Tíminn - 25.06.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.06.1932, Blaðsíða 1
^jaíbfeti og, afa.rciöslumaour QTimans ef HaniiDeig þorsteinsöótHr, £a:fjarg.ötu 6 a. &eyt\aái. & ^ ^feteifcsía íímans « í £œfjaraðtu 6 a. (Dpin oaajeaa-fl. 9—6 Sími 2353 XVL árg. Reykjavík, 25. júní 1932. 28. blað. Fei-ill íkaJclsins o g- landsreikningurinn 1930 Síðan íhaldið missti völdin eftir kosningarnar 1927 hefir það hagað sér eins og óður maður. pað hefir hókstaflega barizt á móti öllum mál- um sem Framsóknarflokkurinn hef- ir flutt, jafnt hvort íhaldið gat að- hyllst þau eða ekki, aðeins til þess að geta skammast og geta gert and- stæðingunum erfitt fyrir. pegar Tryggvi pórhallsson flutti frumv. um rannsóknarstofu fyrir landbúnaðinn og atvinnuvegina, þá barðist auðvitað Valtýr Stefánsson, sem átti aS vera sérfræðingur í- haldsins í landbúnaðarmálum, en í framkvæmdinni varð það i vitleys- unni, á móti þessu máli og allt í- haldsliðið með honum. Nú er þessi sami maður í blaði sínu hvað eftir annað að tala um, hvað þessi stofn- un sé nauðsynleg og vitnar nú síð- ast í prófessor Weis, sem í Politiken segir, að ef ísland eignist eigin vís- indarannsóknai'stofnun fyrir land- búnaðinn, muni hann með litlum kostnaði ná miklum framförum. Og auðvitað endurtekur sama sagan sig, sem gerzt hefir í samþykkt og framkvæmd jarðræktarlaganna, Ræktunarsjóðsins og Byggingar- og landnámssjóðs, ,að eftir að ihaldið hefir barizt á móti öllum þessum málum, alveg eins og lögunum um rannsóknarstofuna, þá endar það með því, þegar málin hafa sigrað, að eigna sér þau og segjast sérstak- lega hafa barizt fyrir þeim. Einn liðurinn í þessari baráttu í- haldsins á móti öllu sem Fram- sóknarfl. hefir barizt fyrir, eru skrif þess um landsreikninginn 1930. — íhaldsblöðin, með Morgunbl. í broddi fylkingar, hafa eytt feikna rúmi til þess að skrifa um þetta mál og í- haldið á þingi með M. Guðm. sem aðalframsögumann, hefir svo stöð- ugt lesið upp þessar greinir yfir þingmönnum og yfir þjóðinni í út- varpinu og kallað þingræður. Jafnvel þótt þessi blaða- og þing- vaðall íhaldsins um. landsreikning- inn sé hinn ómerkilegasti, mun þó í nokkrum greinum, sem hér fara á .eftir leitast við að svara þessu . nokkru. V,erður þá.- lögð til grund- vallar langloka sú, sem birtist í nær tuttugu iblöðum af Morgunbl., með því, að þar mun í einni heild fiim- ast endurtekning á öllum þeim staðleysum, sem íhaldið hefir látið rigna yfir þjóðina i ræðu og riti. En áður en vikið er að einstökum atriðum, skal í grein þessari bent á nokkur almenn atriði, sem nauðsyn- legt er að glöggva sig á. Landsreikningurinn 1930 sýnir að rekstrarreikningur ríkissjóðs hefir numið rúml. 16,7 milj. kr. Fjárlaga- áætlunin Jyrir þetta ár var 11,9" mijl. Greiðslur umfram fjárlög hafa því numið 4,8 milj. og tekjuafgangur var tæplega y2 milj. kr. Ætla mætti eftir skrifum íhalds- ins að dæma, að LR. 1930 sýndi al- veg sérstaklega háa umframgreiðslu, en það er nú síður en svo. Ef um- framgreiðslur ríkissjóðs eru athug- aðar einmitt þau ár sem íhaldið hafði stjórnartaumana, kemur í ljós, að þær nema: 1917 kr. 11,6 milj. 1918 - - 7,5 1919 - - 13,9 1920 - - 10,9 1921 - - 7,4 1924 - - d,54 1925 - - 3,38 1926 - - 2,48 1927 - - 1,75 Á arunum 