Tíminn - 25.06.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.06.1932, Blaðsíða 2
102 TlMINN efnahagsreiknings. Byrja á 2. lið skuldamegin: „Bankar og sjóðir“. Samþykktir víxlar hafa lœkkað frá árinu áður um 246.000 kr., en önnur lán í bönkum hækkað um 1.057.000 kr. IJefir því þessi skulda- liður í heild sinni hækkað um 811 þús. kr. á árinu. Eins og að undanfömu varð Sam- bandið að taka stór lán í Dan- mörku og Bretlandi sl. ár til vöru- kaupa í þessum löndum. Hinir brezku viðskiptabankar Sambands- ins veittu Sambandinu jafnhá lán og árið áður. Hinsvegar var lán það, er Sambandið fékk í viðskiptabanka sínum í Kaupmannahöfn, mikið lægra en árið 1930. þegar kom fram í júlí var búið að nota lánið í danska bankanum að fullu og var bankinn mjög tregur tii að bæta nokkru við. Að lokum fór þó svo, að hann gaf heimild til að lánið mætti hækka um 150.000 kr En sem betur fór þurfti ekki að nota þá lánsheimild, því að þegar kom fram i ágúst var hægt að nota andvirði fiskjar, sem þá var seldur, til að kaupa fyrir vömr í Danmörku. Eins og undanfarin ár, voru hin erlendu bankalán veitt með þeim skilyrðum, að þau yrðu greidd að fullu fyrir áramót. Lánin í brezku bönkunum voru greidd upp á til- settum tíma, en af láninu hjá hin- um danska banka stóðu eftir tæpar 946.000 d. kr., eða íslenzkar krónur 1.157.433,85. þessi mikla skuld staf- aði fyrst og fremst af þvi, hve lítið seidist af saltkjöti fyrir áramót og svo af hinu hve verðfall á ísl. vör- um var mikið á árinu. Síðan árið 1923 hefir Sambandið verið skuld- laust við erl. banka um hver áramót þar til nú. Ég vil geta þess um leið, að á þessu ári hefir Sambandið þegar greitt hinum danska banka 300.000 d. kr. af skuld sinni. 1. janúar 1931 skuldaði Samband- ið Landsbankanum 3.800.000 kr. En frá 25. marz til 30. maí greiddi það bankanum 35.000 sterlingspund í London, eða um 770.000 ísl. kr., sem inn komu um það leyti fyrir seldar vörur í Englandi. þetta varð til þess að í maímánuði komst skuld Sambandsins við bankann niður í 3.150.000 kr. En síðan fór hún aftur að hækka og var í ágúst komin upp í 3.800.000 kr. og fór ekki hærra á árinu. Fyrir áramótin var svo hægt að greiða bankanum 100.000 kr., svo að skuldin var 3.700.000 kr. í lok ársins. Innieign Sambandsins á hlaupareikningi, í bankanum var rúmar 212.000 kr., á móti 153.000 kr. árið áður og var þvi raunveruleg skuld Sambandsins við Landsbank- ann tæpl. 3yz milj. kr. í lok síðasta árs, eða 159.000 kr. lægri en 31. des. 1930. Hinsvegar er rétt að geta þess, að Sambandið átti inni í Útvegs- banka íslands 102.000 kr. í árslok 1930, en ekkert nú um áramótin. Skuld Sambandsins við Búnaðar- bankann var 1. janúar 1931 1.500.000 kr. Greiddi það af þeirri upphæð kr. 250.000,00 á árinu og skuldaði því bankanum 1.250.000 kr. nú um ára- mótin. Sambandið hefir að sjálfsögðu ár- lega sent aðalviðskiptabönkum sín- mn innanlands og utan efnahags- og rekstrarreikning sinn. þá er 7. liður: sjóðir. Sjóðir þeir, sem búið var að mynda í árslok 1930 hafa hækkað árið sem leið um kr. 132.122,61 og við hafa bæzt sjóð- ir