 uppbótar- þingsæti til að jafna metin utan Reykjavíkur. Margir Framsóknarkjósendur hafa áfellt þingflokk sinn fyrir að bæta við þrem þingsætum. En við nánari athugun mun flestum þykja sem stillt hafi verið í hóf. Tr. þ. hafði með þingrofinu lagt áherzlu á tvennt: Að gömlu kjör- dæmin héldu áfram að vera sjálf- stæðar heildir og að hlutfallskosn- ingum yrði ekki beitt utan Rvíkur. Flokkurinn stóð fast á þessum grundvelli. En ef verja átti líf gömlu kjöi'dæmanna með þeim mismun sem á þeim var orðinn, þá varð að jafna metin að nokkru, einmitt eins og tillögur Framsóknarmanna gerðu ráð fyrir. En íhaldið vildi engu sinna þess- um réttmætu kröfum. Síðar sást af hverju það kom. Stjórnarskráin var aukaatriði. Stjórnarskifti var eina hugðarmál Mbl.-manna. Allt talið um kjördæmin voru umbúðir, vafð- ai' um hinn eiginlega kjarna deiiu- efnanna. Og nú byrjaði ihaldið heitingar um að felld skyldu fjárlög, og fram- lengingar á sköttum, sem nauðsyn- legir voru til að geta staðið straum af lögmæltum gjöldum. Sócíalistar tóku undir með bandamönnum sín- um, og sameinað lið þeiri'a í efri deild átti að koma fjármálum lands- ins 1 rústir, ef ekki væri gefinn upp réttur bygðanna. Hér var um fulkomið skelmis- bragð að ræða, óþekkt í sögu lands- ins. þeir sem að því stóðu, sýndu, ef trúað var orðum þeirra, að þeir höfðu enga ábyrgðartilfinningu. þeir vildu nota erfiðleika atvinnuveg- anna til að auka enn meir erfiðleika þjóðarinnar. þessu framferði íhaldsmanna og sócíalista mátti svara á tvennan hátt, og þær tvær skoðanir voru uppi í stjórninni. það mátti slá und- an, bjóða andstæðingunum einskon- ar frið og semja við þá til bráða- birgða. þessa leið vildu þeir Tr. þ. og Á. Á. fara, og hefir hinn fyr- fólk en nú er kostur að hafa á sveitabæjum. Mundi nú ekki doktornum þykja þetta nóg dagsverk, ef hún ætti sjálf að liafa það á hendi og ekki rétt að bregða sér um leti. þó er ekki dagsverki húsmæðranna þar með lokið. þegar þær hafa komið börnunum í rúmið, verða þær að fara að þvo forarplögg þeirra og bæta skó þeirra, því nú hafa þær ekki lengur ráð á að kaupa útlend- an skófatnað lianda þeim og þegai' skinnin eru orðin verðlaus, neyðast þær til að nota þau og cru það ó- segjanlegii- erfiðleikar sem með því bætast á þær. Oft kemur það lika fyrir, að þær eftir ailt þetta, verða að sitja uppi meira og minna af nóttunum yfir bömum sínum veik- um og geta ekki náð í læknishjálp. það er ekki tiltölulega erfitt í minni sveit að ná í lækni, eftir því sem gerist í sveitum. þó kostar ein lækn- isvitjun eigi minna en 50 ki„ bíll 20 kr„ laun læknis 20 kr., símtöl og lyf 10 kr. Um þessi útgjöld verða þær að neita sér í lengstu lög. Ég þykist sjá, að dr. G. F. sé di'. Björgu þorláksson samdóma, þar eð hann tekur orð hennar upp at- hugasemdalaust og mjög líkiegt þyk- ir mér, að þingmenn verði þeim samdóma og veiti henni heiðurslaun fyrir ummæli hennar um okkur, því það er nú einu sinni svo, að þeir, sem skrifa blöð og bækui', þykja meira verðir en hinir sem leggja á sig líkamlegt erfiði og það þó að fáir lesi bækur þeirra og enn færri breyti eftir þeim. Ég hefi geymt lesbókina og sýnt ýmsum nágrönnum mínum hana, og hefir þeim öllum þótt ummælin ó- makleg. Einum varð að orði og fleiri hafa tekið í sama streng: Ef ekkert er réttara eða sanngjarnara sem þessi doktor hefir skrifað, þá hefir hún til lítils lifað. Norðlenzk kona. -----o----- Meistaraprófi í íslenzkum fræðum hafa nýlega lokið stúdentarnir Magnús Finnbogason og Bjarni Að.- albjarnarson. Trúlofun sína hafa nýlega birt ungfrú Helga Eliasdóttir kennslu- kona í Rvík og Óli P. Möll.er kenn- ari á þórshöfn. Sumargistihúsin á Laugarvatni og í Reykholti verða opnuð 15. þ. m. Á morgun er á Laugarvatni héraðs- samkoma fyrir Suðurland, eins og getið hefir verið um áður hér í blaðinu. Verða þar íþróttasýningar, ræðuhöld, söngur o. fl. til skemmt- unar. Skólanefnd Laugarvatnsskól- ans gengst fyrir þessari samkomu. nefndi gefið aðalrök sín í þessu efni í boöskap til Alþingis um leið og ráðuneyti hans sagði af sér. Ég var á annari skoðun. Ég áleit að mikil hætta væri á um lausn kjördæmamálsins, ef nú væri slegið undan. Ég áleit, að það ætti að hraða þinginu, láta fjárlög og skatta- lög fara undir öxi andstæðing'anna í efri deild og láta reynzluna skera úr, hvort þeir treystust til að drepa frv. Ef þeir gerðu það, var einsætt að rjúfa þing og iáta þjóðina dæma um þegnskap andstöðuflokkanna. Allar líkur benda til, að ef þessi leið hefði verið farin, myndi J. þ. liafa kiknað eins og áður. Flokkur hans var ófús til kosninge. og það voru sócíalistai' líka. Ef Magnús Guðmundsson, Pétur Ottesen, Hall dór Steinssen og Ólafur Tliors hefðu komið heim í liéruð sín með kjör- dæmaránið og drepin fjárlög, þá hefðu sumir þessir menn ekki verið endurkosnir nú í vor. Vissan um þessa erfiðleika og vaxandi ótrú landsmanna á ofbeldisstefnu þeirra var líkleg til að þeir yrðu hikandi áður en þeir legðu út. í herferð, sem var jafn óiíkleg til sigurs eins og byltingin í fyrra. Fyrir Framsóknarflokkinn voru kosningar að vísu líka bundnar erf- iðleikum. En kjósendur myndu enn eins og í fyrra, hafa munað eftir rétti sínum og ekki látið kúgastv þó að Framsóknarflokkurinn hefði ekki stækkað, þá myndi hin liarða mót- staða byggðanna hafa dregið úr sóknarlöngun Mbl.-manna. Nú eftir á játa íhaldsmenn, að þeir liafi mest kviðið þingrofi og kosningum. Á hinn bóginn er vel skiljanleg aðstaða Tr. þ. Hann hafði legið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.