Tíminn - 18.06.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.06.1932, Blaðsíða 2
98 TlMINN í fjarvevu minni, til loka júlímánaðar, ann- ast Guðbrandur Magnússon for- stjóri ritstjóm Tímans. Gísli Guðmundsson. mikill áhug-i fyrir hagsmunum verksmiðjunnar. Æskilegt að fé- lögin hefðu fyrirliggjandi ýms- ar af vörum verksmiðjunnar, sem þau gætu afhent viðskipta- mönnum gegn ull og greiðslu vinnulauna. Hvatti ræðumaður menn til að standa saman um verksmiðjuna og skifta við hana. Taldi heppilegt að kaupfélags- stjóramir söfnuðu pöntunum á kembingu og létu verksmiðjunni í té áætlanir um hve mikið fé- lögin þyrftu af lopa og öðrum vörum verksmiðjunnar. Allmiklar umræður urðu um málefni vérksmiðjunnar. Þessar tillögur komu fram: Frá Hannesi Pálssyni: „Fundurinn skorar á stjóm Gefjunar að hafa lopa fyrirliggj- andi til að senda út strax og ull- arsendingamar koma frá u m- boðsmönnum“. — Samþ. með samhljóða atkvæðum. Frá Davíð Jónssyni: „Fundurinn skorar á stjórn Sambandsins að vinna að því, að stjórn heilbrigðismála og mennta- mála ríkisins beiti áhrifum sín- um í þá átt, að sjúklingar á heilsuhælum og spítölum landsins og nemendur í skólum þess, klæðist sem mest innlendum ull- arfatnaði'. — Samþ. með sam- hljóða atkvæðum. Fundarhlé IV2 klst. Mætti á fundinum Karl Am- grímsson fulltrúi frá Kaupfélagi Eyfirðinga. X. Tímaritið „Samvinnan“. Jónas Jónsson alþingism. gaf skýrslu um útgáfu tímaritsins, bæði um fjárhagshlið þess og annað. Urðu töluverðar umræð- ur um málið og kom fram al- mennur áhugi fyrir því, að tíma- ritið yrði gert fjölbreyttara að efni og ötullega unnið að út- breiðslu þess. Var það álit ýmsra, að í sumum tilfellum myndi heppilegra, að ritið yrði sent beint til kaupenda, en ekki kaup- félögum til úthlutunar. XI. Sambandsstjórnin ' hafði athugað inntökubeiðnina frá Kaupfélagi Holtamanna og ekkert athugavert við, að félagið yrði tekið í Sambandið. Var sam- þykkt í einu hljóði að veita fé- laginu upptöku. XII. Umræður út af skýrslu framkvæmdastjóra útflutnings- deildar: Jón Árnason framkvæmdastj. bætti nokkru við áður gefna skýrslu. Tók það fram, að nauð- synlegt væri að nota frystihúsin sem allra mest, og að félögin, sem hafa frystihús, sendi ekki saltkjöt á innanlandsmarkaðinn, svo að önnur félög, sem þurfa að markaðurinn í Noregi lokist að miklu leyti. Síðan urðu all- miklar umræður og nokkrar fyr- irspurnir bornar fram, sem fram- kvæmdastjórinn svaraði. Þessir tóku til máls: Sigurður Jónsson, Arnarvatni, Bjöm Hallsson, Run- ólfur Björnsson, Hannes Pálsson, Björn Pálsson, Þorsteinn Jóns- son og Bjöm Sigtryggsson. Sigurður Jónsson taldi nauð- synlegt að bæta féð, til þess að geta fullnægt kröfum kaupenda um góða vöru. Áleit einnig, að matið á frysta kjötinu þyrfti að verða strangara en nú er og meiri vei$munur á góðu og lé- legu kjöti. BjÖrn Pálsson ræddi einnig um fjárræktina og minntist í því sambandi á innflutning á erlendu fé til blöndunar. Taldi hann með- ferð fjárins og skilyrði hér tæp- ast nógu góð til þess að kjötið