1917—21, þegar um- framgreiðslurnar eru mestar, voru, fjármálaráðherrar þeir Björn Krist- jánsson, Sig. Eggerz og Magnús '27 var Jón þorláksson fjármálaráð- herra. Astæðan fyrir öllum skrifum og skrafi ihaldsins um LR. 1930 er því ekki sú, að þeir sýni neina óvénju- lega háa umframgreiðslu. Umfram- greiðslur ihaldsráðherranna voru öll árin 1917—1921 íniklu hærri og auk þess vár 1,5 milj. .til 2,6 milj. kr. tekjuhalli öll árin nema 1919. Raun- v'erulega ástæðan fyrir öllum þess- um skömmum ihaldsins um LR. er fyrst og fremst þeirra algilda regla, að skammast yfir höfuð um allt, sem Framsóknarfl. hefir gert og ger- ir, eins og bent hefir verið á hér að framan. En auk þess hefir íhaldið alveg sérstaka ástæðu til þess að teygja lopann eins mikíð um þetta efni og frekast er unnt, þar sem umframgreiðslur LR. 1930 kr. 4,8 milj., er óneitanlega allhá upphæð. pað vill mikla þessa upphæð sem mest' í augum almennings, og reyna að gera hana hærri en hún raun- verulega er, í von um að geta falið sínar eigin fjármála- og óreiðusynd- ir á bak við LR. 1930, og á þann hátt fengið almenning til þess aS gleyma þeim. Auðvitað er það, að íhaldið þarf að geta falið og fengið almenning til að gleyma allri sinni fortíð, ef það á að hafa nokkra von um að geta náð völdum aftur, en ekki gildir það sízt um fjármálaferil flokksins. Ef almenningur á að Jíta við íhalds- flokknum, þarf flokkurinn að fela 14 milj. kr. skuldasöfnun ríkissjóðs á' árunum 1917—1921, hann þarf að fela 11 milj. kr. enska lánið 1921, sem Magnús Guðmundsson tók með aðstoð Kúlu-Andersen og lánaði svo íslandsbanka af því 7 milj., á.n þess að hafa nokkra heimild til þess frá þinginu, hann þarf að fela alla sína hjálp og alla sína samúð með fjár- sukki og fjármálaóreiðu íslands- banka, hann þárf að fela 8 milj. kr. sem Jón porláksson lét ríkissjóð taka til þess að lana að mestu veð- deildinni, til þess að byggja villur i Reykjavík og til þess að lána út á gömul hús og hækka þau þann veg varanlega í verði, hann þarf að fela meir en hálfan fjórða tug milj- óna af bankatöpum, hann þarf að fela það' þegar Jón porláksson lét Landsbankann taka 1927 lán í Ame- ríku til þess að lána aftur íslands- banka, hann þarf að fela tekjuhalla Jóns porlákssonar, hann þarf að fela gengishækkunarfávizku sama manns, hann þarf að fela sjóðþurð Brunabótafélagsins, hann þarf að fela Einar og Jóhannes, hann þarf að fela skattsvikin, aðferð sína við ; niðurjöfnun útsvara í Rvik og frið- indi þau, sem flokkurinn veitir ýms- um af sínum mönnum, til þess að verzla við ríkisstofnanir, hann þarf að fela kaupskap sinn við jafnaðar- menn fyrir þingrofið 1931 um að láta ríkissjóð ganga í ábyrgðir og taka ný lán, sem námu 14 milj. kr. — pá var íhaldsflokkurinn ekki hræddur við fjárhag ríkissjóðs eða landsmanna. íhaldið þarf að fela ó- endanlega margt, svo margt, að það er ómögulegt að fela það með nokkr- um ráðum. Almenningur verður að skilja þessa löngun og þörf íhaldsflokksins til þess að fegra sig á kostnað LR. 1930 og almenningur verður einnig að gera sér það ljóst, að það voru alveg sérstakar ástæður fyrir hendi alþingishátiðarárið 1930, sem hlutu að auka útgjöld ríkissjóðs að mikl- um mun. Margt og mikið var það, sem menn. úr öllum flokkum