Tíminn - 18.06.1932, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.06.1932, Blaðsíða 4
100 TlMINN Menningarsjóðir í svoitum. íslenzka þjóðin hefir fyrirskömmu minnst merkasta viöburðarins í sögu sinni, stofnun Alþingis á þingvöll- um, þess atburðar, sem hefir ráðið mestu um þann ljóma, sem var yfir þjóðlífi íslendinga fyrstu aldirnar, og vakið hefir eftirtekt alls hins menntaða heims á íslandi og því, sem íslenzkt er. Á seinni árum og áratugum hefir verið á ný morgun- roði yfir byggðum fslands. Með fengnu stjórnfrelsi hefir þjóð- inni' aukizt kraftur og hún unnið þrekvirki á flestum sviðum þjóðlífs- íns, og þá einnig í sveitunum, En þrátt fyrir þetta, þótt framtíðarskil- yrði sveitanna hafi að mörgu leyti aldrei verið betri en nú, er aðstaða þeirra samt erfið. Fólkinu fækkar, sem í þeim býr. þær missa árlega margt af sínum beztu æskumönnum, því að „Til auðs og til vegs rís hið ættstóra blóð um æskunnar gullvægu morgunstundir. Frá haugunum eldir af gamalli glóð, eins og glitri þar baugar við feðranna mundir. Og börnin þau rétta sig lima-löng, því litla stofan er orðin svo þröng og málmraddir eygja þau moldunum undir". Unga fólkið yfirgefur ekki sveit- irnar sínar af því, að það vilji ekki búa i þeim, heldur fyrir hitt, að þær hafa ekki enn það, sem þær þurfa til þess, að því geti yfirleitt liðið vel, og starfað með góðum á- rangri. Á þessu þarf að verða breyt- ing, því óvíða er meira starf að vinna til gagns fyrir þjóðina en í sveitunum. Landbúnaðurinn hefir ekki þolað samkeppnina við sjávar- útveginn, þrátt fyrir það, sem fyrir hann hefir verið gert. það þarf á flestum jörðum að vinna svo mikið, eftir þúsund ára rányrkju, og jarð- ræktin er seinvirk, nema með meiri kostnaði, en flestir geta lagt í hana. I kringum strendur íslands eru ein- hver beztu fiskimið heimsins. Er því eðlilegt, að fólkið hafi leitað til sjávarins, þangað sem meira hefir verið í boði, hærra kaup, meiri skemmtanir og ýms þægindi fram- yfir sveitirnar, eins og t. d. rafmagn og ffeira. Flestir munu vera sammála um það, hve þjóðfélaginu sé það hættu- legt, nái sveitirnar ekki að blómg- ast og vaxa jafnt atvinnuvegum ann- arsstaðar, hve varhugavert það sé, ef mikill hluti þjóðarinnar á eftir að búa í kaupstöðum og sjávarþorp- um. þegar svo kreppir að eins og nú, mun aðstaðan við sjóinn vera sízt betri en í sveitunum. Margir af b.eztu mönnum þjóðarinnar hafa fyrir löngu séð þetta, o.g barist af alefli fyrir velferðarmálum sveit- anna. En til þess að takmarkinu verði sem fyrst náð, að sveitirnar skipi hér eftir, eins og að undan- förnu, öndvegi í þjóðfélaginu, þarf hver, sem ann málum þeirra, að leggja nokkuð af mörkum. Mikils- verðasta mál sveitanna og landsins ,er uppeldið, bama- og unglinga- fræðslan. Á þroska æskunnar bygg- ist framtíð og farsæld þjóðfélagsins. þess vegna ráða uppeldismálin meira en allt annað um þroska og afkomu þjóðarinnar. J>að dylst ekki þrátt fyrir það, sem fyrir uppeldis- málin er gert, bæði af hálfu ein- staklinga og hins opinbera, að þeim er í mörgu ábótavant, oft af efna- legum ástæðum. Mörg börn og ung- lingar verða að fara á misvið gott uppeldi og nauðsynlega fræðslu fyrir fátækt foreldra sinna, eða þeirra, sem