Alþýðublaðið - 23.05.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.05.1927, Blaðsíða 2
2 ALP. YÐuBLAÐÍÐ ÍALÞÝBIJBLAÐIÐ \ 5 kemur út á hverjum virkum degi. • IAlgreiðsla í Alpýðuhúsinu við : Hveríisgötu 8 opin Irá kl. 9 árd. ; til kl. 7 síðd. J Skrifstofa á sama stað opin kl. ; 5 9V2 — 10l/a árd. og kl. 8—9 síðd. ; Simar: 988 (afgreiðsian) og 1294 ; 5 (skriístoían). • < Verðlag: Áskriítarverð kr. 1,50 á ; 5 mánuði. Auglýsingaverö kr. 0,15 : | hver mm. eindálka. ; ! Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan | < (i sama húsi, sömu símar). ; íhaldsflokkuriim játar kjördagsforelluua. í fyrra dag' játar málgagn flokks- stjórnar íhaldsmanna, „Vörðttr“, á flokkinn stjórnarskrárbrelluna, sem gerð var til að færa kjör- daginn, prátt fyrir það, pó að færslan væri feld. Hún hefir auð- vitað verið alpjóð kunnug frá upphafi, en flokkurinn sjálfur hef- Jr ekki látið grímuna falia fyrr en nú. Svo sem kunnugt er, hef- ir þing verið rofið og efnt til nýrra kosninga, til þess að kjós- endum gefist færi á að láta uppi, hvort þeir vilja sinna nokkru því stjórnarskrárbreytingarkáki, sem þingið samþykti, þó að þingrofið og kosningin væri sjálfgerð, þar sem kjörtímabilið er á enda. 1 grein með fyrirsögninni „Stjórn- arskrárbreytingin samþykt" segir svo um kjördaginn: „Þann dag eiga kjósendur landsins að skera, úr því, hvaða flokkur eða flokk- ar skuli fara með völd næstu fjögur ár. Hverjum einstökum kjósenda(!) ber nú að hugsa það mál.“ Það hefir auðvitað verið öllum mönnum ljóst, að það væri «m þetta, sem ætti að kjósa — það hef.ir alt af verið tilætlun í- haldsins — og að þeir hafi flutt kjördaginn frá 1. vetrardegi til 9. júlí til þess eins, eins og „Vörð- ur“ orðar það, að „kosningabar- .daginn verður ekki mjög lang- ur.“ En þetta er skrítið í munni ihaldsins; það hefir rofið þingið vegna stjórnarskrárinnar einnar og fulikomlega að óþörfu. fhaíd- ið ætti því aðallega að benda kjósendum á, að þeir eigi að þessu sinni að láta uppi álit sitt um stjórnarskrána. En það er ekki 'nefnt á (nafn í allri gTéininni, held- 'ur er blygðunarlaust játað, að ihalðið ætlasí íil þess, að nú sé kosið uia pað eitt, hvórt i- haMið eigi að sitja við völd íiigstu fjögur ár. Það er eitthvað annað en stjómar- skrárbreyting. Veðiiii. Híti 7—11 stig. Átt suðvestlæg ög vestlæg, fremur hæg víðast. Skúráveður á Suðvesturlandi og Vesturlandi. Lægð' fyrir norðan land á austurleið. Otlit: Vestlæg étt, skúraveður, nema þurt veður á Austurlandi. Gerið foáar kröfur! [Danskur skólakennari, Hartvig Frisch, sem er formaður stúdenta- félagsins danska og nú orðinn fólks- þihgsmaður, ritaði haustið 1924 neð- anmálsgreinaflokk í „Social-Demo- kraten“, aðalblað danskra jafnaðar- manna. Hét greinaflokkurinn einu nafni: „Staðleysa og stjórnmál." Greinarnar hófust á frásögu um bók eftir Englendinginn Thomas More, er uppi var á 15. og 16. öld, en í þéirri bók var lýst sameignarriki, sem hvergi var til, og hét því bókin „Utopia", en það er grískt orð og þýðir „staðleysa" (er ■ ekki ólíklegt, að íslenzka orðið „staðleysa", sem haft er um hvað eina ótrúlegt, eigi rót að rekja til þessa bókarnafns, enda hefir „utopi“ í útlendum mál- þjn fengið áþekka lítilsvirðingar- merkingu). Er af þessu dreginn fyrri hlutinn í nafninu á greinaflokkinum. Síðan er í