Tíminn - 18.06.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.06.1932, Blaðsíða 1
©jaíbferi og afgrciöslumaöur Cimans « Sannneig £>orsteinsoóttir, £œfjargötu 6 a. 2JeY?jaiííf. .¦&W ^ J2tygtei&sía Ciraans er i Soifjaraótu 6 o. ©pin oaoJega'fL 9—6 Strái 2353 XVI. árg. Reykjavík, 18. júní 1932. 26. blað. Aðailfiiiicliii" Sambands íslenzkra sarovinnufélaga Ár 193'2, þriðjudaginn 7. júní, kl. 91/2 árdegis, var aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufé- laga settur í Sambandshúsinu í Reykjavík af formanni Sam- bandsins, Ingólfi Bjarnarsyni alþm. í Fjósatungu. Formaður bauð fundarmenn velkomna og stakk upp á, að eft- irgreindir menn yrðu kosnir til að athuga kjörbréf fulltrúa: Vilhjálmur Þór, Akureyri, Jón Ivarsson, Höfn og Sigurður Jónsson, Arnarvatni. Var það samþykkt, og síðan var fundarhlé í 1 klst. meðan nefndin starfaði. Að því loknu gerði Sigurður á Arnarvatni grein fyrir starfi nefndarinnar. Taldi nefndin, að kjörbréf nokk- urra fulltrúa væru eigi í svo góðu lagi, sem æskilegt væri, en lagði þó til, að þeir yrðu teknir gildir sem fulltrúar. Á síðasta aðalfundi hafði sú breyting verið gerð á samþyktum Sambandsins, að framvegis skyldi þess gætt, þegar ákveðin væri fulltrúatala hvers sambandsfélags, sem mið- ast við meðlimatölu þeirra, að sami maður væri aðeins talinn í einu félagi. Þessu ákvæði hafði eigi verið framfylgt af öðrum en Sláturfélagi Austur-Húnvetninga, sem nú hafði aðeins kosið einn fulltrúa á fund Sambandsins. Þar sem önnur félög höfðu eigi farið eftir þessari ákvörðun að þessu sinni, báru þeir Runólfur Björnsson og Hannes ,Pálsson fram kröfu um, að varafulltrúi Sláturfélags Austur-Húnvetn- inga yrði einnig tekinn gildur sem fulltrúi fyrir félagið á þess- um fundi. Var það samþykkt í einu hljóði. Samþykkt var tillaga kjör- bréfanefndar um að þessir menn hefðu fulltrúaréttindi á fundin- um: 1. Frá Kf. „Snæfellsás": Jón Sigurðsson, kfstj., Arnarstapa. 2. Frá Kf. Stykkishólms: Sig- urður Steinþórsson, kfstj., Stykk- ishólmi. 3. Frá Kf. Stykkishólms: Hall- ur Kristjánsson, Gríshóli. 4. Frá Kf. Hvammsfjarðar: Jón Þorleifsson, kfstj.., Búðar- dal. 5. Frá Kf. Saurbæinga: Þór- ólfur Guðjónsson, Fagradal. 6. Frá Kf. Króksfjarðar: Jón Ólafsson, kfstj., Króksfjarðar- nesi. 7. Frá Kf. Rauðsendinga: Ól- afur Þórarinsson, kfstj., Pat- reksfirði. 8. Frá Kf. Dýrfirðinga: Krist- inn Guðlaugsson, Núpi. 9. Frá Kf. önfirðinga: Magn- ús Guðmundsson, kfstj., Flateyri. 10. Frá Kf. Nauteyrarhrepps: Sigurður Þórðarson, kfstj., Arn- gerðareyri. 11. Frá Vf. Steingrímsfjarðar: Jónatan Benediktsson, kfstj., Hólmavík. 12. Frá Vf. Hrútfirðinga: Kristmundur Jónsson, kfstj., Borðeyri. 13. Frá Kf. Vestur-Húnvetn- inga: Hannes Jónsson, kfstj., Hvammstanga. 14 Frá Kf. Vestur-Húnvetn- inga: Magnús Jónsson, Sveins- stöðum. 17. Frá Slf. Austur-Húnvetn- inga: Runólfur Björnss., Kornsá. 18. Frá Vf. Vindhælinga: Ólaf- ur Lárusson, kfstj. Skagaströnd. 19. Frá Slf. Skagfirðinga: Sig- urður Björnsson, Veðramóti. 20. Frá Kf. Skagfirðinga: séra Sigfús Jónsson, kfstj., Sauðár- króki. 21. Frá Kf. Skagfirðinga: Sig- urður Þórðarson, Nautabúi. 22. Frá Kf. Fellshrepps: Tómas Jónasson, kfstj., Hofsós. 23. Frá Svf. Fljótamanna: Her- mann Jónsson, kfstj., Haganes- vík. 24. Frá Kf. Siglfirðinga: Guð- mundur Skarphéðinsson, Siglu- firði. 