klæðaverksmiðjunnar 79.800 kr. Haía því sjóðeignir Sambandsins aukizt alls um 211.922,61 á árinu. Eins og efnahagsreikningurinn ber með sér, hefir hagur Sambandsins enn versnað mikið út á við árið sem leið. í lok síðasta árs voru skuldir við banka, innlenda og er- lenda viðskiptamenn, samvinnufé- lög utan Sambandsins og Innláns- deild samtals kr. 6.483.600,00, en um næstu áramót á undan 5.529.000 kr. Hafa því skuldir Sambandsins út á við hækkað um 954.600 kr. á árinu. Hinsvegar voru innieignir Sam- bandsins í bönkum 93.000 kr. hærri um síðustu áramót en í árslok 1930 og hefir því hagurinn versnað um tæpar 862.000 kr. frá árinu áður. Við skuldir Sambandsins bætast nú skuldir klæðaverksmiðjunnar „Gefj- un“, svo að allar skuldir þess út á við voru um áramótin 6.697.400 kr. Af því að ástæður Sambandsins og félaganna hafa versnað svo mik ið tvö síðastl. ár, tel ég rétt að gera nokkru nánari grein fyrir hin- nm einstöku liðum efnahagsreikn ingsins, þvi nauðsynlegt er að reyna að gera sér ljóst, hvort eignimar muni í raun og veru vera þess virði, sem þær eru taldar. 1. Fasteignir. þær eru bókfærðar sem næst fasteignamatsverði, að undanteknu hinu nýja vörugeymslu- húsi við Geirsgötu, sem er talið með kostnaðarverði. — Venjulega munu ný hús hér í bænum vera virt til fasteignamats að minnsta kosti 35% fyrir neðan það, sem þau hafa kostað uppkomin, og algengt hefir verið að selja hér húseignir 50% fyrir ofan fasteignamatsverð. Sýnir þetta, að fasteignimar eru var- lega metnar. 2. Áhöld. þau voru lækkuð í verði í árslok 1930 um 12.000 kr. eða nærri 30% og síðan engu verið við þau bætt, svo að þau ættu ekki að vera of hátt talin. 3. Verðbréf og hlutabréf. Stærsta upphæðin í þessum lið eru hluta- bréf í Tóbaksverzlun íslands, 22.000 kr. Nú, þegar Tóbaksverzlunin hætt- ir, fær Sambandið útborgað talsvert meira en hlutaféð, og arður af hlutabréfum sl. ár var 45%, sem það hefir nú fengið greiddan. Hafa því þessi hlutabréf verið mikið meira virði, en þau eru talin á efnahags reikningi. 4. og 5. Víxlar og skuldabréL Á þessum liðum getur orðið nokkurt skuldatap, en varla mikið. 6. Vörubirgðir. þær voru afskrif- aðar frá útsöluverði um 28%. Er það langtum meira en þörf var á, en þar sem rekstur Sambandsins var sæmilega góður si. ár, en hins- vegar víst, að erfiðlega muni ganga að láta hann bera sig þetta ár, þótti rétt að fella vörubirgðimar ríflega i verði. 7. Innieignir í hftnkum. þessi liður er tryggur og þarf að öðru leyti ekki skýringar við. 9. Samvínnuskólinn. Áhöld hansog bókasafn voru afskrifuð mikið í árs- lok 1930. 10. og 11. Gamastöðin og gæru- verksmiðjan. þessa eignaliði hygg ég ekki vera of hátt tilfærða. Vil ég taka fram í því sambandi, að hús- eignimar eru hér færðar nokkuð fyrir neðan fasteignamatsverð og að vélar og áhöld hafa verið marg- lækkuð í verði. 12. Klæða verksmiðj an „Gefjun“. þennan lið álít ég heldur ekki of há- an, að minnsta kosti var talið að Sambandið kæmist að góðum kaup- um, þegar það keypti klæðaverk- smiðjuna fyrir tæpmn tveim árum. 13. Vatnsleiðsla að húseign í Rvik. Samkvæmt gömlum samningi á Reykjavíkurbær að kaupa þessa vatnsleiðslu. 