greinaflokkinum lýst kenningum Karls Marxs eða hinni „vísindalegu jafnaðarstefnu" og því einkennilega móti, sem hún hefir fengið á sig i þremur þjóðlöndum, Þýzkalandi, Italíu og Rússlandi. I framhaldi af því eru rakin áhrif jafnaðarstefnunnar á stjórnmál í Norðurálfu og sýnt, hvernig háar tsröfur, þótt „staðleysur“ séu- kall- aðar, haldi stjórnmálunum upp úr því að verða að fúlu lýðsmjaðri. Af því er síðan komist að þeirri nið- urstöðu, að nauðsynlegt sé að gera háar kröfur í stjórnmálum, halda fram „staðleysum". Hér á landi gætir nú í fjármálum og jafnvel f’eirum opinberum málum ríkra áhrifa frá Dönum og ekki sízt frá efnamannastétt þeirra, sem eðli- legt er, þar sem eitt af helztu blöð- um höíuðstaðarins er undir Béinum yfirráðum danskra kaupsýslumanna. Er því ekki úr vegi, að gefinn sé kostur á að kynnast hagsmunum fleiri stétta, og eru því hér á eftir þýddir kaflar úr síðasta hiutanum af áður nefndum greinaflokki og þar með gefið dálítið sýnishorn af því, hvernig danskir mentámenn hugsa nú á dögum. Það eitt er tekið, sem hefir sameiginlegt gildi hvar sem er, en hinu slept, sem að eins á við danska þjóðhætti.] • „Staðleysa verður ekki hrakin. Markmiði hennar má neita blátt áfram, en ráðin, sem stungið er upp á, ef til kæmi, má rannsaka og meta. Þá er komið að þeirri gagnrýning, sem hinir hagsýnu stjórnmálamenn munu hefja. Þeir munu segja: Slíkar hugsanir um fyrirmyndarríki eru hinum megin við öll stjórnmál. Munið: Stjórn- múlastarfsemi er list máttuleik- anna. Það er þá sama sem að stjórnmálastarfsemi sé heitisig’ing yfir grynningar veruleikans eða það, sem kallað er gagnsamleg stjórnmálastarfsemi, og ber ég að vísu fulla virðingn fyrir henni; ég hugsa ósjálfrátt til manna eins og Þemistoklesar, Cromwells, Bis- marcks, Hörups og P. Knudsens. En þagar menn gæta dálítið nán- ara að, uppgötva menn, að nokk- uð alt annað er fólgið undir þess- um orðum. Það, sem flestir mumi hugsa með orðunum: gagnsamieg stjórnmálastarfsemi, er fléóuh g stjórnmálastíirfsemi, þar sem á því ríður að hafa framvísa til- finningu fyrir því, að hverju skepnunni getist bezt, eða, eins og sagt er, hvað „efst er á baugi“. Meginregia slíkrar stjórnmála- starfsemi er: Hvað vill fólkið? Eitthvert stórhlaðið spyr: Hvað segja lesendurnir? eða þá einhver öflugur bókaútgefandi: Hvað vill almenningur lesa? Hjá slíku fyrir- tæki verður árangurinn óumflýj- anlega nokkurs konar beinkröm og kvapi, enginn „stíll“, engin festa, engin uppistaða, en menn safna holdum, þangað til róið er í spikinu. Að sínu leytinu fer eins fyrir þeirri stjórnmálastarfsemi, sem rekin er fyrir sem ajlra stutt- legast kjósendasjónarmið. En á friðartímum þjóðfélagsins er margt, sem mælir með því, að hentistefnusinnarnir og áhang- endur hinnar gagnsamlegu stjórn- mátastarfsemi hafi rétt fyrir sér. Állar breytingar eru svo örsmáar; þjóðin sjálf og hinn þjóðfélagslegi veruleiki eru þung og óbifanleg. Það er næstum því broslegt, þeg- ar ofstækismaður fer i einhverju skotinu að tala hástöfum um stefnuskrá; menn ljá efninu tæp- lega eyru, en glápa á mannskepn- una sem vofu: Óhreinn línkragi, seglgarn í stað skóreima! Eða á hinn bóginn: Maðurinn er snyrti- legur, en rödd hans lætur illa í eyrum! Alt saman virðist þýð- ingarlaust. En ég hygg, að á þessu sviði gildi eitthvað það, sem