Tíminn - 09.07.1932, Page 1

Tíminn - 09.07.1932, Page 1
©íaíbfert og afgrciösluma&ur iíimans tt Xaunpeig þ o r 51 einsöóttir, Scefjarðötu 6 a. ^eyfjoÐtf. 2^.fgteiböía í i m a n s er i €œfjargötu 6 a. ©pin öaglegcr fL 9—6 Siiöi 2353 XVI. árg. Reykjavík, 9. júlí 1932. 30. blað. Flokkarnir Nú stendur yfir hin mesta fjármálakreppa, sem komið hef- ir yfir heiminn síðan millilanda- skiftin tóku að spenna greipar um allan hnöttinn. Þessi kreppa nær átakanlega mikið til okkar fslandinga. Mbl. og fylgilið þess segja að hún komi af því að Framsóknar- stjórnin hafi gert of mikið að framförum í landinu. Aðrir menn skilja tæplega hversvegna vegir, símar, brýr, sjúkrahús, skólar, hafnir, skip og góð íbúðarhús hafa getað skaðað íslendinga svo sem ætla mætti, ef skoðun Mbl. væri á rökum bygð. Og þá er elcki auðveldara að skilja hvers- vegna framfarir síðustu ára hér á landi hefðu getað eyðilagt fjár- hag allra menningarlanda, þar á meðal Bandaríkjanna, sem voru auk allrar annarar auðlegðar, svo rík að gulli fyrir nokkurum misserum, að úr því mátti steypa 25 þúsundir kálfa, handa eftirkomendum ísraelsmanna að tilbiðja. Mbl. og fylgilið þess hefir fundið upp aðra sögu. í blaðinu hafa verið stöðugar dylgjur um fjárhag samvinnufélaganna ís- lenzku. Og fylgismenn blaðsins hafa talið sig vita enn meira en á prenti hefir staðið. Þeir hafa fullyrt að Sambandið eitt slculd- aði Landsbankanum frá 13 til 20 miljónir króna. Einn tiltakanlega varfærinn íhaldssýslumaður sagði að Sambandið skuldaði þessum banka þó ekki nema 8 miljónir króna, en til viðbótar 2 miljónir krona hjá enskri vefnaðarvöru- verzlun. Þessum sögum var óspart haldið á lofti til að sýna, hve mjög kreppan hefði sorfið að bændum landsins. Miklu skuld- irnar hjá mörgum af forgöngu- mönnum íhaldsins áttu að rétt- lætast með skuldasúpu samvinnu- manna. Svo kom aðalfundur samvinnu- félaganna. Forstjórinn flutti ít- arlega ræðu um fjármál Sam- bandsins og kaupfélaganna. Á- grip af þeirri ræðu hefir nú ver- ið prentað hér í blaðinu og lesið út um allt land. Andstæðingar samvinnufélag- anna urðu meir en lítið hissa, er þeir höfðu lesið þessa ræðu. Sögurnar sem þeir höfðu heyrt og trúað til hálfs eða að öllu leyti, voru býsna ólíkar veru- leikanum. Mönnum sem lítið þekktu til kaupfélaganna og Sambandsins kom margt einkennilega fyrir í þessari greinargerð. Skuldirnar voru að vísu miklar, en þó ekki nema brot af því, sem um hafði verið talað. Þær höfðu vitaskuld aukist verulega tvö undangengin verðfallsár, en líka miklu minna en við hafði verið búizt af ókunn- ugum mönnum. En tvennt annað var þessum mönnum þó, og það með réttu, enn meira undrunar- efni. Hið fyrra voru sjóðir kaupfé- laganna og Sambandsins. Það er líftryggingarfé samvinnufélag- anna. Því hefir verið safnað með þrautseigju og festu á löngum og kreppan tíma. Allir félagsmenn leggja í sjóðina jafna hlutfallstölu af verzlunarveltu sinni. Fátæki mað- urinn í samvinnufélagi á hlutfalls lega við verzlun sína jafn mikla sjóðeign og ríki félagsmaðurinn. Þessar sjóðeignir hafa verið að myndast smátt og smátt, og myndast enn. Þær eru megin ein- kenni samvinnufélaganna. Þær gera samvinnufélögin í einu trygg og fær til að takast á hend- ur stærri og stærri verkefni. Ef til vill var þó hitt atriðið engu síður athyglisvert. Það var sú lífsskoðun, sem gegnsýrði ræðu Sigurðar Kristinssonar. Þar gætti í öllu and^ varfærni sparsemi og framsýni. Félögin líta ekki á sig eins og verzlun, sem eigi að eggja kauplöngun manna, heldur fyrirtæki, sem eigi í einu að hjálpa félagsmönnum til góðra verzlunarkjara og venja þá við sparsemi og ráðdeild. Þegar kreppan