14., 15. og 16. liður þurfa engrar skýringar. Og þá kem ég að 8. lið: „Ýmsir skuldunautar“, sem vitanlega er sá eini af eignaliðunum, sem er veru- lega athugaverður. Ég geri þó ekki ráð fyrir, að á skuldum innlendra og erlendra við- skiptamanna verði mikið tap, enda hafa þær, teknar saman í eitt, lækkað nokkuð frá fyrra ári. Ég vonast líka eftir, að skuldatöp hjá félögum utan Sambandsins verði ekki sérlega mikil. Hafa og skuldir þeirra ekki vaxið nema lítið eitt frá árinu áður. þá eru eftir skuld- ir Sambandsfélaganna og er auðséð að á þeim hljóta að v.erða mikil töp á næstu árum. Fer það þó sjálf- sagt mjög eftir því, hve kreppan stendur lengi, hve mikil þau verða. Samkvæmt þessum lið eru skuldir Sambandsfélaganna kr. 6.370.356,61 og skuldir annara samvinnufélaga, sem ég ætla að taka hér með, kr. 361.258,03, eða samtals 6.731.614,64 kr. En frá þessu ber að draga: 1. Vextir til endur- greiðslu ........... kr. 49.838.00 2. Af eftirstöðvum sölu- verðs innl. vara .. — 350.000,00 Samtals kr. 399.838,00 Til skýringar skal það tekið fram, að á skuldahlið efnahagsreiknings eru eftirstöðvar söluverðs innlendra vara taldar 474.864 kr., en frá því verður að draga greitt fyrir óseldar innlendar vörur, rúmar kr. 61.000,00, og það sem Sambandið á sjálft og þau félög, sem ekki skulduðu því um áramót. Hygg ég að varlega sé farið með því að áætla félögum þeim, sem skulda Sambandinu kr. 350.000 af upphæðinni. þegar búið er að draga íymefndar 399.838 kr. frá skuldum félaganna, verða eftir tæpar 6.332.000 kr. Nú hafði Sambandið í vörzlum sínum óseldar innlendar vörur í lok síðasta árs, fyrir 1.251.600 kr. með áætluðu verði. Eftir því sem ég kemst næst, átti Sambandið sjálft af þessu vör- ur fyrir ca. 112.000 kr. og félög, sem ekki skulduðu Sambandinu, vörur fyrir ca. 100.000 kr. Verður þá eftir tæplega 1.040.000 kr., sem þau félög eiga, sem skulda Sam- bandinu. þessa upphæð ber að draga l'rá skuldum félaganna og ennfrem- ur Sambandsstofnsjóð þeirra krónur 564.000,00, sem inni stendur hjá Sambandinu. Verða þá efti'r 4.728.000 kr., sem er hin raunverulega skuld allra samvinnufélaganna við Sam- bandið nú um áramótin. þetta er þungur skuldabaggi, sem erfitt verður að ná inn og langan tíma þarf til, en þess ber þó að geta, að mikið stendur þama á bak við. í fyrsta lagi má benda á, að allir félagsmenn i Sambandsfélögunum, sem eru um 8.100, standa á bak við skuldirnar og aðrir viðskiptamenn félaganna, að því leyti sem þeir geta greitt skuldir sínar við þau. Enn- fremur má benda á, að skuldir fé- laga, sem ekki eru í Sambandinu eru taldar með í þessum skuldum, og eru félagsmenn og viðskiptamenn þeirra félaga ábyrgir fyrir þeim. í öðru lagi eignir Sambandsfélag- anna og er þá rétt að gera sér ljóst svo sem föng eru á, hvernig hagur þeirra stendur. Ég hefi því miður ekki fengið hagskýrslur nema 23 félaga fyrir síðastliðið ár og verð því að láta mér nægja að athuga skýrslur þeirra frá 1930. Að vísu vantar skýrslur frá 5 félögum fyrir það ár, en af þeim eru 2 af