Tíminn - 16.07.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.07.1932, Blaðsíða 1
Ofaíbfeti og afgrci&slumaður tEímans tt Hannpeig þorsl ein56óí!ir, £arfjata.öhi 6 a. ^KevfjaDÍf. -2^fgcei6öía Cimans er í Ccefiar^ölu 6 a. (Dpin baaleaar tl. 9—6 StóÖ 2359 XVL árg. Reykjavík, 16. júlí 1932. 31. blað. Ástand og úrræði. Dýrtíðin í Reykjavík er af- drifarík fyrir landið í heild sinni. Afleiðingar hennar koma æ bet- ur í ljós. Það sem! í fljótu bragði kunna að virðast sérmálefni höfuðstaðarins, eru í rauninni málefni þjóðarinnar í heild sinni. Og nú er ástandið hér alvar- legra en nokkru sinni áður. Vertíðin var með styzta móti, afurðaverðið lægra en nokkru sinni. Atvinna við húsbyggingar hverfandi og verklegar fram- kvæmdir ríkis og bæjar smáræði í samanburði við það, sem verið hefir undanfarin ár. Af þessu leiðir hið mikla at- vinnuleysi og það um sjálfan há- bjargræðistímann og er það fyr- irbrigði sem óþekkt er áður hér á landi. Menn horfa því með ugg og ótta til framtíðarinnar, og því lengur sem1 ekkert er að gert, þeim mun erfiðara verður að reisa sig upp með þær byrðar sem á leggjast og þeim mun irieir þver máttur til þess. Það færist því altaf nær að ekki verði komizt hjá því, að snúast við úrlausn þessara vandamála. Stjórnmálaflokkarnir ' komast ekki hjá því lengur að gjöra sér þess grein; hvernig þessi vand- ræði skuli leysa. Einn er sá stjórnmálaflokkur, sem kann þessu ástandi vel. Það eru kommúnistar. Því meira ráð- leysi, því meiri eymd, því meiri líkur eru fyrir því, að fólkið missi stjórn á sjálfu sér og grípi til örþrifaráða. Og er það vitan- legt, að yfir slíkum tækifærum vakka þeir menn, sem þennan flokk leiða. Kommúnistar telja gerbyltingu á þjóðskipulaginu eina úrlausnarúrræðið og eiga því enga samleið með öðrnm flokkum. Hinum flokkunum öllum er meiri og minni alvara með að vilja bæta úr ástandinu, þótt þá greini á urri leiðir. Jafnaðarmenn leggja. megin- áherzlu á það, að halda kaup- gjaldi verkalýðsins óbreyttu, að atvinnuvegirnir séu starfræktir undandráttarlaust og bæjarfélög, stofni til stórfelldra atvinnubóta með styrk af ríkisfé. íhaldsmenn telja aðalatriðið að kaupgjald verkalýðsins lækki, - og vilja nota þá aðstöðu, sem skapast hefir til þess að þyinga kauplækkun fram. Þeir leggjast á móti atvinnubótum af sömu á- stæðum. Fyrst er að gera sér það ljóst af hverju atvinnuleysið stafar. Verðfall afurðanna er aðalorsökin. Menn skilja þetta til hlítar ef tekin eru nokkur dæmi. Meðalbóndi sem síðastliðið ár hafði tvö til þrjú kaupahjú varð ekki matvinnungur á sínu eigin búi. Einyrki, sem vinnur baki brotnu langan vinnudag, allan ársins hring kaupir nauðþurftir sínar hjá kaupfélagi og lætur það gafnframt annast afurðasölu fyr- ir sig, ber úr býtum kaupgjald sem er aðeins brot af taxta- kaupi verklýðsfélaga, og þó er þetta sannvirði vinnu hans, eins og markaðinum er komið. Sama er uppi á teningnum ef litið er til sjávarsiðunnar. TJtgerðarsamvinnufélag, sem vel er stjórnað og vinnur með beztu tækjum í góðu aflaári, með úrvalsfólki til lands dg sjávar, vantar í lokin mikið á að geta skilað starfsfólki sínu, taxtakaupi staðarins. Útgerðar- félag, nýlega tekið til gjaldþrota- meðferðar, tapaði á árinu 1931 69 þúsundum króna, en mundi, með verðlagi ársins 1930, hafa grætt 55 þúsundir króna. Verð- fallið á þessu eina ári nemur því samtals hjá þessu félagi 124 