eiga að sjá um uppeldi þeirra. Em engar líkur til þess, að svo verði ekki einnig í framtíðinni, með sama fyrirkomulagi og nú er. Gjaldþol og fórnfýsi hinnar líðandi stundar er svo margvíslegum orsök- um háð. Fyrir strjálbýlið í sveitum v.erður aðfengin kennsla oft margfalt kostn- aðarsamari þar en 1 kaupstöðum og sjávarþorpum. Eins og nú er ástatt efnahag í sveitum, verður því oft að líta á kostnaðarhlið uppeldisins meira en holt er, ef vel á að vera. Fræðsíulögin mæla svo fyrir, að þegar foreldrar geta ekki veitt börn- um sínum nauðsynlega fræðslu kostnaðarins vegna, skuli sveitafé- lögin gera það. Sú aðferð er sjaldan Vélsmiðja H&fnarf jarðar Prentsm. A C T A Sími 145. Hafnarflrði. Símnefni: Smiðja. Pramleiðir hjólbörur til notkunar við steinsteypu-, jarðabóta- og vegavinnu, er fyllilega jafnast á við erlenda framleiðslu en seljast þó við sanngjörnu verði. Talið við oss og leyfið oss að gjöra yður tilboð áður en þér fest- ið kaup annarsstaðar. Eflið innlenda framleiðslu. Kaupið íslenzkar vörur. vinsæl, hvorki af þeim, sem þiggja, eða af hinum, sem veita. Neyðamr- ræði margra foreldra hefir því orðið, að yfirgefa sveitirnar og flytja til sjávarins. það mun eigi hafa verið létt fyrir marga, að taka þá ákvörð- un, að yfirgefa jörðina sína, þar sem ótal kærar endurminningar voru tengdar við hvem blett, og fara að stunda vinnu á mölinni. En samt eru miklar líkur til þess að þetta verði enn hlutskipti margra foreldra í sveitum, verði ekki nýjar leiðir fundnar, sem tryggja aðstöðu þeirra. Ég vil nú leitast við að benda á leið, sem ég álít að geti skift miklu fyrir framtíð sveitanna og afkomu þeirra, sem í þeim búa. það er stofnun menningasjóða í sveitum. Ég lít svo á, að hver sveit eigi að mynda menningarsjóð hjá sér, til þess að tryggja uppeldismál sín, og þá fyrst og fremst fræðslu barna og unglinga. Fámenn þjóð, sem þarf að hafa valinn mann í hverju rúmi, má ekki við því, að margir beztu hæfileikar bama hennar fái eigi notið sín, sökum ónógrar fræðslu, sem aftur stafar oft af fátækt að- standenda barnanna. En með sam- eiginlegu átaki getur þjóðin ráðið bót á þessu. Hér er um velferðarmál að ræða, sem flestir mundu vera fúsir að styðja. Sjóðina má mynda á ýmsan hátt. Með frjálsum sam- skotum, gjöfum, ágóða af samkom- um og fleiru. Ef liver maður, sem er kominn yfir 14 ára aldur, legði 50 aura til eina krónu á ári í menn- ingarsjóð, mundi honum á skömm- um tíma safnast mikið fé, en upp- hæðin frá hverjum einstakling svo lítil, að fáa myndi draga um hana að nokkrum mun. það er sannfær- ing mín, að fáar krónur myndu gefa betri arð en þær, sem varið væri í þessum tilgangi. Hlutverk sjóðanna eftir að þeir eru teknir til starfa, er að styrkja þá fjárhagslega til náms, er þurfa þess. þeir eiga að draga úr erfið- leikum sveitalífsins og gefa sem flestum kost á að alast þar upp. þeir eiga að tryggja það, að þeir, sem annars færu á mis við gott upp- eldi kostnaðarins vegna, njóti þess. Og þeir eiga ekki aðeins í framtíð- inni að geta styrkt barna- og ung- lingafræðsluna eftir þörfum, heldur eiga þeir líka að geta veitt efnileg- um ungum mönnum styrk, til þess að stunda nám við æðri skóla. Einn- ig gætu þeir styrkt bókasöfn