25.—31. Frá Kf. Eyfirðinga: Vilhjálmur Þór, kfstj., Akureyri, Sigtryggur Þorsteinsson, Akur- eyri, Karl Arngrímsson, Veisu, Valdimar Pálsson, Möðruvöllum, Hólmgeir Þorsteinsson, Hrafna- gili, Baldvin Jóhannsson, Dalvík, Davíð Jónsson, Kroppi. 32. Frá Kf. Svalbarðseyrar: Sigurður Sigurðsson, Landamóti. 33.—35. Frá Kf. Þingeyinga: Sigurður S. Bjarklind, kfstj., Húsavík, Björn Sigtryggsson, Brún, Sigurður Jónsson, Arnar- vatni. 36. Frá Kf. Norður-Þingeyinga: Þórhallur Björnsson, Kópaskeri. 37. Frá Kf. Langnesinga: Karl Hjálmarsson, kfstj., Þórshöfn. 38. Frá Kf. Vopnfirðinga: Ölaf- ur Metúsalemsson, kfstj., Vopna- firði. 39. Frá Kf. Austfjarða: Stefán Baldvinsson, Stákkahlíð. 40. Frá Kf. Eskifjarðar: Hall- .dór Jónsson. 41.—42. Frá Kf. Héraðsbúa: Björn Hallsson, Rangá, Erlingur Sveinsson, Víðivöllum. 43. Frá Kf. Breiðdæla: Einar Björnsson, kfstj., Breiðdalsvík. 44. Frá Kf. Berufjarðar: Þór- hallur Sigtryggsson, kfstj., Djúpa vogi. 45. Frá Kf. Austur^Skaftfell- inga: Jón Ivarsson, kfstj., Höfn. 46. Frá Kf.Skaftfellinga: Magn ús Finnbogason, Reynisdal. 47. Frá Kf. Hallgeirseyjar: Ágúst Einarsson, kfstj., Hall- geirsey. 48. Frá Kf. Verkamanna: Erl- ingur Friðjónsson, kfst., Akur- eyri. Framangreindir fulltrúar voru allir mættir í fundarbyrjun, aðr- ir en Sigurður Steinþórsson, Stykkishólmi og Karl Arngríms- son, Veisu. Auk fulltrúanna voru mættir á fundinum: Formaður Sambands- ins, Ingólfur Bjarnarson, alþm., og meðstjórnendur: Þorsteinn Jónsson, kfstj., Reyðarfirði, Sig- urður S. Bjarklind, kfstj., Húsa- vík, Einar Árnason, alþm., Eyr- arlandi og Jón Jónsson, alþm., Stóradal. Einnig forstjóri Sigurð- ur Kristinnsson. Ennfr. mættu á fundinum nokkrir af starfsmönn- um Sambandsins og nokkrir gestir. Var þá gengið til dagskrár og tekiðfyrir: I. Kosning fundastjóra: Eftir tillögu formanns var Sig- urður S. Bjarklind, kfstj., Húsa- vík, kosinn fundastjóri, riieð lófa- klappi, og tók hann þá þegar við fundarstjórn. Varafundastj.: Þor- steinn Jónsson, Reyðarfirði. II. Kosning ritara: Ritari fundarins var kosinn Skúli Guðmundsson, bókari, og aðstoðarritarar: Þórhallur Björns son á Kópaskeri og Hólmgeir Þor- steinsson á Hrafnagili. III. Kosnirig nefnda: a. Reikninganefnd: Vilhjálmur Þór, kfstj., Akur- eyri með 30 atkv., Sigurður Jóns- son, Arnarvatni, með 28 atkv., sr. Sigfús Jónsson, Sauðárkróki, með 26 atkv., Jón Ivarsson, kfstj., Höfn, með 22 atkv., Kristinn Guð- laugsson, Núpi, með 13 atkv., Runólfur Björnsson, Kornsá, með 13 atkv., Jakob H. Líndal, Lækja- móti, með 12 atkv. b. Ferðakostnaðarnefnd Þórhallur Sigtryggsson, kfstj., Djúpavogi, Ólafur Metúsalemsson kfstj., Vopnafirði, Jón Ólafsson, kfstj., Króksfjarðarnesi. Fundarhlé 2 klst. Klukkan 2 síðdegis var fundi^ fram haldið og .tekið fyrir: IV. Inntaka nýrra deilda: Framlögð inntökubeiðni frá Kf. Árnesinga í Sigtúnum og var samþykt í einu hljóði að veita því félagi upptöku í Sambandið. Tók þá sæti á fundinum fulltrúi þess félags Egill Thorarensen, kfstj., Sigtúnum. Ennfremur óskaði Kf. Holta- manna, Rauðalækjarskála, eftir upptöku í Sambandið, og var samþykt að vísa þeirri inntöku- beiðni til Sambandsstjórnarinnar til athugunar. V. Reikningar Sambandsins og skýrsla forstjóra: Efnahags- og rekstrarreikning- um Sambandsins var úthlutað til fulltrúa. Því næst tók forstjóri til máls og gerði grein fyrir starf- semi Sambandsins og hag þess um síðastliðin áramót. 