þúsundum króna. . Samkvæmt skýrslu Sigurðar Kristinssonar forstjóra nemur verðfall tveggja síðustu ára á af- urðum þeim, sem Samband ísl. samvinnufélaga hefir haft til sölumeðferðar, um 8 miljónum króna, miðað við verðlag ársins 1929, eða miklu meira en öllum skuldum félaganna við Sam- bandið. öll þessi dæmi sýna það og sanna, að sannvirði vinnunnar á þessum árum er því miklu Iægra en það taxtakaup, sem verklýðs- félögin halda uppi víðsvegar um landið. Og framleiðendurnir geta ekki greitt þetta kaupgjald nema með stórfelldu tapi. Jafnaðarmenn viðurkenna þetta að miklu leyti, en halda því hinsvegar fram, að eins og framleiðendurnir njóti hagnaðar í góðærum og safni þá í sjóði, þá eigi þeir einnig að þola tap í harðærum jafnhliða því sem þeir haldi uppi kaupgjaldi og atvinnu. En þessir sjóðir eru ekki fyrir hendi hjá framleiðendunum. Taki maður togarana, afkasta- mestu aflatækin, sem á undan- í'örnum árum hafa'fleytt mestum verðmætum á land, þá er svo komið fyrir þeim, að fjöldi.hluta- félaganna sem þá eiga ramba á barmi gjaldþrotsins, eins og 01- afur Thórs lýsti í ræðu á eld- húsdegi í vetur, skipin göfnul og sjóðeignir engar. Er þetta ofur skiljanlegt, ef litið er til baka á þróunarsögu þessa atvinnuvegar, og þeirra atvinugreina og þá fyrst og fremst milliliðastarfseminnar, sem skapast hefir í skjóli þessa atvinnureksturs. Upphaflega var togaraútgerðin sjálf gróðavegur og sparifjáreig- endur til sjávar og sveita tæmdu sparisjóðsbækur sínar og lögðu fé í togaraútgerð. En áður langt leið opnuðust augu þessara manna fyrir því, að það voru ekki þeir, sem græddu, heldur skipstjórarnir og aðrir yfirmenn skipanna, fram- kvæmdarstjórar útgerðarfélag- anna, þeir sem tóku að sér að þurka fiskinn, þeir sem seldu hann, þeir sem seldu veiðarfæri og aðrar nauðsynjar til togar- anna, þeir sem seldu lífsnauð- synjar fólkinu, sem safnast hafði saman til þess að vinna að aflanum, þeir sem leigðu þessu fólki húsnæði og þá ekki sízt þeir, seni seldu byggingarefni í þau mörgu hús, sem nú þurfti að reisa. En eitt af lögmálum hinnar frjálsu samkepni er það, að pen- ingarnir leita ekki þangað sem þeirra er þjóðfélagslega mest þörf, heldur þangað, sem þeir gefa mestan arð. Og þess vegna voru pening- arnir sem græddust í sambandi við togaraútgerðina ekki lagðir í það að efla hana, endurnýja skipin og safna í sjóði. Heldur hófst nú fjárflóttinn frá þsesum atvinnuvegi yfir í milliliðastarf- semina. Peningarnir voru lagðir í allskonar verzlun, í hús til þess að selja á leigu, lánaðir í 'hús gegn skuldabréfum með háum vöxtum og miklum afföllum, og loks var þeitm varið til þess að reisa fyrir þá íburðarmikil skrauthýsi, þar sem lifað er rík- mannlegu lífi. Þessar atvinnugreinir útsugu útgerðina svo að töpin skullu ó- brotin á bönkunum þegar út af bar, og þar með á þjóðina í heild sinni. Þessvegna vílaði í- haldið — en milliliðastéttin er aðalkjarninn í þeim flokki — aldrei fyrir sér að láta ríkið taka ný og ný lán undir því yfirskyni að verið væri að bjarga atvinnu- vegunum. Lánsféð var að lang- mestu leyti afhent íslandsbanka, en þaðan rann það sumpart beint, en þó að langmestu leyti óbeint, gegnum útgerðina, til milliliða- stéttarinnar. Þetta ástand skapaði sívaxandi verðhækkun og dýrtíð í landinu og þó einkum í Eeykjavík. Til þess að reisa rönd við dýr- tíðinni hafa svo embættismenn- irnír í landinu