skall á, voru samvinnumennirnir fyrstir til að grípa til varúðarráðstafana. Þeir byrjuðu að spara kaup á öllu sem unnt var að spara. Starfsmenn samvinnufélaganna, þar á meðal Sambandsins, lögðu sjálfir til að laun þeirra yrðu lækkuð. Þegar vandræði hófust með gjaldeyri gagnvárt útlöndum, þá voru það aftur samvinnumennirnir, sem beittu sér fyrir innflutningshöft- unum. Og þegar Tr. Þ. steig það spor síðastliðið haust, þá hafði hann í því efni bak við sig óskor- aðan stuðning samvinnumanna í landinu. En andstöðuflokkur Framsókn- ar, íhaldið, hefir í öllum þessum málum verið nákvæmlega á gagn- stæðri skoðun við samvinnumenn- ina. Ýmsir hafa tekið mörg, stór lán hjá bönkum landsins. Og eftir skýrzlum bankanna eru á þeim slóðum nú týndar með öllu yfir 30 miljónir af sparifé því, sem bankarnir hafa lánað út, og lán- um þeim, er þeir hafa fengið með ábyrgð landsins. Stórútgerðin er meginþátturinn í atvinnulífi því, sem íhaldsleið- togarnir starfa að. Einn af þess- um mönnum sagði á þingi í vet- ur, í ræðu sem barst út um landið gegnum útvarpið, að Reykjavík lifði á 26 togurum og 10 línubát- um. Flann sagði að þetta væru gömul skip, sem væru að ganga sér til húðarinnar. Engin skip hefðu verið byggð eða keypt hin síðustu ár. Menn vita almennt ekki mikið um sjóðeignir þeirra félaga, sem eiga ]?ennan gamla flota. En það er þó því miður talið sennilegast, að mjög mörg af þessum félög- um séu gersamlega eignalaus, að þau eigi enga sjóði, hafi ekkert eigið fjármagn til að endurnýja skipastólinn, og í raun og veru séu mörg þessi skip gerð út fyr- ir reikning bankanna, en ekki hinna svokölluðu eigenda. Samt hafa þessi skip borið í land óhemju auð á undangengn- um árum. En sá auður hefir ekki safnast í sjóði hjá eigendunum, nema að sáralitlu leyti. Mestur hluti þessa auðs hefir sokkið í dýrtíð Reykjavíkur eins og steinn sem kastað er í hyldýpi. Ein tegund af þessari eyðslu eru skrauthýsi þau, sem aðstand- endur gömlu skipanna hafa byggt sér. Mjög margir framkvæmda- stjórar og skipstjórar hafa dreg- ið úr veltu fyrirtækjanna 80 til 150 þús. kr. til að byggja skraut- hýsi yfir eina slíka fjölskyldu. Og önnur eyðsla hjá'þessum „at- hafnamönnum“ hefir verið í sam- ræmi við húsakostinn. Þegar skipastóll Reykjavíkur er útslitinn og engir sjóðir til fyrir ný skip, þá er lítil huggun i því, þó að í bænum séu í tuga tali skrauthýsi handa ríkum mönnum, þegar auðurinn er hætt- ur að berast í land og ríkismanna- lífið endar um stund. Þegar kreppan skall á, var liðs- kostur íhaldsins algerlega -á rnóti sparnaði. Engir af embættismönn um íhaldsins löggðu til að laun þeirra væru lækkuð, enn síður að þeir gerðu það í verki. Þegar Framsóknarmenn í Ed. komu með frumvarp síðastliðinn vetur um að fella niður dýrtíðaruppbót af háum launum, þá felldi íhaldið málið með hjálp eins verkamanna leiðtoga, þegar við fyrstu um- ræðu. Og ekki gekk betur með inn- fluttningshöftin. Blöð íhaldsins 'risu gegn þeim með mikilli heift. Og verzlunarstétt íhaldsins var á sama máli. íhaldið gat ekki hugs- að til að minnka verzlunina og milliliðagróðann, þó að þjóðin öll væri í hættu stödd vegna hins lága afurðaverðs og gjaldeyris- vandræðanna. Reynzlan virðist benda a, að mikill munur sé á viðhorfi ínalds- ins og samvinnumanna bæði til framleiðslustarfseminnar og kreppunnar.Samvinnumenn bygg- ja upp skipulag sitt þannig, að þeir tryggja í einu gengi hins einstaka manns, þjóðarheildarinn- ar og arfinn til næstu kynslóðar. Þess vegna vinna þeir að sjóð- myndunum sínum jafnt og þétt og gera sömu kröfu til allra. Sér- hyggjumaðurinn fær ekki að eyða öllu um leið og verðmætið skap- ast. Skipulagið