höfðu miðað við 1930 og mörg voru þau verk sem lokið var við á þessu ári aðarsamur undirbúningur á öllum s'viðum, sem ríkið varð að standa straum af. Meðal annars huggaði í- haldið sig um stund við það, að cngin stjörn mundi geta varið þann kostnað, sem hlyti að vera samfara Alþingishátíðinni. pað hafði reynslu frá tveimur konungslieimsóknum, 1921 og 1926. Við báðar þessar heim- sóknir sóaði íhaldið of fjár, þótt um enga þjóðhátíð væri að ræða. Kostn- aðurinn var fólginn í því að metta fámenna íhaldsklíku, sem notaði sér t.ækifærið að vanda og lifði í „vel- lýstingum praktuglega". Ekkert fé var áætlað á fjái'lögum til þess að standast straum af Al- þingishátiðarkostnaðinum, sem nam nál, 1 milj. kr., og auk þess voru umframgreiðslur til vegageiða meir en 1 milj. kr., sem að miklu leyti stöfuðu af þvi, að nauðsynlegt var að hraða þeim framkvæmdum, til þess að létta allar samgöngur og greiða fyrir mönnum. Vegirnir eru varanleg endurbót, sem eykur 'sjálf- bjargarmöguleikana og verðmæti landsins. Og Alþingishátíðin hefir skapað vakningu inn á við og aukið hróður okkar mjög út á við þannig, að okkur er nú skipað varanlega á bekk með menningarþjóðum. Er- lendar þjóðir sæmdu okkur gjöfum, peningu'm sem skifta hundruðum þúsunda og um leið er viðurkenn- ing á menningarstarfi okkar eins og t. d. Snorrasjóðurinn, sem Norð- nienn gáfu, listaverkum eins og myndastyttu Leifs heppna, sem um leið er viðurkening fyrir því, að við höfum fundið Ameríku og hinum fullkomnustu áhöldum í væntanlega rannsóknarstofu i þágu atvinnuveg- anna og nemur sú gjöf fleiri hundr- uðum þúsunda kröna að verðmæti. pað liggja þvi mjög eðlilegar á- stæður til þess að umframgfeiðslur ríkissjóðs 1930 hlutu að verða ó- venjulega háar, hversu sparlega sem haldið var a fé hans. En þessa að- stöðu reynir nú íhaldið að" nota til þess að brigsla Framsóknarstjórn- inni um óhófseyðslu í von um að geta með því falið sína eigin óhófs- eyðslu. Nú skrifar og ræðir íhaldið um það, að það vilji fara sparlega með landsfé, styðja gætilega fjár- málastjórn og ekki hleypa landinu í skuldir; allt saman blekkingar, sem einkenna íhaldsflokkana og sem Jón porláksson lýsti svo vel í Lög- réttugreininni frægu 1908. . Af því að ritstjóri Tímans fór í ferðalag vestur á Snæfellsnes rétt eftir að „leiðrétting" þessi kom, gleymdist í bili að birta hana og hefir dregizt síðan. En af því að M. J. ¦ alveg nýlega hefir gefið tilefni til er sjálfsagt að láta hana koma fyr- ir almennings sjónir, til þess að op- inbert verði, þó að i litlu sé, hversu samvizkusamur prestakennarinn er í heirnildum. Siglús Halldór,s, skólastjóri -á Ak- ureyri, hélt því fram í opinboru blaði fyrir nokkuð löngu síðan, að M. J. heíði haft eftir Jónasi Jónssyni, þáv, ráðherra, ummæli, sem J. J. átti að hafa látið falla í þingræðu, en væru ranglega eftír höfð og því fölsun á þingtiðundunum. M. J. svaraði greininni þegar og tilgreindi með tilvitnun í ákveðna blaðsíðu í þingtiðundunum, hvar þessi ummæli væri að finna. Líklega hefir prcstakennarinn treyst því, að enginn myndi nenna að hafa fyrir því að fletta upp í þingtíðind- unum til að athuga, hvort tilvitn- unin væri rétt, enda myndi enginn trúa manni í slikri stöðu til þeirrar bíræfni, að falsa tilvitnun