bezt stæðu fé- lögunum, reyndar ekki stór félög, en ég hygg þó, að heildar niðurstað- an mundi verða heldur betri, ef hægt hefði verið að taka skýrslur þessara 5 félaga með. Sameiginlegur efnahagsreikning- ur Sambandsfélaganna í árslok 1930 er á þessa leið: þá er vert að athuga að allar skuldir félaganna við banka og sjóði eru 2.402.000 kr. eða noklcru minna en sjötti hluti af skuldunum. Enn- fremur að sjóðirnir samanlagðir eru aðeins hærri en allar útistandandi skuldir hjá félagsmönnum. Samkv. því, sem hér hefir verið bent á, virðist hagur Sambandsfé- laganna, þegar þau eru tekin sem ein heild, hafa verið vel tryggur í árslok 1930. En nú er það vitanlegt, að hagur þeirra hefir versnað mikið árið sem leið. Ég Iiygg þó, að efna- liagsreikningur félaganna frá 1930, þótt tekið sé tillit til versnandi hags sl. ár, sýni, að mildll hluti skulda þeirra við Sambandið liljóti að vera tryggur. Og ég vil halda því fram, að félögin sem heild standi enn fullkomlega fyrir öllum sínum skuldum Hitt er annað mál, að Sambandið verður fyrir talsverðum töpum hjá einstökum félögum, eins og ég hefi margtekið fram, en í sambandi við það má benda á, hvað tryggingar- fé Sambandsins er mikið, þar sem sjóðir þess og tekjuafgangur voru 1.628.000 kr. nú um áramótin. Eins og undanfarin ár, voru ástæð- ur félaganna gagnvart Sambandinu mjög misjafnar nú um áramótin. Nú áttu aðeins tvö af Sambandsfélög- unum inni, en 36 skulduðu. Af þess- um 36 félögum hafa 6 lækkað skuld- ir sínar frá árinu áður lítið eitt, en 30 hækkað þær, sum í stórum stíl. Af þeim 18 félögum utan Sam- bandsins, sem Sambandið hefir skipt. við sl. ár, áttu 3 inni, en 15 skuld- uðu. þrjú af þessum félögum lækk- uðu skuldir sínar á árinu og eitt allmikið. Sameiginlegt mun það þó vera fyrir öll félögin, bæði þau sem í Sambandinu eru og utan þess, að hagur þeirra hafi versnað sl. ár. í fyrsta lagi eru eftirstöðvar þeirra af innlendum vörum hjá Sambandinu minni en næsta ár á undan, og í öðru lagi munu er- lendar vörubirgðir þeirra hafa minnkað mikið á árinu Annars EIGNIR: 1. Fasteignir.....................................kr. 2. Verzlunaráhöld...................................— 3. Verðbréf, víxlar og ávísanir . — 4. Sambandsstofnsjóður..............................— 5. Eftirstöðvar erlendra vara.......................— 6. Eftirstöðvar gjaldeyrisvara......................— 7. Ýmsir skuldunautar: a. Samband ísl. samvinnufélaga . 34.006.34 b Bankar og opinberir sjóðir . . 40.065.06 c. Félagsmenn................... 4.801.059.02 d. Aðrir viðskiftamenn . . . . 1.570.494.93 3.103.548.27 277.235.78 217.559.20 511.778.94 2.118.623.62 2.253.198.81 8. 9. 10. 11. 1. 2. 3. 4. 5. 6. Fyrirfram greitt (vextir, kostnaður o. fl.) Peningar í sjóði....................... Tap á gjaldeyrisvörum.................. Tekjuhalli............................. kr. 6.445.625.35 . — 8.033.36 , — 519.062.89 — 6.195.29 . — 171.693.83 Kr. 15.632.555.34 SKULDIR: Innstæða stofnsjóðs.......................... — sameignarsjóða................. — innlánsdeildar ..................... Samþykktir víxlar............................ Eftirstöðvar söluverðs gjaldeyrisvara .... Ýmsir lánardrottnar: a. Samband ísl. samvinnufélaga . 5.075.980.52 b. Bankar og opinberir sjóðir . . 1.321.401.34 c. Félagsmenn..................... 805.358.73 d. Aðrir viðskiftamenn .... 1.022.534.50 kr. 2.230.003.79 — 2.683.044.53 — 941.018.81 — 1.080.218.37 — 18.975.37 7. 8. 9. Ógreiddur kostnaður o. fl. Utgefnar ávísanir . . . Tekjuafgangur . . . . kr. 8.225.275.09 24.730.00 — 32.098.86 — 397.190.52 Samkvæmt þessum efnahagsreikn- ingi voru sameignarsjóðir félaganna í árslok 1930, ásamt tekjuafgangi, að frádr. tekjuhalla.. .. kr.2.902.000,00 Séreignarsjóðir........— 2.230.000,00 og innieignir félags- manna í reikningum og innlánsdeild .. .. — 1.746.000,00 Samtals kr. 6.878.000,00 Sézt á þessu, að af upphæðum þeim, sem færðar eru skuldamegin á efnahagsreikningnum, skulda fé- lögin sjálfum sér og félagsmönnum nærri 45%. En það sýnir, að ef Sam- bandsfél. eru tekin sem ein heild, gátu þau i árslok 1930 greitt allar skuldir sínar utan félaganna, þar á meðal skuldina við Samb., þó að eignir þeirra hefðu rýrnað um allt að 45%. Og skuldir sínar við félags- menn gátu þau líka greitt, þó að ekki hefðist upp úr eignunum nema rúmlega 2/a þess verðs, sem þær eru taldar á efnahagsreikningnum. kr. 15.632.555.34 hafa skuldir félaganna við Sam- bandið aldrei verið svipað því eins miklar og í lok síðasta árs. Og þó að ég telji að Sambandsfélögin, sem heild, standi enn fyrir skuldunum, er hin mikla skuldahækkun félag- anna tvö síðastliðin ár svo ískyggi- leg, að slíkt má með engu móti halda áfram. þetta var líka fulltrú- um þeim, sem mættu á síðasta að- alfundi S. í. S. ljóst og því var ■samþykt á fundinum að taka upp þær reglur við útlán til félaganna, sem ég gat um í byrjun þessarar skýrslu. þessu var komið í fram- kvæmd um síðustu áramót. Voru aðalgjaldeyrisvörur félaganna áætl- aðar og úttektarheimild til þeirra þetta ár miðuð við það. Svo er og til ætlazt, að þau félög, sem ekki greiða að fullu úttekt sína þetta ár og vexti af skuldinni um síðustu áramót fyrir næsta nýár, fái ekki út fyr en þau hafa staðið skil á þeesu, nema eitthvað sérstaklega standi á, t. d. að gjaldeyrisvörurnar hafi verið áætlaðar of hátt. Nú er ekki um annað að tala, en að greiða allar þær vörur, sem inn eru flutt- ar á árinu, og ef sýnilegt þykir, að gjaldeyrisvörurnar séu of hátt áætl- aðar, sem vel getur verið eftir út- litinu nú, verður að lækka úttektar- heimildina og minnka innflutning- inn til félaganna síðara hluta ársins, þangað til útflutningsvörurnar hrökkya fyrir innflutningnum og þeim greiðslum, sem óhjákvæmi- legar eru innanlands. Vegna þeirra miklu takmarkana, sem nú hafa verið gerðar á inn- flutningnum, bæði hjá félögunum og Sambandinu, hefir hann minnkað afar mikið yfirátandandi ár. Hafa ekki verið fluttar inn ncma allra nauðsynlegustu vörur, og raunar ekki nema lítill hluti af sumum þeirra, samanborið við það sem áð- ur hefir verið. Svo er um byggingar- vörur, girðingarefni, ræktunarvörur o. fl. Er ekki vafi á, að Samband- ið befði getað selt