og önnur menningartæki. Mín skoðun er sú, að sjóðir, miðaðir við þetta, munu vinna mikið gagn, og að það eigi ekki einvörðungu að stofna þá í sveitum, heldur einnig í kaup- stöðum og sjávarþorpum. þar er fjársöfnun auðveldari og nóg verk fyrir slíka sjóði að vinna, þó með öðrum hætti væri en i sveitum. Um leið og þessir sjóðir styrkja fyrst og fremst það, sem mest er um vert, uppeldið, mynda þeir var- anlegt veltufé fyrir sveitirnar og landið, sem mun stuðla að bættum efnahag og auknum verklegum framkvæmdum. En hamingja þjóðar- innar byggist á þessu tvennu, góð- um skilyrðum til þroska livers ein- staklings, og efnalegu sjálfstæði hans. Fyrir nokkrum árum gekkst ég fyrir sjóðstofnun hjá okkur Skrið- dælingum í þessum tilgangi. Undir- tektimar voru mjög góðar, og er ég viss um, að skilyrði til slíkrar sjóð- stofnunar muni vera góð í mörgum sveitum. Sjóðurinn var myndaður með 375 krónum. Upphæðin er að vísu ekki stór, en kosturinn er sá, að hún er mynduð með almennri þátttöku. Síðan þessi sjóður var stofnaður, hafa verið löggð drög til stofnunar sjóðs í sama tilgangi í Hróarstungu. Vil ég nota hér tæki- færið til þess að þakka Tungumönn- um fyrir það, og þá fyrst og fremst Skúla Sigbjömssyni Litla-Bakka, sem mun vera forgöngumaður þess. það, sem ber að ahtuga þar sem menningarsjóðir verða stofnaðir, er fyrst og fremst það, að ávaxta þá á vel tryggum stöðum. Rétt mun vera að lána fé úr þeim til verklegra framkvæmda í sveitunum, gegn hreppsábyrgð. Ég álít, að sjóðirnir eigi ekki að taka til starfa fyr en þeir eru orðnir nokkuð stórir, t. d. 10—20 þúsund krónur, og aldrei megi verja rneira fé úr þeim til styrktar einstaklingum, en vöxtun- um. Eftir að sjóðir þessir fara að stækka, skiftir það ekki nema nokkrum áratugum, að þeir nái þessari stærð. Á meðan verðum við að bjargast sem bezt við getum við það fyrirkomulag sem er. í erindi, sem Guðgeir Jóhannsson kennari ó Eiðum flutti fyrir skömmu á námskeiði, sem haldið var þar við skólann og fjallaði um uppeldisálirif íslenzkrar náttúru og sveitalífs, komst hann meðal ann- ars þannig að orði: „Af því sem á undan er sagt dreg ég þá ályktun, að uppeldisáhrif ís- lenzkrar náttúm á flesta okkar listamenn í heila öld, hafi verið mikil, að fátt hafi lyft þeim hærra, þau hafi hjálpað þeim til að hugsa dýpra og hreinna og breyta fegurð í list og lífi. Mjög er mikils um þetta vert. — það bendir greinilega til þess, að heilbrigðu lífi og helgum anda ís- lenzkrar listar sé svo bezt borgið, að í umhverfi göfugs sveitalífs og frjálsrar íslenzkrar náttúru eigi hin- ir komandi listamenn bernsku sína og fyrsta blóma æskunnar". Ef þetta er rétt um uppeldisáhrif sveitanna, sem ég efa ekki, hversu mikið er >ó ekki gerandi til þess, að sem flestir geti alizt þar upp og þeim liðið þar sem bezt. Foreldramir munu oftast nær vera fyrstu kennarar barna sinna. þeir ráða mestu um uppeldi þeirra og eiga að leggja hornsteinana að hamingju þeirra og farsæld í líf- inu. „Enginn kenndi mér eins og þú“, segir Matthías Jochumsson um móður sína, og slíkur mun vera vitnisburður flestra ágætustu manna þjóðanna. En Matthías hefði tæp- lega orðið slíkur andans leiðtogi þjóðar sinnar, ef honum hefði ekld