1 ársbyrj- un 1931 voru 38 félög í Samband- inu; eitt bættist við á árinu, Kf. Rauðsendinga, en tvö hættu störfum, svo að tala Sambands- deildanna í árslok er 37. Tala félagsmanna mun vera ca. 8.100. Auk viðskipta við Sambandsfé- lögin, hefir S. I. S. haft viðskipti við 18 önnur samvinnufélög síð- astliðið ár. Árið 1931 seldi Sambandið er- lendar vörur fyrir kr. 5.712.053,00 en innlendar vörur fyrir kr. 6.845.431,00, sem er rúmlega 400 þúsund kr. meira en árið áður. Stafar það af því, að miklu meira var óselt í árslok 1930 heldur en í árslok 1931. öll viðskiptaveltá Sambandsins 1931 var kr. 12.557- 484,00, seiri er kr. 1.324.000,00 minna en árið 1930. Á árinu var seldur áburður fyrir Áljurðar- einkasölu ríkisins fyrir kr. 833- 171,00, sem er 87 þús. kr. meira en árið'* 1930. Peningaviðskipti samvinnufélaganna við Samband- ið voru miklu minni en næsta ár á undan. Þá las forstjórinn rekstrar- og efnahagsreikning Sambandsins og útskýrði hvern einstakan lið á reikningnum, með samanburði við næsta ár á undan. Hann gat þess, að til þess að minnka rekstr arkostnað Sambandsins,. hefði skrifstofan í Hamborg verið lögð niður og starfsmönnum á aðal- skrifstofunni fækkað um 2, en laun allra starfsmanna lækkuð. Að síðustu tók forstjórinn það fram, að helztu ráðin til að verj- ast kreppunni teldi hann vera þau að búa sem allra mest að sínu, spara allan kostnað eins og unt er og fresta öllum framkvæmd- um, öðrum en þeim, sem miða að því að auka verðmæti framleiðsl- unnar. Enn væri ekkert útlit fyrir að kreppunni væri að létta og menn mættu búast við vax- andi erfiðleikum. Samvinnumönn- um væri þess því meiri þörf nú en nokkru sinni fyr að standa fast saman til að verjast áföllum. Ræða forstjóra var þökkuð með lófaklappi. Reikningunum var vísað til reikninganefndar- innar til athugunar, eftir litlar umræður. Á fundinum1 mætti Björn Páls- son á Löngumýri, fulltrúi fyrir Sláturfélag Austur-Húnvetn- inga, Blönduósi. VI. Skýrsla framkvæmdastjóra . innflutningsdeildar: Framkvæmdastjóri innflutn- ingsdeildar, Aðalsteinn Kristins- son, gerði grein fyrir innflutn- ingi erlendra vara 1931, sem hafði verið miklu minni en næsta ár á undan, þannig, að vörusala Sambandsins hafði orðið 1,7 milj. kr. lægri en 1930. Vörur höfðu verið keyptar frá 12 löndum, og gerði framkvæmdastjórinn grein fyrir því, hvaða vörutegundir voru keyptar frá hverju landi og gerði samanburð á innflutn- ingi ýmsra vörutegunda á árinu við innflutning næstu ár á und- an. Ennfremur gaf hann yfirlit um áburðarsöluna árin 1928— 1931. Ræða framkvæmdastjóranStfvar þökkuð með lófaklappi og í til- efni af henni tóku til máls Vil- hjálmur Þór og Ólafur Metúsal- emsson. Vilhj. Þór gat þess, að venjulega hefði Sambandið getað boðið Kaupfélagi Eyfirðinga betri kaup á erlendum vörum, heldur en önnur firmu. T. d. hefði Sambandið undantekning- arlaust boðið kaupfélaginu hag- kvæmust kaup á kolum, salti og timbri undanfarin ár. Þá lýsti hann ánægju sinni yfir hinni nýju kaffibætisverksmiðju Sam- bandsins og taldi nauðsynlegt, að Sambandið færi að