gæti orðið svo gott sem skyldi. Nauðsynlegt væri að matið á kjötinu væri í góðu samræmi hjá félögunum, og tæki ekki breytingum frá árí til árs. Þá hvatti hann menn til að gelda hrútlömbin og taldi einnig heppi- legra, að frysta kjötinu yrði eft- irleiðis skift í 8 flokka, til þess að 2. flokks kjötið gæti orðið betra en það er nú. Ræðumaður áleit þess fulla þörf, að einhver maður kynnti sér rækilega allt sem að sauðfjárrækt lýtur, og gæfi bændum síðan leiðbeiningar. Svohljóðandi tillaga frá Run- ólfi á Komsá var samþykkt: „Fundurinn beinir þeirri ósk til framkvæmdastjórnar S. í. S. að hún beiti sér fyrir, að lög- festur verði ákveðinn mánaðar- dagur, ekki síðar en 16.—20. sept. ár hvert, til réttarstarfa“. Fundi frestað til næsta dags. Föstudaginn 10. júní, kl. 91/0 árd., var fundi framhaldið. Var tekið fyrir: XIII. Reikningar Sambandsins: Sigurður Jónsson á Arnarvatni var framsögumaður af hálfu reikninganefndarinnar, og lagði hann fram svohljóðandi Nefndarálit: „Vér undirritaðir, sem aðal- fundur S. I. S. kaus í reikninga- nefnd, höfum, eins og venja er til, athugað reikningshag Sam- bandsdeildanna gagnvart S. í. S. með hliðsjón af hagskýrslum deildanna. En þar sem hagskýrsl- urnar eru enn ókomnar frá mörg- um félögum, höfum vér hvorki getað lagt í eins nákvæma at- hugun á hag einstakra Sam- bandsdeilda, og reikninganefnd hefir oft gjört á undanförnum fundum, og sáum ekki heldur, að það myndi hafa verulega þýð- ingu, þar sem nefndin hefir yfir mjög takmörkuðum tíma að ráða. Eru því litlar líkur til, að rann- sókn nefndarinnar leiddi annað í ljós, en það sem þegar er kunn- ugt orðið framkvæmdastjórn og endurskoðendum Sambandsins. Er nefndinni ljóst, að báðir þeir aðilar vaka vel yfir þessum mál- um. En engu að síður höfum vér tekið til athugunar og umræðu hinar örðugu fjárhagsástæður Sambandsdeildanna og viðskipta- kreppuna, sem þjakar öllum. I sambandi við þá athugun vill nefndin benda stjórn S. í. S. á, að taka til yfirvegunar, hvort eigi muni nauðsynlegt, að S. í. S. veiti þeim félögum, sem tæp- ast eru stödd, meiri aðstoð og eftirlit við stjórn og rekstur, en gjört hefir verið. Að því er snertir viðskipti á yfirstandanda ári, álítur nefndin sjálfsagt að beita þeim við- skiptareglum, sem reikninga- nefnd síðasta aðalfundar lagði til að innleiddar væru gagnvart Sambandsdeildunum, og sem, stjórn S. I. S. hefir nú tekið upp á þessu ári. Virðist eigi ástæða til að gjöra nýjar tillögur um reynslan verður af þeim við- skiptaráðstöfunum, sem þegar hafa verið gerðar. Nefndin vill, í samræmi við það sem reikninganefnd lagði til á síðasta aðalfundi, leggja á- herzlu á, að S. í. S. gjöri hið fyrsta tryggingarsamninga, eða tryggingar- og afborgunar-samn- inga um skuldir Sambandsdeild- anna, að því leyti sem það er enn ekki komið í framkvæmd. Þá leyfir nefndin sér ennfrem- ur að benda á, að hún telur eðli- legt, jafn örðugt og nú er fyrir S. I. S. að hafa nægilegt rekst- ursfé, þá sé farið mjög varlega að veita nýjum Sambandsdeildum lán til