neytt samtaka- máttar síns til þess að fá. lög- festa dýrtíðaruppbót þá, sem þeir hafa notið um mörg ár, og verkalýðurinn hefir farið eins að til þess að hækka kaupgjaldið. Afkoman hefir þó ekki batnað. Kaupgjaldshækkunin hefir lent í vasa milliliðanna jafnharðan. Það er staðreynd, að verka- maðurinn í Reykjavík, sem hefir vinnu allan ársins hring og fær hana greidda samkvæmt kaup- taxta Dagsbrúnar, hefir naum- ast til hnífs og skeiðar, eigi hann fyrir konu og fjórum börn- um að sjá. Með öðrum orðum: Haldist sama dýrtíð í Reykja- vík, getur verkalýðurinn ekki lækkað launin. Og jafnvíst er Jiitt, að fram- leiðslan getur ekki greitt þau. afleiðingarnar af því, ef fram- leiðslan þarf að stöðvast. Menn verða að gera sér það ljóst, að það er engin lausn á þessu máli, að halda framleiðsl- unni gangandi með því að láta bönkunum blæða, með þ'ví að taka ný og ný erlend lán. Hinsvegar dylst engum hvað af því hlýzt ef framleiðslan stöðv- ast. Útflutningur fer þverrandi, gjaldeyrisskortur vex, innflutn- ingur minkar, tolltekjur ríkisins að sama skapi, tekjuskattur lækkar og útsvör innheimtast ekki. Tekjur ríkis og bæjarfélaga ganga saman og gjaldgeta þeirra lamast. Ekki verður þá auðvelt um at- -vinnubætur. Fólkið sveltur, húsaleiga verð- ur ekki greidd og loks þá skellur verðfallsaldan á milliliðastéttinni og þá svo, að hún veldur hruni. Þessar verða óhjákvæmilega Hér er í það óefni komið, að ekki verður komist af með nein vetlingatök. Á óvenjulegum tímum verður að grípa til sterkra og óvenju- legra ráða. Þeir menn, sem náð hafa til sín gróðanum af stórframleiðsl- unni verða að beygja sig undir þá nauðsyn, að skila aftur rífleg- um hluta af þessum feng, svo að tilkostnaðurinn við fram- leiðsluna geti aftur leitað jafn- vægis og hún hafist á ný, eftir því sem efni standa til. Er þetta ekki aðeins óhjá- kvæmileg nauðsyn fyrir verka- lýðinn, og fyrir framleiðendui'na, heldur fyrst og fremst fyrir eignamennina sjálfa og þjóðina í heild. Það sem fyrst -og fremst verð- ur að gjöra, er að gefa. út bráða- birgðalög um þriðjungs lækkun á húsaleigu allri í Reykjavík. Byggist þetta á fullkominni sanngirni vegna þess, að húsa- leiga er hér yfirleitt miðuð við kostnaðarverð húsa, sem reist voru á dýrasta tíma, og er jafn- vel há, miðað við það verðlag. Húseigendurnir hafa sérstaka að- stöðu sakir eftirspurnarinnar til þess að halda húsaleigunni uppi, og það eftir að allir aðrir hafa orðið að beygja sig undir það verðlag sem heimsmarkaðurinn hefir skapað. Það er því eigi að- eins réttmætt, heldur eins og á stendur brýn nauðsyn að beita þvingun til þess að færa húsa- leiguna til sannvirðis, þar eð hún er lang tilfinnanlegasti og stærsti kostnaðarliðurinn uni afkomu alls almennings og liggur eins og mara á öllu athafnalífi bæj- arins. Lældcun húsaleigunnar mundi hafa í för með sér lækkun allra fasteigna, og einnig mundi af henni leiða verulega lækkun á tilkostnaði við framleiðslu, iðnað og verzlun og mundi því verða afdrifarík um að lækka dýrtíð- ina í bænum. Það sem ennfremur verður að gera, er að þvinga niður með aðstoð ríkis og bæjarfélags kostnað við dreifingu lífsnauð- synjanna til almennings. Hlýtur það að vekja athygli, að landið framleiðir kynstur af matvælum sem framleiðendurnir láta af hendi fyrir lítið verð, en sem neytendurnir gjalda dýru verði eftir að á þær er fallinn hinn al- gengi