í prentaða heimild, sem almenningur á aðgang að. En af því að M. J. er aður kunn- ur að miður vandaðri þingsöguritun, datt manni einum -hér i bænum í hug, rétt eftir að svar M. J. kom út, að leita af sér gruninn i þessu efni. Sámvizkusemi prestakennarans reyndist þá á þessa leið: pingræðan, sem M. J. vitnar i í Alþtíð., til að sanna það, að hann hafi íarið rétt með orð J. J., er alls ekki eftir J. J. Ummælin, ef þau væru rétt höfð eftir, hlytu þó að vera prentuð i ræðu J. J. í þingtíðindunum. En ræð- an, sem M. J. vitnar í, er eftir Ólaf Thors! En það er svo sem ekkert undar- legt, þó að hann falsi ummæli úr Alþingistiðindunum, maðurinn, sem skrifaði „Reykjavíkurbréfið" um veik indi Tryggva pórhallssonar, og sem bii't var í Morgunbi. Sögki&fölsim Magnúsar prestakennara Guðmundsson. Og á árunum 1924^— og ákaflega margbrotinn og kostn- Snemma á sl. vetri barst ritstjóra Tímans eftirfaranda plagg frá Magn- úsi prestakennara Jónssyni: „Lciðrétiina". í síðasta tbl. Tímans (28. nóv.) er sagt, að ég hafi „orðið uppvís að því að falsa ummæli úr Alþingis- tíðindunum til pólitiskra árása, (eins og t. d. Sigfús Halldórs hefir sann- að á M. J.)". pessa umræddu sönn- un" Sigfúsar rak ég iafnskjótt ofan í hann aftur, eftir að grein hans var komin út, með því einfalda móti, að tilgreina stað í Alþingistiðindun- um, þar sem nefnd ummæli eru prentuð (sjá ísafold 30. júní 1931). Fer þá að verða minna úr „fölsun- inni" af minni hendi, en hættara við að hún festíst á einhverjum öðrum. Hvort ummælin eru rétt höfð eftir J. J. i Alþingistíðindunum get ég á hinn bóginn ekki borið ábyrgð á. Leiðrétting þessi krefst ég, sam- kvæmt tilsk. 9. maí 1855, aö birt verði í fyrsta eða öðru tölublaði af Tímanum eftir að hún berst ritstjórn- inni í hendur. Reykjavík, 30. nóv. 1931 Sffagnús Jónsson. A víðavangi. Bændur oy kaupkrðfur. Mbl. og Vísir halda því fram á degi hverjum, að samvinnumenn í landinu séu kommúnistar og ger- byltingamenn. Ekki færa blöðin rök í'yrir þessu, enda myndi það erfitt, og fáir samvinnumenn hafa tekið þátt í byltingum Jóns porL bæði í fyrra og nú, er hann og lið hans vildi setja þjóðskipulagið í hættu með skattaneitun. pá vilja þessi blöð miklast yfir því, að samvinnubænd- ur hafi ekki haldið hlut sínum í kaupdeilum á útfiutningshöfnum Húnvetninga. En þar hafa íhalds- menn af litlu að státa. peir hafa undanfarin ár látið Héðinn Valdi- marsson setja sér kaupið möglunar- laust. . pótt 3ja þús. kr. tekjiihalli eða meira sé til jafnaðar á hverj- um togara í Rvík, þá hafa Ólafur Thors og lið hans hvergi reynt að spara, hvorki á stóreyðslu eigonda í landi, né á öðru. peir hafa haldið sama háa kaupinu. peir tóku við 10% hœkkún orðalaust vorið 1930. í vetur sagði Mbl. að útvegsmenn væru svo brostnir að kjarki, að socialistar virtu þá ekki svars út af kaupdeilum, og Mbl. ráðlagði þeim að beygja sig i auðmýkt. Tvennt hefir komið ihaldsmönnum til að sýna þessa lítilmennsku, að reyna ekki til að láta atvinnuna bera sig. Fyrst að þeir vildu ekki hafa kaup- deilur við Héðinn til að geta haft hann sem bandamann við að brjóta niður sjálfræði bygðanna í kjör- dæmamálinu. Og i öðru lagi er mörgum útgerðanriönnum nærri sama á hverju veltur. Allt sem þeir • hafá handa milli, er