viðskipta, og félögum ut- an Sambandsins alls ekki lánað, nema framkvæmdastjórn S. I. S. hafi fulla vissu fyrir, að Sam- bandið geti, þrátt fyrir það, full- nægt nauðsynlegri og réttmætri rekstursfjárþörf Sambandsdeild- anna. Að síðustu lýsir nefndin á- nægju sinni yfir 'því, að starfs- menn S. í. S. hafa fúslega fall- ist á launalækkun á þessu ári. Tekur nefndin þetta fram, af því að það sýnir réttan skilning á því ástandi, sem nú er hér í landi, og af því, að helzta vonin um lagfæringu á ástandinu virð- ist vera sú, að samvinnumenn- irnir gjörist þar brautryðjendur. Lögfræðisráðunautur S. í. S., herra Ragnar Ólafsson, vann með nefndinni og veitti henni þá aðstoð og upplýsingar, sem hún óskaði. Á aðalfundi S. I. S. í Reykjavík, 9. júní 1932. Sigurður Jónsson. Vilhjálmur Þór. Jakob H. Líndal. Runólfur Björnsson. Kristinn Guðlaugsson. Jón ívarsson. Sigfús Jónsson.“ í sambandi við reikningana og nefndarálitið urðu töluverðar umræður, aðallega um skulda- málin og möguleika til að lækka vexti af skuldum. Ræðumenn voru þessir: Sigurður Þórðarson, Hannes Pálsson, Tómas Jóns- son, Sigurður Jónsson og Sigurð- ur Kristinsson forstjóri. Að lokn- um þeim umræðum voru reikn- ingar Sambandsins fyrir árið 1931, með tveim athugasemdum endurskoðenda, bornir upp og samþykktir í einu hljóði. Fundarmenn vottuðu stjórn og framkvæmdastjórum Sambands- ins þakkir fyrir vel unnin störf á síðastliðnu ári með því að rísa úr sætum sínum. XIV. Skifting tekjuafgangs: Eftir tillög-u stjórnarinnar var samþykkt með samhlj. atkvæð- um að ráðstafa arði þeim, kr. 64.631,87, sem varð á rekstri Sambandsins síðastl. ár, þannig: a. Til garnastöðvar- innar -........kr. 25.635,41 b. Til gæruverksmiðj ^ unnar..........— 10.661,00 c. Til KJæðaverksm. „Gefjun“ .. .. — 4.669,05 d. Yfirfærist til næsta árs. . .. — 23.666.41 XV. Kosningar: a. Tveir stjórnamefndarmenn til 3ja ára: Einar Ámason Eyrarlandi, með 42 atkv. og sr. Sigfús Jónsson Sauðárkróki með 28 atkv. Jón í Stóradal hlaut 18 atkv. b. Varaformaður til eins árs: Sigurður Jónsson á Arnar- vatni, með 30 atkv. Jón í Stóradal hlaut 9 atkv. c. Tveir varastjómarnefndar- menn til eins árs: Vilhjálmur Þór, kfstj. Akur- eyri með 30 atkv. og Jón ívars- son, kfstj. Höfn, með 30 atkv. d. Endurskoðandi til 2ja ára: Tryggvi Ólafsson Reykjavík, með 26 atkv. e. Varaendurskoðandi til einsárs: Guðbrandur Magnússon forstj. Reykjavík, með 25 atkv. XVI. Skýrsla ferðakostnaðar- nefndar: Skýrslan framlögð og upplesin. Fundarhlé IV2 klst. XVII. Önnur mál: Hannes Pálsson talaði um út- flutning á skyri og tilraunir Ing- ólfs Esphólín í því efni. Lýsti hann undrun og óánægju yfir því, að styrkveiting til þess var 1‘elld á Alþingi nýafstöðnu. Urðu töluverðar umræður um þetta mál, og komu fram svohljóðandi tillögur: Frá Ilannesi Pálssyni: „Aðalfundur S. í. S. felur fé- lagsstjórn *að skora á ríkisstjórn- ina, Búnaðarfélag íslands og Búnaðarbankann, að veita þann fjárstyrk, sem með þarf, iil að gera skyr — verkað með aðferð I. G. Esphólín — að