talsvert meira al' þessum vörum, jafnvel mót greiðslu um leið, en vegna gjald- eyrisvandræðanna, þar sem ekkert bankalán hefir fengizt í Danmörku þetta ár, þá höfum við ekki þorað annað en fara afar varlega í öllum innkaupum. En nú er það víst, að þar sem ■ okkert er f lutt inn, nema allra nauðsynlegustu vörur, sem lítið er hægt. að leggja á, hlýtur reksturinn þetta ár, bæði hjá félögunum og Sambandinu, að verða mjög erfiður. Er mjög mikil hætta á, að reksturs- halli verði hjá sumum félögunum. Sjálfsagt er því að draga úr rekst- urskostnaði svo sem unnt er, enda veit ég að félögin muni gera það. Annars er það enginn hægðarleikur, því að félögin munu yfirleitt ekki hafa liaft fleiri menn en minnst liefir verið hægt að komast af með og kaupið ekki verið hátt. Ég vil nú skýra frá, hvað gert hefir verið til að draga úr starfs- kostnaði Sambandsins þetta ár: Skrifstofa þess í Hamborg var löggð niður í janúarlok. Reksturs- kostnaður hennar var kr. 40.703,09 siðastliðið ár. þessi kostnaður spar- ast raunar ekki nærri því allur, því að tveir af starfsmönnum hennai' eru í þjónustu Sambandsins áfx'am. Fi-amkvæmdastjóri hennar, Óli Vil- hjálmsson, flutti til Kaupmanna- hafnar og annast þaðan þau við- skifti, sem Sambandið kann að hafa við þýzkaland, og hinn starfsmað- urinn, Runólfur Sigurðsson, starfar nú hér á aðalskiifstofunni. En það sem aðallega sparast á þessu, er kaup eins starfsmanns, húsaleiga og skattar, sem alltaf var verið að hækka og ekki er hægt að vita hve háir hefðu orðið, ef nokkur veruleg starfsemi hefði haldið áfram í þýzkalandi. þá hefir Sambandið lækkað laun allra ■ starfsmanna sinna, utanlands og innan, um 10% frá síðustu áramótum og tveimur af starfsmönnum þess hér á skrifstof- unni var sagt upp stöðunni, og hætti annar störfum um áramót, en hinn um miðjan janúaiv Ennfremur var Svafar Guðmundsson fulltrúi skipaður í skilanefnd Síldareinka- sölu íslands skömmu fyrir síðustu áramót, og sparar Sambandið laun til hans á meðan hann gegnir því starfi. þá hefir 2 starfsmönnum á Hafnarski'ifstofu verið sagt upp starfi þeirra frá 30. júní. því miður hefir ekki verið hægt að spara ann- an kostnað svo nokkru verulegu nemi, en það sem hér hefir verið nefnt mun lækka starfskostnaðinn að talsverðum mun. Annars virðist nú svo sem helztu ráðin til að vei'jast kreppunni séu þau, að búa sem mest að sínu, spara allan kostnað eins og unt er og minnka kaup á aðkeyptum vör- um og fresta öllum framkvæmdum, öðrum en þeim, sem miða að þvi að gera fi’amleiðsluna verðmeiri. Eg vil svo að lokum geta þess, þó að fundarmenn viti það sjálf- sagt eins vel og ég, að ekki sjást enn nein merki þess, að ki'eppunni sé að létta. Menn mega því búast við miklum ei’fiðleikum enn og að þeir fari versnandi. Og eitt er víst, að samvinnumönnum hefir aldrei verið meiri þörf á því en nú, að standa fast saman, til að verjast á- föllum. En ég vona að svo reynist enn, að það verði ekki sízt sam- vinnumennirnir, sem standist þá miklu örðugleika, sem nú hafa dun- ið yfir þjóðina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.