knýr hann til að spara nokkuð handa þörf kom- andi dags. Vegna skipulags samvinnufé- laganna eiga nú mörg þúsund heimilisfeður nokkrar milj. króna í tryggingarsjóðum til að mæta þeim óskaplegu verzlunarharðind- um, sem nú dynja yfir. Og þegar óveður heimsverðfallsins skellur á, þá fer sarnan hugur félags- mannanna og hinna kjörnu full- trúa þeira. Samvinnumennirnir byrja þegjandi á sparnaðinum heima fyrir. Bóndinn minnkar öll kaup á aðkeyptri vöru. Starfs- maður félagsins lækkar sjálfur kaupið sitt, af því að tekjurnar minnka hjá þeim sem hann vinn- ur fyrir. En .hjá ýmsum liðsmönnum Mbl. og ísafoldar kveður við ann- an tón. Þeir hafa tekið hin miklu bankalán. Hjá sumum þeirra hafa orðið hin miklu töp. Þeir létu lið sitt á Alþingi 1931 fella tillögu um lækkun dýrtíðarupp- bótar. Þeir hafa barizt fyrir frels inu til að flytja inn óbarfa vöru til landsins þó að vart sé hægt að greiða til útlanda nauðsynja- vörur handa þjóðinni. Og eftir því sem einum sjálfglaðasta tals- manni þessa mannflokks telst til, þá ríkir svo mikið skeytingarleysi hjá „aflaklónum“ svokölluðu, um stórútveginn, sem Reykjavík er talin að lifa á, að skipastóll bæj- arins er látinn eldast og ganga úr sér, án eðlilegrar og nauðsyn- legrar endurnýj unar, en það kemur aftur til af því, að eig- endur skipanna, helzt til margir, gleyma framtíðinni, gleyma að mynda tryggingarsjóði fyrir framtíðina, en eyða því meira í skrauthýsi sín, veizlufagnað, of- nautn áfengra drykkja og á marg an annan hátt, sem síst byggir upp sterkt og heilbrigt þjóðfélag. Það láta margir nú svo um mælt, að þjóðin eigi öll að sam- einast til varnar í baráttunni við kreppuna. Sjálfsagt fylgja því ýmsir kostir. En ekki skiftir það litlu hversu sú sameining verður. Mbl.menn vilja án efa að þeirra stefna ráði í sambýli flokkanna, stefna hins glaða og forsjár- lausa stundarhagnaðar og óhófs- eyðslu. En væru samvinnumenn að bættari þótt þeir leggðu niður skipulag sitt, þrautreynt hér á landi í hálfa öld og gerðust spor- göngumenn þeirra, sem lifa ó- hófsæfinni? Tæplega myndi þeim slík breyting að skapi og síst myndi þjóðinni styrkur að slíku ráðlagi, hvorki í bráð eða lengd. Þeir sem friðinn vilja semja verða að gæta þess, að sá hluti þjóðarinnar, sem kann fótum sín- um forráð, er ekki líklegur til að vilja vinna svo rnikið til lognmoll- unnar, að þeir vilji beygja sig undir lífsstefnu þeirra manna, sem hafa þjóðnýtt miljónatöpin og skuldirnar. X. ----o---- i fálækíitraintirl Eitt af hinum alvarlegustu á- liyggjuefnum allra liugsandi manna i Reykjavík, er hin sívaxandi byrði af íátækraframfærinu. Hafa útgjöld hæjarins vegna þess numið undan- farin ár með sjúkrastyrkjum um þremur fjórðu úr miljón og er fá- tækraframfærið því langstærsti út- gjaldaliður bæjarfélagsins. Fulltrúar Framsóknar í bæjar- stjórn lögðu þar fram seinni hluta vetrar eftirfaranda lillögur til breyt- inga á fyrirkomulagi fátækrafram- færisins: 1. Að fátækralækni, landlækni, lærðri matreiðslukonu og hagstofu- stjóra verði falið að rannsaka hve liáan fátækrastyrk þurfi að veita þurfalingum til matar, ljóss, hita og fata, til þess að þurfalingarnir hafi sæmilegt hfsframfæri, og styrknum sé síðan útbýtt eftir föst- um reglum saníkvæmt niðurstöðum þeirrar rannsóknar. 2. Að gjört sé útboð á öllum mat- vælum og eldsneyti handa þurfa- mönnum og samið við þann er býð- ur bezt kjör fyrir tiltekið tímabil. Á þenna kaupmann gcfi svp fá- tækrastjórnin út ávísanir til þurfa- manna. 3. Að gjört sé útboð i öll húsnæði, sem bærinn þarf að leigja fyrir þurfamenn. 