útflutnings- vöru“. — Till. felld með 15:3 atkv. Frá Runólfi Björnssyni: „Fundurinn felur stjórn S. I. S. að reyna að komast í sam- að salta allt sitt kjöt, geti notið f það efni, heldur sjá fyrst, hver hans, þar sem hætta er nú á því, band við Kaupfélag Eyfirðinga um áframhaldsrannsóknir á frystingu skyrs, og heimilar lít- ilsháttar fjárframlag í þessu skyni, ef með þarf“. — Samþ. í einu hljóði. Fulltrúar frá Kaupfél. Stykk- ishólms hófu umræður um bygg- ingu dúnhreinsunarstöðvar og kom eftirfarandi tillaga frá Jóni Árnasyni framkvæmdastj óra, er var ^amþykkt: „Fundurinn heimilar stjórn S. í. S. að leggja fram nokkurt lánsfé til að koma upp dún- hreinsunarstöð í Stykkishólmi". Fundargerð upplesin og sam- þykkt. Fundarstjóri þakkaði fundar- mönnum góða samvinnu, óskaði þeim góðrar heimferðar og sagði því næst fundi slitið. Sigurður S. Bjarklind. /Skúli Guðmundsson. I. Þess verður lengi minnst í stjórnmálasögu íslands hverja þjóðhollustu hinir pólitísku flokk- ar sýndu á Alþingi, á hinu mikla kreppuári 1932. Andstæðingar þáverandi ríkis- sijórnar, Jafnaðarmenn og Sjálf- stæðismenn, gerðu sameiginlegt verkfall um að inna af hendi þingmannsSkyldu sína. Sameigin- lega neituðu þeir að samþykkja nauðsynlegar framlengingar skattalaga, fjárlögin og sparnað- arfrumvarpið. Sjálfstæðismenn voru öllum þessum málum samþykkir. Full- trúar þeirra í fjárveitinganefnd- um beggja deilda höfðu afgreitt fjárlagafrumvarpið athuga- semdalaust, síðast í efri deild fá- um dögum áður en þessi verk- fallsyfirlýsing kom fram Sparnaðarfrumvarpið höfðu fulltrúar Sjálfstæðismanna í fjár- veitinganefnd neðri deildar átt þátt í að semja með fulltrúum okkar Framsóknarmanna. Og skattafrumvörpunum voru þeir sammála öllum. En vegna alóskylds máls grípa þeir til þessa örþrifaráðs að neita að gegna þingmannsskyld- unni — örþrifaráðs, sem aldrei hefir verið gripið til fyr í þús- und ára sögu Alþingis. Með þessu fantataki ætluðu þeir sér að kúga okkur þingmenn Framsóknarflokksins til þess að greiða atkvæði í kjördæmaskip- unarmálin u þvert ofan í vilja kjósenda okkar og þvert á móti okkar eigin samvizku. Og þetta mál, er ekki enn nema hálfund- irbúið og hálfrætt. Þetta gerðu þessir sameinuðu verkfallsflokkar, Jafnaðarmenn og Sjálfstæðismenn, á hinu mesta kreppuári sem komið hefir yfir þetta land, á þessari öld og þó miklu lengra sé leitað. Tíminn var valinn þegar allur atvinnurekstur er rekinn með tapi. Atvinnuleysi og hörmungar standa yfir og enn meiri eru fyrirsjáanlega framundan. Ríkið og allar stofnanir, bæði opinber- ar stofnanir og einstakra manna, standa höllum fæti bæði inn á við og út á við. Þegar nauðsyn þjóðarinnar krafðist þess afdráttarlaust að þingflokkamir létu allt víkja fyr- ir því að bjarga þjóðfélaginu á hinum mestu hættutímum, þá var gripið til örþrifaráðsins. Var það þó með öllu fyrirsjáan- legt, að ef Framsóknarflokkur- inn sýndi hinn sama skort á þjóðhollustu og svaraði í sama tón, þá hlaut að hefjast barátta með þingrofi og nýjum kosning- um, sem hefði í för með