milliliðakostnaður, sem hér á sér stað. Bændur fá 10—^20 aúra fyrir mjólkurlitra, Reykvíkingar gjalda 44 aura. Fiskurinn er hér dýr- ari á fisksölutorgunum en gold- ið er fyrir hann af útlendingum eftir að á hann er fallinn allur hinn mikli verkunar- og verzl- unarkostnaður. Síldin liggur verð- laus að kalla norður á Siglufirði, en hér kostar hún ærið fé. Brauð- verðið hefir lengst af verið á- móta eins og húsnæðið. Samtök verkalýðsins og samvinna opin- berra stofnana hafa ráðist á það böl. Kemur það úr hörðustu átt, að ráðherra sá, sem telur sig geta náð til þessara aðgerða, skuli láta það verða eitt sitt fyrsta verk," að mæla fyrir um stöðvun þeirrar stofnunar sem lægst hefir farið með brauðverð- ið, og það á slíkum neyðartím- um. Hefir hér verið stigið stórt spor í öfuga átt. Ríkisbrauðgerð- ina átti vitanlega að efla. Óumflýjanlegt verður að stofna til almenningsmötuneyta fyrir veturinn, þar sem selt yrði ódýrt fæði framleitt að sem mestu úr innlendum fæðutegund- um. Með þeim hætti yrði bænum gafnframt ódýrast framfæri þurfamanna. Meiri hluti bæjar og ríkis- stjórnar verða, án tillits til skoð- ana sinna um íhlutun hins opin- bera um verzlun á venjulegum tímum, að beitast fyrir því, að, þessir aðiljar grípi inn í á þeim neyðartímum, sem nú standa yf- ir, til þess að þvinga niður verð- lagið. Með þessum hætti mundi af- komutilkostnaður manna á ör- stuttum tíma lækka um 20— 30%. En af því leiðir að verkalýður- inn, opinberir starfsmenn og aðrir þeir, sem taka laun í pen- ingum, geta lækkað laun sín sem þessu nemur og án þess að missa nokkurs í. En fyrir alla þessa menn og þjóðina í heild sinni mundi ávinningurinn sá, að at- vinna ykist, öll afkoma yrði ör- uggari og læknað væri að miklu það mein, sem dýrtíðin í Reykja- vík hefir verið atvinnulífi þjóð- arinnar. Ýmsir munu nú benda á það að þessi lækningaraðferð sem hér hefir verið bent á, sé of ó- hlífin við milliliðastéttina og fasteigna-eigendurna. En þessu er alls ekki svo farið. 1 fyrsta lagi er því til að svara, að verði ekkert að gert þá kemur hrunið yfir þessar stéttir fyr en varir. Þá er og á hitt að líta, að ná- lega allir aðrir hafa þegar tekið á sig að meira eða minna leyti afleiðingar verðfallsins. Bæhdurnir hafa orðið að hlíta verðfallinu á sinni framleiðslu, orðið fyrir miklu eignatjóni og verða nú að vinna baki brotnu til þess eins að geta haldið líf- inu í sér og sínum. Sama máli gegnir um fram- leiðendurna við sjávarsíðuna. Margir þeirra hafa þegar misst aleigu sína vegna verðfallsins. Dýrtíðaruppbót" embættis- manna hefir lækkað að nokkru og laun annara opinberra starfs- manna færð niður í samræmi við það. Verkamenn hafa goldið verð- fallsins í stopulli og síminkandi atvinnu. Og loks má benda á það, sem nákomnast er þeirri eignaniður- færslu sem hér er ráðið til, að á síðastliðnu hausti þótti það. óumflýjanleg nauðsyn, til þess að bjarga atvinnuvegunum, að láta íslenzku kronuna fylgja sterlingspundinu, en það var sama sem fjórðungs lækkun á verðgildi peninganna. Með þess- ari ráðstöfun var því í raun og veru.tekinn fjórði hluti af spari- fjár- og skuldaeign nianna x landinu. Hversvegna skyldi þá misskil- ið tillit til milliliða og fasteigna- eigenda eiga að leiða til þess, að hér verði neyð og hrun, sem fæstir fyrirfram fá séð hvar mundi enda. Hermann Jónasson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.