síðar, fyrir aðstoð ógætra manna, er sáu hæfileika hans, gefist kostur á að dvelja við menntastofnanir þjóðar sinnar. Og það er óvíst, að íslenzka þjóðin hefði nokkurntíma eignast sálma Hallgríms Pétursson- ar, ef Brynjúlfur Sveinsson hefði ekki hitt hann á götugöngu í Kaup- mannahöfn og stutt liann til náms. þessi dæmi sýna okkur, hvað fjár- munir til fræðslu, sem ungt fólk hefir oft ekki aðgang að, gætu unn- ið mikið gagn. það er mikils virði fyrir þjóðina að eignast ellistyrktar- sjóði og annað það, sem má verða henni til almennra heilla og bætt aðstöðu hennar. En mestu skiftir þó það, að hún ó hverjum tíma eigi þau skilyrði, að hún eignist sem flesta stórhuga og göfuga sonu og dætur, sem láta hugsjónir æskunnar verða að veruleika í lífi sínu. Áður en ég lýk þessum linum vil ég minnast ummæla séra Magnúsar Helgasonar, þess manns, sem með stai’fi sínu hefir unnið flestum meira fyrir íslenzka æsku á seinni árum. Hann segir í erindi sínu: „Samvinnumál": „þó að ísland verði aldrei aítur það, sem það áður rav, öndvegi andans í Norðurlöndum, þá svífur mér æ fyrir sjónum sú framtíðar- hugsjón, að íslendingar megi verða gagnmenntaðasta og jafnmenntað- asta þjóðin í heimi. það er dýrð- legt ætlunarverk okkur öllum að vinna að því, hver sem staða okkar er flutt á Laugaveg 1 (“.?f Vísi). HAVNE mælir með sínu alviðurkennda RÚGMJÖLI og HVEITI. Meiri vörugæði ófáanleg S.I.S. slciftix ©ixig’öxi.g’-o. -við oklsnxr Seljum og mörgum öðrum íslenzkum verzlunum. ***** jESZa."u.pfélsLgsstj órar I Munið eftir því að haidbest og smjörílíkast er „Smára“ - smjörlíkí Sendið því pantanir yðar til: H.í. Smj örlikiséerðín, Reykjavík. Voss Folkehegskule byrjar 7. október og stendur yf- ir í 6 mánuði. Fjárstyrkur til þeirra, sem þurfa. Skrifið eftir upplýsingum og sendið umsóknir til 0ystein Eskeland, Voss. FERÐAMENN aam koma tíl Rvlknr, fá her- bergi og rúm með lækkuðu verði á Hverfisgötu 82. SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS er á Amtmannsstíg 4 (niðri). Sími 1121. Ijft Allt með jslensknin skipiini! m •atœmmæfmes*nv -« ^; • • er að öðru leyti. Guð styrkí okkur öll til að vinna að þvi einliuga, lifa fyi’ir það“. Er ekki stofnun menníngarsjóðs, er vinnur að þroska æskunnar, spor til þess, að þessi fagx-a hugsjón fái sem fyrst i’æzt? Ég vona, að í flest- um sveitum séu menn, sem vilja ljá þessu máii iiðsinni, koma því í fi-amkvæmd. því uhið bezta sem á grundu hverri gi’ær, er göfxxg þjóð með andans fjársjóð nógan". Stóra-Sandfelli í febrúar 1932. Bjöm Guðnason. -----O----- Reykjavík. Slmi 249 (8 llnur). Símnefni: Sláturfélag. Áskurður (á brauð) ávalt fyrir- liggjandl: Hangibjúgu (8p«gop.) nr. 1, gild Do. — 2, — Do. — 2, mjó Sauða-Hangibjúgu, gild, Do. mjó, Soðnar Svína-rullupylsur, Do. Kálfa-rullupylsur, Do. Sauða-rullupylsur, Do.. Mosaikpylsur, Do. Malacoffpylsur, 1)0. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cerveiatpylsur. Vörur þessar eru allar búnar til á eigin vinnustofu, og stand- ast — að dómi neytenda — sam- anburð við samskonar erlendar. Vorðskrár sendar, og pantanir afgreiddar um allt land. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Mímisveg 8. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.