sér auk- ið stórtjón fyrir þjóðin^, bæði, inn á við og út á við og þó með öllu fyrirfram vitað að kosning- arnar nálægðu ekki lausn vanda- málanna um eitt hænufet — nema síður sé. Þessi var þjóðhollusta Jafnað- armanna og Sjálfstæðismanna hundrað dagana fyrstu sem þing- ið sat — og mun lengi minnst. Hins er þó rétt að geta um leið, að undir þinglokin var það þó ekki nema annar þessara flokka sem hélt áfram að berja höfðinu j við steininn. Það lá vitanlega mjög beint við fyrir Framsóknarflokkinn að svara í sama tón og á hann var orpið kveðjunni af verkfalls- flokkunum. Sama, en ekki meiri, skylda hvílir á okkur Fi-amsókn- armönnum að sjá farborða mál- um þjóðarinnar. En þó var það ráðið, þegar að kalla, að miða svarið við nauðsyn þjóðarinnar en ekki við tilgerðir andstæðinganna. Vil ég í því sambandi leiðrétta þann misskilning, sem fram hef- ir komið, að ákvörðun Frarn- sóknarflokksins um þetta hafi verið tekin í beinu eða óbeinu sambandi við minn smávægilega krankleik. Ákvörðun Framsóknarflokks- ins, að stofna ekki til þingrofs og nýrra kosninga, var tekin áð- ur en nokkuð bar á krankleika mínum og var tekin með marg- földum meirahluta atkvæða. Ákvörðun Framsóknarflokks- ins var tekin vegna þjóðhollustu flokksins — útfrá þeirri hugsun að það megi ekki ráða mikils- varðandi ákvörðunum sem virð- ast kann líklegt til bráðabirgða- fylgisaukningar fyrir flokkinn, heldur eigi þörf og heill heildar- innar jafnan að ráða úrslitum. Framkoma Framsóknarflokks- ins á kreppuárinu mikla er óræk- ur vitnisburður um það, að sá flokkur lætur þjóðhollustuna sitja í fyrirrúmi skilmálalaust um allar ákvarðanir sínar. En samanburðurinn sýnir að hinir ílokkarnir hafa ekki sýnt hina sömu þjóðhollustu í framkomu sinni — heldur hafa þeir látið annað sitja í fyrirrúmi og það þó að ættjörðin væri í mikilli hættu. Þeir létu Framsóknar- mönnum það eftir að taka þær ákvarðanir sem komu í veg fyrir vandræðin. III. Þannig, eins og nú hefir verið lýst, mun dómur sögunnar falla um þjóðhollustu . stjórnmála- flokkanna. Og svo kemur eftirleikurinn, afarkátbroslegur. Nú bera þeir sér í munn and- stæðingarnir, og láta það jafn- vel koma fram í blóðum sínum, að þeir geri sér vonir um sundr- ungu innan Framsóknarflokks- ins, sumpart í einstökum málum að því er virðist, sumpart um fullan klofning innan flokksins. Það er líka sennilega til getið eða hitt þó heldur, að sundrung verði einmitt í þeim flokknum, sem í langríkustum mæli hefir rækt skyldu sína á alvarlegum tímum. Það er líklegast, eða hitt held- ur, að sá flokkurinn sem einn getur litið um öxl og haft full- koinlega góða samvizku um fram- komu sína — að sundrung rísi einmitt í þeim flokki. Er það sennilegt að sá flokk- urinn eigi sízt þrifum að fagna, sem ótvírætt hefir sýnt mesta þjóðhollustu. Það er meir en hlægilegt að lesa og heyra um þetta fleypur andstæðinganna — en við eitt- hvað verða þefr að huggast og hafa mikla þörf á því. En til þess að þeir sem ókunn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.