nefna mætti „Iögmál hámarkskröfunn- ár“. Flestir munu kannast við sög- una um Zarqvinius kóng og Si- byllu; fyrst bauð hún honum níu bækur fyrir vitleysislega hátt verð, og hann hafnaði boðinu. Þá varpaði hún þremur í eldinn og bauð hinar, sem eftir voru, fyrir sama verð; þrjár í viðbót fóru í eldinn, en verðið var enn hið sama. „Snortinn af býsnum j>ess' um“ lét kóngur til leiðast. Það, sem hér •ríöur baggamun- inn, er að hpfa djörfung til að halda fram skoðunum sínum. I- mynd slíks manns var Bismarck, sem í fyrsta sinni, er hann héit ræðu, var skoðaður sem aftur- ganga frá miðöldum og yfir- guæfður með hrópum og sköll- um: Hann snéri sér undan, tók upp dagblað og las, þangað til kyrð komst á. ímynd s.líks manns var Lenin; á einum stað vegsamar Gorki hið hielga æði hinna djörfu („bolsi- vikanna") og segir, að meðal þeirra sé Lenin fremstur og lang- æðisgengnastuv. Það, sem Gorki á hér við með æði, er hámarks- krafan. I henni felst í raun og veru hin ósvikna gagnsemisstjóm- málastefna. Þjódin oerdur snortin af bysnum psssum. Gerið háar kröíur! (Frh.) Osló, FB., 20. maí. Leikfimisamkeppni var haldin í Osló í gærkveldi, og unnu Norð- menn Dani. íslenzki kvennaflokk- urihn sýndi í sambandi við keppnina, og var konungurinn viðstaddur. Mikil fagnaðarlæti. — Kveðja. Bertelsen. Fnllíníaráð alMðuíÁraessvsIu. I síðustu viku var stofnað á Eyrarbakka að tilhlutun Alþýðú- sambands íslands fuiltrúaráð meðal jafnaðarmanna í Árnes- sýslu. Verklýðsféiögin „Báran“ á Eyr- arbakka og „Bjarnii” á Stokks- eyri eru þátttakendur í fulltrúa- inu, og eiga sæti í því stjórnir beggja félaganna. 1 stjórn fulltrúaráðsins voru kosnir: Ingimar Jónsson, prestur að Mosfelli í Grímsnesi, Bjarni Eggertsson búfræðingur, Eyrar- bakka, Guðmundur Einarsson verkamaður, Stokkseyri, Berg- steinn Sveinsson, verkamaður, Eyrarbakka, og Nikulás Bjarna- son verkamaður, Stokkseyri. Er þetta samvalin stjórn ágætra og eindreginna flokksmanna, og liggja nú fyrir þeim og fulltrúa- ráðinu mörg vandamál til úrlausn- ar. Allir, sem til þekkja, vita, að stofnun fulltrúaráðsins sameinar kraftana austur þar og að málefni lalþýðu í Árnessýslu eru vel kom- (in í höndum þessara félaga vorra.. SSrlemcS síœns&eytf.. Khöfn, FB., 21. maí. Vilhjálmur keisari fær ekkl landsvistarleyfi á Þýzkalandí. Frá Berlín er símað: Þingið hefir framlengt lögin um verndun lýðveldisins, er heimila ríkis- stjórninni að banna Vilhjálmi fyrr verandi keisara að setjast að í Þýzkalandi. Slita Bretar stjórnmálasam- bandi við Rússa? Frá Lundúnum er símað: Menn bíða þess með óþreyju, að stjórn- in skýri frá árangrinum af hús- rannsókninni hjá rússneska verzl- unarfélaginu x „Arcos“-bygging- unni. Hefir stjórnin lofað upplýs- ingum um þetta mál á þriðjudag- inn. Churchill f jármálaráðherra og Birkenhead vilja slíta stjórmuála- 'Sambandi milli Bretlands og Rúss- lands, og er búist við því, að þeir hafi sitt mál fram þrátt fyrir mót- spyrnu Chamberlain’s, utanríkis- málaráðherrans. Atlant shaf sf lugið. Frá New-York-borg er símað:- Lindbergh flugmaður er einn í flugvél sinni. Hann er væntanleg- ur til Parísar í nótt. Indlandsllug í einum áfanga. Frá Lundúnum er símað: Eng- Jendingarnlr Carr og Gillman eru lagðir af stað í ílugferð frá Eng-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.