4. Að komið sé á fót saumastofu, þar sem konur er þess eru mest þurfandi, fái vinnu. Saumastofa þessi’ saumi fatnað aðallega úr ís- lenzku efni, fyrst og fremst handa þurfamönnum. 5. Að stefnt sé að því að koma á fót föstu mötuneyti, fyrst og fremst fyrir þá þurfamenn, sem kjósa frem- ur að borða á slíku mötuneyti, en að matreiða fyrir sig sjálfstætt og ennfremur fyrir aðra þá þurfamenn, sem fátækrastjórnin telur hentara að þar borði. í sambandi við mötu- neytið skal komið á fót matreiðslu- námsskeiðum, þar sem húsmæður geta ókeypis lært að búa til ódýran, hollan og óbreyttan mat. 6. Að byrjað sé að vinna að þvi, að bærinn eignist jarðir og lönd á hentugustu stöðum hér austanfjalls, helzt nálægt jarðhita, þar sem þeir þurfamenn, er þess óska og fátælcra- stjórn þykir henta, geti fengið jarð- næði, enda leggi bærinn þeim til bústofn og hjálpi þeim til að byrja búskap á jarðnæðinu. Tillögum þessum leyfum vér okk- ur að láta fylgja eftirfarandi at- hugasemdir: Við 1. Um það er nú sífellt þrátt- að í bæjarstjórninni og utan hennar, hvort þurfamenn bæjarins fái nóg að bita og hrenna. Fátækrastyrkurinn hefir nýlega verið lækkaður um 20% og telja ýmsir það óviðunandi lækkun. Til þess að fá vissu um það, að þurfamenn fái viðunandi lifsframfæri, teljum við heppilegast að fela þeim mönnum, sem bezta þekkingu hafa á þessu að rannsaka hve hár styrkurinn þurfi að vera, svo viðunandi sé. Við 2. það er vitanlegt, 'að kaup- menn miða álagningu sína að tals- verðu leyti við það, að nokkuð tap- ast. af því sem þeir lána. En vegna þess hve stór og áreiðanlegur við- skiftaaðili bærinn mundi verða, er fullvíst að kaupmenn mundu sækj- ast eftir þessum viðskiftum, þótt þeir þyrftu að gefa 10—15% afslátt frá almennu *búðarverði. Við þ.etta sparar bærinn mikla upphæð. En annar stór kostur fylgir þessu einnig. Nú sem stendur leikur nokk- ur grunur á því, að sumir þurfa- lingar, er eiga fyrir fjölskyldu að sjá, noti peningana á nokkuð óhent- ugan hátt, og fátækrastyrkurinn komi þvi ekki að íullum notum, einkum fyrir konur og böm. þetta má með engu móti eiga sér stað, og þetta er unnt að fyrir- byggja með þvi að Jylgjast með út- tekt þuríamanna gegn um ávisanir til þeirra verzlana, sem bærinn skift- ir við. Við 3. Húsnæði mætti fá ódýrara og betra en nú tíðkast fyrir þurfa- menn. Bærinn er skilvis leigutaki, á slíkum leigutökum er að verða tals- verður hörgull eftir því sem krepp- an sverfur meira að. Húseigendur munu því kjósa að leigja bænum fyrir lægri leigu en ýmsum öðrum. þegar tekin hefir verið ábyrgð á leigu hingað til, hefir aldrei, svo við vitum til, verið gjört neitt til þess að fé leiguna lækkaða. Við 4. það mun nú tíðkast að margir þurfamenn kaupa mjög ó- hentugan útlendan klæðnað. Að svo iniklu leyti sem bærinn fær við það ráðið, ber honum að afstýra því að slík kaup eigi sér stað fyrir það fé, sem bærinn leggur þurfamönnum. Með því að setja á fót saumastofu og sauma úr innlendu efni, styrkir bærinn innlendan iðnað, eykur at- vinnu i landinu og þurfalingarnir fá betri föt. Við 5. Talsverður misbrestur mun vera á því hjá þurfamönnum eins og ýmsum öðrum, að matarinnkaup séu lientug og matartilbúningur góður. Einnig er svo með ýmsa þurfamenn, að þeir hafa ekki tíma til að annast matreiðsluna svo í nokkru lagi sé. Með því að koma á fót mötuneyti vinnst margt. Gjöra má góð og hentug innkaup á góðum og liollum hráefnum, maturinn verð- ur að jafnaði vel tilbúinn, hollur og ódýrari, en ef hann er tilbúinn á mörgum stöðum. þetta mötuneyti mætti byrja með þeim, sem fremur vilja borða í mötuneytum en heima hjá sér, og auka svo smátt og smátt við þeim, sem hentara þykir að borða í mötu-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.