frá bönkunum og töp þeirra vaxa með hverju ári. Friður og svefndauðL Margir dugandi menn,. og sumir litið dugandi predika nú frið. peir segja að minsta kosti megi Fram- sókn til með að vera góð við íhald- ið meðan viðskiptakreppan sé hörð. Framsókn hefir jafnan sýnt friðar- hug sinn á krepputímum, að því leyti sem við á. pegar íhaldið tók við stjórn 1924 gerðu Framsóknar- þingmenn allt sem þeir gátu til að hjálpa stjórninni bæði til að spara og fá rrýja skatta. Sama hafa þeir gert nú, þótt íhaldið só með í stjórn. Framsókn álítur að hver lands- stjórn eigi að fá þann stuðning serh skynsamlega má veita, til þess að hún geti fyrir landsins hönd staðið við samninga fyrir ríkið og innt af hendi lögboðin gjöld. En íhaldsmenn heimta meiri „frið" en þetta. peir vilja að samvinnuflokkurinn haldi að sér höndum meðan verið er að rífa niður vald bygðanna í pólitísk- um efnum. peir vilja að Framsókn leyfi þeim að leika lausum hala í viðskiptamálunum, meðan verið er að freista að rífa niður og eyðileggja samyinnufélögin. Og íhaldsmenn vilja um fram allt að hátekjumenn- irnir og eyðslulýður landsins megi áfram halda uppi sömu lifnaðar- háttum og fyr, þó að bændur lands- ins hafi svo þrönga afkomu sem mest má verða, ef ekki er bein hungursneyð. í vetur báru Fram- sóknarmenn í efri deild fram frv. um að fella niður dýrtíðaruppbót af hærri embættislaunum. íhaldsmenn felldu það við fyrstu umræðu. Fram- sóknarmenn komu með frv. um að lækka húsaleiguokrið, leggja skatt á stóribúðir og verðhækkun húsa, sem stafaði af dýrtíðinni, svo og að hækka til muna skatt af háum tekj- um (þegar komið var á 6. þús. kr.). Ihaldið reis á móti öllum þessum frv. og eyddi þeim. pað vill hafa frið þar, til að eyða eins og áður, þó að tekjur almennings hrapi niður með verðfalli afurðanna. peir vilja að bankarnir taki ný lán erlendis, sem þeir geti lifað á þótt útgerðin tapi. Seinni kynslóðir eiga að borga brúsanh, þeir sem vinna. En í þessu efni eru samvinnumenn ekki líklegir til að sofna á verðinum. peir vita að eyðslulýður landsins ætlar að nota kreppuna til að vega að fólk- inu í hinum dreifðu bygðum, til að ræna af þeim pólitíska valdinu, til að láta það bera byrðar skatt- anna, og á meðan ætla þeir að lifa sama glaða óhófslífinu og áður, í dýru villunum, sem landið stendur í ábyrgð fyrir. K. P. Iðnsýning hin fjórða í röðinni, sem haldin hefir verið í Reykjavík, var opnuð 17. júní. Er þetta tvímælalaust veg- legasta iðnsýningin af þessum fjór- um og auðsæjar framfarirnar sem orðið hafa a síðustu árum. pá hefir orðið umbót í því, hversu sýnis- gripunum er liú komið smekklegar fyrir en áður. Liðlega 100 einstakl- ingar og iðnfyrirtæki sýna þarna framleiðslu sína. Er sýningunni komið fyrir í skólagarði, leikfimis- húsi og öllum 22 kennslustofum gamla Barnaskólans. Ýmsar nýjung- ar koma þarna frám, sem almenn- ingi mun ókunnugt um að fram- leiddar séu hér á landi pg umbæt- ur i .eldri iðngreinum. Hefir aðsókn verið æði mikil að sýningunni og vildi Tíminn hvetja sem flesta til þess að láta sýningu þessa eigi fara fram hjá sér. Gunnar Jóhannesson frá Fagradal í Norður-pingeyjarsýslu lauk em- bættisprófi í guðfræði við háskólann 15. þ. m.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.