framleiða fleira af „efnagerðar"-vörum, t. d. sápu og saft, strax þegar á- stæður leyfa. Svohljóðandi tillaga frá Vil- hjálmi ,Þór kaupfélagsstjóra var samþykkt í einu hljóði: „Jafnframt því að lýsa ánægju sinni yfir því, að Sambandið hefir nú byrjað á kaffibætisgerð, væntir fundurinn þess, að það komi á framleiðslu á fieiri iðn- aðarvörum". Fundi frestað til næsta dags. Miðvikudaginn 8. júní, kl. 9% árd. var fundi framhaldið. Var þá tekið fyrir: VII. Samvinnuskólinn: Jónas Jónsson skólastjóri gaf skýrslu um kennsluna og kenn- aralið skólans og gerði grein fyr- ir fjárhagsafkomu hans. Síðasta vetur var nemendafjöldi skólans svo mikill, sem húsnæði frekast leyfði. VIII. Skýrsla framkvæmdastjóra útflutningsdeildar:. Jón Árnason framkvæmda- stjóri gaf ítarlega skýrslu um sölu íslenzkra vara hjá Samband- inu síðastí. ár. Alls hafði sölu- verð innlendra vara numið ca. 6,9 milj. króna. Gaf fram- kvæmdastjórinn yfirlit um sölu hverrar einstakrar vörutegundar og verð. Ennfremur gaf hann skýrslu um rekstur gæruverk- smiðjunnar og garnahreinsunar- stöðvarinnar. Fór framkvæmda- stjórinn síðan nokkrum orðum um þá miklu örðugleika, sem nú eru í viðskiptalífinu. Tollmúrar og innilokun þjóðanna gerir við- skiptin mjög erfið, og virðist sú styrjöld áframhaldandi. Þótt all- mikið sé rætt um, eftirgjöf stríðs-. skuldanna og fleira, sem orðið gæti til að dfaga úr erfiðleikun- um, eru framkvæmdir í þá átt alls engar. I Miðjarðarhafslönd- unum hefir tollur á fiski verið hækkaður og í Englandi hefir verið lagður 10% tollur á fisk, en þar eru nú háiværar kröfur ýmsra um hærri toll á þá vöru. Einnig hefir verið nokkurt um- tal um að tolla kjöt, flesk og hveiti þar í landi. 1 Noregi skell- ur kjöttollurinn á 1. júlí næst- komandi. Þrátt fyrir hina margháttuðu erfiðleika kvaðst framkvæmda- stjórinn vænta þess, að úr þess- um málum rættist betur en nú á horfist. Ræða framkvæmdastjórans var þökkuð með lófaklappi. Þennan dag mætti á fundinum Sigurður Steinþórsson kaupfé- lagsstjóri í Stykkis'hólmi. Fundi frestað til næsta dags. Fimmtudaginn 9. júní, kl. 9x/2 árd. var fundi framhaldið. Var tekið fyrir: IX. Klæðaverksmiðjan „Gefjun": Jón Árnason framkvæmdastj. gaf skýrslu um framleiðslu verk- smiðjunnar 1925—1931, og um starfsemi hennar síðan hún var keypt. Snemma á yfirstandanda ári voru dúkar verksmiðjunnar lækkaðir í verði um 10—20%, og hefir framleiðslan aukizt til muna síðan. 1 maí 1931 varsett i á stofn útsala frá verksmiðjunni í Reykjavík. Var nokkur halli á rekstri hennar s. 1. ár, en þá fékk útsalan aðeins 15% um- boðslaun af seldum vörum. 1 sam- bandi við útsöluna er rekin saumastofa. Náðust hagkvæmir samningar við klæðskera, sem veitir henni forstöðu. Hefir rekstur saumastofunnar gengið vel, og vinnur nú 9 manns á saumastofunni. Á Akureyri hefir verksmiðjan einnig saumastofu, sem var sett á stofn í september síðastl. 1 Vilhjálmur Þór kaupfélagsstj. I las upp reikninga verksmiðjunn- ar fyrir s. 1. ár og skýrðf*þá. Á árinu fékk verksmiðjan greiddar 108 þús. kr. í vinnulaun og 62 þús. kr. fyrir seldar framleiðslu- vörur. Tekjuafgangur verksmiðj- unnar nam kr. 4.669,00. Ræðu- maður taldi að hjá níörgum kaupfélögum væri ekki nægilega

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.